Lögberg - 17.09.1931, Síða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1931
Fertugaáta og sjöunda ársjDing
* Hins evangeliska lúterska kirkjufélags
Islendinga í Vesturheimi
Haldið að Garðar og Akra, N. Dak.,
dagana 25. til 27. Júní 1931
(Framh.)
Þá lá fyrir á ný fyrsta mál á dagskrá: Heimatrúboð.
I sambandi við það málefni lagði séra S. S. Christopher-
son fram þessa skýrslu:
Skýrsla ntn trúboðsstarfsemi
Með því eg hefi nokkurn tíma afgangs frá starfi mínu hjá
Konkordía og Lögbergs söfnuðum, hefi eg gert nokkrar fer'Sir þang-
að, sem er engin stöSug prestþjónusta. Vil eg til frekari skýringar
geta um þaS helzta.
Þann 10. ágúst síðastliSinn fór eg suður til íslendinga viS Tan-
tallon og Yarbo, og messaSi þar á tveim stöSum. Líka fór eg þangaS
þ. 8. mai til aS syngja yfir. SkýrSi eg þar nokkur börn í fyrri ferS-
inni. Býst eg ViS aS fara þangaS eftir kirkjuþingiS.
BygSirnar eru aSallega tvær á því.svæSi, og hafa þær gengiS
mikiS úr sér, aS því er fólksfjölda snertir.
Eg fór til íslendinganna viS Beckville í Manitoba, og var þar um
nokkurn tima til aS búa börn undir fermingu og staSfesti þau í
Smalley skóla þ. 15. marz. Fór guSsþjónustan aS nokkru leyti fram
á íslenzku og aS nokkru leyti fram á ensku, vegna þess aS margt
enskt fólk byggir svæSi þetta, sem ekki nýtur stöSugrar prest-
þjónustu. Var þaS ánægjuleg stund fyrir alla.
Þá hefi eg gert nokkrar ferSir meS járnlbrautinni, vestur frá
Bredenbury. Fór eg til Leslie þrjár ferSir, til aS syngja yfir; flutti
eg líka guSsþjónustu á einni ferSinni. Líka fór eg til Mozart til
aS syngja yfir þ. 10. april. Til Foam Lake fór eg og messaSi þar milli
jóla og nýárs.
Þá fór eg til Argyle-bygSar til aS syngja yfir þ. 28. janúar
síSastliSinn.
Haust og vetrar-mánuSirnir eru aSallega fritimi minn frá söfn-
uSum mínum; á eg því hægt meS og er fús til aS vinna aS trúboSs-
störfum út í frá um þann tíma.
Á kirkjuþingi aS GarSar, 26. júní, 1931.
Sig. S. Christopherson.
Þá er séra Sigurður hafði lesið skýrslu sína, var sam-
þykt að slíta fundi. Var sunginn sálmurinn nr. 240 og fundi
síðan slitið. Næsti fundur ákveðinn kl. 8 e. h. sama dag.
SJÖTTI FUNDUR — kl. 8 e. h. sama dag.
Fundurinn hófst með bæhargjörð, er séra Sigurður S.
Christopherson stýrði. Dr. Björn B. Jónsson flutti fyrirlest-
ur, er hann nefndi: “Þörfin að afkvista”. — Var honum, að
erindi því loknu, greitt þakklætisatkvæði með því að allir
stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra H. Sigmar. Um fyrir-
lesturinn, eða sumt í honum, urðu talsv’erðar umræður, er
stóðu yfir þar til kl. 10 e. h. Var þá samþykt að slíta fundi.
Sunginn var sálmurinn 245, hinni postullegu blessan lýst af
forseta, og var síðan fundi slitið. Næsti fundur ákveðinn kl.
9 f. h. næsta dag, í kirkju Vídalínssafnaðar.
SJÖUNDI FUNDNR — í kirkju Vídalínssafnaðar, laug-
arda'ginn þ. 27. júní, kl. 9.20 f. h.
Fundurinn hófst með guðræknisstund, undir umsjón séra
J. A. Sigurðssonar. Flutti hann stutta prédikun um “þröng
hlið og mjóa vegi”, út af þeim orðum í fjallræðu Jesú Krists,
í Matteusar guðspjalli.
