Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1931. Fertugaála og sjöunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi Haldið að Garðar og Akra, N. Dak., dagana 25. til 27. Júní 1931 (Framh.) Þá var tekið fyrir á ný þriðja mál á dagskrá: Jóns Bjarnasonar skóli. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði J. J. Vopnj fram þessa skýrslu: Alit þingnefndar í skólamálinu. Herra forseti! Árið liðna hefir, að því er virðist, verið hið farsælasta ár skóla vors, eins og reikningar og skýrslur sýna, þótt árið hafi verið eit’t- hvert hið erfiðasta í kirkjusögu vorri. Það er því augljóst, að Drottinn hefir verið með starfinu og blessað það. Höldum þvi áfram í nafni hans, því “ef Guð er með oss, hver þá á móti oss?” Honum séu þakkir goldnar og hans er dýrðin. • Vér leggjum þvi til: 1. Að skólanum sé haldið áfram með sama fyrirkomulagi og síðastliðið ár. 2. Að þingið feli skólaráði kirkjufélagsins að hafa að öllu leyti með höndum fjársöfnun til starfrækslu skólans. Vonar það að fólk vort taki vel undir fjárbeiðnir þess,, ekki sizt vegna hins aukna álits, sem skóli vor er að öðlast, ekki aðeins með þjóð vorri, heldur einnig með öðrum þjóðum. 3. Að þingið þakki skólastjóra og kennurum ásamt skólaráði ágætt starf á liðnu ári. Svo og öllum þeim, er styrkt hafa skólann. Sérstaklega vill nefndin minnast bókar þeirrar, er skólaráðið gaf ný- lega út til styrks skólanum, sem mikils er metin og með þökkum. 4. Þingið lætur í ljósi hrygð sína út af þvi að hr. Ásmundur Jóhannsson skorast undan að skipa sæti áfram í skólaráðinu, en tjáir honum innilegt þakklæti sitt fyrir hið mikla liðsinni, sem hann á svo margan hátt hefir veitt skólanum, og fyrir hans göfuga loforð um að styrkja stofnunina áfram, ef haldið sé áfram með hana, þótt hann sitji ekki í skólaráðinu. 5. Vér leggjum ennfremur til að þingið lýsi yfir að kirkju- félagið standi á bak við skólaráðið að því er snertir áhyrgð á starfs- rækslu skólans. Á þingi, 27. júní, 1931. John J. Vopni T. Sigurðsson . N. S. Thorlaksson Anna Anderson Sigurjón Eyolfson. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti liður var lesinn og ræddur af allmiklu kappi, þar til kl. 6.30 e. h. — Var fundi þá slitið og næsti fundur ákveð- inn kl. 8 e. h. sama dag. NÍUNDI FUNDUR — kl. 8 e. h. sama dag. Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra E. H. Fáfnis stýrði. Séra G. Guttormsson flutti fyrirlestur, er hann nefndi: “Fráhvarf frá lögmáli kristindómsins á vorri tíð.” — Var hon- um, að erindinu loknu, greitt þakklætisatkvæði með því, að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra Jóhanns Bjarnasonar. Þá er hér var komið, var klukkan orðin nál. 10 e. h. Bað forseti þingmenn skera úr, hvort nú skyldi halda áfram, og reyna að ljúka þingi, eða að fresta áframhaldi til mánudags. Ásmundur Loptson gerði þá tillögu, er G. Thorleifsson studdi, að þingstörfum sé haldið áfram. Séra J. A. Sigurðs- son gerði þá breytingartillögu, er studd var af skrifara, að frek- ari þingstörfum sé frestað til mánudags morguns. Var breyt- ingartillagan borin undir atkvæði og feld. Aðal tillagan því næst samþykt. Fyrir lá til umræðu fyrsti liður í þingnefndaráliti