Lögberg - 02.10.1930, Side 4

Lögberg - 02.10.1930, Side 4
Kls. 4. LÖGBKRG. FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1930. Xöaberg Gefið út hvern fimtudag af THE GOLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um ánS. Borgist fyrirfram. The "Löghere” is printed and puhlíshed by The Coltimhia Press. Limited, 605 Sargent Ave„ Winnipegr, Manitoba. *---------------------------------------+ Markaðshorfur Himi nvi, canadiski stjórnarformaður, Mr. Bcnnett, er nú í þann veginn að vera kom- inn til Lundúna, í þeim tilgangi, að taka þátt í hinni mikdvægu samveldisstefnu, er þar skal háð um þessar mundir. Meðal þeirra mörgu stó mála, er koma þar að sjálfsögðu til umræðu, verður vitanlega málið um aukin markaðsskil- vrði fyrir canadiskt hveiti. Undanfarnar vikur og mánuði, hefir liveiti- framleiðsla þe^sa lands verið jafnt og þétt að hrapa í verði, unz svo er komið, að mælirinn selst ekki nema á sjötíu og fimm cents, eða [*rí sem næst; hefir þetta, sem eðlilegt er, valdið bændum, sem og reyndar þjóðinni allri, þungrar áhyggju. Lánist Mr. Bennett, að ráða veru- lega bót á núverandi markaðsþrengslum á can- adisku hveiti, hlýtur hann að sjálfsögðu þjóð- arþökk að launum. Oss skilst, að Mr. Bennett hafi gætt góðrar forsjár, er hann afréð að taka með sér til Lund- úna ýmsa hina hæfustu menn, bæði frá hveiti- samlaginu, sem og úr hópi annara þeirra manna, cr við kornsölu fást; er hér um svo vandasamt og víðtækt verkefni að ræða, að ekki veitir af, að tjaldað sé því sem til er af hæfustu og reynd- ustu starfskröftum. Mun og með þeim hætti frekar mega gera sér von um nokkum árangur, en ef einhliða hefði verið gengið til verks. Ekki eru allir á eitt sáttir um, hverjar séu megin-astæðurnar fyrir lág\rerði því á hveiti, er svo mjög sverfur að canadisku og amerísku þjóðinni um þessar mundir; rætist þar sem oft- ar hið fomkveðna, að sínum augum lítur hver á silfrið. Til eru þeir, og það vafalaust hreint ekki svo fáir, er skella vilja skuldinni á Rússland fvrir hið lága hveitiverð, er bændur í Vestur- landinu verða að ^ætta sig við um þetta leyti; 'eitthvað hafa slíkir menn sennilega til síns máls, þótt næ.sta ólíklegt virðist, að þar sé um megin-ástæðuna að ræða. Landbúnaðarráð- g.jafi Bandaríkjanna, Mr. Hyde, virðist hallast að nokkru levti á þá sveif, að rússneskum á- hrifum muni að nokkra leyti um að kenna hið lága verð hveitis, þótt slíkt geti undir engum kringumstæðum skoðast sem aðal-atriðið. Getið liefir þess verið til oftar en einu sinni, að lágt kaupgjald, ásamt aukning fullkomnari akuryrkju áhalda, en við hefir gengist í liðinni tíð, myndi á skömmum tíma geta til þess leitt, að Rússland yrði gersamlega ofan á hveiti- markaðinum viðvíkjandi. Enn sem komið er, virðist hér þó vera um lítið annað en tilgátur að ræða, sem tíminp einn fær leitt í ljós, hvort við veruleg rök hafa að styðjast, eða eigi. Þótt orðin séu til alls fyrst, eins og gamla máltækið segir, þá er nú ástandið hér f landi slíkt um þessar mundir, hvað hveitisölunni við- víkur, að verulegra athafna er þörf. Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar, að framleiða hveiti á hveiti ofan og fylla með því allar kom- hlöður, sé ekki að því jafnframt unnið, að út vega nýja 0g liagstæða markaði. Hveiti er í eðli sínu ein af frum fæðutegundum, bæði fyrir menn og mállevsingja; þó er því engu að síður þannig farið, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, heldur verður hann heilsu sinna^ og líkamskerfis vegna, að neyta fjölbreyttari fæðutegunda. Eins og gefur að skilja, verður mönnum á að spyrja, hvert sé líklegasta ráðið, til þess að nvtfæra sér þann hvetitiforða, er afgengur manneldi. Svörin verða vitanlega með margvís- legum ha-tti. Mr. Legge, foraiaður búnaðarráðs Banda: íkjanna, h|ldur því fram, að hagkvæm- legast muni vera, að nota afganginn til aukinn- ar lia*nsnaræktar, eða með öðrum orðum til hænsnafóðurs. Þetta. getur nú verið gott og blessað, eins langt og það nær; þó er það sýnt, að tiltölulega lítið, af öllum þeim feikna forða, sem árlega er afgangs af hinum mismunandi 1 hveititegundum, myndi notað verða á þann hátt. Ekki er það ólíklegt, að nota mætti þó nokk- uð meira af hinnm ódýrari tegundum hveitis til ha'nsnafóðurs hér í þessu landi, en við hefir gengist í liðinni tíð, gæti þær auðveldlega komið í stað nokkurra þeirra byrgða af maís, sem fluttar em árlega inn í Iandið; með þessu yrði að vorri hyggju, stigið allþýðingar mikið spor í rétta átt, þótt hvergi nærri sé fullnægjandi. Þá ma»tti og vafalaust verja langtum meim en gert heíir verið af hinurn ódýiari tegundum hveitis, eða skyldum teguiulum, til aukinnar svína- og nautgripa-ræktar; er á því sviði, eins og nú horfir við, um einna lífvænlegastar framleiðslu- tegundir að ræða, fyrir bændör þessa lands. Ef þetta yrði gert, mætti vel ætla, að aukast mundi til ve ulegra muna innflutningur þessara tveggja framleiðslutegunda til Bretlands. Engin þjóð í heimi kemst í hálfkvísti við Breta hvað innflutning reykts svínakjöts á- hrærir. Ef alt væri með feldu, ætti canadíska þjóðin að eiga þar víðtækan markað fyrir sams- konar framleiðslu. En því miður virðist engu slíku liafa verið að heilsa, sem glegst má af því marka, að árið sem leið nam reykt svínakjöt héð- an aðéins tveimur af hundi aði alls þess, er Bret- ar fluttu inn af þeirri vörutegund. Það er því sýnt, að betur má ef duga skal. Það ætti einnig að vera innau handar fyrir canadísku þjóðina, að auka til muna nautgripasöluna við Bretland; stendur þjóðin í því tilliti flestum þjóðum öðr- um betur að vígi. Nautpeningur hér í landi er yfirleitt hraustur og vel til útflutnings fallinn. Nokkuð öð.u máli er að gegna með nautgripi í Argentínu, sem þjáðst hafa árum saman af gin og klaufa sýki. Áður en sá kvilli tók að ryðja sér til rúms í Argentínu, átti Canada með þeirri þjóð sinn skæðasta keppinaut, hvað útflutnng gripa áhrærði. Nú er eng-u slíku til að dreifa og þa'afleiðandi hlýtur það að stafa af beinni handvömm, ef útflutningur canadískra naut- gripa til Bretlands eykst ekki til muna á næst- unni. A þessu sviði einiiig, er ærið verk til að rinna fvrir hina nýju sambandsstjórn; sýni hún ekki af sér nauðsynlega röggsemi í því, að opna nýja og hagkvæma markaði fyrir canadíska framleiðslu, verður hún fyr en varir, vegin og léttvæg fundin. *--------—.