Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1931. GefiS út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Wiimipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Minning skáldsins Sá af skáldmæringum Bandaríkjaþjóðarinn- ar, er næstan skipar virðingarsess við Edgar Allan Poe, mun vafalaust mega teljast Sidney Lanier; fer skáldfrægð hans vaxandi með ári hverju; nú eru liðin fimitíu ár, frá því er dauða Laniers bar að höndum; fæðingarstaður skálds- ins var bærinu Macon í Georgia-ríki; hefir und- anfarandi verið þar mikið um dýrðir, fjölmenn minningamót í tilefni af hálfrar aldar dánaraf- mæli hins látna ljóðsnillings. Eftir því sem sögur segja, bjó Lanier sér til ofurlitla flautu, er hann var sjö ára gam- all drengur, og tók að leika á hana; var hann spurður að .hverju slíkt sætti; svarið var á þessa leið: “Fuglasöngurinn í nándinni hefir náð mér á vald sitt; auðnist mér, þótt flautan sé smá, að túlka, þó ekki væri nema eina einustu fuglsrödd, er ómak mitt að fullu greiitt.” Og æfina á enda, var hann sýknt og heilagt að túlka raddir náttúrunnar, og opna nýja hljómheima í ljóðstíl og list; hann var hvorttveggja í senn, hljómlistarmaður og skáld, er samræmdi svo að- dáanlega óm og óð, að sjaldan mun betur hafa gert verið. Lanier var heitur ættjarðarvinur; hann tók sinn fulla þátt í borgarastríðinu, 0g lét þess um getið, að hann vissi eigi fegurri dauð- daga, en þann, að láta lífið fyrir ættjörð og frelsi hennar ef svo byði við að horfa. Lýsing hans á stríði er með þessum hætti: “War is a strange and terrible flower.” Svo má segja, að Lanier heyrði hljóma í öllum sköpuðum hlutum ; jafnvel í ríki þagnar- innar líka; svipar honum þar til Einars Bene- diktssonar, er svo komst að orði í kvæðinu Skútahraun, að þögnin klaMÍdi1 hundrað raddir. Lanier unni fuglum, hunangsflugum og fiðr- ildum, eða þó einkum og sérílagi suði þeirra og söng; í slíkum félagskap, fann hann sig, í viss- um skilningi, fyrst og síðast heima. Það er því sízt að undra, þótt hann í einu af ljóðum sínum, kvæði þannig, að: “All tree-s'ounds, rustling of pine-cones, WTind-sighings, doves’ melodious moans, And night’s unearthly undertones”. Hin óbrotna aðdáun Laniers á náttúrunni og fegurð hennar, einkennir mörg af hans beztu kvæðum, svo sem “A Ballad of Trees” og kvæðið “Masiter”. Fyrsta erindi þess hljóðar á þessa leið: “Into the woods my Master went, Clean forspent, forspent. Into the woods my Master came, Forspent wiith" love and shame. But the olives tfyey were not blind to Him, The little grey leaves were kind to Him! The thom-tree had a mind to Him When into the woods He came.” Óefað varpa þessar fáu ljóðlínur nokkru ljósi á skapgerð 0g tilfinningalíf skáldsins. Ljóðagerð Laniers var gersneydd kaldhömr- un og hnöllunga dynkjum; hann var umfram alt> skáld hljóms og hljómfalls; að því leyti minnir hann að nokkra á Swinbume. Lanier hataði af heilum huga helstefnu þá, er honum skildist að skotið hefði rótum í lífi þjóðar sinnar við aukna dollara dýrkun, eftir að borgarastríðinu lauk. 1 beinu mótmæla skyni við þá efnishyggjuöldu, reit hann “Corn.” Æfi Laniers var óbrotin og fögur; hann söng, af því að hann gat ekki ósyngjandi ver- ið; líf hans var italandi vottur um hreinleika berglindarinnar og hjartahita