Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.10.1931, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines Rtijng m zlg&>** For ited í®*8 Service and Satisfaction PHONE: 86 311 Seven Lines ,v For Better Dry Cleaning and Laundry 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I. ÓCTOBER 1931 NUMER 40 Jónas Hall dáinn Hann andaðist að heimili sínu í Gardarbygð í North Dakota, að- faranótt mánudagsins í þessari viku. Er þar merkur Vestur-ís- lendingur til grafar genginn, sem vert væri að minnast nánar en kostur er á í þetta sinn. Jónas Hall var fæddur 1. ágúst 1852, í Grjótárgerði í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru Hallgrímur Ólafsson frá Svertingsstöðum í Kaupang&veit og Sigríður Jónas- dóttir frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Árið 1874 'gekk hann að eiga Sigríði Kristjánsdóttur frá Hóli í Kinn, og sama ár flutt- ust þau hjón til Ameríku. Synir þeirra eru sex á lífi: Steingrímur, hljómfræðingur í Winnipeg; Jó- hann Gunnar, Arthur Freeman, Astvaldur Kjartan, Jacob Friðrik og Vilhjálmur Franklin. Fyrst settist Jónas Hall að í Muskoka í Ontariofylki, en flutt- ist 1877 til Nýja Islands, en til Gardar 1880 og bjó þar alt af síðan, eða í hálfa öld og eitt ár betur. Búnaðist þeim hjónum, Jónasi Hall og konu hans, mjög vel og hefir heimfli þeirra um langt skeið verið eitt af hinum mörgu rausnar- og myndar-heim- ilum í Gardarbygð. Um langt skeið tók Jónas Hall mikinn þátt í félagsmálum ýmsum í bygð sinni og var vel til þess fallinn, því hann var prýðilega greindur maður og vel að sér, og var jafnan mikils meirinn af þeim, er honum kyntust. Jarðarfðrin fer fram í dag 30, september. Sendir heim Um tvö hundruð brezkar mann- eskjur, karlar, konur og börn, hafa rétt nýlega verið send frá Banda- ríkjunum til lEnglands, vegna þess að mennirnir höfðu enga atvinnu og gátu því ekki haft ofan af fyr- ir sér og sínum. Tók Bandaríkja- ■stjórnin heldur þann kost, að senda þetta fólik heim til síns eigin lands, heldur en að leggja því til lífsframfæri. Þetta brezka fólk, það sem fullorðið var af því, hafði fluzt til Bandaríkjanna á síðast- liðnum tíu árum, en í þessum hóp voru þó nokkur börn, sem fædd eru í Bandaríkjunum. Engu að síður tóku þó hlutaðeigandi embættis- menn á Bretlandi við öllu fólk- inu. Hornáteinn lagður Á laugardaginn var hornsteinn lagður að háskólabyggingunni, sem verið er að byggja í Fort Garry. Fór sú athöfn fram með all-mikilli viðhöfn og var margt fólk þar saman komið. Dr. S. P. Matiheson erkibiskup framkvæmdi athöfnina og John Bracken for- sætisráðherra flutti ræðu. Veðrið var eins ákjósanlegt eins og vera mátti. Þetta er fyrsta byggingin af þremur, sem ráðgert er að reistar verði þarna suður frá, til afnota fyrir háskóla Manitoba- fylkis, auk mahgra og stórra bygg- inga, búnaðarskólanum tilheyr andi, sem þegar eru bygðar. Bygg- ingin er nú komin undir þak, en mikið er enn eftir að gera við hana að innan. Hún er fjórar hæðir, að meðtöldum háum kjall- ara, gerð úr höggnum steini og falleg mjög og virðist með af- bri'gðum vönduð