Lögberg - 25.06.1931, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.06.1931, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1931. Bls. 5 Lots 8 and 9, Bl. 3, Pl. 2201 154.38 .50 154.88 Lots 11 and 12, Bl. 4, Pl. 2201 23.15 .50 23.65 Lot 8, Bl. 4, Pl. 2201 34.73 .50 35.23 Lot 10, Bl. 1, Pl. 2697 77.44 .50 77.94 N.E. 14-22-1-E .. 168.87 .50 169.37 N.E. 13-23-1-E 90.06 .50 90.56 S.E. 26-23-1-E 184.30 .50 184.80 S.W. 17-23-2-E 145.54 .50 146.04 S.W. 18-23-2-E 136.04 .50 136.54 N.W. 21-23-2-E 142.19 .50 142.69 N.W. 32-23-1-E 92.82 .50 93.32 N.W. 31-23-1-E 133.26 .50 133.76 N.E. 32-23-1-E .. 90.04 .50 90.54 S.E. 10-23-1-E 71.56 .50 72.06 N.E. 18-23-1-E 251.02 .50 251.52 S.w. 21-23-1-E 85.26 .50 85.76 S.W. 33-23-2-E 114.80 .50 115.30 Lots 1 to 10 inclusive, Bl. 6, Pl. 2077 .... . 200.23 .50 200.73 Lot 17, Sec. 32 and 33-23-5-E .. 75.09 .50 75.59 Lot 10-22-24-6-E 108.57 .50 109.07 sy2 of Lot 5-27-24-6-E 64.15 .50 64.65 Ny2 of Sy2 and Sy2 of Ny2 34-24-6-E .. 57.89 .50 58.39 Dated at the Village of Arborg, in the Province of Manitoba, this 15th day of June, A.D. 1931. M. M. JONASSON, Sec.-Treas., R. M. of Bifrost. Sjötugs afmæli GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR. póstafgreiðslumanns í Framnes- bygð. Fólkið í Framnesbygð fjölmenti í samkomuhú|s bygðar sinnar ar þann 25. maí s. I., er degi tók að halla. Tilefni samfundarins var það, að Guðm. Magnússon, einn af frumbyggjendum 1 þessu umhverfi, varð sjötugur að aldri, og hafði fólk komið saman til að minnast afmælis hans, með sam- fsgnaði og kærleiksgjöfum. Ýmsir söfnuðust þangað, auk bygðarfólksins, og fólks úr nær- liggjandi bygðum, o!g frá Árborg og Riverton. Meðal þeirra, er lengra voru að komnir, má nefna bróður Guð- mundar, hr. Ágúst Magnússon frá Lundar, ásamt tveimur son- um; hr. Rafnkell Bergsson frá Winnipeg, ásamt dætrum. Fleiri voru þar lengra að komnir, þótt ekki kunni eg að nafn'greina þá. Samsætið (hófst með söng. Því næst ávarpaði séra Sig. Ólafsson heiðursgestinn nokkrum orðum, en hr. Snæbjörn Jöhnson flutti því næst ræðu; talaði hann um störf Guðmundar í þágu félagsl EATON7S A Blend for Every Taste Not all tastes in Coffee are alike—^but to any man, his own taste is the most important to be satisfied. Eaton’s Coffees present a range to satisfy every taste—each blend with its own distinctive charac- teristics — each fresh roasted every day and ground to the purchaseWs order. Three blends: “Java and Mocha” Ib................-... “Plantation” m » lb...................... “Breakfast” jg lb......................UC Grooer.v Sectlon, Third Floor, Donald. *VT. EATON C° UMITED A Few Good Bargains in REGONDITIONED FURNITURE You can always save on furniture in Banfield’s ExchaitR'c Departinent. These are but a few of exceptional value on sale now and you may arrange payment terms to suit your con- venienee. Kx. Tables Solid oak, fumed fin- ish. 2 de- <t“7 CA níkiis. £ach. .. / -OU Folding: Ck>t« Four only, eomplete witli roll-up mattress, 2.3x6 ft. QC Complete