Lögberg - 10.04.1930, Qupperneq 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL 1930.
r ——-
Högfcerg
G«fið út hvem fimtudag af The Col-
umhia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jénsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg" ís prtnted and publlshed by
The Cotumbia Press, Llmited, in the Columbía
BuildlnK, 685 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Betur má ef duga skal
------ -----------------------I
Það er kunnugra en frá þurfi að segja,
hvílíku feikna tjóni drep í komi hefir valdið
hér í landi, og þá ekki hvað sízt í Sléttu-fylkjun-
um, þar sem kornræktin er mest stunduð. Og
iþótt því verði vitanlega ekki neitað, að nokkuð
hafi unnist á í áttina til útrýmingar slíkum ó-
fögnuði, þá er það samt sem áður sýnt, að
betur má ef duga skal.
Áhrifamestu ráðstafanimar, sem enn hafa
gerðar verið tii útrýmingar drepi í komi, mega
vafalaust mega teijast þær, ef afgreiddar voru
á sambandsþinginu 1927. En með þeim lög-
um var hverjum þeim verksmiðjúeiganda, ér
það hlutverk hafði með höndum að búa til efna-
blöndu tii útrýmingar ávaxtadrepi og koms,
það á herðar lagt, að láta skrásetja vöm sína
í Ottawa, áður en hún skyldi gild tekin sem
verzlunarvara. Var þetta gert með það sér-
staklega fyrir augum, að útiloka eins og fram-
ast yrði viðkomið, sölu á svikinni, eða jafnvel
löldungis ónothæfri efnablöndu, er bændur
höfðu oft og einatt verið gintir til að kaupa
við ránsverði. Samkvæmt lögum þessum var
það að skyldu gert, að skýr og ákveðin for-
skrift fylgdi hverjum pakka, eða hverri flösku,
ásamt staðfestingu um það, hvort efnablandan
væri skaðleg mönnum og dýrum, eða ekki. Auk
þess var tekin fram nákvæm vigt eða únzu-
fjöldi.
Engum getur 'blandast hugur um það, að
ráðstafanir þær af hálfu þings og stjómar, er
nú hafa nefndar verið, hafi komið að miklu
liði, þótt enn eigi það auðsjáanlega langt í land,
að drep-plágunni í komi verði til fullnustu út-
rýmt.
Strangar og nákvæmar vísindarannsóknir
hafa leitt það í ljós, að á hinu mikla megin-
landi Norður-Ameríku, fer árlega forgörðum
að minsta kosti tveggja biljón dala virði af
fæðutegundum, af völdum margvíslegs plöntu-
dreps. Hefir það og sannast, að starf miljóna
manna hefir af sömu ástæðum, «að litlu sem
engu orðið,
Eftirspumin eftir efnablöndu til útrýming-
ar drepi í komi hefir, eins og gefur að skilja,
verið að jafnaði geysimikil. Af því hefir það
leitt, að glæframenn og lyfjasullarar hafa,
undir fölsku yfirskyni, hrúgað á markaðinn
hinni og þessari ólyfjan, er til ills eins leiddi
og ekki annað liafði í för með isér, en beint
peningatap. ,
Meginið af framleiðslu bóndans er selt við
flokkun á opnum markaði. Sá, er. vöruna
kaupir, gengur þess því eigi dulinn hvað hann
fær fyrir peninga sína. Slíkt hið sama verð-
ur því miður eigi ávalt með sanni sagt, þá er
um er að ræða hinar og þessar vörategundir,
er bóndinn er neyddur til að kaupa og otað
er að honum í silkiumbúðum lævíslegs auglýs-
inga skrums.
Að því hlýtur að reka, fyr en síðar, að
stjómirnar láti sínar eigin efnastofur rann-
saka strangvísindalega sérhverja vörutegund,
áður en hún er boðin til kaups, svo ekki verði
um það vilst, hvert sé gildi hennar eða van-
gildi.
Það er nú fyrir langa löngu tími til þess
kominn, að hverjum og einum óprúttnum vöru-
prangara líðist það ekki átölulaust, að þrengja
inn á almenning hinu og þessu sulli í nafni
ímyndaðra vísinda.
Þjóðnýting víðvarpstækja
... ............................]
