Lögberg - 25.06.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.06.1931, Blaðsíða 4
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1931. líl- Högtiers Gefið út úvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD, Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins. The Columbia Press. Ltd., Rox 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Yerð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögherg” la printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Hvað er um þjóð- brautirnar ? Varið hefir verið til þess miklum tíma á undanförnum þingum, að ræða um hag þjóð- brautanna canadisku, og aflstöðu þings og þjóðar til þessara nytsömu samgöngutækja; er þetta í vissum skilningi gott og blessað, þó hinu verði jafnframt ekki neitað, að slíkt, komi fremur undir starfssvið sérfræðinga í jám- brautamálum en hinna, sem rígbundnir eru við einliliða flokkapólitík. Ef svo ber við, að eitthvað fer aflaga spor- brautum viðvíkjandi, þannig, að vagn hrökkvi út af teinum, er skuldinni jafnan skelt á fram- kvæmdarstjórnina; svo á það líka að vera; ]>að er hennar hlutverk, eða að minsta kosti á að vera það, að annast um að alt sé í lagi, að ekkert það fari fram hjá henni óaðgert, er á einhvern hátt kann að geta orðið til tjóns; algengar og óbrotinn þingmaður, hversu vel- viljaður sem hann er, fær í þess.u tilliti litlu, sem engu áorkað; járnbrautafræðingurinn er sá einni aðilji, sem fær er um að lækna það, er aflaga fer, og setja undir lekann. Komi á hinn bóginn til þess, sem vonandi verður ekki, að þjóðþingið setji brautakerfi þessu svo stólinn fyrir dyrnar í fjárhagslegum skilningi, að starfræksla þess bíði við það hnekki, má vel ætla, að þjóðin taki til sinna ráða og grípi alvarlega í taumana. Síðastliðin átta ár, hefir starfræksla þjóð- brautanna verið slík, að þjóðin má vel við una; ber til þess einkum tvent: 1 fyrsta lagi það, hve holl og viturleg forysta Sir Henrv Thorn- tons hefir verið, en í öðru lagi hitt, hve lítillar pólitískrar íhlutunar hefir gætt, starfrækslu brautanna viðvíkjandi. Núverandi stjórnarflokki hefir stundum verið borið það á brýn, að hann væri óvinveitt- ur þjóðnýting yfirleitt, 0g þá alt annað en hlið- hollur þjóðbrautakerfinu líka; sem betur fer, munu slíkar getsakir á veikum rökum bvgðar; nægir í því efni að vitna í ummæli fiskiveiðaráðgjafans, Hon. E. N. Rohdes, á þingi, þar sem hann afdráttarlaust lýsti yfir því, að andstöðu einstakra þingmanna úr stjórnarflokknum til þjóðnýtingar, mætti und- ir engum kringumstæðum blanda saman við afstöðu istjórnarinnar til þessa máls; þar væri ölduiigis ólíku saman að jafna. Þrátt fyrir yfirlýsingu Mr. Rohdes, er samt vissara fyrir þjóðina að vaka á verði; að þjóðbrautakerfið eigi marga harðsnúna andstæðinga, verður ekki um deilt, og það sennilega að miklu leyti í svipuðum hlutföllum, innan vébanda megin-flokkanna ,beggja; af- staða núverandi stjórnar til þessa máls, verð- ur samt sem áður ekki réttilega dæmd, fvr en eftir að fjárhagsáætlunin yfir starfrækslu kerfisins hefir verið lögð fram í þingi, og fjárveitingin afgreidd. Ýms helztu blöð núverandi stjórnarflokks, svo sem Ottawa Journal og Winnipeg Tribune, hafa farið hörðum orðum um þá þingmenn þess flokks, er öðrum fremur hafa veizt að þjóð- brautakerfinu; lét hið fymefnda blað