Lögberg - 02.10.1930, Blaðsíða 6
Bla. *
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1930.
Sonur Guðanna
Eftxr
R E X BEACH
Mrs. Stevens rak upp óttalegt hljóð. Hún
stóð á öndinni og það var engu líkara, en hún
væri að kafna. Sam var alveg hissa á þessum
ósköpum; þó var ekki alveg laust við, að hann
hefði dálítið gaman af að sjá hveniig hún lét,
eða hvernig hún lék, því hann vissi fullvel, að
þetta var alt saman uppgerð. Hins vegar var
liann töluvert óánægður við sjálfan sig út af
því, að vera nokkuð við þetta riðinn. Hann
kunni illa við sig í þessum félagsskap.
Sam fór að fara í yfirhöfn sína, en þá gekk
Mrs. Stevens fast að honum og leit á hann
ógnandi.
“Þér eruð óguðlegur maður. Hún er bara
saklaust barn og hún er alt, sem eg á. Þér er-
uð tilfinningalaust varmenni, og þér hafið dreg-
ið á tálar saklausa, unga stúlku. Guð hjálpi
mér, Þetta er óttalegt! Hvað ætlið þér að
gera?”
“Eg a>.tla að skilja við yður, og lofa yður
að láta eins og þér viljið,” svaraði Sam. “En
fyrst ætla eg að losa yður við þessa áttatíu
dali, sem ég á,“ og hann greip utan um úlhlið-
inn á henni.
Mrs. Stevens hélt fast um peningana og hún
barði Sam eins og' hún gat, og hann varð að
beita hörku til að ná af henni peningunum. Hún
jós yfir hann skömmunum og hótaði að hljóða
upp yfir sig, en hann varaði hana við því.
“Ef þér gerið nokkurn hávaða, þá kalla eg
á lögregluna. ’’ i
“Óþokki!’’ L
Sam lét alla peningana í eldinn og þeir
brunnu fljótt. Svo þurkaði hann sér um hend-
urnar, eins og hann hefði snert eitthvað ó-
hreint eða viðl>jóðslegt.
“Þér eruð viðbjóðslegur Kíni!” hvæsti kon-
an út úr sér. “Þér eruð ekki búinn að bíta úr
nálinni með þetta enn. Þérskuluð fá að borga
fyrir þetta!”
Eldri konan hélt áfram að láta skammirnar
dynja á Sam, meðan hann var að komast út úr
dyrunum og loka hurðinni, og sú }Tigri hélt á-
fram að gráta.
Aldrei fyr hafði Sam verið eins hryggur og
reiður, eins og nú, nema ef vera skyldi þegar
hann barðist við strákana á Mulberry Bend
forðum daga. Það voru sömu tilfinningarnar,
sem nú gripu hann sterkustum tökum—reiðin.
Hann langaði ákaft til að hefna sín á þessari
ósvífnn konn. Hún var viðbjóðslegur svikari.
Fyr mátti nú vera peningagræðíri heldur en að
nota, sitt einrið afkvæmi til að svíkia út peninga,
og bað á viðbióðsletrasta bátt. Hann var Kín-
verii. sem hvíta fólkið hafði andstvgð á. en ekki
samt svo mikla. að bað gæti ekki vel umgengist
hann. ef bað gaf þeim eitthvað í aðra hönd.
Hvað mundi hans góði og göfugi faðir segja
um þetta? En hvernig gat hann afsakað bað
fvri- föður sfnum, að hafa haft nokkuð saman
við bessar mæðgur að sælda. Það var honum
éreif<isr)leopa til Iftils sóma. bó tilgangurinn
befði ekki verið slæmur og enginn annar ep sá.
að biálrva beim sem hiálnar þurftu. Þegar hann
hugsaði stg betur um, fanst honum réttast að
segia envnm frá bessu, en læra af revnslnnni
ng lóta ekki annað eins og þetta henda sig í
annað sinn.
Það var enginn hægðarleikur að ná tali af
Eee Ying. án bess að láta hann fvrst vita, hver.s-
konar erindi maður ætti, en Everett Himes
hepnaðist það nu samt. Hann var ekki lengi
að komast að efninu og Eee Ying hlusfaði
vrandgæfilega á það sem Himes hafði að segja,
án þess að segja nokkuð sjálfur. En eftir
nokkra stund spurði hann:
“A hvern hátt er vður þetta viðkomandi.
Mr. Hime.s?”
“Eg er bara gamall vinur fiölskvldunnar. og
konan trevstir mér og snvr mig stundum ráða.
