Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 2
Bls. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1931.
Útdrœttir
úr sögu íslenzku bygðarinnar og
safnaðanna í Pembina County,
North Dakota.
Eftir J. J. MYRES.
(Framh.)\
MeSal þeirra framkvæmda, er
markverðastar ern í þessari bygð,
má telja akbrautalagningu þá, er
gjörð hefir verið á síðustu árum,
,þvert og endilangt í gegn um bygð-
ina, og eru partur af þjóðvegakerfi
því, sem bygt hefir verið undir
sameiginlegri umsjón sambands-
stjórnarinnar í Washington, D.C. og
hinna ýmsu ríkja i samvinnu við
héruð þau, sem vegirnir liggja í gegn
um.
Kostnaðinum við þessar vega-
gerðir er jafnað niður þannig að
sambandsstjórnin borgar helming,
ríkið fjórða part og héraðið, sem
brautin liggur í gegn urn fjórða
part af því, sem kostar að byggja
brautina i fyrstu. Þar eftir annast
sambandsstjórnin og ríkið um viö-
hald veganna og pössun. Ógrynni
fjár hefir verið varið til þessara
vegagerða á síðustu árum.
Fjórir slíkir vegir liggja suður og
norður í gegn um Pembina hérað.
Sumir fullgerðir og mölbornir, og
aðrir að mestu leyti fullgerðir.
Brautir þessar eru annað hvort 24
eða 30 bet á breidd: Þar sem búist
er við mestri umferð eru brautir
og brýr 30 feta breiðar. En þar
sem gert er ráð fyrir minni umferð
eru þær aðeins bygðar 24 fet á
breidd, en vegastæðið alt með skurð-
um, sem vanalega eru meðfram
brautum, er frá 77 ti1 100 feta breitt.
En brautir þessar, sem liggja frá
austri til vesturs í gegn um héraðið,
er ætlast til að, minsta kosti í bráð,
verði þrjár. Af þeim er aðeins ein
fullgerð og mölborin. H'ún er þekt
sem núrfler 5 og af henni hafa ís-
lendingar hingað til haft mest not.
því hún liggur í gegn um allan
norður hluta bygðarinnar. f gegn
um Cavalier bæ og vestur í gegn um
Akra og Hallson. Hún er fullgerð
og mölborin aha leið vestur í gegn
um ríkið.
Um 173 mílur hér fyrir vestan
liggur þessi braut skamt fyrir norð-
an Mouse River bygöina íslenzku,
og er því bein samganga á milli
þessara bygða á bílum orðin mjög
auðveld eftir þessari beinu og góðu
braut. Því að á svona brautum líðst
hvergi meiri bratti eða brekka, en
svo að ekki verð til neins örðugleika
fyrir nokkurn bíl hversu svo sem
hann er hlaðinn.
19 mílur fyrir austan Cavalier
liggur þessi braut, númer 5, yfir
hina alþektu suður og norður braut,
númer 81, sem er aðal braut að
sunnan og norðan til Winnipeg.
Númer 81 er talin að vera lengsti
þjóðvegur í heimi. Þessi braut byrj-
ar með norðustu bygð í Canada og
liggur suður i gegn um Winnipeg,
inn til Bandaríkjanna í Pembina, og
er fullgerð, ýmist steinsteypt eða
mölborin þvert suður í gegnum öll
Bandaríkin alla leið suður að Mexi-
co línu. Þar liggur hún suður í
gegnum Mexico bæ beint í áttina
suður yfir Panama eyðið. Þar ligg-
ur hún yfir Panama skurðinn og
heldur áfram alla leið suður á suð-
ur tanga Suður Ameríku. Auðvitað
er hún ekki fullgerð alla þessa leið
en búist við að hún verði það áður
en mörg ár líða. Ekki heldur hún
sama nafni alla leið, en er samt
kölluð númer 81 þvert yfir öll
Bandaríkin.
Vestarlega í Pembina héraði ligg-
ur braut númer 5 yfir suður og
norður braut númer 32, sem að ligg-
ur suður í gegn um Mountain,
Gardar og Edinburg, svo eins og
leið liggur beint suður.
