Lögberg - 09.04.1931, Page 4

Lögberg - 09.04.1931, Page 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1931. Högberg Gefið út hvem fimtudag af TEE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Maðitoba. Tcdsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lúgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Föátudagurinn langi Eftirfaiandi grein, er þýdd úr blaðinu Manitoba Free Press: “Föstudaginn langa má í raun réttri kalla fæð- ingardag kristninnar í þessum heimi; þriggja ára starfstíma Krists var lokið; kenningum og ræðum, kraftaverkum og þeim táknum, sem mannsins sonur reyndi að opinbera með sitt guðlega eðli og sinn himneska boðskap því fólki, sem hann umgekst — öllu þessu var lokið; hið mikla endurlausnar og friðþæg- ingarstarf var einungis eftir. Fómarlambið vayð að framseljast og syndir mannkynsins að verða þvegnar burt, með því að úthella saklausu blóði. Krossfestingarsagan er sögð í guðspjöllunum með undursamlega fáum, en áhrifamiklum orðum. Mattheus segir alla söguna um iðran og dauða Júdasar, framkomu Krists fyrir Pílatusi, atburðinn um Barrabas, húðstrýking drottins, förina til höfuð- skeljastaðarins, dauðann á krossinum og jarðarför- ina í grafreit Jósefs, — hann segir frá öllu þessu á tveimur blaðsíðum í guðspjallinu; hann skrifar það með ákafara eldfjöri og sálrænni dráttum, en öll sögu- Ijóð Grikkja eiga yfir að ráða. Krossinn er ímynd friðþægingar guðs fyrir menn- ina. Það er á grundvelli friðþægingarinnar, sem Evrópa hefir stigið framfara-spor sín í tvö þúsund ár, og þýðing hennar er sú, að frelsun mannanna og framtíð, byggist á hæfileikum þeirra til þess að við- urkenna þann sannleika, að þeir séu lítilmótlegar og villuráfandi verur. Þegar mennimir skilja þetta, eða gera sér fulla grein fyrir því og viðurkenna afleiðing þess, eiga þeir sér nokkra von, samkvæmt kristinni trú. Kristur kendi fagnaðarerindi auðmýktarinnar, góðvildarinnar, mannúðarinnar og sjálfsafneitunar- innar. Meðan hann dvaldi hér á jörðu, ávann hann sér með þessum kenningum aðeins fáa fylgjendur fátækra manna og kvenna. Þegar hann varð grunaður sem maður, er boðaði nýjar og róttækar stefnur, olli hann ótta í stað samúðar hjá þeim, er leiðandi stétt- imar skipuðu. Stöðug og reglubundin krafa um mannkærleika, um sannleika og lýðstjómarhugmyndir um mann- gildi, var skoðuð sem æsandi uppreistarkenning af þeim samtíðarmönnum Krists, er hinar hærri stöður skipuðu, og útbreiðsla kenninga hans vakti að síð- ustu eindreginn ásetning yfirvaldanna, að ryðja hon- um úr vegi sem hverjum öðmm uppreistarmanni, er hættulegur væri venjubundinni þjóðfélagsskipun og félagslífi. ' Krossfestingin hefir sína yfirnáttúrlegu þýðingu. Krossinn hefir orðið tákn hjá óteljandi miljónum í hinum kristna heimi. Hinar djúpvægu guðfræði- kenningar kirkjunnar bæði í Austur- og Vesturlönd- um, hafa snúist um grundvöll hans; mönnum hefir verið bent upp í hásali himnanna og framtíð þeirra gefin von, sem lengra nær, en líf þeirra hér á jörðu. En það er hið óbrotna, dygðuga lífemi, sem dýrðlegt var gert, þegar föstudagurinn langi var í fyrsta skifti helgur haldinn í hinum kristna heimi. Saklaus, réttlátur maður, var dæmdur, — mað- ur, sem hafði læknað