Lögberg - 17.09.1931, Page 4

Lögberg - 17.09.1931, Page 4
Bls. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1931 Högtjcrg Gefið út hvem fimtudag af TEE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Logberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Hverjum er um að kenna ? Ýmsir þeirra manna, sem einna ákveðnast- ir eru í andspymunni gegn atvinnuleysistrygg'- ingu, bera því við, að slík trygging sé í eðli sínu ekkert annað en ölmusa af hálfu þess op- inbera; sérhver sá, er slíkra hlunninda yrði aðnjótandi, mvndi því í augum þeirra skoðast sem hreinn og beinn ölmusumaður. Sé málið skoðað ofan í kjölinn, getur engum heilskygn- um manni blandast hugur um það, að í þessu sambandi sé um hina háskalegnstu kórvillu að ræða. Þegar vel árar, er tiltölulega lítið um opin- beran styrk til atvinnulausra manna, því þeir eru þá venjulega fáir; en þegar að á hinn bóg- inn alvarlega á móti bhes á sviði atvinnulífs- ins, eins og til dæmis viðgengst um þessar mundir, verður það ekki umflúið að stjórnar- völdin hlaupi undir bagga, enda ber þeim til þess brýn skylda. Að þvertaka fyrir það, að hið opinbera veiti þeim atvinnulausum mönn- um stuðning, er stuðnings þurfa við, er svo fá- víslegt, að mannúðarhliðinni ógleymdri, að slíkt nær ekki nokkurri minstu átt. Mr. Bennett hefir hvað ofan í annað skuld- bundið sig til þess, að annast um næga atvinnu handa öllum vinnufærum mönnum og vinnu- færum konum í þessu landi; hann er mótfall- inn því, að einstaklingum sé veittur styrkur úr fjárhirzlu þjóðarinnar; þrátt fyrir þetta hagar nú samt sem áður þannig til, að bein hjálp hefir þegar verið veitt, bein fjárframlög eru um þessar mundir veitt, og verða veitt enn um ófyrirsjáanlegan tíma, sölcum þess, hve þunglega Mr. Bennett sækist róðurinn í sam- bandi við úrlausn atvinnuleysisins. Forseti Bandaríkjanna, Mr. Hoover, hefir aldrei séð sér fært að heita hverjnm einasta þegni þjóðar sinnar atvinnu. Honum svipar til Mr. Bennetts í því, að vera andvígur bein- um framlögum úr ríkissjóði til hins atvinnu- lausa lýðs; hann skorar á iðjuhöldana og fé- sýslumennina að hefjast handa og efla at- vinnuvegina, hvað svo sem það kosti; séu bein fjárframlög til atvinnulausra óhjákvæmileg, beri stóreignamönnunum og iðjuhöldunum að fara ofan í vasana; hann þverneitaði að kveðja til aukaþings, og bar því við, að sveitarstjórn- imar, sem 0g stjórnir hinna einstöku ríkja, ættu að hafa allan veg og vanda af úrlausn at- vinnumálanna. Nýjustu skýrslur bera það með sér, að sjö- tíu af hundraði þess fjár, sem fram að þessum tíma í ár, hefir verið varið til stuðnings at- vinnulausu fólki í Bandaríkjunum, var veitt úr fjárhirzlu hinna einstöku ríkja og héraðsstjórna. Hver er munurinn? Hér er um opinbert fé að ræða, hvort sem það er alríkisféhirzlan, eða féhirzla héraða 0g einstakra ríkja, sem að fjárveitingunum standa. Þetta eru óhjá- kvæmileg útgjöld, er að sjálfsögðu hljóta að hafa í för með sér aukna skatta. Það lætur hálfvegis undarlega í eyra, er þeir, sem með völdin fara, staðhæfa að þetta og hitt í sambandi við atvinnuleysið og úr- lausn þess, geti ekki komið til nokkurra mála; þeim er engu kunnugra um það en öðmm, hvað morgundagurinn kann að fela í skauti sínu, eða til hverra ráða þá kann að verða óumflýjan- legt að grípa. Atvinnuleysið er ekki einskorðað við neina