at Davenport I/arg:e size oak frame, re-covered and re-fin- I*ríced $19.50 Kitcheu Cabinet Solid oak moilern cab- inets that are worth $50 to $60 new. <fcO"7 CH Two only V^/-3U Vanity Dresscr (•enuine walnut triple- mirror style, looks new $37.50 Chesterfield Bod Sulte Newly uphnlNtered in tapestry $89.50 Wieker Table Oval, faney desijpn, with enelosed ends. oZ $12.50 Bedroom Suitc Modernistic 5-p i e c e suite, watnut finish, like new. One Only Chesterfield Odd tapeitry up- holstered with ioose eushions. $29.75 Dressers VValnut finish three- drawer style with Kood Ch mlrr,,r $11.95 Gas Range I/arjfe size, wdth liijfh closet and douhle oven. (t'Q QC One only Tapestrj’ ChaJr I.nrge, comfortable pil- low, arm style witli eushion . $17.50 Kitchen Cabinet AVhite ennmel, i n reasonahly good con- ^c°ed $19.50 Oocasional Chairs Soliil w’alnut, almost new, in choice of up- hftlstering. VVorth $25 S $9.95 Buffet Extra lonst, heavy de- sisn, in fumed oak. Speeiai $39.5(5 Bui'fet Jacohean, hund carved oak. Sells at S05.00. One Prieéd $27.50 Windsor Cliairs Walnut finish, fancy I panel back desijpns. 1 *rh $3.951 Wickor Snite Threc pieces, fancj fibre wicker, w i t h seats* $24.75 Brass Beds Choice of ten, in assorted siz.es nnd de- KÍÍeh $1.95 Divanettes Flve only, Divanettes, newly re-cyvered and re-finished. These are just Iike (J'4 Q “7C new. Spec S> 1 - / O Scrver <>ld Knjjlish oak, with drawer and low sliclf. $7.50 Dininff-ltoom Suite Massive, liand carved, 9- pieee suite. Oriicinally <’«st nfw $1,500. Suit- ahle for hotel or large SpeeiS.r00,n$1 79.00 China Cabinct I-arRe size, douhle door style, k o I d e n Speeial $9.50 Coinbination Wardrobe VValnut finish, with drawer space anil ward- robe itO/Z “7C. space NpZD./v) skapar bygðarinnar, og um á-' hugamál hans; afhenti hann svoj gjafir við lok máls síns; voru þær: vanliaður stóll, gjöf frá fólki byfeðarinnar; ágæt stunda- klukka, gjöf frá börnum Guð- mundar, ásamt peningagjöf frá almenningi. Einnig var stór afmælis “cake” á borði, með sjötíu kertum, gjöf frá yngra og eldra fólki, er Guðm. hafði veitt tilsögn í kristindómi; var listaverk það gjört af hönd- um kvenfólksins Söngvar og ræður skiftust á, töluðu ýmsir í veizlunni um kvöld- j ið, auk þeirra, sem þegar hafaj nafngreindir verið. Hr. Ágúst Magnússon flutti i fagurt og vel samið erindi, er j hann las þar upp; einnig flutt.i hann bróður sínum kvæði. Hr. Björn Hjörleifsson frá Riverton mælti hlýyrði til heiðursgestsins. Hr. Gunnlaugur Holm talaði, og fléttaði saman á viðeigandi hátt bæði gaman og alvöru. Talaði hann um hversdagsleg störf Guð- mundar, bæð: frá fyrri og seinni tíð. Hjr. Jón Sigurðsson, póstaf- greiðslumaður í Víðir, talaði, og rakti hann enllurminningar um 35 ára viðkynningu við mann- inn, sem verið var að iheiðra; gat hann um fyrstu fundi í fiskiveri við Winnipeg-vatn, og svo ýmsa samvinnu í þarfir héraðsins, bæði fyr og síðar. Sérstaklega talaði hann um hve þarft verk Guðmund- ur Ihefði af hendi leys með upp- fræðslu