Jóns Bjarnasonar skóla. Héldu umræður um liðinn áfram af kappi, þar til kl. 10.30 e. h., þegar samþykt var, að takmarka umræð- ur þannig, að enginn tali lengur í einu en tvær mínútur. Héldu umræður enn áfram af all-miklu kappi, þar til séra Kristinn K Ólafson, er vék úr sæti forseta, gerði þá tillöfgu, er C. B. Jónsson studdi, að skólaráðinu sé leyft að halda áfram skólanum annað ár, ef það, ásamt öðrum vinum skólans, treysti sér til, að standa straum af fjárhag skólans, með frjálsum samskotum. Komi tillaga þessi 1 staðinn fyrir alt það, á þessu þingi, sem enn er óklárað í skólamálinu. Var þetta samþykt. Var síðan nefnd- arálit fjármálanefndar, með áorðnum breytingum, einnig sam- þykt. Þá lá fyrir kosning embættismanna fyrir næsta ár. Forseti var endurkosinn, í e. hlj., séra Kristinn K. Ólafson. Vara-forseti var kosinn séra Haraldur Sjgmar. Skrifari var endurkosinn séra Jóhann Bjarnason. Vara-skrifari var kosinn séra Egill H. Fáfnis. Féhirðir var endurkosinn Fjnnur Johnson. Vara-féhirðir var kosinn Alb. C. Johnson, allir kosnir í einu hljóði. Samþykt var, að ársgjöld safnaða í kirkjufélagssjóð sé eins og í fyrra, $600. Samþykt var einnig, að greiða féhirði $100 og skrifara $50 fyrir störf þeirra. í stjórnarnefnd Betel var endurkosinn til þrjggja ára, í e. hlj., Christian Olafson. 1 skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla voru kosnir: Eggert Fjeldsted, til tveggja ára (í stað Ásmundar P. Jóhannssonar, er sagði sig úr skólaráðinu)i, og til þriggja ára þeir Jón J. Bild- fell, O. Anderson og séra E. H. Fáfnis, allir kosnir í e. hlj. í ritstjórn Sameiningarinnar voru endurkosnir, í e. hlj., þeir dr. B. B. Jónsson, séra Kristinn K. Olafson og séra G. Guttormsson. Ráðsmaður Sameininlgarinnár og kirkjubyggingarsjóðs var endurkosinn, í e. hlj., Finnur Johnson. 1 framkvæmdarnfend voru kosnir, með forseta, þeir dr. B. J. Brandson, séra Sigurður ólafsson, séra Rúnólfur Marteins- son, J. J. Myres, dr. Björn B. Jónsson og séra Jóhann Bjarnason. Yfirskoðunarmenn voru endurkosnir þeir T. E. Thorstein- son og F. Thórðarson. Sér G. Guttormsson lagði fram þessa tillögu til þings- ályktunar: “Kirkjuþingið þakkar söfnuðunum í prestakalli séra Har- aldar Sigmar fyrir ágætar viðtökur og allar velgjörðir við þingmenn og aðra Igesti þessa þings, og árnar fólki voru á stöðvum þessum blessunar Drottins í bráð og lengd.” Var þingsályktunartillaga þessi samþykt, í e. hlj., með því að allir risu úr sætum. Gjörðabók 7., 8. og 9. fundar lesin og staðfest. Þá mælti forseti nokkurum kveðjuorðum til þingsins. Las hann síðan úr Davíðs-Sálmum, 119: 1—8 og flutti bæn. Var síðan sunginn sálmurinn nr, 22, blessan lýst af forseta og að því loknu sagði forseti slitið hinu 47. ársþingi Hins ev. lút. kirkjufél. ísl. í Vesturheimi, freklelga hálfri klukkustund eftir miðnætti. Sunnudaginn þ. 28. júní fór fram samtímis messugjörð í sjö kirkjum prestakallsins, kl. 11 f. h., og sti'gu aðkomuprestar í stólinn. Kl. 2—6 e. h. var afar-mikil samkoma í skemtigarði Mountainbæjar, undir umsjón Víkursafnaðar. Voru í því heimboði allir kirkjuþingsmenn og gestir. Feikna mannfjöldi þar saman kominn. Afbragðs skemtanir, söngur, hljóðfæra- sláttur og ræðuhöld. Æfð lúðrasveit spilaði þar hvað eftir annað. Hinar rausnarlegustu veitingar voru fram bornar. Afbragðs veður, þó nokkuð væri heitt um daginn, studdi að því að gera mót þetta frábærlega ánægjulegt. SUNNUDAGSSKÖLARNIR 1930. Skólar. Skóladagar II ne u. •£5 £ u <u U-i ínrita imenc u ;£5 s u <v »4H o ðir lur tó c3 B a xn Kennarat V- cö 'a 'O xo u *o Samskot 1 St. Páls s 38 8 36 44 9 34 $37.59 2 Vesturh. s.