Lögberg - 25.06.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1931.
LYDIA
EFTIR
ALICE DUER MILLER
!
Hann hélt svo áfram viðstöðulaust, að telja
fram það, sem sannast hefði fyrir réttinum, og
lagði sérstaklega mikla áherzlu á það, hve tím-
inn hefði verið stuttur, frá því Miss Thorne
hefði farið frá Miss Bellington og þangað til
slysið vildi til.
“Mikil ábyrgð hvílir á yður, herrar mínir, í
þessu máli. Verjandi málsins virðist.halda, að
íiinir ríku njóti ekki jafnréttis við hina fátæku
fyrir dómstólum þessa lands. Það hefir ekki
verið mín reynsla. Mér skyldi þykja vænt um,
ef eg gæti trúað því, að hinir fátæku ættu liægra
með að ná rétti sínum, heldur en hinir ríku, en
ég get það ekki. í mánuðinum sem leið, var
drengur dæmdur í þriggja ára fangelsi, hér í
þessum réttarsal, fyrir minna afbrot, heldur en
hé er um að ræða. Hann hafði ofan af fvrir
sér með því að keyra léttan flutningsbíl g sann-
anirnar gegn honum voru ekki nærri því eins
augljósar eins og hér á sér stað. Vér tókum oss
þetta nærri, en vér litum svo á, að réttvísin
yrði-að hafa framgang. Ef þér lítið svo á, að
sannanir séu fyrir því, að hin ákærða hafi fram-
ið það lagabrot, sem húji er kærð fyrir, þá
vænti ég þess, að þér látið ekki yðar eigin til-
finningar hafa nein áhrif á úi’skurð yðar, en
að þér hafið nægilegan kjark og ráðvendni til
að gera það, sem rétt er. Eg vænti þess, að
þér úrskurðið, að hin ákærða sé sek.”
Siðagætirinn lýsti nú yfir því, að þeir sem
vildu fara út úr dómsalnum, gætu gert það
nú, en meðan dómarinn talaði, gæti enginn
komið inn eða farið út. Það fór enfinn. Siða-
gætirinn lokaði hurðinni og stoð upp við hana.
Wiley vék sér að Iiydíu og hvíslaði að
henni, a*ð hún skyldi ekki láta þetta tal sak-
sóknarans, um mismunandi stéttir, auð og fá-
tækt, fá mikið á sig. að hefði litla þýðingu nú
á dögoim.
Það var alveg óþarfi að segja Lydíu þetta.
Allur hennar áhugi hafði skyndilega horfið,
þegar sókn og vörn málsins var lokið. Hún
varð þess vör, að það var þungt loft í réttar-
salnum og að hún var sjálf þreytt. Hún hafði
sjaldan á æfinni fundið eins mikið til þre>Ttu.
Dómarinn sneri stólnum sínum þannig, að
hann sneri sjálfur að kviðdómendunum. Það
var eins og hann væri að setja sig í stellingam-
ar, og hann fór hægt að öllu.
“Háttvirtu kviðdómendur,” sagði hann,
“vér erum nú komnir á það stig málsins, að
það er mín skylda að skýra málið fyrir yður,
með nokkrum orðum, frá sjónarmiði laganna.
Þér vitið, að lögin gera greinarmun á skyldum
dómara og skyldum kviðdómenda. Þér einir
hafið vald til að segja til um það, hvort hinn
sakborni sé sekur eða ekki, en lagaskýringum
dómarans ber yður að fylgja. Þér megið ekk-
ert tillit taka til þess, hvort yður finast lögin
réttlát, eða ranglát; hvort þér sjálfir kynnuð að
geta búið til betri lög.”
“Dæmalaust er þessi gamli maður leiðin-
legur,” hugsaði Lydía. “Það er engu líkara,
en hann hafi beinlínis ánægju af að segja alt
þetta.”
Dómarinn hélt áfram, og fór nú að skýra
það, hvað kviðdómendum bæri að taka trúan-
legt og hvað ástæða væri til að efast um. Hann
sagði, að efinn mætti ekki vera bygður á neinni
ímyndun. Efinn væri réttmætur, ef hann væri
bygður á skynsamlegum ástæðum, sem hægt
væri að gera grein fyrir.