barna og ungmenna í kristnum fræðum og með þátttöku í félagslífi bygðarinnar og þá sér- staklega í trúarlegum efnum. Kvæði fluttu, auk hr. Ágústs Magnússonar, hr. Bergur J. Horn- fjörð, og hr. Guðm. Einarsson, verzlunarstjóri í Árborg; einnig var lesið upp kvæði, er ort hafði hr. Lárus Árnason, vistmaður á Betel. Samúðarskeyti voru lesin upp frá séra Jóhanni Bjarnasyni, um 20 ár sóknarpresti héraðsins; hr. Sveini Thorvaldssyni, kaup- manni í Riverton, og hr. Thor. Lífmann í Árborg. Ef til vill tóku fleiri til máls þótt sá, er þetta ritar, muni það ekki, nú í bili; söngvar voru sungnir af fjöri og hrifningu; jágætar veitingar voru fram bornar af konum bygðarinnar; naut fólk sín vel þá og endra- nær. Við lok borðhaldsins tók Guðm. Magnússon til máls, og mæltist vel. Þakkaði hann hlýlhug og kærleika sér sýndan, og samfylgd og samvinnu sveitunga sinna frá fyrri og seinni tíð. Guðm. hefir ávalt verið einn i hópi þe>rra, er störfuðu að fé- lagsmálum sveitarinnar; bæði fyr og síðar, hefir hann, sem vikið hefir verið að, haft með höndum fræðslu til undirbúnings undir fermingu, og tekist það vel. Hann er maður fróðleiksgjarn og hefir ávalt haft ánægju af lestri bóka; en trúin á guð hefir ver- ið ljósið sem lýsti honum á hans breytilegu og oft hrjóstrugu æfileið. Sveitungar hans og vinir árna honum og börnum hans og öllum kærkomnum,* allra iheillá og blessunah. Miegi æfikvö'ld hans verða bjart, fagurt og 'hamingju- ríkt. Viðstaíddur. ÞAKKARORÐ. Hjartans þakklæti mitt eiga línur þessar að færa öllum þeim, skyldum og vandalausum, er heiðruðu mig, með fagnaðarsam- sæti og kærleiks-gjöfum á sjö- tugasta afmæli mínu. Þakkir, vinir, fyrir samfylgd | j liðinna ára og fyrir sólskins- stundirnar, sem í minni lifa. Guðmundur Magnússon, Framnes, Man. QLIMIT€Dn The Reliable Home Furnishers" 492 Main St. Phone 86 667 ELDUR í MOSA. Á hvítasunnudag voru skátar í Væringjaskálanum í Lækjarbotn- um, og komu þá drengir til þeirra, I sem verið höfðu þar á ferð í hrauninu. Báðu þeir þá að hjálpa til þess að slökkva eld, er kvikn- aði hefði í mosa í hrauninu. Skát- ani bugðu við og tókst að slökkva eldinn, þegar þeir höfðu unnið að því á aðra klukkustund. Þeir báru um 20 fötur af vatni í eld- inn og reyttu upp mosann um- hverfis bálið. — Sennilegt er talið, að kviknað hafi frá vindl- ingi, sem einhver hafi fleygt þarna frá sér. Jörð er ákaflega þur um þessar mundir og ætti ferðafólk að fara sem gætilegast með eld á víðavangi. — Vísir. ÓLAFUR ÁSTGEIR EGGERTSSON andaðist úr inflúenza-kendri lungnabólgu á Almenna spítal- anum í Winnipeg, eftir nokkurra daga legu þar, þriðjudaginn 17. febrúar 1931, 55 ára að aldri. Eg vitjaði hans á spítalanum, daginn eftir að hann hafði varið fluttur þangað; var hann þá málhress, en sjáanlega alvarlega veikur. Samt gerði eg mér Igóðar vonir um bata hans. Hann kvaddi mig með innilegu handtaki og broshýru andliti, eins og hans var venja. Tvisvar kom ég á spítalann seinna í vikunni; hafði honum þá svo elnað sóttin, að ekkert viðtal var