Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1931. Högíierg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “LÖRberg" ia printed anci published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnípeg, Manitoba. — —........................................ Frœðsluvikan íarið var þess á leit, að fyrsta vika yfirstand- andi mánaðar, yrði skoðuð hér í landi sem nokk- urs konar fræðsluvika; var þetta áreiðanlega vel 0« viturlega athugað, ekki sízt er tekið er tillit til þess hve hart er í ári og mikið um það rætt, að draga sem mest úr utijöldum til skóla og mentamála; á ýmsum stöðum í landinu hefir skólum verið lokað sökum kreppunnar, en í öðr- um tilfellum kenslutíminn styttur til muna; þó eru þau tjjfelli, sem betur fer, tiltölulega fá. 1 yfirgnæfandi meirihluta af skóla héruðum þessa lands, iieldur kenslan samt sem áður áfram með sínu venjulega fyrirkomulagi, almenningi til ósegjanlegrar ánægju; í þessu eiga kennararnir sinn heillavænlega þátt, os verður það þeim seint þakkað sem skyldi. Viðkvæmasta hugðarmál foreldranna er það, að tryggja velferð barna sinna; hámark slíkrar velferðar, er hvorki einskorðað við ríkmannlegt uppeldi né erfðagóz. 1 skóla lífsins verður það þyngra á metunum, að vera og gera, en að eiga og eignast; skólinn, er sú stofnun mannfélagsins, er öðrum stofnunum fremur hefir tekist þá á- byrgð á herðar, að þroska líf barna og ung- menna; næst heimilinu, er innan vébanda hans að finna trygginguna fyrir lífrænum vexti og viðgangi samfélag'sins; með fræðslu sinni og aga, veitir skólinn börnunum aðgang að þekk- ingu á þjóðum og þjóðabrotum, og opnar með því dyrnar að víðari og víðsýnni veröld; hann glæð- ir hjá þeim máttinn til skilnings og samstarfs við annað fólk, og vísar þannig veginn til bræðralags þjóða á meðal; hann hreinræktar dómgreindina, knýr fram heilbrigðan metnað, auðgar skapgerðina og hæfileikana til þjónustu í þágu samferðamannanna. Hér í landi er heilbrigðismálunum, góðu heilli, meir og meiri gaumur gefinn með hverju líðandi ári; þó er hitt meira um vert, að sá andi, er einkennir fræðsluna í skólum vorum, virðist lieilnæmur og hreiim; hættan mikla, sem þjóðin um þessar mundir horfist í augu við, er sú, að sökum kreppunnar verði fleiri eða færri skól- um vorum lokað um liríð. Hver veit nema viku íhugun um málíð í ræðu og riti geti leitt það til farsællegra úrslita. Ok jafnvel þó slíkt leiddi ekki til annarar úrlausnar, en að einhvérju leyti aukinnar fræðslu í heimahúsum, þá væri samt ekki til einskis barist. Hvemig svo sem alt kann að veltast við í þjóðfélagi voru á næstunni, þá verður samt sem áður ekki um það vilst, að velferð barna vorra hlýtur að skipa öndvegi fyrir öllu öðru. Það, sem hér hefir sagt verið um barnaskól- ana, nær að miklu leyti til hinna hærri skóla líka; á þeim skólum er að finna nemendur, er fegnir kysu að vinna fyrir lífi sínu, ef atvinna væri fáanleg; þó er það óútmálanlega mikils meira um vert, að ungt fólk, sem þannig er ástatt með, dvelji við skólana, en hafist ekki að. Það er meira ián en tölum verði talið fyrir hið unga fólk vort, sem farið hefir á mis við atvinnu, að.geta enn sótt skóla, er beina áhuga þess í heilbrigða átt, þar til