og traustleg. Kenslustofurnar eru margar og stórar og bjartar og verða mjög vistlegar, þegar þær eru full- gerðar. Hon. Frank Stanfield fylkisstjóri í Nova Srotia, andað- ist hinn 25. sept. 59 ára að aldri. Fanst dáinn í rúmi sínu um morg- uninn, í fylkisstjórahúsinu í Hali- fax. Hann var fylkisstjóri síðan •3. desember 1930. I silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. P. Dalman 26. September 1931. Að líta yfir liðinn fjórðung aldar er ljúft, þar eining krýndi verk og ráð, þá renna saman raddir þúsundfaldar og reynslan verður helgu ljósi stráð. Þó komi haust að liðnu lífsins vori, er lán í för, ef hjörtun geyma yl, með lífsins trú og ljós í hverju spori á leið er bendir hærra sigurs til. í ykkar fylgd á förnum æfi vegi vér fundum gleði, vinar-lund o!g yl, nú ljómar sól á sigur-blíðum degi og signir þetta merka tímabil. Sé traust í hjarta, aldrei mœðir elli, en andinn vakir hrifinn bernsku draum, því ást og dygðir ætíð halda velli, þó annað hverfi burt með tímans straum. Vor tíð er hröð með örlaganna óði og atvik mörg, er valda sæld og neyð, og því er dagsins dýrmætasti gróði af dygð og trú að fága gefið skeið. A Að vina minni vaki Ijós í hjarta og veginn faðmi lífsins auðnu hag, við aldarfjórðungs endurminning bjarta. með ást olg þakkir fyrir liðinn dag. M. Markússon. Byrjað—Hætt Fyrir skömmu var byrjað að grafa fyrir undirstöðum að stórri byggingu til viðauka við Manito- ba háskólann. Unnu þar 230 menn og var unnið allan sólarhringinn o!g verkinu hraðað sem mest, svo það yrði svo langt á veg komið áður en frost leggjast að, að hægt væri að halda því áfram í allan vetiur. Réðist fylkisstjórnin í Manitoba í þetta fyrirtæki nú, í þeim tilgangi fyrst og fremst, að bæta nokkuð úr atvinnuþörfinni. En það var gert með þeim skiln- ingi, að sambandsstjórnin legði fram helminginn af kostnaðinum við að koma upp byggingunni. Hafði sambandsstjórninni verið tilkynt, snemma í september, að byrjað yrði á þessu verki, o'g hafði hún þá ekkert við það að atihuga, en ekki samþykti hún það þó statt og stöðugt. Liðu nú nokkr- V ir dagar og verkinu var haldið á- fram. Komu þelr þá hér til Win- nipeg, Senator Robertson verka- málaráðherra, og T. G. Murphy, innanríkisráðherra. Er þá fylkis- stjórninni tilkynt af þeim, að sam- bandsstjórnin geti ekki fallist á, að veita fé til þessa fyrirtækis. Úti af þessu hafa nokkur skeyti farið milli þeirra, Robertson, sem að undanförnu hefir verið í Van- couver, og Clubb, ráðherra opin- berra verka í Manitoba, og einnig hefir Mr. Clubb átt^tal við Mr. Murphy um þetta mál. Hefir það alt farið á eina leið, og um miðja vikuna sem leið þóttij Mr. Clubb vonlaust um, að sambandsstjórn- in væri með nokkru móti fáanleg til að veita fé til þessa fyrirtæk- is. Var þá verkinu hætit og öll von um atvinnu við þessa miklu bygg- ingu horfin, í bráðina. Með þessu fyrirbæki hefir fylk- isstjórnin mælt eindregið, enda ætlaði hún að greiða helminginn af kostnaðinum. En einnig hefir bæjarráðið í Winnipeg mælt sterklega með því, viðskiftaráðið, félag iðjuhölda og félög