Lögberg - 06.08.1931, Qupperneq 8
Bls. 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST 1931.
RobmfHood
FLOUR
Gerir betra brauð, kökur og kryddbrauð
Fjögra herber'gja íbúð fæst ti'l
leigu nú þegar að 278 Simcoe
Street hér í borginni; íbúðinni
fylgir kola- og gas-eldavél. Afar-
sanngjörn leiga. Sími 31 845.
Undirskrifuð vill fá vist á heim-
ili, þar sem er húsmóðir, en ekkí
mörg lítil börn. Er tilbúin að
fara í vistina 13. þ.m. — Mrs. J.
Einarson, Lundar, Man.
*
Ur bœnum
Mr. Egill Egilsson frá Brandon
og synir hans tveir, voru staddir
í borginni á laugardaginn.
Guðsþjónustur við Church-
bridge: í kirkju Konkordía-
safn. sd. 9. ágúst; í kirkju Lög-
bergs-safn. þ. 16. s. m. S.S.C.
Tveir af nemendum Jóhannesar
Pálssonar að Árborg, Man., tóku
próf hjá Toronto Conservatory of
Music, og hlutu mörk, sem fylg-
ir: Juliana J. Thorsteinsson, að
Geysir P.O., Introductory Violin,
honors, 76 stig; Ingvar S. Guð-
mundsson, Árborg (P. O., Intro-
ductory Violin, honors, 76 stig.
Mr. Jónas Jónasson, áður eig-
andi að Oak Dairy, er fluttur til
663 Pacific Ave. Sími 51241.
Dr. A. V. Johnson, tannlæknir,
verður í Riverton á þriðjudaginn,
hinn 11. þ. m.
Mr. Sigfús Halldórs frá Höfn-
um, gagnfræðaskólastjóri á Ak-
ureyri, lagði af stað heimleiðis á
þriðjudaginn í þessari viku.
Messur í prestakalli séra Sig.
Olafssonar fyrir ágústmánuð: —
Sunnud. 9. ág.: Hnausa kl. árd.,
Riverton kl. 2 e. h., Geysir kl. 8.30
síðd. — Sd. 16. ág.: Sylvan kl. 11
árd., Árborg kl. 2 e. h.. — Sd. 23.
á!g.: Framnes kl. 11 árd., Geysir
kl. 2 e. h., Riverton kl. 8 síðd. —
Sd. 30. ág.: Árborg kl. 2 e. h. og
Víðir kl. 8.30 síðd.
Mr. og Mrs. Jón Finnbogason
komu heim til borgarinnar hinn
25. júlí, eftir þrig*gja vikna dvöl
í íslenzku bygðinni í North Da-
kota. Voru þa« hjón aðallega
hjá Mr. Thorláki Björnssyni og
sonum hans að Hensetl og Mr. og
Mrs. A. F. Björnson, Mountain,
en komu þó til margra annara.
Framúrskarandi góðum viðtökum
segjast þau hafa mætt þar suður
frá og 'biðja Lögberg að flytja
íslendinlgum í North Dakota kæra
kveðjú sína og alúðar-kakkir fyr-
ir viðtökurnar.
Búnaðarfélagið í Árborfe’, Man.,
ætlar að halda sýningu á lömbum
(Fat Lamb Fair)i þar í bænum, á
mánudaginn hinn 10. þ. m.
Guðsþjónustur
verða haldnar í kirkjunni að 603
Alverstone St., sem hér se!gir:—
Fimtudaginn, kl. 8 e.h.: bæn og
biblíulestur. Sunnudaginn 9. ág.,
kl. 3 e. h., ensk messa, ræðumað-
ur: öldungurinn erkibiskup Phair;
kl. 7 að kveldinu á ísilenzku. —
í næstu tvær vikur: á mánudög-
um, þriðjudögum og fimtudögum
hafa þau Mr. og Mrs. Phair bib-
líukenslu kl. 8 að kveldi.
Mr. og Mrs. Phair eru hámentuð
hjón og vel að sér í ritningunni.
