Lögberg - 25.09.1930, Síða 2

Lögberg - 25.09.1930, Síða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1930. Sjötta þing (Framh. frá síðasta bl.) Cojleges og universities tala um þetta mál, og eru að reyna ýmsa vegi til að hjálpa, en konurnar sjálfar ættu aö hugsa nógu langt fram í timan, og hugsa ofurlítið um sjálfa sig meðfram börnunum. Það er lögmáf'Hfsins að börnin fari og lifi sinu eigin lífi. Móðirin vildi ekki, þó hún gæti breytt því, þess vegna ætti hennar augnamið að vera að meðfram því að gjöra sitt ýtrasta fyrir börnin, að hún sjálf haldi áfrarn að taka þátt í ýmsum skemti- legum og uppbyggjandi fyrirtækjum. Alt það mikla og góða, sem Guð hefir gefið hverri einstakri sál, verSur eistaklingurinn að gjöra reikning fyrir, þess vegna ætti það að vera augnamið hvers eins að lifa sem fullkomnustu lifi á öllum tímabilum æfinnar. Konur þurfa að hjálpa hver annari, enginn getur skilið einka- mál konunnar eins og önnur kona; með því að fylgjast að ættu konur að geta lifað fullkomnara og betra lífi. Þakka ykkur fyrir. Lára B. Sigurdsoti. Mrs. Sigurdson var iþakkað fyrir hennar vandaða og fróð- lega fyrirlestur, með því að allir stóðu á fætur. Naesta þing. — Eftir nokkrar umræður var ákveðið, að Sam. kvenfél. þiggi með þökkum boð frá kvenfél. Herðubreið- ar-safnaðar, um það, að næsta þing yrði haldið í Langruth, í júlí næstk. önnur númer á skemtiskrá fundarins voru: Violin Solo — Mr. J. Pálspn. Violin Duet — Mr. J. Pálon og Mr. Stefán Guttormsson. Kvenna kór — “One Fleeting Hour.’’ “Faðir-vor” lesið sameiginle'ga. Fundi frestað til kl. 7.30 að kveldi samaidags. ÞRIÐJI FUNDUR—settur kl. 7.30 í kirkju Árdals safnaðar 30. ágúst 1930. — Sálmur sunginn. — Mrs. F. Johnson la3 biblíukafla og flutti bæn. Þá fór fram nafnakall. Það fyrsta, sem tekið var fyrir á þessum fundi, var kosn- ing embættismanna. — Þessar hlutu kosningu:: Forseti — Mrs. Finnur Johnson. Skrifari — Mrs. B. S. Beneson. Féhirðir — Mrs. H. G. Henrickson. Vara-forseti — Mrs. G. Thorleifson, Langruth. Vara-skrifari — Mrs. S. Sigurdson, Árorg. Vara-féhirðir — Mrs. O. Anderson, Baldur. Yfirskoðarar — Mrs. O. Stephensen og Mrs. H. S. Bardal. Eins og skýrsla kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar ber með sér, hefir það oft komið til tals, að sþfnuðir kirkjufélagsins ættu að gjöra hver öðrum aðvart um það, er unglingar eða fjölskyldur flytja frá þeim. Það er svo oft, er fólk flytur inn í bæinn, að það líður langur tími frá því það kemur í bæinn, áður en prestur safn. í bænum veit um það. Er það mjög nauðsynlegt, að presti safnaðarins í þeim bæ sé tilkynt um þetta, svo hann geti boðið það velkomið í safnaðar félagsskapinn. Þetta mál var innleitt til umræðu af Mrs. H. G. Henrick- son, með erindi því er hér fylgir: í skýrslu þeirri, er Mrs. Backman las frá kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, var eitt atriði er framkværpdárnefndin vill leggja fyrir þetta þing til frekari umræðu. Eg leyfi mér að lesa þann kafla úr skýrslunni er eg á við :— “Gott væri að hafa eitthvert samband milli kvenfélaga í kirkju- félaginu, t. a. m. á þann