sjúka, safnaða saman böraum og sett þau á kné sér, gengið um ak- urlendið á sunnudagsmorgna og verið vinur fá- tækra manna og kvenna, — maður, sem hvíslaði í angist, þegar hann var negldur á krossinn og sagði: “Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera”, —1 það var hin dýrðlega, líknandi dygð, sem þá var verið að negla á krossinn, — hún var negld þar til eilífðar, sem lýsandi viti á vegum allra komandi kynslóða. Þegar Kristur var tekinn niður af krossinum á föstudagskveldið langa og jarðaður í grafreit- Jósefs, hófst saga kristnu trúarinnar. Píningunni var lokið; frumskuldin var goldin; endurlausnin var framboðin. Að því búnu kom upp- risan til dýrðarinnar og hið kristna tímabil sögunnar hófst, þar sem mannkynið hóf göngu sína iileiðis til dýrðarlands fullkomnunarinnar, er við því blasti í fjarska. Horfurnar á Bretlandi Eftir síðustu Lundúnafréttum að dæma, hefir tala atvinnulauss fólks á Bretlandi, lækkað um hundrað þúsund tvær undanfamar vikur; en 'þó þetta sé ekki nema tiltölulega lítill hluti af meira en tveim miljón- um, þá verður hinu þó engan veginn í móti mælt, að horfurnar séu að breytast til hins betra. Verkamannastjómin brezka, hefir sætt ströngum ámælum af hálfu andstæðingaflokkanna, eða einkum og sérílagi þó afturhaldsflokksins, fyrir úrræðaleysi atvinnumálunum viðvíkjandi; hefir Mr. Baldwin hvað ofan í annað, bæði utan þings og innan, heitið þjóð- inni því, að hinda enda á atvinnuleysið á skömmum tíma, ef flokkur hans kæmist til valda; það er ekki ýkja langt síðan, að Mr. Baldwin sat við völd, og brezka þjóðin er sennilega ekki það gleymin, að henni sé liðið úr minni, hvemig þá tókst til með atvmnu- málin. Um þær mundir, er íhaldsstjómin undir for- ustu Mr. Baldwins fór frá völdum, lét hún núverandi stjórn í arf nokkuð á aðra miljón af atvinnulausu fólki; og þótt tala hinna atvinnulausu sé nokkm hærri nú, en hún vaY þá, getur það undir engijm kringumstæð- um skoðast neitt undrunarefni, er tekið er tillit til þess, hve geysilegar hömlur hafa verið lagðar í veg út- flytjenda frá Bretlandi, bæði til Canada og annara þjóða. Ef um engar slíkar hömlur hefði verið að ræða, og fólk það, er út vildi flytja, hefði fengið greiðan aðgang að öðmm löndum til búsetu, mætti vel ætla, að atvinnumál brezku þjóðarinnar hefðu verið komin í viðunandi horf; að atvinna á Bretlaifdi sé að aukast, verður ekki um deilt, og þarafleiðandi virðist það næsta ósanngjarnt, að veitast mjög að Ramsay MacDonald og stjórn hans út úr atvinnumálunum. Ekki hefir núverandi stjórn Breta heldur farið varhluta af ámælum í sambandi við meðferð fjár- málanna; hefir íhaldsliðið áfelt liana stranglega fyrir bruðlunarsemi á hinum ýmsu sviðum stjórnarstarf- rækslunnar, án þess þó, að því er bezt verður séð, að gefa nokkrar ákveðnar bendingar um það, hvar lielzt mætti koma sparnaði við; fjárhagurinn hefir vitan- lega verið þröngur; þó er það komið á daginn, að tekjuhalli á fjárlög-unum fyrir yfirstandandi ár, verð- ur drjúgum minni, en á horfðist, og má það óneitan- lega kallast vel að verið; að öllu athuguðu, verður ann- að ekki með sanni sagt, en að núverandi stjóm hafi reynst betur en í meðallagi innanlandsmálunum við- víkjandi, að ógieymdri