Við nafnakall voru fjarverandi: Jóhannes Einarsson, A.
Loptson og O. Gunnarsson, er komu þó á fund litlu síðar.
Gjörðabók 4., 5. og 6. fundar lesin og staðfest.
Skrifari las upp bréf frá Á. P. Jóhannssyni, Winnipeg, er
verið hefir í skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla í mörg ár, þess
efnis, að hann sé ófáanlegur til að vera áfram í stjórnarnefnd
skólans.
Fyrir hönd fjármálanefndar la'gði J. J. Myres fram þessa
skýrslu:
Fjármálanefndin leyfir sér að leggja álit þetta fyrir hið hátt-
virta þing:
1. Nefndiri~ leggur til að féhirðir, til þess að gera
gagnrýning skýrslanna auðveldari í framtiðinni, setji í sérstaka
dálka það sem inn kemur í Heimatrúboðssjóð á árinu þannig: að í
einum dálki sé það sem inn kemur frá söfnuðum; í öðrum dálki það
sem einstaklingar gefa; í þriðjja dálki gjafir frá félögum ýmsum;
i fjórða dálki það sem kemur við ýmsar messur trúboðspresfs í sér-
stökum söfnuðum og í fimta dálki það sem söfnuður geldur presti þeim
vist kaup fyrir trúboðsstarf.
2. —l'Jtgáfumál.
(a) Nefndin finnur til þess að fjárhagur Sameiningarinnar
er í öngþveiti vegna þess að kaupendur borga ekki blaðið. Tap
“Sam.” s. 1. ár var $261.00 og óborguð áskriftargjöld yfir fleiri ár
nema nú $1850.00. Nefndin leggur til að þriggja manna nefnd sé
kosin til þess að aðstoða ráðsmann Sameiningarinnar við innheimtu
áskriftargjalds og söfnun auglýsinga.
(b) Nefndin leggur til að framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins
sé falið að annast um útgáfu Gjörðabókar eins og á undanförnum
árum.
3. —Heimatrúboðsmál. *
(a) Nefndin lítur svo á, að eins og nú standa sakir verði
kirkjufélágið að sameina sem mest krafta sína um kristilega starf-
semi á þeim víðtæku svæðum innan vébanda þess þar sem nú er lítil
eða engin kirkjuleg starfsemi þvi það liggur í augum uppi að öll
framtíð kirkjufélagsins er í voða nema bráð bót sé ráðin við þessu
ástandi.
Skýrslur bera með sér að af 54 söfnuðum kirkjufélagsins séu
nær 20 án fastrar prestsþjónustu. Nefndin vekur athygli á því að
sem stendur er ekkert fé til í Heimatrúboðssjóði; aftur á móti skuldar
sjóðurinn Hallgrímssöfnuði $400.00 samkvæmt ioforði á kirkju-
þingi í fyrra; ennfremur $200.00 sem stjórnarnefnd kirkjufélagsins
hefir lieitið Gimli prestakalli og sem fjármálanefndin leggur eiridregið
til að þingið samþykki. Er því nú sem stendur $600.00 skuld á Heima-
trúboðssjóðnum. Það dylst því engum að kirkjufélagið verður að
biðja söfnuði sína um meira fé á þessu ári en að undanförnu og
leggur því nefndin til að tekjur í Heimatrúboðssjóðinn verði áætlaðar
$1800.00.
(b) Því miður sér nefndin sér ekki fœrt að mæla með þvi að
beiðni Hallgrímssafnaðar um $400.00 styrk á þessu ári sé veitt, auk
þeirra $400.00 sem kirkjufélagið þegar skuldar söfnuðinum.
4. —Heiðingjatrúboð.
Sem stendur eru um $600.00 í Heiðingjatrúboðssjóði. Vér leggj-
um til að í hið minsta $600.00 sé safnað á árinu svo goldnir verði til
Heiðingjatrúboðsstarfs $1200.00 eins og á undanförnum árum.
5. —Stofnanir kirkjufélagsins.
