Lögberg - 21.08.1930, Síða 6

Lögberg - 21.08.1930, Síða 6
Bla. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1930. Sonur Guðanna Eftir R E X B E A C H. Annar dagurinn var rétt eins skemtilegur eins og sá fyrsti, og svo var líka sá þriðji og fjórði. Þau voru svo að segja alt af saman, nema rétt meðan þau sváfu. Eða ef þau voru einhverja stund ekki saman, þá liugsuðu þau þó að minsta kosti hvort um annað.. Þau fóru víða um borgina, innan um þessar sex miljónir manna, sem þar eru saman komnar, en þó voru fþau eins og tvö ein og út af fyrir sig. Tvær manneskjur kynnast aldrei meira og betur, heldur en einmitt innan um mannfjöldann. Svo kom kveldið, sem Alice óttaðist. Sam fór með hana til föður síns. Alt til þessa, hafði hún ekki séð annað en auðugasta og skrautlegasta hluta borgarinnar. Hún hafði ekki séð borgina sjálfa. Hún hafði heldur ekki gert sér neina verulega grein fyrir þeim afskaplega mismun, eem er á vissum borg- arhlutum í New York. Nú voru þau komin inn í þann hlutaborgarinnar, þar sem var sægur af óásjálegum og illa hirtum leiguhúsum og fólk- ið var álíka óálitlegt eins og húsin og illa hirt. Lyktina, sem lagði að vitum hennar, kannaðist hún við alt of vel. Hún minti áþægilega á Bar- tonville. Strætin voru full af Ibörnum og ung- lingum, sem kölluðu til þeirra ruddalegustu hrakyrði. Alice varð ónotalegt og hún vafði að sér silkikápunni, sem Sam hafði gefið henni og færði sig enn nær honum í bílsætinu. Hér bar flest fyrir augu hennar og eyru, sem hún hafði haft mest ógeð á. Hún mátti ekki til þess hugsa, að þurfa aftur að sætta sig við það, sem hún hafði átt við að búa. Hvað gerði það til, hverr- ar þjóðar Sam var? Hennar eina von var þar sem hann var. Hann hélt ura hennar lukkuhjól, en sjálf vissi hún af því valdi, sem hún hafði á honum. Hún varð að haga sér skynsamlega. Hún varð að sýna föður hans alla virðingu og kurteisi. Nú var mikið í húfi. Þau koanu í enn annan hluta borgarinnar. Hér bjuggu ftalir aðallega. Það var auðheyrt á máJfæri fólksins og á lyktinni líka. Sam fór fram hjá litlum, járngirtum fleti, þar sem sæg- ur af fólki var saman kominn. Þetta hafði víst einhvern tíma verið grasflötur, ,en nú sást þar ekki stingandi atrá. B’ætur fólksins höfðu troð- ið niður grasið og eyðilagt það fyrir löngu. “Þarna lék eg mér, þegar eg var lítill,” sagði Sam. “Það er næsta óskiljanlegt, að þér skylduð koma frá stað eins og iþessum,” sagði Alice undrandi. “Hérna skamt frá var ríkisstjórinn fadd- ur,” svaraði Sam. Sam sneri inn á stræti, sem var betur lýst, heldur en strætin sem hann hafði farið um. Hér skifti enn um umhverfi. Enn ný lykt og nýjar myndir. Nafnspjöldin yfir búðadyrunum voru öll á kínversku. Stnætið var fult of þessu gul- letia fólki, með flatt nef og há kinnbein, og illa og ósmekklega klætt. Alice heyrði fólkið tala, en skildi ekkert hvað það sagði. Fólkið vék all- staðar úr vegi, til að lofa Sam að komast leiðar sinnar. Sam var eitthvað að segja um þennan, kín- verska hluta borgarinnar. Hann væri í raun og veru ekkert líkur því, «em honum væri lýst. Alice bara hálf-heyrði það, sem hann var að segja, og veitti því litla eftirtekt. Þarna þektu allir Sam og bílinn hans, en fólkið starði á stúlkuna, sem með honum var. Þa, var svo