* 19 25 25 3 16 3 Lincoln s.* 19 12 12 1 8 4 Vídalíns s 11 10 44 M 7 35 7.16 5 Péturs s.* 17 12 44 56 9 36 23.30 6 Víkur s 30 9 72 81 10 53 49.50 7 Garðar s 19 19 62 81 10 49 8 Melanktons s 26 14 70 84 12 69 18.92 9 F.yrsta lút. s 42 197 458 655 33 365 600.95 10 Selkirk s 44 56 138 194 16 133 152.01 11 Viðines s. 13 18 18 2 12 2.88 12 Gimli s 30 10 109 119 ■8 70 31.43 13 Árnes s 15 12 12 3 10 14 Árdals s 36 18 110 128 11 78 29.92\ 15|Br£eöra s 39 7 67 74 6 38 17.35 j 16|VÍ«is s 17 21 21 3 12 j 17 Mikleyjar s. 35 30 30 2 14 8.50j 18|Fríkirkju s 22 16 31 47 7 12 10.80| 19jFrelsis s 8 30 18 48 4 38 9.16| 20jlmman. s. (B.) .... 46 17 43 60 8 27| 41.711 21|Glenboro s 381 18 38 56| 6 33| 43.47 22jLundar s 431 25 71 96 7 48 j 35.22 23jLúters s 18 6 15 211 3 8| 5.25 24jBetaníu s 10 20 20 2 12| 2ö|.Herðibreíðar s.* .... 28 34 34 4 22| 13.83 26 Winnipegosis s 39 3 67 70| 5 40 j 14.96 27 Konkordíu s 17 15 28[ 43| 3 30| 28 Elfros s 42 70 70[ 8 431 100.00 29 Duðbrands s 7 6 171 23 j 5 16[ 4.04 30 rmman. s. (W.)* .. 46 4 50j 54| 7 331 10.80 31 Ágústinus s.* 34 8! 411 49 j 6 381 34.86 32 Þrenningar s.* ....[ 481 2| 19| 211 5| 20| 35.00) 33|Blaine s [ 44| 4| 28| 32(1 51 231 45.21] 34[Hallgríms s. (S.)* ..j 421 1 1 97| 13| 70[ 120.0O[ |982[514|1918[2529|243|1545| $1503.82| *Gömul skýrsla. SKÝRSLA “Hann pabbi dó í nótt” Svo hljóðandi símskeyti fékk eg þann 26. ágúst s. 1. Þá nótt and- aðist á heimili sínu í Everett, Wash., íslendingurinn herra Magn- ús Thorarinson, dó af slagi. Síð- astliðið ár fékk hann meinsemd í vörina, fór til lækna í Seattle, er þóttust geta læknað hann, Igerðu uppskurð, og sýndist um tíma eft- ir það, að honum væri batnað. En síðastil. vor tók meinið sig upp í hálsinum, og var þetta krabbi. Er áleið sumars, varð Magnús mjög þungt haldinn, fór um tíma á sspít- ala í Everett; var alt gert, sem góður læknir og peningar megna til að hjálpa; varð hjálpin mest í því falin að liðna kvalirnar er á leið, annað var ekki hægt, hann dó. Jarðarförin fór fram frá hinni lútersku kirkju íslendin!ga í Blaine. Þjónandi prestur þess safnaðar flutti ræðu í kirkju og þjónaði í grafreit. Hr. þingmaður Andrés Daníelsson sá um alt er þurfti við jarðarförina í Blaine. Magnús Thórarinson var fædd- ur 27. júní 1856, á Rauðamel í Hnappadalssýslu. Til Winnipeg, Canada, kom hann, ásamt unn- ustu sinni árið 1883, þá 27 ára að aldri. Hann og unnusta hans, El- ísabet Daníelsdóttir frá Litla- Langadal, giftu sig það sumar 1 Winnipeg. Vann Magnús þá all- an þann vetur við útivinnu, bæði á járnbraut og það sem fékst í borginni. Næsta vor fluttu þau tál Norð- ur-Dakota, tóku land nálægt Cav- alier; þar bjuggu þau í tólf ár, fengu all-góða uppskeru flest ár- in, en þá seldu þau landið.