—Allir velkomnir. Virðingarfylst,
P. Johnson.
Mrs. B. Freemanson, og dóttir
hennar, Mrs. Fenton, frá Struth-
ers, Ohio, voru staddar í borginni
um he’gina.
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega næsta .sunnudag, !þ.
9. ágúst, á þeim stöðum í Gimli-
prestakalli, sem hér segir: í gam-
almenna heimilinu Betel kl. 9.30
f.h. í kirkju Viðinessafnaðar kl.
2 e. h. og í kirkju Gimli safnaðar
kl. 7 e. h. Óskað er eftir, að fólk
veiti þessu athygli og fjölmenni
við messurnar.
Á laugardaJgskvöldið kemur,
frá k'lukkan níu til hálf-tíu, verð-
ur víðvarpað íslenzkum hljóm-
plötusöngvum, sumum þeim feg-
urstu, er sungnir voru í sambandl
við Alþingishátíðina í fyrra. Er það
velvild CKY félagsins að þakka,
að þetta verður kleift. Mr. A. S.
Bardal á hljómplötur þessar og á
hann sinn góða þátt í þessari ráð-
stöfun. Margir íslendingar eiga
nú víðvarpstæki, og er þess að
vænta, að þeir noti sér þetta
tækifæri, til þess að hlýða á hinn
undur-fa&ra söng.
Frá
íslendingadagsnefndinni
Vegna rigningar laugardaginn 1.
ágúst, fórst íslendingadagshaldið
fyrir í Winnipeg þann dag.
Nefndin afréð að fresta degin-
um til laugardags 8. ágúst.
Fer þá fram í River Park það
prógram, er áður hefir verið aug-
lýst, að undanteknu því, að Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson flytur minni
íslands í stað Dr. Jóns S, Árna-
sonar frá íSeattle, .sem sökum ferða-
áætlunar sinnar og annna heima
fyrir, er gerðu honum ókleift að
bíða; einnig fellur úr minni Vest-
ur-íslendinga, er séra Fr. A. Frið-
riksson frá Blaine ætlaði að flytja,
en sem eigi gat heldur beðið, því
þeir félagar að vestan voru sam-
bílis. Einnig fellur úr fram-
sögn frú önnu S. Árnason.
Dr. J. T. Thorson flytur minni
Canada á íslenzku.
Nefndin hefir reynt að undir-
búa prógram dalgsins eins vel og
kostur er á, og er það nú undir
íslenzikum almenningi komið,
hvort dagurinn hepnast eða ekki.
Verði veður óhagstætt fer
prógramið fram í hinum stora
dans- og samkomusal í River
Park.
Dans að kveldinu í Good Templ-
ars’ Hall. Aðgengur 25c.
Mr. Thorbergur Eiríksson frá
Lundar, Man., og Miss ólafía Jó-
hanna Goodman frá Narrows,
voru gefin saman í hjónaband
hinn 29. júlí síðastl. Dr. Björn
B. Jónsson gifti og fór hjónavígs-1
an fram að heimili hans, 774
Victor St. hér í morginni.
Mr. Jóhann Friðriksson, guð-
fræðanemi, kom til borgarinnar
á þriðjudaginn. Síðastliðinn mán-
uð ,var hann út við Manitobava<tn
og prédikaði þar á tveimur stöð-
um hvern sunnudag. Mr. Frið-
riksson er nú á leið til Langruth
og býst við að verða þar þriggjí
vikna tíma.
Dr. Jón Árnason frá Seattle,
o!g séra Fr. Friðriksson frá Blaine,
Wash., komu til borgarinnar á
föstudaginn í/ síðustu viku. Með
þeim voru frúr þeirra og börn;
komu í stórum bíl alla leið. Bæði
Dr. Árnason og séra Friðrik ætl-
uðu að flytja ræður á íslendinga-
daginn í River Park, á 'laugardag-
inn, en af því hátíðarhaldi varð
ekkert, í það sinn, vegna rign-
ingar. Þetta larigferðafólk lagði
af stað heimleiðis á miðvikudag-
inn.