skýin rofna og sólin laugar að nýju hinn þreytta og dapra heim í ljósi sínu. Inntak þessarar stuttu greinar, er tekið úr tímaritinu Western Home Monthlv. ” Hlutskifti og arfleifð Prédihun flutt á fimmtíu ára afmœlishátíð Argyle-bygðar, 5. júlí, 1931, í kirkju Frelsissafnaðar. Texti:—Sálmamir 16:6—“Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, 0g arf- leifð mín líkar mér vel. ” Þe&si sálmur lýsir öruggu trausti þess manns, er reiðir sig á Drottinn og er ánægður með hlutskiftf sitt. Er það vottur um að menn hafi metið dýrmæti þessa arfs, að þessi sálmur hefir verið nefndur “hinn gullni sálmur.” Af sömu tilfinningu hefir Spurgeon nefnt hann sálm hins “dýrmæta leyndardóms. ” Það er heilbrigð fullnægja, sem hér lýsir. Hún hvílir á athugun þess hlutskiftis, sem Drottinn hefir leyft honum að njóta. Hún á hreim þakklætis og lofgjörðar. Hún sér hönd Guðs í hvívetna í lífinu. Hin tilfærðu orð textans benda til haka til landnámstíðar, er Israelsmenn settust að í land- inu helga. Þau víkja að því, að skifting landsins milli kynkvísla og einstaklinga fór fram sam- kvæmt hlutkesti. Að kasta hlut um eitthvað, var mannlég ráðstöfun, sem koma átti IVeg fyrir að ýfirgangur og eigingimi réðu lögum og lofum, og í sambandi viÖ landnámiÓ va-i' þyí treyst, að iguðleg forsjón tæki fsma þjóntfsftt‘:pésáá, mann- legu ráðstöfun. Þó hlutskiftin yrðu nokkuð ó- lík, átti þó hver og einn að geta fundið til guð- legrar handleiðslu og þannigmetið sína arfleifð. Af þessum meginþáttum er mannlegt líf ofið —guðlegri forsjón og mannlegum framkvæmd- um. Er þetta svo náið samtvinnáð, að oft verð- ur ekki úr lesið. Drottinn leiðir, og hann vill að mannlegar ráðstafanir og framkvæmdir falli inn í handleiðslu sína. Þegar það verður er hag mannanna og velferð borgið. Því meir sem það er nálgast, því betur er málurn þeirra komið. Inn á þessar leiðir stefnir hugur vor nú á júbílhátíð þessarar fögru sveitar. Það, sem vér minnumst, er vér lítum yfir fimtíu ára sögu, finnum vér til að er greinilega ávöxtur guðlegr- ar handleiðslu um leið og það er saga mannlegra framkvæmda, en leiðarvísan guðlegrar forsjón- ar verður oftast rakin gegnum ráðstafanir manna En einmitt vegna þess, að vér leggjum áherzlu á hönd Guðs í sögunni, finnum vér til þess hve viðeigandi það er, að hátíð þessi hef jist með hátíðlegri guðsþjónustu í Drottins húsi. Vér minnumst að vísu feðranna—frumbyggj- anna, sem grundvöllinn lögðu og þeirra, sem á- fram hafa haldið þeirra starfi— en vér minn- umst landnemanna ekki sízt sem þeirra, er sam- verkandi hafa verið með guðlegri forsjón og handleiðslu. Vér minnumst þess, sem Drottinn hefir veitt fyrir starf þeirra og líf. Það er það h'lutskifti, sú arfleifð. og sá auður, er vér minn- umst í dag með þakklæti frammi fyrir Guði. Það er ekki að gera lítið úr hinu mannlega, held- ur að skipa því í réttan sess. Það er hvorki að gera of mikið úr hinu guðlega eða að skrifa í ábyrgð þess nokkuð, sem ber fingraför mann- legs ófullkomleika. • Sagan heillar þegar frá upphafi. Upptökin að þessu landnámi og val bygðarsvæðisins hefir að geyma margt æfintýrið. Kennir þar góðra úrræða og skarprar dómgreindar. Vér metum það ekki ætíð sem skyldi, hvílíkur