leyft. Sá eg hann að eins í svip. — Fáum dögum síðar barst ættingjum og vinum sorgarfregnin, að hann væri horfinn í þi’lgnina miklu. Ólafur Ástgeir Eggertsson var fæddur 6. júní 1876, á Kol- beinsstöðum í Kolbeinstaðahreppi í Snæfellsness og Hnappa- dalsýslu. Faðir hans var Eggert Guðnason, en móðir Ástríð- ur Þorvaldsdóttir. Móðirin dó af barnsförum, er Ólafur fæddist, og tók móðurbróðir þans, ólafur Þorvaldsson (faðir Kristjáns Ólafssonar, umboðsmanns N. Y. Life í W.peg) svein- inn í fóstur næturgamlan og hafði heim með sér að Litla Hrauni, þar sem hann bjó. Sjö árum síðar fiutti Ólafur Þorvaldsson, er þá var orð- inn ekkjumaður, veítur um haf með fósturson sinn og nafna. Settust þeir fyrst að — ásamt bróður Ólafs fóstra hans, Þór- arni Þorvaldssyni,—norður við íslendingafljót í Nýja íslandi. Eftir nokkurra ára dvöl þar, fluttust þeir fóstrar upp til Winnipeg, og var heimili þeirra á Point Douiglas nokkur ár. Mikið ástríki var með þeim fóstrum, en eigi var sambúð þeirra langvinn, því Ólafur eldri varð nú aldurhniginn, heilsutæpur og efnalítill, og varð Ólafur Eggertsson, eins og svo margir unglingar á landnámsárunum, að fara út í heiminn á unga- aldri, til að vinna fyrir sér. En Ólafur eldri mun síðast hafa haft athvarf hjá hinni ágætu konu, Mrs. Ásdísi Hinriksson, — nú forstöðukonu við “Betel”. Ólafur mun hafa stundað ýmsa vinnu á uppvaxtarárun- um; nokkur ár vann hann við prentsmiðju blaðsins “Tribune” í Winnipeg, og fékk hin beztu meðmæli frá húsbændum sínum. Lítillar sem engrar skólamentunar naut Ólafur á yngri árum; en síðar var hann við nám á Wesley College stutt skeið, en námsgáfu og fróðleiksfýsn hafði hann í ríkum mæli og mátti heita sjálfmentaður. Seinna hneigist hugur )hans að leiklist, og mun hann hafa notið nokkurrar tilsagnar í þeirri grein. Var hann alloft falaður á skemtisamkomur með framsögn eða smáleik á fyrri árum, er þóttu bera vott um list'gáfu í þessa átt. 28. maí 1902 kvæntist ólafur og gekk að eiga Mörtu Maríu Anderson. Var heimili þeirra hér í Winnipeg; eitt barn fæddist þeim, er andaðist skömmu eftir fæðinguna, og nokkrum mánuðum síðar andaðist móðirin úr brjóstveiki. Festi hann þá ekki yndi í borginni, en fór vestur i Saskat- chewan-fylki og nam heimilisréttarland og “preepmtion’, suður af þorpinu Mortlack, á sérlega fögru svæði, með hæðum og hvömmum, og mun hin næma fegurðartilfinnin'g hans hafa ráðið valinu. Eignaðist hann þar hálfa “section” af landi og stundaði búskap, mestmegnis hveitirækt, á sumrum og farn- aðist vel, því hann var ráðdeildar maður og búhygginn, og naut mikillar vinsældar hjá nágrönnum sínum. — Á veturna dvaldi hann í Winnipeg og iðkaði leiklist og fleira. 