— -----------------------------* Risaskref ------ ——“—■—— ---------------------—+ Þó hinni svonefndu vélamenningu nútímans liafi eitt og annað verið til fonáttu fundið, og vafalaust megi með réttu sitthvað að henni finna, þá verður því samt eigi á móti mælt, að ma gt nytsamt hafi af henni leitt öldnum og ó- bornum til hagsbóta. Öld hindui vitnanna er nú í þann veginn að syngja .sitt síðasta vers, en tímabil fullvissunn- ar jaínt og þétt að ryðja sér til nims í staðinn. Svo má heita, að í raun og veru sé ekki liðin nema drvkklöng stund frá því er tekið var að iðka fluglistina, þó e:u framfarirnar á því sviði orðnar svo hraðfara og risavaxnar, að veruleg- um undmm sætir. Það er engu líkara, en flug- listin og víðvarpið séu að þreyta kapphlaup hvort við annað. Tæpast líður svo dagur, að ékki berist manni til eyrna nýjar, lokkandi fregnir um einhvern stórsigurinn í annarihvorri þessari grein. Þó er hér aðeins um vingjarn- lega samkepni að ræða, grundvallaða á heil- brigðum metnaði. Almenningi mun seint úr mijmi líða afrek Lindberghs, hins svensk-ameríska, er liann flaug 011111 síns liðs frá New York til Parísar; og síðan hefir unninn verið á sviði fluglistarinnar, einn sigurinn öðrum meiri. Með þessum tveim undra- tækjum, fluginu og víðvarpinu, liafa- hinar lengstu fjarlægðir þannig styzt, ef svo mætti að orði ltveða, að þær era í raun og veru orðnar lít- ið annað en meðal stekkjarganga. Eyrir tiltölulega fáum árum, tók það mánuði að fá fregnir af pólförum og öðram landkönn- unqimönnum. Nú flytjast slíkar fregnir á vængjum víðvarpsins á örfáum mínútum út um allan hinn mentaða heim. Víðvarpið er nú komið á það stig, að það er orðið að óbrigðulli tengilínu milli landkönnunar- mannsins og hinna ýmsu hluta veraldar. Loft- farið er han.s öruggasta flutningstæki, en víð- varpið æðalcerfi, er veitir frá sér fréttaflóði í allar áttir. Hvern getur órað fyrir, hverjar feikna nýj- ungar að morgundagurinn kann að bera í skauti sínu á sviði víðvarpsins og flugmálanna? Svo getur auðveldlega farið, að innan tiltölu- lega skamms tíma verði þráðlausu samböndin orðin það fullkomin, að senda megi með þeim heilar fréttasíður, þannig, að flest stórblöð ver- aldarinnar verði með sama svip. Að því er vélvísindin áhrærir, er mannsand- inn kominn á hærra stig, en nokkru sinni fyr, og árangurinn af starfi hans þúsundfaldur til móts við það, sem áður var. Nú er sá tími góðu heilli um garð genginn, er dregið var dár að skygnustu leitarfrömuðum mannkynsins og þeir leiddir á bál—fvrir galdra! Nú leyfir enginn heilvita maður sér að halda því fram, að einskorða þurfi hraða eimlesta við tíu mílur á klukkustund. Almenningur er nú að vakna til fullrar með- vitundar um gildi liinna sönnu raunvísinda. Hver líðandi dagur eggjar mannkynið nýrri lögeggjan, um að bregða blurnli og hefjast handa í þrotlausri baráttu fyrir nýjum stór- virkjum. Eftirfarandi vísa eftir Shelly skáld, hefir sennilega aldrei átt betur við, en einmitt nú á yfirstandandi tímum: “Rise like lions after slumber In unvanquishable number. Shake your chains to eaTth like dew, Which in sleep have fallen on you.” Carlyle komst einhverju sinni svo að orði, að dýpt allra hluta væri fólgin í söng. Hver veit, nema hinar aðdáanlegu uppgötvanir þessarar undra-aldar geti við nánari athugun skoðast sem unaðsleg túlkun duldra afla, er falin liggja undir yfirborðinu, ósýnileg mannlegu auga, en opin þeim einum, er djarfastir voru og hikuðu ekki við að kafa til grunns. +------------------------------------------+ Hvöt til Liátiðkana -------------------------------------------- Núverandi landstjóri í Canada, Willingdon lávarður, hefir á margvíslegan hátt sýnt .