Lögberg - 10.07.1930, Page 3

Lögberg - 10.07.1930, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLf 1930. Bls. 3. f Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga HÆRRIDALUR. Hólóttur Hairridalur! hyrnan þín gnæfir enn undir og skriður yfir, áshryggi, fell og menn. G-littir í forarflóa. Fremstur er Púki þar. Aurriði syndir sýki. Sef byggja. endurnar. Marglit er berjabrekka. Burknarnir gnæfa hátt. Dalurinn allur angar. Altaf er vatnið blátt! HEPPNI DRENGURINN. Gunnar hét drengurinn. Hann var hjá for- eldrum sínum. Hann hafði það verk, að reka og sækja kýrnar vor og sumar. Það var einu sinni litlu eftir að farið var að láta kýr út um vorið, að Gunnar rak þær fram götuslóðana, eins og leið lá fram á dal. Hann átti að reka þær fram í Háteig. Þar voru góðir kúaihagar. Fyrir neðan Háteig voru gróðurlitlir móar. Gunnar rak kýrnar yfir móana og hátt upp í teigsgeirana. Tuttugu mínútna gangur var frá bænum og fram í Háteig. Þegar Gunnar var kominn áleiðis, settist hann hjá kúnum og stöðvaði þær. Eftir þaJð sneri hann heim og hljóp vfir mó- ana. Alt í einu hrökklaðist fugl undan fótum honum. Það var heiðló. Hún flaug ekki, en skreið eftir móunum og barði vængjunum. “Hún hefir flogið af eggjum,” sagði Gunn- ar við sjálfan sig og leit á þúfurnar í kring. “Nei, þarna eru þau,” sagði hann upphátt. Fjögur dröfnótt egg voru á miðri þúfunni, sem liann stóð utan í. Gunnar var ekki í vafa um, hvað hann átti að gera. Hann tók af sér húfuna og lét mosa í kollinn á henni. Síðan tók hann eggin og lagði þau ofan á mosann. Milli eggjanna lét liann hagalagða, er hann hafði tínt í vasa sína. á leiðinni fram eftir. Loks lét hann mosa ofan á eggin. Hann bar húfuna í annari olnbogabótinni; en hélt hinni hendinni um mosann. Nú hljóp han á stað heim. Aumingja lóan skreið lengi á undan honum og l>aðaði út vængjunum. Gunnar hugsaði ekkert um það, hve sárt hún var leikin. Hann réði sér ekki fyrir gleði, en hún gat varla borið sársaukann. Alla leið hljóp Gunnar við fót. Hann hitti mömmu sína á hlaðinu. ■“Hvað ertu með í húfunni, drengur?” spurði mamma hans. “Eg fann heiðlóar-hreiður,” sagði Gunnar brosandi út undir eyru. “Þú mátt eiga eggin, mamma.” “Æ, elsku Gunnar minn, ætli þau séu ekki unguð?” “Það er ómögulegt,” sagði Gunnar og hljóp á undan mömmu sinni inn í bæ. “Hvar á eg að láta þau?” spurði Gunnar. “Láttu þau ]>arna á djúpa diskinn,” sagði mamma hans. Gunnar lét eggin varlega í disklnn. “Hefirðu nú ekki brotið þau á öllum þess- mu hlaupum?” sagði hún. “Nei, þau eru öll heil. “Ösköp var á þér að taka eggin frá fugl inum,” sagði mamma hans og tók eitt eggið og bar það upp að eyra sér. “Guð fyrirgefi þór, drengur, það tístir í ungunum, og þarna vottar fyrir goggnum. ” Gunnar sagði ekki nokkurt orð. Hann hafði ekkert hugsað um lóuna, þótt lnin misti eggin, og því síður kom honum til hugar, að eggin væru unguð. Hann langaði mest af öllu til að gleðja mömmu sína, og nú fór það svona. Tárin komu fram í augun á honum. “Farðu nú strax með eggin framt eftir og reyndu að finna þúfuna, sem hreiðrið var í. Það væri ekki ómögulegt, að aumingja fuglinn settist á aftur, ef að þú kæmir eggjunum heil- um í hreiðrið.” “Eg treysti mér til að finna þúfuna,” sagði Gunnar, “en lóan verður þotin eitthvað langt í burtu.” Gunnar bjó um eggin í húfu sinni eins og áður og hljóp á stað fram eftir. Hann fann þúfuna eftir dálitla leit. Lóuna sá hann í móunum, og lét hún eins og áður, þeg- . ar hún varð vör við hann. “Aumingja lóa! Þykir þér vænt um eggin þín?” sagði Gunnar og horfði á hana berja vængjunum. Nú fyrst kendi hann í brjósti um hana. Hann beið ekkert hjá hreiðrinu, heldur flýtti sér heim og sagði mömmu sinni frá því, að hann hefði fundið þúfuna aftur. “ Jæja, góði minn,” sagði mamma hans, “eg vildi þú yrðir svona