vissa stétt þjóðfélagsins, eins og sumir kunna að halda; það grípur á sinn hátt svo að segja inn í hverja einustu stétt; hugkvæmist ein- hverjum það, að atvinnulausa fólkið sé yfir- leitt lakara en það, sem atvinnu hefir, er þar um alvarlega kórvillu að ræða; margir menn, sem nú ganga auðum höndum, era að engu leyti eftirbátar ■> þeirra., sem atvinnunnar njóta; í hópi hinna atvinnulau.su er að finna menn, engu óhæfari og engu ver menta, en marga hina, sem eitthvað hafa fyrir stafni. ' Almenningi sjálfum verður aldrei réttilega um atvinnuleysið kent; fólkið, eða megin-þorri iþess, vill vinna, krefst vinnu og á heimting á að fá hana.; þó er það kúgað til þess að súpa seyðið af úréltum erfikenningum og eta í auð- mýkt þá náðarmola, er falla kunna úr hendi þeirra, er ofar standa í mannfélagsstiganum, og flestu öðra virðast hafa gleymt, en ímynd- * uðn, eigin ágæti. Þjóðbrautakerfið 1 vikunni, sem leið, kom til framboðs á markaðinn, tuttugu og fimm miljón dala virði af verðskuldabréfum jóðbrautakerfisins, Can- adian National Railways; það var ekki ein- asta, að veðskuldabréf þessi seldust á einum degi, heldur bárast framkvæmdarstjóm braut- anna eftirspurnir um aðrar tuttugu og fimm miljónir í viðbót. Á síðasta sambandsþingi komu fram næsta ósamhljóða raddir um hag og framtíð Þjóð- brautakerfisins; því var haldið fram af ýms- um, að kerfið yrði þjóðinni til ævarandi byrði, kæmist aldrei úr skuldum og gæfi þarafleið- andi aldrei af sér beinan arð; hinir, sem vin- veittir* voru stofnuninni og sanngjarnari aug- um litu á máfið, dáðu vöxt hennar og viðgang, og voru til þess með öllu ófáanlegir, að ör- vænta um framtíð hennar. Sala veðskuldabréfanna tekur af öll tví- mæli um það, hvorir höfðu á réttu að standa; hún er óhrekjandi vitni þess, hvers trausts að járnbrautarstofnun þessi nýtur hjá fésýslu- mönnum hérlendis, sem og í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi sverfur að canadisku þjóð- inni um þessar mundir; úr því verður að bæta, öldungis án tillits til kosnaðar. Skilji stjórn- in réttilega köllun sína og bindi ekki um of hendur Þjóðbrautakerfisins, getur það átt mik- ilvægan þátt í því að skapa atvinnu í landinu. Fólkið sjálft á þjóðbrautakerfið; ekki nokk- ur hluti þess, heldur canadiska þjóðin öll; op- inberu fé er varið til ýmsra mannvirkja um þessar mundir, með það fyrir augum, að veita atvinnulausu fólki vinnu. Stofnun þessi þarf að koma sér upp nýjum jámbrautarstöðvum víðsvegar um landið; í mörgum tilfellum þolir slíkt helzt enga bið; þörfin á nýjum járnbraut- arálmum, er líka næsta brýn. Því ekki að hefjast handa einmitt nú, þegar þörfin er mest á aukinni atvinnu? Ekki virðist það ósann- gjarnt, að einhverju af því fé almennings, sem ákveðið hefir verið að varið skuli til hinna og þessara fyrirtækja, yrði varið til þess fyrir- tækisins, sem þjóðin í heild sinni á, og líkleg- ast er, að verði henni að drýgstum framtíðar- notum? Anœgjuefni Fátt getur ánægjulegra en það, er ungir menn af þjóðflokki voram vestan hafs, ryðja sér braut til frama, og vekja á sér athygli með- al annara þjóðflokka sakir atgerfis og mann- kosta; fer slíkum tilfellum væntanlega því meir fjölgandi, er tímar líða. Tveggja ungra Islendinga, er bomir voru og barnfæddir hér í borginni, og vakið hafa á sér eftirtekt fyrir atorku og framsýni á sviði