Lögberg - 06.08.1931, Side 5

Lögberg - 06.08.1931, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. AGÚST 1931. Bls. 5. sjónir, erum vér fullvissir um, að hér mun búa í framtíðinni stór, hraust og þrekmikil þjóð, þjóð með háar og göfugar huigsjónir, er lætur mikið og gotjt til sín taka í vandamálum 'þjóðanna. Það er vor heitasta ósk, að svo megi verða. Vér óskum af alhug að Canada og hin canadiska þjóð, megi njóta fulls frelsis og friðar, og gnótt allra 'gæða falli henni í skaut meðan ljósöldur líða um lcindin blá, og bárur rísa á björt- um sjá. Prestastefnan 1931 FB. 27. jjúní. Hin árlega prestastefna var að bessu sinni haldin dagana 18.—20. júní. Hóst hún föstudag (18. júní) með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni, þar sem dómkirkju- presturinn, séra Bjarni Jónsson, prédikaði út af sálminum í 1. Pét. 2, 4-5. En fundirnir fóru eins og vant er frarr) í húsi K.F.U.M. hér i bænum. Kl. 4 hóust fundahöldin.—Bisk- up flutti bæn og bauÖ menn vel- komna og kjöri fundarskrifara séra Albert Eiríksson á Hesti. Voru þá alls mættir 32 prestar og 3 prófast- ar, en síÖar hætust 'nokkrir við, svo að tala synodusmanna mun hafa ofðiÖ nær 40. En auk þeirra sátu fundinn nokkrir eldri andlegrar stéttar menn, embættislausir og guð- ræðikandidatar. — Biskup gaf yfir- lit yfir helztu viðburði næstliðins fardagaárs og byrjaða á aö minn- ast 1000 ára hátíðarinnar á liðnu ári, sem hafði orðið landi og þjóð til svo mikils sóma, og öllum, sem hátíðina sóttu, til svo mikillar ánægju. Þá mintist hann tveggja látinna uppgjafapresta, séra Guð- laugs Guðmundssonar frá Stað í Steingrímsfirði og Kjartans próf. Helgasonar frá Hruna (af þjón- andi prestum hafði enginn dáið á fardagaárinu), ennfremur prests- ekknanna Jóhönnu Soffíu Jónsdótt- ur frá Viðvík (ekkju séra Zófóni- asar próf. Halldórssonar) og Guð- ríðar Pétursdóttur frá Höfða (ekkju séra Gunnars Ólafssonar). Af prestsskap höfðu látið á árinu prestarnir Jón Finnsson á Djúpa- vogi, Magnús próf. Bjarnarson á Prestsbakka, Magnús Þorsteinsson á Patreksfirði, Gunnar Benedikts- son í Saurbæ í Eyjafirði og Ólafur próf. Stephensen í Bjarnanesi. En af prófastsstörfum hafði látið séra Jón Pálsson á Höskuldsstöðum. Þjónandi prestar væru alls 103, en 10 prestaköll væru óveitt. Af 8 prestaköllum sem óveitt voru í fyrra (af því að þau, að undirlagi stjórn- arinnar, höfðu ekki verið auglýst) höfðu 4 verið veitt á fardagaárinu, en við þau 4, sem þá voru óveitt hefðu bæzt 6. Þessi 5 prestaköll hefðu verið veitt á árinu: Reykholt (Einari Guðnasyni), Breiðibóls- staður í Vesturhópi (Stanley Mel- ax). Grenjaöarstaður (Þorgrími Sigurðssyni), Stórinúpur (Jóni Thorarensen) og Bjarnanes (Eir- íki Helgasyni). En vígslu hefðu tekið: Einar Sturlaugsson til að- stoðarprests í Eyrarprestakalli, Sig- urjón Guðjónsson til aðstoðarprests í Saurbæ á Hvalf jarðarströnd og Þorgrímur Sigurðsson til Grenjað- arstaðar. Rinnig hafði biskup, með leyfi stjórnarvalda, veitt prests- vígslu Jóni Auðuns, er gerðist prestur utan-þjóÖkirkjusafnaÖar í Hafnarfiröi, í stað Ólafs fríkirkju- prests Ólafssonar, er lét af prest- skap sem júbílprestur á liðnu ári. Tveir nýir prófastar hefðu verið skipaðir: séra Jakob Einarsson fyrir /Norður-Múla og séra Sigurður Haukdal fyrir Barðarstrandar próf- astsdæmi. En tveir hefðu verið settir í bili: séra Björn Stefánsson fyrir Húnavatns- og séra Jón Pét- ursson fyrir A.