lánsamur, að lóan settist á eggin og ungaði þeim út. Þú getur nú vitað á morgun, hvað henni líður; eg ætla að biðja ])ig að styggja hana ekki.” Gunnar lofaði öllu góðu. Morguninn eftir rak hann kýrnar og fór með þær langt frá lireiðrinu, er hann rak þær yfir móana. Þegar hann kom til baka, læddist hann að þúfuimi og sá að lóan sat í lireiðrinu. “Guði sé lof!” sagði Gunnar. Lóan varð þegar vör við hann og skreið af eggjunum, og bar sig nú aumlegar en daginn áður. Gunnar læddist að lireiðrinu og hélt niðri ) sér andanum. Einn unginn var kominn úr egginu, og ])að vottaði fyrir nefinu á tveimur; á fjórða egginu sá hann enga breytingu. “Dæmalaust var eg heppinn,” sagði Gunn- ar og hljóp í hendingskasti ofan af þúfuimi. Hann þaut á stað og linti ekki sprettinum fyr en í bæjardyrunum. Þar mætti hann mömmu sinni. Hann sagði henni óðara fréttimar. Hún trúði honum tæp- lega. En næsta sunnudag gerði hún það fyrir Gunnar litla, að reka með honum kýmar og sá þá sjálf, að hann sagði satt. Þá voru þrír ungar í hreiðrinu, en eitt egg- ið var fúlegg. Gunnar hafði gœtur á ungunum, þangað til þeir vora orðnir fleygir. Hann hlakkaði ein- att til að reka kýrnar á morgnana. Og eftir þetta ásetti hann sér að ræna ekki fuglana eggjum. — Bamasögur. FEYKISHÓLAR. Frammi í Feykishólum fyr meir var búsæld góð. Nú eru húsin hmnin. Hneggjar í túni stóð. Störin í blóma stendur. Stórbrokið roðnar efst. Smágresi alt hið efra utan um holtin vefst. Mjaðarjurt, músareyra, mura og ýlustrá vaxa í vallarbrekkum víði og fjólum hjá. Hallgr. Jónsson. PABBI A HRISLUNA. Það var glaða sólskin og kul á sunnan. Göt- urnar í Reykjavík voru óvenju þurrar og þokka- legar. Túnblettimir voru orðnir grænir, og það var farið að lifna í blómgörðunum. Það kaf- rauk í Litlaholti í Þingholtunum, rétt eins og stóru liúsunum í kring. Baldur litli var nýkominn á fætur. Hann ' hafði farið í ljósleitu fötin sín. Þau vom orð- in snjáð og stóðu honum alveg á beini. Buxumar voru stuttar og náðu tæplega of- an á kné. Hann var í uppháum sokkum, ljósgráum að lit. Þeir vom nærskomir, og fætumir vom mjóir eins og á spóa. Hann var með hvítan stráhatt á höfðinu. Mamma hans hafði keypt hann hjá Thomsen og gefið Baldri liami fyrir sumardaginn fyrsta. “Þú ert þá kominn á fætur, Baldur minn,’ sagði pabbi lians, þegar hann mætti honum . bæjardyrunum. “Það var gott, því að eg þarf að senda þig suður í Gróðrarstöð.” “Hvað á eg að gera þangað?” spurði Baldur. Pabbi hans ansaði ekki, en því gekk rakleitt inn. í bæinn og niður í kjallaraholu, sem var undir hálfum bænum. Baldur elti liann og beið með óþreyju eftir því, að fá að vita, hvað hann ætti að gera su ur í Gróðrarstöð. Hann nam staðar hjá kjallarahleranum. Pabbi hans kom innan skamms með kassa undir hendinni og sagði: “Þú átt að sækja fyrir mig fjórar reynihríslur suður í Gróðrar- stöð og tvo hnausa. Þeir skilja. 'það þar, ef þú manst að nefna hríslurnar og hnausana.. E, er búinn að tala við þá. Þú getur látið hnausana í þennan kassa, en lagt hríslumar ofan á hann og borið svo alt - fanginu. Vei'tu nú fljótur og týndu engu á leiðinni. Baldur tók við kassanum og hljóp á stað. “Pabbi ætlar þá að láta blóm og tré í garð inn okkar,” lmgsaði Baldur með sér, þeg; hann var farinu. “ólsköp verður þá skemtilegt héma. ” Baldur hljóp altaf við fót suður Laufás- veginn. Þegar hann kom í gróðrarstöðina, hitti hann svo vel á, að maðurinn var heima, sem ai- henda átti. “Sæll vertu,” sagði Baldur. “Eg er kom- inn til að sækja fjórar reynihríslur og hnausa, fyrir hann pabba minn. Hann ætlar að fara að búa til gróðrarstöð heima hjá sér.” “Nú, ætlar hann að fara að búa til gróðr- arstöð? Hvað heitir þú, laxi?” “Eg heiti Baldur. ” “Já, einmitt það, þú ert sonur hans þarna í kotinu,” sagði afgreiðslumaðurinn. “Eg er sonur lians