Eitt meðal þeirra mörgu, og mikilvægu
mála, er vænta má að núverandi sambands-
þing geri nokkur skil, er málið um þjóðnýting
víðvarpstækja. Er hér um svo afar þýðing-
armikið mál að ræða, að á miklu veltur um af-
drif þess fyrir framtíð hinnar canadisku þjóð-
ar.
t
Norðurálfuþjóðiraar flestar hverjar, hafa
ákveðið að þjóðnýta víðvarp og víðvarpstæki.
Bandaríkjaþjóðin, er að heita má eina þjóðin,
er enn sem komið er, hefir ekki tekið fast-
ákveðna stefnu til þessa afar mikilvæga máls,
en vorrandi gerir hún það samt áður en langt
um líður.
Reynsla canadisku þjóðarinnar viðvíkjandi
þjóðnýting samgöngutækja hefir verið hin
glæsilegasta. Engin þjóð í víðri veröld, kemst
í hálfkvisti við canadisku þjóðina hvað þjóðnýt-
ing járnbrauta áhrærir. Bendir nú flest til
þess, að þjóðbrautakerfið candiska, verði eigi
aðeins sjálfbirgt í framtíðinni, heldur verði
jafnvel þar að finna eina voldugustu tekjulind
þjóðarinnar.
Meginið af skógarauðlegð canadisku þjóð-
arinnar, er ennþá almenningseign. Hve lengi
að slíkt ásigkomulag lielst við, hvílir eingöngu
á trausti fólksins í landinu sjálfu. Hið sama
er að miklu leyti um málmauðlegð þjóðarinnar
að segja. ,
Víðvarpsundrið, þótt ærið sé nú alment
notað, mun enn sem komið er, vel mega teljast
á tilraunastigi, borið saman við það, er verða
mun í framtíðinni. Byltingin, er uppgötvan
þess og notkun, þegar hefir orsakað, er að
vísu orðin feykilega víðtæk. Þó mun hún ekki
vera nema svipur hjá sjón, ef svo mætti að
orði kveða, til móts við þær miklu og margvís-
legu opinberanir á þessu sviði, er ætla má að
jafnvel næstu árin leiði í ljós. Það er því
einsætt, að'á miklu veltur fyrir framtíð cana-
disku þjóðarinnar, hver stefna verður tekin
af hálfu þings og stjórnar í málinu.
Hörmulegra slys gæti canadisku þjóðina
tæpast hent, en það, aði selja frumburðarrétt
víðvarpsins í hendur einstökum auðfélögum.
Ekkert annað en þjóðnýting, getur í þessu til-
felli, komið til nokkurra mála.
Canadiskar skóglendur
Mikið er um það rætt og ritað innan vé-
banda hinnar canadisku þjóðar, hve mikilsvert
það sé, að fylztu fyrirhyggju sé gætt að því
er verndun og viðliald canadiskra skóga á-
lirærir, og fer það að vonum.
Að því er skógana hér í landi áhrærir,
stendur canadiska þjóðin, enn sem komið er,
flestum, ef ekki öllum öðram þjóðum betur að
vígi. Níutíu af hundraði allrar skógarauð-
legðar þessa lands, er enn almenningseign, um
léið og svo hagar til með nágranna þjóð vorri
sunnan landamæranna, að hún er til þess
neydd, að kaupa svo að segja við hvaða verði
sem upp er sett, voldug skógarbelti, til þess að
tryggja einhvem trjáviðar forða handa hinum
ófæddu kynslóðum, eða að minsta kosti þeim,
sem taka eiga við landinu á næstunni. Þjóðin
canadiska á, sem betur fer, að mestu leyti skóg-
ana sjálf, og þess vegna er það enn á hennar
valdi, að skipa fyrir um meðferð þeirra og
viðhald. Þjóðinni er þegar farið að skiljast,
að þótt skóglendur hennar séu bæði miklar og
verðmætar, þá geti afurðir þeirra auðveldlega
gengið til þurðar, og það jafnvel á tiltölulega
skömmum tíma, nema því aðeins, að fylztu fyr-
irhyggju isé gætt. Þess vegna er líka það, að
canadiskum almenningi er það nú meira á-
hugamál, en nokkra sinni fyr, að vinna að því
í einingu, að fyrirbyggja, að svo miklu leyti,
sem unt er, hættu þá hina miklu, sem skógar-
eldum er samfara.