-Skaftafells-prófasts- dæmi. Loks hefði verið kosinn og síðan skipaður vígslubiskup fyrir hið forna Skálholtsbiskupsdæmi: prófessor Sig. P. Sivertsen (i stað Valdimars Briem vígslubiskups, er lézt á næstliðnu ári). Nýjar kirkjur hefðu veriö reist- ar á Stórólfshvoli, á Flugumýri og i Vallanesi og byrjað á kirkjubygg- ingu á Siglufirði, Tjörn á Vatns- nesi og Vík í Mýrdal. Ný prests- íbúð hefði verið reist á Æsustöð- um í Eangadal (í Bergstaðapresta- kalli) og keypt íbúðarhús á Patreks- firði handa Eyrarpresti. Frumvarp til laga um íb'úðarhús á prestsetrum hefði legið fyrir Alþingi í vetur, en ekki orðið útrætt. Aftur voru 3 af frumvörpum kirkjumálanefnd- ar afgreidd sem lög frá Alþingi áður en þing var rofiö: um utan- fararstyrk presta, um bókasöfn prestakalla og um kirkjuráð, og hiðu þau nú staðfestingar konungs. Hinar kirkjulegu bókmentir hefðu á árinu auðgast um 3 rit: Apókrýfiskar bækur gamla testa- mentisins ) nýrri þýðingu að 2-3 eftir þá Þórhall biskup og Harald próf. Níelsson, en að 1-3 eftir þá Sigurð próf. Sívertsen og Ásmund dócent Guðmundsson. Hefðu hin- ir síðarnefndu tveir að öllu leyti séð um útgáfuna, en Biblíufélag vort hefði kostaö prentunina og hefði sett verð ritsins svo lágt, að þess væru engin dæmi á nálægum tíma um yfir 20 arka rit (5 kr. í bandi, en 3% kr. óbundin eintök). Þá hefði og verið prentað síðasta (fjórða) bindi “Almennrar kristni- sögu” eftir biskupinn, og væri því ritverki þar með lokið. Væru það samtals 90 arkir, eða nál. 1500 bls., og næði fram að byrjun heimsstyrj- aldar (1914). Loks hefði veriö prentað nýtt “kver”: “Kristin fræði,” eftir séra Friðrik Hall- grímsson, og fengið stjórnarvalda- leyfi til að nota það við ferming- arundirbúning barna við hliðina á hinum eldri lærdómsbókum. Biskup haði ekki haldið neina yf- irreið á næstliðnu sumri, en aftur hefði hann, sem fulltrúi íslenzku kirkjunnar tekið boöi norsku stjórn- arinnar um hluttöku í hátíðahöldum Norðmanna i Þrándheimi. En að hálfu guðfræðideildar háskóla vors hefði Ásmundur dósent Guðmunds- son tekið þátt í þeim hátíðahöld- um. Að loknu máli bar biskup fram venjulegar tillögur sínar um styrk til uppgjafapresta og prestaekkna og voru þær samþyktar umræðu- laust (alls úthlutað kr. 8490,00). Ennfremur gerði hann grein fyrir hag prestsekknasjóðsins, sem við síðustu áramót hefði verið orðinn kr. 60,434,30. Þá gerði Ásmundur dósent Guð- mundsson grein fyrir starfsemi harnaheimilisnefndar. Fjársöfnun í þágu þeirrar starfsemi heföi num- ið alls kr. 4,288. Höfðu gjafir safnast úr öllum prófastsdæmum landsins, en tiltölulega langmest úr Rangárvalla-prófastsdæmi. Jörðin Hverakot í Grímsnesi hefði verið keypt og þar reist mikið og vandað hús, sem gæti tekið 30 börn. Ákveðið hefði verið að vinna að stofnun dagheimilis fyrir börn á Siglufirði og að styrkja stúlku það- an til utanfarar til að kynnast þessháttar liknarstarfsemi. Lagt var fram á fundinum frumvarp til laga um barnavernd, frá barna- verndarnefnd, sem einnig hafði samið frumvarp til laga um fávita- hæli. Var nefnd kosin til að athuga frumvörp þessi (en álit sitt lagði itefndin fram á fundi Prestafélags- ins á Laugarvatni). I umræðum, sem urðu um þetta mál voru allir sammála