Lögberg - 02.10.1930, Side 3

Lögberg - 02.10.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1930. Bis. 3. eSSSSSSSSS5555S55«S5SSS555SSSSS5S5S555S55555SSS: Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN ssssss55ssssssssssss55sss5ssssssssssssssss5sssssssssssess5sssstssssssss?~esss~ss5e'; . GLERAUGNANAÐRA OG TIGRISDÝR. Eftir Sarath Gosh. Saga frá fenjashógunum á Indlandi, um ást, scm raraði lengur en lífið. Söguna sagði 'Moolraj, indverskur konungs- maður, ensk-indverskum ‘herforingja, og beindi orðum sínum til konungssonarins. Sagan er á ]>es.sa leið: Fy:ir fimtán árum bar mér mikil ógæfa að liöndum, eins og guðirnir vita.. Eg átti í bar- áttu við hana, sem mér var kærust allra á jörðu hé:, við unnustu mína. Hún var þverlynd og ofsafengin í skapi og til í alt, en þó unni hún mér, sem augunum í liöfði sér. En einmitt af þessu var hún fádæma afbrýðissöm. Og einu sinni náði afbrýðisemin fullum tökum á henni, endá þótt grunur hennar væri ástæðulaus með öllu. Hún a'ddi að mér hamslaus og rak lag- hlíf í brjóst mér, og ]>ar á eftir í lirjóst sjáífri sér og kvað eitt skyldi yfir okkur bæði ganga.” Moolraj ýtti nú möttli sínum lítið eitt til hliðaT hægt og hægt. Sást þá örið á brjósti honum. En síðan sagði hann: “Eg lifði nú þetta af en hún ekki. En er hún komst að raun um, að grunur liennar var á- stæðulaus, ]>á iðraðist hún örvingluð ódáðar sinnar og sór þess dýrán eið á dauðastundinni, að hún skyldi bæta fvrir þennan glæp sinn í nýrri mynd, í nýjum líkama. En brjóstið mitt særða vildi ekki gróa, sár- ið tók sig upp aftur og blæddi þá úr því. Svona liðu fjögur ár. Um þær mundir var eg slöngu- temjari og hafði þjónustu á hendi í ýmsum goða- hofum, því ]>ar eru nöðrurnar látnar dansa við ýms hátíðleg tækifæri. Eg ‘hafði margar gleraugnanöðrur í körf- unum mínum; ]>ær héldu allar eiturtönnum sín- um og eg fór afar varlega með þær. Einu sinni er eg kom heim til mín, þá stóð mannfjöldi mikill fvrir dyrum úti. Hann æpti og var mjög æstur. Þegar eg kom nær, sá eg livers kvns var. Einn þeirra hafði séð nöðru, svarta drotningarnöðru, skamt frá húsinu mínu. ‘Gleraugnanaðran er að því levti ólík öðrum nöðrum, ax5 hún ræðst á hverja skepnu sem fvrir veTður og hún kemur auga á. En þessi naðra fór sér í engu óðslega og skifti sér ekki af neinni skepnu; varð múgurinn ]>á áræðnari og tók að ka.sta steinum í iiana. Rétt í því, að mig bar þar að, hafði einn steinninn komið í hausinn á henni, svo að hún hafði fallið í rot. Eg tók hana upp og bar hana heim til mín. Þar baðaði og hana úr köldu vatni, lék á flautu fvrir hana og raknaði hún þá úr rotinu. Það er sagt, að nöðrur geti ekki sýnt þakk- látsemi, en það er ekki satt. Þær geta verið hefnigjarnar, en vanþakklátar eru þær ekki við }>á, sem sýna þeim blíðu. Þessi drotningar-naðra varð mjog elsk að mér. Mér er óhætt að fullyrða, að hún unni mér hugástum. Hún tók við fæðunni úr hendi mér, og loks varð hún mér svo handgengin, að hún vafði sig um mig miðjan, og þar gat hún legið og .sofið við ylinn af mér; það átti við hana. Svona bar eg hana á mér fram og aftur; aldrei gerði hún sig líklega til að ráðast á neinn, þegar hún hringaði