hátt að prestur gefi stúlkum eða öðrum sem í annað pláss flytja, bréf til prests þess safnaðar, sem svo gæti leitt til þess að sú manneskja fyndi kirkjulegt heimili og máske vini í þeim söfnuði.” , Þessi hugsun hefir vakað hjá mörgum og er hér verkefni fyrir hvert og eitt kvenfélag. % Við erum vel kunnug því hve oft ungmenni og jafnvel eldra fólk flytja úr einu héraði og lenda hjá ókunnugum, oft hjá annara þjóða fólki og smá dregst svo frá, þar til það er algjörlega tapað úr hópi islenzks lútersks fólks. Þetta er oft ekki hægt að koma í veg fyrir, en án efa er þetta stóft tap fyrir félagslíf vort og kirkju. En ef við værum vakandi fyrir þessu gætum við oft komið í veg fyrir að tapa svona voru fólki. Prestur safnaðarins hefir oft marga söfnuði í sínu prestakalli og má því ekki ætlast til að hann geti haft fullkomið eftirlit á út- flutning úr söfnuðum sínum—en nær er að trúa að kvenfélögin geti þarna unnið þarft verk. Þegar ungmenni flytja frá einum stað til annars getur kven- félag þess staðar leitt til þess að sú manneskja eða manneskjur, hvort þær eru eldri eða yngri, finni kirkjulegt heimili og vinarhug og bindi það kærleiksböndum við vorn lúterska félagsskap. Eg ætla ekki að lengja þetta mál nú— eg vil biðja konur að taka til máls og koma með hugmyndir er geta greitt veg fyrir þess- ari hugsun og kannske bætt þessu verkefni á dagskrá vora. Þ.H. Þetta mál var vel rætt. — Mrs. S. ólafson gerði þá tillögu: "Að erindsrekum þessa þings sé falið þetta mál, — að le'ggja það fyrir sitt félag og sjá um að koma því í framkvæmd.” — Var tillagan studd og samþykt. Þá sungu tvísöng, þeir Herman og Thor Feldsted. Erindi um Píslarleikinn og Oberammergau flutti þá Miss K. Skúlason. Sálmurinn “ó, þá náð að eiga Jesúm” sunginn. Þá söng kvenna-kór. Erindi um ísland flutti Miss Aðaljörg Johnson. Var svo Miss Skúlason og Miss Johnson þakkað fyrir þessi sérlega vönduðu og fræðanfli erindi. Þar sem Mr. A. S. Bardal, sem var rétt nýkominn heim af allsherjar bindindisþinginu í Evrópu, var honum boðið að á- varpa þingið. — Hélt Mr. Bardal stutta ræðu, gaf félaginu upplýsingar um “referandum” kosningar, sem væntanlega fara í hönd næsta ár. Uppástunga Mrs. Hannesison, “að Sam. kvenfél. borgi á*stil- lag sitt til ‘The League Against Alcoholism’ og að Mrs. Mar- teinsson sé kosin erindsreki í nefnd félagsins”, studd af Mrs. Anderson, — samþykt. Mrs. Marteinsson þakkaði fyrir hönd erindsreka og gesta kvenfél. Árdals safnaðar, fyrir hinar frábærlega góðu viðtök- ur, sem við höfum allar notið hér. Var svo fundi ’slitið með því að sunginn var sálmur og “faðir-vor” lesið sameiginlega, og næsti þingfundur auglýstur í Riverton, Man., næsta dag kl. 2.30. Kvenfélag Árdalssafnaðar bar fram rausnarlegar veit- ingar eftir hvern fund. FJÓRÐI FUNDUR—settur í kirkju Bræðrasafnaðar í Riv- erton 31. ágúst 1930. — Mrs. S. Ólafson las biblíukafla og flutti eftirfylgjandi bæn: BÆN. Algóði eilífi Faðir! Við þökkum fyrir að mega ákalla þig sem föður. Þökkum fyrir þá náð að mega finna okkur öruggar inniluktar í þínum eilífu örmum. Af hrærðu hjarta þökkum við, konur og mæður