— Það- an fluttu þau til Piné Valley, Can- ada, hvar þau voru sjö ár, en árið 1901 fluttu þau sig til Blaine, Wash., U.S.A., og þar bygði Magn- ús hús í bænum á Martein stræti, vann þá daglaunavinnu (lengst í sögunarmyllu). En eftir nokkur ár keypti hann land utan bæjar- línu, bygði íveruhús og útihús; var þar fallegt heimili. Eftir 14 ára veru í Blaine fluttu þau hjón suður til Everett, Wash., þar áttu heima tvær dætur þeirra. Fyrstu árin í Everett leigðu þau hús, en sex til sjö síðustu ár- in voru þau í sínu eigin húsi, er þau létu smíða á 26th götu. Þar voru þau þar til hann dó og þar er heimili ekkjunnar sem stendur, Nr. 2010—26th. Magnús og Elísabet eignuðust tólf börn, fjögur mistu þau aust- ur frá á unga aldri. En átta náðu öll fullorðinsaldri. 1 Blaine mistu þau dóttur sína, Sólrúnu Mar- gréti, 29 ára, og son, John Krist- inn, 18 ára. Þau sem lifa, eru: Magnús Hans, 47 ára, smiður, bú- settur í Anacortes; Friðrik Hjört- ur, 44 ára, byggingameistari í San Francisco, Cal.; Guðrún, 41 árs, í Everett; Thórarinn Halldór, 36 ára, smiður í Seattle; Seselía Steinunn Karolína, 32 ára, í Ever- ett; Davíð Hermann, 29 ára, Marysville, Wash. Á lífi eru 9 barnabörn. Börn Magnúsar og Elísabetar eru eru öll vel gefin. Hefir einhvern tíma þurft að taka um sörnuði Hms ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi árið 1930. SöfnuSlr l|St. Páls s....... 2|Vesturh. s.*.... 3|Linoln s.* ...... 4lPembIna s........ 5|Vfdalíns s....... 6|Hallsons s...... '7|Péturs s.* ...... 8|Víkur s.......... 9|Garðar s......... lOlFjalla s.......... ll|Melanktons s. ... 12jFyrsta lflt. s.... 13jselkirk s......... 14|Víðines s......... 15|Gimli s........... 16|Árnes s........... 17|Breiðuvíkur s. ... 18|Geysis s.......... 19jÁrdals s.......... 20|Bræðra s.......... 21|Víðir s........... 22|Mikleyjar s....... 23|Furudals s........ 24jBrandon .......... 25|Fríkirkju s....... 26jFrelsis s......... 27|lmman. s. (B.) ... 28|Glenboro s........ 29jGuðbrands s....... 30|Lundar s.......... 31|Lúters s.......... 32|j6ns Bjarn.* s. ... 33|Betaníu s......... 34|Betels s.......... 35|Hóla s.* ......... 36|Skálholts s.* .... 37|Herðibreiðar s.* . 38|Strandar s........ 391 Winnipegosis s. . .. 40|Swan River s.* ... 41|Konkordíu s....... 42|pingvallanýl. s. ... 43|Lögbergs s........ 44|fsafoldar s.* .... 45|Foam Lake s. ... 46jsíon s.* .......... 47|Hallgrfms s.* (L.) 48|Elfros s........... 49|Imman. s.* (W.) .. 50|Ágústínusar s.* .. 51|prenningar s.* .... 52|Blaine s........... 53jHallgrfms. s.* (S.) 64|Vancouver s........ Fólkstal Prestsverk 1631 7 21 951 H| ■II 206| •!! ■ 28| ■II 1241 ■II 136[ ■II 260| •II 49[ II 204| || 8491 II 450| II 51| II 180| ,|| 40| ■II 871 II 1351 II 2421 II 233| II 75| II H41 II 18| II io| II 150[ II 1081 || 1211 II 171| I 611 II 140| ■II 401 ■II S0| •II 50| •II 141 •II 311 •II 1761 151 801 691 II 154| 151 •II •II 251 30 j 281 241 45 j 401 7 81 •II 301 •II 931 •II 136| 115963[2427 j 83901 ófermdlr Samtals u S bo G XD bi) m cj 4-* < Sklrnlr Fermingar u p w u V ci G o w Greftranir 81| 244|| 123 3| 1| 1 20[ 9211 51 5I 6 3 201 115|| 48 4| 1 11 1 1 H|| 1 391 245|| 4 4| 5 j 3] 2 231 5111 1| 1 1 1 142|| 37 7| 9| 31 3 52) 18*|| 90 5| 121 lj 6 60) 320[[ 105 *1 121 2| 4 121 0111 2\ 1 101 j 3051| 92 5| 14 1| 1 26011109 [ | 383 24 47 33! 