þess getið, að slíkir menn ættu lítið tilkall til trausts kjósenda, og þyrftu heldur ekki að vænta þess. Um mál þetta fórust blaðinu Winnipeg Tribune þannig orð: “Flugumanna aðferð vissra íhaldsmanna, í sambandi við hin og þessi smávægileg út- gjöld þjóðbrautakerfisins, eru í. fylzta ósam- ræmi við hina opinberu stefnuskrá flokksins; afstaða Ottawa Iþingmanna (til þessa máls, verður því torskildari, sem auðsætt er, hve auð- velt er að komast að réttri niðurstöðu, án þess að verja miklum og dýrmætum tíma til yfir- heyrslu á þingi; stjórnin á greiðan aðgang að skjölum og skilríkjum þjóðbrautakerfisins, auk þess sem aðstoðarráðgjafi jámbrautarmálanna á sæti í járnbrautarráðinu, og getur þarafleið- andi látið stjóminni, sem og einstökum þing- mönnum, allar nauðsynlegar upplýsingar í té, nær sem vera vill. ” Eins og við hefir gengist á undanförnum ár- um, verður fjárhagsáætlun þjóðbrautanna lögð fyrir þing í ár; hvorki þing né þjóð má láta sér bregða, þótt gert kunni að vera ráð fvrir lægri tekjum, en í fyrra; ]>að er enn næsta hart í ári, og þess vegna ekkert óeðlilegt, þótt hagur þjóð- brautanna sé ekki í beinum uppgangi, fremur en annara stofnana j samt er svo langa langt í frá, að nokkur minsta ástæða sé til þess að örvænta um hag þeirra í framtíðinni. Þjóðbrautirnar veiða starfræktar framvegis, hvernig sem árar, hvernig sem viðrar; það er skylda allra stjórna jafnt, að vinna að vexti peirra og flokka. viðgangi, öldungis án tillits til Eins og vikið hefir verið að áður hér í blað- inu, verður fimtíu ára afmadi íslenzku bvgð- anna í Argyle, hátíðlegt lialdið að Grund, dag- ana þann 4. og 5. júlí næstkomandi; hefir prýði- lega verið til alls undirbúnings vandað, að því er vér höfum síðast frétt. Varanlegt nám þessara hagsælu og glæsilegu bygða, hóf.st árið 1881, þótt nokkrir frumherjar hefðu að vísu skoðað sig þar um árið áður. Hátíðin verður, eins og gefur að skilja, eink- um og sérílagi helguð minningu landnemanna; margir þeirra, sennilega mikill meiri hluti, er fyrstir lögðu hönd á plóginn, eru nú gegnir graf- arveg; fordæmi það, er þeir .sköpuðu, og létu niðjum sínum í arf, speglast þó enn, ungt og endurfegrað í þakklátum endurminningum þeirra, er landið tóku að erfðum. Nokkrir eru enn á lífi, og njóta vonandi ánagjunnar, sem hátíðin hefir að bjóða. Ge:a mun mega ráð fyrir m'killi aðsókn úr hinum ýmsu nýbygðum vorum, beggja megin landamæranna; að þarna verði um eftirminni- lega ánægjustund að ræða, þarf ekki að efa, því Argylebúar hafa orð á sér fyrir ram-íslenzka iisnu og skörungshátt. Mr. William C. Guthrie, forseti verksmiðju- eigenda félagsins í Ástralíu, ritaði fyrir nokkru grein um áhiif og afloiðingar tollverndar; var grein þessi fyrst birt í blaðinu “Financial Times”, sem gefið er út í Lundúnum. Mr. Guthrie kveðst um all-langt skeið hafa fylgt íhaldsstefnunni, og talið hana líklegasta til þess að halda iðnaðinum í réttu horfi; nú tjá- ist hanna hafa skift um skoðun, með því reynsla hinna síðari ára hafi beinlínis sannað sér, hve stór-háskaleg innilokunarstefnan sé; þess- vegna sé nú ekki um annað að ræða fyrir hin- ar ýmsu þjóðir, ef þær á annað borð eigi að geta átt nokkur viðskifti saman, en að draga úr tollverndinni, sem frekast megi verða. Um mál þetta farast Mr. Guthrie meðal annars þannig orð í áminstri