Lydíu fanst mikil fjarstæða, að maður
fengi laun fyrir að segja þennan hégóma. Hún
hafði aldrei á æfi sinni fundið eins mikið til
leiðinda, eins og einmitt nú.
“Eg verð að draga athygli yðar að þrítug-
asta kafla hegningarlaganna. Þar segir, að
þegar stigbreyting er gerð á afbrotum, þá beri
kviðdóminum að ákveða hvaða stigi afbrotið eða
glæpurinn tilheyri, þegar hann finni hinn á-
kærða sekan. Að verða mannsbani, er einn
af slíkum glæpum. Hér er um fyrsta og annað
stig að ræða.”
Lydía hélt, að ef kviðdómendurnir vissn
þetta ekki nú þegar, þá hlytu þeir að vera hálf-
vitar, sem aldrei gætu skilið neitt, en dómarinn
hélt áfram að skýra málið.
“Ef þér komist að þeirri niðurstöðu, að hin
ákærða sé ekki sek um manndráp, sem teljast
megi til fyrsta stigs, þá ber yður að athuga,
hvort hún sé sek um annars stigs manndráp,
það er að segja, hvort óafsakanleg óvarfærni
af hennar hálfu hafi orðið þess valdandi, að
Drummond misti lífið. Þér verðið að nota dóm-
greind yðar til að komast að réttri niðurstöðu
og þér verðið að gæta allrar sanngirni—”
Dæmalaust var þetta leiðinlegt! Hún leit
til kviðdómendanna og hún sá, að þeir hlust-
uðu með mestu athvgli á hvert orð, sem dóm-
arinn sagði. Hún sannfærðist alt í einu um,
að þetta mundi nú bráðum á enda.
“Ef þér komist að þeirri niðurstöðu, að hér
sé ekki um manndráp að ræða, þá ber vður að
fríkenna hina ákærðu. Ef þér hins vegar er-
uð sannfærir um að hún sé sek, þá eigið þér
ekkert um það að hugsa, hvaða hegning liggur
þar við. Það ber dóamarnum að ákveða. Nú
hefi ég skýrt lögin fyrir yður, herrar mínir.
ér hafið hlustað á allan gang málsins og fram-
burð vitnanna. Yðuner frjálst að trúa fram-
burði vitnanna, eða trúa honum ekki, eða þá að
einhverju leyti, en ekki að öllu leyti, eftir því
sem dómgreind vðar vísar yður til. Athugið
alla málavöxtu ein3 nákvæmlega eins og þér
getið og látið svo dómgreind yðar ráða úr-
skurðinum.
Dómarinn j>agnaði. Kviðdómendurnir
.stóðu upp úr sætum sínum og gengu hver á
eftir öðrum inn í herbergið, sem þeim var
ætlað. Alveg viðstöðulaust var byrjað á næsta
máli, og það byrjaði nókvæmlega eins og mál
Lydíu — “réttvísin gegn—’
Lydía vildi Iielzt mega sitja kyr. Henni
faust hún engan mátt hafa til að standa upp. En
hún sá fljótt, að hér var ekkert um að gera,
hún varð að fara. Sá næsti beið þess, að setj-
ast í sætið hennar, Itali, órakaður og óásjáleg-
ur. Með honum var lögmaðui-, sem var svo
stór, að ítalinn sýndist eins og dvergur við
hliðina á honum. Þegar hún fór út, lieyrði
hún, að skrifarinn var að kalla nöfn kviðdóm-
endanna.
“William Roberts. ”'
•“FyrSta sæti.”
Homans dómari var töluvert upp með sér
af því, hvað alt gengi fljótt og greiðlega í sín-
um réttarsal.
XII. KAPITULI
Mörg af blöðunum í New York höfðu eitt-
hvað um þetta mál að segja morguninn eftir,
auk þess að segja frá því sem almennum frétt-
um. Ritstjórarnii- létu líka í ljós sína skoðun.
