Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 1
44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1931 NUMER 46 Óvænt heimsókn Fagnaðarsamsæti, með óvæntr- ar heimsóknar fyrirkomulagi, fór fram í húsi Mr. o'g Mrs. Kristján Paulson, Gimli, þ. 21. okt. s. 1. Hófst það nálægt kl 9 að kvöldi. "Var tilefnið bæði það, að fagna komu þeirra Mr. og Mrs. Paulson til Gimli, og eins að samgleðjast ' þeim hjónum með hið prýðilega, nýja hús, er þau þar hafa reist. í förinni var stór hópur af fólki, þar á meðal ekki svo fáir, er telj- ast mega fornvinir þeirra hjóna frá því er þau áttu áður heima á Gimli. Fór samsætið fram með ræðuhöldum, söng og veitingum, er gestir höfðu með sér haft, á- samt fleiri skemtunum. Einar ellefu ræður, á ýmsri lengd, voru þarna fluttar. Ekki er eg viss um að geta talið ræðu- fólk í þeirri röð, er það talaði, en þetta fólk tók til máls: H. P. Terge- sen, Mrs. Elín Thiðriksson, Guðm. Fjeldsted, Mrs. Ásdís Hinrikson, Miss Elinóra Júlíus, Helgi Benson, Vigfús Arason, Einar E. Einarsson og séra Jóhann Bjarnason; auk þeirra heiðursgestanna, Mr. og Mrs. Paulson, er bæði töluðu og þökkuðu fyrir þá sæmd, er þeim var sýnd. Heiðursgjöf gestanna til þeirra hjóna var vönduð stunda- klukka, er gengur fyrir rafmagni, og á ekki að skeika hársbreidd frá réttum tíma. Eru slík verk- færi að verða nokkuð kunn og þykja hin mesta gersemi. — A milli ræðanna var sungið óspart og drukkið fast, þó ekki væri þarna neitt áfengara, en gott kaffi, er vestur-íslenzkar konur búa til allra 'kvenna bezt. — Sam- sætið fór fram hið bezta. Lauk þvi rétt fyrir kl. tólf á miðnætti, með guðræknisstundu, er var með þeim hætti, að séra Jóhann las ritningarkafla og flutti bæn. Lásu veizlugestir síðan Faðir-vor sam- eiginlega og upphátt og sungu að lokum versið: “Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér beztan fengum.” — Fór þannig fram hið fyrsta margmenna mót, í hin;i nýja og veglega húsi þeirra Paul- son hjóna, er þau á efri árum sín- um hafa reist á Gimli, sem nú er orðinn fallegur, raflýstur bær, og er einn af hinum söguríkustu stöð- um í íslenzku landnámi hér vest- an hafs. — (Fréttarit. Lögb.). Eykst fylgi Við aukakosningar til þjóðþings- ins í Washington, er fram fóru í fimm kjördæmum innn vébanda þriggja ríkja, græddust Demó- krataflokknum tvö þingsæti; gekk flokkurinn meðal annars sigrandi af hólmi í 8. kjörhéraði Michi- ganríkis; En þar öfðu Republic- anar um langt skeið átt eitt sitt traustasta vígi. Flokkaskifting í neðri málstof- unni, að afstöðnum þessum auka- kosningum, er nú sem hér segir: Demókratar 217; Republicanar 215; verka- og bændaflokkur 1: tvö þingsæti auð. Forseti í kviðdómi Mrs. Martha Brevender í Van- couver, var í vikunni isem leið kjörin til forseta í kviðdómi, er gera átti út um mál ræningja nokkurs þar í borg, Thomasar Cook að nafni. Dómarinn, F. B. Gregory, óskaði Mrs. Brewender til hamingju, og lét þess getið um leið, að hún væri fyrsta konan, svo ann vissi til, er skipað hefði forsæti í kviðdómi. Mikill tekjuhalli Fjármálaráðuneyti Bandaríkj- til kynnir, að við lok októbermán- aðar síðastliðinsi, hafi tekjuhalli ríkjasambandsins numið $661,000,- 000; til þess að setja undir lek- ann, eða jafna þennan gífurlega tekjuhalla, er gert ráð fyrir nýj- um isköttum. Senator Reed, sem mjög er handgenginn