grein: “Eg staðhæfi ekki, að tollvernd sé með öllu ónauðsynleg; hitt dylst mér samt ekki, að sé henni beitt um skör fram, getur hún haft hinap háskalegustu afleiðingar fyrir þjóðfélagið; því er haldið fram, að tollvernd skapi at- vinnu; sönnu nær virðist mér, að einmitt hið gagnstæða eigi sér stað. Mjög dregur það jafnan úr gildi tollverndar, hve óvægilega er um hana talað í kosningum og á pólitískum flokksþingum, því óumflýjanlega er hún frem- ur fjárhagslegs en flokkslegs eðlis. Um þessar mundir er ærið alment yfir því kvartað, að núverandi kreppa á sviði við- skiftalífsins, stafi frá of-mikilli framleiðslu, og verður ekki um vilst, að nokkuð sé til í því. Há tollvernd hefir skapað þá græðgi, er til þess hefir leitt, að meira var framleitt af ýmsum tegundum, svo sem hveiti, en þörf var á; allir vildu framleiða sem mest, til þess að geta kom- ist yfir sem mest. Slík hefir orðið reynsla Ástralíu þjóðarinnar, Bandarítójaþjóðarinnar, og Canada mun ekki ósennilega hafa svipaða sögu að segja. Allir keptust við að framleiða, allir vildu græða, en enginn virtist hugsa um það, sem nauðsynlegast var þó af öllu, sem sé það, að finna nýjar markaðsleiðir.” Því er spáð, að hinn nýkjörni forseti Frakk- lands, Paul Doumer, muni ekki eiga sjö dag- ana sæla á næstunni; virðist helzt svo, sem þingflokkur hinna róttækari jafnaðarmanna, sé staðráðinn í því, að gera honum eins erfitt aðstöðu og framast má verða; eru þeir sár- reiðir yfir ósigri Briands við kosningarnar, og ásaka forsetann og flokk þann, er studdi hann til valda, um mannaveiðar 0g kosningabrell- ur; fram að þes.su verður samt ekki séð, að forsetinn, þótt því sem næst sé hálf-áttræður að aldri, taki sér þetta nærri; segist hann muna margar forsetakosningar, og að ávalt hafi sami sónarsöngurinn komið fram í herbúðum þeirra, er lutu í lægra haldi. Almennar þingkosningar fara fram á Frakk- landi næsta vor, og er búist við, að þær verði óvenju heitar. Hefir Leon Blum, einn, af for- ingjum jafnaðaimanna, strengt þess heit, að skiljast eigi fyr við þann hildarleik, en hver einasti stuðningsmaður forseta sé í val fall- inn, og að þá verði forseti að sjálfsögðu að hröklast úr embætti. Sjálfsvirðing kirkjunnar Eftir Rev. W. R. Siegart, B:D. Allur agi má nú heita horfinn úr kirkjunni. Sú var tíð í sögu kristinnar kirkju, að umvönd- un og agi máttu sín mikils, þá var það einhvers vert að .standa í söfnuði. Misbyði safnaðar- maður trúarjátning sinni með illri breytni, var hann beittur aga og ámintur; og hjálpað var honum til þess, að sjá að sér og breyta kiisti- lega. Með þeim skilningi á köllun sinni og skyldu óx söfnuðurinn og útbreiddist. Nú er aðallega miðað við það, að safna sem hæstri höfðatölu, án tillits til þess, hvort þeir menn séu hæfir til þess að standa í söfnuði; og í öðru. lagi er áherzlan á það lögð, að hafa saman feykilega mikið fé, hveinig sem það er fengið. Um þetta er Stórfélögunum að miklu leyti að kenna, því valdhafar þeirra krefja söfn- uðina um fjölda meðlima og háan nefskatt. Þeim nægja ekki álögurnar árlegu, heldur er að auk, árið út og árið inn, skotið á prestinn kúlum nýrrar og nýrrar fjárbeiðni, unz honum skilst það, að í rauninni sé hann ekkert annað en f jár- heimtumaður. Þegar prestur í ár.slok skilar yfirfélaginu skýrslu safnaðar síns, þá er það