hugsæisstefn- unnar. Övinir skóganna Bandaríkjablöð herma, að svo sé ástandið í norðvesturríkjunum viðvíkjandi skógum og viðhaldi þeirra alvarlegt, að til hinna mestu vandræða horfi; sumpart stafar þetta vitanlega af óviðráðanlegum, eða að minsta kosti lítt við- ráðanlegum orsökum, þar sem um þá skógar- elda er að ræða, er veðlattufar veldur, svo sem ofsahitar og langvarandi þurkar; á hinn bóginn má samt, því miður, oft og einatt skeytingar- leysi mannanna um kenna, hvernig til tekst á þessu sviði; jafnvel hálf-útbrunninn vindlings- stúfur, hefir orsakað, og getur orsakað skóg- arelda, er valdið hafa, og valdið geta hinu gíf- urlegasta tjóni-. Það er á almanna vitorði, að nú í ár hefir tjón það, er skógareldar liafa valdið, bæði hér í landi og eins í æandaríkjunum, verið víðtæk- ara en jafnvel nokkru sinni fyr; ber þar fyrst til, hve þurkar voru varanlegir, og hitar með köflum stekari, en alment gerist; slælegu eftir- liti af hálfu skógarvarða verður ekki um kent, hvernig til hefir tekist; mannlegur máttur fær sjaldnast borið náttúruöflin ofurliði, þegar þau eru komin í algleyming, þótt miklar og marg- víslegar hömlur megi á þau leggja. En hitt er átakanlegra, er flysjungar og sakðræðismenn verða þ«ss valdandi, að náttúrufríðindi foldar- innar, þau, er blessa áttu ríkulega komandi kyn- slóðir, gereyðast svo að segja á augnablikinu. Til eru þeir menn, og það því miður hreint ekki svo fáir, er af persónulegum hagsmuna- hvötum hafa borið eld í skógarspildur; það var óneitanlega greiðvirkara að ryðja landið þannig, en á flestan annan veg; og þá var svo sem heldur ekki f afleiðingarnar horft; stund- um hafa. spillvirkjar þessir hlotið makleg mála- gjöld, þótt margir vafalaust leiki lausum hala. Svo ramt hefir kveðið að skógareyðslu af völdum óþjóðalýðs í Idahoríkinu í sumar, að stórar spildur hafa verið settar í herkví; hvað við það hefir unnist á, er ekki nema að litlu leyti ljóst; þó er þess getið, að í mörgum til- fellum hafi það verið um seinan, er til slíks ráðs, eða örþrifaráðs var gripið. Innan takmarga Bandaríkjanna, hafa skóg- ar mjög gengiðl til þurðár, síðustu áratugina. Hér í landi hagar, enn sem komið er, nokkuð öðrurísi til; hin canadiska þjóð á enn víðáttu- mikil og voldug skógarbelti, er í sér hafa fólg- in mikil auðæfi. A herðu mnúlifandi kvnslóðar hvílir sú skylda, að skila þeim af sér komandi kynslóð í hendur, eigi aðeins jafn-vænum, held- ur vænni og veglegri, en nokkru sinni fyr: Enginn veit með vissu, hve langt það tíma- bil var, er Indíánarnir voru einir um hituna í þessu landi, þótt ekki geti hjá.því farið, að slíkt hafi skift mörgum huundruðum ára; kjör þeirra voru vitanlega ekki ávalt blíð; þó hefndu. þeir sín ekki ánáttúrunni með því að reita af henni flugfjaðrirnar; þeir höfðu yndi af skógunum og létu þá í friði. Það eru þeir, sem á eftir komu, auðsveipir -skósveinar græði-stefnunnar, sem orðið hafa óvinir skóganna og annara nátt- úrufríðinda. Verðfall Þótt eigi sé um það að villast, að kornrækt- arbændur þessa lands séu harðast leiknir um þessar mundir, hvað framleiðslu þeirra og verðlagi hennar viðkemur, þá dylst það samt sem áður engum, heilskygnum manni, að víða annarssitaðar kreppir skórinn að á sviði land- búnaðarins. Samkvæmt nýjustu skýrslum hagstofunnar í Otttawa, hefir hestum og svínum farið allmjög fækkandi upp á síðkasitið, þótt um dálitla fjölg- un sauðfjár hafi á hinn bóginn verið að ræða. Af eftirfarandi skýrslu má sjá mismun þann, er orðið hefir síðustu fjögur árin: 1927 1928 1929 1930 Hestar......121.4 119.7 119.7 116.9 Mjólkurkýr .... 