ÍSLENDINGADAGURINN
(WINNIPEG)
Laugardaginn 8. ágúst 1931
RIVER PARK
Forseti dagsins: SÉRA RÚNÓLFUR MARTEINSSON
Ræðurnar byrja kl. 3 e.m.
O, CANADA.
Ó, GUÐ VORS LANDS.
1. Ávarp forseta, séra Rún. Marteinsson.
Fjallkonunni fagnað.
Fósturlandsins freyja — Karlakór.
EE 2 Ávarp Fjallkonunnar:
SS frú Sigríður Björnson
3. Minni íslands—
= Raeða: Dr. Sig Júl. Jóhannesson.
Kvæði: séra Jóhann P. Sólmundsson
Söngur: Karlakór.
= 4. Ávörp frá tignum gestum.
= 5. Minni Canada—
Ræða: Dr. Joseph Thorson.
Kvæði: Þ. Þ. Þorsteinsson.
= Söngur: Karlakór.
ELDGAMLA ÍSAFOLD.
GOD SAVE THE KING.
IÞRÓTTIR
Þann 27. júlí s.l. andaðist á
heimili sonar síns, J. B. Vopna í
Kandahair, Sask., öldungurinn
Guðjón J. Vopni, tæpra 84 ára;
hann var blindur og rúmfastur
síðustu tíu ár. Foreldrar hans
voru: Jón Jónsson og Björg Guð-
laugsdóttir, sem bjufegu á Ás-
brandastöðum í Vopnafirði. Eft*
irlifandi kona hans er Guðríður
Sigurðardóttir frá Krossavík í
Vopnafirði. Þau komu til þessa
lands árið 1889, bjuggu ellefu ár
í Argyle-bygð, Man., og átján ár
bjuggu þau hjá Tantal'lon, Sask.
og síðustu þrettán árin í Kanda-
har, Sask.
Fyrsti þáttur íþróttanna byrjar kl.
10.30 f. m., með kapphlaupum fyrir börn
og unglinga. Verðlaun gefin.
Kl. 12 á hádegi byrjar seinni hluti
íþróttanna í 14 liðum og verður þar
fylgt reglum Amateur Athletic Union of
Canada.
íslenzk glíma strax að afstöðnum ræðu-
höldum
Kept verður um gull, silfur og bronze
medalíur, silfur bikar og belti.
f
íþróttir allar fara fram undir stjórn
þeirra Mr. G. S. Thorvaldsson og Mr.
Bjöms Péturssona.r
Kl. 8.30 að kveldinu byrjar dans í G. T.
húsinu á horni Sargent og McGee stræta;
Orchestra frá Gimli spilar fyrir dans-
inum. Gömul og ný danslög. Aðgangur
að dansinum 25 cents. Verðlauna-valz
aðeins fyrir tslendinga, fer fram kl. 10
e. m. Tvenn verðlaun gefin fyrir bezt
dansaðan “Round Waltz”.
Gnægðir af heitu vatni verða á staðn-
um fyrir fólk, til kaffigerðar.
Inngangur í garðinn, hvenær sem menn
koma, að deginum, er 25 cents fyrir full-
orðna, en 15 cents fyrir börn yngri en
12 ára.
lir
Alþingi sett
Reykjavík, 16. júlí 1931.
Klukkan 1 í gærdag, höfðu þing-
menn safnast saman í anddyri Al-
þingishússins o!g gengu svo þaðan
í fylkingu til kirkju — allir nema
jafnaðarmenn. Þeir voru kyrrir í
þinghúsinu meðan á guðsþjónustu
stóð.
Séra Sveinbjörn Högnason pré-
dikaði. Hann lagði út af orðum
Páls postula í 2. bréfinu til Kor-
intumanna.
Að aflokinni guðsþjónustu gengu
þin!gmenn til fundar i Neðri deild-
ar sal Alþingis. Þar las forsætis-
ráðherra upp hin venjulegu kon-
ungsbréf um, að A'lþingi væri
stefnt saman, og lýsti yfir að
þingið væri sett.