ávinningur og tap á meðlima-tölu og fjárhæð- um, sem hann verður að skýra frá. Aldrei er að því spurt, hvernig andlegum hag safnaðarins sé farið, eða hvort hjörðin vaxi í náð Drottins. Um það virðist engan varða. Stór söfnuður, hátt nefgjald, dýrt kirkjuhús hylur fjölda and- legra yfirsjóna. En er kirkjan ekki að tapa á því, að leggja alla áherzlu á það, sem nú er nefnt? Vegsemd hennar hefir ávalt verið í því falin, oð kenna Jesúm Krist og breyta eftir honum. Enga betri auglýsingu getur hún fengið en það. Fyrir viðleitni sína, að innræta kenningar Krists og lífið eftir líkingu Jesú, getur svo farið hæg- lega, að kirkjan tapi allmiklu veraldar góssi, verði að sitja skör lægra í tízku-tildrinu og eignast færri gotnesk .stórhýsi, en fyrir það mun hún auðgast að siðferðilegum verðmæt- um, -andlegri lífsreynslu og himneskum mætti. Auður og völd hafa mörgum sinnum ætl- að að kyrkja kirkjuna, og nú á ný er hún kom- in í þá hættu. Margur prestur hefir oftar en einu sinni verið varaður við því að styggja hann ekki, þennan eða þennan, því hann legði svo vel til safnaðarins. Þeir, sem leggja til rriikið fé, vilja venjulega hafa mikil völd, þó ein- att reynist ®vd við grandskoðun, að samanbor- ið við tillag fátækrar ekkju, er tillag hins ríka alls ekki stórt. Ekki svo sjaldan ber það við, að kirkjan slakar á kló andlegra hugsjóna sinna, svo gullpeningarnir komist að. Vér fordæm- um Gyðingana fyrir það, að tilbiðja gullkálf- inn, en mér er spurn, hvort synd þeirrar hjá- guða-dýrkunar hafi ekki sterkara hald á oss, en vér viljum kannast við. Völd, auður og tízku-tildur eru syndir, sem brotist hafa inn í musteri sannleikans. Mér er spurn, hvort ekki sé sá tími kominn, að kirkj- unni beri að iðrast þeirra svnda sinna, og að hún fari að stæla vöðva sína og .sýna veröldínni, að hún sé til nokkurra hluta nýt; og að ætlun- arverk liennar sé hvorki að sækjast eft’r upp- hefð, auðlegð né völdum, heldur það, að flytja ka*rle'ka Guðs inn í sálir mannanna og færa mannlífinu frið og fögnuð. Mér er og spurn, hvort kirkjan ætti þá ekki einnig að gora hærri kröfur til meðlima sinna, og leitast við í al- vöru að framfylgja þeim kröfum. Að vera meðlimur í kristnum söfnuði ætti að hafa meira en lítið í för með sér. Það ætti að þafa það í för með sér, að maður helgi Kristi .sálu sína, og hafa í för með sér alyarlega viðleitni þeirrar sálar að lifa sann-kristilegu lífi virka daga ekki síður en á helgum. Fyrir nokkru síðan var eg sóttur til að syngja yfir ókunnugum manni. Þegar eg kom á heimili hins látna, var mér sagt það, í ó- spuiðum fréttum, að hinn framliðni hefði aldr- ei viljað lifa kristilegu lífi, heldur þvert á móti. “En,” sagði heimilisfólkið við mig, “það gerir ekkert til; hann má eins fá kristilega út- för fyrir því. Alt, sem til þarf, er að stinga tíu dölum að prestinum, og þá segir hann hvað sem við viljum.” “Fyrirgefið,” sagði eg, “en þá hafið þér ekki náð í réttan prest,” og eg kvaddi. En raunalegt er til þess að vita, að til eru þeir prestar, sem fegnir taka við tíu dölum upp á svona býtti, því “seint fvllist sálin prestanna”, segja menn. Hafi kirkjan nokkurt gildi, hafi hún nokk- urt 'hlutverk, þá ætti hún að hafa þá virðingu fyrir sjáfri sér, að hún framfylgi þeim skip- unum, sem Kristur hefir gefið henni. Kirkj- an bíður ávalt tjón við það, að leitast við að haga seglum sínum eftir hlevpidómum og kröf- um veraldlegs umhverfis. “Þröngt er það hlið og mjór sá vegur-------” Hvers yrði Jesús vísari í söfnuðum sínum, ef hann kæmi hing- að til jarðar aftur? (Höfundur þessarar alvarlegu hugvekju er lúterskur prestur í Bandaríkjum og tilheyrir %einu kirkjufélaginu í United Lutlieran Church. —Greinin er þýdd af B. B. J.)