hér saman- safnaðar fyrir allar þínar óteljandi ástargjafir, þökkum hvernig þín náð hefir vakað yfir okkur, yfir heimilum okkar og ástvinum. En sérstaklega þökkum við fyrir gjöfina mestu, þinn elsku- lega son frelsara okkar syndugra manna og kvenna. Okkar stærsta hrós er það að mega tilheyra lærisveinahóp hins krossfesta upprisna Jesús. Okkar stærsta gleði að bindast einingarbandi og starfa hlið við hlið til eflingar hans ríki á jörðinni. Blessaðu, drottinn, þessi félög kvenna, sem hér eru sameinuð. Eát hverja eina okkar reynast trúa í öllu okkar starfi, og styrk okkur í erfiðleikum daglega lífsins. Legg þína blessun yfir starf þessa þings, sem nú er á enda, margfalda og auk áhrif þess til bless- unar og þegar við nú förum heim, hver til síns starfs fyrir ástvini okkar, þá biðjum við þig um hjálp til að sýna þaS i allri breytni í hverju orði og atviki að við séum lærisveinar meistarans mikla, að við höfum lært af honum og þráum að beyja okkar vilja undir þinn vilja, felum við þér svo öll okkar áhugamál, allar okkar vonir og framtíðina alla i Jesú nafni. Þá var nafnakall. — Fundargjörningar frá tveimur síð- ustu fundum lesnir og staðfestir. Þá söng kvennakór: “The Lord is my Shepherd” og “Ó, blessuð vertu sumarsól”. Sunginn sálmurinn: “(Lærdómstími æfin er.” Erindi—“Kristile'g mentun” Heimilið, heimilis guðsþjón- ustur, skólamentun) flutt af Mrs. R. Marteinsson. Mrs. Marteinsson var þakkað fyrir erindið með því að allir stóðu á fætur. Því næst tók Mrs. Finnur Johnson til máls, sagðist vilja leiða athygli þingsins að því sem Mrs. Marteinsson hefði tal- að um bænina eða heimilisguðsþjónustur. Þetta félag hefði einu sinni skorað á öll kvenfélög að vinna að því að heimilis guðsþjón- ustur yrðu teknar upp. Hvaða árangur það hefði borið sagðist hún ekki vita, en hvatti konur til að vinna að því seint og snemma að það yrði gjört, því reynslan sýndi að heimilisguðrækni og heilagar venjur örfa trúarþrá og siðgæðislíf hvers manns. Þar er trúar- tilfinning barnsins vakin þegar sálin er viðkvæmust fyrir öllum áhrifum. Hún sagði að á okkar kæra íslandi væri heimilisguðrækni mikið að leggjast niður og kirkjugöngum að fækka, og fyrir eitt- hvað sjö árum síðan hefði verið 3,000 messuföll á landinu, sam- kvæmt skýrslum. En fyrir eitthvað tveimur eða þremur árum siðan hefðu prestarnir hafist handa og sent út nokkurs konar trú- boða til að ferðast um landið til að halda vakningar fyrirlestra í sambandi við guðsþjónustur og þá hefði verið skorað á öll kvenfé- lög i landinu að taka höndum saman til að vinna að þvi að guð- ræknis iðkanir á heimilunum yrði teknar upp að nýju. Stundum hefir þess verið getið til að þessi siðferðishnignun, sem svo oft er talað um að nú gangi yfir hina ungu kynslóð stafi af hnignun í kristindóms og guðræknisiðkunum. Mrs. Olafson gerði tillögu að þingið skoraði á öll kvenfélög að vinna að því af öllum mætti að koma á heimilisguðsþjónustum, var það samþykt. Píanó sóló — Miss Eyjólfsson. Var^svo næst innleitt til almennrar umræðu málið: “Hvern- ig getum við endurætt eða aukið starf kvenfélaga vorra?” Hvernig getum