Eg sagði við hana, að Mr. Lee væri sanngjam í
öllum viðskiftum og að öllu leyti góður borg-
ari, og eg sagði henni að það væri Jvýðingar-
laust að gera óþarfa hávaða út af því, sem skeð
væri og ekki yrði aftur tekið, og jiað væri þezt
að fara ekkert til lagarina með þetta fyr en—”
“Er verið að hngsa um að fá lögmönnum
]>etta mál í hendur?”
“ Eg vcit ekki,” Himes. “Vesalings konan
veit ekki, hvað hún á að gera. Hún er í slíku
ástandi, að hún veit hvorki hvað hún segir eða
gerir. Það er ekki hægt að áfellast hana fyrir
það. Kvenfólki hættir við því að hlaupa altafl
til lögmannanna, hvað sem er. En mér er illa
við þá, Mr. Lee. Eg treysti þeim ekki heldur.
Þeir gera ekki annað en flækja alla hluti og
segja manni að þetta sé ómögulegt og hitt sé
ómögulegt. Þegar eg þarf að greiða úr ein-
hve' ri flækju, þá fer eg ávalt beint til þess sem
eg á við í það sinnið, og sem um það, sein á
milli ber, og lögmaðurinn hefir það eitt að
gera, að gera samninginn löglega bindandi.
Það er fljótasti og bezti vegurinn. Haldið þér
það ekki? Vera sanngjam, reyna að skilja af-
stöðu hins mannsins, það er mín regla. ”
“Hér er naumast um viðskifti að ræða, og
eg veit ekki enn, hverju eg á að trúa, þar sem
sonur minn hefir ekkert sagt mér.”
“Það er ekki von. Eg er eini maðurinn ut-
an hlutaðeiganda, sem veit nakkuð um þetta,
og það'er bezt fyrir alla, að sem fæstir viti um
það. P]g hefi þekt stúlkuna, síðan hún var
smábarn og mér Jiykir næstum eins vænt um
hana eins og mín eigin börn. Þér megið trúa
því, að mér þótti mikið fyrir að heyra þetta.
p]g sagði—”
“P’yrirgefið þér! Hvemig kom þetta fyr-
irf”
“Rétt eins og eg sagði yður. Hún vill altaf
hafa eitthvað fyrir stafni og afla sér peninga.
og hún var að selja eitthvað, kniplinga, silki,
eða eitthvað þess konar. Hún er bara barn enn
J>á. Það er J>að sem gerir þetta miklu verra.
Ef liún væri komin til lögaldurs, þá væri öðru
máli að gegna.”
“Sögðuð þér, að hún hefði verið að selja
silki ? ’ ’
“Já, elitthvað þesskonar. Sonur yðar keypti
ýmislegt af henni. Hann lét hana koma heim
til sín. Það er það versta við, að þessir ungu
menn hafi sínar eigin íbúðir út af fyrir sig. Eg
talaði við manninn, sem stjórnar lyftivélinni,
og hann sagði mér, að það sem stúlkan segði,
væri rétt hermt. Hún er heldur ekki sú fyrsta
eða eina, sem hefir heimsótt hann. En það kem-
ur mér nú ekki við. Eg geri ráð fyrir að hann
og Mona hafi kannske fengið sér eitthvað í
staupinu. Það er býsna mikið af því þarna á
skólanum. En hvað sem um það var, þá misti
hún alveg kjarkinn og sagði móður sinni alt
eins og var, og hún sagðist ekki hafa getað gert
greinarmun góðs og ills.” Hann hristi höfuð-
ið og lét það ótvíræðlega í ljós, að sér alveg of-
byði þessi lifnaður. “Eg kenni mæðrunum
meira um þetta heldur en stúlkunum,” bætti
hann við. “Því fræða þær ekki dætur sínar um
þessa hluti?”
Alt til þessa hafði Lee Ying setið ahveg
hrevfingarlaus og á svip hans sáust engin
geðbrigði. Nú var eins og hann vaknaði af
hálfgerðum svefni.
“Eg þekki yður ekki neitt,” sagði hann.
“Það er hægðarleikur að bera fram svona kær-
ur, en það er jafn erfitt að sanna þær eins og
afsanna.”
“Það e:u nú engin vandræði með það,”
sagði Himes. “Þetta sannar sig sjólft með
tímanum* Það er nú það raunalegasta við
þetta alt.”