— .<— Sameiningin. Rural Municipality of Bifrost SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES By virtue of a warrant issued by the Reeve of the Rural Mun- icipahty of Bifrost, in the Province of Manitoha, under his hand and the corporate seal of the Municipality, to me directed and bear- mg date the lOth day of June, A.D., 1931, commanding me to levy on the several jiarcels of land hereinafter mentioned and described, ior the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on Thursday, the 16th day of July, A.D., 1931, at the Municipal Office, Arborg, in Manitoba, at the hour of two o’clock in the aíternoon proceed to sell hy puhlic auction the said lands for arrears of taxes and costs. Descrijition Arrears Costs Total Wy2 N.W. 6-22-4-E $ .50 $ 84.05 N.E. 0-22-4-E .50 139.93 S.W. 8-22-4-E 110.12 .50 110.62 Ny2 20-22-4-E .50 212.41 sy2 of Ny2 21-22-4-E ... 250.89 .50 251.39 N.W. 19-21-4-E 217.81 .50 218.31 S% of 27-22-4-E and all that portion of Sec. 26-21-4-E lying to the west of I.ake Winnipeg . .. 296.46 .50 296.96 Ny2 of Ny2 27-21-4-E 205.96 .50 206.46 S.E. 27-21-3-E 143.03 .50 143.53 S.W. 34-21-3-E 117.65 .50 118.15 N.W. 35-21-3-E 131.83 .50 132.33 S.W. 36-21-3-E 152.06 .50 152.56 N.W. 2-22-3-E .50 261.10 S.E. 2-22-3-E 141.64 .50 142.14 S.E. 4-22-3-E 272.26 .50 272.76 S.W. 4-22-3-E 170.29 .50 170.79 N.E. 4-22-3-E 192.41 • .50 192.91 S.E. 5-22-3-E 125.31 .50 125.81 S.W. 5-22-3-E 240.55 .50 241.05 N.W. 5-22-3-E 153.36 .50 153.86 N.E. 5-22-3-E 169.10 .50 169.60 S.W. 6-22-3-E ... 95.49 .50 95.99 S.W. 7-22-3-E ... 137.58 .50 138.08 N.E. 8-22-3-E .. 241.94 .50 242.44 N.E. 12-22-3-E 97.27 .50 97.77 N.W. 16-22-3-E 159.18 .50 159.68 sy2 of Ey2 of wy2 28-22-3-E ... 86.64 .50 87.14 sy2 of N.E. 32-22-3-E ... 72.82 .50 73.32 S.W. 33-22-3-E ... 121.81 .50 122.31 N.W. 34-22-3-E 144.40 .50 144.90 Sy2 of S.E. 34-22-3-E , 72.98 .50 73.4S E'/2 of Ey2 1-23-3-E 107.49 .50 107.99 sy2 of sy2 10-23-3-E 141.17 .50 141.67 Wy2 of Ey2 12-23-3-E and Wy2 of N.E. 1-23-3-E . 231.22 .50 231.72 N.E. 11-23-3-E 210.36 .50 210.86 N.W. 22-23-3-E .... 148.84 .50 149.34 S.W. 26-23-3-E 118.59 .50 119.09 S.W. 32-22-4-E 162.97 .50 163.47 S.W. 33-22-4-E 128.93 .50 129.43 N.W. 33-22-4-E 117.21 .50 117.71 N.W. 3-23-4-E 134.66 .50 135.16 S.W. 13-23-3-E 159.37 .50 159.87 N.E. 4-23-4-E 172.48 .50 172.98 S.W. 4-23-4-E 142.79 .50 143.29 S.E. 5-23-4-E 147.13 .50 147.63 N.W. 5-23-4-E . 136.63 .50 137.13 S.W. 5-23-4-E 249.27 .50 249.77 R. L. 10 West Sec. 17 and 18-23-4-E R.L. 11 West Sec. 8-23-4-E R.L. 12, 7, 13 West Sec. 7-23-4-E 323.34 .50 323.84 W.% of Ey2 8-23-4-E 170.18 .50 170.68 N.W. 10-23-4-E .......................... 123.03 N.E. 10-23-4-E .......................... 159.72 R. L. 8 East Sec. 16 and 17-23-4-E 184.08 N.W. 18-23-4-E 139.46 S. W. 18-23-4-E ........................ 