Lögberg - 10.07.1930, Page 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JúLÍ 1930.
Fertugasta og sjötta ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga
í Vesturheimi.
HALDIÐ 1 MINNEOTA, MINNESOTA,
18. TIL 22. JÚNÍ 1930.
Þá lagði skrifari fram ársskýrslu sína:
ÁRSSKÝRSLA SKRIFARA 1930.
Til kirkjuþingsins 1930.
Tala safnaða kirkjufélagsins er hin sama og hún hefir
verið í nokkur undanfarin ár, eða 55 alls. Eru sumir af þeim
söfnuðum í raun og veru ekki til, þó þeir séu taldir. Væri sjálf-
sagt réttara að hætta að telja þá, nema gangskör sé gerð að
því, að koma þeim til lifs aftur.
Ásigkomulag félags vors er yfir-leitt mjög svipað og fyrir
ári síðan. Tala hinna fermdu 48 hærri en þó var og ófermdra
tala hefir hækkað um 116. Er því fólkstal kirkjufélagsins 164
hærra, en var á‘kirkjuþingi í fyrra, eða alls 8,524, og er það
hið hæzta fólkstal, er kirkjufélagið hefir nokkurn tíma haft.
Tala altarisgesta er lítið eitt lægri, en hún var fyrir ári
síðan. Má þó vel vera að sá munur, sem þarna kemur fram,
sé fremur ónákvæmum skýrslum að kenna, en þvi, að þarna
hafi orðið bein afturför. Er sennilegt, að þetta sé mjög með
svipuðu móti og verið hefir.
Ungmennafélögum hefir fjölgað um eitt á árinu, voru tal-
in 8 í fyrra, en eru nú 9. Félagatal þar hefir færzt upp um
30, og eru nú alls 603 ungmenni í þeim félögum.
Eignir safnaða eru taldar 3242,256, sem er rétt um hálfu
öðru þúsundi lægra, en skýrslur töldu í fyrra. Sömuleiðis
hafa og skuldir minkað nokkuð á þriðja þúsund á árinu, eru
nú taldar alls 14,550.
Fé notað til safnaðarstarfs, er á sjötta hundrað lægra, en
var fyrir árí síðan; er nú talið alls $35,134.27.
Tala sunnudagsskóianna er nú, að því er séð verður, 33
eða 34. 1 fyrra töldum vér 36. Vera má þó, að þarna sá ekki
um afturför að ræða, því einn eða tveir söfnuðir, er enga
skýrslu senda, hafa að öllum líkindum haft eitthvert sunnu-
dagsskólahald. Er þá mjög sennilegt, að ásigkomulagið sé
raunar svipað og það var, að því er tölu skólanna snertir. Er
nemendatalan næsta svipuð og hún var, eða alls 2,425.
Kennarar eru nú taldir 250, en voru í fyrra 286.
1 fjármálum virðist sunnudagsskólunum hafa farið nokk-
uð fram. Samskot þar nú talin $1,480.83. í fyrra var sú tala
$1,172.56. Er þarna um framför að ræða. Menn fróðir um
sunnudagskóla málefni, telja það mikilsvert, að bðrn i skólun-
um, ekki einasta læri hinar venjulegu lexíur, heldur einnig, að
þau læri þar að gefa til guðsríkisstarfsins. Mun þetta að öllu
rétt vera, og eru þá fjársamskotin í sunnudagsskólunum þýð-
ingarmeira atriði, en mörgum ef til vill virðist í fyrstu.
Einn söfnuður, Fyrsti lút. söfnuður í Winnipeg, stærsti
söfnuðurinn í kirkjufélaginu, hefir gert þá lagabreyting á ár-
inu, að í safnaðarstjórn eiga nú sæti 10 fulltrúar í stað fimm,
er verið hefir og venjulegt er í söfnuðum kirkjufélagsins. Var
þessi lagabreyting tilkynt um leið og söfnuðurinn sendi árs-
skýrslu sína.