Þá bað forsætisráðherra ald-
ur.sforseta, Svein óilafsson í
Firði, að taka sæti í forsetastól
og stýra fundi unz lokið væri
kosnin!g forseta.
Var þá gengið til kosninga í
sameinuðu þingi. Var fyrst kosinn
forseti s.þ. Kosningu hlaut Ás-
geir Ásgeirsson með 23 atkv,;
Jón Þorláksson hlaut 15 atkv. og
Jón Baldvinsson 4.
Varaforseti S.þ. var kosinn Þor-
leifur Jónsson í Hólum með 23
atkv.; Magn. Guðmundsson hlaut
14 atkv., en 5 seðlar voru auðir.
Skrifarar í S.þ. ýoru kosnir með
hlutfallskosnin'gu þeir Ingólfur
Bjarnarson og Jón A. Jónsson.
Kosnir voru til Efri deildar,
með hlutbundnum kosningum:
Halldór Steinsson, Bjarni Snæ-
björnsson, Jakob Mðller, Einar
Árnason, Guðmundur ólafsson,
Ingvar Pálmason, IP’áll Hermanns-
son og Magnús Torfason.
Sósíalistar tóku ekki þátt í
þessum kosningum.
Kosning embættismanna deilda.
Efri deild:
Forseti var kosinn Guðm. ól-
afsson með 7 atkv., Jón Þorláks-
son fékk ( atkv.. Auður 1 seðill.
1. varaforseti var kosinn Ingvar
Pálmason með 7 atkv.; Guðrún
Lárusdóttir fékk 5 atkv. Auðir
tveir seðlar.
2. varaforseti kosinn Páll Her-
mannsson.
Skrifarar voru kosnir: Pétur
Matrnússon o!g Jón Jónson.
Neðri deild:
Forseti var kosinn Jörundur
Brvnjólfsson.
1. varaforseti Ingólfur Bjarn-
arson.
2. varaforseti Halldór Stefáns-
son.
Skrifarar voru kosnir: Magnús
Jónssjon og Bernh. Stefansson.
—MgM.
— Ósköp ertu vesaldarlegur.
—Mig dreymdi óttalegan draum
í nótt. Mig dreymdi það, að öll
þau dýr, sem eg hefi skotið um
æfina, stóðu umhverfis rúmið
mitt.
— Hvernig gaztu orðið hrædd-
ur við nokkra kjúklinga?
— Pabbi, var rauða blekið. sem
þú kevptir í gær, mjög dýrt?
— Nei, því snyrðu að því?
— Jú. ég helti því óvart nlður
á teppið í stássstofunni.
— Er það ekki leiðinlegt, að
vera rukkari? Allir biðja yður
náttúrlega að fara ti'l fjandans.
— Nei, nei — allir biðja mig
um það að koma aftur.
VEIKUR MAGI GERÐUR
HRAUSTUR
Ef þú hefir litla matarlyst, og ef Það
sem þú, borðar meltist illa og þér líður
illa og þér verður ilt af því, þá reyndu
Nuga-Tone bara fáeina daga og findu
þann mikla mismun sem verður á hellsu
þinni. Nuga-Tone bætir matarlystina
og gerir meltingurta auðvelda. Nuga-
Tone hreinsar eitur-gerla úr llkaman-
um, iæknar nýrna og blöðru sjúkdóma
og hægðaleysi og styVkir taugarnar og
vöðvana og öll líffærin. Nuga-Tone
fæst hjá lyfsölum. Hafi lyfsalinn það
ekki við hendina, þá láttu hann útvega
það frá heildsöluhúsinu.
Silíurbrúðkaup
Mr. og Mrs. S. Núpdal og Mr. og
Mrs. P. Tómasson, 28. júlí 1931.
Við drekkum engin Fróðafull,
og fóstrum enga Sögu.
Við sjáum aldrei glanslegt gull,
en gjörum stundum bögu.
Við eigum bara lítið ljós,
á litlum silfur-stjaka.