Þegar Lydíu var færður morgunmaturinn í
rúmið, voru henni líka færð ýms af blöðunum,
og hún las með mestu stillingu' alt sem þar var
að finna um þetta mál.
Blöðin höfðu margt að segja um það, hve
hve nauðsynlegt það væri, að fólk lærði að haga
svo ferðum sínum um þjóðvegina, að öðrum
stafaði eigi hætta af. Það væri ósköp til þess
að vita, hve gálauslega margir keyrðu bíla, sér-
staklega unga kvenfólkið, og þá ekki sízt ríkis-
fólkið, sem margt áliti, að sér væru flestir veg-
ir færir. Of mikil vægð í þessu efni gæti verið
skaðleg. Lögin yrðu að ganga jafnt yfir alla.
Þetta og annað þessu líkt höfðu blöðin að
segja.
Svo flestir eða allir voru ánægðir með mála-
lokin? Það leit ekki út fyrir annað. En
blaðamennirnir vissu víst ósköp lítið um það,
sem þeir voru að tala um. Þeir sögðu það, sem
þeir héldu að lesendurnir vildu heyra. Gremj-
an var það, sem vfirgnæfði alt annað í huga
hennar. Henni hafði liðið ósköp illa, þegar
kviðdómurinn gaf sinn úrskurð.
Henni hafði liðið (þolanlega þá klukkutíma,
sem hún beið eftir úrskurðinum. Hún hafði
verið nálega tilfinningarlaus og svo sem ekk-
ert verið um það að hugsa, hver úrskurðurinn
yrði. En þetta hafði alt breyzt, þegar hún
fékk að \úta, að kviðdómurinn hafði komist að
niðurstöðu í málinu. Hún beið með afskap-
legri óþreyju meðan nafnakallið fór fram í
síðasta sinn. Svo var henni sagt að standa
upp og snúa sér að kviðdómendunum, eða for-
manninum öllu heldur, Josiah Ilowell, sem var
maður sköllóttur og æði gamallegur. Hann
var næstum hræðilega alvarlegur.
Lydía setti sig í stellingarnar. Hún horfði
beint á hann og hún var að hugsa um það,
hvaða rétt þessi maður hefði í raun og veni
til þess að hafa áhrif á forlög sín og framtíð.
Það var þó ékki þessi maður, sem hún var eig-
inlega að hugsa um, heldur saksóknarinn, sem
hún vissi a,ð beið úrskurðarins með engu minni
óþolinmæði heldur en hún sjálf.
“Hver er úrskurður yðar?” heyrði hún að
sagt var. “Sek eða saklaus?”
“Sek um manndráp á öðni stigi,” svaraði
formaðurinn.
Lydía vissi vel, að allir litu til hennar. Hún
hafði heyrt um einhvern, sem hafði orðið svo
mikið um úrskurð kviðdómsins, að það hafði
lireint og beint liðið yfir hann. En það líður
ekki yfir neinn af reiði, og reiðin var það, sem
yfirgnæfði alt annað í huga hennar. reiðin við
þennan mann, sem nú hafði fengið það sem
hann hafði vilað. Þetta var næstum óþolandi,
að standa þarna og geta ekkert aðhafst, en vita
óvin sinn hælast um með sjálfum sér, þó hann
gerði það ekki upphátt. Hún sá engin ráð til
að taka frá honum þá gleði.
Kviðdómendunum var þakkað og þeim var
sagt, að þeir hefðu nú lokið skyldum sínum.
Wiley var að fá því framgengt, að hún mætti
vera frjáls, þangað til málinu hefði verið á-
frýjað og yfirrótturinn hefði gefið sinn úr-
skurð. Hún stóð þarna einsömul, stilt og ró-
leg. Hún var að hugsa um það, að einhvem-
tíma skyldi heimurinn fá að vita, með hvaða
móti þessi úrskurður hefði verið fenginn.