Á kirkjuþingi i fyrra var samþykt að senda áskoran til
Dominion stjórnarinnar í Canada um að hætta að leyfa af-
greiðslu á skipum í canadiskum höfnum, er vær að flytja
áfengi til Bandaríkjanna. Bárust stjórninni ógrynni af slíkum
akeytum. Málið var að ýmsu leyti örðugt viðfangs, og ekki
áízt vegna þess, að landssjóður Canada hafði þarna álitlega
tekjugrein, er nm 10—12 miljónum doLlars á ári. Svo fór þó
að lokum, að stjórnin lét að þjóðarviljanum og hefir nú með
lögum frá síðastliðnu þingi bannað algerlega afgreiðslu á öll-
um skipum, sem gera tilraunir að flytja áfengi frá Canada inn
í Bandaríkin.
Á það vil eg nú minna, eins og í fyrra, að þeir sem skýrsl-
ur eiga að semja fyrir söfnuðina, þurfa endilega að hafa þing-
tíðindi kirkjufélagsins við hendina. Er þá miklum mun hægara
en ella, að semja ábyggilega skýrslu.
Winnipeg, Man., þ. 16. júní 1930.
Jóhann Bjarnason, skrifari.
í nefnd til að íhuga ársskýrslur forseta og skrifara, og til
að semja dagskrá þingsins, voru kosnir: séra Sigurður Ólafs-
son, séra Haraldur Sigmar og Albert C. Johnson.
Þá lagði féhirðir fram ársskýrslu sína:
ÁRSSKÝRSLA FÉHIR/ftlS 1930.
Kirkjufélagssjóður 10. júní 1930.
Tekjur—
1 sjóði 10. júní 1929 ......*.................... $ 346.12
Borgðuð safnaðagjöld .......„..+.._......„..j.... 591.80
IBankavextir ..................................... 40,06
Útgjöld—
Þóknun til skrifara ................... $ 50.00
Þóknun til féhirðis ................... 100.00
Prentun Gjörðabókar ................... 69.10
Ferðakostnaður........................ 15.00
Borgað í útgáfusjóð ................... 141.77
Smá útgjöld af ýmsu tagi .............. 155.91
í sjóði 10. júní 1930 ................. 462.20
Mrs. Guðfinna Björnson, Glenboro......«... 1-00
Mrs. Gróa Goodman, Oak Poin .......-.... 1.00
ísl. í Piney ...„....................... 15.00
Thorvardur Einarson, Mountain......-.... 1.00
Ónefndur .... ............................. 1-00
Ónefnd, Winnipeg .......................... 5.00
ísl. í Keewatin ........................... 5.00
Trúboðsfél. Fyrsta lút. safn................ 50.00
Kvenfél. Herðureiðar safn............«... 5.00
Isl. í Brandon ........—................ 21.75
ísl. í Piney ........-.........-.... 15.00
Samskot við enska messu í Piney 2.01
Séra Pétur Hjálmsson ................... 5.00
lsl. í Piney ........................... 15.00
G. C. Thordarson, Amaranth ............. 5.50
Jóhannes Svainsson, Ohicago _________________ ,50
Kvenfél. Gleniboro safn................... 25.00
Bandalag Selkirk safn................... ' 5.00
Sd.sk. Selkirk safn......................... 15.00
Útgjöld—
Séra Jóhann Bjarnason ........ $ 714.50
Séra S. S. Christopherson ....... 200.00
Hallgrímssöfnuður................ 300.00
Egill Fáfnis ..................... 75.00
Erlingur Ólafson, ferðakostn... 130.00
Ferðakostnaður ................... 52.45
Séra Jónas A. Sigurðson .......... 42.60
í sjóði .....................„... 58.41
$1,572.96 $1,572.96
Yfirskoðað í Winnipeg 14- júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Heiðingjatrúboðsjóður 10. júní 1930.