það í verki, hve ant hann lætur sér um bókmentir og fagrar listir; hefir hann hvað ofan í annað stof'nað til verðlauna í því skyni, að vekja áhuga fyrir fögram listum, eigi aðeins á Bretlandi, heldur og einnig hér í Canada. Að þessu sinni hefir landsstjóri ákveðið verð- laun, sem hér segir, og skal þeim útbýtt hér í landi: Fyrir hljómlist, söng og sönglagagerð, skulu veitt þrenn verðlaun, er liver skulu nema hundr- að dölum; fyrir smásögur eða ritgerðir, fjögur sjötíu og fimm dala verðlaun; tvö hundruð dalir fyrir málve. k, og samskonar upphæð fyrir högg- myndagerð. Að vísu er hér ekki um stórar fjár- hæðir að 1 æða, en samt ættu þær að verða ungu, lis.t:ænu fólki til nokkurrar örvunar. Það þarf engan að undra, þótt canadískum listum sé tiltölulega skamt á veg komið; þjóðin er enn tæpast af bernskuskeiði, og hefir til síðustu ára liaft öðru að sinna, en iðkunum í ljóði og list. Líf frumherjanna gekk að mestu leyti í það, að erja'jörðina og gera hana sér undirgefna. En svo skildu þeir við garðana í gröf, að núlifandi kynslóð stendur margfalt bet- ur að vígi, hvað viðkemur iðkun fagurra lista. Canadíska þjóðin er í eðli sínujistiæn, og má þess því örugglega vænta, að hún þekki sinn vitj- unartíma engu síður á sviði listarinnar, en öðr- um sviðum. Er og nú hér um þessar mundir margra vænlegra vísa vart í akri hinna ýmsu lista, sem gera má sér von um að verði, við frekari rækt og nánari umhyggju, að fögrum og fullþroska berjum. y +------------------------------------------+ Horfet í Augu við Staðreynd —■■—■■——•“—*•—••—*•—••—*’"-••—■’—••—••—*•*—■■—**—■—■+ Afstaða sambandsstjómarinnar til atvinnu- leysisins, hefir fengið á sig nokkuð annan blæ, eir kosningaloforðin báru á sér. LJá var því haldið fram, að svo fremi að rétti flokkurinn kæmist til valda, það er að segja afturhalds- flokkurinn, þá yrði ekki framar við nein þau vankvæði að ræða, er frá atvinnuleysi jafnan stafa. Því var heitið, að ef sá flokkur fengi stjórnartauma í sínar hendur, yrði bráðlega buiulinn endi á atvinnuleysið í landinu, og að starf,. en ekki ölmusa, væri sú eina meginregla, er fylgja bæri. Free Press lét um þær mundir þá skoðun í ljós, að engin sambandsstjóm gæti, ein út af fyrir sig ráðið fullnaðarbót á atvinhuleysinu, án samvinnu af hálfu fylkjanna, og að sambands- stjórnin gæti aðeins haldist í hendur við hin ein- stöku fylki, um að létta undir með þeim, með því að samkvæmt stjórnarskrá landsins, hvíldi á- byrgðin á héraðs- og fylkja-stjórnum. En hvað er nú komið á daginn 1 Stjórnin opinberar uppástungur sínar í sambandi við það, að hlaupa undir bagga með fylkjunum; Mr. Taschereau stjórnarformaður í t^uebec, telur uppástungur stjóinarinnar ófullnægjandi fyrir fylki sitt, en verk'amálaráðgjafinn Senator Robertson, svarar honum þannig: “Þvkir fvrir að þér álítið uppástungur vorar óframkvæman- legar. Engin loforð gefin um það að binda enda á atvinnuleysið með íhlutan sambandsstjórnar. Vér viljum liðsinna fylkjum og héruðum í því að þau fái mætt ábyrgð sinni, séu þau fús til samvinnu.” Þetta kemur hvorki heim við hin ákveðnu fyriiheit Mr. Bennetts um það, að hann ætlaði að binda enda á atvinnuleysið, né heldur yfirlýs- ingu Mr. Guthrie’s er að því laut, að þingið myndi myndi innan þriggja daga hefjast handa um að koma. atvinnuleysinu fyrir kattarnef. Nú er það orðið augljóst, að geta samliands- stjómar, að því er útrýming atvinnuleysisins áhrærir, er næsta takmörkuð, sem og það, hve því eru líka takmörk sett, er stjórnin ætlar