Svo má að orði kveða að báðar
þessar bygðir liggi þvert og endi-
langt í gegn um miðja íslenzku
bygðina. Því að þær fara á víxl 5
mílur fyrir norðan Mountain og 2
mílur fyrir vestan Hallson. Númer
32 er ekki fullgerð, því að 5 míl-
urnar næstar fyrir norðan MoUntain
eru ekki fullgerðar. Við það verk
á að ljúka næsta sumar, og má þá
með sanni segja að enginn íslend-
ingur í þessari bygð búi langt frá
þjóðvegi. Reyndar ferðast maður
í rétt horn, eftir þessum tveim
brautum, þá farið er á milli Cavalier
og Edinburg. En af því að íslenzka
bygðin hér er líka býsna mikið í
horn, þá liggur númer 5 í austur og
vestur, eftir miðri norðaustur álmu
bygðarinnar og númer 32 í suður
og norður eftir miðri suðvestur
álmu bygðarinnar, svo að krossgöt-
urnar myndast í norðvestur horninu.
Þó að vegir þessir hefðu verið lagð-
ir út með aðeins hag og afstöðu ís-
lendinga fyrir augum, þá hefði varla
tekist betur. Af hinum fimm ís-
lenzku pósthúsum bygðarinnar verð-
ur aðeins Svold útundan, vegna þess
hvað það er norðarlega. En er þó
vel sett hvað aðrar brautir snertir,
og aðeins 3 mílur norður frá númer
5-
Sambands þjóðbrautakerfið hefir
nú þúsundir mílna af steinsteypu
vegum þvert og endilangt um land-
ið En að öðru levti er þetta kerfi
að mestu mölborið og víða bik borið
í mölina, eða molað grjótið til að
varna riki og gera binding, og gefa
þær brautir viða lítið eftir stein-
steypu.
Þar að auki hefir mikið verið
gert að því á síðastliðnum árum að
bæta hinar almennu brautir. Sem
eins og kunnugt er í þessu landi,
liggja meðfram hverri þvermílu
lands á alla vegi. Þetta síðarnefnda
brautarkerfi hefir ckki einungis orð-
ið að tilætluðum notum sem ak-
vegir almennings, heldur hefir það
einnig hjálpað til að þurka upp alt
landið og gera það tiltækilegt til
plægingar og jarðyrkju. Því eins
og gunnugt er hallar öllu landi hér
í dalnum austur í áttina til Rauðár.
Það gerir vatsveitingar auðveldar.
Bæði þessi ofangreindu brautar^
kerfi eru betri og víðtækari en í
nokkru öðru landi, enda er mikill
meirihluti allra bíla heimsins i
Bandarík junum.
Hraðfara hafa verjð framkvæmd-
irnar síðari árin að mörgu leyti, en
ekki sízt hvað snertir flutninga og
samgöngufæri öll. Má í því sam-
bandi kalla það í frásögur færandi,
að nú er póstur fluttur daglega með
loftförum yfir Pembina hérað. Póst-
flutningar þessir byrjuðu 2. febr.
1937, þegar aðal kerfi loftpóstflutn-
inga Bandaríkjanna var sett í sam-
band við flugleið vestur Canada. f
gegnum Pembina og Winnipeg
fljúga nú loftförin á hverjum degi,
bæði suður og norður, og flytja póst,
farþega og annan flutning.
■Looftförin stansa öll í Pembina
og fer þar frarn sú skoðun af toll-
og innflutningsþjónum, sem er al-
þekt við landamæri víðsvegar í
heimi. Hefir verið bygt ítórhýsi á
ilugvellinum í Pembina til að hýsa
loftförin og til íbúðar fyrir þá, sem
vinna á íiugstöðinni. Þar að auki
er þar ibúð íyrir tvo veðurfræðinga,
sem vinna í sambandi við veðurspá-
dómsdeild Bandarikjanna. í þessu
húsi er pláss fyrir nokkra loftbáta i
einu og hægt að koma þar inn þeim
stærstu vélum af þessari sort, sem
nú eru notaðar við þessa flutninga.
Flugvöllurinn sjálfur eða lendingar
völlurinn fyrir framan húsið er 167
ekrur að stærð og rúmast þar þess
vegna mesti fjöldi af loftförum í
einu og loftbátar geta svifið þar að
úr öllum áttum og lent á sama tíma.
Þessi flugstöð var fullgerð í haust
og var formlega vígð mánudaginn
7. september, 1931 að viðstöddum
7 til 8 þúsund manns. í inngangs-
ræðu hátíðarhaldsins sagði Judd La
Mour, frá Pembina, meðal annars:
—“Vígsla þessara loftstöðva hér í
Pembina, er hámark 200 ára_ fram-
fara i flutningum í þessu héraði, þvi
það var einmitt 1731 sem að fyrsti
hvítur maður steig fæti á þann blett,
sem nú er nefndur Pembina. Næsta
markverð heimsókn hingað var 1797,
þegar kaupstaður var bygður hér.