Tekjur—
í sjóði 10. iúní 1029 ................... $ 982.40
Frá söfnuðum kirkjufélagsins ............... 611.00
S. Grímsson, Red Deer ...„............... 10.00
Sd.sk. Mikleyjar safn.......-....—....... 4.00
Kvenfél. Árdals safn. ..+............... 15.00
Kvenfél. Fyrsta lút. safn. .............. 50.00
Ónefnd hjón, Winnipegosis ............... 5.00
Helgi Thorlaksson, Hensel ...................... 5.0
Jóh. Jónson, Vogar ...................... 2.00
Mrs. Steinunn Berg, Baldur .............. 2.00
Björn Jónsson, Churchbridge .......... 1.00
Kvenfél. Tilraunin, Churchbridge ......,.... 15.00
Mrs. Guðfinna Björnson, Glenboro .............. 2.00
Mrs. Gróa Goodman, Oak Point................... 1-00
Sd.sk. Gimli safn.............................. 5.00
Thorvardur Einarson, Mountain ................. 1.00
Kvenfél. Bræðra safn.......................... 15.00
Ónefndur .... r................................ 1.00
Ónefnd, Wpg. ............................ 5.00
Kvenfél. Herðubreiðar safn............... 5.00
Mrs. Guðrún Björnsson, Riverton ............... 5.00
Rev. and Mrs. Sig. Ólafsson ................... 5.00
Kvenfél. Betaníu safn. /................... 10.00
Trúoðsfél. Fyrsta lút. safn................... 25.00
Ónefnd hjón, Winnipegosis ........+...... 5.00
Séra Pétur Hjálmsson .......................... 5.00
Dorkasfél. FÝíkirkju safn........ .... 5.00
Kvenfél. Friíkirkju safn...................... 10.00
Kvenfél. Glenboro safn............4....„... 25.00
Sd.sk. Selkirk safn............................ 5.00
Bandalag Selkirk safn....................... ÍO.OO
Mrs. Rannveig K. G. Sigbjörnsson ...„.......... 1.00
Kvenfél. Frelsis safn......................... 10.00
Ónefnd kona, Baldur ......................... 5.00
Trúboðsfél. Selkirk safn. .................... 75.00
Útgjöld—1
Borgað L. B. Wolf, D.D......... $1,200.00
$1,938.40 $1,938.40
Yfirskoðað í Winnipeg 14. júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Tborsteinson.
Kirkjubyggingarsjóður 1. juní 1930.
í sjóði 10. júní 1929 ...„............... $ 244.00
Selkirk söfnuður borgað ..................... 70.00
Árnes söfnuður borgað ........................ 75.00
Hallgríms söfnuður borgað .................... 60.00
1 sjóði ................................ 449.00
Eignir—
$449.00
í sióði ................................. $ 449.00
Árdals söfnuður .................—..... 150.00
Árnes söfnuður .....................-.... 75.00
Hallgríms söfnuður ...................— 120.00
Mikleyjar söfnuður .............—...... 150.00
Yfirskoðað í Winnipeg 14- júní 1930.
$944.00
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Hallgrímskirkju sjóður 10. júní 1930.
í sjóði 10. júní 1929 .................... $ 49.09
Bankavextir ............................. 1-44
$9,779.98 $9,779.98
Eignir—
í sjóði 10. júní 1930 ........*........ $446.20
Lán til safnaða ...............»..„.„... 37.50
Ógoldin safnaðargjöld ................. 202.00
Typewriter and Duplicate .........„____ 60.00
$745.70
Yfirskoðað i Winnipeg 14. júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Heimatrúboðssjóður 10. júní 1930.