stjórninni, gerir ráð fyrir að tekjuhalli þessi muni að miklu leyti verða bættur upp með söluskatti. í kjöri til skólaráðs Dr. A. J. Blöndal, verður í kjöri til skólaráðs Winnipegborgar, við kosningamar, sem fram fara þann 27. þ. m. Er hann vinsæll maður og áhugasamur um bæjarmál. Vonandi veita íslendingar honum óskift fylgi. View of grain storage plant and deep water dock at Churchill. Tap verkamannaflokksins Við nýafstaðnar kosningar til sveiba og bæjarstjórna á Bretlandi hinu mikla, tapaði verkamanna- flokkurinn fjögur hundruð og sextán sætum Manchuríumálin Svo má segja, að þar sitji alt við sarna þófið; brýnur milli jap- anskra og kínverskra hersveita eiga sér 'stað ávalt annað veifið, þótt verulega tilfinnanlegt mann- fall hafi ekki orðið fram til þessa. Japanar daufheyrast enn við kröfum Þjóðbandalagsins um að kveðja setulið sitt heim úr Man- churíu, og þykjast með engu móti geta gert það eins og ástatt sé, hagsmuna sinna vegna. Á hinn bóginn vilja Kínverjar halda því til streitu, að hernám Japana á svæðum þessum, sé brot á skuld- bindingu þeirri, er allir meðlim- ir Þjóðbandalagsins hafi játast undir, og þar af lenðandi sé það sýnt, að þeirri stofnun, eða fram- kvæmdastjórn hennar, beri að koma fram ábyrgð á hendur hin- um brotlega aðilja, sem í þessu tilfelli sé Japanar. Merkur blaðamaður látinn. Þann 2. þ. m. lézt að heimili sínu í Victoria, B. C., John Samu- el Henry Matson, eigandi of rit- istjóri blaðsins Daily Colonist, einn af nafnkendustu blaðamönn- um Vesturlandsins. Hamarshljóð, sem vekur eftirtekt og mótmæl- ir tilgátu í “opna bréfinu” hennar frú Margrétar Benediktsson, “til- einkað Rósu Casper í Blaine, og K. N. skáldi á Mountain, N. D.”, er birtist í Heimskringlu 30. sept- ember síðastliðinn. Þar í byrjun máls, 'segist frú M. J. B. vera fædd á Hrappstöðum í Víðidal í Húna vatnssýslu árið 1866. — Þegar hún var á þriðja árinu, man hún eftir að hafa leik- ið sér með lítilli stúlku á líkum aldri, á Hamri, sem er víst nafn á heimili eða bæ í einhverri sveit á íslandi, og meðal annars kemst frúin þannig að orði: “Sumir, sem kunnugir voru þar um slóðir á þeiöi árum, hafa sagt mér, að stúlka þessi hafi verið söngkonan okkar, frú Hall í Winnipeg. Það hygg eg tæplega geti verið, hún hljóti að vera nokkru yngri en eg. En hver veit? Víða .liggja vega- mót.” Þessu atriði er nú með þessum línum mótmælt, og lesendum gjört skiljanlegt, að söngkonan okkar, frú Hall, var ekki þessi hérum- rædda litla stúlka. Hún er langt frá því að vera komin hátt á sjö- tugs aldur. Er fædd (ekki á “Hamri”) á Hóli í Hörðadal í Dalasýslu. Winnipeg Islendingar, isem í nútíðinni sjá og heyra frú Hall syngja iðule'ga, verða ei varir við neinn ellihreim hjá henni enn þá, og sumir undu því ekki vel, að láta þessa frásögn skjótast fram hjá, án þess að vera mótmælt. Sá, sem hrindir nú þessu svo- nefnda “hamarshljóði” af stokk- unum, var nágranni frú Benedikt- son, er hún var til heimilis í Win- nipeg, fyrir víst meir en fjórð- ungi aldar; hefir einnig þekt frú Hall um nokkuð lengra tímabil; veit því nokkuð um aldursmun þeirra; veitti því þar fyrir at- hygli, að Þar feilaði spá, þó flæktist inn, sem fyrir þráfalt kemur. Söguna H . . . . með hamar sinn hrekur frá og lemur. Guðjón Hjaltalín. Nýjustu fregnir Svo má segja, að alt sé komið í bál og brand