Við sjáum lífsins ljúfu rós,
og langar til að vaka.
Við elskum það sem fagurt finst,
og fríð er kærleiks rósin;
við þekkjum hana’ í öllu inst,
með ótal fögru ljósin.
Við finnum hana anda á æð
og önn af náttúrunni.
Við sjáum hana á silfurhæð,
í samfélagsins runni.
Við sjáum hana’ í sumarblæ,
á sólarkyngis vörum, .
við heyrum hana á barna bæ
í blíðrar móður vörum.
Við þráum hennar þýðu sól
á þroskans mær og sonu.
Við sjáum hana’ á silfurstól
í-sambúð manns og konu.
II.
Og þegar giftist Guðný ung,
hún gaf sig ekki Njáli,
hún var og er og verður þung
á vigtinni hjá Páli,
því fegri enga sér hann sól,
né sælli nýtur blíðu;
en það hafa fleiri hlotið skjól
af hennar rausn og þýðu.
Þá dagskrá vantar fjölbreytt
föng,
í frjálsu gleðimáli,
og ríður mjög á réttum söng,
þá ráðast menn að Páli.
Þá grúfir regn og gumar sjá,
að gott er að vera þresktur,
það er sem augun opnist þá,
og okkar Páll sé ‘beztur.
Þá skúr og hiti skrýða mörk
og skeinur kuldans sjatna,
hún Stebba er eins og stássleg
björk
hjá straumi tærra vatna.
En þegar sárin svella myrk
og sorgin býr á hvörmum,
þá lætur henni’ að dána styrk
af ljúfum kærleiks örmum.
Þó elli vinni mönnum mein
og mæði fyr en varði,
hún iðni tekur stóran stein
af Stefáns gönguskarði,
svo komist geti hann krókalaust
á kýfðan auðnuvelginn.
því enn er Núpdals höndin hraust
og hugur framtaks megin.
III.
Nú hef ég sýnt og sannað drótt,
að silfur er í þeim öllum,
með sigurbros og sálarþrótt,
á silfurbrúðkaups pöllum.
Ó, góði faðir, gefðu þeim
það gull, sem bryddir ljósin,
þá olíu, sem endist heim,
svo eflist kærleiks rósin.
Svo lifið öil í ljúfum draum
á ljóss og gæfu völlum,
við silfurtæran sælustraum
frá sálarlífsins fjöllum.
Og munið þann, sem mestur bjó
hjá mönnum heims og konum,
sem björtu ljósi’ á lífið sló
og leiðist öll af honum.
Fr. Guðmundsson.
— Æ, herra lögregluþjónn, það
er innbrotsþjófur hjá okkur og
konan mín hefir náð í hann. Vilj-
ið þér ekki koma og reyna að
bjarga honum?
Minni kvenfélagsins
“Frækorn”
Flutt á 25 ára afir.æli þess,
25. maí 1931.
Bezt í lífsins stormi stríðum
stælist þjóð mín fríð
hennar !gildi’ í heimi víðum
hækkar alla tíð.
Ættaralaukar lands við trygðir
lifi’ og þrokist hér;
hver sem eftir dáð og dygðir
dýran ávöxt sér.
Mestu konur minnar þjóðar
manndóm hlutu’ í arf;
offra lífi frjálsar, fróðar
fyrir göfugt starf;
braut til sigurs röskar ryðja,
ráðum fylgir dáð,
þar sem heilla-hendur styðja,
hæsta marki er náð.
Konur líkna úti og inni
æ hvar mest er þörf.
Æðstu þökkum aldrei linni,
ykkar fyrir störf.
Kærleiks hót og hendur snjallar
helga þenna da!g,
Blessi Guð um aldir allar
íslenzkt kvenfélag.
V. J. Guttormsson.
Hún: Hér sé ég í blaðinu, að
þeir í Ástralíu hafa stundum J
skifti á konunni sinni o!g hesti. i
Aldrei mundi þér koma það til |
hugar.