38 200| 650 [ 263 12 [ 15 j 9j 12 311 *2|| 1 1 3 621 242|| 5| | 131 5311 1 1 1 48 j 135|| 33 9| 1 i| 3 75 21011 90 V 101 11 7 89| 331 | 145 71 14 sj 2 168 f 401|| 115 111 121 6 361 111|| 20 3| 4| 3 571 171)1 10 1 | 6| 24[| 1 1 8| 1*11 1 1 52 202 j 142 6| 5| 2 301 13811 42 4| 5| 11 60| 181 | 53 9| 1 3 381 209|[ 72 *L 9| 11 2 391 100|| 30 4! lj 3 80| 220 J *l 1 3 19| 109|| 30 1| 3[ 271 6711 1 1 1 11 201 50|| l| 441 9 411 1 1| 1 13 27f| 1 1 9| 40 [ | 1 | 11 | 521 227 j 4| 1 4! 14| 29|| 1| 4| 1 7 9 159(1 11 7| 1 2| 461 115|| 1 1 1 54 20811 63 4| 11 H 4| 191 j 10 1 | 18 43 j | 24 1 1 1 2| 32 j | 3| 1 1 161 4411 1 1 *l 3211 30 1 9| 1 2 3 68|| 1 1 ll 1 45 *5| 1 1 1 | 411 119|| 77 6| 8 4| 3| 411 129|j 46 7| 161 1| 61 3611 14 1 5| 1 151 10811 11 1 531 18911 1 II 50 2| 131 1 1 2| 1 2| 1 Uogm. íjel. Eignir *)Gömul skýrsla. 345|195|256| 77|123| 59 23 23 2 17 5 10 19 19 7 22 Cj U G c ■3“ œ <u 3 CO 53 24 10311250 109 j 1153 511 1211 311 811 12|| 2611 2111 . 911 311 511 211 3011 68 30 j | 43 3111 3811 18 611 18|| 121 j 21 711 511 211 411 «11 251 j 20 211 311 II 25 j | 40 III 511 211 II 811 711 II 1911 1811 15|| «0| | 55|| 924117551 $12,000| 5,100 j 8,400| 1,000| 3.5001 1,200 j 1.5001 6,0001 6,7 00 j 1,000| 5,0001 70,0001 22,000| 2,0001 4,6501 2,0001 2,0001 4,0001 6.5001 J 8,9001 I 2,6001 •I 7001 7,000 j 5,0001 3.500 j 5,3001 I 3,0001 2.500 j I I I 7,0001 I 1,2001 I 7,3661 1,000| 2,0001 I I I 700 j I 4,000| 5,0001 2,000 j 2,500 j 7,0001 Fjárhagur 9,000 600 400 300 500 600 1,000 242,8161 12,400||32,811.01 $1,118.13 465.00| 701.80| I 1,744.661 65.001 165.00| 650.00| 1,089.46 j 80.00| 782.54| 7,963.43|| 2,860.00|| 70.00 j | 400.00|| 33.00|| 225.00|| 385.00|| 1,075.56 j j 1,058.02|| 193.50 j j 125.00|| 75.00|| 40.00|| 963.00 jj 685.00|| 755.78 j j 877.95|| 125.00|| 877.70|| 240.00 j | 150.00 j | 112.001 j 37.00|| 534.00|| II 118.67 II 1,160.76 j | II 150.00|| II 174.30|| 89.30|| 140.00|| 188.75|| 915.00|| 953.70|| 300.00|| 740.00) | 1,158.00 j j til hendi. öll eru börnin gift enskumælandi mönnum og konum, nema Hans. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum, Þórarni Árnasyni og Rósu Jónsdóttur, þar til hann var um tvítugt, fór þá sem vinnumaður til efnabónda; lét bóndi sá Magnús vera við sjoróðra hverja vertíð, en seinustu árin á íslandi var hann sinn eiginn herra, gat hann þá safnað svo fé, að hann komst með unnustu sína til Canada, og eins og að framan segir, giftu þau sig er til Winnipeg kom. Árin, sem hann stundaði sjó- r’óðra heima, var sá kafli úr æfi hans, er hann mintíst oft á. Hafa hinar breiðfirzku ægisdætur reynt á hugrekki hans og markað fyrir grunnlínum á andliti, þótt aldrei yrðu djúpar, því það máttd heita, á svo gömlum manni, að andlitið væri slétt. Fyrst er eg mætti honum, þótti mér hann harðleitur, en eftir að eg kyntist honum betur hér í Ev- erett, iskifti eg um skoðun. Eg sá, að á bak við alvöruna, var blíða í svipnum, og hann var þeim, sem bágt áttu, hjálpsamur. Magnús var Meðalmaður á hæð, þykkur undir hönd, sýndist herða- breiður eftir öðrum