milli Kínverja og Japana; orustur eru daglega háð- ar í Manchuríu, með allmiklu mannfalli á báðar hliðar, einkum I þó á hlið Kínverja; hafa hinir síðamefndu skorað á þjóðbanda- lagið á ný að skerast í leikinn. Þriggja manna nefnd Getið var þess nýlega hér í blaðinu, að ágreiningur nokkur ætti sér stað um þessar mundir, milli sporvagnafélagsins' í Win- nipeg og starfsmanna þess, sökum þess að framkvæmdastjórn téðs félags hefði farið fram á kaup- lækkun, er nema skyldi tíu af hundraði. Nú hefir þetta ágrein- ingsatriði verið sett í gerðardóm, og eiga í honum sæti W. J. Christie fyrir hönd,verkamálaráðgjafa sam- bandsstjórnarinnar; R. B. Russell af hálfu starfsmanna félagsins, og E. T. Leech, K.C., fyrrum bæjar- fulltrúi fyrir hönd félagsins. Laetur af foruátu Rt. Hon. David Lloyd George, forsætisráðgjafi Breta síðari hluta heimsstyrjaldarinnar, hefir látið af forustu frjálslynda flokks- ins ; þetta hefir hann bréflega til- kynt varaformanninum, Sir Her- bert Samuel, er nú á sæti í hinni nýju þjóðstjórn á Bretlandi. Tel- ur Lloyd George Sir Samuel og fylgifiska hans hafa gersamlega brugðist frjálslyndu stefnunni, með því að styðja þjóðstjórnina til valda. Lloyd George hefir átt við van- heilsu að búa um all-langt skeið, og er mælt, að læknar hans hafi ráðlagt honum að taka sér langa hvíld. Ásgrímur G. Westdal Eg s*é það, gamli vinur, í Min- neota Mascot, að þú hafir verið borinfi til hinztu hvíldar af þín- um beztu vinum, og tek því trúan- legt, að æfiskeið þitt sé þar með á enda runnið. Vegir okkar áttu ekki samleið um langt skeið; samt minnist eg margra sælla stunda frá þeirri tíð, er leiðir okkar lágu s'aman. Þökk fyrir þær stundir! Þær eru allar geymdar í sjóði endurminn- inga minna. Eg veit þú varst sómi þinnar sveitar og allir unnu þér, en fáir mér. Samt var samvistum okkar þannig varið, að þú varst vinur minn, eigi ®íður en eg þinn. Við vissum báðir hvors annars sök, þótt hljóðir værum, og eins þó fjarlægðin firti mök. Það var eigi siður okkar að bera hrós hvor á annan og ekki skal eg heldur gera það á þig látinn; en ofmælt mun það eigi af minni hálfu, þótt eg segi, að tryggari vin, þó vandabundinn væri, hefi eg sjaldan eignast. Mér varð ekki auðið að senda blómsveig á kistu þína. Atvikin hömluðu því. En með þessum fáu línum vildi eg svala þeim vinarhug, er e!g ber til þín . og þinna. Friður guðs sé með dufti þínu Ásgrímur minn! Sveinn Oddson. Framför í búnaði Hon. Robert Weir, landbúnaðar- ráðgjafi sambandsstjórnarinnar, hefir nýverið látið það álit sitt í ljós, að til einna áhrifamestra fran^fara í búnaði Sléttufylkjanna megi það teljast, hve mikla áherzlu bændur nú séu alment teknir að leggja við nautgriparæktina; spá- ir hann hækkandi verði til muná á þeirri framleiðslu í náinni framtíð, með því að sýnt sé, að í þessu tilliti sé canadiska þjóðin lítið meira en sjálfri sér nóg. Mr. Weir tjáist þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt hveiti kynni drjúgum að hækka í verði, þá muni bænd- ur svo hafa þe'gar brent sig í fingurgómana, að þeir muni ó- gjarna vilja eiga framtíð sína undir þeirri framleiðslugrein einni. Or bænum HEIMBOÐ. Fulltrúar og kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, standa fyrir gleði- móti, sem haldið verður í fundar- sal kirkjunnar, fimtudagskveldið. þann 12. nóv. — Söfnuðinum