Hann: Auðvitað ekki — en j
ég vildi ekki að mín yrði freist-;
að með fállegum bíl.
VOR HEIT VÉR VILJUM HALDA.
Lág: Táp og fjör . . .
Það er satt: í lofti lág ,
llítilsigld og enn þá smá
erum við; en verðum senn
vaxnar konur, stórir menn.
Komi því kynslóð ný,
kröftum skili þangað til
landið okkar alt er “þurt”,
eitur keldum ræst á burt.
Eitt er víst, og það er það:
þungum kletti velt úr stað
getur orka ungmenna,
ef þau verða samtaka.
Komi því kynslóð ný,
kröftum skili þangað til
iandið okkar alt er “þurt”,
eitur keldum ræst á burt.
Þú, sem lengi lítinn her
leiddir öruígg, heill sé þér.
Haldi allir heitin sín,
hlotnast beztu launin þín.
Komi því kynslóð ný,
kröftum skili aþngað til
landið okkar alt er “þurt”,
eitur keldum ræst á burt.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Skrif.stofustjóri: Hver er það,
sem öskrar svona þarna á innri
skrifstofunni?
— Það er Nielsen —• hann er að
tala við Gautaborg.
— Farið þér inn til hans og seg-
ið honum að nota tálsímann.
Practice límited to:
EYE, EAR, NOSE & THROAT
Office Hours: 11—1 and 2—5
Beglnning Sept. lst.
Dr. H. FREDERICK
THORLAKSON
522 Cobb Bldg. Seattle, Wash.
Telephone: Main 3853
ZAM-BUK
iæknar verki, bólgu, blóðrás
af HÆMORRHOIDS (Piles)
Ointment 50c Medicinal Soap 25c
CARL THORLAKSON
úrsmiður
027 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
Dr. T. Greenberg
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annasrt greirtlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða stðr-
um. Hvergi sanngjamara verð.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Slml: 24 500
íslenska matsöluhúsið
par sem íslendingar í Winnipeg og
utanbæjarmenn fá sér máltíðir og
kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö*
og rúllupylsa á takteinum.
WEVEL CAFE
692 SARGENT AVE.
Slmi: 37 464
RANNVEIG JOHNSTON, eigandi.
VEITIÐ ATHYGLI!
Eg undirrituð hefi nú opnað
BEAUTY PARL0R
í Mundy’s Barber Shop, Portage
Ave., næst við McCullough’s
Drug Store, Cor. Sherbrooke
and Portage Ave.
Heimasími: 38 005
Mrs. S. C. THORSTEINSON
100 herbergi,
meö eða án baðs.
Sanngjarnt
verð.
SEYM0UR H0TEL
Siml: 2$ 411
Björt og rúmgðð setustofa.
Market og King Street.
C'. G. HUTCHISON, eigandl
Winnipeg, Manitoba.
HOTEL C0R0NA
Cor. Main St. and Notre Dame.
(Austan við Main)
Phone: 22 935
GORDON MURPHY, Mgr.
Þar sem íslendingar mætast.
J. S. McDiarmid
Chas. McDiarmid
McDIARMID BROTHERS
LIMITED
SASH, DOORS and MILLWORK
LUMBER
Phone 44 584
600 Pemjoina Highway
Winnipeg, Man.
SIGURDSSON, THORVALDSON
COMPANY, UMITED
General Merchants
Utsölumenn fyrir Imperial Oil, Limited
Royalite Coal Oil, Premier Gasoline,
Tractor and Lubricating Oils
ARBORG
PHone I
RIVERTON
Phone I
MANIT0BA, CANADA
HNAUSA
Phone 5 1 —
ring 1 4
Lipur afgreiðsla og vörugœði einkenna verksmiðju
vora. Stæráta brauðgerðahús í Canada. Vér sendum
vöruna heim til yðar hvernig sem viðrar.
1 00 umboðssalar í þjónuátu vorri.
Canada Bread
Company, Limited
Portage Ave. and Burnell St.
Phone 39 017-33 004
FRANK HANNIBAL, framkvæmdarstjóri