12. júní 1912 kvæntist Ólafur seinni konu sinni, Jóhönnu Straumfjörð, dóttur Jóhanns Straumf jörð læknis, er nam land í Mikley o!g síðar bjó í Grunnavatnsbygð. En skugga dauð- ans brá aftur yfir Ihjúskaparhamingju Ólafs. Eftir tæpra tveggja ára sambúð fæddist þeim barn, en það kostaði lif móðurinnar. Barninu var komið í fóstur til Mrs. Ásdisar Hinriksson, en andaðist nokkrum mánuðum síðar, þrátt fyrir nákvæma umhyggju fóstrunnar. Mikið ástríki var með þeim hjónum og varð honum þetta þungbær sorg. En hann lét ekki bugast, he'Mur varð minning hinnar ágætu og ástríku konu honum hvðt tjl fórnfýsi og athafna fyrir !göfugt málefni. Fyrst gaf hann lútersku kirkjunni í Selkirk, þar sem kona hans hafði starfað og verið fermd, prýðilegan marmara- skírnarfont, til minningar um Jóhönnu Straumfjörð. Var sú fagra og smekklega gjöf afhjúpuð við hátíðleigt tækifæri og veitt viðtaka og þökkuð af séra N. Steingrími Thorlakssyni, er fermt hafði hina látnu. — Nokkru síðar réðst Ólafur í það, að safna fé fyrir gamalmennaheimilið “Betel” á þann hátt, að halda samkomur út um flest-allar bygðir íslendinga hér vestra, sunnan o!g norðan línu. Tókust þessar samkomur, er hann einn stóð fyrir og lagði til prógram á, mæta vel og hafði hann á þennan hátt upp, afgangs kostnaði, hálft annað þúsund. dollara, er hann gaf þessari kærleiksstofnun, er hefir notið svo almennrar vinsældar og velvilja fólks vors hér í álfu. — Gjöfin var til minningar um Jóhönnu Straumfjörð. Snemma starfaði ólafur að því, að sýna stærri og smærri sjónleiki meðal íslendinga hér í bænum. Einn af þeim var ‘'Pernilla”, eftir Holberg. Með þann leik var ferðast utan bæjar við góðan orðstír. Samverkamenn Ólafs við þann Ieik voru: Christopiher Johnston, skáldið, er síðar fluttist til Chicagó og dó þar fyrir fáum árum; Ró?a Eg- ilson, Sig. Júl. Jóhannesson, Karolína Dalmann, o. fl. Lék Ólafur ‘Hieronymus’ afburða vel í þeim leik. Nokkra sjónleiki æfði ólafur fyrir ísl. Stúdentafélagið hér í Winnipeg: Fyrst “Ungfrú Seiglier”, er Þorvaldur Þor- valdsson, er þá var formaður Stúdentafélagsins, hafði snúið úr frönsku, og lék ólafur hinn aldna og hrjáða greifa í þeim leik, frábærlega vel. Þegar hin fræga leikkona okkar, Guðrún Indriðadóttir í Reykjavík, kom vestur um haf, að tilhlutun klúbbsins “Hel!gi magri,” til að leika “Höllu” í sjónleiknum “Fjalla-Eyvindur”, eftir Jóhann Sigurjónsson, tók Ólafur öflugan þátt í leiknum, lék Arnes. Tókst leikurinn ágætlega og fór sigurför um bygð- ir íslendinga hér nærlendis, leikendum, og sérstaklega hinni listfengu aðkomnu leikkonu, til sóma og frægðarauka. Sá, sem þetta ritar, færði það í tal við Ólaf, hve æskilegt það væri, að Vestur-íslendingum gæfist kostur á að njóta hinnar glæsilegu leiklistar frú Stefaníu Guðmundsdóttur í Reykjavík. Ólafur tók þessari bendingu með fögnuði, og var það um tíma hans mesta áhugamál, að fá frú Stefaníu hingað vestur, og er það lang-mest honum að þakka, að sú hugmynd komst í framkvæmd. Til udirbúnings myndaði hann dálítinn leikflokk hér í Win- nipeg. Var svo frú Stefaníu boðið vestur og heitið samvinnu flokksins; þáði hún það og kom vestur, með son sinn Óskar og tvær dætur, Emilíu og önnu Borg. En Ólafur tók á sig fjármunalega ábyrgð í sambandi við fyrirtækið, og er það ekki nema eitt dæmi af mörgum um ósérplægni hans og fórn- fýsi. Frú Stefanía lagði til