um að votta barnaheim- ilisnefndinni þakkir fyrir ágætt starf hennar, og þá sérstaklega írummælanda, sem reynst hefði mestur athafnamaður innan nefnd- arinnar. Loks las biskup upp bréf frá Sjálandsbiskupi innihaldandi til- mæli þess efnis, aö íslenzkir prest- ar mintust frá prédikunarstól og í kirkjubæn 1. sunnudag í september þ. á. starfs þess, er nú væri unnið í heiminum til eflingar friði með þjóðunum, en sá sunnudagur væri næsti sunnudagur á undan setningu íriðarþingsins áformaða í Genf. Var í einu hljóði samþykt að verða við þeim tilmælum. Kl. 8.30 flutti séra Friðrik Hall- grímsson ágætt erindi í dómkirkj- unni fyrir almenning um boðskap kirkjunnar og starf. Föstudag 19. júní klukkan 9 var aftur gengið til fundar. Er sálm- ur hafði verið sunginn og bæn flutt, gerðu biskup grein fyrir messu- flutningi og altarisgöngum á næst- liðnu ári. Vegna þess, hve mörg prestaköll stóðu óveitt, hefðu mess- ur allsyfir orðið nokkuru færri en árið áður, en þó svo að kobið hefðu að meðaltali nærri því 40 messur á hvern prest. Af sömu ástæðu hefði fallið nið- ur altarisgöngur i fleiri prestaköll- I um en áður, og tala altarisgesta því orðið nokkuru lægri en árið á undan (alls 4957). Þá skýrði biskup frá störfum handbókarnefndar. Lét hann þess getið, að hann teldi nefndina nú hafa lokið þeim störfum, sem hún hefði skift með sér, til undirbún- ings nýrrar handbókar og bar fram tillögu þess efnis, að tveim mönn- um væri falið það starf, sem nú væri óunnið, að samræma hinar einstöku kirkjulegu athafnir o. s. írv. og tilnefndi þá tvo: Sigurð próf. Sívertsen og Ásm. dósent Guðmundsson, í von um að styrkur fengist af almannafé til þess að launa það starf þeirra að einhverju leyti. Urðu allmiklar umræður um málið og lauk þvi með full sam- þykki fundarmanna á tillögum for- seta. Þá hreyfði biskup nýmæli um aldurstakmark til fermingar, svo að mönnum yrði gert hægra fyrir en áður með að fá Ófullaldra ung- menni fermd og ekki þyrfti að ó- náða biskup með undanþágubeiðn- um, eins og nú ætti sér stað. Eftir allmiklar umræður var borin fram svohljóðandi tillaga: “Preststefnan óskar að prestum verði framvegis heimilt, án sérstaks aldursleyfis frá biskupi, að ferma börn, sem þeir telja fermingarhæf að þroska og þekkingu, ef þau ná 14 ára aldri innan næstu áramóta.” Var tillaga þessi samþykt í einu hljóði og biskupi falið í nafni presta- stefnunnar að greiða henni leið til hlutaðeigandi stjórnarvalda. Loks flutti Magnús prófessor Jónsson ítarlegt erindi um viðtök- ur kirkjulegu frumvarpanna á Al- þingi og horfurnar á framgangi þeirra. 'Var þá, er hann lauk máli sínu, komið að borðhaldstima,’ og því fundi slitið. Kl. 4 síðdegis hófst fundur að nýju. Samkvæmt dagskrá skyldi þá erindi flutt um kirkjulegt líf í Svíþjóð, en ræðumaður fékk sig leystan frá flutningi sökum lasleika. Var þá tekið fyrir næsta mál á dagskrá: “Kirkjan og Útvarpið”. Gerði séra Friðrik Hallgrímsson sem er í útvarpsráði af kirkjunnar hálfu, grein fyrir starfi útvarpsins, að þvi er snertir hina andlegu fræðslu og spunnust af því fjör- miklar umræður, er héldust allan fundartímann. Voru menn allir á einu máli um gagnsemi útvarpsins og flestir lýstu gjleði almennings víðsvegar um land yfir guðsþjón- ustunum, sem útvarpað væri. En einnig heyrðust raddir um, að hætt- ur gæti stafað af útvarpinu fyrir kirkjuna, svo að yrði til þess að draga úr kirkjurækni manna, auk þess sem ekki væri alt jafn holl fæða, sem bærist mönnum til eyrna gegnum “gjallarhornið.” Því var þó hréyft, af séra Gunnari Árna- syni, að æskilegt væri að útvarpið yrði að uppbyggilegri kveldhug- vekju (10-15 mín.) all virka daga vikunnar, aðra en laugardaga, og tillaga borin fram þar að lútandi, og var hún samþykt.