í sjói 10. júní 1929 ■ $ 436.47
Frá söfnuðum kirkjufélagsins ... 614.06
Samskot við kirkjuþings setningu 1929.. 15.80
íslendingar við Sinclair 21.05
ísl. við Oak Point '•4—— 2.85
ísl. í Keewatin 4* ....... 6.66
ísl. í Piney 15.00
Isl. í Piney ...... 15.00
Kvenfél. Tilraun, Hayland ,,.,,, 10.00
Isl. í Brandon ....... 19.75
fsl. í Poplar Park 8.56
ísl. á Oak Point 2.15
Isl. í Piney ,v +..+.. 15.00
Kvenfél. Frelsis safn 10.00
Sd.sk. Frelsis safn 5.00
lsl. í Keewatin +.. 11.60
Kvenfél. Melanktons safn 10.00
Kvenfél. Vídalíns safn 10.00
Kvenfél. Fyrsta lút. safn ,,,,,,, 50.00
Kvenfél. Björk, Riverton +..+.. .*... 10.00
Kvenfél. Ágústínus safn 10.00
Daníel Johnson, Blaine 2.00
Kvenfél. St. Páls safn. , . , 25.00
Helgi Thorlakson, Hensel 2.00
Kvenfél. Vesturheims safn 5.00
John Johnson, Vogar 2.00
Kvenfél. Baldursbrá 10.00
Kvenfél. Fríkirkju safn . • • • .. , • • < 10.00
Dorkasfél. Fríkirkju safn 5.00
Á jólum 1929 frá S. í Wpg. ...„ 4.00
Sd.kl. Víkur safn v.. 2.75
Kvenfél. Gardar safn ...... 15.00
Mrs. ólöf Guðmundsson, Poplar Park .. 1.00
Björn Jónsson, Churchbridge 1.00
í sjóði ........................„.... 49.53
Yfirskoðað í Winnipeg 14- júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Yfirlit fir fjármál—
Kirkjufélagssjóður ...................... $ 446.20
Heimatrúboðssjóðuit (... /............... 58,41
Heiðingjatrúboðssjóður .............-.... 738.40
Kirkjubyggingarssjóður .........+.... 449.00
Hallgrímskirkjusjóður ................... 49.53
í Royal Bank of Canada, Wpg................ $1.741.54
Yfirskoðað í Winnipeg 14- júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Fjárhagsskýrsla útgáfufyrirtækjanna.
Tekjur—
Áskriftargjöld Sam....................... $ 500.25
Auglýsingar í Sam........................ 261.50
Peningar frá bókaverði .................. 144.38
Fært úr Kirkjufélagssjóði .............. 141.77
Útgjðld—
Prentun og útsending Sam............-.... $1,020.00
1. maí 1929 til 1. maí 1930.
Borgað fyrir innköllun o. fl............. 27.90
Yfirskoðað í Winnipeg 14- júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Efnahagsreikningur útgáfufyrirtækjanna:
Óseldar bækur 0. fl., samkvæmt fylgiskjali....$2,526.45
Sálmabækpr hjá bókbindara ................... 220.44
Sd.skólabókin hjá Columbia Press 110.00
Prentletur áálmabókar ..................... 147.00
Útistandandi áskriftagjöld Sam.
31. des. 1929 ......-........ $1.820.00
Áætluð prentun og útsending Sam.
maí til des. þ. á.......,....— 680.00
----+--- 1,140.00
Gert ráð fyrir afföllum......... $2.800.00
Mismunur — eignir .............. 1.343.89
$4,143.89 $4,143.89
Yfirskoðað í Winnipeg 14- júní 1930.
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Samþykt var, eins og á kirkjuþingi í fyrra, að víkja frá
aukalaga-ákvæði, er inniheldur fyrirskipun um fjármála-
nefnd á kirkjuþingum, og hafa enga slíka nefnd í þetta sinn,
með því allir reikningar féhirðis hefðu áður verið yfirskoðað-
ir af reikninga-yfirlitsmönnum kirkjufélagsins og vottaðir af
þeim réttir að vera.