“Áður en eg tala við son minn, vildi eg hafa
tækifæri til að tala. við stúlkuna og móður
hennar. ’ ’
“Eg bjóst við því. Eg held þér ættuð að gera
það sem allia fyrst. ”
“Pif hanii er sekur um að hafa gert stiílk-
unni rangt til, þá skl eg bæta úr því, eins vel
og mögulegt er. ’ ’
“Ággett!” sagði Himes mjög glaðlega. “Eg
þekki ykkur Kínverjana og veit, að þið eruð
yfirleitt sanngjarnir menn. Mér þykir reglu-
lega víi'iit um, að eg skyldi segja yður frá
þessu, áður en lengra var farið.”
“Við munum ekki skorast undan að greiða
allan sanngjarnan kostnað í *sambandi við
J>etta. í rauninni er J>etta ekki neitt nýtt eða
óvanalegt, og það er oft erfitt að segja á hvern
á að skella skuldinni.”
“Himes lét sem sig furðaði mjög á þessu.
“Eg skal segja yður eins og er,” sagði hann,
“að eg er hræddur um, að hér muni þurfa meira
en það, sem þér hafið í huga.”
“Hvað J>á ?”
“Þér skiljið, að þegar stúlka eins og Mona
verður ástfangin af einhverjum pilti, þá verður
hún það fyrir alvöru. Hún kærir sig ekkert um
peninga. Hún vill ólm og uppvæg eiga hann og
henni þýkir bara vænt um hvernig komið er
fvrir henni. Það er enginn hægðarleikur að
skilja tilfinningar þessara ungu stúlkna. Alt,
sem Mrs. Stevens er að hugsa um, er auðvitað
að dóttur sinni mætti líða sem bezt og hún geti
verið ánætfð. Hún er ekki eigingjörn. ”
‘ ‘ Svo þáð, sem hún ætlast til, er þá þáð, að
liaim giftist þessari stúlku?”
“Hamingjan góða! Hvað annað gæti J>að
svo sem verið ? Eg vona, þér haldið ekki, að eg
hafi komið hingað til að hafa út úr yður fé. Hér
er ekki um neitt það að ræða, sem peningar geta
bætt úr. Nei, J'a;r eru ekki svoleiðis fólk. Pen-
ingar! Það væ:i bara móðgun. Hér er um heið-
ur stúlkunnar að ræða, eins og þér skiljið.”
“Komið þér hingað með J>ær, sem allra
fyrst,” sagði Lee Ying.
Hann sat enn hreyfingarlaus í stólnum sín-
um, þegar Himes kom aftur, klukkutíma seinna,
og Mrs. Stevens og Mona með honum. Þegar
hann sá stúlkuna, setti að honum mikinn óhug.
Næsta hálfan klukutímann leið honum alt
annað en vel. Þegar .sá tími var liðinn, og Lee
Ying var aftur einsamall, fanst honum hann
vera orðinn gamall og lasburða og ekki hafa
kjark til að bera mótlætið. Eftir nokkra stund
kallaði hann á þjón sinn og sagði honum að færa
sér skrúðann, sem hann ávalt bar þega*hann fór
inn í bænahúsið, er var eitt herbergið á heimili
hans. Svo fór hann þangað inn og hann baðst
fyrir, heitt og lengi og einlæglega. En aðal-
efni bænarinnar var á þessa leið: “Sýndu mér
veg réttlætisins og veittu mér styrk til að fylgj#
honum.”
Síðar um daginn sendi hann Sam símskeyti
og sagði honum að koma heim.
Lee Ying sat beinn og uppréttur í bakháa
stólnum sínum. En hann varð að halda sér í
stólbríkurnar til að geta setið uppréttur. Hon-
um fanst hann vera veikur og kraftarnir vera
þrotnir. Fyrir framan hann stóð Sam, fölur og
áhyggjufullur að sjá og mælti ekki orð frá
rnunni.
“Hver mikill maður er fyrst og fremst rétt-
látur maður. Maður af góðum ættum og í hárri
.stöðu, er þjóðfélaginu skaðlegur, ef hann hefir
ekki sterka réttlætistilfinningu. Maður af lág-
um stigum, sem hefir mikinn dugnað og kjark,
en skortir réttlætistilfinningu, er bara stiga-
maður. Hvað er hægt að gera við hann, sem
tekur vel tilsögn og áminningum, en hefir ekki
siðferðisþrek til að fara eftir þeim?. Ást son-
arins til föðurins sýnir sig í því, hvernig hann
fylgir boðum hans og kenningum, og eg hefi
reynt að kenna þér að vera fórnfús og réttlátur
og eg hefi revnt að innræta þér göfugar hugsan-
ir. Eg hefi jafnan óskað þess, að þú eignaðist
marga syni til að væta gröf þína með tárum, göf-
uga syni, ekki óskilgetna syni útlendrar lauslæt-
iskonu. Þessi stúlka er vanfær. ”
Sam horfði vandræðalega á föður sinn og
reyndi að taka til máls, en gamli maðurinn rétti
upp hendina og hélt áfram, en rómurinn bar
þess ljósan vott, að honum leið afar illa.