við endurbœU eða aukið starf kvenfélaga vorra■ Þetta er tímabært efni og vel þess vert að það sé alvarlega í- hugað af öllum kvenfélagskonum hvar sem þær eru. Það er eðli manns að vilja reyna að gera æ betur og betur og að færa út starfs- hring sinn eftir því sem kraftar leyfa. Enda hefir þ^tta mál verið umtalsefni á fundum í okkar fé- lagi, þó ekki ítarlega rætt. Starf kvenfélagskonu er mikils vert, og þó byrðin sýnist oft nokkuð þung, þá hefir slíkt starf sitt eigið endurgjald. Fyrst þeg- ar kvenfélög voru mynduð var aðal markmiðið að hjálpa söfnuð- ínum peningalega. Og af því starfi leyddi eðlilega félagsvinna og aukinn sjóndeildarhringur, sem er, sérstaklega úti á landsbygðum, dýrmæt hressing fyrir húsmóður, sem oft hefir of mikið að gera. Við þekkjum allar málsháttinn: “a change is as good as a rest,”— eða “breytng er ágæt hvild.” Nú er kvenfélagsvinna orðin alstaðar sjálfsagður partur af skyldum safnaðarkvenna, enda kvenfólk sýnt það að þær hafa á- gæta hæfiléika fyrir framkvæmdarstörf. Og þaðan er sjálfsagt sprottin sú þrá, að auka og endurbæta kvenfélagsstörf. Það hefir lengi verið sú meðvitund víða að kvenfélagsstarf vort sé orðið andlaust og innihaldi aðeins söfnun fjár. Langt um meir en helmingur starfsins ætti að vera upplyftandi andlega, ment- andi og fræðandi. Og koma saman mánuð eftir mánuð, og tala aðeins um hvernig eigi að innvinna sem mesta peninga, er léleg fæða fyrir sálina. Auðvitað er sjálfsagt að reyna að létta byrði safnaðarins með fjárframlögum, en við megum ekki láta þær annir kæfa okkur; við megum ekki gleyma orði Krists að “eitt er nauð- synlegt.” Það sýnist vera eitthvað rangt við það að þurfa að draga fé út úr fólki eins og sé verið að draga tönn—það ætti að koma meira sjálfkrafa eftir því sem hvers eins efni leyfir. Þessvegna eru fríar samkomur með samskotum oft ánægjulegri, með því fleira fólk á heimilinu getur sótt þær, og sjaldan að bregðist traust kvenfélagsins þegar skildingarnir eru taldir. Fyrir utan skyldu kvenfélagsins að styrkja peningalega sinn söfnuð, hafa allar samkomur og annað, sem stofnað er til í því tilefni, sína þýðingu í félagslifi safnaðarins. En nú í seinni tíð hefir ýmislegt annað verið ósjálfrátt tekið á dagsskrá félaganna svo sem: heima- og heiðingja-trúboð, líknar- starf, og jafnvel bindindis-málið. Það er svo erfitt fyrir kristin- dóminn að sneiða hjá því að styðja alt, sem hejir siðferðislega þýðing fyrir mannkynið. Og sannarlega er bindindis-málið þess vert að hver kona og móðir ljái því lið eftir því sem hún bezt getur. Líknarstarf hefir verið óaðskiljanlegur partur af kristindóm- inum frá alda öðli, og þó sérstök félög í sumum söfnuðum hafi tekið að sér það starf til meðferðar, þá er eins og af og til megi kvenfélagið til að gera eitthvað í þá átt.og er það ekki nema rétt ef þörf gerist. Og okkar stærsta líknarstarf er gamalmenna-heim- ilið Betel, sem er hugsjón og minnisvarði okkar göfugu kvenfélags fyrirmynd, frú Láru Bjarnason. Trúboðsfélög hafa verið stofnuð víðsvegar til að gefa því málefni enn þá betri styrk en kvenfélögin gátu gert, en þrátt fyrir það