— Að end- ingu þakkaði biskup fyrir hönd fundarmanna séra Friðriki Hall- grímssyni starf hans í útvarpsráð- inu. Kl. 8.30 flutti séra Ásmundur Guðmundsson ágætt og eftirtektar- vert erindi fyrir almenning í dóm- kirkjunni um kirkjuna og verka- mannahreyfinguna. Laugardagsmorgun 20. júní kl. 9 var aftur gengið til fundarhalds og hófst fundur sem áður með sálmasöng og bænarflutningi. Biskup skýrði frá því hvað liði sálmabókar-endurskoðuninni, sem áformuð hefði verið, að nefnd hefði enn ekki fengist sett til að vinna það verk og þá ekki heldur loforð fyrir neinu fé í því skyni, sem ó- hjákvæmilegt skilyrði væri fyrir, að koma sliku verki í framkvæmd. Verk eins og endurskoðun sálma- bókarinnar væri meira vandaverk en svo, að hrapa mætti að því, yrði vel að vanda það er lengi ætti að standa. Hinsvegar taldi biskup vandhæfi á því að fá endurskoðun- arnefnd skipaða öðru eins mannvali og nefnd sú* var skipuð, sem vann að sálmabókinni frá 1886, og naum- ast verið unnið svo að íslenzkum sálmakveðskap síðan, að úr miklu væri að velja. Hitt leiddi af sjálfu sér, að senn 50 ára gömul sálma- bók fullnægði ekki sem skyldi trú- arþörf einstaklinga á vorum dög- um, þótt hún þætti afbragð á sín- um tíma og væri álitin það enn af mörgum, bæði innan lands og utan. Þess vegna yrði það að teljast tima- bært mál að farið væri að vinna að endurskoðun hennar eða safna til viðbætis við hana, sem einatt væri fyrsta sporið til gagngerðrar endur- skoðunar. Umræður urðu ekki um þetta mál. Þá skýrði biskup frá tilhögun á- formaðrar biskupsvígslu næsta dag og þátttöku synoduspresta og ann- ara andlegrar stéttar manna í þeirri athöfn. Og vegna undirbúnings- ins undir þá athöfn óskaði biskup að prestastefnunni yrði lokið með þessum fundi, enda væri dagskrá ílokið ,'og fundarmenn hefði ekki hreyft við neinum málum, sem þeir óskuðu að hreyfa á prestastefnu þessari. Las forseti prestastefnunnar að fundarlokum 23. sálm Davíðs, flutti bæn og árnaði kirkju og þjóð allrar blessunar. Var þá sungið versið “Son guðs ertu með sanni” og þvi næst prestastefnunni slitið.—Vísir. EROS-MUSTERIÐl Marlgar þjóðir hafa sérstakar rannsóknarnefndir í Aþenuborg, og eiga þær að reyna að uppgötva sem flest viðvíkjandi fornöld Grikkja. Ameríkumenn eru þar, eins og víðar, fremstir í flokki, því að þeir hafa nóg fé. Nýlega var skotið saman sex og hálfri miljón króna í Bandaríkjunum, til þess að grafið yrði upp hið gamla torg Aígora í Aþenuborg. Nú er bygð á öllu því svæði, þar I sem torgið var, og til þess að geta grafið það upp, þarf að rífa nið- ur 450 hús. Seinustu fregnir af amerísku rannsóknarnefndinni eru þær, að hún hafi fundið musteri Eros. Vissu menn áður, að slíkt musteri hafði verið í Aþenuborg, en það var nú löngu feleymt, hvar það hafði staðið. — Lesb. Kennari: Að hvaða gagni er húðin á kúnni? — Hún heldur kúnni saman. Fjórðungsaldar afmœli Þegar tekið