Þar næst má nefna árið 1801 þegar
Alex. Henry kom hingað. Fyrsta
kirkja og skólahús voru reist hér
1819 og árið 1842 kom Joseph Ro-
lette ásamt Norman W. Kittson frá
St. Paul, sem stofnsetti hér uxa-
kerru flutningslínu. Árið 1859 byrj-
uðu báta flutningar eftir Rauðá og
1863 voru bygðar hér herstöðvarnar,
sem að urðu aðseturstaður Hatches
herdeildarinnar.
Sökum stöðu sinnar var Governor
George Schafer i N. Dak. sjálf-
kjörinn til að fremja vigsluathöfn-
ina sjálfa, og hélt hann við það tæki-
færi mjög snjalla og langa ræðu.
Aðrir ræðumenn voru: C. J. Mc-
Nabb fyrir hönd Canadian Pacific
járnbrautarinnar, borgarstjóri Webb
frá Winnipeg, sem spáði því, meðal
annars, að Pembina ætti eftir að
verða ein af stærri loftstöðvum
'Bandarikjanna. Einnig talaði Pre-
mier Bracken frá Manitoba og
borgarstjóri Douglas frá Edmonton,
ásamt nokkrum sunnan mönnum.
Viðstödd voru 35 loftför af ýmsum
stærðum. Þrjú af þeim send af
3andaríkja hermáladeildinni. Skemt-
anir voru aðallega í því fólgnar að
sjá flugmenn iðka kúnstir sínar með
loftförin.
W. P. Davies, sem skrifar dag-
lega endurminninga dálk í dagblaðið
Grand Forks Herald skrifaði annan
september viðvíkjandi hinni fyrir-
huguðu vígslu, sem fylgir lauslega
ýýtt:
“Flugstöð Pembina verður form-
lega vígð næsta mánudag. Þessi at-
höfn minnir mann býsna áþreifan-
lega á sumar þær breytingar, sem
hafa orðið á mjög stuttum tíma.
Pembina hefir verið þýðingarmikil
stöð á leið þeirri, sem var fyrst
könnuð á hundasleðum. Þar næst
farin af loðvörukaupmönnum. Síð-
ar komu uxakerrur, gufubátar eftir
ánni, póstflutningsvagn dreginn með
hestum, síðan járnbrautin með gufu-
lest sina. Nú er þessi bær í þjóð-
braut bílaflutninganna og daglega
koma hingað loftförin, sem að ferð-
ast lengra á klukkutímanum heldur
en innflytjandinn gat forðum gert á
heilli viku. Þó að fyrstu flutningar
hingað byrjuðu fyrir meir en hundr-
að árum þá hefir aðal brevtingin
frá hfnum frumlegustu flutnings-
tækjum og til hinna fullkomnustu
nútíma tækja farið fram algjörlega
á hinum síðasta mannsaldri. Því
það eru enn menn lifandi, sem í
vanalegum verslunarerindum, komu
oft til Pembina á hundasleðum .eða
uxakerrum. Vegna þess að það voru
vanaleg flutningstæki þá.
Pembina varð íyrir þeirri frægð
að verða fyrsti aðseturstaður hvítra
manna i Dakota, fyrsta héraðssetur
hins fyrsta héraðs, sem að stofn-
sett var í ríkinu. Hér var líka fyrsta
pósthúsið, fyrstu lönd, sem tekin
voru til ábúðar þar sem nú nefnist
N. Dak. voru í þessu nágrenni. Hin
fyrsta skipulega verslun milli hinna
ýmsu loðskinna kaupstaÖa áttu upp-
tök sín hér og eftir því sem eg kemst
næst var fyrsta jarðyrkja, sem gerð
var af hvítum mönnum, byrjuð á
þessurn bletti, sem nú nefnist Pem-
bina.
Frásagan um þennan fyrsta “bú-
skap” er býsna merkileg. Alexander
Henry, erindreki Northwest loð-
vörufélagsins stofnsetti kaupstaðinn
í Pembina 1801. Þegar hann var
búinn að koma sér nokkurn veginn
fyrir, fór hann strax að vinna að
því að rækta garðmat til þess að fá
fjölbreyttara matarhæfi, heldur en
vilt kjöt og vilta ávexti, sem hafði
verið sú eina faéða hingað til fáan-
leg.
17. okt. 1803 skrifar Henry í dag-
bók sina: “Snjór. Eg tók upp
garðávextina—30 stór kálhöfuð, 8
bushel af gulrótum (carrots), 16
bushel af lauk, 10 bushel af gulróf-
um, nokkuð af næpum, parsnip róf-
urn, o. s. frv.