finna kvenfélögin það skyldu sina að styrkja trúboð. Trú- boðsfundir í félögum geta verið bæði fróðlegir og skemtilegir og hvílir skylda á hverri kristinni konu að vinna að því að efla það mál bæði heifna fyrir og erlendis. Eitt sem vakti eftirtekt hjá okkur í Fyrstu lút. kvenfélagi var það, að eitt kvenfélag í sinni skýrslu sagði frá því að þær hefðu stutt að þvi að kenna litlum stúlkum hannyrðir, og gefið svo pris fyrir bezta verkið. Og einkennilegt er það, að fyrst þegar okkar eigið félag var stofnað, var það saumafélag og kendi ungum stúlk- um að sauma. Væri ekki mögulegt að stofna ungmenna ("juniorý deild af kvenfélögum, sem ynnu með undir umsjón nokkurra kvenna og lærðu að verða kvenfélagskonur. Oft hefir mig langað til að stinga upp á því að kvenfélagið gengist fyrir “Lecture Courses,” með erindum um ýms efni fyrir utan kvenfélagsstarf, s. s. pólitík, economics, social work og current events. Vildi eg sjá samvinnu í þessu starfi með öðrum kven- félögum á þann hátt að aðkomandi konur flyttu við og við erindi í öðrum félögum. Með því fengist aukin sjóndeildarhringur. Það má ekki gleymast að minnast á eitt hið háleitasta og göf- ugasta afl í félagslífinu, sem er söngur eða músik. I Fyrsta lút. kvenfélagi hefir tilraun verið gerð til að halda uppi dálitlum söng- flokk, en ekki tel eg að árangurinn af þeirri tilraun sé neitt tnark- verður. En með áhuga mætti slíkt færast út og verða mikils virði fyrir félagsskapinn, hvort heldur það félag hefir sinn eigin söng- flokk eða stendur fyrir góðri músík, sem kynni að bjóast við og við. Þroski hvers félags, sem heild er undir einstaklingnum komið, og er þvi áriðandi að hver ein félagskona taki rækilega þátt í störf- um félagsins. Félagslynd kona stækkar ósjálfrátt sinn eigin sjón- deildarhring, og hefir heimili hennar, sé ekki farið í öfgar, ómet- anlega gott af félagsstarfi hennar. Og þegar starfskraftar hinna eldri fara að þverra, verða hinar yngri konur að mæta skyldum sín- um með sama kjarki sem einkendi mæðurnar. Það eykur kærleika í mannfélaginu að taka þátt í félagslegum störfum, og ættu félög vor að miða að því að fundir geti verið fyrst og fremst kærleiksríkir og lotningarfullir þegar guðs orð er um hönd haft, eins og fróðlegir og f jörugir þegar er skemtifundur. Mig langar til að benda á i sambandi við þetta mál hvað konur heima á íslandi hafa nú, sérstaklega á síðari árum, rutt sér braut í öllum framkvæmdum. Maður þarf ekki nema líta yfir timarit þeirra til að fá ljósa hugmynd um hvað þær framkvæmdir eru veigamiklar. Væri óhugsandi að við, með góðum samtökum gætum í fram- tíðinni hrint á stað litlu tímariti, sem fjallaði um mál kvenna. Hver veit nema hið sameinaða kvenfélag eigi eftir heiðurinn að leggja út í að gefa út slíkt timarit. í umræðunum er urðu út af þessu máli, komu fram marg- ar góðar ráðleggingar til félaganna, til dæmis: 1. Tímarjt, 2. “Fro'grammes” (“Suggestive Programmes”), 0g fleira. Var þingið mjög þakklátt Mrs. Stephensen fyrir hennar uppörvandi erindi. Bindindismálið. — Þar sem nú fer að líða að þeim tíma, að við hér í Manitoba fáum tækifæri til