sig uptan um mig. Skömmu síðar kom mér orðsending frá Gwa- lier, að eg skyldi koma þangað og taka þátt í hátíðahöldum við hofið. En ]>anjað lá leiðin í gegn um viðsjárverða fenjaskóga og gresjur vaxnar háu grasi. Einu sinni, er eg var á þessu ferðalagi og hafði lagst til hvíldar á sléttum bala í forsælu undir einu trénu, þá reið þar livítur riddari fram á mig. Hann spurði mig til vegar til næstu mannabygða; sagði eg honum þá, að við gætum orðið samferða, því að við ættum samleið. s Riddarinn steig þá af baki og settist niður hjá mér, en slepti hestinum, og lofaði honum að bíta þar í grendinni, eins og hann vildi. Eg vissi, að af þessu gat stafað lífshætta, því þeir eru tígrisdýrum eitt hið bezta agn, enda er hestur hræddari við tígrisdýr en við ljón. Það er hægt að fá hest til að fara til móts við ljón, en aldrei til að ganga á móti tígrisdýri. Eg reyndi að skýra þetta út fyrir hvíta riddaranum, en það kom fyrir ekki, og rétt í því, er eg var að sleppa þessum varnaðarorðum, þá varð mér af hend- ingu litið upp. fyrir örstuttri stundu hafði hesturinn ver- ið að bíta í makindum, en nú var hann hættur og stóð grafljyrr, eins og maður, sem bíður eft- ir því, að eittlivað muni gerast. Við gátum ekkert séð frá okkur fvrir skóg- inum og eg sá því ekki neitt, sem vakið gæti minsta grun hjá mér. En hesturinn stóð hreyf- ingarlaus sem áður og teygði fram álkuna, og var nærri því starandi. Síðan tók eg eftir því, að hann var allur farinn að skjálfa á beinun- um. Það var sem lirollur færi um hann allan, og eg sá svitann spretta út úr skrokknum á hon- um. Þá rak hann upp svo undarlegt og lág- vært vein og varð valtur á fótum, rétt eins og hann ætlaði að hníga niður; svo náði hann aft- ur jafnvæginu, hringsnertist og stökk síðan af stað í mesta tiyllingi. — Eg gaf mér ekkert tóm til að gá að því, hvert hann þaut; eg ætlaði að spretta á fætur, en varð ekki af. Það kom hreyfing í grasið og ógurlegur haus á tígrisdýri blasti við mér. Eg vissi þá samstundis að okkur var bráð- ur bani vís. Við hugsuðum báðir hið sama; enginn tími var til að þrífa byssuna og skjóta — og þó að svo kúlan hitti, þá mundi tígrisdýr- ið hafa helrifið okkur báða í fjörbrotunum. Og því síður var tími til að klifra upp í tréð. Tígrisdýrið hefði líka náð til okkar þar í einu stökki og rifið okkur ofan. Við lágum þvi þar sem við vorum staddir og létum ekki á okkur bæra. Eg lagði aftur augun og beið dauða míns. En dauðinn kom ekki. — Eg varð liissa og tók að tauta forlögum mínum til fyrir það, að þau skyldi láta mig veiðaf yrir þessum kvalafullu píslum; en svo opnaði eg augun aftur. Eitt- hvert tryllingshljóð barst að eyrum mér. Tífr- isdýrið setti upp á sér kryppuna og titraði alt af giimdaræði, sem það var að lialda niðri; fór svo aftur i sína venjulegu biðstellingu, og var kroppurinn }>á spentur eins og stálfjöður. Eg gat ekki annað en fnrið að brjóta heil- ann um þetta. Hví stökk það ekki? Eftir hverju var það að bíða? Og hvaða hljóð var það, sem eg heyrði? Og svo heyrði eg annað hljóð daufara, varla hevranlegt, en mjög nærri okkur. Það var eins og lágvært píp, ógrípanlegt; við og við heyrðist urr í