(a) Að því er snertir stofnanirnar Betel og Jóns Bjarnasonar
skóla lítur nefndin svo á að þingið eigi ekki að heimila fjárkvaðir
á hendur söfnuðunum til þeirra þaj-fa, en að stjórnarnefndir þessara
stofnana hafi fjárhaginn algerlega með höndum án þess að söfnuð-
irnir séu þar í ábyrgð.
(b) Hinsvegar leggur nefndin til að einstaklingar innan kirkju-
félagsins styrki stofnanirnar með frjálsum framlögum, eftir því sem
hver og einn lítur á gildi þeirra.
J. J. Myres
P. Bardal.
E. H. Fáfnis
Á3björn Sturlaugson
Björn B. Jónsson.
Sam þykt var, að skýrslan sé tekin fyrir lið fyrir lið.
1. liður ræddur nokkuð, þar til séra R. Marteinsson gerði
þá tillögu, er studd var af mörgum, að þessum lið sé vísað til
framkvæmdanefndar, og var það samþykt.
2. liður var ræddur all-mikið. Loks gerði séra R. Mar-
teinsson þá tillögu, er séra N. S. Thorláksson studdi, að staf-
lið A þessa liðs sé vísað til framkvæmdarnefndar. Var tillagan
rædd um stund, en að lokum samþykt með 24 atkvæðum gegn
19. Var síðan stafliður B þessa Hðs samþyktur.
3. liður var ræddur nokkuð, þar til séra R. Marteinsson
gerði þá tillögu, er P. S. Guðmundsson studdi, að þessi liður
bíði skýrslu þingnefndar í heimatrúboðsmálinu, og var það
. samþykt.
4. liður var sömuleiðis ræddur allmikið. Séra R. Mar-
teinsson gerði þá tillögu, en Ásmundur Loptson studdi, að
þessum lið sé frestað þar til skýrsla þingnefndar í heiðingja-
trúboðsmálinu sé lögð fram, og var það samþykt.
5. liður ræddur lítið eitt. Séra R. Marteinsson gerði þá
tillögu, er var studd af mörgum, að láta lið þenna bíða þar til
nefndaálit, er snerta þessi efni, verða lögð fram. Var þetta
samþykt.
Þá var tekið fyrir á ný 4. mál á dagskrá: Betel.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði Jóhannes Ein-
arsson fram þessa skýrslu:
Betel nefnd
Nefndin hefir lesið meö athygli og ánægju rækilega skýrslu
stjórnarnefndar Betel. Skýrslan er all ítarleg og skýrir hvernig starf-
ræksla hefir verið möguleg án þess að skerða innstæðu stofnunarinnar,
sem aftur bendir á lofsverða ráðdeild. Nefndin leggut því til að
þingið samþykki það, sem hér fylgir, án þess þó að fyrirbyggja við-
auka, sem frekari umræður kunna að gera nauðsynlegar.
1. Að þakkað sé Guði fyrir náð og blessun þá er hvílir yfir
heimilinu.
2. Að þakkað sé stjórnarnefnd heimilisins, ráðsmönnum og
vinnufólki ágæta umönnun fyrir hag heimilisins og hlýa aðhjúkrun
sem heimilisfólki er veitt.
3. AS þakkað sé öllum þeim sem með gjöfum og góðvild hafa
styrkt þetta líknarstarf kirkju vorrar.
4. Að umsögn yfirskoðunarmanna um fjármálaskýrslu nefndar-
innar sé samþykt.
Á kirkjuþingi á Garðar, 26. júní, 1931.
J. Einarsson
Mrs. B. Kelly
J. J. Erlendson
Franklin Goodman
V. Johnson.
Klemens Jónasson lagði til og skrifari studdi, að skýrsl-
- an sé samþykt í einu lagi. Var það samþykt.
Þá lá fyrir á ný 2. mál á dagskrá: Heiðingjatrúboð.
Fyrir hönd þingnefndar í þessu máli, lagði séra S. S.
Christopherson fram þessa skýrslu:
Heiðingjatrúboðið
Nefndinni sem var falið að gera tillögur í kristniboðsmáli meðal
heiðingja leyfir sér að leggja fram eftirfarandi tillögur:
1. Þingið vottar trúboða sínum, séra S. O. Thorlakssyni og konu
hans innilegt þakklæti fyrir skýrslu þeirra utn trúboðsstarfið, og þá
alúðarkveðju, er þau sendu, og árnar þeim blessunar Guðs í starfi
þeirra.