þess að greiða atkvæði með eða móti vínsölunni, viljum við skora á öll kvenfélög, að gjöra sitt ýtrasta til þess að útrýma víninu. Tillaga Mrs. Bachman til þingsályktunar: “Hið sameinaða ksenfélag finnur sárt til þess, hve spill- ing ofdrykkjunnar hefir aukist nú á síðustu tímum, svo æsku- lýð vorum og fólki yfirleitt er hætta búin, nema eitthvað sé unnið á móti þessum ófögnuði, — svo þingið leggur því til, að öllum kvenfél þess sé falið að vinna af alefli að því velferðar- máli heimsins, að útrýma víninu.” Tillaga þessi var studd af Mrs. S. Ólafson og hún síðan samþykt í einu hljóði. Samkvæmt sérstakri beiðni, las Miss Aðalbjörg Johnson part af erindi því, er hún flutti í Árorg kveldið áður “Um ísland”. Þá söng kvennakór: “The Wind“ og “Vögguljóð” (harm. by S. Sigurdson)w Forseti þakkaði öllum þeim, er á einn eða annan hátt hjálp- uðu til þess að gjöra þetta þing svo skemtilegt, — hinum ungu drengjum, er sungu fyrir okkur í Árborg, og ungu stúlkum, sem spiluðu; þeim, sem sungu í kvennakórnum hvað eftir annað, og Mr. Sigurdson fyrir hans aðstoð við sönginn; þeim, sem fluttu fyrir okkur hin fögru og fræðandi erindi; og seinast en ekki sízt kvenfélö'gum Árdalssafn. og Bræðrasafn. fyrir hin- ar ágætu og höfðinglegu viðtökur. Var svo þessu sjötta þingi Hins sameinaða kvenfélags, sem hafði verið vel sótt og í alla staði inndælt, slitið með því að syngja sálminn: “Nú gjaldið guði þökk, og“Faðir-vor” les- ið sameiginlega. Þá voru veitingar fram bornar af kvenfélagi 'safnaðarins í Riverton. Flora Benson, Skrifari Hins sam. kvenfél. Þorskur gengur milli Grænlands og íslands. Almenningi hér, fiskimönnum að minista kosti, mun kunnugt um það að um langt skeið, eða síðan 1914, hefir verið merkt öðru hvoru hér við land all-margt af þorski, í þeim tilgangi, að fá ein- hverjar upplýsingar um göngur þessa fisks og þá líka um það, hvort hann mundi fara héðan til annara landa. Merkingar þessar hafa verið framkvæmdar aæ Dön- um, eða að þeirra tilhlutan (á “Þór”)i, eins og liður í samþjóða fiskirannsóknum þeim, sem þeim var falið að gera hér við land, þegar þessar rannsóknir komust í framkvæmd 1903, og framkvæmd- arstjóri þeirra hefir ávalt verið Johannes Schmidt prófessor, for- stöðumaður Carlsbergs rannsókn- anstofunnar í Kaupmannahöfn. Nokkur þúsund þorska hafa ver- ið merkt og allmargir þeirra end- urveiðst, en enginn fyrir utan ís- lenzkar fiksileitir, eða við ná- grannalöndin, svo að menn viti. Jafnframt þessu tóku Danir að merkja þorsk við Grænland; fyrst sumarið 1924 og svo öðru hvoru síða, alls nálega 2,000 fiska, í sama augnamiði og hér við land, og hafa nokkrir þeirra endur- veiðst. Fyrstu árin veiddust þeir aðeins í nánd við staðinn, þar sem þeim var slept, en það var við SV-strönd Grænlands milli 60. og 65. breiddarrgáðu. En 23. marz 1927 gerðist sá merkisviðburður, að fiskur með merki, sem sett hafði verið á hann við Sukkertop- pen (65. gr.) sumarið 1927, veidd- ist á Köntum í Faxaflóa á skip- inu “Namdal”, skipstjóri Stefán Jóhannsson. En þar sem svo leið langur tími, að ekki fengust fleiri merki frá Grænlandi, þótti ekki rétt