sem við að búast. Hvít stúlka með einum af þeirra mönnum, hvít stúlka í nýtízku samkvæm- iskjöl! Hún varð alt í einu hrædd. Henni fanst hún vera hálf-ber. Hún hafði aldrei orðið fyr- ir neinu þvílíku. Sam stöðvaði bílinn fyrir framan háa bygg- ingu, sem gnæfði hátt yfir allar aðrar bygging- ar þar í nágrenninu, og hjálpaði Alice út úr bíln- um. Fram að götunni sneri falleg búð, en til hliðar við hana var inngangur og þangað leiddi hann hana. Þetta var nýtízgu bygging úr stáli og steini. Rétt innan við dyrnar var lyftivél- in. Skakkeygður, gulleitur, lítill maður, sem stjórnaði lyftivélinni, hneigði sig djúpt fyrir Sam og sagði eitthvað við hann, sem Sam svar- aði á kínversku. Alt, sem byggingunni við- kom, var í prýðilegu góðu lagi, og alt var hreint °S fágað. En það var einhver undarleg lykt þarna, sem AIicc kannaðist ekki við. Kannske ópíum! Henni fór ekki að verða um sel. Hún sks.lf á beinunum. Hvert var Sam að fara með hana ? Hvað beið hennar? Hún varð afar- hrædd. Nú sá hún þetta alt og skjldi, hveraig allar þessar dýrindis gjafir voru til komnar. Hann hafði farið meira en lítið kænlega að þessu öllu saman, þessi slungni og ófyrirleitni Kínverji Henni datt í hug að hlaupa burtu, en nú var það orðið of seint. Hliðinu var lokað og lyfti- vélin þaut upp til einhvera ókunnra staða. Hana langaði til að hljóða af öllum kröftum, en hún þorði það ekki. Henni fanst hún nú sjálf vera að hverfa út úr mannheimum. IV. KAPITULI. Lyftivélin stöðvaðist, og Alice kom inn í gang, eða öllu heldur stórt herbergi, sem var fagurlega skreytt, með útskornum þiljum. Það- an leiddi Sam hana inn í annað herbergi. Það næstum datt ofan yfir Alice, þegar hún kom þar inn, svo skrautlegt var það og smekklega útbúið. Enn einu sinni var hún mint á hinn mikla mismun auðs og fátæktar. Rétt áður hafði hún verið í þeim hluta borgarinnar, þar sem alt minti á fátæktina. Nú var hún aftur komin þangað, sem alt bar ljósan vott um auð og alls- nægtir. Herbergið var bjart og stórt, og henni fanst, þegar hún kom inn í það, að það væri nokkurs konar dýrgripasafn. Hér bar alt vott um góðgimi og höfðingsskap. Kyrlát góðvild, og hæversk voru orðin, sem Sam hafði notað um heimili föður síns, eða eitthvað því líkt, en þau áttu engu síður við húsbóndann, heldur en heimilið. Gamall’ hár og grannur Kínverji reis úr sæti sínu og kom á móti Alice til að heilsa henni, og gerði það á nokkuð einkennilegan hátt, að Alice fanst, en nákvæmlega að sið vel siðaðra Kínverja. Lee Ying! Hann var reglulegur höfðingi og í öllu hinn virðulegasti maður. málrómur- inn var viðfeldinn og skýr; hann talaði heldur seint, en brást aldrei að velja þau orð, er bezt áttu við. Hann var yfirlætislaus, en bar sig eins og aðalsma^ur. “Þér sýnið heimili mínu mikinn sóma, svo ófullkomið sem það er,” sagði, hann við hana. “Þau litlu þægindi, sem það hefir að bjóða, til- heyra yður og sömuleiðis virðing mín og vin- átta. Sam hefir oft talað um yður með mikilli aðdáun og það er einstáklega fallega gert af yður, að koma og lofa mér að kynnast yður. ” Alice tók þessari virðtilegu kveðju eins vel og virðulega eina og hún bezt gat, en hún var enn ekki alveg laus við hræðsluna, sem gripið haíði hana um það bil, að hún var að koma inn í húsið. En nú