leikritin, o'g voru þessi leikin: “Kinnarhvolssystur”, eftir Hauch; ‘'Heimilið”, eftir Suder- mann; “ímyndunarveiki”, eftir Molier. Mörgum mun vera minnisstætt, hve frábærlega vel sú samvinna Ólafs og Stefaníu hepnaðist. Tókst hin innilegasta vinátta milli þessara göfugu listhneigðu sálna, er hvor um sig kunni svo vel að meta mannkosti og list hinnar. Eftir að frú Stefanía hvarf heim aftur með syni sínum, myndaði Ólaf- ur annan leikflokk, er ásamt hinum gáfuðu systrum, Emilíu og Önnu Borg, ferðaðist með hinn fræga sjónleik, “Þjónninn á heimilinu”, um bygðir íslendinga. í þeim flokk var Christo- pher Johnston skáldið og aldavinur Ólafs. Léku þeir aðal- persónur leiksins af mikilli list. Fyrir fimm 'árum stofnaði Ólafur til leiklistar-samkepni milli íslenzkra leikflokka, og gaf fagurt sigurmerki (Sigur- gyðja á íbenholt fótstalli), er keppa skyldi um hér í Winni- peg ár hvert. —- Tvisvar hefir verið kept um sigurmerkið. Fyrst vann flokkur frá Árborg, o'g í annað sinn vann flokkur frá Wynyard. — Nokkur sjóður hefir myndast í sambandi við þessa samkepni, og var það að tilmælum Ólafs, að honum var ráðstafað í byggingarsjóð þjóðleikhúss í Reykjavík, sem var honum mikið áhugamál að styðja með öðrum peningum, er hann hefir ráðstafað í þann sjóð; mun upphæðin nema rúm- um 2,000 krónum. Fyrir utan leikstörf meðal samlanda sinna, hefir hann afrekáð miklu og gat sér frægð meðal innlendra. Eftir að “iCommunity Players of Winnipeg” settu á stofn sitt “Little Theatre”, tók ólafur drjúgan þátt í starfi þeirra. bæði sem leikari og leikstjóri. Markmið þessarar “Little Theatre” hreyfingar er, eins og sumum er kunnugt, það, að taka aðallega til greina í vali leik- rita, listrænt og bókmentalegt gildi þeirra, en síður fjárgróða- von í sambandi við þau ; einnig að koma á framfæri verð- mætum í leikritagerð hinna ýmsu þjóðflokka, er flutt hafa til þessa lands. Árið 1925 lék Ólafur, ásamt öðrum landa vorum, Guð- mundi Thorsteinssyni kennara, í leik, sem toeitir: “The Little Stone House”, fyrir Community Players. Prof. Osborne, sem ritaði þá í blöðin hér um leiki “Community Players”, fórust svo orð, að “Sá leikur var eips stór-hrífandi og nokkur leiklist, er eg hefi séð.”-----“Leikendurnir höfðu átoorfendur alveg á valdi sínu.” í lok greinarinnar segir hann: “En aðal-sigur- vegararnir i þessum mikla leik, voru þau Miss Vernon Mc- Martin og O. A. Eggertsson.” Hrósar hann báðum fyrir frá- Dæra, hrífandi leiksnild. Er þessi vitnisburður Prof. Osborne að eins örlítið sýn- ishorn af hrósi því og viðurkenningu, er Ólafur hefir fengið í enskum blöðum fyrir leiklist sína. Sem leikstjóri gat Ólafur sér hinn bezta orðstír hin síðari ár. — Fyrir Communty Players æfði hann leikinn “Conflict”, og japanskan leik, “The Pine Tree”, afar merkilegan leik, sem tókst frábærlega vel. Fyrir “Women’s University Club” æfði hann hinn ágæta leik, “The Dover Road”, sem hann fékk mikið hrós fyrir. “Forgotten Souls”, eftir Pinski, æfði (hann fyrir Menorah Society (Stúdentafélag Gyðinga), og er