1211.4 142,8 138.7 13&7 Aðrir nautgr. 143.1 135.6 139.3 142.4 Sauðfé ........ 155.6 162.9 173.4 176.3 Svín........... 137.7 131.9 123.5 117.3 Verðfall á búpeningi, árið sem leið, varð bóndanum hinn versti þrándur í götu. Verð mjólkurkúa lækkaði úr $74 niður í $59; aðrir nauitgripir féllu að meðaltali í verði úr $47 nið- ur í $35; kindur úr $10 niður í $7, og svín úr $16 niður í $15. Þótt verðfall það, sem hér um ræðir á afurð- um griparæktarbóndans, sé að vísu all-tilfinn- anlegt, þá er hann þó hvergi nærri jafn-hart leikinn og stéttarbróðir hans, sá, er alt sitt á og átti undir hveitiuppskerunni og verðlagi hennar. Takmörkun vígbúnaðar Forsætisráð gjafi ítölsku þjóðarinnar, Musso- lini, lét sér nýverið þau orð um munn fara, að allar þær þ.jóðir, er til Þjóðbandalagsins telj- ast, ættu að ganga á undan með góðu eftirdæmi, og taka sér hvíld frá venjulegu hernaðarum- stangi, að minsta kosti í eitt ár; þær ættu, allar fyrir eina og ein fyrir allar, að verja því tíma- bili til alvarlegrar umhugsunar um það, hvort eigi mætti takast, að fiima sameiginlega leið í áttina til varanlegra takmarkana á vígvörnum, hvort heldur væri um að ræða á landi, sjó, eða í lofti. Hvort hugur hafi fylgt máli, verður ekkert um sagt að svo stöddu; þó verður þeirr- ar hugsunar tæpast varist, að ummæli sem þessi, komi úr óvæntri átt, þar sem kunnugt er, að ítalska þjóðin, frá þeim tfma, er Mussolini kom til valda, virðist hafa verið alt annað en friðsamlegur sendiboði í málefnum Norðurálf- unnar. Það getur nú í sjálfu sér verið gott og blessað, að hjala um takmarkanir vígbúnaðar og þar fram eftir götunum; slíkt hefir gert ver- ið á öllum öldum, án þess að til nokkurrar var- anlegrar niðurstöðu hafi leitt. Takmörkun víg- búnaðar, eða afnámi vopnaburðar, verður samt aldrei fyr til fullnustu í framkvæmd hrundið, en mannkynið alt hefir afvopnast í lijartanu. •Ríði ítalska þjóðin í þeim skilningi á vaðið, verðskuldar hún forusturétt — annars ekki. Bókfregn Fyrir skömmu hefir oss borist í hendur 2. hefti af XV. árgangi Iðunnar, næsta fjölbreytt og fræðandi. Innihaldið er á þessa leið: Sigurður Einarsson: Járnöld liin nýja. Ragnar E. Kvaran: Slitur um íslenzka höf- unda. Halldór Stefánsson: Liðsauki (Saga með mynd). G. Geirdal: Sólhvörf (Kvæði. Arnór Sigurjónsson: Harmur (kvæði). Johan Vogt: Gróðinn af nýlendunum. Guðm. Qí Hagalín: Um Kristófer Uppdal. Kristófer Uppdal: Bylurinn (Sögukafli). Sigurður Skúlason: Ferðaminningar. Loks eru dómar um bækur. Af óbundna málinuð er Iðunn flytur að þessu sinni, þykja oss einna skemtileg'astar aflestrar Slitur Ragnars E. Kvarans og Ferðaminningar Sigurðar Skúlasonar. Eitt efnilegt ljóðskáld lætur að þessu sinni til sín heyra, er oss var að mestu áður ókunn- ugt um; er þar átt við G. Geirdal, er yrkir Sól- hvörf. Upphafserindi Sólhvarfa er þannig: “Bjart er skin, í ættlandsaugum, eins og tindri af gyðjubrá. Astin grípur töfratökum taugar allar. Ljóssins þrá skín úr Islands