kom Sam henni til aðstoðar. “Miss Hart er ókunnug í New York, og hún hefir vitanlega aldrei séð þennan hluta borg- arinnar. Eg lield hún hafi kannske orðið dá- lítið lirædd, þegar við komum hér.” “Það var ekki mikið,” sagði Alice og reyndi að láta ekki á neinu bera. “Eg varð ekki eig- inlega hrædd, bara áttaði mi gekki á þessu öllu rétt í bili. Hér kemur mér alt svo ókunnuglega fyrir. Eg er bara fáfróð sveitastúlka, og eg hefi aldrei fyr séð neitt eins stórkostlegt eins og margt, sem hér er að sjá í New York, og aldrei fyr heyrt annan eins hávaða. Eg get ekki gert mér neina grein fyrir helmingnum af því, sem eg hefi séð og heyrt síðan eg kom hingað. Mér finst eg sjálf hafi lifað undravert æfintýri, síðan eg kom hingað, en merkilegast af öllu finst mér að koma hér.” “Við höfum engan hávaða hér uppi,” sagði Lee Ying brosandi. “Hér er friður og kyrð og við leitum okkur ánægju í kyrðinni. Kín- verjanum finst friðurinn og kyrðin vera mesta sælan, af öllu sem hann þekkir.” “Þetta er regluleg paradís!” sagði Alice. “En það skraut og fegurð! Eg held næstum, að mig hljóti að vera að dreyma.” Lee Ying hneigði sig aftur. “Þér talið alt of vel um heimili mitt. Húsguðir mínir brosa af ánægju.” “Eg hafði enga hugmynd um — Sam hefir aldrei sagt mér það, að fólk byggi í svona skrauthýsum í þessum hluta borgarinnar, eða reyndar nokkurs staðar í víðri veröld. Eg er ekkert nema Alice frá Bartonville, og hefi fátt séð. Eru þetta tré, eða eru það blóm? Eða er mig bara að dreyma?” Hún horfði yfir í hinn enda herbergisins og henni sýndist ekki betur, en þar væri skrautlegur blómagarður, og henni fanst líka, að hún sæi þar dálítinn, tæran læk. Gamli maðurinn var skrafræðinn og hann tók þana með sér upp á þakið á þessari sterk- legu og fallegu byggingu, en það var líkara ald- ingarði, heldur en húsþaki. Þaðan sáu þau vel yfir nágrennið, og sáu þar niðri á strætunum ótrúlega mikinn fjölda af hinum gula mann- flokki. En nú var hún svo langt uppi, að hún sá ekki hvað strætin voru óhrein og fólkið óað- gengilegt. Þaraa var loftið hreint og tært og óþegurinn neðan af strætinu náði ekki þangað. Þarna var svo margt til fegurðar og þæginda, að því verður naumast með orðum lýst. Þegar Alice hafði skoðað alla þessa dýrð um hríð, leiddi Lee Ying hana aftur inn í sal- inn, þar sem hann hafði tekið á móti henni. “ Alt, sem þér hafið séð hér, er bara hversdags- legt fyrir okkur, sem hér eigum heima, en ef þér kynnuð að hafa séð eitthvað, sem yður hef- ir þótt fallegt, eða sem vakið hefir eftirtekt yðar, þá væri mér mikil ánægja að gefa yður allar upplýsingar um það, sem þér kynnuð að óska; sumt af |>ví, sem hér er, á langa sögu.” “Eg efast ekki um það,” svaraði Alice. “Mér finst svo mikið til alls koma, sem eg sé hér, að eg get naumast gert greinarmun á því. Eg hefi aldrei séð margt af því sem fallegt er, Mr. Lee. En mér þykir fjarskalega vænt um alt, sem fagurt er, og líka forna og sjaldséða muni.” “Það er ágætt. Við kynnumst helzt með því, að tala um það, sem okkur þykir báðum mikið til koma. En þér megið ekki láta gamlan mann 'þreyta yður á því, að tala alt of lengi um það, sem hann er sérstaklega að hugsa um. Sam gerir mér aðvart, ef eg fer að þreyta yður með of löngnm frásögnum eða útskýringum, en þá höfum við eitthvað annað að bjóða. Unga fólkið getur alt af borðað, og við höfum kann- ske eitthva?