vandi það var fyrir menn nýkomna úr annari heimsálfu að á- stæðum og skilyrðum gagnólíkum þeim, er þeir áður höfðu vanist, að ráða hér fram úr sem væn- legast. En það mun ætíð teljast, að hópur sá, sem greip til þess að taka sig upp úr eldri bygð, vegna þess þeim fanst þá óvænlega horfa þar við, og valdi sér hér nýlendusvæði, hafi sýnt bæði áræði og glöggskygni, sem seinni tímar hafa fyllilega réttlætt. Sjaldan hefir fólk vort verið jafn heppið í vali hér á vesturslóðum. Að hér hafi verið heppileg leiðsögn og forysta góðra manna að ráði, efast víst enginn um. En allra sízt væri það í anda frumbyggjanna sjálfra að útiloka með þeim ummælum handleiðslu guð- legrar forsjónar. Það er eitthvað mjög heill- andi við frásögurnar um vora heiðnu forfeður, er námu Island og kusu þar landnám eftir því hvar öndvegissúlur þeirra höfðu rekið að landi. Þannig álitu þeir að guðirnir ættu þátt í því að velja þeim bölfestu, og þeirra ráðum vildu þeir hlíta. Hér sjáum vér blæ þess, sem birtist hjá- trúarlaust í kristilegri trú á guðlega forsjón. Þessi trú var sterk hjá frumbyggjunum. Og það tel eg ekki ofsagt að það hafi helgað kær- leika þeirra og margra eftirkomenda þeirra til þessarar farsælu bygðar og heimilisfangs þeirra hér, að þeim hafi fundist hönd Drottins hafa leitt sig hingað, eins og þeir hér hafa notið marg- faldrar blessunar hans síðan. Bygðin var stofnuð í fátækt eins og aðrar ný- ibygðir Vestur-lslendinga. Mönnum reið á að bæta efnahaf sinn, og að því var gengið með ó- trauðum hug. Horfurnar voru ekki ætíð glæsi- legar á þeim árum, og kjarklítið fólk hefði gjarna látið bugast. En þannig var því ekki farið með foringja né fylgdarlið í landnáminu hér. Þeim lýsti örugg von um bjarta framtíð. ÞeSsi von var hvorki hjátrú eða oftrú, heldur hvíldi hún á heilbrigðri sjón atorkumanna á þeim skilyrðum er voru fyrir hendi, fúsleik til að leggja á sig og leggja í sölurnar og trú á for- sjón Guðs. Og er litið er yfir sögu hinna liðnu fimtíu ára, verður við það að kar.nast, að frum- byggjunum hefir orðið að trú sinni. Hér hefir blómgast efnalega sjálfstæð og fögur bygð, er staðið hefir fremst í broddi íslenzkra bygða í Canada hvað búsæld og myndarskap snertir. Að þessu hafi ekki ráðið nein tilviljun, heldur al- varleg viðleitni og atorka í samvinnu manna við Guð og náttúruna, er oss víst öllum ljóst. Þess vegna lýsir af liðinni sögu bygðarmanna til leið- beiningar eftirkomendunum. En frumbyggjamir vora ekki einungis að leita eftir því að sjá tímanlegum hag síi^m borgið, eins sjálfsagt og það var. Þeim var ljóst, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Sú arfleifð, sem vér minnumst í dag, er ekki að- eins glæsileg saga um sigur í efnalegri baráttu, heldur líka saga þess, að kristilegur grundvöllur var lagður og um þroska 0g áframhald á þeim grundvelli. Leiðtogar heimafyrir í þessari bygð hafa frá upphafi verið áhugamenn um kristin- dómsmál. Eg ætla ekki að nefna nöfn, en þau eru yður kunn. Hér var gengið að verki með að koma á stofn kristnum söfnuðum og krlstni- haldi með áhuga og dugnaði þegar í fyrstu land- námstíð. 