20. okt. hefir hann skrifað: ‘Eg
tók upp kartöflurnar, 420 bushel,
sem að kom upp að 7 bushelum, sem
sáð var, fyrir utan það sem Indíán-
arnir voru búnir að stela, sem mér
sýnist muni hafa verið um 200
bushel. Eg mælji einn lauk, sem
var 22 þumlungar : ummál, eina gul-
rót, sem var 18 þumlunga löng, og í
stærri endann, 14 þumlungar um-
máls. Ein næpa vigtaði 25 pund
með kálinu, en káliÖ út af fyrir sig
15 pund. Margar næpurnar vigta
frá 9 til 12 pund fyrir utan kálið
eða laufin.
Næsta ár sýnist maður þessi hafa
fært út kvíarnar og reynt fleiri sort-
ir. Hánn skrifar í dagbók sína:
‘22. okt. 1804.—Menn mínir hafa
tekið upp þúsund búshel af kartöfl-
um, sem komu upp af 21 bushel af
útsæði. 40 bushel af næpum, 25
bushel af agúrkum (cucumbers), 2
bushel melonur, 5 bus'hel squash, 10
bushel mais, 200 stór kálhöfuð og
300 smá kálhöfuð.'
Nú er það stundum álitið afreks-
verk að rækta melónur og, þó und-
arlegt sé, þá er það aðeins á síÖari
árum að mais hefir verið ræktaður
Norður Dakota í stórum stíl. Þetta
hvorttveggja átti, að sögn, að eiga
heima langt suður frá. Samt sem
áður er meir en öld síðan Alexander
H|enry var að rækta þetta hvort-
tveggja í Pembina rétt á 49. breidd-
arbaug. Ekki mínnist hann samt
neitt á hveiti, sem nú er aðal kórn
uppskera ríkisins.
Það var ekki fyr en 1821 að
fyrsta hveiti, sem sögur fara af, var
ræktað í NorÖur Dakota. Snemma
á árinu 1820 komu nýbyggjar frá
Selkirk nýlendunni til Prairie D11
Chien, Wisconsin, sem að þá var
næsta bygð, og voru að sækja sé
útsæðishveiti. Þeir fengu 200
bushel, sem þeir lö'gðu af stað
með til Pembina. Þeir urðu fyrir
töfum vegna ísa á Pepin vatni og
landvegurinn frá Big iStone vatni
til Traverse vatns varð þeim mjög
seinfarinn, því að þar þurftu
>eir að setja báta sína á kefli, og
draga svo alt saman yfir sléttuna
á milli vatnanna. Leiðangur þessi
til baka tók þrjá mánuði, 0g þeir
komu svo seint til Pembina, að
ekki var hægt að sá hveitinu það
ár.
Upp að árinu 1870 hafði að eins
eitt heimilisréttarland verið tek-
ið í Norður Dakota, og það af
Charles Cavalier, í grend við Pem-
bina. Enda var það eini staður-
inn í ríkinu, sem hafði verið út-
mældur. Réttarpappírana þurfti
að sækja til Vermillion, sem að
var næsta landskrifstofa, en 400
mílur í burtu. Engin uppskera
hafði' verið framleidd í ríkinu,
nema í smá-'garðblettum og ekki
bushel af hveiti hafði verið rækt-
að nema til heimabrúks.
Þeir, sem taka þátt í vígslu
loftstöðvanna í Pembina á mánu-
daginn, hjálpa til þess að reisa
minnisvarða 60 ára framfara, sem
að á sinn máta eru eins mark-
verðar eins 0g nokkrar, sem þekst
hafa á þessari jörð.”
Þetta voru þá hugleiðingar Mr.
Davies í sambandi við athöfn-
ina. Mínum eigin hugleiðingum
bæti eg hér við.
Lýkur sýnast mæla með því, að
Pembina verði ætíð í þjóðbraut.
Hérað þetta liggur mjög nærri
miðpunkti Norður Ameríku o!g
bærinn á merkjalínunni milli
Bandaríkja og Canada, rétt um
miðja vegu milli Atlantshafs og
Kyrrahafsi. Einnig er það nærri
beint fyrir sunnan borgina Win-
nipeg, sem eðlilega dregur ætíð
umferð að sunnan. Þar að auki er
nú þegar farið að tal um tvær
loftflutnin!galínur, sem útlit er
fyrir að liggi í gegn um Pembina.
Er önnur þessi leið fyrirhuguð til
loftflutninga frá Bandaríkjum
norrður yfir Vestur-iCanada til Al-
aska og svo áfram yfir til Asíu.