Fólk er nú, sem betur fer, farið að láta sér
skiljast, að til séu fleiri uppskerutegundir hér
í landi, en uppskera koms og garðávaxta; það
er farið að láta sér skiljast, að afurðir skóganna
séu ef til vill ekki hvað þýðingarminsta upp-
skeran, og er gott til þess að vita. Koriíyrkjan
hefir fyrir löngu tekið vísindin í þjónustu sína,
sem og óhjákvæmilegt var. Er nú ekki komin
tími til, að hliðstæðum aðferðum verði beitt,
þegar um skógvernd og skógaruppskera er að
ræða? Tæplega verður efast um það.
Vart mundi sá bóndi fyrirhyggjusamur
kallast, er eigi hugsaði lengra fram í tímann
en það, að láta sér nægja góða, eins árs upp-
skera, og kærði sig svo kollóttan, þótt ill-
gresið hefði árið þar á eftir náð yfirtökunum
í akri hans. Myndu ekki flestir halda, og það
jafnvel með nokkrum rétti, að eitthvað væri í
meira lagi bogið við sálarástand þess manns,
er sekur gerðist um slíkt atferli?
Það er að mestu leyti á valdi þjóðarinnar
sjálfrar, hvemig til tekst um skógvemdina og
skógarafurðirnar í framtíðinni; hvort kom-
andi kynslóðir taka við naktri eyðimörk, eða
blómlegum, arðberandi skógarlendum.
Fregnir af sambandsþingi
eftir L. P. Bancroft, þingm. Selkirk kjörd.
Giagnger og yfirgripsmikil endurskoðun á
lögum og reglum um eftirlaun hermanna í Can-
ada, vill G. C. Power liðsforingi að fari fram.
Er hann formaður þeirrar sérstöku nefndar í
sambandsþinginu, sem með höndum hefir eftir-
laun og önnur málefni, er snerta heimkomna
hermenn. Þessi uppástunga hans hefir hlotið
stuðning og samþykt hinnar canadisku deildar
herþjónustuliðs brezka ríkisins.
Það á vel við að á þessu þingi er það talið
helzta málið, í hvílíkri þakkarskuld Canada sé
við þá menn er í herþjónustu vora, og liðu harð-
rétti og hörmungar austanhafs. 1 þessari sér
stöku nefnd er sérstakt úrval viðurkendra
þingmanna. Uppástungur lir. Powers era
mjög þýðingarmiklar fyrir alla heimkomna
hermenn í Canada. 1 stuttu máli era þær
þessar:
1. Áframhald þeirrar nefndar, sem nú hefir
eftirlaunamálið með höndum.
2. Afnám áfrýjunarnefndar fylkjasambands-
ins.
3. Afnám þess fyrirkomulags að vissir lög-
menn séu í ráðum með heimkomnum her-
mönnum til undirbúnings málum sínum.
4. Stofnun eftirlauna dómstóls, sem skipaður
sé níu dómurum, — ekki nauðsynlega lög-
mönnum.
•5. Skifting landsins í þrjú héruð: Austur-
hérað frá Atlanzhafi til Ottawa, miðhérað
frá Ottawa til Winnipeg, vesturhérað frá
Winnipeg til Vancouver, og séu þrír dóm-
arar skipaðir fyrir hvert hérað.
6. Að allar kvartanir og kröfur séu teknar
til greina, og þeim ráðið til lykta; sömu-
leiðis sé feldur úrskurður viðvíkjandi
eignavirðingu.
7. -Vald eftirlauna dómstólsins til þess að
rannasaka og kveða á um allar kröfur, eftir
að þær hafa verið samþyktar af eftirlauna-
nefndinni.
7. a Að eftirlauna dómstóllinn sé á mismun-
andi stöðum, eftir því sem hentast er.
8. Að skipaðir iséu hermanna málaflutnings-
menn í stað ráðamanna.
9. Eftirlauna dómararnir megi kalla til álits
lækna eða sérfræðinga, þegar þess þykir
]>örf.
10. Að hermanninum sé úrskurðað í vil, þeg-
ar um eitthvert efamál er að ræða.
Þessi nefnd leysir meira starf af höndum,
en nokkrar aðrar tvær þingnefndir til samans,
og er þar um minni pólitískan flokkadrátt að
ræða. Þingmenn þessarar nefndar telja sér
það heiðursspursmál, að hermaðurinn sé ekki
látinn líða sökum pólitiskra flokksæsinga.
Nú er það orðið víst, að útflutningur áfeng-
is verður bannaður með samþykki allfa aðilja
og staðfestur af landstjóranum. Auk þess hafa
einnig samningar verið byrjaðir um gagn-
skiftalög, er hindri leyniflutning tollaðra muna
milli ríkjanna, eða þeirra muna, sem ekki má
selja.