2. Þingið þakkar séra N. S. Thorlakson greinar hans um trú-
boðsstarf trúboða vorra og svæðið sem þau starfa á. Er það ósk
þingsins að sem flestir riti um það mál í málgagni kirkjufélagsins.
3. Einhuga hvatning er gerð til presta, safnaða, sunnudagaskóla,
kvenfélaga og einstaklinga, að gera sér Ijósa grein fyrir nauðsyn á
trúboði meðal heiðingja, og sýna með glöggum ávöxtum kærleika
sinn við starfið.
4. Þar er trúboðið ibyg|;ist á skýlausum fyrirmælum frelsara
vors, álítur þingið það mikið vandamál að veita undanheldi í því
máli og ákveður því að leggja fram $1200.00 til starfsins á þessu ári.
5. Þingið fagnar væntanlegri heimsókn trúboða sinna. Býður
þá hjartanlega velkomna og hvetur söfnuði kirkjufélagsins að færa
sér í nyt komu þeirra með því að fá þá til að heimsækja sig og fá
sem bezta kynningu af trúboðsstarfinu.
S. S. Christopherson
Tryggvi Johnson
Mrs. J. A. Jósefson
B. T. Benson
Dora Benson
Samþykt var að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið.
1. liður samþyktur í e. hlj. — 2. liður sömuleiðis. — 3.
liður sömuleiðis. — 4. liður sömuleiðis, og um leið var 4. liður
í nefndaráliti fjármálanefndar, er hljóðar um sama efni,
einnig samþyktur. — 5 liður samþyktur. — Var nefndarálitið
síðan í heild sinni samþykt, og málið þar með afgreitt af
þinginu.
Dr. Björn B. Jónsson flutti þinginu hróðurkveðju frá séra
J. J. Clemens, í Aurora, 111. Mintist hann á, að á þessu þingi
væri 35 ára vígslu-afmæli séra Jóns. Væri hann nú, því
miður, alvarle'ga bilaður á heilsu og hefði látið af embætti.
Sagði hann, að séra Jón mintist nú, með þakklæti, bæði
prestakallsins, er hann hafði þjónað, og kirkjufélagsins, er
hafði vígt hann. — Lagði séra J. A. Sigurðsson til og séra
R. Marteinsson studdi, að forseta og skrifara sé falið, að
senda séra J. J. Clemens þakklæti, samúðarskeyti og bless-
unaróskir þingsins, og var það samþykt í e. hlj.
Var fundartími þá að verða á enda og vár fundi slitið kl.
12 á hádegi. Næsti fundur ákveðinn kl. 2 e. h. sama dag.
ÁTTUNDI FUNDUR — kl. 2 e. h. sama dag.
Tekið var fyrir á ný 5. mál á dagskrá:
Sunnudagsskólamál.
Fyrir hönd nefndarinnar í því máli lagði Stefán Hall-
grímsson fram þessa skýrslu:
bingnefndarálit í sunnudagaskóla málinu
1. Nefndin vill benda á þá afar brýnu nauösyn og skyldu, aö
börn, sem á sunnudagaskóla ganga, séu undirbúin á heimilunum.
2. Nefndin álítur að sjálfsagt sé, að nota það tungumál sem
að mestum og beztum notum kemur í skólanum, og að sunnudags-
skólar séu hvattir til að hika ekki vi'ð, aö stofna alenskar deildir i
sunnudagsskólum sínum, þar sem eru börn, sem ekki eru íslenzk, eða
börn og ungmenni, sem ekki hafa fullkomið gagn af kenslu á íslenzku,
og skal þar dómgreind umsjónarmanna og kennara ráða.
3. Nefndin álítur enga brýna þörf á að prenta íslenzkar sunnu-
dagaskóla lexíur, eða “Ljósgeisla,” þar sem hægt er að fá slíkt á
enskri tungu.