að gera til að auka atvinnu. “Starf, en ekki ölm- usa,” var kjörorð Mr. Bennetts. Nú er samt sem áður ekki annað fyrirsjáanlegt, en að stjórn- in ætli að hallast að allmiklu leyti á sveif ölmusu fyrirkomulagsins gamla. Manitoba á að fá fúlgu frá sambandsstjórninni, er nemur þrjú- hundruð Jiúsund dölum í þessum tilgangi; fvlkin og sveitarhéruðin eiga að leggja fram fé í sömu hlutföllum og sambandsstjórnin, að því samt ó- gleymdu, að undantekning má veita þeim sveit- arhéruðum, er við mesta fjárhags örðugleika ,eiga að búa. Með þessu er ekki sagt, að sambandsstjóin- in eigi ekki að hlaupa undir bagga með sveitar- félögum þegar mikið liggur við. En þetta sýnir hve örðugt það er, að ráða bót á víðtæku at- vinnuleysi, sem og hitt, hve óábyggilegar allar yfirlýsíngar era um það, hverju rétta stjómin fái komið til vegar. — Eftir blaðinu Manitoba Free Press. , Þökk fyrir Eirlagrina Þegar Heimskrinlgla lýsti yfir hinni nýju hagfræðastefnu sinni, notaði eg mér tækifærið til þess að ræða við hana stefnumun fram- sóknar og afturhalds og sýndi fram á þau óhrekjandi sögulegu sannindi, að meiri hluti þess tíma, sem afturhaldið hefir setið að völdum hér í Canada síðan eg kom hingað, hafa verið ár hörm- unga og kyrrstöðu; en meiri hluti þess tíma, sem liberalar hafa stjórnað, hafa verið ár fram- kvæmda, starfs o'g vellíðunar. I stað þess að rökræða þetta, birtir blaðið grein, sem sjálfsagt verður talin meistaraverk í sinni röð, þegar tímar líða fram, sem, hér segir: 1. Að afturhaldsflokkurinn hljóti að vera góður vegna þess að hann hafi lagt grundvöllinn að stjórn-( arskipun Canada, og að hann sé í meiri hluta nú sem stendur. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fjTÍr 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Úr Æfisögu K. N.’s Winnipeg-íslenzkan. 2. Að hægt sé að ganga með hreinum og hlutlausum hug að því,- að verja vísvitandi rangt mál. 3. Að mikið(!) meiri líkur séu til þess, að þeir ritstjórar, sem skrifa eins og þeim «r skipað, geti orðið þjónar sannleikans, en hin- ir, sem skrifa af eigin sannfær- ingu. 4. Að stefnu manna í þjóðrækn- ismálum og stjórnmálum megi alls ekki blanda saman; þær stefn- ur hafi engin áhrif hvor á aðra, en samt hefði verið von um, að Heimskringla hefði fylgt Joseph Thorson í stjórnmálum, ef hann Iiefði verið nógu einhliða hennar megin í þjóðræknismálum. Þá staðhæfir blaðið, að mín skoðun hafi fyrir þá sok eina ver- ið óleigð, að flokkurinn hafi ekki viljað leigja hana. í því atriði er eg óhrædlur við sögulegan sam- aiiburð okkar beggja En svo kemur þessi einlæga yf- irlýsing: “Það eru eigendur blað- anna og útgefendur, sem stefnu blaðsins eiga að. ráða, en ritstjór- anum kemur hún ekki við.” Til er saga, sem heitir “Port- kcna”, eftir Maxim Gorki. Hún er samtal á milli portkonunnar og systur hennar. Samtalið er á þessa leið: Portkonan: “Mikill bjálfi ert þú, systir mín! að þú skulir streit- ast og sveitast við erviðisvinnu, illa klædd! Að þú skulir ekki held- ur feta í fótspor mín; eg ek í fínum vagni með fjörugum hest- um fyrir; eg neyti mestu dýr- indisrétta og klæðist purpura. Eg veit það vel, að eg er litin horn- auga af öllum; eg veit það jafn- vel, að viðskiftavinir mínir fyrir- líta mig innilega; en eg hefi val- ið þessa hægu og þægilegu at- vinnu og kæri mig bölvaða!” Systirin: “Nei, sýstir mín; fyr mundi ég frjósa i hel af