Öldungadeildin hefir samþykt flutningsbann
áfengis án nokkurra breytinga, við aðra um-
ræðu; rætt það í nefnd, og er nú ekkert eftir
annað en samþykkja það við þriðju umræðu.
1 umræðum, bæði í neðri málstofunni og
í öldungadeildinni, komu fram kvartanir um
það, að áfenigsgerðarmenn (bæði sterkra og
veikra drykkja), eigi ekki að fá neinar skaða-
bætur fyrir eyðilagða verzlun. Sir George
Foster lýsti því yfir, að hann ætti ekki leng-
ur til neina samhygð með þeim náungum; en
Dandurand, öldungaforingi, kvað framvarpið
ekki hindra löglega verzlun og sannarlega ætti
Canadastjórnin eða fólkið í heild sinni þeim
enga þakkarskuld að greiða, þótt þeir töpuðu
þeirri verzlun, er þeir hefðu haft við leynisölu-
menn áfengis, og önnur ill öfl í landinu.
Mr. Pope, sem er einn afturhaldsöldunganna,
vakti óhug öldungaráðsins í heild sinni, er
hann bar það fram í dyljum, að stjómin hefði
neitað að fá framvarpið í hendur sérstakri
nefnd vegna þess, að þá hefði ef til vill komið
í dagsljósið, hversu mikið hefði borist í kosn-
ingasjóð frá brennivínsvaldinu fyrir frjáls-
lynda flokkinn 1926. Frjálslyndir öldungar
spurðu hann um samskonar fjárframlög til
a.fturhaldsmanna í Ontario 1929, en Pope svar-
aði og sagði: “Eg vona, að þeir hafi verið
eins hepnir og þið vorað, þó þið getið, fari kolað,
ekkert sannað; en við getum sannað það sem
skeði 1926.”
Hjónaskilnaðarmálinu reiddi vel af og
komst í gegn um aðra umræðu. Breytingartil-
laga í því skyni, að drepa frumvarpið, var feld
með 12 atkvæðum, og síðan var framvarpið
sjálft samþykt við aðra umræðu með sama at-
kvæðamagni. Lítur nú út fyrir, að þetta frum-
varp, sem þegar hefir fallið einu sinni í þing-
inu og var lífgað aftur, verði loksins samþykt
með fáeinum atkvæðum. Það er hér um bil
víst, að frumvarpið verður samþykt í öldunga-
deildinni, því þar hefir það verið samþykt á
þremur undanfömum þingum.
-------
Töluvert bar atvinnumálin á góma í fyrri
viku. 1 því sambandi lét forsætisráðgjafinn,
Mr. King, þess getið, að sig furðaði -stórlega á,
að svo virtist sem bóndanum væri ávalt gleymt,
er um slík mál væri að raiða. Þó væri það í
rauninni á almanna vitund, að bóndinn væri at-
vinnulaus marga mánuði á ári. Mr. King fylgdi
því fast fram, eins og reyndar ávalt áður, að
hvert fylki út af fyrir sig, bæri á því fulla á-
byrgð, að ráða fram úr þeim vanda, er af at-
vinnuleysi stafaði innan vébanda þess, nema
þá í alveg sérstökum tilfellum. Benti forsætis-
ráðgjafinn réttilega á það, að þrátt fyrir hið
mikla umtal, sem orðið hefði út af atvinnuleysi
í hinum ýmsu borgum, þá hefði ekki ein einasta
fylkisstjóm krafist aðstoðar af hálfu sam-
bandsstjórnarinnar. Stjórn Ontario fylkis,
meðal annars, þverneitaði að innan takmarka
þess fylkis, væri um nokkurt atvinnuleysi að
ræða, og nákvæmlega sömu sögu hefði stjórn
Quebec fylkis að segja. Hinu mætti jafnframt
ekki gleyma, að jafnvel þótt atvinnuleysis yrði
vart á stöku stað, þá væri ávalt einhverja þá að
finna, er gera vildu úlfalda úr mýflugunni, ef
um pólitiska hagnaðarvon gæti verið að ræða.
Canada framtíðarlandið
----r
Hænsnarækt.
Hænsnarækt borgar sig vel, ef
hún er rétt stunduð. Aftur á
móti gæti hún orðið tap fyrir
vankunnáttu. Þess vegna heyrir
maður svo margan bóndann segja,
að ekkert sé upp úr hænsnunum
að hafa.