iðnaðar- manna. lEkkert af þessu tekur sambandsstjórnin til greina, en fer eftir ráðum einhverra í Win- nipeg, isem enginn veit hverjir eru — ekki enn þá. Ralph Webb borgarstjóri í Winnipeg, hefir lýst yfir því, að hann verði enn í kjöri, í sjötta sinn, við bæjarstjórnar- kosningarnar í næsta mánuði. Skærur milli kommúniéta og lögreglunar í Winmpeg Á mánudagSkvéldið lenti í tölu- verðum skærum milli kommúnista og lögreglunnar í Winnipeg. Var þetta í grend við City Hall, enda halda kommúnistar þar aðallega fundi sína, þó þeir fari líka ein- staka sinnum suður til stjórnar- bygginganna við Broadway, til að bera þar fram kröfur sínar við fylkisstjórnina. Byrjaði þetta þannig, að nefnd manna, af liði kommúnista, vildi fá að tala við bæjarstjórnina, þar sem hún sat á fundi. Var P. O. Woods fyrir- liði þeirra. Vildu sumir af bæj- arstjórnarmönnunum leyfa þetta, en sumir ekki, en niðurstaðan varð sú, að Woods oíg þeim sem með honum voru, var synjað viðtals í það skifti, með 11 atkvæðum gegn 7. Var honum vso vísað út, og bæjarráðið hélt áfram sínum störfum. Þegar Woods kom út, sagði hann að sér hefði verið synjað viðtals og sér hefði verið vísað út, og urðu þá æsingar all- miklar meðal mannfjöldans, sem úti beið, og áður en langt leið, lenti í sbærum milli kommúnista og lögreglunnar, þe!gar hinir fyr- nefndu gerðu aðra tilraun til að koamst á fund bæjarráðsins. Lög- reglumennirnir notuðu barefli sín, en hinir grjót og múrsteina, sem þeir höfðu safnað að sér. Þrír af lögreglumönnunum meidd- ust töluvert og einhverjir af hin- um líka, en um það eru ekki Ijós- ar sagnir. Sjö menn voru teknir fastir, en mál þeirra hefir ekki verið rannsakað eða dæmt, þegar þettia er skrifað. Tveir eða þrír af bílum bæjarráðsmannanna, sem stóðu fyrir utan bæjarráðshúsið, voru líka eitthvað dalaðir o'g brotnir með grjótkasti. Reykjavík, 29. ágúst. | Séra Octavíus Thorláksson flutti Hinn stóri og myndarlegi al- erindi í Samkomuhúsinu i fyrra- þýðuskóli á höfuðbóli Snorra^kvöld og sýndi skuggamyndir frá Sturlusonar, Reykholti, er nú* Japan í sambandi við það. Stóðu nærri fullgerður og tekur til starfa; myndirnar í sambandi við náttúru Bretar afnema gull sem undirátöðu gjaldmiðils Það þótti miklum tíðindum sætia, fyrir rúmlega viku síðan, að brezka þinlgið, samkvæmt tillögum stjórn- arinnar, afnam þau lagaákvæði, að gull 'skyldi vera undirstððu gjaldmiðill á Bretlandi. Allir stjórnmálaflokkar virtust vera þessu samþykkir og það mætti engri verulegri mótstöðu. Mun Verkfall þebta aðallega gert vegna þess, að gullstraumurinn út úr landinuj Verkföll eru ekki tíð um þess- var orðinn svo afar mikill, að til | ar mundir, sem eðilegt er, þar sem vandræða þótti horfa. Allar aðr-j atvinnuleysið er svo afar tilfinn- ar þjóðir, sem eitthvað áttu hjá [ anlegtv Þó hefir verkfall staðið Bretum, kröfðust þess, að fáj yfir nokkrar undanfarnar vikur í skuldir sínar borgaðar í gulli. j Estevan kolanámunum í Saskatche- Gullið streymdi óhóflega til wan. Þeir, sem þar lögðu niður Frakklands, en þó einkum til í haust. Skólastjóri verður Krist- inn