Kúðskiftalífsins, sk;ri hér með fáum 'orðum minst; annar þeirra er Mr. Elswood Johnson, sonur Hon. Thos. H. Johnson og frú Auroru Johnson, en hinn er Garðar Melsted, sonur . Mr. S. W. Melsted, verzlunarstjóra, og frú Melsted. Mr. Johnson er búsettur í New York, og starfar þar sem hátt settur fulltrúi í þjónustu verzlunarfélags, er American Chicle Company nefnist; er hann nú svo að segja nýkominn heim, úr því nær fjögra mánaða ferðalagi um meginland Evrópu í erindum fyrir félag sitt; heimsótti hann flestar stærstu verzlunarborg- ir álfunnar, og stofnaði þar til nýrra viðskifta. Það kostar skilding að ferðast um Evrópu svo mánuðum skiftir; og meira en lítið hlýtur að vera spunnið í þann mann, sem valinn er út úr mörgum til slíkra sendiferða, sem Mr. Johnson fór í sumar. Er vinum hans og fjöl- skyldunnar það innilegt fagnaðarefni, hve hraðstígur hann hefir verið í áttina til virð- ingar og frama. Mr. Garðar Melsted, hefir verið í þjónustu Equitable lífsábyrgðarfélagsins í Iowa ríki, frá því í júlímánuði 1926, og er búsettur í borg- inni Des Moines; er hann útskrifaður af Mani- toba háskólanum, þar sem hann lagði einkum stund á stærðfræði og hagfræði. September- heftið af mánaðarrritinu “The Equiowa”, er fyrnefnt lífsábyrgðarfélag gefur út, flytur mynd af Mr. Melsted, ásamt stuttu æfiágripi, og skýrir jafnframt frá starfi hans í þágu fé- lagsins; má af því sjá, hvers trausts hann nýt- ur, og hve greitt honum hefir skilað áfram, þótt ungur sé; er það ekki ótítt, að hann sé kvaddur ráða, er leyst skal fram úr vandasöm- ustu málunum, er upp koma hjá félaginu. Mr. Melsted hefir lokið með heiðri fimm próf- um af tólf, er til þess þarf að gerast meðlimur í American Institute of Actuaries. Má þess Örugglega vænta, að hann eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Báðir þessir ungu menn, sem nú hafa nefnd- v. ir verið, eru góðir íslendingar, og fara ekki í launkofa ineð sinn þjóðemislega uppruna. Velmegun Strand- fylkjanna ■ ' • ,) ■: — Það eru ekki mörg ár síðan, að svo var á- statt í Strandfylkjunum, að til verulegra vand- ræða liorfði; í námuhéruðum skiftust á verk- verkföll og verkbönn, og í sumum tilfellum lá við hallæri. Með það fyrir augum, að ráða bót á misbrestunum, skipaði Kingstjórnin nefnd, er rannsaka skyldi allar aðstæður, og koma fram með ákveðnar tillögur í málinu. Að loknu starfi, voru tillögur nefndarinnar lagðar fyrir stjóm og þing, og þeim flestum hverj- um, tafarlaust hrandið í framkvæmd. Nú er svo komið, að í efnalegu tilliti, jafnast fylki þessi' að miklu leyti á við Quebec. Það er á orði haft, hve íbúar Strandfylkjanna séu ráð- deildarsamir og fari vel með sitt, enda mun þeim oft og einatt hafa komið það betur. Mr. Livesay, forstjóri blaðasambandsins canadiska, lót sér nýlega þau orð um munn fara, að öll hin fylkin til samans, gætu margt og mikið af Strandfylkjunum lært, er til veru- legra hagsbóta miðaði. Ný bók Heimur og Heimili. Ljóðmæli eftir Pétur Sigurðsson. Reykjavík, 1931. Bók þessi er 128 blaðsíður að stærð, í átta blaða broti. Sum era kvæðin endurprentuð úr “Tíbrá”, ljóðabók þeirri, er Pétur gaf út hér vestra. 