Að velja beztu varphænurnar.
Áður en útungun byrjar á vor-
in, ættu allir að velja úr beztu
varphænurnar og hafa bær sér
með óskyldum hana. Beztu varp-
hænurnar fara vanalegast fyrst
niður á morgnana og seinast upp
á kveldin. Annað merki er hetta:
Farðu yfir hænsnahópinn að
kveldi til, þegar þau eru sezt upp.
Sköða þú hverja hænu fyrir sig.
Beggja megin við eggholið eru
tvö bein, seni kölluð eru: pelvic
bein. Séu beinin þunn og komir
þú þremur fingrum á milli þeirra,
þá er hænan góð varphæna; séu
beinin þykk, og komir þú að eins
einum fingri á milli beinanna, þá
er hænan mjög léleg sem varp-
hæna.
Það tekur frá viku til tíu daga
fyrir eggin að verða frjósöm.
Eftir að útungun er um garð
gengin, ættu allir hanar að vera
teknir og hafðir sér, en ekki leyft
að ganga með hænunum um sum-
artímann. — Margir standa í
þeirri meiningu, að hanar þurfi
að vera með hænunum til þess að
þær geti verpt; en það er mikil
fjarstæða.
Nú eru egg keypt eftir flokkun.
Egg með útungunarefni, byrja að
ungast út í sumarhitanum, og
skemmast fljótt; ófrjósöm egg
aftur á móti, geymast yfir lengri
tíma án skemdar.
Hænsnafóður.
Um þetta leyti árs þurfa hænsn-
in ekki eins kröftugt fóður eins
og að vetrarlagi; en grænmeti er
þeim nauðsynlegt; ef þau ekki
haifa aðgang að grasi, þá þyrfti
að rækta fyrir þau kálmeti. Einn
hnefi af korni þrisvar á dag fyr-
ir hverja hænu, er mátulegt eða
20 pund af korni á dag fyrír
hverjar 100 hænur. Helzt ætti
kornið að vera af fleiri en einni
tegund, t. d. einn þriðji af hverju:
höfrum, byggi og hveitikorni. —
Hænsni fá leiða á sömu kornteg-
und til lengdaír. — Þeir sem hafa
nóg af skilvindumjólk og hleypa
henni í ost með sýru, geta sparað
sér korn, því í mjólkinni er mik-
ið eggjahvítuefni. — Annað, sem
hænsni ættu alt af að hafa að-
gang að, er grófur sandur (grav-
el), og nógar skeljar (muldar).
Sandurinn hjálpar meltingunni og
og er nauðsynlegur. úr skeljunum
myndast eggjaskurn.
•
Hænsnalús og maur.
Hænsni, sem eru • lúsug,- verpa
ekki til lengdar. Til þess að eyði-
leggja lús, er lúsasmyrsl ((blue
ointment) einna bezt. Taka skal
hænurnar að kvöldinu, og maka
smyrslin undir báða vængma,
undir stélin og ofan á hausinn
(við hauslúsX að eins lítið á
hvern stað. Þetta eyðileggur lús.
En það er meiri vandi að losast
við hænsnamaur (mites). Þessi
maur skríður á hæsnin á nótt-
unni og sýgur úr þeim blóð, en
heldur til í rifum og smugum á
daginn. Maurinn magnast ákaf-
lega fljótt í hitanum á sumrin,
og getur valdið því, að hænur
hætti alveg að verpa.
Til þess að lostast við maur,
verður að sprauta hænsnahúsið
með steinolíu eða sterku kreolin-
vatni. Taka skal alt út úr hús-
inu, sem lauslegt er, svo sem
hreiður, hænsnaprik o.s.frv. Svo
skal sprauta í allar rifur og smug-
ur, sem sjáánlegar eru. Þetta
verður svo að endurtakast eftir
vikutíma, þegar mauraeggin ung-
ast út. Bezt er að sprauta
hænsnahúsin áður en maurinn
magnast.
Veiki í hænsnum.
Þeir, sem hafa léleg hænsnahús,
missa oft hænsnin úr veiki, eink-
um á vorin. Ekki er til neins að
reyna að lækna hænu, sem verð-
ur veik; betra að eyðileggja hana
sem fyrst, því oft smitar hún heil-
brigðar hænur. Tæring er mjög
almenn í hænsnum, sem hafa
hana, þá munt þú sjá Ijósleita
depla á lifrinni og innýflunum.