4. Nefndin vill allra vinsamlegast benda á það, að skylda hvílir
á sunnudagsskóla kennurum, að brýna fyrir nemendum skólanna, að
það sé sjálfsögð skylda þeirra, að leggja rækt við guðsþjónustur safn-
aðarins.
Á kirkjuþingi að Akra, N. D., þ. 27. júní, 1931.
Jennie M. Frost
' S. J. Sigmar
Stefán Hallgrímsson
T. Anderson
O. Anderson
Eftir litlar umræður gerði Klemens Jónasson þá tillögu,
er Mrs. J. A. Josephson studdi, að skýrslan sé samþykt í einni
heild. Var það samþykt og málið þar með afgreitt af þing-
inu.
Þá lá fyrir 6. mál ^ dagskrá:
Úngmennafélög.
Séra E. H. Fáfnis, er mál þetta hafði verið falið á kirkju-
þingi í fyrra, lagði fram þessa skýrslu:
Skýrsla um ungmenna starf mitt á árinu
Vísa eg fyrst til skýrslu skrifara sem sýnir að ungmenna félögum
hefir fjölgað um þrjú og einnig tala meðlima hefir aukist meira en
sem nemur meðlimatölu hinna þriggja nýstofnuðu félaga.
Eg hefi ekki átt kost á að ferðast til hinna ýmsu safnaða þar
sem engin ungmennafélög eru. Hefir starf mitt því verið aðeins í
mínu prestakalli. Þar hefir starfið verið þannig:
1 Frelsissöfnuði var ungmennafélag stofnað í sumar er leið af
ungum manni er Árni Sveinson heitir. Hann fékk styrk til þess hjá
enskum manni þar í sveit. Síðan hefir félagið starfað reglulega,
vaxið og telur nú milli 40 og 50 meðlimi. Félagið hefir styrkt pen-
ingalega Children’s Welfare Society.
1 Fríkirkjusöfnuði hjálpaði eg til þess að stofna ungmennafélag
í vetur. Tilheyra því nú milli 60 og 70 meðlimir. Félagið hefir pen-
ingalega styrkt Heiðingjatrúboð vort.
Bæði þessi félög hafa tekið að sér að vinna ýms verk fyrir söfn-
uðina og þannig létta starf þeirra.
En auk þess hafa félögin hjálpað til þess að færa sólskin inn í
huga margra sem þurftu þess með á erfiðum tímum. Og þess utan
þroskað hæfileika ungmenna sem annars hefðu ekki átt kost á að
þroskast.
1 Glenborosöfnuði var stofnað félag seinni partinn í vetur en
þótt 18 séu í félaginu erum við ekki enn fyllilega búin að koma fót-
unum fyrir okkur. En framundan er bjartur vegur og við erum full
af lífsþrá og starfskröftum.
Möguleikar eru margir á stofnun ungmennafélaga en bæði þarf
tíma og sérstakan mann til starfsins, og þá um leið kostnaður. Vildi
eg óska að hið háttvirta kirkjuþing athugi málið sem er eitt af stór-
málum þess.
Virðingarfyllst,
E. H. Fáfnis.
Samþykt var að veita skýrslunni viðtöku og þakka séra
Agli fyrir starf hans. Urðu þá nokkurar umræður um málið.
Að lokum lagði dr. B. B. Jónsson til, og Klemens Jónasson
studdi, að séra Egill sé beðinn að hafa mál þetta með hönd-
um á árinu. Þetta var samþykt og málið þar með afgreitt á
þessu þingi.
G. Thorleifsson vakti athygli á, að hér væri staddur á
þinginu gamall o& góður starfsmaður kirkjufélagsins, H.
Hermann, og lagði til, að honum sé veitt málfrelsi á þinginu.
Var það samþykt í e. hlj. og flutti H. Hermann hvetjandi ræðu
til þingsins um að temja sér að læra að meta unga fólkið og
starf þess, og var ræðan þökkuð af forseta.
Með því þá, er hér var komið, að ekkert ákveðið verkefni
var undirbúið til meðferðar, var samþykt að taka á móti til-
boðum um kirkjuþingsstað næsta ár. Forseti bar fram heim-
boð frá Hallgrímssöfnuði í Seattle. Bjóst hann við, að ýmsum
mundi þykja miklir örðugleikar á, að sækja kirkjuþin'g vestur
við haf, en slíkir örðugleikar væru þó alls ekki óyfirstígan-
legir, og heimboðið væri í vinsemd og einlægni fram borið.