‘ ‘ Bíddu við! Þú ert ákærður og þú getur bor-
ið fram }>ína rvarnir seinna. Hlustaðu á mig
fyrst. Móðir þín var af göfugum ættum, og það
er eg líka. Eg þekki mína eigin veikleika, en eg
er stoltur af forfeðrum mínum og þínum. Mér
þykir meira til þeirra koma, en mín. Um þig
hefi eg gert mér miklar vonir, vegna ættarinn-
ar, og hefi verið guðunum þakklátur fyrir að
velja mig til að vera þinn leiðsögumann. Ef
]>ú hefir hrasað og ef þér hefir orðið það á að
blanda þínu göfuga blóði við lítilmótlega og ó-
merkilega stúlku — taktu eftir því, að eg segi
‘ef’ — þá er sökin ekki síður mín en þín. Báðir
verðum við að líða fyrir það afbrot. Konur út
af fyrir sig þýða ekki neitt og hvað þú gerir þér
til gamans, kemur mér ekki við, en þegar um af-
komendur þína er að ræða, þá er öðru máli að
gegna. Það er mál ættarinnar. Þar er um heið-
ur hennar og sóma að ræða. Stúlkan krefst }>ess,
að þú giftist sér og hún hefir lögin með sér. Við
verðum að beygja okkur undir lög og venjur
þessa lands, hvað heimskuleg sem okkur kann
að virðast þau í samanburði við vor eigin lög.
Hafir þú gert rangt, þá er ekki til neins að fást
um J>að nú. Sektin er ákveðin, enginn afslátt-
ur eða undanþága. Þú giftist stúlkunni strax.
0------Nýárið nálgast, og þá .verða allir að
hafa greitt skuldir sínar; þeir sem ekki geta
J>að, verða samt að afpláná þær á einhvem liátt.
P’yr en }>ví er öllu lokið, er ekki kveikt á ljós-
unum. Þeir, sem farnir em á undan oss, eiga
.sama ,rétt á því eins og vér, að vér greiðum það
sem vér skuldum þeim, en vér — eg að minsta
kosti — höfum bmgðist þeim. Eg skal því
greiða skuld mína á þann eina heiðarlega hátt,
sem til er. Eg get ekki lifað, eftir að þú hefiri
tengst slíkri stúlku, sem hér er um að ræða, með
}>ví að giftast henni; eg efast um, að þú getir
j>að heldur, þegar frá líður. Úr því verður }>ú
sjálfur að skera. Sverð ættar minnar hangir í
svefnherbeigi mínu. Þegar }>ú hefir borgað
skuld þína, liverf eg til Pan Yi. Ef það þókn-
ast þér að verða mér samferða, þá vel og gott. ’
“Má ég tala?” spurði Sam í hásum róm.
Faðir lians hélt áfram: “Eg vil ekki að þér
finnist, að eg dæmi án rannsóknar. Segðu mér
]>ess vegna satt, og þú þarft ekki að óttast reiði
mína, því eg er ekki reiður. Eg er bara sorg-
bitinn og tek vonbrigðin nærri mér, ,ef það er
rétt, sem mig grunar. Það var ekki viturlegt
af mér, að byggja mér svona háar og miklar
vonir. Eg hefði átt að skilja það, að sá, sem
tyllir sér á tá, getur ekki staðið stöðugur, og
ínaður má ekki ætla sér lengri skref, en maður
getur tekið.”
“Það er ekki snefill af sannleika í þessari
sögu. Henni er logið upp frá rótum,” sagði
Sam með töluverðum ákafa.
Þeir }>ögðu báðir stundarkorn og horfðu
livor á annan. Loks rauf gamli maðurinn þögn-
ina með því að spyrja: /l‘Þú skuldar stúlkunni
ekkert? Hún hefir ekkert tilkall til þín?”