\, sem yður þóknast.” Lee Ying var höfðinglegur og góðlátlegur gamall maður. Alice hafði aldrei til hugar komið, að nokkur Kínverji, svona höfðingleg- ur og vinsamlegur, væri til. Svona vinsamlega hafði henni hvergi verið tekið áður. Það var eins og hús'bóndinn vildi alla skapaða hluti fyrir hana gera, og skilningur hans og þekk- ing var miklu meiri, en hún gat eiginlega gert sér nokkra grein fyrir. Ákaflega hlaut þessi maður annar að vera ríkur. Hann var vafa- laust miljónaeigandi. Þama voru margir hlut- ir saman komnir, sem Alice hafði hugsað sér, að ekki væri annars staðar að finna, en í höll- um konunganna, og hver þeirra hafði víst kost- að stórfé. Hún gat ekki skilið meir en helm- inginn af því, sem hann var að segja henni, því hann vissi svo langt um meira heldur en hún. Hún var þarna eins og stúdent, en hann eins og háskóla prófessor. Það var dæmalaust Mt- ið, sem hún vissi í samanburði við hann. Það var ekki undarlegt, þó Sam væri gáfaður piltur. Svo það er ásetningur yðar, að verða fræg listakona?” sagði Lee Ying góðlátlega. Alice var búin að skoða alt heimilið og allar þær mörgu gersemar, sem þar voru saman komnar, og hún hafði neytt hinna ágætustu veitinga, sem hún hafði nokkurs staðar séð fram bornar, og nú sat hún þarna í hinni stóra og skrautlegu stofú hjá þeim feðgunum. “Eg geri mér ekki von um að verða nokk- urn tíma fræg,” svaraði hún hæversklega. “Að komast saamilega vel áfram á þeirri raut, sem eg hefi valið mér, og geta þar með orðið efna- leg sjálfstæð, er það bezta, sem eg get gert mér von um.” “Við vitum ekki, hvað verða kann. Feg- urðin framleiðir fegurð, og það sýnist mjög eðlijegt, að þér getið framleitt það, sem fall- egt er.” “Eg segi ekki, að mig langi ekki til að kom- ast sem lengst áfram í listinni, en—” Hún sagði ekki meira, en það kom einhver vonleys- issvipur á andlitið á henni. Sam hafði lítinn þátt tekið í samtalinu, en nú sagði hann að foreldrar Alice væru þess ekki fýsandi, að hún héldi áfram á listabrautinni. Gamli maðurinn varð eins og hugsi. “Mér þykir leiðinlegt að heyra þetta, því listin er göfug. En ekki get eg ráðið yður til að gera á móti vilja þeirra. Ef foreldrar yðar geta fall- ist á, að þér haldið áfram, þá skyldi mér þykja vænt um, að geta verið yður til aðstoðar.” Það glaðnaði mjög yfir Sam og hann leit góðlátlega til Alice. “Þeim mundi áreiðanlega þykja mjög vænt um, ” sagði Alice. “Þau hafa ekkert á móti þessu, nema bara útgjöldin, sem það hefir í för með sér. Við erum svo skelfilega fátæk. Faðir minn er svo &em nógu iðjusamur, það vantar ekki, en hann er eitthvað svo óhagsýnn, að hann hefir aldrei komist neitt áfram. En hvað mig snertir, þá finst mér þetta svo dásamlegt, að það geti naumast verið raunverulegt, og eg veit ekki hvernig eg á að þakka yður þessa góðvild og höfðingsskap. Eg er fjarskalega sparsöm, og það er ekki kostnaðarsamt að lifa við Eaaton háskólann. ” “Bæði hún og Sam furðuðu sig töluvert á því, sem gamli maðurinn sagði næst: “Mér hefir skilist, að þér hugsuðuð hærra en það.” • “Þér eigið við París?” sagði Alice. Hún hafði ekki þorað að hugsa, að hann hefði þag í huga, “Já, eg á