meðferð hennar á utanríkis- málefnum, er sjaldan áður mun hafa verið jafn giftu- drjúg. Alr. Kamsay MacDonald hefir átt erf.itt aðstöðu í þinginu; flokkur hans hefir verið í minnihluta, og þess vegna oft og einatt orðið knúður til að sætta sig við hinar og þessar tilslakanir; hefir þetta óhjákvæmilega veikt stjórnina í ýmsum atriðum í augum sumra af stuðningsmömium hennar, einkum þó þeirra róttæk- ustu. ÍSumir af leiðandi mönnum íhaldsins, svo sem Mr. Winston Churchill, fyrverandi fjármálaráðgjafi, sem í raun réttri má teljast utanflokka í svipinn, sökum á- greinings við Mr. Baldwin, úthúða stjóminni sýknt og heilagt fyrir afskifti hennar af Indlandsmálunum, og hið sama er að nokkru leyti um Sir Austen Cham- berlain að segja; allar ásakanir í þá átt, hljóta miklu fremur að styrkja Mr. Kamsay MacDonald en veikja. Glöggskygni hans 0g samvinnulipurð á Indlands- stefnunni síðustu var slík, að aðdáun hefir vakið, eigi aðeins hjá miklum þorra brezku þjóðarinnar, heldur jafnframt á Indlandi og víða annarsstaðar; bendir margt í þá átt, að þó ekki væri nema fyrir þetta eina mál, eða meðferð hans á því, hafi núverandi stjómar- formaður unnið sér til varanlegrar helgi í stjómmála- sögu brezka veldisins. Mun það vafamál, hvort nokk- ur annar stjórnmálamaður brezkur, hafi skilið sann- girniskröfur indversku þjóðarinnar betur en einxnitt Mr. Ramsay MacDonald, hvað þá heldur betur. Hörð barátta virðist vera í áðsigi á Bretlandi, jafn- vel harðari en nokkru sinni fyr, tollmálunum viðvíkj- andi. Mr. Ramsay MacDonald er viðurkendur hug- sjónamaður; maður, sem með lífi sínu og starfi hefir margsannað einlægni sína við málstað undirstéttanna, eða þeirra manna 0g kvenna, sem örðugasta eiga að- stöðuna í baráttunni fyrir tilveru sinni; hann er ein- dregið þeirrar skoðunar, að hluti slíkra stétta verði aldrei að fullu réttur með öðra en frjálsri verzlun; hann er ákveðinn andstæðingur hátollastefnunnar, eins og viðgengst um sanna fólksins menn. Leiðtogar frjálslyndu stefnunnar, líta svipuðum augum á málin, og þess vegna sýnist ekkert eðlilegra en það, að sem nánust samvinna komist á með þeim mönnum öllum, er þessum náskyldu viðskiftastefnum fylgja að málum. Mr. Baldwin er eindreginn málsvari hins gamla skóla; honum fylgja þeir að málum, er forréttindaflokk- inn fylla, fésýslumenn og stóriðjuhöldar; tollmúrarn- ir eru þeirra trúarbrögð. Eins og nú horfir við, sýnist allra veðra von í stjórnmálalífi brezku þjóðarinnar; kosningar geta skollið á þá og þegar; afleiðingar þeirra geta orðið næsta söguríkar fyrir hina brezku þjóð; en handvömm einni og hugsunarleysi verður um kent, gangi þær ekki mannréttindastefnunni í vil; þeirri stefnu, er verkamenn 0g meðlimir frjálslynda flokksins veita fulltingi. I 12. ársþing Þjóðræknisfélagsins (Framh.)i Annaö.