andlitsdráttum efst frá tind að fjallsins rót. Auðnin ])ögul arma teygir eilífbjörtum himni mót. ” Kvæði þetta er gullfallegt frá upphafi til enda, og íslenzkrar rímhelgi vandlega gæti. Fréttapistill Vogar, 25. sept. 1931. Þessi mánuður hefir verið viðburðaríkari hér en flestir aðrir, en það eru mest sorglegar og örðugar endurminningar, sem hann skilur eftir. Davíð Gíslason, bóndi að Hayland, varð bráðkvaddur 5. þ. m. Hann var að ýta fram bát með sónum sínum, en hné niður, og var þegar örendur. Davíð var með nýtustu bædn- um hér í sveit, dugnaðarmaður mesti, geðstór, en hreinn í lund og bezti drengur. Sögunarmylla Asmundar bónda Freemans á Siglunesi brann 15. þ. m. Eldurinn kom upp að næturlagi, eftir að vökumaður var kominn heim. Hafði eldurinn leynst í spónum undir myllunni, en blásið upp er hvesti. Byggingin brann til kaldra kola, 0g allmikið af unnum viði (fiskikassa efnum), sem var inni í bygg- ingunni og nærri henni. Vélar allar og áhöld eyðilögðust. Engin eldsábyrgð var á eigninni, og er því skaðinn mjög tilfinnanlegur. Heyskap mun nú lokið hjá flestum. Þó eiga nokkrir talsvert hey úti, því óþurkar hafa ver- ið undanfarna viku og rigrut drjúgum. Flestir munu vera orðnir allvel byrgir að heyjum, en þá munu sumir fækka gripum fyrir fóðurskort. Er það þó neyðarúrræði nú, því kalla má að gripir séu verðlausir, eða öllu fremur óseljan- legir, eins og nú standa sakir. Það ætti því að verða ódýrt kjöt handa borgarbúum í vetur. tTtlitið er því fremur skuggalegt. Ef þessi eini verðmiðill, sem bændur hafa nú, gripir og afurðir þeirra, verður lengi verðlaus, þá fer að verða þröngt um peninga hjá bændum. En við lifum, í þeirri von, ‘að við séum nú komnir yfir það versta í þeim sökum, því varla sverfur svo að heiminum, að menn hætti að éta kjöt og smjör. Ekki er stórum betra útlitið með fiskiveið- ar. Ein sú tegund af fiski, sem einna mest hef- ir veiðst hér (birtignur) er nú sögð verðlaus, og útlit fyrir mjög lágt verð á öðram fiski. — Ekkert fréttist af gjörðum nefhdar þeirrar, er átti að gjöra breytingar á fiskiveiðalögunum hér í fylkinu. Menn gjörðu sér von um, að þær mundu verða til hagsmuna fyrir þá, sem við vatnið búa. Véra má, að auðfélögunum hafi ekki líkað þær breytingar, svo þau hafi reynt að tefja fyrir þeim. Lausafregn hefir borist hingað, um að stjórain hafi ákveðið að fresta þessu máli fram yfir næstu kosningar, en óvíst er hvort hún er sönn. Það er svo mörgu logið nú á dögum. Auðvitað er ekki hyggilegt, að styggja þá, sem peningaráð hafa, rétt fyrir kosningar. Guðm. Jónsson. Framleiðslan íRússlandi Árið 1933 er talið, að hinar stórfeldu fram)eiðislufyrirætlanir Rússa verði svo langt á ve'g komnar, að iðnaðarframleiðsla þeirra hafi aukist um 181% og landbúnaðarframleiðslan um 151 af hundraði. Þessi stórum aukna framleiðsla í Rússlandi, sem hef- ir nægum og ódýrum mannafla á að skipa, veld,ur öðrum þjóðum miklum áhyggjum, ekki sízt Banda- ríkjamönnum, Bretum,, Frökkum og Þjóðverjum, en einnig smá- þjóðirnar kunna að verða mjög hart úti í samkepninni við Rússa. 