Þá lagði Dr. B. B. Jónsson fram, í fjarveru Dr. B. J. Brand-
sons, sem nú er staddur heima á íslandi, þessa skýrslu
stjórnarnefndar gamalmenna heimilisins Betel:
SKÝRSLA UM BETEL.
Tíl kirkjuþingsins í Minneota, Minn., 18. júní 1930.
Starfræksla á heimilinu Betel á liðnu ári, hefir gengið
vel. Eru nú á heimilinu 29 konur og 26 karlmenn, alls 55:
Þrjú gamalmenni eru aðeins ókomin, gerir það alls 58. Á ár-
inu hafa dáið 11 manns; flutt frá heimilinu um lengri eða
skemmri tíma 6 manns; nýir komið á árinu 14 manns.
Þrátt fyrir stækkun heimilisins, eru stöðugt 6 til 8 manns
á biðlista, en samt finnur nefndin miklu hægra að sinna um-
sóknum, sem mjög mikið liggur á.
Eins og fjárhagsreikningar bera með sér, eru gjafir frá
almenningi um $80.00 minni á þessu liðna ári, en á árinu þar
áður. Á þessu ári voru þær $1,767.43. Á hinn ibóginn eru rent-
ur á arðberandi fé um $266.00 meiri. Stærsta tekjugrein er
gjöld vistmanna, sem hafa hækkað frá $5,064.00 í fyrra, til
$7,626.00 í ár, eða eru $2,562.00 meiri. Ástæðan fyrir þessari
hækkun er, hvað fleiri fá nú ellistyrk af ríkisfé, þar eð vist-
menn eru nú fleiri, en reksturskostnaðpr auðvitað hærri,
heldur en verið hefir, en yfirleitt hefir stofnunin borið sig vel
á þessu ári.
Minningarsjóður brautryðjenda hækkar með ári hverju,
og er nú orðinn um $18,000. Það er gleðiefni og þakklætisvert,
hvað margir minnast Betel í erfðaskrám sínum. Sá fagri sið-
ur er auðsjáanlega að færast í vöxt.
Nefndin þakkar kærlega öllum, sem styrkt hafa stofnun-
ina á einn eða annan hátt, og biður góðan guð að launa
hverjum eftir sínum þörfum. Líka þakkar hún stjórnendum
og vinnufólki heimilisins fyrir vel unnið starf á árinu.
Winnipeg, 16. júní 1930.
NEFNDIN.
Sömuleiðis lagði hann fram, í fjarveru féhirðis stofnun-
arinnar, þessa fjárhagsskýrslu:
Betel—Tekjur og útgjöld, 1. júní 1929 til 10. júní 1930.
Tekjur—
í sjóði 1. júní 1929, hjá féhirði .....
í sjóði 1. júní 1930, á Betel ........
Gjöld vistmanna ......................
Gjafir frá almenningi, borg. féhirði ....
Gjafir frá almenningi, borg. á Betel..
Styrkur frá Man. Prov. Governmena ....
Rentur á veðréfum og verðbréfum
Banakvextir .............................
Kýr seldar (2) ..........................
Smá inntektir af ýmsu tagi ..............
Útgjöldi—
Vinnulaun ................... $2,660.20
Matvara y...„....................3,998.47
Eldiviður ...................... 557.25
Telephone ..................... ' 34.85
Viðhald ........................ 503.33
Læknishjálp og meðul ............. 186.00
Skattur á fasteignum.............. 136.17
Flutt yfir í Brautryðjendasjóð... 2,200
Útfararkostnaður ................ 97.00
Prestslaun ........................ 15.00
Kýr keyptar (2) .................. 200.00
Ýmislegt ......................„... 452.29
í sjóði 10. júní 1930, hjá féh. .... 2,550.39
1 sjóði 1. júní 1930, á Betel.. 596.17
$2,083.50
589.07
7 626.12
1,127.43
595.00
500.00
776.41
90.31
135.00
549.28
$14,217.12 $14,217.12
Yfirskoðað í Winnipeg, 16. júní 1930,
T. E. Thorsteinson. F. Thordarson.
Enn fremur lagði Dr. Björn fram efnahagsreikning
Betel:
Betel—'Efnahagsreikningur.