—Letta skifti heimfarendum, svo aö kapp og orku þurfti aö neyta til aö efla hópana sem aftur kraföist ferðalaga og kostnaðar sem þeim er ávalt samfara. Þriðja—Þaö veikti áhrif beggja máls- aöila til hagkvæmlegra farsamninga, og ekki síst eftir að andstæðingar vorir höföu samið viö flutningsfélag um flutning á heimfarendum þeim, sem í þeirra hópi væru, þá uröu allar frekari samnings til- raunir að engu, því öll hin stærri eimskipa- félög, tilheyra hinu svokallaða North Atlantic Conference. Norður Atlantshafs- sambandinu sem öllu ræður um slíka kosti og lætur eitt yfir alla ganga, og það eina er sá hæsti fartexti sem félagið getur innheimt. Þegar að þannig var komið, sömdum við heimfararnefndarmenn við C.P.R. fé- lagið upp á sama taxta og sameinaða fé- lagið gekk inn á að veita 1927—hinu svo- nefnda Kaupmannahafnar taxta, eða $172.00 frá Montreal til Reykjavíkur og til baka aftur á þriðja farrými. Um nið- ursett far, á öðrum farrýmum var ekki að ræða. Eitt atriði á samningum þeim, er nefndin gerði við C.P.R. var, að hún skyldi verða aðnjótandi fyrir hönd þeirra sem á hennar vegum færu heim vanalegra sölu- launa, á Eimskipafarbréfum þeim er ís- lands förum yrðu seld, en það eru $12.00 á fullu farbréfi—farbréfi fram og til baka á þriðja ferðamanna farrými, og 5% á fyrsta pláss farrými og voru það eins og nú var komið málum, aðal tekjur nefnd- arinnar en eigi innheimtanlegar fyrr en að ferðin var hafin, auk $5,000.00 tillagi frá stjórninni i Sask. og Manitoba. Þótt að samningar væru þannig ákveðn- ir, við flutningsfélagið, var Heimfarar- nefndin ekki laus við allann vanda í því sambandi. Einlægar snurður voru að falla á, nálega fram á síðustu stund áður en far- ið var, sem kröfðust úrlausnar og varð nefndin að senda erindreka alla leið aust- ur til Montreal í því sambandi hvað eftir annað, sem olli bæði kostnaði og tíma- eyðslu. Einnig gerði aðstaðan 'hér vestra það óumflýjanlegt fyrir nefndina að senda umboþsmenn alla leið til Islands, til þess að sjá þeim er á hennar vegum færu heim, fyrir gistingu og beina. Til þeirrar farar voru valdir þeir J. J. Bíldfell, formaður nefndarinnar og séra Rögnvaldur Péturs- son, féhirðir. Um samninga þá, er þeir gerðu þar heima er ykkur öllum kunnugt og þá velvild er hlutaðeigendur á íslandi sýndu þeim í hvívetna. Síðar fóru þeir séra Rögnvaldur og Á. P. Jóhannsson heim til þess að annast um frekari undirbúning og sjá um að alt yrði til reiðu er hátíðar- gestirnir kæmu og eiga þeir þakkir skilið fyrir hið mikla verk er þeir leystu þar af hendi. Það er ekki auðvelt i fljótu bragði að gera sér grein fyrir öllu því feikilega starfi, er þessir menn urðu af hendi að leysa á tiltölulega stuttum tima. iÞeir þurftu áð sjá um innkaup á húsmunum í spítalann sem stjórnin á íslandi hafði lán- að Heimfararnefndinni til afnota á meðan að gestir þeir, sem hátíðina sóttu á hennar vegum dvöldu á íslandi. Um flutning á þeim, frá Skotlandi til íslands, og frá höfninni og í Spítalann. Þeir þurftu að sjá um smíði á’ ýmsum munum, er nbta þurfti á spítalanum, en sem ekki voru með í kaupunum svo sem fatatrjám til að hengja á föt og fl., þeir þurftu að ráða vinnufólk á spítalann, útvega fólki vistir, til máltíða og semja um alt þeim aðlútandi. Sjá um að bílar væru til að flytja fólk það sem á vegum Heimfararnefndarinnar kom, á milli Reykjavíkur og Þingvalla á hverj- um morgni og hverju kvöldi. Þeir þurftu að sjá um máltíöir á Þingvöllum fvrir allan hópinn og þeir þurftu að sjá um ótal fleira, sem hér yrði of langt upp að telja. Eins og að menn sjálfsagt muna þá var áætlaður kostnaður við 2 vikna veru há- tiðargestanna