tígrisdýrinu, og hitt hljóðið gegndi jafnharðan. Hvað var nú þetta? Það var hvískur. Tígrisdýrið lá á stökki og svaraði í tryll- ingi;! en hitt hljóðið var engu ótryltara. Urr og píp; urr og píp — það var ægilegur tvísöng- ur, sem bar vott um heiftarhatur af beggja hálfu. Þetta örgunarók bergmálaði í skógin- um. Eg þrifðist að lyfta höfði og líta upp. Þá sá eg furðulega sjón. Tígrisdýrið beindi ekki glyrnunum til okkar, heldur á skepnuna, sem lá fyrir framan það. Svarta gleraugnanaðran mín stóð með upp- réttan hausinn svo sem einn meter frá mér. Hálsinn var spentur, sem mest mátti verða, og klofnu tungunni sinni skaut hún ýmist út eða inn með eldingarhraða, og augun glóðu eins og demantar. Það var helmingurinn af henni, sem reisti sig í loft upp eins og súla úr svertum marmara, en hinn helmingurinn hringaði sig. Halinn sporaði jörðina með feikna krafti. Af því að eg var nöðrutemjari, þá gat eg ekki ann- að í þennan svipinn en dáðst að þessari fögru sjón. Aldrei hefði neinn annar eg sjálfur getað skilið það, sem mér var innanbrjósts á þessu augnabliki. Þ;iÖ var eins og eg sæi í einu ein- asta bliki alt líf mitt! Baráttuna við hana, sem eg hafði unnað heitast á allri jörðu hjér. Það voru undarlegar hugsanir, sem hreyfðu sér hjá mér. Fyrir fjórum árum, þessum saknaðarár- um mínum, er eg hafði verið að minnast \dnu minnar, þá kom þessi naðra heim til mín. Yar það ekki elskuð vina mín endurlifnuð í nöðru- líki, sem nú var ]>arna komin og gat nú eigi ann- að en friðþægt fyrir afbrot sitt við mig með því að verja mig? Hver gat sagt frá því? Við gátum ekkert gert nema beðið og séÖ hverju fram yndi. Eg virti fyrir mér þennan úrslitaleik, sem engan á sinn líka og eg var sem steini lostinn, lieillaður. Aldrei hafa fyrr í sögu fenjaskógarins nokkur naðra og tígur leikið slíkan hrikaleik að mönnum ásjáandi. Og hér var um líf tveggja manna að tefla. Urrið í tígrisdýrinu og pípið í nöðrumii skift- ist á. Tígrisdýrið sletti halanum á grasið. eins og það væri að egna sig frekar en áður til hlauj)s, en naðran svaraði með því að sveifla sér til hægri og vinstri, sem væri hún viðbúin að taka á móti álilaupinu og gera áhlaup á \ móti. Svona héldu þau hvort öðru í skefjum; hvort fyrir sig virtist bíða þess, að mótpartur- inn vrði fvrri til. Það var auðsætt, að þau vissu bæði að við ofurefli var að etja. Tígris- dýrið getur með annari framlöppinni molað haus á buffil-uxa í einu höggi. Og ekki þurfti nema einu rispu af hinni hvössu eiturtönn nöðr- unnar til þess að bana tígrisdýrinu. Þau stóðu því næsta jafnt að vígi. Þá lvftir tígurinn skvndilega höfðinu, sletti til halanum og setti upp kryppuna. Öðara liætti þá naðran að sveifla sér og hóf sig þráð- beint upp, eins- og logandi kertaljós. — Tígurn- inn lét þá höfuðið hníga aftur niður, svo að neðri skolturinn eins og grópaðist niður í jörð- ina, bjó sig svo í bogastökk yfir nöðruna, að því er virtist, og þaut út í loftið. En í sama bili skaut naðran sér í loft upp eins og elding. Tígrisdýrið vatt kropppnum við sem ákafast, til þess að komast hjá því, að naðran læsti í það eiturtönnunum. Engin önnur skepna en tígris- dýrið befði getað gert slíkt. Nú