Dr. B. B. Jónsson minti á, að það væri til standandi tilboð
frá Fyrsta lút. söfnuði um kirkjuþingsstað. Var að þessu
búnu samþykt, að fela þetta efni framkvæmdanefnd kirkju-
félagsins.
J. J. Myres vakti athygli á, að á fundi væri maður, er
margir mundu kannast við og mikinn áhuga hefði á öllu því,
er íslenzkt væri og til sóma mætti verða íslandi og íslenzkri
þjóð, og lagði það til, að Birni Magnússyni væri veitt mál-
frelsi á þinginu. Var það samþykt í einu hljóði, og flutti
Björn stutta en skörulega tölu, um íslenzkan jurtagróður og
trjárækt. Var talan þökkuð af forseta.
Þá lá fyrir 7. mál á dagskrá: Samband kirkjufélagsins
við önnur lútersk kirkjufélög.
Forseti skýrði frá, að framkvæmdanfend hefði í fyrra
verið falið að undirbúa málið fyrir þetta þing. Hefði fram-
kvæmdan^endin falið þriggja manna nefnd úr sínum hópi
að undirbúa málið. Bjóst sú nefnd við að leggja nú málið
fram á þingi, með þeim undinbúningi, er málið var búið að fá
í höndum nefndarinnar, en hefði svo horfið frá því áformi, og
legði nú til að málinu sé, til frekari undirbúnings, frestað til
næsta kirkjuþings. — Gerði þá dr. B. B. Jónsson þá tillögu,
er J. J. Myres studdi, að þingið aðhyllist þessa ráðstöfun,
og var það samþykt. — í sambandi við mál þetta flutti forseti
bróðurkveðju og árnaðarorð frá dr. F. H. Knubel, forseta
United Lutheran Church.
Þá var tekið fyrir á ný 1. mál á dagskrá: Heimatrúboð.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra J. A. Sig-
urðsson fram þessa skýfslu:
Heimatrúboð
Nefndin í Heimatrúboðsmálinu telur það gleðiefni að áhugi
vestur-íslenzkra kirkjumanna er áreiðanlega að vakna í því efni. En
aftur er hið örðuga fjárhagsástand í ýmsum söfnuðum kirkjufélagsins
því til fyrirstöðu að nefndin dirfist að leggja til að tekin séu ýms
þau framfaraspor er hún þó æskir. En nefndin leggur til:
1. Að séra N. S. Thorlákson, er gefið hefir kost á þjónustu
sinni, sé fenginn til að vitja safnaðanna í Saskathewan eða annara
stöðva og framkvæmdarnefndinni sé falið að greiða ferðakostnað og
á annan hátt að ráðstafa starfi hans.
2. Að framkvæmdarnefndinni leyfist að semja við hr. Jóhann
Friðriksson um trúboðsstarf um sumarmánuðina, einkum í bygðum
íslendinga í grend við Manitobavatn.
3. Að framkvæmdarnefndin færi sér í nyt hjálp þeirra presta
kirkjufélagsins er ekki starfa alt árið hjá söfnuðum sínum.
4. Að söfnuðir er njóta fullrar prestsþjónustu séu beðnir að
gefa það eftir að sóknarprestar þeirra vitji prestslausra bygða, helzt
kirkjufélaginu að kostnaðarlausu.
5. Að framkvæmdarnefnd sé heimilað, ef fjárhagur heimatrú-
boðssjóðs leyfir, að styrkja Hallgrímssöfnuð í Seattle í hinu örðuga
starfi hans í þeirri stórborg, með $200.C(0.
6. Að þingið feli forseta að skipa feinn sunnudag á árinu, sem
helgaður sé heimatrúboðsstarfinu.
R. Marteinsson
Jennie M. Frost
W. G. Hillman
M. Briem
G. B. Olgeirson
Axel Sigmar
Jónas A. Sigurðsson.
Samþykt var að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið.