heima $52,80 fyrir manninn, með því, að viss tala manna fengist til vistar í spítalanum, en þó að hópur sá, sem á vegum Heimfararnefndarinnar væri nógu stór til að fullnægja þeirri tölu þá fór nú svo samt að fjöldi manna þáði boð vina og vandamanna í Reykjavík, að dvelja hjá þeim, á meðan þeir stæðu við á ís- landi svo að tala þeirra, sem á spítalanum dvöldu nægði ekki til að bera kostnað þann, sem nefndin hafði lagt út fé í sam- bandi við undirbúninginn, og varð nefndin því að taka til peninga þeirra, er inn höfðu komið í sölulaun á eimskipafarbréfum, og sem nefndin , hafði opinberlega tilkynt að notaðir yrðu í þágu heimfarenda. Síðar voru allir þessir reikningar og málavextir lagðir fyrir fund, er haldinn var á skipinu Minnedosa á vesturleið, af heimfarendum og gerðir nefndarinnar samþvktar í einu hljóði, annars hljóðar fundargerðin á þessa leið: “Þann 6. ágúst 1930, kl. 2 e. h., héldu islenzkir farþegar á s:s: Minnedosa fund. Fundarstjóri var kosinn Mr. J. J. Bíldfell og ritari séra Guðm. Arnason. Fundarstjóri skýrði frá, að fundurinn væri kallaður samkvæmt gefnu loforði Heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins til þess að ráðstafa afslætti á fargjöldum. Ennfremur skýrði hann frá að nefndin hefði gert ráð fyrir að 250 manns af þeim, sem heim fóru á hennar vegum, gistu á Landsspítalanum og að sá gestafjöldi hefði verið nauðsynlegur til þess að greiða allan kostnað í sambandi við veru vestur-ís- lenzkra gesta þar. En nú hefði svo farið, að aðeins 121 hefðu þurft að fá gistingu þar. Kvað hann nefndina því hafa notað sölulaun sín af farbréfum að mestu levti til þess að greiða það sem á vantaði. Mr. Ásm. P. Jóhannsson gerði grein fyr- ir kostnaðinum og fyrirhöfn sinni og ann- ara meðnefndarmanna sinna. Kvað hann rúm, rúmfatnað, stóla og annað fleira hafa verið keypt fyrir 250 manns og auk þess hefði nefndin orðið að borga leigu fyrir borðbúnað, láta búa til hengitré fyrir fatn- að og gjalda starfskonum í spítalanum kaup. Sagði hann greinilega frá undir- búningsstarfi sínu og séra Rögnvaldar Péturssonar í Reykjavik, og að þeim hefði komið saman um að afhenda landsstjórn- inni á Islandi muni þá, sem notaðir voru í spitalanum og nefndin keypti, einkum þar sem stjórnin hefði leyft innflutning á þeim tollfrítt. Sum rúmin, sagði hann að væri nú þegar farið að nota í skólanum á Lauga- vatni. Séra Jónas A. Sigurðsson kvaðst vilja bæta því við að jafnframt fjármálahlið- inni væri önnur til, er að endurminning- unum lyti, er yrði aldrei fullborguð. Spí- talavistin hefði verið trygging gegn því að nokkur hefði þurft að vera húsnæðis- laus. Sagðist hann vona að öll misklíð legðist nú niður, og skoraði á þá, sem við- staddir voru og eigi væru meðlimir Þjóð- ræknisfélagsins, að ganga í það. Næst tók til máls Þorgils Ásmundsson, kvaðst hann standa í þakklætisskuld við íslenzku þjóðina fyrir viðtökurnar heima og heimferðarnefndina fyrir undirbúnings- starf hennar. Kvaðst hann vilja bjóða nefndinni ^sinn skerf af afslættinum til hvers sejn Hún vildi nota hann. Mr. Christian Siverts 'bar fram tillögu þess efnis, að fundurinn votti Heimferðar- nefndinni þakklæti sitt og traust og að- gerðir nefndarinnar viðvíkjandi kaupum á