Stefánsson cand. theol., sem í fyrra var kennari á Laugarvatni. Aðrir kennarar við skólann verða, eftir því, sem blaðið hefir heyrt, sr. Einar Guðnason í Reykholti, Þórir Steinþórsson bóndi í Reyk- holti og Þorgils Guðnason, hinn !góðkunni íþróttamaður, áður kennari á Hvanneyri. M’ún hann annasti sundkensluna. Verður sundlaugin í Reykholti sú glæsi- legasta, sem enn er til í landinu. Skólahúsið stendur rétt við Snorralaug. Það er hitað með vatni úr hvernum Skriflu, þann. ig, að hveravatni er veitt í þró utan við húsið, en ferskt vatn er leitt í pípum gegn um þróna, hitn- ar þar og rennur síðan í hita- leiðslu hússins. — í Reykholti mun í vetur verða veitt viðtaka um 60 nemendum, og mun vera hver síðastur að tryggja sér þar aðgang. — Síðan í júlíbyrjun hef- ir háskólahúsið verið sumarbú-i staður fyrir kaupstaðafólk, sen» leitar hvíldar í sveitinni, og 'gistd- staður fyrir ferðamenn. Eru þar veitingar á boðstólum allan dag- inn fyrir þá, sem um veginn fara. En Reykholb er alve!g í leiðinni, þegar Kaldadalsvegurinn er farinn milli Norður- og Suðurlands. Næst Laugarvatni er hið nýja skólahús í Reykholti vafalaust bezti gisti- staður, sem völ er á í sveit yfir sumartímann. — Tíminn. Bandaríkjanna. Hverjar afleið- ingarnar af þessu kunna að verða, er sjálfsagfe mjö!g erfitt að segja um enn sem komið er. En Bretar sjálfir taka þessu með mikilli stillingu og virðast óhræddir við þessar ráðstafanir þings og stjórn- ar. Hafa Viðskiftin aukist síðan og meira að gera eftir en áður. En afleiðingin hefir orðið sú, sem sjálfsagt var búist við, að sterl- ingspundið hefir fallið mikið í verði í New York, og víðar, og er nú komið ofan fyrir fjóra dali. Á þessu mun það einnig bygt, að Canada dollarinn hefir líka fall- ið þar í verði o!g komist ofan í 92 centis. Að sjálfsögðu hefir það mikil áhrif á viðskifti milli Can- ada og Bandaríkjanna, því þrábt fyrir alla tollgarða, eru alt af mikil viðskifti milli þessara landa. Jafnframt þessu hafa Bretar einnig hækkað bankavexti úr 4% upp í 6 per cent. Síðustu fréttir segja, að Norðurlönd, Noregur, Svíþjóð og væntanlega Danmörk, muni fylgja dæmi Breba og af- nema gull," sem undirstöðu gjald- miðils. Japanar og Kínverjar Þrátb fyrir töluverðar skærur milli þessara tveggja þjóða, út af Manchuriu málunum, hefir þó ekki enn sem komið er, dregið til fulls ófriðar milli þeirra. Stend- ur þar þannig á, að Kínverjum tilheyrir landið, en Japanar eiga þar afar mikilla hagsmuna að gæta. Reynist oft svo, að þar verð ur samkomulagið ekki sem bezt. Síðustu fréttir segja, að sumstað- ar í Kína hafi Kínverjar sýnb Jap- önum yfirgang og ójafnað og jafnvel myrt suma þeirra. Er ekki ólíklegt, að það hafi illar afleið- ingar. vinnu, eru um 600. Of lítið kaup og ekki nógu gott fæði segja verkamennirnir að sé orsökin fyr- ir verkfallinu. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að koma á samkomulagi, en ekki hefir það hepnast enn. Að einhverju leyti mun verkinu haldið áfram, því nú Dómur í máli kommúnistianna, sem sakaðir voru um forgöngu í uppþotinu sem varð á bæjar- stjórnar fundi í vetur, var kveð- inn upp í undirrétti 24. þ.m. Þor- steinn Pétursson hlaut 60 daga: Guðjón Benediktsson 30 daga o'g Jónas Guðmunrsson 15 daga ein- falt fange^si 'Sikilyrðisbundið. Magnús Þorvarðsson hlaut 60 daga og Georg Knudsen 30 daga fangelsi, báðir dæmdir áður. Og IHaukur Björnsson var dæmdur í 100 kr. sekt, eða sjö daga einfalt fengelsi. — Tíminn. landsins, atvinnuhætti og daglegt líf Japana, menningu þeirra og trúarbrögð. Var í senn ánægju- legt og fróðlegt að horfa á mynd- irnar frá þessu fjarlæga landi og hlusta á frásagnir prestsins um gulu menningarþjóðina austur þar. Séra Octavíus er fæddur og al- inn upp í Bandaríkjunum og hefir aldrei komið til íslands fyr en nú. Hann er ættaður frá Stóru-Tjörn- um í Þingeyjarsýslu þar bjó Þor- lákur föðurafi hans, en séra Oct- avíus er sonur séra Steingríms Thorlákssonar, sem er prestur í Ameríku. Hann hefir sbarfað að kristniboði í Japan síðan 1916. Er hann nú á leið til Vesturheims og ætlar að dvelja þar hjá frænd- fólki sínu um tíma. Kona hans og börn eru með í förinni. Sonur þeirra hjóna, 12 ára að aldri, spil- aði á fiðlu á isamkomunni í fyrra- kvöld og var gerður að hinn bezti rómur. Séra Octavíusi er orðið dálítið stirt um að mæla á íslenzka tungu og er það ekki að undra, eftir svo langa dvöl meðal Japana. Að lokinni myndasýningunni á- varpaði Steingrímur læknir gest þenna nokkrum vel völdum orð- um og þakkaði honum fyrir kom- una hingað. Höfðu þeir kynst eitthvað í New York fyrir mörg- um árum. í nóbt brann íbúðar- og brauð- gerðarhús Stefáns Sigurðssonar bakarameistara við Strandgötu hér í bænum, til kaldra kola. Litlu sem engu af innanstokksmunum varð bjargað. — Dagur. Ótrúlega miklir skattar Skattar, sem fólk á Bretlandi þarf nú að greiða, eru svo háir, að það er næstum ótrúlegti Ein- hleypur maður, sem hefir $1,800 tekjur á árinu, eða sem svarar $150 á mánuði, sem er mjög algengt kaup hér í landi, þarf að greiða í tekjuskatt $353 á ári. Einhleypir menn, sem ekki vinna fyrir meiru en $10 á viku, og kvæntir menn, sem vinna fyrir $15 á viku, verða líka að greiða tekjuskabt. Auð- • ngir menn verða að greiða svo gríðarlega háan skatt, að hann get-' ur numið 70 per cent af tekjum þeirra. Blaðið “Chicago Tribune” fer nokkrum orðum um þetta mál, og telur það engum vafa bundið, að slík skattbyrði hljóti að verða þjóðinni til niðurdreps, einstak- lingarnir geti ekki lifað sæmilegu lífi og atvinnurekstur geti ekki borið sig. Akureyri, 25. ágúst. Nær því öll síldveiðaskipin eru nú búin með veiðileyfi sin. Þó eiga reknetabátar lítið eitt eftir. er sízt af öllu skortiur á verka-1 Hefir útflutiningsnefndin ákveðið mönnum. En verkfallsmenn eru margir og þeir reyna vitanlega alt sem þeir geta að varna því, að aðrir menn vinni þarna. Ekki er þó hægt að segja, að tál nokkurra verulegra óeirða hafi þar dregið, enn sem komið er. Kol fundin í Manitoba Nýlega hafa kol fundist norð- an við Turtle hæðirnar, einar sex mílur suðaustan við bæinn De- loraine, sem er sunnarlega í Mani- tobafylki vestanverðu. ;Sagt er að kol þau, sem hér hafa fundist, séu