er tiilit til þess, hvílíkur aragrúi það er af félög- um, sem stofnuð hafa verið með- al Vestur-íslendinga og hversu skammlíf þau flest hafa verið, þá er óhætt að telja það merkisat- burð í sölgu hverrar bygðar eða hvers bæjar hér vestra, þegar félag hefir lifað í fjórðung aldar. Það var því ekki furða, þótt Gimli væri í sparifötum sunnu- daginn 19. júlí, enda væri synd að segja, að svo hefði ekki verið. Tilefni hátíðarinnar var það, að ungtlingastúka Goo<Jtemplara- félagsins hafði þá starfað stöð- ugt í 25 ár. Undirbúningur hafði verið hinn allra bezti; hátíðin fór fram í skemtigarði bæjarins, sem er “einn dýrðle'gi bletturinn, sem drottinn hefir skapað”, eins og Þorlákur biskup Bjarnarson komst að orði um Borgarfjörð- inn. Ræðupallurinn var allur fagurlega skreyttur og alt í bezta lagi. Brynjólfur Þorláksson söngkennari hafði æft unglingo- flokk frábærlega vel, eins og hans er vandi. Veður var hið ákjósenlegasta o!g hátíðina sótti fjöldi fólks, bæði úr heimahögum og annars staðar að; sérstaklega var fjölment frá Winnipeg, ekki einungis af Good- templurum, heldur voru þar margir aðrir. Herra Gumfjlaugur Jóhanns- son stýrði hátíðinni með fyndni og skörugsskap; skýrði hann frá ti'lefni hennar og las upp tvö kvæði, sem ort höfðu verið; ann- að eftir Oddnýju Helgason, hitt eftir Sig. Júl. Jóhannesson. Guð- jón Hjaítalín og S. B. Benedicts- son lásu upp sitt kvæðið hvor, sem þeir höfðu ort. Ræður fluttu: G. M. Bjarnason, um'boðsmaður .stúk. Skuld; A. S. Bardal, stórtemplar; séra Rún- ólfur Marteinsson, fyrv. stór- templar, og Sig. Júl. Jóhannes- son. Frú J. B. Skaptason flutti einkar fagurt ávarp; hafði hún gengist fyrir stofnun stúkunnar fyrir aldarfjórðungi, og mintist þess mjög fagurlega. Er von- andi, að ávarp hennar birtist í blöðunum; það er sannarlega þess vert. A. S. Bardal skemti með nýjum hátíðasöngvum frá íslandi. Hafði hann fyrir skömmu fengið send- ar hljómplötur, er þeir voru, sungnir á; var það hin ágætasta skemtun. Eins og fyr er ggtið, söng æfð- ur unglinga söngflokkur undir stjórn Brynjólfs Þoúláksonar. Fyrir því getur enginn gert sér grein, hversu mikið þjóðræknis- starf og hversu fagurt verk það er, sem hann leysir af hendi hq(r vestra með söngkenslu sinni. Er það illa farið, að þess skuli aldrei hafa verið minst með einhverri viðeigandi opinberri viðurkenn- ingu. “En seinna koma sumir dagar og koma þó,” segir mál- tækið. Skrautritað ávarp afhenti A. S. Bardal stórtemplar Mrs. Chiswell fyrir hönd stórstúkunn- ar, til þess að votta henni þakk- læti og viðurkenningu fyrir henn- ar mikla starf og áhrifaríku við- leitni í bindindismálinu yfirleitt og sérstaklega sem forstöðukona og verndari unglingastúkunnar. Var ávarpið skrautritað af mikl- um hagleik eftir Þ. Þ. Þorsteins- son. Mrs. Chiswell þakkaði með fá- um en fögrum orðum og var henni fagnað með dynjandi 'lófa- klappi Að líkindum birtist eitthvað af kvæðunum, sem flutt voru, en innihald úr ræðum er ekki hægt að birta, þótt sumar þeirra sann- arlega hefði átt það skilið. T. d. var afar mikill fróðleikur í ræðu A. S. Bardals — fróðleikur, sem fleiyi ættu að vita en raun er á, og eldurinn úr ræðu séra Rúnólfs Marteinssonar, vildi eg óska að væri lifandi sem víðast. Yfir höfuð var hátíðin í fylsta lagi ánægjuleg og Goodtemplur- um til mikils