pabba, hann heitir Jón. Bærinn okkar er ekki mikið minni, en önnur hús í Þingholtunum. ” “ Jæja, góði minn, eg kannast við alt þetta. Komdu nú með kassann þinn, eg ætla að láta hnausana í hann fyrst.” Afgreiðslumaðurinn stakk svo hnausa upp og lét þá niður í kassami, síðan lagði hann hríslurnar ofan á hann. Baldur taldi þær. “Svona nú, drengur minn, þú getur borið kassann í fanginu eða undir hendinni. Týndu ekki hiíslunum, þó þær séu lausar. — Þær eru fjórar, eins og þú sérð.” Baldur kvaddi maiminn og lofaði öllu góðu. Þegar liann var kominn upp fyrir hliðið, setti liann kassann niður, tók hvítan enda upp úr vasa sínum og vafði utan um allar hríslurn- ar. Síöan lagði hann þær ofan á kassann og liélt leiðar sinnar. Þegar liann var kominn nokkuð heim á leið, mætti hann Oddi frá Gerði. Þeir þektust, og ekki hafði þeim altaf kom- ið vel saman. Oddur var óhreinn, eins og hann átti vanda til. “Sælir-nú,” sagði Oddur. “Á ég ekki að bera með þér kassann, mér sýnist þú ætla að sligast undir honum. Þú gengur allur í keng.” “Eg er einfær með kassann minn,” svaraði Baldur. “Hefir ])ú ekkert að gera?” Oddur gegndi því ekki, en hriföaði í eina hrísluna og hljóp fram hjá. Endinn slitnaði, sem hrísluraar voru bundn- ar með. Oddur hélt hríslunni og hljóp með hana, eins og fætur toguðu, suður veginn og upp í holt. Baldur setti kassann niður og elti Odd. Það dró fremur sundur en saman með þeim. Eft- ir nokkum eltingaleik sá Baldur það ráðlegast að koma kassanum heim og finna Odd á eftir. Hann sneri því aftur niður á veginn, tók kassann og fór með hann heim. Pabtoi hans vaið reiður við liann, af því hve lengi hann liafði verið. Það þótti Baldri ekki það lakasta. Hann kveið mest af öllu fyrir að segja frá hríslu- missinum. Nú var farið að telja liríslurnar og taka upp jurtalinausana. Eina hrísluna vantaði. “Þarna ertu nú lifandi kominn með fljót- færnina, strákur. Þér var vorkunnarlaust að gæta hríslunnar á leiðinni,” sagði pabbi hans. “Snáfaðu nú á stað og leitaðu að hríslunni, þú hefir náttúrlega gloprað henni niður, og svo hefir einhver hirt hana. Hún er töpuð, hríslan. En þú getur samt revnt að fara.” Baldur sagði ekki eitt einasta orð, en hljóp sem fljótast á stað. “ Hvar skyldi nú Oddur vera?” hugsaði haim. “Finni ég liann ekki, þá verð ég að segja pabba eins og er. Baldur hljóp eins og leið lá, endilangt Þing- holtsstræti og suður á Laufásveg. Alt í einu var kallað til lians. “Baldur, viltu koma og sjá nokkuð?—” “Eg má ómögulega vera að því,” svaraði Baldur, en staðnæmdist þó “Æ—jú, komdu héma allra snöggvast,” sagði Dóra litla, það var hún sem kallaði. Baldur þekti Dóru, þau vora skólasystkini og hafði ætíð komið vel saman. Hún var bezta telpa. Hann beygði af leið og gekk heim til hennar. “Viltu líta á, ” sagði Dóra og benti á hríslu, sem hún var alveg nýbúin að gróðursetja í garðinum hans pabba síns. Hríslan stóð í einu beðhorninu. “Þegar eg er orðin stór, þá verður hríslan eins stór og húsið lians pabba og með mörgum, mörgum greinum.” “Hvar fékstu þessa hríslu?” var alt og sumt sem Baldur sagði. “Eg keypti hana fyrir peninga, sem ég átti sjálf. Hún kostaði 35 aura. “Oddur í Gerði seldi mér hana.” “Hvar fékk hann hrísluna?” spurði Baldur. “Það veit ég ekki. Þykir þér hún dýr? Hún var kannske nokkuð dýr. “Mamma segir, að það hefði mátt fá hana ódýrari. En hríslan er eins góð fyrir það, þó eg keypti hana af Oddi.” Baldur þagði. Hann laut niður að hríslunni og skoðaði hana nákvæmlega. “Sérðu ekki hvíta endann, sem vafinn er þarna um einn angann?” spurði Baldur. '“Jú, — en heldurðu það megi ekki taka hann af henni?” “Það veit ég, — en ég skal segja þér nokk- uð, hann pabbi minn á hrísluna og ég tek hana. ” Hann greip um hrísluna niður við mold, rykti henni upp, hljóp á stað og sagði : “Vertii sæl, Dóra