1 fyrnefndum löndum óttast menn mjög, að Rússar muni verða svo skæðir keppinautar á heimsmörk- uðunum, að utanríkisverzlun ann- ara þjóða muni stórhraka, ef ekki verði gripið til óvanalegra toll- verndarráðstafana í baráttuhni við þá. Frakkneska stjórnin hefir látið rannsaka mjög nákvæmlega ýmislegt i sambandi við þessa miklu framleiðsluaukning í Rúss- landi. M. a. hafa Frakkar komist að þeirri niðurhtöðu, að kolafram- leiðsla þeirra muni aukast úr 34 miljónum smálesta (1928) upp í 125 milj. smálest/a 1933; hveiti- framleiðslan úr 2,575,000,000 bush. í 3,488,000,000 árið 1933; olía úr ellefu milj. smál. í fjörutíu og eina milj. smálesta og þar fram eftir götunum. Aðal atriðið verður auðvitað að komast sem næst því, að áætla hvað mikið af þessari framíeiðslu verði notuð í rússneskum löndum, svo aðrar þjóðir geti farið nærri um hve miklu Rússar geti dembt á markaði utan rússneskra landa, fyrir lægra verð en aðrar þjóðir gætu boðið sína framlelðslu. Nokkrar líkur eru til, að Rússar geti notað mestalla olíu- og kola- framleiðslu sína, en ef eigi verður af járnvinzlu áformunum á Kurk- svæðinu, er talið að Rússar muni reyna að selja tuttugu og fimm milj. smálesta kola utan Rúss- lands. Frakkar œtia, að pló'g- framleiðsla Rússa verði komin upp í fimm milj. 1933 (var ein milj. 1928)| og dráttarvélafram- leiðlan upp í 100,00 úr 1200. En litlar líkur eru tialdar til, að Rúss- ar geti selt mikið af landbúnaðar- vélum utan Rússlands. Innflutt- ar landbúnaðarvélar eru hátt tollaðar í flestum löndum og landbúnaðarvélar Rússa eru af öðrum gerðum, en bændur í Ev- rópulöndunum eru vanir. Hættan er mest að því er snertir kornvör- ur og baðmullarvörur. En Frakk- ar búast við, að Rússum muni veitiast erfitt að fá nóga menn í þvingunarvinnu til þess að fram- kvæma hinar stórfeldu áætlanir sínar. Tuttugu miljónir manna hafa verið teknir í þvingunar- vinnu í iðngreinum cg sextíu milj. í landbúnaðarvinnu. Vinnufólks- eklan er svo mikil, að ráðgert er að þvinga 750,000 konur í viðbót til léttrar ýerksmiðjuvinnu. Með- al vinnulaun segja Frakkar að séu í Rússlandi um 22 krónur. — Hafa nú framleiðsluþjóðirnar í Evrópu og Ameríku vakandi auga á Rúss- um og leitast á allan hátt við að vera við hinr.i miklu samkeppni þeirra búnar. — Vísir. Smávegis Framkvæmdastjóri: Þetta er nú í þriðja sinn í þessii mmánuði, að þér komið og biðjið um fyrir- framborgun. — Já, herra forstjóri. það stend- ur þannig á því, að konan mín þarf nauðsynlega að fá peninga. — Og til hvers ætlar hún að nota þá? — Það þori eg ekki að spyrja hana um, en máske vill herra for- stjórinn gera það? — Þakka þér fyrir afmælis- gjöfina frændi. — Ekkert að þakka, það var svo lítið. — Það fanst mér líka, en mamma sagði að eg skyldi samt þakka þér fyrir hana. — Stýrðu beint á duflið þarna fram undan. — Það er ekki dufl, herra skip- stjóri, það er már. — Heldurðu að eg sé svo vit- laus, að eg sjái ekki mun á dufli og máf? — Jæja, herra skipstjóri, þá er það dufl — en nú flaug það. — Stúlkan: Hver er þessi mað- ur þarna? — Það er listamaður. — Ætli hann vildi ekki fá mig sem fyrirmynd? — Það held eg tæplega — hann býr að eins til 500 króna seðla. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum. fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Listir og iðnaður Á síðari tímum hefir talsvert verið unnið að því, að efla gengi brezks iðnaðar með því að taka til hagkvæmrar notkunar hug- myndir listamanna við fram- leiðslu iðngreinanna. Viðskifta- ráðuneytið skipaði fyrir nokkru síðan nefnd manna til þess að athuga skilyrðin til umferðasýn- inga á iðnaðarvörum, sem lista- mennirnir hafa lagt hendur á að gera sem útlitsfegurstar. Sam- band brezkra iðnaða í London hef- ir starfandi iðnaðar- og lista- nefnd, sem vinur að því að koma á samvinnu milli iðnaðarfram- leiðenda og listamanna, sem vakið hafa á sér eftirtekt fyrir hæfileika sína. Enn fremur er unnið að sam- vinnu milli iðngreinanna og list- skólanna, því það er sannarlega á ýmsan hátt, sem um samvinnu getur verið að ræða milli iðnaðar- framleiðenda og listamannanna. Slík samvinna er nú hafin í helztu Yorkshireborgum, t. d. Bradford, Leeds og Sheffield, sem eru með helztu iðnaðarborgum Englands. Iðnaðar framleiðendurnir kaupa margskonar teikningar, frum- myndir o. s. frv. af listamönnun- um, en eftirlíkingar af frummynd- unum eru því næst notaðar til þess að prýða margskonar iðnað- arframleiðslu, svo sem húsgögn, ofna og prentaða dúka, silfurmuni, ábreiður, leirvarning, auglýsing- ar o. m. fl. Samvinna sú, sem haf- in er á þessu sviði, spáir góðu um framtáðina. Þegar fulltrúar iðn- greinanna og listameistararnir lcggja saman á ráð sín, er árang- urinn vanalega góður: — Grund- völlur er Iagður að því, að gera iðnaðarframleiðsluna útgengi- legri. Ekki er þó úr vegi að benda á það, í þessu sambandi, að eftir- spurnin eftir slíkri framleiðslu og hér um ræðir, hefir aukist mikið á síðari tímum, vegna aukinnar mentunar. Um þessa samvinnu iðnaðarframleiðendanna og lista- manna segir svo í “Times Trade and Engineering Supplement”:— Ef samband brezkra iðnaða getur komið því til leiðar, að sannri list verði vel tekið í ölium brezkum verksmiðjum, þá vinst ekki ein- göngu það, að viðs.kiftin aukasb og velgengnin vex, heldur einnig, að áhrif listanna í lífi alls þorra manna munu aukast svo mjög, að ómetanlegt sr.” — Vísir. Fiskaflinn Reykjavík, 10. sept. Frá áramótum til 1. þ. mán. var aflinn á öllu landinu: 283,641 skpd. stórfiskur, 104,516 skpd. smáfiskur, 3,209 skpd. ýsa og S.’SO skpd. upsi, samtals 394,946 skpd. á móti 419,931 skpd. í fyrra. íslenzkir togarar fóru níu sölu- ferðir til Englands í ágúsb með ísvarinn fisk, 0g seldu þeir fyrir 836 sterlpund að meðaltali í ferð. Er það lítið eitt lægra en í fyrra. Þá var meðalsala í ágúst 869 sterlingspund. Togarafél. Grant and Baker í Grimsby hefir haft fjóra togara í férðum milli ís. lands og iEnglands í vor og hefir félagið keypt hér fisk í skipin, einkum í Vestmannaeyjum. Nú hefir hið stóra togarafélag Con- solidated Fisheries Ltd. í Grims- by einnig gert samning við báta- eigendur hér um kaup á nýjum' fiski, og eru allmargir bátar frá Keflavík farnir til Austfjarða til þess að fiska í skip þessa félags. Bátar þessir fiska aðallega með dragnót. í ágústmánuði voru flutitar út rúmlega 9000 smálestir af verkuð- um fiski. Fiskibirgðirnar í land- inu voru 1. þ. m. um 284,000 skpd. miðað við fullverkaðan fisk. — Fiskverð er miög lágt og hefir verið fallandi. Þann 1. þ. m. voru Norðmenn búnir að flytja heim til sín af veiði sinni við ísland 213,257 tn. af síld. Af því var kryddað 21,366 tn. Gera má ráð fyrir að eitthvað sé enn eftir ókomið hiem af skip- um þeim, sem veiðar stunduðu við ísland í sumar. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.