1 fátækt, og þröng, þegar á reið að menn beittu sér af alefli að sjá sér og sínum fyrir brýnustu tímanlegum þörfum, skyldu feður vorir þörfina á því, að leita um fram alt Guðs ríkis og hans réttlætis. Þér eigið öll, afkomend- ur frumbyggjanna, endurminningar um heimili, þar sem kristnihald og trúrækni fengu að njóta sín, þar sem trú á forsjón Guðs og handleiðslu auðkendi hugsunarháttinn. Þér minnist lotning- ar fyrir Guði og öllu heilögu, sem ekki var að- eins á yfirborði, heldur samgróin næmri siðferð- isvitund og grandvarleik til orða og verka. Þér mnnist feðra og mæðra, sem höfðu þreifað á því, að bænin er lykill að Drottins náð og vildu leiða börn sín inn í heim bænarinnar. Af þeim rótum er runnið kristilegt líf og starfsemi þess- arar bygðar. Farsæl í vali reyndist þessi bygð einnig, er íún tók að leita sér andlegra leiðtoga í kenni- manns stöðu. Fyrst naut hún þjónustu séra Jóns Bjarnasonar, kirkjuföður Vestur-lslend- inga, er heimsótti bygðina við og við í prestleg- um erindum. Ahrif hans á kristileg mál og starf- semi voru hér mikil og viðvarandi, og bygðinni til mikillar blessunar. Fyrst þjónandi prestur hér búsettur, var séra Hafsteinn Pétursson. Hann var áhuga og mælskumaður, er kom hing- að í miklu áliti frá ættjörðinni ok naut hér álits og vinsældar að maklegleikum sem ágætur kenni- maður. Mun það ekki ofsagt, að dvöl hans hér og starf hafi verið einhver bjartasti þátturinn í lífi hans. Síðasta opinbert skeyti frá honum var alúðarkveðja til safnaðanna hér fyrir tveimur árum á fjörutíu ára afmæli þessarar kirkju. Lézt hann á því ári í Kaupmannahöfn. Hér þjónaði næst séra Jón J. Clemens, er vígðist til þessara safnaða í þessari kirkju, og átti þrjátíu og fimm ára prestskaparafmæli síðastl. sunnu- dag.. Var hann kjörinn starfsmaður í þarfir æskulýðsins sérstaklega, 0g er minst hér með þakklæti og kærleika margra þeirra, er nutu á- hrifa hans og leiðsagnar í kristilega átt. Hefir hann síðan þjónað ensku-mælandi lúterskum söfnuðum, síðast í Aurora, 1111, og getið sér góð- an orðstír. Hefir hann nú látið af prestskap sökum heilsubilunar. Af honum tók við séra Friðrik Hallgrímsson, sonur Hallgríms biskups Sveinssonar er þá sat í biskupsstóli Islands. Þjónaði hann hér í tuttugu og eitt og hálft ár, og á því lang-lengst starfstímabil allra þeirra er í bygðinni hafa þjónað. Er starf hans og vin- sældir enn í fersku minni. Með duKnaði, áhuga og prúðmensku ynti hann af hendi starf sitt í söfnuðunum hér og sem embættismaður kirkju- félags vors. Hvarf hann héðan til að taka við Iþjónustu í höfuðkirkju Islands, dómkirkju Reykjavíkur, og nýtur þar liinnar sömu verð- skulduðu viðurkenningar og hér. Munu fáir sveitasöfnuðir eiga slíkt prestatal. Og menjar um starf þeirra og áhrif urðu fvrir mér í hví- vetna þau fimm ár er eg þjónaði þessum söfnuð- um. Og nú síðast hafa söfnuðirnir fengið til sín ungan prest, séra Egil J. Fáfnis, er lofar miklu og á eftir að láta bygðinni í té sína beztu krafta. Hlutskifti bygðarinnar á þessu sviði hefir því verið hið æskilegasta. Mannleg fram- kvæmd fallið inn í guðlega forsjón. En ekki er gerð grein fyrir arfleifð bygðar- innar með því einu að nefna drætti til sögu henn- ar í veraldlegum eða andlegum efnum, heldur miklu fremur með því að horfa til þeirra hug- sjóna, sem lýst hafa leið. Hefir það að nokkru leyti verið gert í því, sem þegar er sa«t, en þó ber enn að nefna ýmislegt, sem sérkent hefir 'þessa bygð 0g sett hefir blæ á líf hennar. Samheldni hefir verið megin hugsjón í lífi þessarar bygðar. Illvígar deilur og klofningar hafa ekki einkent sögu hennar. Hún hefir flest- um bygðum fremur varast þau víti sundrungar, er þjóð vorri svo oft hafa orðið að meini. Það hefir verið hennar lán og liennar heiður. 