1 'bókinni er ekkert ljótt kvæði, og heldur ekki neitt, sem réttilega getur kallast fallegt; höfundinn skort- ir tilfinnanlega skáldlegan hita og þess vegna verða ljóðin yfirleitt litverp og svipdauf. Lausavísur Péturs eru sumar dágóðar, eða að minsta drjúgum betri en hin löngu kvæði. Skulu hér prentuð tvö sýnishorn. “Næstur markinu”, á bls. 56, er á þessa leið: Stundum sá er stefnir hæst, stendur marki fjarri. Sá er Guði sínum næst, sem við skyldustörfin fæst. Á bls. 100 er eftirfarandi vísa, er nefnist “Bylurinn”: # “Þylur bylur þökum á, þýtur í gili kletta, skilur ylur skaflinn frá skálaþili dyrum hjá.” Ekki verður sagt, að bók þessi beri með sér skáldleg framfaramerki; iþar er undir engum kringumstæðum betur gert, en ef haldið er í horfinu. ' ^ \ Ekki myrkur í máli Meðan á kosningahríðinni síðustu í Que- bec stóð, lét blaðið Toronto Telegram þess getið, að ekki gæti hjá því farið, að úrslit þeirra kosninga mundu, að meira eða minna leyti, hafa næsta mikilvæg áhrif á útkomuna þar í fylkinu við næstu isambandskosningar; bygði blaðið skoðun sína á því, hve margir af ráð- gjöfum Mr. Bennetts hefðu komið til liðs við flokksbræður sína, meðan kosningarimman stóð yfir. Forsætisráðgjlafi Quöbec-manna, Mr. Tas- chereau, kvaJðst ekki hafa ýiokkurn minsta beyg af komu ráðgjafanna y sér þætti jafnvel vænt um, að geta sagt upp í opið geðið á þeim, að fall foringja afturhaldsliðsins, Mr. Houde’s, væri órækur fyrirboði um tap Mr. Bennett’s í Quebec, þegar til næstu sambands- kosninga kæmi; dómur sá, er kjósendur fylkisins þá kvæði upp yfir honum, yrði reglulegur Stóridómur. Líftrygging Maður sá, er fyrir sambandsstjómarinnar hönd, hefir yfir-umsjón með starfrækslu lífs- ábyrgðarfélaganna hér í landi, Mr. Findlay- son, flutti einhverju sinni ræðu um gildi líf- tryggingar fyrir almennings heill; komst hann þá meðal annars þannig að orði: “Lífsábyrgð er starfrækt á samvinnu- grundvelli, þar sem hvorki tap né gjaldþrot ná til; hún er jafnaðarmenska >m valdboðs; kommúnismus án bolshevisma; áhættuspil, þar sem enginn getur tapað, 0g hagkvæm að- ferð innkaupa, þar sem bruðlunarstefan kemst hvergi að.” Mr. Findlayson kvað það vera eitt af eyktamörkunum um aukinn þjóðar- þroska hér í landi, hve lífsábyrgðarféíögunum hefði vaxið fiskur um hrygg hin síðari ár, og hve skilningur almennings á nytsemi málsins, værj jafnt og þétt að glæðast. Vestán frá hafi Herra ritstjóri Lögbergs, Ein- ar P. Jónsson, Winnipeg, viltu gjöra svo vel að Ijá þessum lín- um pláss í þínu heiðraða blaði? Þótt daufir tímar séu hér með atvinnu, þá láta láta þó ekki Is- lendingar hér í Californíu gleym- ast, eða fara fram hjá sér, merk- isdalga eða viðburði meðal íslend- inga hér, án þess að minnast þeirra, og einmitt nú hefir gefist eitt þetta tækifæri. Því nú, 3. sept. n.l., var fæð- ingardagur elzta \ Islendingsins, sem hér á heima, sem er hin vel- ættaða sóma, dugnaðar og mynd- arkona, Mrs. 'SJigríður Good- mundson, sem búin er fara 90 ára lífsleið (fædd 3. sept. 1841 í Húnavatnssýslu). Mætti því ætla | “PP® f 3™™r> fru að hún væri orðin ferðlúin á jafn- Bjargar Halldorsdottur fra Reym- í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. langri göngu, o!g ellimóð. Þeir sem voru fróðir um ald- stað í Skagafirði, sem var kona séra Sigurðar Árnasonar, er var „r hennar og tímamótin, komu Prestur á Hálsi í Fnjóskadal, og saman til að bera saman ráð sín senþ ,er lan*amma Hjálmarsons- um, hvernig hægt væri að taka á ■ sys lnanna j Los Angeles. Oig engu síður hefir frú Good- mundson kent