allgóð, og betri en vanaleg Sour- iskol, sem hér eru mikið notuð. Menn frá Brandon eru þarna að fást eitthvað við kolatekju og selja kolin fyrir tvo dali tonnið við námuna, og ætiti það að koma sér vel fyrir þá, sem eiga heima þar í nágrenninu. Hvað mikið kann að vera þarna af kolum og jafn- vel hvernig þau kunna að reyn- ast, er víst mjög óvíst enn. Eh jarðfræðingur, sem er í þjónustu fylkisstjórnarinnar, mun nú vera að rannsaka þetta. William M. Bannatyne lögregludómari, andaðist að heim- ili sínu í Winnipeg hinn 25. f. m. Hjartabilun varð banamein hans. Hann var fæddur í Winnipeg 16. ágúst 1964 að heimili foreldra sinna, sem þó var á Bannatyne Ave., rétt niður við Rauðána. Var faðir hans A. G. B. Bannatyne, einn af frumbyggjum Winnipeg borgar. að bæta tíu þúsund tunnum við veiðileyfin og fellur það aðalega í hlut þeirra skipa, sem ekki hafa fengið uppbót á þeim áður. Nokk- uð hefir orðið vart við sólsuðu í síldinni eftir hitana um daginn. Hefir útflutningsnefndin ákveðið að flokka tuttugu þúsund af fyrst veiddu saltsíldinni. Búið er að verka hér við Eyjafjörð meira en nokkru sinni áður. — Vísir. Siglufirði, 29. ágúst. Innbroti var framið í fyrrinótt hjá Friðbirni Níelsisyni kaupmanni og stolið 1400—1500 kr. í pening- um. Sölubúð, skrifstofa og vöru- geymsla er á neðri hæð, en íbúð Friðbjarnar á efri hæð. Þjófur- inn hefir farið inn um bakdyrn- ar, gegnum vörugeymslu og sölu búð og inn á skrifstofuna og stol- ið peningunum þar úr járnskáp. Skápurinn var opinn, þegar kom- ið var að og óbrotinn, en peninga- kassar og skúffur uppbrotið. í húsinu varð enginn neins var. Enginn sérstaklega grunaður. — Vísir. Akureyri, 29. ágúst. Nýlátin er að Kífsá í Krækl- ingahlíð ekkjan Þorgerður Guð- mundsdóttir 102% árs gömul. Hef- ir hún sennilega verið elzta kon- an á landinu. 108 afkomendur hennar eru á lífi. — Vísir. Stórfeldar veðurathuganir hér í Reykjavík Hingað kom í gærmorgun hol- lenzkt eftirlitisskip, “Nautilus” að nafni. Eru með skipi þessu flug- menn tveir úr hollenzka hernum, sem eiga að athuga hér flugvöllu og önnur flugskilyrði. Eins og kunnugt er, er alþjóða samstarf komið á laggirnar, um það að gera kerfisbundnar rann- sóknir nœsta ár á veðurfari og öðrum náttúrufyrirbrigðum um alt Norður-íshafið. f sambandi við rannsóknir þess- ar á að gera veðurathuganir hér á íslandi, og hafa Hollendingar að sögn tekið að sér að annast þær athuganir hér í Reykjavík. f sam- bandi við þær á að rannsaka hita- stiig og raka uppi í loftinu, svo oft sem flugfært er. Eiga hinir hol- lenzku flugmenn að fara alt upp í 5,000 metra hæð, til þessara at- hugana. • Hollenzkur veðurfræðingur, Cannegieter að nafni, á að hafa yfirumsjón með athugunum þess- um. Hann er einn helzti veður- fræðingur Hollendinga, og ritari í alþjóða gambandi veðurfræðinga. Hann gat ekki komið með Nautil- us hingað, eins og hann hafði ætl- að sér. En hann mun koma hing- að síðar. Flugmenn þeir, sem hingað komu í gœr, henta Vish og van Giesen. Þeir fóru hér um um- hverfið í gærdag með Þork. Þor kelssyni veðurstofustjóra. Búisfc er