stóð svo á að tréð huldi þennan leik fvr- ir okkur að nokkru leyti. Leikurinn hófst enn að nýju. Tígrisdýrið setti enn upp krvppuna, albúið til að gera nýtt áhlaup; naðran pípti til að láta það vita, að hún væri líka viðbúin. A sömu sekúundunni, sem tígrisdýrið bjóst til á- hlaups, hætti nöðrusúlan að sveifla sér og de- mantseugun henna rfylgdu hverri hreifingu tígrisdýrsins eins og þau væru leitarljós. Smám saman varð hinum gula konungi fenjaskóannaljóst, að þetta væri gagnslaust og gróf sig dýpra. Kryppan jafnaðist og það lagðist marflatt og lét höfuðið hvíla á fram- löppunum. Eg sá óðara, að þetta var ekki annað en lymskubragð. Eg vék höfðinu við og leit á félaga minn. Hann starði eins og eg. gagntek- inn af þessum ægilega sjónleik, því líf okkar var undir því komið, hvernig leiknum lvki. Eg leit þá aftur á andstæðingana ægilegu. Það var óhugsandi, að tígrisdýrinu kæmi til hugar að hætta leiknum, úr því hann var einu sinni haf inn, því það er.ekki eðli þessa dýrs. Því meiri mótstöðu, sem ]>að mætir, því meira er þolgæði þess. Og þar að auki voru nú horfur á, að það gæti hremt sjaldgæfa bráð — tvo menn í einu; enginn kraftur í veröldinni hefði getað fengið það til að sleppa henni. Það var sem naðran væri snöggvast í vafa um, livað þessi nýja tilbreytni tígrisdýrsins ætti * að merkja; en af einhverii dularfullri eðlisá- vísun skildi hún brátt, hvað ]>að liefði í hyggju. Eins og sakir stóðu, þá stóð tígrisdýrið betur að vígi. Það var feikna aflraun fyrir nöðruna, að halda sér svona uppréttri með vöðvakrafti sínum. Hún Tarð að spara krafta sína til úr- slitaleiksins. Lóðrétta súlan nöðrunnar fór nú að smá- síga ógn varlega; en hálsinn á henni var samt stöðugt útþaniim og vakandi augu liafði hún á gula dólginum. Svo voru hreyfingar hennar varlegar, að hún hefði getað breytt þeim á litlu broti úr sekúndu, ef til hefði þurft að taka í gagnstæða átt. Og er svaita súlan var hnigin mjög nærri jörðu, þá miðaði hún eins og byssu- hlaup á tígrisdýrið. Afturhluti nöðnrnnar lá í bugum, en nú tevgði hún úr sér, og lá endi- löng beint fiam undan tígrisdýrinu. Hausnum einum hélt hún í sama hernaðarástandinu, starði glóandi augum á tígrisdýrið, en það lá eins og það væri lagst til svefns. Nú var kyrð, og var hún ills viti. Engin hreyfing, ekkert hljóð benti til þess hvað veiða kynni. Naðran lá eins og svart strik á grænni grasbreiðunni; það voru augun ein, sem.virtust vera lifandi. ^ Nú fóru gulu loppurnar á tígrisdýrinu að hreyfast ofurhægt; og dragast inn undir kjálka- skeggið á ‘því, sem stóð út í loftið, og síðan inn undir trýnið og neðri kjálkann; svo inn undir bi jóstið, og lágu svo loppurnar fpstþrýstar nið- ur í jörðina og vöðvarnir voru harðir og stælt- ir sem stáll. Nú fóru afturlappirnar að hreyf- ast nærri ómerkjanlega, eins og framlappirn, ar, og tóku að beygpa sig inn undir mjaðmimar og kviðinn, unz þær fundu fulla festu og gátu borið allan líkamsþungann. Halinn lá kyr enn, nema hvað hann sópaði burtu skordýri við og við, sem á hann settist. Svo teygði það úr sér og varð alveg teinrétt. Naðran fvlgdi á sinn hátt öllum þessum hreyfingum gula dólgsins, hún hringaði