Steinunni dóttur sinni að tala íslenzku, en Mel- móti þessari ferðiúnu koriu og fagna henni og skemta sem bezt. Þeir sem saman komu, voru: , Mr. og Mrs. Shield, Mr. og Mrs. ,korka dottir Myrkjartans íra- Thorgrimson, Mr. o!g Mrs. Pétur konun*? kendi ólafi Pá syni sín- Feldsted, Miss Dísa Halldórson, um enska rnahð. Þær systurn- Miss Jennie Johnson, Mrs. Heath ar: dætuJ fru Goodmundson, gáfu og máske fleiri. stora °* ?emsæta afmælis- Fólk þetta kom sér saman um koku- Sv° framreiddu konurnar, að fá samkomusal til að geta ar vanda, hinar allra fullkomn- fagnað henni sem bezt og gera ustu kaffiveitingar._ henni kvöldið sem skemtilegast' Einhverjir fra einu storblað- og minnisstæðast. Og skifti það inu 1 Los Angeles ætluðu að taka svo verkum milli sín með að láta mynd af heiðursgestinum og íslendinga vita, hvað það hefði setía í blaðið og auðvitað minnast hugsað sér að framkvæma, sem hennar um leið. — Einnig munu væri að leigja samkomusal, sem ekki rúmaði minna en Lan!gholts-Þóru, sem var eítir Ásmund Yalason. Hún hafði skála sinn yfir þvera þjóðbraut, henni hafa verið send afmfælis- skáli Ijóð, en þau hefi eg ekki séð, og ekkja 8et hvl ekkl látið þau fylkja. iFrú Sigríður bað þann, sem línur þessar ritar, að minnast settan borðum og bekkjum, með tessara vma sinna, sem hefðu mat og annan beina, fyrir þá, er sýnt sér l>á ! ógleymanlegu vel- um veginn færu jVlld °£ virðin?:u, með gjöfun og Það var ósk fóíks þessa, að sal- skemtun, er það hefði á allan urinn yrði fullskipaður. Fólkið hátt haft sér tJ1 skemtunar þetta lét heldur ekki tvisvar minna sig hveld, o!g sem hún af hrærðum á það. Og þannig var fyrsta hu? h3arta bakkar ðllum inni- sporið stigið til framkvæmda. I le*a fyrir- óskanái að þessi vina- En hverra ástæðna vegna ekki hópur gæti sem oftast á ófarinni var hægt að hafa það á réttum afmælisdegi, er mér ekki kunn- lífsleið' haft Ijafn ánægjulegar stundir eins og það nú hefði veitt ugt. Það var því valinn einn af sér- merkisdögum íslendinga', nefnil. ! Þessi fru Slí?riður Goodmund- Höfuðdagurinn 29. ág. 1931. j son er föðursystir prófessor Sig- Sá er stjórnaði samsætinu var urðar Nordal, sem skipa,ður er Mr. Pétur Feldsted. Sem næst Pr°fessorl við Harvard haskóla 100 manns mun hafa komið sam- 1 eltt ar; t Mr- Jóhannes Nordal, an og munu allir hafa átt ítök í er var lshusstjori i Reykjavik, að fagna þessari langferðakonu, > faðir. hans- v ýr hróðlr hennar’ með alúð, skemtan, gjöfum og- Einni» er hun af ætt Æ hinnar samsætiskostnaði. .mikilhæfu og goðu skáldkonu, Það mun víst alla hafa undr-1er nefnd Vatnsenda-E°sa- að að sjá hvað þessi kona var En maðnr fru Sigriðar var Guð- ungleg eftir aldri, rétt sem spá- mundur sak Guðmundsson Þor- ný, ern, fjörug og ung í anda. | eifss°nar hrePPstJ°ra í Stóradal Það sýndust líka allir vera j1, Huuavatessysiu ;ím ,Þ°rleifur ungir, á hvaða aldri sem þeir sa var hréðlr Þorkels * F->alÞ 1 voru, brosandi og alúðlegir hver Sæmundarhhð foður J°ns Þor- við annan, með skemtilegar sam- e ssonar re ors , 1 6y -r1 „ ’ : En móðir Guðmundar var Ragn- í heiður Magnúsdóttir prests á Glaumbæ í Skagafirði og konu 1 hans, Sigríðar Halldórsdóttur í Vídalíns, frá Reynistað í Skaga- ræður um liðna tímann, sérstak- lega frá æskuárunum, er þeir höfðu dvalið á ættlandinu og séð þar “fjöll og dali fríða”, og marg- an fagran fjörðinn, fuglana fljúg-, var hún gygtir andi kringum eyjar og sker, og ’ sólina gylla hauður og haf. Og ; þessar endurminningar vöktu enn j meiri glaðværð í huga fólksins, | enda varþá farið n8 syn^‘jkona Alberts konsúls Jónssonar í Hvað er svo glatt sem goðra _________.