og öðrum vinum tráboðanna vinsælu, Mr. og Mrs. Octavíus Thorlaksson, sem nýlega hafa komið heim frá trúboðsstöðvunum í Japan, er hér með boðið að koma og heilsa þeim og gleðjast með þeim og hafa skemtilega kveldstund sampn. THEO. A. HUNT, K. C., í vali fyrir borgarstjóra í Winnipeg. Skotið á Kínverja Þau tíðindi gerðust hér 1 borg- inni á miðvikudagsmorguninn þann 4. þ.m., að skotið var á Kínverja einn, Wong Sam að nafní, á mót- um Alexander og Princess stræta; særðist maðurinn hættulega og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lézt nokkru síðar. Enn hefir það ekki verið leitt í ljós, hverjir valdir voru að tilverknaði þess- um. Lögreglan hefir aukið mann- afla sinn til þess að halda friði í hinni svo nefndu “Chinatown”. KÝR FYRIR RÉTTI. Fyrir rétti í Málmey í Svíþjóð var nýlega einkennilegt mál. — Kærandinn var gripakaupmaður nokkur í Ystad, og ákærði bóndi í Mánslund. Var málið risið út af kú, sem bóndinn hafði selt 'gripa- kupmanni fyrir 360 krónur. Hafði kaupmaður krafist þess, að kaup- in gengi aftur, því að kýrin hefði verið gölluð. í málinu voru leidd fjölda mörg vitni, þar á meðal margir dýralæknar, og var málst- kostnaður kominn upp f 2500 kr. En þar sem nú höfðu verið leidd öll þau vitni, sem hægt var að fá, krafðist hinn sakborni þess, að kýrin sjálf væri leidd fyrir rétt- inn og bæri þar sjálfri siér vitni. Rétturinn komst að þeirri niður- stöðu, að kýrin mundi gallalgus vera, en kærandi hélt því þá fram að hún hefði haft júgurbólgu, REIKNINGSDÆMI. Forstjóri íþróttaskóla nokkurs í Wurtemberg var mjög áhugasam- ur. Hann fór t. d. á fund stærð- fræði-prófessorsins og skoraði á hann að taka dæmi sín úr lifi í- þróttamanna, til þess að auka á- huga nemenda sinna fyrir íþrótt- um. Fékk hann prófessornum eitt eintak af íþróttablaðinu, svo að hann gæti tekið dæmi sín þaðan. Prófessorinn athugaði blaðið gaumgæfilega, og svo lagði hann þessli dæmi fyrir nemendur sína: 1. Á kappreiðum nokkrum sigr- aði knapi á 2 mín. 32 sekúndum. Hann vóg 96 pund. Á hve löngum tíma hefði hann sigrað, ef hann hefði vegið 320 pund? 2. Maður nokkur, sem ætlaði að keppa I hástökki á Olympsleikj- um, byrjaði með því að stökkva 0.60 metra. Hann æfði ®ig vel og hækkaði sig um einn cm. á hverj- um degi. Hve hátt stökk hann eft- ir fjórar vikur og hve hátt mundi hann hafa stokkið eftir 50 ár. 3. Englendingur nokkur synti yfir Ermarsund á 16 klt. 34 mín. Vegalengdin er 48 km. Hve lengi mundi hann vera að því að synda frá Miðjarðarlínu að Norðurpóln- um (99000 km) ? 4. Maður nokkur kastaði tveggja punda steini 20 metra. Hve langt getur hann kastað 25 gramma steini? 5. Hlaupari nokkur fer 100 metra á 10.4 sek. Hvað fer hann langt á sekúndu og hve langt á einu ári. íþróttamaðurinn fór til prófess- orsins og bað hann að hætta við þessS dæmi. — Lesb. þegar hann keypti hana, en væri nú batnað, vegna þess að mála- reksturinn hefði staðið lengi. — Þetta er í fyrsta skifti, svo sögur fari af, að kýr er kölluð fyrir rétt sem vitni. — Lesb. Krefát sparnaðar Einn þeirra manna, er um borg- arstjóraembættið í Winnipeg keppa að þessu sinni, Theo. A. Hunt, K. C., flutti sína fyrstu kosningaræðu á miðvikudags- kveldið í vikunni sem leið, við mikla aðsókn. Lagði hann sér- staka áherzlu á það, hve afar- áríðandi það væri fyrir bæjar- stjórnina, að