1. liður samþyktur í e. hlj. — 2. liður samþyktur, 3. og
4. liður sömuleiðis. — 5. liður var ræddur þar til auglýst
var fundarhlég frá kl. 4.15 til kl. 4.45, til að gefa þingmönn-
um og gestum færi á að þiggja kaffiveitingar í næsta húsi við
kirkju Vídalínssafnaðar.-----------Þegar fundur kom saman
aftur, var sunginn sálmurinn nr. 14. Að því búnu gerði G.
Thorleifsson þá tillögu, er séra R. Marteinsson studdi, að 3.
liður, í nefndaráliti fjármálanfendar, sé tekinn fyrir í sam-
bandi við þennan 5. lið í nefndaráliti þingnefndar í heima-
trúboðsmálinu. Var það samþykt.
Fóru nú fram talsverðar umræður um efni þessara um-
ræddu liða. Eftir nokkrar umræður gerði dr. B. B. Jónsson
þá breytingartillö'gu við 3. lið, staflið A, og G. Thorleifsson
studdi, að fjársöfnun til heimatrúboðs sé færð niður úr $1,800
og í $1,200. Var það samþykt. — Þá gerði dr. B. B. Jónsson
þá breytingartillögu við 3. lið, staflið B, er G. Thorleifsson
studdi, að Hallgrímssöfnuði í Seattle sé lánuð $200, rentu-
laust, í 5 ár, úr kirkjubyggingarsjóði. Breytingartillögu við
það gerði J. J. Vopni, er séra R. Marteinsson studdi, að í stað
$200 komi $400. Var þessi breytingartillaga rædd lítið eitt,
síðan borin undir atkvæði og feld. Var fyrri breytingartil-
lagan síðan samþykt. Var með samþyktum þessum þar með
komin breyting á 3. lið nefndarálits fjármálanefndar, staflið
A, stafliður B þess nefndarálits þar með fallinn, og sömu-
leiðis 5. liður í áliti þingnefndar í heimatrúboðsmálinu. —
Þakkaði forseti fyrir hönd Hallgrímssafnaðar, þessi úrslit, er
hann taldi ljósan vott um velvilja þingsins í garð Hallgríms-
safnaðar, þegar tekið væri tillit til þeirra almennu fjárhags-
vandræða, er nú væru.—Að þessu búnu var skýrsla heimatrú-
boðs-þingnefndar, með áorðinni breytinlg, samþykt. Sömuleið-
is var 3. liður, stafliður A, í f jármálanefndarálitinu, með áorð-
inni breytingu, samþyktur.
Frá Islandi
Vík í Mýrdal 24. ágúst.
Aðfaranótt sunnudags brann
til kaldra kola íveruhúsið á Nyk-
hól í Pétursey. Eigandi hússins,
Grímur Sigurðsson, hafði áður
selt jarðeign sína, nema húsið
og skika kringum það, o'g notaði
nú húsið aðeins. að sumarlagi.
Hann og kona hans og fimm ára
barn voru þar og aðrir ekki. Elds-
ins varð vart um kl. 2 og er gisk-
að á, að kviknað hafi út frá
reykháf. Lítið var af innan-
stokksmunum í húsinu og björg-
uðust þeir að mestu. Grímur
sótti menn á aðra bæi, en engin
tök voru að slökkva og brann hús-
ið á tveimur stundum. Hús þetta
var timburhús, portbygt, stórt og
vandað. Mun hafa verið bygt
1915—1916. Það var vátrygt
fyrir 10,000 kr.
Heyþurkar hafa verið daufir,
en úrkomulítið, og hefir heyskap-
ur gengið sæmilega, en verkun á
heyi víða eigi eins æskileg og
skyldi. Spretta hefir víðast orðið
í meðallagi. — Vísir.
Reykjavík 23. ág.
Á fundi í sameinuðu þingi í
gær, fór fram kosning forseba
sameinaðs þings í stað Ásgeirs
Ásgeirssonar, fjármálaráðherra.
Kosningu hlaut Einar Árnason
2. þin!gm. Eyfirðinga með 22 atkv.
Jón Þorláksson hlaut 14 atkvæði,
en þrír seðlar voru auðir.—Mgbl.
ÞINGSLIT.