“Ekkert! Bókstaflega ekkert! Þetta er
ekkert nema lyga og svikavefur. Öllum Ame-
ríkumönnum, sem eg hefi haft nokkuð við að
gera, hefi eg borgað að fullu. Það hefir alt
af verið þannig, síðan eg var lítill drengur.
Börnin liérna í nágrenninu reyndu alt af að
hafa alt það gagn af mér, sem þau mögulega
gátu. P]g varð alt af kaupa vináttu þeirra. Það
hefir verið alveg eins á skólanum, og livað það
snertir, er enginn munur á piltum og stúlkum.
Enginn kærir sig neitt um mig, nema sjálfum
sér til hagsmuna. Stúlkan, sem þú sendir til
París — hún \par tilbúin að selja sjálfa sig fyr-
ir peninga. Hún sama sem sagði mér það.
Þessi manneskja er jafnvel enn auðvirðilegri.
Mér mundi bjóða. við að snerta hana.”
Lee Ying stóð á fætur og gekk til sonar síns.
Varirnar skulfu og honúm vöknaði um augu.
Hann faðmaði Sam sinn að sér og klappaði
honum öllum, en hann gat ekkert sagt.
Það er sagt um Kínverja, að þeir séu kaldir
og tilfinningalitlir, en ekkert er fjær sanni.
Þeir hafa bara öðrum mönnum meiri stjórn á
sjálfum sér, og dylja tilfinningar sínar meira
en aðrir, en í raun og veru eru þeir viðkvæmir
menn.
Lee Ying spurði Sam ekki neins frekar.
Hann var fullkomlega sannfærður um, að
drengurinn sinn hefði sagt sér satt.
“ Við skulum ekki segja neitt um þetta frek-
ar og þú verður að fyrirgefa mér, hvað auð- ,
trúa ég var,” Sagði gamli maðurinn. “Það
gleður mig innilega, að þú hefir ekki saurgað
sjálfan þig. Mér líður vel og mig langar til að
syngja lofsöngva. Seztu nú hérna hjá mér og
segðu mér alt um námið og skólalífið, og hvað
þú ert að gera daglega, alt þ.etta, sem móður
þína mundi langa til að heyra. Eg er nú bæði
faðir þinn og móðir og þú ert mér bæði sonur
og dóttir. Þú ert mér alt, og öll mín ánægja er
þar sem þú ert. Sérðu ,að tárn koma fram í
augun á mér? Eg er orðinn gamall, er líklega
að verða barn í annað sinn. Segðu mér eitt-
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENKYAVE. EAST. - - WINNIPEGi MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of Hamilton Chamberi
livað, sem eg liefi ánægju af að hlusta á. Mig
langar til að halda í hendina á þér.”
IX. KAPITULI.
Sam sagði föður sínum vitanlega alt sem
hann vissi um Mrs. Stevens og dóttur hennar,
og hvernig viðskiftum sínum við þær var var-
ið, og ofbauð gamla manninum eðlilega ósvífni
þeirra. Viðbjóður hans á framferði þeirra var
þeim mun meiri, sem liann yfirleitt bar litla
virðingu fyrir kvenfólki, og leit svo á, að kon-
ur væru lítilmótlegar verur og ónauðsynlegar til
annars en viðhalds mannkyninu. Ei'ns og aðr-
ir Kínverjar bar hann virðingu fyrir hjóna-
bandinu, en hafði að öðru leyti heldur horn í
síðu kvenfólksins. P1ramferði þessara mæðgna
fanst honum svo lágt og lítilmótlegt, að slíkt
hafði honum aldrei dottið í hug að gæti ótt sér
stað. Sú tilhugsun, að Sam ætti að eignast
.syni, sem önnur eins stúlka eins og Mona væri
móðir að, var lionum óbærilegt.
Þeir sem það mál hafa kynt sér, segja, að
trúarbrögð Kínverja, sem eru margskonar, séu
ekki föstum skorðum bundin og meira, vani, en
sanrifæi ing. Það má vera, að eitthvað sé satt
í þessu, en þó mun það rétt vera, að Kínverjar
séu yfirleitt fremur trúhneigðir og það er víst,
að forfeðradýrkunin er þeim nokkurskonar á-
trúnaður og sömuleiðis fegurðin og hreinleik-
inn. Ef orðið “fegurð” er látið þýða hreint
og göfugt hugarfar og réttlætistilfinning, þá
innibindur það býsna vel trúarbrögð þau, sem
Lee Ying tileinkaði sér, og sem hann hafði inn-
rætt Sam.