sóma. Sig. Júl. Jóhannesson. Þegar Amy Johnson kom heim eftir hið fræga flug sitt til Ástr- alíu, hafði hún engan stundlegan frið fyrir blaðamönnum, sem spurðu hana í þaula. Henni tókst að svara öllum spurningum þeirra, en spurningu/sem líti'l stúlka lagði fyrir hana, gat hún ekki svarað: Telpan spurði: —iHvar ætlaði frænka að lenda, ef jörðin hefði farist, meðan hún 1 var uppi í loftinu? The Newest Shoes For Town and Country Midsummer styles-to accom- pany sheer dark things. With a swagger, sophisticated smartness about them. Very moderately priced, too! VERY NEW An open shank sandal of patent with a novel cut out effect in front. An Advanced Mod- ern—well lasted. At M $8.50 FOR SPORTS A golf or country oxford of black and white calf. It has a rubber sole, and leather heel with a rubber lift. Tarsal support feature. At N $7.50. DRESSY A new Young Modern of brown ltid, with a laced-in inset of lighter brown on the vamp and quarter. Spike heels. At O $6.00. TAILORED A simple opera pump of black with a tiny piping of white to emphasize the join. A Women’s Shoc Section, Second Floor, Hargrave. moderate spike heel. At P $8.50. T. EATON C? LIMITED “SUCCESS” TRAINING IS THOROUGH TRAINING WHO IS A GRADUATE OF THIS COLLEGE? A graduate of our College is one who passes the required examinations set by the Business Educators’ Association of Canada. We do not set, nor do we examine, the final examination papers of our students. The Business Educators’ Association sets and examines all final examina- tion papers of its membership, and approximately 22,000 examination papers were written by students of B. E. A. Colleges in Canada during the year ending June 30, 1931. OUR EXAMINATION SYSTEM Students may write examinations on one or more subjects at the end of any month in the year. When all the sub- jects for any particular course are successfuMy passed the student is then awarded the graduation diploma of the Business Educators’ Association of Canada. Students who fail on any subjects are permitted to re-write at the end of any subsequent month, and many do so, even after leaving College. Evening students have the same examina- tion privileges as day students. B. E. A. DIPLOMA COURSES 1. STENOGIiAPHY (Partial) A : Shorthand, T.viH-uTÍting, Correspondenoc, Spelling, Pen- manship, Office Practice. 2. STENOGRAPHY (Partinl) B : Shorthand, Typewrltlng, Correspondence, Spelling, Pen- niansliip, Comptometer, Dictaphone, Office Practice. 3. STENOGRAPIIY (Complele) G: Bookkeeping, Rapid Calculation, Shorthand, Typewriting, Correspondence, Spelling, Penmanship, Office Practice. 4. STENOGRAPHY (Complete) D: Bookkeeping. Kapid Calculation, Shorthand, Typewriting, Correspondence, Spelling, Penmanship, Comptometer, Dic- taphone, Office Pi-actice. 5. COMPLETE OFFICE TRAINING COURSE: Bookkeeping. Accountancy, Actual Business, Commercial Arithmetic, Rapid Calculat.ion, Commercial Iaw, Corres- pondenee. S|H-lling. Pennvtnship, Shorthand, Typewritlng, Office Practice. (Comptometer and Dictaphone—optional). 