við, að þessar veður- athuganir Hollendinga byrji hér þ. 1. ágúst að sumri. — Mgbl. 10. sept. Gandhi og Indlands- fundurinn Enn sem komið er, fréttist held- ur lítið af fundinum, sem nú er haldinn í London til að ræða um Indlnadsmálin, eða samband Ind- lands við Bretland. Fréttirnar þaðan eru helzt af hinum mikla indverska leiðtoga, Mahatma Gandhi. Blöðum og tímaritum verður nú mjög Iriðrætt um hann. ‘.Mahatma” nefna Indverjar þenn- an leiðtoga sinn, og er það orð þýtt á ensku ,‘Great Soul”, mikill andi, spámaður, meistari, eða eitthvað því líkt. Enginn maður ■ætti síður skilið, en hann, að vera kallaður sælkeri. Þessi viður- kendi lelðto!gi miljónanna á Ind- landi, gengur hálf-nakinn, hefir ekki annað sér til viðurværis, en geitamjólk, hnotur og eittihvað lítilsháttar af aldinum. Á skip- inu, sem hann kom með til Eng- lands, svaf hann á trébekk og lof- aði ketti, sem skipinu tilheyrði, að vera þar hjá sér. Kröfurnar, sem Gandhi ber fram fyrir hönd þjóðar sinnar, eru þær, að Indland sé algerlega sjálfstætt o!g óháð öllum brezkum yfirráðum. Hann krefst ekki skilnaðar við Bretland, en hann krefst þess, að Indland ráði algerlega sínum eig- in málum, og hafi rétt til að segja skilið við Bretland, ef því sýnist það hagkvæmara, þegar tímar líða. Ekkert er honum sjálfum and- stæðilegra heldur en stríð. Hann segist vera viss um, að heimurinn sé dauðþreyttur á blóðsúthelling- um og að hann sé að leita að ein- hverri leið til að komasti hjá þeim ósköpum, og að hann geri sér von- ir um, að hið forna menningar- land, Indland, megi verða til þess, að vísa mannkyninu þar á rétta leið. Hvað Gandhi kann að verða á- gengt, er enn algerlega óvíst. Brezkir stjórnmálamenn hafa um þessar mundir mörgu að sinna. Akureyri, 3. sept. Sigfús Halldórs skólastjóri kom heim með Goðafossi fyrir síðustu helgi. Hefir hann dvalið vestan hafs síðan í vor. Manndráp og meiðingar 'Síðustu fréttir af kolaverkfell- inu í Estevan eru þær, að þar hafi á þriðjudaginn lent í bardaga milli verkfallsmanna og lðgregl- unnar. Segir fréttin, að tveir verkfallsmenn hafi þar beðið banú, fimm særht og aðrir fimm, er bara voru áhorfendur, og tólf lögreglu- menn. Fjörutíu lögreglumenn voru sendir frá Regina til Estevan á þriðj udagskveldið. Bókmentafélagsbækurnar eru nú komnar. Þær eru fjórar: Skírnir, Stærðfræðir, eftir A. N. White- head (Guðm. Finnbogason ís- lenzkaði), íslenzkt fornbréfasafn (1554) og Anuálar 1400—1800, II, 5.— Efnisskrá Skírnis er þessi: Handrit og handritalestur o!g út- gáfur, eftir Finn Jónsson. Orsak- ir hljóðbreytinga í íslenzku, eftir Guðm. Finnbogason. Latiínuskól- inn 1872—78, eftir Finn Jónsson. Kaupstaðaferðir 1880—90, eftir Odd Oddsson. Þjóðabandalagið, eftir Einar Arnórsson. íslending- ar og dýrin, eftir Guðm. Finn- bogason. Um Gauk Trandilsson, eftir Guðna Jónsson. Eiríkur í Bót og Eiríkur á Rangá, eftir Ein- ar Jónsson. Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum, eft- ir Árna iPálsson. Síðan eru rit- fregnir og skýrslur og reikningar félagsins. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.