Hún hafði lifað reglusömu lífi meðan á
málinu stóð. Engan þátt tekið í félagslífinu
og vaida séð nokkurn mann, nema Wiley og
nánustu vini sína. En nú var engin ástæða til
að lifa svona kyrlátu lífi lengur. Hún hélt
meir að segja, að það væri ekki nema rétt og
mundi gera sér gott, að sýna heiminum, en þó
sérstaklega Mr. O’Bannon, að hún væri ekki
yfirbuguð og hefði ekki mist kjarkinn. Hún
ætlaði ekki að skoða sjálfa sig í tölu glæpa-
manna, f)á honum hefði tekist að telja þessum
kviðdómendum um, að þar ætti hún heima.
Hún keypti sér töluvert af nýjum og fall-
egum fötum, og fór út á hverju kveldi og dans-
aði fram undir morgun og svaf' fram á hádegi.
Hún komst í kynni við enskan leikara, sem
Ludovic Blythe hét, og var ekki nema svo sem
tvítugur að aldri, en hafði mikið sjálfsálit og
var talsvert hrokafullur. Yinu mhennar lík-
aði mjög illa, að hún liefði nokkurn kunnings-
skap við hann.
Samkvæmt hans ráðum^ ákvað hún að fara
til Englands í júlímánuði og útvegaði sér far-
rými. Wiley sagði henni, að það væri heldur
ólíklegt, að yfirrétturinn hefði þá kveðið upp
úrskurð í máli hennar, og ef ekki, þá gseti hún
ekki farið.
Hún svaraði ekki öðni en því, að það gerði
þá ekkert til, þó bún útvegaði sér farrými, eða
hefði það víst. ,
Hún gerði ráð fyrir, að vera lengst í Lon-
don, svo sem mánuð í Yenice og tvær vikur í
París til að kaupa fatnað og koma svo heim í
október.
“Ætlar þú að koma hingað?” spurði Miss
Bennett.
“Auðvitað. Hvar ætti ég að vera annars
staðar?” svaraði Lydía. “Þú heldur ekki, að
eg láti hrekja mig út úr mínu eigin liúsi?”
En það dróst, að dómur væri upp kveðinn,
og Lydía varð að hætta við ferðina til Evrópu.
Hún var afar óánægð út af þessu.
“Þessir gömlu dómarar eru mestu sila-
keppir,” sagði hún. “Nú hafa þeir tekið sér
hvíld í tvo mánuði, og eg get ekki komist burt
fyr en í séptember.” Hún sagði þetta þannig,
að það var auðskilið, að hún þóttist gera mikið
fyrir lög landsins, að breyta fyrirætlunum sín-
um þannig, bara til að hlýða þeim.
Hún hafði heyrt, að O’Bannon hefði farið
til Wyoming, og ætlaði að vera þar mánaðar-
tíma til að hvíla sig. Hún var að hugsa um,
að fara eitthvað vestur, þar sem hún bafði ekki
komið. En í þess stað leigði hún sér liús í New-
port og var þar yfir ágústmánuð. Blythe kom
þangað, til að vera þar yfir sunnudag, en var
þar í tvær vikur. Honum fór að lítast betur á
May Swayne, heldur en á Lydíu,, en þar með
var vinskapnum við Lydíu lokið. Hún lét hann
fara og May kærði sig heldur ekkert um hann.
Þessar tvær stúlkur voru eins góðar vinstúlk-
ur eins og áður.
Albee kom til að heimsækja hana, en hann
gat ekki staðið við nema einn dag. Hann var
önnum kafinn, eins og vanalega. *EIann var
nú að sækja um að verða kosinn Senator og
var alveg viss um, að hann mundi ná kosn-
ingu.
“Mér fellur Bobby einna bezt,” sagði hún
einu sinni við Benny. “Hann ætlast ekki til
alt of mikils. Mér er ómögulegt að þola þessa
ungiu, ráðríku menn. Ef þeir fá ekki öllu að
ráða, þá er ekki hægt að hafa eitt meira saman
við þá að sælda. Fái þeir að ráða, þá gera
þeir mann að engu, maður verður bara vesal-
ingur. ”
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE, EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard OffJce: 6th Floor, Bank of HamUton Chamhers.
Elinóra gat þess, að Lydía hefði boðið sér
að koma til sín í Newport og vera þar í
mánuð.