1 land- (Framh. á 8 bls.) Laurier-perlur 11. Þegar Laurier ferðaðist um Oanada árið 1910, sá eg hann í fyrsta skifti. Það var á afar- fjölmennum fundi í Yorkton, Sask. Fundurinn var haldinn ú'ti á stórri sléttu, 'því hann var fjölmennari en svo að nokkurt hús rúmaði. En ræðupallur var þar bygður og hann allur skreyttur laufguðum skógargreinum, blóm- um og lérefti. A fundinn var látin koma fram átta ára göm- ul stúlka, falleg 0g prúðbúin 0g færa Laurier stóran og fagran blómvönd. Hann brosti blíð- lega um leið og hann tók við vendinum, laut nið- ur að litlu stúlkunni og kysti hana. I mannþyrpingunni var önnur lítil stúlka, berfætt og illa til fara. Þegar hún sá þetta, ruddist hún út úr hópnum og hljóp í hendings- kasti út á sléttuna, þar sem hún vissi að var fult af blómum. Hún tíndi saman heilmikið af villiblómum og raðaði þeim í mislitan, óreglulegan vönd og vafði stráum utan um hann til þess að halda honum saman. Að þessu búnu ruddist hún aftur inn í mann- þröngina og var svo að segja kominn þangað, sem Laurier stóð, þegar lögregluþjónn, sem átti að gæta þess að alt færi vel fram, tók hranalega í ermina á léreftskjólnum hennar og hratt henni til baka. Vonbrigðaský færðist yfir litla andlitið, sem áður var uppljómað af barnslegu saklausu brosi. Augun fyltust tárum. Alt í einu kom skarð í mannþröngina. Laurier hafði tekið eftir þessu; hann fór þang- að, sem litla stúlkan var 0g sagði með góðlátlegu brnsi: “Varstu svo góð að ætla að gefa mér þennan fallega blómvönd, litla stúlkan mín?” Stúlkan kastaði til hans vendinum hálfhrædd og dauðfeimin. Laurier tók upp vöndinn, laut niður að litlu stúlkunni og kysti hana. Svo fór hann með höndina niður í vasa sinn og lagði eitthvað í lófa litlu stúlkunnar. Að því búnu tók hann eitt stærsta villiblómið úr vendinum og nældi það á barm sér. Þegar hinn mildi 0g góði maður, að loknum fundinum, steig upp í bifreiðina sína og veifaði hattinum sínum í kveðjuskyni til hins hug- fangna mannfjölda, þá var þar á meðal ein lítil stúlka, sem með gleði í huga og bros á vörum horfði á hálffölnað villiblóm í treyjubarmi hans, rétt í hjartastað. Hver þessi stúlka var og hvað hún hét, veit eg ekki, en sé hún lifandi enn, þá er hún nú kona um þrítugt, og það er víst að í safni minninga sinna á hún að minsta kosti eina mynd, sem henni er mikils virði, hvernig sem lífið kann að hafa leikið hana^að öðru leyti. Sig. M. Jóhannesson. Ferðasaga Eftir Erl. Johnson. Eftir andlát konu sinnar sál. s.l. sumar, afréði eg að taka mér ferÖ á hendur héSan frá Los Angeles til Rlaymond í Washington. Það er timburframleiðslu bær norðarlega í því ríki. Eg hafði, því miður, ekki séð systur mina og hennar fjöl- skyldu, síðan að eg flutti þaðan, 1911. Síðan eru tuttugu