Hvað gamla manninn snerti, þá hafði krist-
indómurinn, eins og hann hafði kynst honum
hjá livítu fólki sem hann þekti, alls engin áhrif
haft á hann, nema hvað hanri hafði fylst mikilli
gremju út af því ranglæti, sem honum fanst að
sér og sínum lífsskoðunum væri sýnt. En hvað
unga manninn snerti, var öðru máli að gegna.
Hann tók ranglætið sér engu síður nærri, held-
ur gamli maðurinn, en hann setti það ekki í
samband við trúarbrögðin og sá ekkert óguð-
legt við það. Hann gat heldur ekki látið sér
skiljast, að Mona og móðir hennar væru
rétt eins góðar og hvítar konur gerðust upp og
ofan. Ilans vestræna menning hafði kent hon-
um að beia virðingu fyrir konum og iíta á þær
^lt öðru vísi, en Kínverjar gerðu. Stúlkur,
þáð er að segja hvítar stúlkur, höfðu mikið að-
diáttarafl fyrir hann. Þær voru viðkunnanleg-
ar og þær voru skemilegar, og }>ær voru, að
honum fanst, eitthvað léyndardómsfullar, og
hann gat ekki að því gert, að vera mjög oft að
hugsa um þær. Þetta var vafalaust allra mesta
vitleysa, líklega bara hans eigin veikleiki, en
engu að síður hélt liann áfram að hlúa að þess-
ari hugsun. Skynsemi hans sagði honum, að
hans eigin reynsla og annara, hefði átt að kenna
honum, að bera ekki traust til kvenna, og mundi
það hafa hjálpað honúm til að vera enn stolt-
ari af sínu eigin þjóðerni. En einhverra or-
saka vegna gat hann þetta ekki, og það olli hon-
um mikillar áhyggju.
Hann gat ekki gert sér grein fyrir hvað að
honum gekk. Næstum því liver einasti Ame-
ríkumaður, sem hann hafði kynst, hafði um-
gengist hann eins og óvin, en samt vildi liann
hafa kunningsskap við þá. Þrátt fyrir það, að
hann fann stöðugt, að þeir litu niður á hann og
voru honum í raun og veru alt annað en góðir,
þá féll honum margt vel við }>á. Þeir voru
rnargir góðir félagar, greindir og skemtilegir.
I háttum sínumj, framkomu og skapferli, fan.st
honum þeir viðfeldnari heldur en hans eigið
fólk. Ilann var ekki sterkur þjóðræknismaður.
Hann gat ekki litið á þjóðerni og ætterni sömu
augum og landar hans yfirleitt gerðu. Það
voru alt gamlar og úreltar og fráleitar skoðan-
ir. Mennirnir voru allir eins í raun og veru,
hvað sem hörundslit þeirra og öðru útliti leið.
Hann liafði drukkið í sig þær skoðanir, að ætt-
ernið liefði lítið eða ekkert við það að gera,
hvert skapferli manneskjunnar yrði. Alt væri
undir uppeldinu komið. Hugarfar barnsins
gætu forelddar og aðrir mótað eftir vild. Hans
eigin reynsla staðfesti þessa skoðun. Uppeldi
hans hafði mótað hugarfar hans meira en ætt-
irnar eða þjóðernið. En til hvers var að fást
um þetta? Það var ekki til neins að leggja
fyrir sjálfan sig þúsund spurningar, sem aldrei
yrði svarað. Eitt var honum fyllilega Ijóst, og
það var, að liann var ekki ánægður. Honum
leið ekki vel. Hann gat ekki notið sín.
Nýjasta nýtt!
Enskur auðkýfingur sýndi vini
sínum nýtt hús, sem hann hafði
látið by*ggja. Skorti þar ekki
skraut né nein þægindi. Þeir
voru staddir í herbergi auðkýf-
ingsins.
—Og hér skal eg sýna þér nokk-
uð nýtt, mælti hann. Til þess að
þurfa ekki að fara út í baðher-
bergið á veturna, þegar kalt er,
þá hefi eg komið því svo fyrif,
að eg }>arf ekki annað en styðja
á rafmagnshnapp o!g þá opnast
þilið þarna og baðkerið rennur
sjálfkrafa inn í svefnherbergið.
Líttu nú á!
Svo studdi hann á hnappinn og
inn kom baðkerið á fljúgandi
ferð. En þá brá þeim báðum.
Frúin lá í því.
— Pabbi, hvernig er koníak
stafað?
— Það er ekki stafað, dren!gur
minn, það er drukkið!
*