Heimilið, virt á .......................... $20,000.00
Húsbúnaður eftir síðustu skýrslu $1,827.35
Að frádr. áætluðu verðfalli 91.37
------— 1,735.98
Átta kýr ........................../....... 410.00
Hænsni, virt á ..........j................. 4000
Eldiviður, áætlaður ......................... 200.00
Fjórar lóðir á Fleet St„ Wpg.................... 1,600
Hlutabréf Eimsk.fél. íslands, kr. 100 ,óvíst
60 ekrur (hér um bil> sec. 17, við Gimli .... 997.50
í sjóði 1. júní féhirði ..................... 2,550.39
1 sjóði 1. júní, á Betel ..............j— 596.72
$28,130.59
Yfirskoðað í Winnipeg, 16. júní 1930,
T. E. Thorsteinson. F. Thordarson.
Sömuleiðis lagði hann og fram skýrslu um Minningarsjóð
brautryðjenda:
Minningarsjóður Brautryðjenda.
Tekjur—
1 sjóði 17. júní 1929.................... $4,619.40
Afborganir á veðbréfum .................. 891.00
Fyrsta afborgun á landi, gefnu af Sveini
Josephson (selt á árinu á $1,500—net) 200.00
Dánargjöf Björns J. Líndal .............. 482.12
Borgað á dánargjöf L. Goodman ............. 112.00
Fært yfir úr Betel-sjóði ................ 2,200.00
Bankavextir ............................. 23.18
$8,527.70
Útgjöld—
Borgað fyrir Can. National Rwy verðbréf $5,010.15
Borgað fyrir Wpg Electric Rwy verðbréf 3,068.67
í sjóði 10. júní 1930 ...„................ 448.88
$8,527.70
Yfirskoðað í Winnipeg, 16. júní 1930,
T. E. Thorsteinson. F. Thordarson.
Efnahagsreikningur Minningarsjóðs Brautryðjenda.
Útistandandi veðbréf og sölusamningar .... $9,524.00
Verðbréf Can. Nat. Railway, guaranteed by
The Dominion of Canada, 5%, maturing
July 1, 1969 .........................
Verðbréf Winnipeg Electric Railway, Re-
Dom. of Can. Victory Bonds, 5%%,
maíuring Nov. 1, 1934 .....•>..........
(Dánargjöf Halld. sál. Daníelssonar).
Peningar í sjóði 10. júní 1030 ..........
Yfirskoðað í Winnipeg, 16. júní 1930,
T. E. Thorsteinson. F. Thordarson.
(Framhald í næsta blaði).
5,000.00
50.00
448.88
Frá Betel
Enn þá einu sinni leitum við á
náðir iLögbergs, um að flytja fá-
ein þakkarorð til vina og vel-
gjörðamanna Betels. Við erum
sein til framkvæmda það fylgir
víst ellinni, en það má ekki svo
vera, að við látum ekki almenn-
ing vita, að við gleðjumst og er-
um þakklát, fyrir allan velvilja
og gjafir, sem okkur berast úr
ellum áttum og á ýmsan hátt. Við
biðjum fyrirgefningar á því, þó
þetta sé í brotum, því sumt af
því, sem við viljum minnast á og
þakka fyrir, ef löngu liðið hjá, en
ekki gleymt og lifir í huga okkar.
Það er þá fyrst að byrja á því,
að 18. júní kom kvenfél. “Djörf-
ung’’ frá Riverton; þá loks eftir
langa ibið, fengu þær góðan dag
og þolanlegar brautir. Hafa þær
haft mikið fyrir þessari ferð til
okkar, oft vehið tilbúnar, en
mátt hætta við vegna rigninga.