aftur - efri hlutann, sporðurinn greiptist eins og nið- ur í jörðina. Eg vissi, hve naðra getur haft feiknakraft í sporðinum, þegar liún er í þessari stellingu. Spoiðurinn er þá sem spennifjöður og skýtur dýrinu sem ör að markinu. Fram- hlutinn lyftist svo sem þumlung á að gizka, svo hún hélt sér stinnri eins og trjágrein — og beið. Nú dundi við ógurlegt öskur. Tígrisdýr- ið ógurlega skaut sér út í loftið 6—10 feta hátt frá jörðu. f þeim sömu svifum sá eg hvað það ætlaði fyrir sér. Það ætlaði að henda sér yfir nöðruna og síðan á okkur hægra megin. En rétt í því, er mér flaug þetta í hug, tók elskaða naðran mín líka undir sig stökk, eins og ör væri skotið af bogastreng, fimm álna löng, og snaraði sér utan um liáls tígrisdýrsins, uppi í loftinu og beit það í hálsinn. Þau féllu svo bæði niður með voðadynk nálega rétt þar hjá sem við félagarnir stóðum. Eg bylti mér í sama bili til hliðar til að færa mig fjær þessum hræðilegu samlokum og hið sama gerði félagi minn. Frá viðureign dýranna er ekki hægt að greina, enda stóð hún ekki lengi. Og er eg lóks áræddi að færa, mig nær, lá tígurinn grafkyrr á bakið og loppurnar stóðu í loft upp. Það sortnaði óðum, því eitrið var farið að verka. En elskaða naðran mín var dauð líka; tígr- “ isdýrið hafði tætt hana í sundur með klónum. Hausinn var óskaddaður. Hann var rifinn af um hálsinn; en tönnunum hafði hún læst svo djúpt í hálsinn á tígrinum, að hann hafði ekki getað slitið hana af sér með öllu sínu afli. Höfuðið. var nú liið eina, sem eftir var af mínum elskaða vini og hjálpara, nöðrunni. Nú er sögu minni lokið, en einu á eg eftir að l>æta við. Sárið á brjóstinu á mér greri nú eftir þetta á skömmum tíma. Enski læknirinn segir, að einhverjir gerlar, sem hann svo nefndi, hefðu komist inn í liold mitt með laglinífnum, en skol- ast svo að lokum út með blóðinu. En ég veit betur. Hjarta mitt segir mér, hvernig á því stendur. Astvina mín hafði nú bætt fyrir brot sitt við mig og loks fundið frið.” Þannig lauk svo Moolraj, nöðrutemjari og æðsti valdsmaður konungsins sögu sinni. Þessi saga er glögt dæmi þess, hvernig rétt- trúaðir Indverjar líta á málið, þeir, sem trúa á endurholdgun sálnanna eða sálnaflakkið úr einu dýrinu í annað. — Heimilisblaðið. Húsráðandi: Eg liefi drepið fimm flugur í dág, tvær kvenkvns og þrjár karlkvns. Frúin: hvernig veiztu það? — Það var svo sem auðséð. Þrjár sátu á öl- flöskunni og tvær á speglinum. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medieal Arts BMg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offiee Umar: 2—1 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœBingur Skriístofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 1 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St.. Phone: 27 588 Winnipeg, Manlt»ba. Lindal Ruhr & Stefánsson tslenzkir lÖKfræöingar. • 356 MAIN ST. TAI.S.: 24 963 peir hafa einnlg skrlfstofur «8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru l'ar aB hitta ft eftirfylgjandi ttmum: Lundar: Fyrsta miBvikudag. Riverton: Fyrnta fimtudag, Gimli: Fyrsta miBvikudag, Plney: PriBJa föstudag t hverjum mánuBi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 . Office ttmar: 3—5 Heimlli. 