draga úr hinum al- mennu útlgjöldum, sem frekast mætti verða; ekki sízt, er tekið væri tillit til þess, hve miklu fé borgin um þessar mundir yrði ó- hjákvæmilega að verja í styrk handa atvinnulausu fólki. Mr. Hunt taldist svo til, að auðveld- lega mætti lækka hin árlegu út- gjöld bæjarstjórnarinnar um mil- jón dala, án þess að starfræksla hins opinbera biði við það tilfinn- anlegan halla. Grynningar í Norður- sjónum “Daily Express” segir frá því, að norska skipið “Havbris” frá Bergen, hafi komið til Yarmouth í öndverðum júlí og hafi skip- stjórinn haft þá sögu að segja, að á leið sinni yfir Norðursjó hefði hann komist að því, að sjávar- botninn hefði hækkað istórkostlega á löngu svæði, á mörgum stöðum um 100 fet. Þessar nýju grynn- ingar byrja 29 mílur enskar út frá Falmborough Head og stefna til norðausturs. Skipsfjórinn á Havbris isagði, að hann hefði fengið þoku yfir Norðursjóinn. Eitt sinn, er þokan var sem svörtust og þeir mældu dýpið, kom í Ijós að það var ekki nema 114 fet. Þótti þeim þetta harla undarlegt, því að samkvæmt kortinu, átti að vera þarna helm- iugi meira dýpi. Við næstu mæl- ingu reyndist dýpið að eins 108 fet, en átti samkvæmt kortinu að vera 216 fet. Enskir sérfræðingar hafa at- hugað mælingar skipstjórans, og komist að raun um, að hinar nýju grynningar muni að minsta kosti ná yfir átta mílna svæði á lengd- ina, og geti skeð, að sumstaðar séu þær hættulegar skipum. Er því búist við, að mæla þurfi upp all- an Norðursjóinn að nýju og ger- breyta öllum sjókortum af hon- um. Það er talið, að þetta rask á sjávarbotninum stafi frá jarð- skjálftum þeim, sem urðu í Eng- landi í júní, og einnig fundust í suðurhluta Noregs. — Lesb. Almenn guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn þ. 15. nóvem- ber, kl. 2 e.h., í Lundarkirkju. Páll Johnson prédikar. Fólk er vinsamlegast beðið að fjölmenna. Allir velkomnir. Mis's Sylva Bildfell, hjúkrunar- kona frá Detroit, Mich., kom til borgarinnar á mánudagskveldið, í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. J. J. Bildfell. Mr. og Mrs. Ágúst Arason, Mr. og Mrs. S. J. Johnson og Mrs: Óli Arason, öll frá Glenboro, Man., voru stödd í borginni í vikunni sem leið. Félagið “Vínlandsblóm” heldur fund 20. þ. m. (föstudag)i kl. 8 að kveldi, að heimili B. Magnússon- ar 428 Queen Str., St. James. All- ir félagsmenn ættu að mæta og allir aðrir eru einnig velkomnir. Skemtisamkoma, undir umsjón trúboðsfélagsins og einnar deild- ar kvenfélagsins, verður haldin í samkomusal Fyrstu lút. kirkju á þriðjudagskveldið, hinn 24. þ.m., kl. 8. Gamall og góður isöngur o^ hljóðfærasláttur og góðar veit- ingar. Lítið eftir skemtiskránni í næsta blaði. Hjónavígslur, framkvæmdar af séra Rúnólfi Marteinsisyni, að 498 Lipton St.: Miðvikudaginn 4. nóv., þau Christian Paul Frederickson og Carrie Muriel Frederickson, bæði til heimilis í Winnipeg; Föstudaginn 6. nóv., þau Stef- án Ágúst Sigurðsison og Valdheið- ur Lára Jónasson, frá Árnes, Man. Ungtemplarastúkan “Gimli”, I. O.G.T., nr. 7, byrjaði starf sitt eft- ir sumarfríið, þann 5. september. Stúkan gaf þrjá prísa fyrir blóma- og jurta-garða, og hlutu þessir verðlaun: — Fyrir blóma- og jurta-garð, 1. verðlaun: Earl Valgarðson; 2. verðl: Mundi Markússon, og 3. verðl.: Jóhanna Markússon. Þann 31. okt. stofnaði stúkan til Hallowe’en Masqúerade Party. Sóttu þesisa skemtun hátt á ann- að hundrað börn og unglingar. Voru 7 prísar 'gefnir, fyrir beztu búninga: Verðlaun fyrir “comic” búning: 1. Josie Einarson, 2. Alda Bjarna- son. Verðlaun fyrir “best dress- ed”: 1. Donnie Einarson, 2. Þor- björg Árnason, 3. Lorraine Ein- arson, 4. Guðrún Thompson og 5. Lára Árnason. Eftirgreindir embættismenn voru kos.nir fyrir hið nýbyrjaða kjör- tímabil: F.