húsgögnum til afnota fyrir Vestur-íslend- inga í landsspitalanum og útgjöidum í sam- bandi við það séu samþyktar. Tillagan var studd af Þorgils Ásmundssyni og sam- þykt í einu hljóði. Mr. Sigmundur Laxdal talaði nokkur orð um starf Heimfararnefndarinnar og lauk lofsorði á það. Lagði hann til að nefndinni væri gefin full heimild til þess að nota afsláttinn eins og henni þóknaðist og þætti með þurfa. Mr. Árni Eggertsson studdi tillöguna og gaf um leið nokkrar skýringar viðvikjandi í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Médicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. sölulaunum og lagaákvæðum í sambandi við þau. Mr. Þorsteinn Gíslason las og einnig tillögu, sem var sama efnis og tillaga Lax- dals. Var svo gengið til atkvæða um tillögu Laxdals og Á. Eggertssonar og var hún samþykt í einu hljóði. Gerði þá Sigm. Laxdal tillögu, sem var studd af séra Jónasi A. Sigurðssyni, um að fundi væri slitið og var hún samþykt. Fundi slitið. Guffm. Arnason, ritari. _______ Þá flutti dr. Rögnvaldur Pétursson fjármálaskýrslu nefndarinnar, og eru þetta höfuðatriði þeirrar skilagreinar: Fjárhagsskýrsla Heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins 20. febr. 1931. A.—INNTEKTIR: Marz 1927, Þjóðræknisfélagið—veiting...................$ 100.00 1928—29, Saskatchewan stjórnin......................... 3,000.00 Apríl 1930, Manitobastjórnin ........................... 2,000.00 Marz 1929. Þjóðræknisfélagið—lán ......................... 100.00 Canadian Pacific Railway................................ 3,900.47 Fæði og húsnæði gesta í Reykjavík.................... 6,291.85 Tjaldaleiga, kr. 850.00 á 4.45; Farþegaflutningur, kr. 2630; Kaffisala á Spítalanum, kr. 375.00 .................. 866.29 Tvenn rúmstæði ............................................ 44.00 Bankavextir ............................................. 126.57 1930, Endurgreitt H. B. Co. per A. Eggertsson, fyrir flögg, veifur, o. s. frv.................................... 100.00 Febrúar 1931, Samtals .......................................$16,529.18 Winnipeg, Man, 20. febrúar, 1931. Við undirritaðir höfum yfirskoðað hér meðfylgjandi reikninga og álítum þá réttilega sýna hag nefndarinnar, eftir skjölum, sem við yfir- skoðuðum og þar að lútandi upplýsingum. (undirritaðir) T. E. THORSTElNSON, P. S. PÁLSSON, Y firskoðendur. B.—ÚTGJÖLD: a. Útborganir í Winnipcg:— Prentun, ritföng, o. s. frv........................$ 209.21 Land- og sjósímagjöld ................................ 115.17 Talsímagjöld..........• •........................... 16.33 Leiga, akstur, veizla etc............................. 363.20 Greitt Þjóðræknisfélaginu, lán etc. .................. 280.65 Ferðakostnaður, fundahöld o. fl....*................ 2,263.05 Þýðingar og vélritun .................................. 388.37 Minningargjafir til íslands ........................... 629.50 b. c. Útborganir á Skotlandi > Húsbúnaður, 913.6.10 .. Útborganir á Islandi:— Prentun, pappír, o. s. frv. Flutningur ............ Efni og leiga ......... Vinnulaun ............. Ritlaun ............... Fæði .................. Farþegaflutningur...... Matvara ............... Endurgreiiisla ........ $ 4,265.48 $ 4,475.40 kr. 497.80 403.95 760.44 . 