að birta neitt um það, því að hugsanlegt var, að einhver mis- gáningur væri um þetta. En í vetur og vor er leið, er tekinn af allur efi um það, að þorskur frá Grænlandi hefir heimsótt islenzk ar fiskileittir, því að fimm þorsk- ar, merktir við Grænland, einn 1928 og fjórir 1929, hafa veiðst á íslenzkum skipum við Vestur- og Norðurland, á svæðinu frá Barða að Gjögurtá, eins og Schmidt hef- ir skýrt frá í síðasta (’) tbl. Æg- is þ. á. bls. 165—170, og síðan bæzt við einn, merktur 1926 við Godthaab og veidur hér í Víkurál út af Patreksfirði 8. maí s. 1. Mér er ekki kunnugt um, hve margir fiskar voru merktir við Grænland 1929, en þeir hafa varla verið yfir eitt þúsund, af þeim hafa fjórir veiðst hér, og senni- iega hafa fleiri merktir verið á ferðinni, en þeir isem veiddust. Enn fremur er sennilegt, að eitt- hvað, ef til vill miklu fleira, hafi verið með af ómerktum fiski vest- an að, því að gera má ráð fyrir, að þeir þúsund fiskar, eða hve marg- ir þeir nú voru, sem merktir voru 1929, hafi að eins verið fæstir af þeim fiskum, sem þar voru í sjón- um. Það virðist því svo, sem allmargt af fiiski hafi farið milli Grænlands og íslands einhvern tíma seint á árinu 1929 eða snemma á árinu 1930, og úr því þetta hefir gerst í þetta eða þessi skifti, þá er líklegt, að það hafi gerst eða gerist oftar og það jafnvel í dálítið verulegum mæli, einkum á árum eins og hinum síð- ustu, þegar hlýindi voru óvenju- mikil í .sjónum, langt norður um höf og ís með minsta móti, þó að ekkert sé reyndar enn auðið að segja með vissu um það. Schmidt getur þess til, að fisk- ur þessi hafi gengið til hrygning ar frá Grænlandi til íslands, því að eftir stærðinni að dæma hafa þéir allir getað verið æxlunar- þroiskaðir, 0g má vel vera, að það hafi verið erindi þeirra. En hvar hafa þeir þá verið í“bornir og barnfæddir’-, við Grænland, eða við ísland? Það veit enginn. En hefði hið síðara verið, þá hefði hér verið um íslenzkan þorsk að ræða, sem hefði á yngri árum gengið frá íslandi til Grænlands og svo leitað átthaganna, þegar hrygningin stóð fyrir dyrum. En eins og vikið var að í upphafi greinar þessarar, eru enn engar sannanir fyrir því, að þorskur gangi frá íslandi til annara landa. í fiskbók minni, bls. 226, hefi eg getið þess til, að ekki væri ólík- legt, að þorskur gengi (á eftir^ loðnu)| yfir hinn mjóa (50—60^ sjóm., eða álíka og Faxaflóa l breiða) ál, sem skilur Vestfjarða- og Hornstrandagrunninn frá Græn- lands-landgrunninum, og yfir á þau, en fyrir því er engin sönn- un, en þorskur er á þeim að mun á sumrin. ('Danir hafa merkt lít- ið eitt af þorski við Angmagsalik á austur-strönd Grænlands, en eng- inn endurveiðst)). — Eg 'geri síð- ur ráð fyrir því, að þorskur frá ís- landi gangi langt suður á bóginn með austurströnd Grænlands, því að þorskurinn í Norðurhöfum leitar á sumrin yfirleitt orður á bóginn, eftir ætinu (loðnu 0. fl.), og hygg því, að hinir umræddu fiskar, sem merktir voru við Græn- land og veidust hér, muni fremur hafa verið grænlenzkir að upp- runa, eins og Scmidt gerir ráð fyrir, en að þeir gætu líka verið í ætisleit, svo langt (800—1300 sjó- mílur)i frá heimkynnum sínum, áður en þeir hyrfu aftur til hrygn- ingar við SV-Grænland. En þó að alt sé í óvissu um þetta atriði, þá er þó þessi fiski- fræðinýjung hin mexúíilegast»( ekki sízt fyrir oss íslendinga og á að hvetja til frekari rannsókna (merkilegra), svo að vissu megi þá um það fá, hve mikil brölgð muni vera að svona samgöngum milli landanna. Eg geri líka ráð fyrir, að merkingunum verði nú haldið áfram með meira krafti en áður, bæði við Grænland og ís- land (Vestfirði), en það er ekki nóg að merkja , fiskimenn verða líka að skilja það, að ef merking- arnar eiga að hafa nokkurn á- rangur, þá verða þeir að hjálpa til, með því að 'gefa nánar gætur að merktum fiiskum og vanrækja ekki að koma merkjunum til skila sem fyrst og gefa hinar umbeðnu upplýsingar. Hefðu þeir heiðurs- menn, sem fundið hafa Græn- landsmerkin, ekki tekið eftilr þeim, eða vanrækt að skila þeim, þá vissu menn ekkert um það sem sem þau nú hafa gefið upplýsing- ar um. Það er því einnig þeirra athygli og iskilvísi að þakka, að menn nú vita að þorskur gengur milli Grænlands og íslands, og fleira getur vitnast síðar, ef fiski- menn vorir hjálpa til. —Vísir. B. Sæm. Siglingar til Karahafs Fyrir tíu árium '.stofnaði ráð- stjórn Rússlands til skipaferða frá Englandi til Karahafs, eða hafnanna við stór fljótin Ob og Jenissej í Síberíu. Fyrsta árið voru fimm skip í förum, en síðan hafa þau fjöl'gað smátt og smátt, svo að í fyrra voru þau 20, verða 50 á þessu sumri, en eiga að verða 100 að ári. Alt eru það leiguskip, sum ensk, en sum norsk. Hafnirnar, sem skip þessi sigla til, eru Nýhöfn, sem liggur 500 enskar mílur upp með Ob, og Ig- arka, 850 enskar mílur upp með Jenissje. Leiguskipin koma sam- an í júlímánuði eða snemma í ágúst í ýmsum brezkum höfnum, fjögur eða fimm í stað. Þar taka þau flutninlg, svo sem járn, stál, vélar, fatnað, matvæli 0. fl. Að því búnu halda þau til Harstad í Noregi og hafa samflot ‘þaðan austur til Karahafs. Liggur þá leið þeirra milli eyjarinnar Nov- aya Zemlya og Síberíustrandar. Þar koma til móts við flotann tveir öflugir ísbrjótar og tvær sæ-flug- vélar. ísbrjótarnir eiga að ryðja þeim braut um Karahaf, ef ís kann að hamla (>sem ekki er þó altaf), en flugvélarnar eifea að fljúga fyrir og færa fregnir af ísrekinu. Skipin koma aftur að hausti, hlaðin söguðu timbri, ull, húðum og öðrum Síberíuvarningi, sem sendur er ofan árnar, stundum um tvö þúsund mílna veg, ýmist á skipum eða flekum, þegar um trjávið er að ræða. Forinfei fyrir þessum Karahafs- flota, er Rússinn John Rekstin. Stærð skipanna er 3,000 til 5,500 smálesir, og burðarmagn flotans er að þessu sinni um tvö hundruð þúsund smálestir. 'Rússaistjórn hefir í hyggju, að nota auðæfi Norður-Síberíu sem bezt, en til þess skortir einkum vélar til akuryrkju og skógar- höggs. Einnilg er verið að koma upp niðursuðuverksmiðjum þar eystra, aðallega til þess að sjóða niður fisk. 1 Igarka er verið að koma upp nýtízku sögunarmylnu, og hefir þar þegar verið unnið allmikið af viði, sem nú bíður út- flutnings. — Vísir.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.