179.19 House and Lot 61, Bl. 1, Pl. 13740 .....; 61.27 Lots 11 and 58, Bl. 1, Pl. 13740 127.88 Lot 41, Bl. 1, Pl. 13740 84.31 Lots 24 and 29, Bl. 2, Pl. 13740 67.02 Lots 32, 35 and 37. Bl. 1, Pl. 2212 94.62 Lot 6, Bl. 1, Pl. 2212 47.97 Lots 21, 22 and 23, Bl. 1, Pl. 2212 ... 52.94 Lot 2, BI. 2, Pl. 2406 212.41 I.ots 5 and 6, Bl. 1, PI. 2406 78.78 Lot 11, Bl. 1, PI. 2406 38.86 Lots 5 and 6, Bl. 3, Pl. 2406 79.11 Lot 23, Bl. 1, Pl. 2799 54.39 S.E. 16-23-3-E 132.30 N.W. 16-23-3-E .......................... 141.60 S.E. 18-23-3-E .......................... 136.77 N.W. 19-23-3-E 94.97 N.E. 19-23-3-E .......................... 136.77 N.W. 20-23-3-E .......................... 118.98 S.E. 20-23-3-E 146.33 N.E. 20-23-3-E .......................... 120.23 N.W. 21-23-3-E .......................... 131.75 S.W. 28-23-3-E .......................... 145.38 N.E. 30-23-3-E 202.14 S.E. 30-23-3-E........................... 124.00 S.W. 33-23-3-E 147.35 N.W. 22-23-2-E 102.71 S.E. 22-23-2-E .......................... 161.74 N.W. 34-23-2-E .......................... 142.60 S.E. 34-23-2-E .......................... 147.87 S.W. 10-23-2-E .......................... 126.54 N.W. 12-23-2-E 137.95 N.W. 13-23-2-E........................... 156.06 S.W. 13-23-2-E .............v........... 155.86 S.E. 1-22-2-E 116.21 Wy2 of S.E. 2-22-2-E ...............\... 68.35 S.E. 3-22-2-E ........................... 142.71 N.E. 4-22-2-E ........................... 135.48 NAV. 9-22-2-E ............................ 79.56 S.E. 10-22-2-E .......................... 115.26 S.W. 3-22-1-E ........................... 122.58 N.E. 7-22-1-E ............................ 77.97 N.E. 24-22-1-E .......................... 163.73 36-22-1-E ......................... 183.72 39-16-22-2-E ...................... 146.08 19-22-2-E ......................... 168.37 N.W. 19-22-2-E........................... 177.52 N.E. 28-22-2-E .......................... 123.86 R. L. 31, Sec. 29 and 29-22-2-E 147.03 \'y2 R.L. 29-31-22-2-E 183.08 N.W. 18-22-1-E ......................... 118.81 S. W. 18-22-1-E ........................ 127.20 N.E. 19-22-1-E .......................... 108.51 S. W. 22-22-1-E 157.55 N.W. 22-22-1-E 95.41 S.W. 27-22-1-E .......................... 154.04 N.E. 28-22-1-E .......................... 146.24 N.W. 28-22-1-E .......................... 109.67 N.W. 30-22-1-E .......................... 130.67 N.E. 30-22-1-E 83.31 S.W. 31-22-1-E 110.42 R.L. 52-13-22-2-E 308.51 R.L. 51-13-22-2-E ....................... 214.68 R.L. 45-14-22-2-E ....................... 198.93 N.E. 27-22-2-E 181.00 Lot 4, Bl. 1, PI. 2337 and Lot 10, BI. 2, Pl. 2337 ............. 26.26 Lots 4 and 5, Bl. 2, Pl. 1542 69.49 Lot 6, BI. 2, Pl. 1542 ............ 35.46 S.W R. L. S. W .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 •>50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 123.53 160.22 184.58 139.96 179.69 61.77 128.38 84.81 67.52 95.12 48.47 53.44 212.91 79.23 39.36 79.61 54.89 132.80 142.10 137.27 95.47 137.27 119.48 146.83 120.75 132.25 145.88 202.64 124.50 147.85 103.21 162.24 143.10 148.37 127.04 ’ 138.45 156.56 156.36 116.71 68.85 143.21 135.98 80.06 115.76 123.08 78.47 164.23 184.22 146.58 168.87 178.02 124.36 147.53 183.58 119.31 127.70 109.01 158.05 95.91 154.54 146.74 110.17 131-17 83.81 110.92 309.01 215.18 26.76 09-99 35.96

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.