“Ætlið þér að fara?” spurði O’Bannon og
var óvanalega hvass í máli.
Hún sagðist ekki ætla að fara, en O’Bannon
sýndist jafnvel ekki ánægður með það svar.
“Eg skil ekki hvernig í ósköpunum þér get-
ið verið vinstúlka hennar,’ sagði hann.
“Ef þér bara þektuð liana, þá munduð þér
viðurkenna, að hún hefir marga ágæta kosti.”
“Hún hefir vafalaust marga kosti, en hún,
notar þá alla, svo sem vitsmuni sína og fegurð.
algerlega í eigingjörnum tilgangi.”
“Það veit enginn, nema sá, sem reynt hefir,
hve fjarska góð hún getur verið við þá, sem
henni þykir vemlega vænt um. Hún vill alla
skapaða hluti fyrir þá gera.”
“Fyrir alla muni, við skulum ekki tala meira
um hana,” sagði O’Bannon og kvaddi og fór.
Hann skrifaði henni bara einu sinni, en liún
gat alt af fengið að sjá bréfin, sem hann skrif-
aði móður sinni. Hún sá gömlu konuna aft
um þessar mundir, og hún gerði alt sem liún
gat til að hlynna að henni og var henni fram-
úrskarandi góð.
“Eg vil að Dan fái að njóta góði-ar hvíld
ar,” sagði Mrs. O’Bannon. “Hann hefir ekki
verið vel frískur . Hann hefir ekki sofið vel
og hefir verið erfiður í skapi, og það er ekki
líkt Dan að vera svoleiðis.”
O’Bannon kom heim í lok ágústmánaðar,
sólbrendur og heldur magur, en hann sagði að
heilsan væri í góðu lagi og sér liði ágætlega.
Það fyrsta, sem hann spurði móður sína, var
það, hvort hún hefði heyrt nokkuð um mál
Lydíu Thorne.
“Ertu mikið um það að hugsa?” spurði
móðir hans.
“Alls ekki. Þeir geta ekki breytt neinu
þar,” svaraði hann.
Lydía bauð Elinóni að vera hjá sér allan
ágústmánuð, en hún 'þáði það ekki og bar því
við, að hún gæti ómögulega verið í Newport.
En í raun og veru.vildi hún ekki vera með
Lydíu og helzt ekki þurfa að tala við hana, um
þessar mundir. 1 hvert sinn, sem þær sáust,
reyndi Lydía alt sem hún gat til að evðileggja
vináttu þeirra Elinóru og O’Bannons. Áður
hafði hún ekkert gert úr þessu, og hún liafði
bara hlegið að því, en nú var öðru máli að
gegna, því hún fann fullvel, að vináttan var að
mestu leyti farin út um þúfur. Hún sá hann
sjaldan, og ef það kom fyrir, þá var þó engin
innileg vinátta milli þeirra lengur, þó hann
vitanlega væri ávalt góðlátlegur í viðmóti
gagnvart henni og vinsamlegur.
Elinóra elskaði O’Bannon, en þá þannig, að
tilfinningar hennar gagnvart honum máttu
eins vel nefnast vinátta, eins og ást. Hún
mundi hafa gifst honum, ef hann hefði farið
fram á það, en hún mundi hafa gert það fyrst
og fremst til að tryggja sér félagsskapinn við
hann. Hún mundi hafa verið nokkurn veginn
ánægð, ef hún hefði haft tryggingu fyrir því,
að þau gætu alt af búið í nágrenni hvort við
annað, og- notið þeirrar ánægju að finnast oft.
En þá átti hún a hættu, að einhver önnur stúlka
tæki hann frá henni, ef þau væru ekki gift. Hún
vissi vel, að hann var bráðlyndur mjög og hún
trúði því sjálf, að þar gæti hún haft góð áhrif
á hann.