mín, þú mátt trúa því, að hann pabbi á hrísluna.” “Baldur! — Ertu ræningi! Heldurðu að ég kveðji þig!” Dóra fór að liá-gráta. Baldur heyrði org- ið alla leið upp á Þinglioltsstræti. Daginn eftir töluðu foreldrar barnanna um þetta sín á milli, })rí foreldrum Dóru þótti hún hart leikin. Börnin voru spurð hvert í sínu lagi. Oddur meðgekk aði hafa tekið hrísluna frá Baldri og selt Dóm hana. En aurunum var hann búinn að evða í KAgp» AVALT LUMBER > hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE_ BAST. - - WINNIPEO, MAN. Yard Offloa: 6th Floor, Bank ofHamNtonOhambori DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—í Heimill 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Ofíice tlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg,, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili: 5 ST. JAMES PL.ACE Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ajúkdöma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimlli: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdöma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VTctor St. Slml: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur. Til viBtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá 6—8 a8 kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTVRT ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvar8a og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi: 68 302 H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræSingur Skrifntofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræöingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 962 J>eir hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimll og Piney, og eru bar a8 hitta & eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta miOvikudag, Rlverton: Fyrsta fimtudag, Olmll: Fyrsta miövikudag, Piney: priCja föstudag I hverjum mánu81. J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslentkur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chrnbrm. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Heima: 71 758 Cable Address: Roecum J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfræSingur SCARTH, GUILD St THORSON Skrífstofa: 308 Minlng Exchange Bldg., Maln St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræCingur Skrifstofa: 702 Confederatlon Life Bullding. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 J. .1. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fastelgnasalar. Leigja hös. Ot- vega peningalftn og elds&b> rgB af ÖUu tagl. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Coníederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur a8 sér að ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgB og blf- reiBa ábyrgSir. Skriílegum fyr- irspurnum svaraC sainstundis. Skrifatofusimi: 24 263 Heimasimt: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOTD BLDG. PHONE: 24 171 H WINNIPEO G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 ViStals tlmi klukkan 8 til 9 a8 morgninum. ALLAR TEOVNDIR FLVTNINGA! Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Sími: 24 500 sykur og vindlinga. Pabbi hans borgaði þá fyrir hann, svo Dóra tapaði engu, og Baldri var ekki hegnt fyrir að hafa tekið hrísluna frá henni. — Bamasögur H. J. HOLTAHLIÐ. Vinsæl er Holtahlíðin Halda þar smalar þing, synda kátir og syngja, sitja á mosabing. Fé er af fjórum býlum Fangað á þessum stað, hestar úr Holtalandi hafa oft vattað það. Fákar í fjörusandi fljúgandi skeiði á geysast í gufumekki. Gott er að sitja hjá. Hallgr. J. Nohkuð lítil. Maður nokkur auðugur veitti Wessel vín, sem hann sagði, að væri áreiðanlega 200 ára gamalt, og spurði: “Hvernig líkar yður við þessa flösku?” — “Mér þykir hún nokkuð lítil eftir aldri,” svaraði Wessel.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.