vexti, bak- svipur og höfuðlag frítt, og er eg horfði á eftir honum, datý mér í hug það sem Skapti sál. Brynj- ólfsson sagði í minningarriti um bróður sinn, Magnús lögmann Brynjólfsson: ‘‘og er hann gekk, vaggaði hann Htið eitt höfði”. Það gerði líka Magnús Thorarinson. Var hann snar og léttur á göngu, og leyndi sér ekki, að hann var karlmenni mikið, kappsamur við hvað sem hann tók fyrir, vildi ekki vera í minni hluta, og víst mjög sjaldan verið það. Eg tók eftir því, ef meiningamunur var um eitthvað, þá stóð hann upp, gekk um gólf í hægðum sínum; var lík- ast því, að þar væri lögmaður að verja eða sækja mál í réttarsal. Hann hafði víst gáfur meir en í meðallagi. Hann gat rakið ætt sína langt aftur, voru það ýmist prestar eða lögmenn, sem stiklað var á. Hefði hann fengið nútíma skólamentun ungur, þá hefði komið í ljós, hve vel hann var gefinn. — Þetta held eg sé rétt lýsing hjá mér um Mr. M. Thor- arinson. Eg var um lengri tíma reglulegur heimagangur hjá þeim hjórrnm, og hafði þá góðan tíma og tækifæri að taka eftir honum. Eg hafði gaman af sögum, sem hann sagði mér. Þóttu honum vetrarferðir um sléttur Norður- Dakota með uxapar, í hríð og frosti, slæmar, varð stundum að treysta uxum sínum, að þeir væru á réttri leið; sótti á með kappi, því hann vissi konuna heima með börnin, og þurfti hún að sinna inni og útiverkum meðan hann var í burtu. En um svaðilfarir þær, er hann lenti í við ægir á Breiða- firði, var honum einna tiíðrædd- ast; það var sá skóli, er gerði hann það sem hann var, svipharð- an kappsaman og ekki að æðrast þótt á móti blési; vann hann sig- ur á öllu, en litlu munaði stund- um. Eg ætla að segja eina sögu, er hann sagði mér: Hann var á gangi í Everett að kveldi, var lítið um ljós og því dimt. Þar mætir honum maður, og biður hann um peninlga. Magn- ús hélt að hann ætlaði að ræna sig og rétti út hendina; maðurinn lá flatur og við skildu þeir. Þetta var fyrir fimm til sex árum; sýn- ir það hvað hann mátti sín svo gamall, þá nær sjötugu. Síðustu árin var hann hættur að vinna hjá öðrum, hafði nóg að að sjá um heima við sitt hús og dóttur sinnar og tengdasonar; hafði þá hvíld góða; kom þá fyr- ir, að hann tók lag, og þóttu kon- um þá of háir tónar og fundu að, því eins o!g menn vita, er maður varla frjáls í sínu eigin húsi í þessu landi. Hann var raddmað- ur mikill, og þóttist vera frjáls að nota hana; er það víst aðeins í þau skiftin, er hann varð í minni hluta. —Hann vann mikið um sína æfi, hafði með sparsemi aflað, svo hann þurfti ekki að kvíða. Gest- risni var hjá þeim í ríkum mœli, mun hann aldrei hafa fundið að því, þó konan færi með gjafir til þeirra fátæku, heldur hitt, því hann var þeim góður sem bágt átitu. Heyri eg nú eldri kunn- ingja þeirra segja svo. íslendingur var Magnús sál. ó- skiftur, talaði stundum um að gaman væri nú að vera heima og fara í róður. Hann var trúmaður sterkur að mér fanst. En á síðustu árum virtist mér hann hallast meir að nýrri kennin!gum. — Síð- as, er eg sá hann, var hann í spít- ala í Everett; var hann þungt haldinn, samt heyrðist ekki istuna frá honum, sem sýndi, hve harð- gjör hann var, lék bros um and- litið. Læknir hans þóttist finna bata síðari