Æ.T.: Margret Jonasson. Æ. T.: Victoria Bjarnason. V. T.: Ingibjörg Bjarnason. Kap.: Ólöf Arnason. Drótts.: Dóra Jakobsson. A.D.: Pálína Johnson. F,R.: Violet Einarson. Gjaldk.: Lorna Einarson. Rit.: Steinunn Johnson. A.R.: Guðrún Thomsen. V.: Jóhann Arnason. Hildur Olson látin. Fimtudaginn þann 5. þ. m.. lézt að heimili Mr. og Mrs. F. Steph- enson, 694 Victor Street hér í borginni, Miss Hildur Olson, eft- ir langvarandi sjúkdómsstríð, vin- sæl og virt af öllum, er einhver kynni höfðu af henni; hún vap uppeldisdóttir merkishjónanna Eyjólfs1 Eyjólfssonar og Signýjar Pálsdóttur, er að minsta kosti flestir hinna eldri íslendin'ga hér í borg, minnast með virðingu og þakklæti. Móðir hinnar látnu stúlku, Mrs. Jónína Waugh, frá Victoria, B. C., sfundaði hana í veikindabaráttunni til hinztu stundar. Jarðarförin fór fram frá heimili Mr. og Mrs. Stephenson á laugardaginn þann 7. þm.; flutti séra Rúnólfur Marteinsson þar húskveðju, en séra Björn B. Jónsi- son, D. D., stýrði athöfninni í kirkjunni, og‘ jós líkið moldu í Brookside grafreitnum. Móðir íhinnar (látnu, sem og fóstursystkini og aðrir vinir, þakka innilega samúð í sjúk- dómsstríðinu, sem o'g við útför- ina. LEIKHÚSFREGN. Þau Mr. og Mrs. J. G. Christie, áður að Gimli, Man., hafa nú tek- ist á hendur að starfrækja Mac’s kvikmyndahúsið á Ellice og Sher- brooke, hér í borginni; hefir hús- ið alt verið vandlega skreyft og endurfegrað, og fullkomnustu tal- myndatækjum komið þar fyrir. Það er nú orðið langt um liðið, frá því er íslendingar hér 1 boríg hafa haft með höndum leikhússtjórn, og má því telja fyrirtæki það, er hér um ræðir, til góðrar nýlundu meðal fólks vors Um val sýningarmynda þarf ekki að efast, ef ráða má af byrjaninni, þar sem “All Quiet on the Western Front” verður sýnd á miðviku,- fimtu- og föstudag í þessari viku. Það er ekki einasta, að íslendingar hér í borg, þeir, er á annað borð sækja kvikmyndasýningar, ættu að sækja Mac’s leikhúsið, heldur og ísienzkt fólk utan úr bygðum, er heimsækir borgina. Aðgan'gur að leiksýningum á Mac’s er ávalt hinn sami, það er að segja 25c. fyrir fullorðna, en lOc. fyrir börn. BAZAAR. Hinn árlegi haust-bazaar kven- félags Fyrsta lút. safnaðar, verð- ur haldinn í samkomusal kirkj- unnar 17. og 18. þ. m., þriðjudag og miðvikudag. Salan byrjar kl. 8 á þriðjudagskveldið og heldur svo áfram seinni part miðviku- dagsins og að kveldinu. Eins og að undanförnu verða þar til sölu ýmsir eigulegir munir, með mjög sanngjörnu verði Líka verður þar til sölu heima tilbúinn matur, kaffi ofe allskonar sælgæti. Kven- félagið býr sig undir að taka á móti fjölda fólks, og það vonar að allir þeir, sem unna málefnum þeim, sem kvenfélagið starfar fyr- ir, komi og hafi skemtilega isitund saman á Bazaar kvenfélagsins. G. J. Oleson og Hannes And- erson frá Glenboro, Man., voru staddir í boriginni í lok fyrri viku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.