við, að þér stundið nám í París. Þvá ekki að miða örvum sínum hátt? Því lengra fljúga þær.” Gamli maðurinn var að tala við Alice, en hugsa um Sam. “Tíminn líður gljótt og æskan er óþolinmóð. Hvað löng 3em leiðin er, þá byrj- ar hún ávalt með einu fótmáli.” Aliee varð enn glaðari, og lét gleði sína ó- tvíræðlega í ljós. ‘ ‘ París! Það er draumur hjarta míns.” Svipurinn á Sam hafði breyzt. Það var eins og einhver ótti hefði gripið hann. Gamli maður- inn sá fljótt baraaskapinn. Alt var opið fyrir honnm. Hann hafði ekki verið lengi að skilja þessa stúlku og sjá hvað í henni bjó. Nú bara fyrirleit hann hana. Hvað Sam snerti, hafði hann nú orðið fyrir töluverðum vonbrigðum. Hann hafði búist við öðru af honum. Hann hafði gefið honum nánar gætur, þessa síðustu daga. Hvað var orðið af skarpskygni hans og stolti ? Það var engu líkara, en hann vær orðinn blindur á báðum augum. Lee Ying varð bæði hryggur og reiður. Drengurinn hans, sonur guðanna, hafði orðið þessari lítilmótlegu, en afar eigingjörnu stúlku að bráð. Hún var ó- merkileg manneskja og langt frá því að vera vel siðuð, og hann grunaði, að hún væri til með að leggja virðingu sína í sölurnar til að ná sínu eigingjarna takmarki. Listin var fyrir hana ekkert annað en vegur til að afla sér f jár. Hún hafði lund nirfilsins og sál lauslætiskonunnar. Lee Ying hefði getað hengt hana. Blíðlega og kurteislega sagði hann Alice, að hún gæti siglt með næsta skipi til París, ef hún vildi. Lögmaður hans mundi útvega henni farbréf og vegabréf, og það væri alveg undir henni sjálfri komið, hvað úr henni yrði. Hann lét hana skilja, að hann ætlaðist ekki til neins þakklætis fyrir þennan greiða. Þegar hún fór, eftir að hafa staðið lengi við, þakkaði hún gamla manninum með fleiri orðum, en honum þótti gott að heyra, en hún var von- betri og glaðari, en hún hafði lengi verið. Lee Ying hélt að hún ímyndaði sér, að það væri feg- urð hennar og yndisleika, sem hún ætti það að þakka, að hann hafði verið svona örlátur og góður við hana. Ef honum misskildist ekki, og það kom ekki oft fyrir hann, þá mundi hún hafa þegfð þá hjálp, sem hann hafði veitt henni í kveld, með jafn-mikilli ánægju, hvort sem hún kom frá Kínverja eða hvítum manni, eða hverj- um, sem vera vildi. Þegar hún var farin, varð hann að taka á allri sinni stillingu, því með engu móti vildi hann láta nokkurn mann komast að því, hvernig sér hefði fallið þessi heimsókn. KAUPIÐ AVALT LUMBER kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEfi, MAN. Yard Offlca: 6th Floor, Bank ofHamHion Ohambori Þessi hvita stúlka, hafði áreiðanlega fátt sér til ágætis Hugsunai’háttur hennar var eigin- gjani og ógofugur. Bara að aumingja íáam gæti skinð þetta. En það var eins og veslings drengnum væri alveg ómögulegt að sjá kost og lost á þessu vestræna kvenfóiki. Harnx gat ómoguiega haft annað en ilt eitt af kunnings- skap við þessa stúlku. Hér var nokkuð, sem hægt heföi venð að ráða fram úr mjög auðveld- iega, í hverju landi, þar sem siðmemxingin hefði venö dáiítið ininni, en hin sanna mentun tölu- vert meiri, heidur en í Bandaríkjunum. Aiice hafði margt og mikið að segja á ieið- ímii til gistihússins og talaði iátlaust, og veitti því enga eítirtekt, hve daufur og þegjandalegur Sam var. Á ótal