Reykjavík, 25. ágúst.
Klukkan fimm síðdegis í gær
var fundur settur í sameinuðu
þingi og voru á dagskrá kosnin'g-
ar í ýmsar trúnaðarstöður og
nefndir, en að loknum þeim kosn-
ingum fóru fram þinglausnir.
Kosningar í sameinuðu þingi:
1. Kosning framkvæmdarstjóra
Söfnunarsjóðs íslands fyrir ára-
bilið frá 1. jan. 1932 til 31. das.
1937: Kosningu hlaut séra Vil-
hjálmur Briem (endurkosinn) með
31 atkvæði, sjö heðlar voru auðir.
2. Kosning þriggja manna í
verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig-
urðssonar: Hannes Þorsteinsson,
Ólafur Lárusson og Barði Guð-
mundsson.
3. Kosning Mentamálaráðs ís-
lands (5 manna): Ragnar Ás-
geirsson, Uarði Guðmundsson,
Ingibjörg H. Bjarnason, Árni
Pálsson og Stef. Jóh. Stefánsson.
4. Kosnir þrír menn í Þing-
vallanefnd: Jónas Jónsson, Ma'gn-
ús Guðmundsson og Jón Bald-
vinsson.
5. Kosnir þrír menn og þrír
varamenm í I ;útflutningsnefnd
Síldareinkasölunnar til ársloka:
Einar Árnason, Böðvar Bjarkan
og Björn; Líndal. Varamenn:
Ingimar Eydal, Þormóður Eyj-
ólfsson og IStefán Jónasson út-
gerðarmaður.
6. Yfirskoðunarmenn lands-
reikninganna 1930 voru allir end-
urkosnir, þeir Hannes Jónsson al-
þm., Pétur Þórðarson og Magnús
Guðmundsson.
Þá fóru fram 'þingslit. For-
seti (E. Á.)i skýrði frá störfum
þingsins. Það hefir setið 41 dag.
41 þingfundur var haldinn í Nd.,
42 1 Ed., 7 í Sþ., alls 90 þingfund-
ir. — Alls voru . afgreidd 46 lög,
þar af átta stjórnarfrumvörp.
Feld voru tvö frv., eitt afgr, með
rökstuddri dagskrá, eitt tekið
aftur, en 50 döguðu uppi (ekki
útrædd). Fram voru bornar 25
þingsályktunartill., og voru 13
samþ. Alls fékk þingið 126 mál
til meðferðar.
Forseti gat þess því næst, að
þetta þing hefði afkastað miklu,
og mætti vonandi vænta þess, að
ýms lög frá þinginu yrðu til þess,
að marka framfaraspor hjá þjóð-
inni. Nefndi hann sem dæmi, lög
um búfjárrækt, innfl. sauðfjár til
siáturf járbóta, útfl. á kældum
fiski og hafnarlög.
Að lokum las- forsætisráðhérra
upp hinn venjulega boðskap kon-
ungs, um að Alþingi væri að þessu
sinni slitið — en ekki rofið. Bað
forsætisráðh. þingm. að minnasfe
ættjarðarinnar og konungs með
ferföldu húrra, og það var gert af
veikum mætiti. — Mgbl.
FRÁ FÆREYJUM.
í lögþinginu í Færeyjum hefir
nýskeð verið lögð fram tíu ára
áætlun frá danska dómsmálaráð-
herranum um ýmsar framkvæmd-
ir í Færeyjum. Fyrst og fremst
er þar gert ráð fyrir að hafnir
verði gerðar í Klaksvig og Vest-
manhavn og ríkissjóður Dana
leggi fram fjóra fimtu hluta af
kostpaðinum, en þorpin sjálf
einn fimta. Enn fremur ætlar
ríkissjóður Dana að láta reisa
geðveikrahæli í Færeyjum, og er
gert ráð fyrir að það kosti um
470 þús. krónur. Þá eru færeysk-
um sveitarfélögum fengnir ýms-
ir nýir tekjustofnar, svo að þau
hafa meira fé til umráða, en ver-
ið hefir. Það er alment talið, að
Joannes Patursson hafi átt frum-
kvæðið að því að þetta er fram
komið. — Mgbl.