Missir þú margar hænur úr þessu,
er þér bezt að losa þig við allan
hópinn, því þessi veiki er mjög
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd's Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 5öc. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
smitandi, ef hún kemst í hænsna-
hópinn.
Stundum vill til að hænsni, sem
fóðruð eru ,á höfrum og byggi,
hætta að éta fyrir það, að þai\
hafa úttroðinn sarp, einkanlega
ef þeim er gefið mikið bygg. —
Þetta má kalla uppþembu, og má
lækna hana með því að skera upp
sarpinn og hreinsa alt úr honum,
sauma svo fyrir aftur með nál og
tvinna. Verður þá hænan jafn-
góð. Þetta orskast af því, að
neðra opið á sarpinum hefir
stíflast.
Hænsnahús.
Allir ættu að hafa sérstakt hús
fyrir hænsnin, en ekki að hafa
þau innan um gripi eða hross,
sem víða tíðkast. Húsið mætti
byggjast eftir fjölda hænsnahna,
sem þú hefir. Það þarf ekki að
vera fallegt eða dýrt, en verður
að vera bjart og loftgott; nægi-
legir gluggar þurfa að vera á
því, og ættu að snúa 1 suður. I
Staðinn fyrir gler, má brúka lér-
eft í suma þessa glugga; það
mundi gera húsið loftbetra. Það,
sem mest er um vert, er að húsin
séu björt og loftgóð, trekklaus og
laus við raka. Kuldinn að vetr-
inum gerir hænsnunum ekkert til,
ef þau hafa nóg af strái að rusla
í, þá vinna þau sér til hita.
Góðar varphænur.
Það eru ekki góðar varphænur,
sem verpa að eins að sumrinu.
Það gerir hvaða hæna sem er.
Það er hennar eðli. En hænur,
sem verpa í vetrarkuldanum í
IManitoba eins vel og á sumrin,
þær mætti kalla góðar varphæn-
ur. Þessum góðu varphænum er
nú sem óðast að fjölga, en hinar
lélegu að fækka, sem betur fer.
Sá sem byrjar á hænsnarækt,
verður að hafa góðan stofn, ann-
ars gæti það orðið honum stór-
skaði. Bezt er að byrja með lít-
ið, en auka ef vel gengur.
Hænsnategundir.
Til varps eru Leghorn hænsni
í fremstu röð. Það má segja, að
þau séu reglulegar hænsnavélar.
En ókostur er einn við Leghorn-
hænsnin, að þau éru mjög óstöð-
ug að vilja liggja á. Þau eru held-
ur smá, vigta frá 4 til 6 pund hver
hæna, en vprpa furðustórum
eggjum. Þeir sem hafa Leghorn-
hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn-
ur til að liggja á að vorinu, eða
þá útungunarvélar, sem er ómiss-
anlegt fyrir alla, sem stunda
hænsnarækt að nokkrum mun.
J. A.
TENDBRS FOR COAL
CBALED TENDERS a.ldressed to the Pur-
^ chaslnpr Agrent, Department of Public
Works, Ottawa, will be received at his of-
fice until 12 o’cloek noon, Wednesday, April
23, 1930, for the supply of coal for the Do-
minion Buildings and Experimental Parms
and‘ Stations, throughout the Province of
Manitoba, Saskatchewan, Alberta and Brlt-
ish Columbia.
Forms of tender with specificationa
and conditions attached can be obtained
from G. W. Dawson, Chief Purchasing Agent,
Department of Public Works, Ottawa; H. E.
Matthews, District Resident Architect, Win-
nipeg, Man.; G. J. Stephenson, District
Resident Architect, Regina, Sask.; Chas.
Sellens, District Resident Architect, Calgary,
Alta.; and J. G. Brown, District Resident
Architect, Victoria, B.C.
Tenders will not be considered unlesa
made on the above mentioned forms.
The right to demand from the successful
tenderer a deposit, not exceeding 10 per
cent. of the amount of the tender, to se-
cure the proper fulfilment of the contract,
is reserved.
By order,
N. DESJARDINS,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, March 26, 1930.
Frúfn (sem var að leggja í
langferð) : Ætlarðu nú að elska
mig ein» fyrir því, þótt langt sé
á milli okkar?
Hann: Já, því lengra sem er á
milli okkar, því heitar skal eg1
elska þig. — Lesb.