En svo komu þær, glaðar og góð-
ar, með kaffi, alslags brauð og
ísrjóma og peningagjöf, að upp-
hæð $25.00. Alt var fljótt og vel
fram borið, svvo var skemt með
scng, sem öllum þykir vænst um,
og sem berst til þeirra, sem ekki
geta verið viðstaddir, sem eru svo
margir. Lítið var um ræður, því
nú eru svo fáir, sem geta talað
fyrir okkar hönd, því miður.
Mrs. Hinriksson talaði fáein
þakklætisorð til þessa kvenfél.,
sem fyrst af öllum kvenfélögum
lagði á stað úr fjarlægð að heim-
sækja Betel, fyrsta árið, sem við
vorum á Gimli, og svo árlega
síðan.
Mrs. J. Briem sagði fáein orð.
Margrét Jacobson mælti fram
stef eftir Valdimar Briem, ávarp
til konunnar. Henni fórst það
vel, þó gömul sé, 97 ára.
Klukkan 5 fóru þær að hugsa
til heimferðar. Við erum þeim
þakklát fyrir komuna og gjafirnar
og biðjum guð að launa.
Söngflokkur Björgvins Guð-
mundssonar !kom til Gimli 20.
maí og hélt hér samkomu. Þeir
voru svo góðir að koma til Betel
og lofa okkur, sem ómögulega gát-
um komist á samkomuna, að
hlusta á þeirra yndislega söng, er
lætur mann gleyma öllu jarð-
nesku, og “lyftir sál til ljóss-
heimkynna.” Við þökkum þeim
öllum fyrir þá óvanalegu unaðs-
stund, sem þeir veittu okkur með
komu sinni til Betel. Guð farsæli
þeirra starf, þeim til sóma og öðr-
um til ánægju.
Eitt er það, sem sjaldan eða
aldrei hefir Verið opinberlega
þakkað, sem Betelbúum er þó
dýrmæt lessun, það er heimsókn
prestanna til Betel, sem knúðir
af innri þrá hafa komið og flutt
okkur guðs orð. Þess mætti þó
minnast sem gjafa, því líklega á
presturinn sín laun eins og aðrir
fyrir verk sín.
Séra Sigurður Ólafsson jarð-
söng konu seint í september fyrir
okkur, og kostaði okkur ekki ann-
að en sækja hann og flytja til
Fraserwood. Líka hefir hann
messað á Betel síðan hann fór
frá Gimli, okkur öllum til sannr-
ar gleði.
Sama er að segja um séra Rún-
ólf Marteinsson. Hann hefir oft
prédikað, fyrri og nú, okkur til á-
nægju og blessunar, og langoftast
án borgunar.
Séra Jóhann Bjarnason hefir
einnig gefið okkur messur.
Þetta viljum við þakka. Það er
tilbreyting frá vanalegum, dag-
legum húslestrum, og þá sérstak-
lega nú, þegar við höfum engan
fastan prest. Það er nýr lífs-
straumur, sem leggur frá þessum
góðu mönnum og vinum heimilis-
ins til allra, því þeir leitast við a(?
koma til þeirra, sem eru allavega
lasburða. Þeir sem eru orðnir
heyrnarsljófir, finna þá alúð, sem
lögð er við iþað að láta þá heyra, og
þeir sem eru blindir, finna hlýtt
handtak; og þeir, sem eru veikir,
með og fyrir þeim er beðið.
Fólkið á Betel þakkar alt þetta.
Bindindis-kvikmynd hefir próf.
Irving Fisher látið gera, og heitir
myndin “Deliverance” (frelsunj. Br.
háteniplar Lars O. Jensen hefir
keypt myndina fyrir Regluna í
Noregi, og hefir hún verið sýnd þar
í vetur og vel af látið. Er talið að
um 18 þús. manns hafi séð hana þar
í landi.
v -