það eftirtektarvert, að sú stórgáfaða þjóð sækir leiðsögn til íslendings. Fyrir skozk þjóðræknisfélög æfði hann umfangsmikinn leik, er býgður var á sögu Walter Scott’s, “Guy Maunering”. Var sá leikur leikinn á Walker Theatre og tókst mæta vel. En það sem er ef til vill aðdáunarverðast af því, sem Ólafur afrekaði sem leikstjóri, er það, sem hann gerði fyrir blindingjana. Á blindra stofnuninni hér í borginni voru nokkrir , sem iðkuðu sönglist og hljómlist, sumir höfðu iðkað leiklist, áður en þeir mistu sjónina. Samkomur höfðu þeir haldið í smáum stíl, en langaði til að koma á stórum leik, er að eins blindir léku í. — Leituðu þeir til Ólafs Eggertssonar. og tók hann að sér að æfa þá í sjónleiknum “A Pair of Spectacles”, eftir Sydney Grundy. — Með fádæma þolinmæði og nákvæmni, tókst honum að æfa þessa sjónlausu leikendur svo, að þe'gar þeir léku, fyrst á Plaýhouse og síðar á Walker leikhúsinu, var ekki hægt að merkja á tilburðum þeirra eða framkomu, að þeir væru blindir. Og leiknum gerðu þeir ágæt skil, og fengu, ásamt leikstjóra, verðugt hrós í blöðunum. Nokkra smærri leiki æfði Ólafur fyrir þá blindu, og voru þeir leiknir á Playhouse fyrir troðfullu húsi. í fyrravetur tókst ólafur á hendur að æfa og sjá um út- búnað fyrir “Fjalla-Eyvind”, «nsku þýðinguna, “Eyvind of the Hills”, fyrir Community Players. — Leikendur voru innlend- ir, að undanteknum ólafi, er lék Arnes, o'g ungfrú Aðalbjörgu Johnson, er lék Guðfinnu. Sá, sem þetta ritar, sá leikinn eitt, kveld, og að hans dómi tókst hann mjög vel, búnaður leiksviðs og búningar og gerfi leikenda viðeigandi. íslenzku leikendurnir léku aðdáanlega vel og sömuleiðis Frú Nancy Pyper, er lék Höllu, og Woolton Goodman, er lék Eyvind. — Leikurinn var leikstjóra og öllum hlutaðeigend- um til sóma. Mikinn áhuga hafði Ólafur á því á seinni árum, að koma þjóðlegum íslenzkum leikritum á framfæri meðal innlendra. Að því mun hanna hafa verið að starfa, er hann lagðist banaleguna. Listgáfa hans og smekkvísi þroskaðist stöðugt, enda um- gekst hann listrænt fólk, og naut samvinnu helztu listmál- ara innlendra hér í Winnipeg við leiksýningar sínar. Mikill bókamaður var hann og átti merkilega gott bóka- safn, er hann andaðist. Yngstur var hann systkina sinna. Tveir bræður eru dán- ir: Guðvaldur, dáinn 16. apríl 1927 og Helgi, er dó af slysi í Winnipeg á landnámsárum íslendinga hér. — Þau, sem lifa og syrgja þennan Jgöfuga og gáfaða bróður, eru: Mrs. Ásdís Jotonson, ekkja eftir Joseph Johnson, byggingameistara; Ásbjörn, fyrrum kaupmaður á Gimli, og Guðgeir, bóndi i Þingvallanýlendu^bygð, Sask. Minning þessa göfuga, listfenga og kærleiksríka manns, mun lifa lengi í hjörtum þeirra, sem þektu hann bezt. Friðrik Sveinsson. Innilegt þakklæti viljum við, systkini hins látan bróður vors, ólafs Ástgeirs Eggertssonar, votta öllum, er auð- sýndu samúð og aðstoð við útförina, og þeim, er lögðu blóm á kistuna. Mrs. Ásdís E. Joh'nson. Ásbjörn Eggertsson. Guðgeir Eggertsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.