ár. Það hefir alt af verið óra vegur á milli okkar, og hennar skylduliðs. Syst- ir mín Margrét Jónsdóttir, ættuð frá Auðnum á Vatnsleysuströnd og maður liennar, Páll Eyjólfsson upp- eldissonur Þorleifs sál. í Bjarnar- höfn, er allir hinir eldri íslendingar ættu að kannast við, frá fyrri tíð fyrir lækningar hans og fjærsýnis- gáfu. Þau hafa lifað þarna í Ray- mond að mestu leyti þessi framan nefndu s.l. 20 ár. Það er ef til vill réttara að geta þess hér strax, fyrir þá, er ekki þekkja mikið til suðvest- ur-strandar Ameríku, að þetta er óra vegur, en þó engin frægð í því fólgin, að ferðast hann, á þann hátt, er eg ferðaðist, af því sem eg þurfti ekki að hafa neinn veg eður vanda af stjórn eður ferðatækjum. Leið þessi liggur sem næst norður yfir alla Californíu, yfir alt Oregon riki og að mestu yfir alt Washing- ton ríki. Meðfram því, er nú hefir verið frá greint, þá ýtti það undir þessa ferð mína norður, að eg fór að sjá auglýsingu um hinn síðast- liðna íslendingadag, er haldast átti í Seattle 2. ágúst. Þar einnig lang- aði mig til að vera viðstaddur; hlusta þar á íslenzkan söng og ræðu- höld og sjá, ef til vildi, forna kunn- ingja og fleiri. Eg fór því að hlutast til um far- bréf, og komst fljótt að þeirri nið- urstöðu að ódýrast væri að ferðast á bát. En til þess var timi minn orðinn of naumur, til að geta náð norður fyrir 2. ágúst. Eg afréð því að ferðast með Stages Bus. Þar bauðst mér farbréf fram og til baka frá Los Angeles til Seattle fyrir 42 dali, og það væri farbréf, er leyfði mér að staldra við, hvar helst eg vildi. Leiðina milli Seattle og Ray- mond þekti eg vel frá fyrri tímum, og nú vissi eg það glögt að farar- eyrir myndi fráleitt fara fram úr 50 dölum, og er það alls ekki dýrt, þegar miðað er við vegalengd þessa, er mun vera alt að því 17 hundruð mílur hvora leið. Eg lagði því á stað 28. júlí frá Los Angeles, að kveldi til kl. 7. Guðný dóttir mín og maður hennar, að nafni Jerrei Uhlick hjálpuðu mér og keyrðu mig niður á biðstöðina, réttara sagt far- þegastöðina. Eg keypti þar far- bréfið. Þau Uhlick og Guðný kvöddu mig þar innilega og óskuðu mér allra fararheilla og skemtilegrar ferðar. Því næst steig eg þar inn í stórt “bus”, er eg mun heldur kalla bíl hér eftir, í þessu ritverki mínu. Hitar höfðu gengið fyrirfarandi daga, svo Jerrie og Guðný sögðu að eg skyldi komast í þann bíl er færi Coast Highway, og því leit eg eftir sjálfur. Vegur sá, er hér um ræðir, liggur að mestu leyti meðfram sjávar- ströndinni, lengi vel, millum Los Angeles og San Francisco, er því að mun svalara að ferðast hann, en vegi, er liggja norður ofar uppi í landinu, sér í lagi þegar farið er að kveldi til frá Los Angeles. Eg slapp því við öll óþægindi af of sterkum hita þessa leið. Frekar fáir far- þegar voru í bil þessum fyrst þegar lagt var upp ffá Los Angeles, en smáfjölguðu eftir því er norðar í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum. fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. dróg. Það fór brátt að dimma eftir að við fórum í gegnum Santa Monica, það er fyrsti bær norður og út við sjóinn, þegar lagt er upp frá Los Angeles, þessa leið norður. Eft- ir að aldimt var orðið sást heldur illa út um