klæð- leysi eða deyja úr hungri sem ær- leg kona, en að feta í fótspor þín. Eg skil þig ekki. Vertu sæl!” Þessi saga datt mér í hug,*þeg- ar Heimskringlu-ritstjórinn —! hver svo sem hann er — lýsir skoðun sinni á ritstjórastöðunni. i Sú játning sýnir mér það, og sannar, að við skiljum ekki hvor annan fremur en portkonan og systir hennar. Eg segi því blátt áfram: eg skil þig ekki, vertu sælll! Sig. Júl. Jóhannesson. Góukoma 1 930 Unaðsfaðurt er að sjá allan horfinn burtu snjá, hvergi á flata hvítur blettur, hvergi svell, því vindur léttur hefir foldar klappað kinn, kyst og blessað fjörðinn minn. Feðra tungan fræga Fegurð geymir næga. Henni heitt &g unni, Hana bezt ég kunni. En í Ameríku, Ekki’ er að leyna slíku, Mér var kent að “mixa” Málið í honum “Dixa”. Aths. — Það mun vera viður- kent, af, flestum fræðimönnum nú á tímum, að Winnipegíslenzkan sé eðlileg framþróun af tveimur gömlum og göfugum tungumál- um, og barn sinnar tíðar, og að hún hafi varpað dýrðarljóma yfir vesturheimskar bókmentir. En samt munu því miður vera til á meðal vor fáeinir sérvitringar, sem skoða hana sem andlegt viðr- ini, sem hvergi ætti að eiga sér “blífanlegan” samastað. Fram- tíðin ein getur skorið úr því. K. N. Dóttir Dalanna Með hvöt og þrek í hverjum lim, og hvella, glaða raust, svo ung og stolt og sterk o'g tim og stælt og vöðvatraust, hún stekkur fram á stuðlaklett, hún stiklar gljúfrin þröng, hún sveiflar hríslum svifalétt og syngur dægrin löng. Viðbragðssnögg og vaxtarglæst úr vorsins faðmi rís, svo klakaróleg, eldaæst hin unga töfradís. Hún er sem da'ggar glói glit á grænni skógarbjörk, en þekkir hvorki lög né lit á lífsins eyðimörk. Við dalsins grös o!g dalsins blóm hún drakk sit táp og fjör, og fékk hinn glaða, frjálsa röm, hið fagra bros á vör. En bráðum rís sú óskin öll og öðru rýmir frá — að kanna borgir bak við fjöll og brautir nýjar sjá. Og dalgsins ró og friður flýr, hún fer á braut um haust, þá birtist henni heimur nýr, sem hverfist endalaust, þá víkja dalsins sjónarsvið, þá sér um aðrar dyr, og þá slær ljóma á lífsins hlið, er leit hún aldrei fyr. En það er margfalt meiri list að ipuna’ að gæta sín, en stökkva foss á flugi yzt þar fimtugt dýpið gín, — og margar þekkja lög o!g lit á lífsins eyðimörk, sem voru líkt og geislaglit á grænni skógarbjörk. Böðvar frá Hnífsdal. — Lesb. Stökur Fagur ertu, fjörður minn, frjáls og víður hringur þinn: Feykirinn og Stóllinn standa styrkir vörð til beggja handa, Mælihnjúkur mænir hátt, rnildingur í vesturátt. Hestasæli Hólmurinn, Helgrasensið, Krókurinn, Vatnskarð, sem til vegar fallið, virtist mynda hlið í fjallið, móti blasir Blönduhlíð björt, og Héraðsvötnin fríð. Hvar mun finnast sælli sýn? Sólin roðar fjöllin þín, faðmar dalf, fell 0g stóla, fegrar lautir, bala, hóla. Hrífst af gleði hugurinn, horfi ég yfir fjörðinn minn. M. R. —Ljósberinn. Þegar skyggir gríma grund og grípur hjartað kvíði; harmur og ólund heimta á fund og hugurinn á' í striði. Oftar en hverfult dægra-drasl dollara æðis-slagur, skammarstryk og skuldabasl skín þó bjartur dagur. Eins og K. N. eigum við að annast kýr og fjósin, en einnig sækja á æðri svið andans þroska ljósin. Fr. Guðmundsson. Læknir: Eg get því miður ekki læknað mann yðar af því að tala í svefni. Frúin: En getið þér þá ekki fengið hann til að tala nokkuð skýrara ?

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.