2,321.72 225.00 . 6,640.41 . 5,710.00 . 2,198.50 • 1,471.50 kr. 20,229.32 $4,545.91 Útborganir alls:— a) 1 Winnipeg........................................$ 4,265.40 b) Á Skotlandi ...................................... 4,475.40 c) Á íslandi ........................................ 4,545.91 $13,286.79 Peningar á bönkum.........................................$ 3,202.25 Peningar hjá féhirði ..................................... 40.14 $16,529.18 Winnipeg, Man., 20. febr. 1931. Við undirritaðir höfum yfirskoðað hér meðfylgjandi reikninga og álítum þá réttilega sýna hag nefndarinhar, eftir skjölum, sem við yfir- skoðuðum og þar að lútandi upplýsingum. (undirritaðir) T. E. THORSTEINSON, P. S. PÁLSSON, Yfirskoðendur. J. P. Sólmundsson gat þess, í tilefni af nefndinni, er kosin hafði verið innan Heimfararnefndarinnar til þess að ganga frá skipulagsskrá hins væntanlega sjóðs, að sér fyndist betur fara á því að aðalnefndin væri þar öll að verki. Ritari Heimfarar- nefndarinnar (R. E- K.) skýrði í því sam- bandi, að nefndin mundi öll skrija undir afhendingarskjalið, en þessum fjórum1 mönnum væri einungis ætlað að sjá um orðalag skipulagsskrárinnar. Lét ræðu- maður sér það vel líka og gerði að lokum tillögu um að Heimfararnefndinni væri falið að halda áfram störfum, þar til öll- um málum væri lokið, er komið hefðu inn fyrir hennar verkahring. G. F. Friðriks- son studdi tillöguna, og var hún samþykt einróma. J. J. Gillis gat þess, að honum hefði fundist þarflaust að senda menn til íslands til undirbúnings komu manna. Dr. Rögnvaldur Pétursson svaraði þess- ari athugasemd og færði rök fyrir nauðsyn þessarar ráðstafana. Mrs. F. Swanson mintist á þau stór- kostlegu hlunnindi, er f’erðafólkið hefði haft af handleiðslu nefndarmanna á ferða- laginu. B. B. Olson þakkaði nefndinni fyrir ó- sérplægni hennar og mikla verk. Mæltist hann til þess að þingheimur léti í ljós þakk- lreti sitt. Var það gert á þann hátt, að allir risu úr sætum sínum. Sýnginarnefndarmál var því næst tekið fyrir. Frú Ólína Pálsson flutti eftirfarandi skýrslu: Skýrsla sýningarnefndar. Nefnd þessi var kosin á síðasta þingi Þjóðræknisfélagsins til þess að vinna a’ð undirbúningi þátttöku íslendinga vestan hafs í alþjóðasýningu á heimilisiðnaði, er fram fer í Chicago 1933. Nefndin telur mjög mikils vert að þessi þátttaka verði ekki látin niður falla. En um starf fra- hennar hálfu hefir ekki verið að ræða, sér- staklega fyrir þá sök, að oddviti nefndar- innari hr. Sigfús Halldórs frá Höfnumr fluttist á síðastliðnu sumri búferlum heim til íslands, sumir aðrir nefndarmenn bu- settir utan bæjar og samstarf því örðugL Vér teljum það mjög æskilegt að undir' búningsstarfi sé haldið áfram. Nefndinm hefir komið saman um, að heppilegast verði að komast í samband við öll íslenzk kvenfélög, bæð/ í Winnipeg og út um sveitir, og leitast við að fá hjálp þeirra og samvirinu. Sömuleiðis væri æskilegt að komast 1 samband við Heimilisiðnaðarfélag íslands og fá stuðning frá því í þessu máli. Winnipeg, 25. febr. 1931. Ólína Pálsson, Jónína Kristjánsson. Guðrún H. Johnson, • Ragnheiður Davíðsson, Dóróthea Pétursson. Framh.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.