I ramkoma hans gagnvart sér, fanst henni
benda í þá átt, að það væri einhver önnur stúlka,
sem hann tæki fram yfir sig, en hún þekti svo
vel til hans, að hún vissi, að auk hennar sjálfr-
ar var Alma Wooley eina stúlkan, sem hann
hafði nokkurn vinskap við. Það gekk eitthvert
slúður úm það, að þeim væri nokkuð vel til
vina, en Elinóra gerði ekki mikið úr því. Ilenni
fanst hún skilja fullkomlega, hvernig vináttu
þeirra væri varið. Alma hafði afarmikið álit
á O’Bannon og hélt að hann væri öðrum mönn-
um meiri maður og vitrari og betri. Hún var
lionum mjög þakklát fyrir alla meðferð hans
á málinu og þó sérstaklega fyrir það, að hann
hafði gert elskhuga hennar að hetju, sem held-
ur hefði látið lífið, en að vanrækja skyldu sína.
í hennar huga var Lydía mesta misendis mann-
eskja. Hana grunaði, að O’Bannon hugsaði
eitthvað líkt því líka. Hann hafði aldrei orð að
segja um Lydíu. Elinóra mintist stundum
eitthvað a hana. En það var eins og að kasta
steini í hyldjúpt hafið. Það fékk ekkert berg-
mál af neinu tagi. Það var að eins einu sinni,
sem hann mintist á hana, og það var þegar
hann kom til að kveðja Elinóru, áður en hann
lagði af stað til Wyoming. Það var mikill
ferðahugur í honum, því hann langaði til að
komast til fjallanna, sofa undir beru lofti og
glyyma, um stund að minsta kosti, öllum og
öliu þarna austurfrá.
Dæmalaust, geta karlmenn verið óvægln-
ir, sagði hún. “Eg gæti ekki sagt vini mín-
um, að mér þætti vænt um að fara burtu frá
honum, jafnvel þó eitthvað kynni að vera
hæft í því.”
“Þetta er óþverraverk, sem eg hefi á hendi,”
sagði hann. “Eg er alt af að senda fólk í
tugthusið, og flest af því er ekkert verra en
annað fólk, og kannske ekkert verra en ég
sjálfur.”
ÁRSLOK 1930.
1 aldahöf öll síga síðast ár,
með sár og dauða. — Spilling, fals og tál. —
Með slys og mæðu, þrungin tregatár,
fþau tæmast 'burt og hverfa í myrkur-ál.
Það gamla o!g vonda brennir tímans bál;
en biðjum gott og 'nýtt oss þróist hjá. —
Nú hverfur ár, með allskyns glys og prjál,
en aldrei máist það af tímans skrá. —
Það skal kvatt í kvöld,—en geymt sem muna má.
Sælt, nýja ár! Kom hraust til starfs og stríðs,
með stefnu nýja, heilbrigð réttarvöld.
Hrek burtu kulda, léttu okið lýðs,
og láttu hverfa neyð og þun’gbær gjöld,
svo hljóma megi þökkin þúsundföld,
og þjóðin fái að lifa glaða stund. —
Sýn störfin merk, við endað æfikvöld,
og engan lát sitt grafa dýra pund. -—
Þessa allir óska heitt, — þú gefir 'gull í mund.
Lát sundrung víkja. Beindu hugsun hátt
til heilla og sigurs stefni viljinn rétt.
Lát eining ríkja, veittu veikum mátt,
og vernda fósturjarðar sérhvern blett. —
Og veit að bíði blessun hverri stétt,
svo batni hagur, — læknist þjóðarmein.—
Varðenglar lýðsins saman sitji þétt,
hin sanna og rétta blómgist trúargrein.
Þá verður okkar þjóð ei byrluð bölvun nein.
—Vísir. Jens Sæmundsson.
To High School
Students
School is the right time to enter upon a
business training.
Immediately following the close of High
The Holiday months will see you well
on your way if you enroll by July 1.
Make your reservation now. In any
case give us the opportunity of dis-
cussing with you or your parents or
guardians the many advantages of such
a commercial education as we impart
and its necessity to modern business.
The thoroughness and individual na-
ture of our instruction has made our
College the popular choice.
Phone 37 181 for an appointment.
DOMINION BUSINESS
COLLEGE
Branches at
ST. JAMES
and
ELMWOOD
The Mall
DAVID COOPER, C.A.
President.