___ hinna svo nefndu Reynistaða- bræðra, sem úti urðu á Kjalvegi seint' á 18. öld. Og systurdóttir Guðmundar sál. er frú Elízabet, vina fundur” o. s. frv. Einnig var þá slegið á nótur slaghörp- unnar, og unga fólkið sté með fjöri og lipurð dans á gólfinu.— Áður höfðu þeir sem vildu skemt sér við að spila á spil. Mér komu þá hug hin fögru ljóð skáldsins Stigr. Th.: “Vor er inndælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin. En ekkert fegra á fold eg leit, en fagurt kvöld á haustin. Tölum við um trygð og ást, tíma löngu farna, unun sanna’ er aldrei brást, eilífa von guðs barna.” —Maður sá þarna vorblóma unga fólksins, og haustkveld eldra fólksins. 0!g samræður um trygð og ást löngu liðinna tíma berg- máluðu í eyrum manna, og unað- ur guðs náðar í hjörtum (þeirra) —fólksins. Mr. Plétur Feldsted afhenti samsætis-heiðurskonunni frá fólk- inu fína og vandaða peninga- tösku, með einhverju af pening- um í; og einnig haglega o!g fag- urlega gehða blómakörfu, með fegurstu Californíublómum. — Um fleira var mér ekki kunnugt. Frú Sigríður Goodmundson á þrjú börn á lífi, öll mjög mynd- arleg og gáfuð og skemtileg. Fyrst er sonur, sem heitir Robert Klemens, á heima í Duluth, Minn., er giftur þar þýzkri konu og eiga þau þrjú böm. Annað er dóttir, sem María Guðrún heitir, 0g er hún gift manni sem heitir Benja- mín Árnason, ættaður úr Vopna- firði í Norður-Múlasýslu, og búa þau í Los Angeles. Þriðja er dótt- ir, sem Steinunn Sigríður heitir. Hún var gift hérlendum manni, sem eg man ekki nofnið á, en misti hann fyrir rúmu ári síðan að mi!g minnir. — Nú búa þær saman, nöfnurnar, í Los Angeles. — Þessi frú Stefanía Sigríður er sköruleg kona og yirðist mjög Winnipeg. Skrifað í Santa Monica., Cal., 3. september 1931. Á Friðgeirsson. Smávegis Næturdrotning New York borg- ar heitir Texas Guinau. Hún fór fyrir skemstu til Parísar og ætl- aði að stofna þar náttklúbb, en yfirvöldin bönnuðu þenni það og vísuðu henni úr landi. Varð hún því að hverfa heim til New York aftur. En hún segir að franska stjórnin skuli fá að súpa seiðið af því hvernig hún hafi farið með sig. Ekki er þó kunnugt, á hvern hátt hún ætlar að hefna sín á stjórninni. í Ameríku hafa menn fundið upp áhald til þess að útvarpa hjartslætiti, og var það gert í fyrsta skifti í háskólanum í Pennsylvaníu. Ung stúlka var látin sitja á stóli og svo var hjart- slætti hennar útvarpað um öll Bandaríkin> og hundruðum þús- unda saman hlustu ungu menn- irnir á hana með fjálgleik. — Lesb. Bernhard Shaw var einu sinni spurður að því í veizlu, hvernig honum litist á stúlku, sem allir dáðust að þar. — Hún er bæði ung og fögur, svaraði hann, og ef hún væri líka heimsk, þá væri hún full- komin kona. — Eg er hrædd um það, mælti frú nokkur við lækni, að maður- inn minn sé ekki með öllum mjalla. Stundum tala eg við hann stanslaust í heil,an kjlukkutíma, en það er eins o!g hann heyri ekki eitt einasta orð. — Þetta eru engin veikindi, svaraði l.æknirinn. Þetta er að- eins hæfileiki hjá manninum , yðar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.