glugga bílsins til að virða fyrir sér landslag. Bíllinn brunaði áfram urrandi eftir sléttum og gljá- andi vegum millum þess að iðulega heyrðust hvinir, þegar aðrir bílar komu þjótandi á móti. Rafljósarað- ir liðu fyrir augu vor allajafnan. Á stöku stöðum glytti í sjóinn. “Þar sem bylgjan brotnar, báran leikur sér,” datt mér í hug. “Eg þekti hennar þrumandi óðinn, sem þrengslin i æskunnar bæ,” fór eg að raula mér til skemtunar, og sló tvær flugur í einu höggi með því að velja orðin og búa til lagið. Farþegar virtust vera daufir á svip. Og eins og allir hræddir hver við annan, líkt og á sér stað í stór- borgum, enda býst eg við að þeir hafi flestir verið þaðan. Vanturia var okkar fyrsti við- komustaður; bær fast við sjóinn, snotur bær, ekki þó hvað sízt að kveldi til, þegar rafljósadýrðin í öll- um sínum mislita skrúða heldur þar vörð. Geislar ljósanna i þessum bæ glömpuðu þarna langt út á sjó, og þótti mér það falleg sjón. Flestir farþegar fengu sér þarna einhverja hressingu. Farþegar bættust við, svo var haldið á stað þaðan, og nú komin hánótt. Enginn virtist mér geta sofnað, sjálfsagt fyrir urgi í brjóstum bílsins og þytum, og þess- um tíða dillandi hristing, er þar ríkti. Þetta kom mér til að hugsa að eg væri þarna kominn í lófa á einhverju trölli, er væri svona glettið og gam- ansamt. Væri nú að leika sér að mér og öðrum í lófa sínum. Santa Barbara var nú okkar næsti við- komustaður, býsna stór og vel bygð- ur bær, enda veitir ekki af því, þar sem það er mikil jarðskjálfta hætta á því svæði. 1 síðasta jarðskjálfta á þessum slóðum fyrir 5 árum síð- an, hrundi partur af þessum bæ, en nú er búið að byggja það alt aftur, og bæta ýmsu við. Á þessum stað var aðeins áð í 15 mínútur, svo var haldið á stað þaðan. Ekki man eg neitt hvað klukkan var þá, líklega hálf ellefu. Mér leiddist að geta ekki séð landslagið á þessum slóð- um fyrir myrkri. En það mátti eg hafa að geta ekkert séð fyr en næsta morgun, er farið væri að birta. Þá spurði eg sessunaut minn að hvar við myndum vera staddir, því hann hafði sagt mér áður að hann hefði lifað alla æfi sína i Californiu, og hana gæti enginn keypt sig til að yfirgefa. Hann sagðist halda að við værum einhversstaðar á leið yfir Umaua dalinn. En hvort það var rétt, veit eg ekki. Eg var þarna Night Classes Mondays and Thursdays 7:30 to 10 p.m. All year They do not interfere with your regular employment1, but they will qualify you for advancement and a bigger position. Five hours a week cannot be spent to better advantage. It is an opportunity which has increased the earning powers of hundreds of young people. Every subject essential to modern business is taught and with the same thoroughness that has always characterized our Day Classes. You can enroll at any time but a commence- ment with the beginning of the Fall session will prove very helpful to you. Our registering office is open from 8 a.m. to 10 p.m. daily. If you cannot conveniently come to see us one of our educationál advisers will be pleased to call upon you if you will ’Phone 37 161. The Dominion Business College . p ^ r The Mall al.o St. James Winnipeg Elmwood

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.