6. SECRETARIAL: Shorthand, Typewriting, Business Detter Writing, Account- ancy, Spelling. Writing, Buslness Research, Rapid Calcu- lation, Secretarial Science. Aritlimetic, Business Organiza- tion and Administration, Hkxmomlcs, Money and Banking, Commercial I .a w. (Optional Subjectst Comptometer, Machine Aecounting, Stenotypy, Dictaphone). Tliis is tlie only complete Secretarlal Course available tn Western Canada. and has been authorized by the Business Educators’ Association of Canada. Some courses which are advertised as “Secretariai” are merely Stenography courses. The B. E. A. Secretarial Course has wonderful possibilities for students with tirade XI. or higher educa- tion. , 7. COMMERCIAL ACCOUNTANCY COURSE: Bookkeeping, Acoountancy, Arithmetic, Rapid Calculation, Business Law, Correspondence, Penmanship, Spelling. Optional Subjects: Typevvriting, Comptometer). 8. BUSINESS ADMINISTRATION COURSE: The first section of this course embraces aU the work cov- ered in Course No. 7 (Oommereial Aocountancy). The second section includes Business Management and Organi- /ation, Advanced Accountancy, Economics, Auditing, Money and Banking, Salesnmnsliip, Oomnioreial Geography, Of- fice Management. 9. COMPTOMETER AND TYPEWRITING: Comptometer, Typewriting, Rapid Calculation, Offioe Frac- tloe. 10. SPEED COURSE: Typewriting and Shorthand This course is planned with a view to tmproving the theory and speed of Isaac Pitman and Gregg writers, who through inaccurate theory training, or insufficient practice in dictation are unable to measure up to employment re- ttuirements. Those who desire to write for the B. E. A. Diplomn may do so by sitting for an examination in Spell- ing, Correspondence, Penmanship, Shorthand and Type- writing. 11. SHORTHAND, TYPEWRITING AND BOOKKEEP- ING: These three subjects may be studied separately, in groups of two, or all together, to suit the preferenoe of the stndent. SELECT YOUR OWN SUBJECTS While one of our regular courses more efficiently qualifies a student for responsible and remunerative employment, those who desire may select any subject or any group of subjects. Our system of individual instruction encourages rapid and accurate advancement, and permits each student to make the best posssible use of his time. LEADING IN RESULTS OF CIVIL SERVICE EXAMINATIONS During the year 1930-31 a check of the names of the suc- cessful candidates for the Civil Service Examinations of the Province of Manitoba (Stenography) has revealed that the large majority of passes were made by graduates of the Success Business College. It pays to be thorough, and it pays to attend a thorough College. LEADING IN RESULTS OF C. A. EXAMINATIONS Examination results of the Intermediate and Final papers set by the University of Manitoba and the Institute of Char- tered Accountants of Manitoba show that since 1928 the Success School of Accountancy of Winnipeg has had a higher percentage of passes among its students than was obtained by any other Accountancy School in Manitoba. For two years in succession the “Intermediate” C. A. Med- alist was a “Success” candidate. Individual Instruction in Day and Evening Classes Enroll At Any Time Our office is open every business day from 9 a.m. to 6 p.m., and on Monday and Thursday evenings from 7 o’clock to 10 o’clock. Those desiring to enroll are requested to telephone or call for an interview. PHONE 25 843 THE Business College PORTAGE AVE. AT EDMONTON ST. Phone 25 843

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.