5 ST. JAMES PI.ACE Winnipeg, Manitoba 1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B.. LL.M. (Harv.) tslmzkur lögmaOur. Rosevear. Rutherford Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electrlc Railwav Chmbrs Winnlpeg, Canada Stmi: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahnm og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aB Mtta ki. 10-12 f h. og 2-5 e. h. Helmili: 3"3 River Ave. Tals.: 42 891 .1. T. THORSON, K.C. fslenzkur mgfræSIngur SCARTH, GUILD A TIIORSON Skrifstofa * 308 Minlng Exchange Bldg., Maln St. Sotith of Poriage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medu-Hl Stundar sArata-k k v e n n a og harna ajúkdórna. Kr að hltta frft kl 10-12 f h. ofs 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimill: H06 Vlotor St. Stmi: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræBingrur Skrifstofa: 702 Confederation Life Bulldlng. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON atundar lœkningar og yfiraetur Tll viðtala kl. 11 f. h. U1 4 a. h. og l’rft 6—H »i.ð kveldinu SHKHBITHN ST 532 StMl : 30 877 — - , J. .1. SWANSON & CO. LIMITED 601 otlbs Itl.lMl WTNNIPRO Faetelgnasalar. Leigja hús Pt- vcga peiiingaláo og eldadbyrgB af ÖUu tagl. PHONE: 26 349 HAFIÐ PÉR SÁRA F.KTURT ef svo, finniS DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG A. C. JOHNSON HOT c'iHi.tfthTMiion Liív Hld*. VV 1 N X11 *K( 5 Annaat um fasteignir manna. Tekur að sér að ftvaxta spaxtrA fólks. Selur eldMftbjrrgð og reiða ftbyrKÖir. Skriflegum fyr- írspot nmo iiru' sams!undin. HkrifntofuMÍwi'. 24 263 Ht'lrvasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlseknar. 406 TOKONTO GBNERAL TKl’HT BUII.DINO Cor. Portage Ave, og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPBG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOVD BLDG. PHONE: 24 171 |~5I - WDÍNIPEG DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 ViBtala tlml klukkan 8 UI 9 »8 morgnlnum. Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor 837 Somerset Bldg. Viðtalstímar: kl. 10—12 f. h. 2—5.30 og 7—8 e. h. Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 AI.LA R TEOUNDI R FLUTNINOA 1 Hvenær, sem þér þurfið að léta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Sfmi: 24 500 i — Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipefe Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Ailur úthúnaður sá beztl Ennfremur aelur hann allskonar minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 HeimiUs talsimi: 58 302 GKV E L D. Erla flögrar eftir tó. Unir spörr í þýfi. Krían þekur mel og mó. Morar alt af lífi. Sandló eltir sendlinginn. Situr önd í túni. Æður vemdar unga sinn inni í hlýjum dúni. Blaktir ei á liöfði hár. Huldur úr björgum ganga. Að sér faðinar Ægir blár iðjugræna tanga. Hallgr. J. LÆRÐU AÐ STÝRA. Unglingur kann ekki að stýra. Ýmsar stefnur knörrinn tekur. Flestir meta farminn dýra fyrst — þegar upp á á skerið rekur. Hafðu á bátnum beztu gætur, beygðu ei í kjölfar hinna. Mundu það, að mamma grætur mölvirðu fleyið vona þinna. H. J

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.