daginn, sem eg sá hann; hefir það verið um stutta stund. Hann var fluttur heim til sín, og þá máske liðið betur, því þar vildi hann deyja og tala síð- ustu orðin. Ekkert var sparav, til þess að honum liði eins vel og hægti var. Eg veit að þeir, stm þektu Magn- úa Thorarinson, sakna hans; hann var ágætur heim að sækja, hvers- dags hæ'gur, iskrafhreifinn, gerði öllum gott, sem hann heimsóttu. Eg, sem þetta skrifa, þekti hann aðeins sjö eða átta síðustu árin, og lýsi honum eins og eg áleit hann vera gerðan að mannkost- um. Hann var stór í öllu, sem hann tók fyrir. Því lengur sem eg þekti hann, því betur féll mér hann. Vertu sæll, vinur! Hinn mikli andi hjálpi þér og blessi. Blöð á íslandi eru vinsamlega beðin að flytja frændum og vin- um hans þetta í dálkum sínum. Skrifað í september 1923. Vinur. MAGNÚS THÓRARINSSON. Nær eygló í Ijóma um aftanstund skín og út hefir dagurinn runnið, minn ljúfasti ástvinur leita eg Jnn,. og líti í anda þá dýrmætu sýn, að með sæmd var þitt æfistarf unnið. Þú harmaél tímans með hugprýði sást og hugðir ei undan að leita. Þú blessaðir líf mitt með um- hyggju og ást, aldrei þinn styrkur með kærleika brást, atorku og aðstoð að veita. Samleiðin með þér í sæld eða þraut var sólbjartur unaðar dagur, eiginmanns trúföstu ástar eg naut, áfangi lífs þíns í himinsins skaut endar því friðsæll og fagur. Þú burfarni ástvinur bíður mín þar og blómum á leið mína stráir, ávalt eg til þín í tímanum bar traust og það jafnan óbrigðullt var, sem fegurstu fararheill spáir. Til okkar samfunda hugsa ég hlýtt bak við húmblæju líðandi tíðar, elskenda hlutskifti birtist þar blítt, byrjar þá með okkur sælulíf nýtV öll nær við sjáustum síðar. Minn elskaði vinur og verndari kær, eg veit að við sameinumst aftur, timans að návist þó færir þú fjær, finn eg að andi þinn dvelur mér nær, svo sterkur er kærleikans kraftur. Börn þín og eg, sem nú bíðum hér, við blessum öll minningu þína; eilífa samvistin unaðsemd lér, öll munum síðar við hjá þér lífsins í ljósheimi skína. Saknaðarorð eiginkonunnar. þrjú gömul k?æði eftir H. Hamar. FARINN. Nú er eg farinn til framandi landa. Elg finn þig í svefni og kyssi í anda. Finnurðu ilminn af ungum rósum? Er það ei ást mín með anda ljósum? Þær vaxa viltar á vörum mínum, og geta’ ei visnað á vörum þínum. (1913) •GULLSKÝ. Eg sá hvar í roða og rósum reis sól! við hin gullnu ský. Það glampaði’ á bjartar borgir, er bygði ég enn á ný. En vart var hún gengin undir, og gránuð hin gullnu ský, er borgirnar allar brunnu, og sorg mín varð þung sem blý. Og svo mun það vafalaust verða fram á æfinnar hinzta dag, að borgirnar mína brenna við hvert einasta sólarlag. (1913) KOSSINN. Fölnar nú rósin rauða, réttir mér sína skál. Ilmandi duft í dauða dreymir í hennar sál. Titwar með bikars brúnum blikandi dauðans veig. Drekk ég í rauðum rúnum raunir í sælum teig. Ekkert með lífsins anda ilmar sem dauðans skál. Bjarmi til beggja handa brosir við minni sál. 1913), —Vísir. Bifreið staðnæmist fyrir fram- an gistihús og dyravörður kemur ■hlaupandi. Bíliegandinn: Látið mig fá dá- lítið af bensín. — Sjálfsagt, — og hvað drekk- ur frúin?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.