vegi útmáiaði hún göfuglynd- ið, sem Lee Ying hefði sýnt sér, og Sam kallaði hún sinn góða engil. Þetta varð hálfgert fjas, sem gekk úr hófi fram. “Faðir minn er engu síður vitur, heldur en hvað hann er góðgjarn og göfuglyndur,” sagði Sam loks. “Eg beygi mig hiklaust fyrir hans dómgreind, ávalt og æfinlega. En hann getur stundum verið fjarskalega harður og í kveld særði hann mig afskaplega.” “Hvernig stendur á því, Sam? Þér sögðuð, að yður þætti vænt um að hann hjálpaði mér.” Nú tók Alice fyrst eftir því, hve fölur Sam var, og hún skifti um málróm. “Það verður erfitt fyrir okkur að skilja, okkur hefir liðið svo vel saman. Þér eruð elskulegur maður, Sam, og eg veit að eg sakna yðar óskaplega.” “Alice!” sagði hann, og það var í fyrsta sinn, sem hann hafði nefnt hana nokkuð annað en Miss Hart. Henni brá allmikið við, en tók nákvæmlega eftir því, sem hann sagði: “Þér hljótið að skilja, að það er langt frá að mér standi á sama um yður.” Hamingjan góða! Þarna kemur það! Nú eyðileggur hann alt saman! “Þér siglið til París, nú strax, svo að segja. Viljið þér giftast mér áður en þér farið?” Alice vissi naumast hvaðan á sig stóð veðr- ið og komst alveg í vandræði. Giftast—! Minna mátti nú gagn gera, og var þó nógu slæmt. Henni hafði ekki komið til hugar, að Sam mundi fara fram á þetta. Giftast Kínverja! Maðurinn hlaut að vera geggjaður. Næsta augnablik leið þeim báðum reglulega illa. Sam leit við og beið. Hugsanir stúlkunnar flugu um allar áttir, og hún gat ekki náð fullu valdi yfir þeim. Hún svaraði í einhverju, hálf- gerðu ráðaleysi: “Nei, ekki það! Eg get það ekki. Þér ætt- nð ekki að fara fram á þetta—” Hún gætti sín og sagði ekki meira, þó hún væri rétt að því komin. “Eg verð að segja yður, að eg tek mér þetta mjög nærri,” sagði Sam hæglátlega. “Eg hefi verið að vona, að yður stæði ekki alveg á sama um mig. ” Vestur-Islendingum heilsað Á samkomu í Reykjavík 21. júní 1930. Velkomin! Hér skal haldinn vinafundur! Nú heilsar kærstum gestum þjóð og land, og enlgum dylst, Jþótt Ægir skilji sundur, að okkur tengir sterkt og heilagt band. Við gleðjumst yfir eining allra dóma um ykkar veg á nýrri fósturmold. Þið eruð okkar landi og lýð til sóma á Leifs og Þorfinns stóru vesturfold. En börnin íslands dala, fjarða’ og fjalla, sem fjarlæg búa, dreifð um víðan heim, þau heyra brim á flúð og fossa kalla og finst sem unun laði’ í röddum þeim. Þær verða’ um æfi Ihjartans helgidómar; hún helst til dauða, taug þess leynda bands, sem fyrst var knýtt; hinn insti strengur ómar af ástarþeli til hins gamla lands. Velkomnir hingað vinir, systur, bræður! Við vitum, draumar reynast stundum tál, og engir söngvar, enlgin skrif né ræður ná ómum þeim.sem titra dýpst í sál. Hér fagnar ykkur fólkið alt af hjarta og fold í skrúða lengstu daga býst með vorsin3 drauma víðsýn unaðsbjarta; hún veitir það, sem orðin fá ei lýst. Þorsteánn Gíslason. —Lögrétta. BESSAST AÐIR. Æður á eggjum kúrir. Argandi kríuger sífelt um nesið svífur. Selir móka við sker. Bjart er á Bessastöðum, blikandi alt í kring hyldjúpir vogar horfa hátt upp í bláhvelfing. Hér átti Grímur heima. Héma bjó Skúli vor. Reynið nú frækna fætur, fetið í þeirra spor. —Barnasögur.—H. J-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.