Hin norð-austur yfir Canada og
yfir isuður-Grænland og ísland til
Evrópu. Þannig verða þá Reykja-
vík og Pembina- á sömu brautinni,
eða loftferða-línunni, og fer þá
að styttast á ftiilli Austur- og
Vestur-íslendinga, svo að hvorir
!geta heimsótt aðra yfir helgar, til
dæmis líkt eins og ef aðeins heið-
in Tvídægra lægi á milli. Líklega
hefði Austur-íslendingum aldrei
þótt frágangssök, að fara yfir tví-
dægru, ef að þeir hefðu getað set-
ið í hægindastól alla leið í . upp-
hitaðri stofu með öllum ' ný-
tízkuþægindum, eins og hæ!gt
verður innan skamms að gera á
þessu ferðalagi yfir “heiðina”
milli íslands og Bandaríkjanna.
Nafn Pembina, sem síðustu lend-
ingarstöðvar í Bandaríkjum, og
lendingarbæjarins á fslandi, flytj-
ast þá samtímis á farþega-vörum
alt í kringum hnöttinn, og fær þá
hver um sig þá auglýsin!ga viður-
kenningu, sem þeir eiga skilið, og
ætti það að verða stór-hagur fyr-
ir fstland, ef að ferðafólksstraum-
ur leggur leið sína yfir landið, þó
1 lofti sé. Það má hugsa sér flug-
leiðina héðan til íslands eins og
langan arm, en frá íslandi ligfeja
loftleiðirnar aftur eins og langir
fingur um alla Norðurálfu. Á fst-
landi verða þvi margir farþegar
að stansa og skifta um loftför. Á
vestur-endanum hvíslast líka leið-
in og teigir langa og marga fing-
ur einnig út frá Pembina, til allra
staða í Bandaríkjunum.
Á tvent annað má líka benda,
sem fer að færa Austur- og Vest-
ur-íslendinga svo saman, að þeir
ættu að geta orðið betri nágrann-
ar framvegis. Annað er Hudsons-
Bay járnbrautin, sem er nú full-
gjör, og þá bein flutningsleið
gegn um Hudsons flóann. Á þetta
hefir verið bent sem stutta leið
milli VestuibCanada og íslands,
og gæti orðið stór hagnaður af,
ef vel tekst. Því miður er ekki
fullvíst enn, að skipaleið þessi sé
fær vegna ísa nógu oft, til þess að
vera ábyggileg. En þar sem þess-
ir flutningar fara nú þegar að
byrja, má ætla, að það verði ekki
mörg ár þangað til þessi gáta verð
ur ráðin. En það eitt er víst, að
allir óska Vestur-Canada til
lukku með þetta fyrirtæki.
Hitt er skipaleiðin fyrirhugaða
gegn um St. Lawrence fljótið upp
til Stórvatnanna, sem gerir haf-
skipum fært að sigla inn að mið-
biki Norður-Ameríku. Þessi leið
á vitanlega að verða fær og ákjós-
anleg í alla staði, nema hvað upp-
haflega kostnaðinn snertir. Mæl-
ingar allar viðvíkjandi verkinu
hafa verkfræðingar gert fyrir
mörgum árum og reiknað út allar
aðferðir og kostnað. Og hafa
Bandaríkin verið reiðubúin í mörg
ár. En það hefir staðlð á því, að
hægt væri að komast að samning-
um við Canadastjórn, því, eins og
kunnugt er, liggur fljótið gegn um
Austur-Canada, og í sambandi við
fossa, grynningar og strengi
fljótinu og á milli Stórvatnanna
sjálfra, 'eru stærstu örðugleik-
arnir.
Nýlega hafa blöðin flutt þá
fregn, að nú sé Canada-stjórn
reiðubúin til þess að semja um
fyrirtæki þetta. Ef svo reynist,
verður bráðlega byrjað á verkinu.
Verkfræðingar telja þetta greið-
steinsteyptur mest af leiðinni,
austur í gegn um hin undra fögru
vatnahéruð Norður-Minnesota rík-
is, með fram spegilfögrum vötn-
um og í !gegn um sígræna skóga,
í gegn um fagrar sveitir, þorp og
bæi, svo ekki er nú hægt að segja
að ‘heiðin” þessi, Vestur-íslend-
inga megin, sé illfær eða ömur-
leg.
Minnesota-ríki kallar sig “Land
tíu þúsund vatna”, enda er útsýn-
ið í þessum listigarði náttúrunn-
ar töfrandi. Hólar, vötn og grænr
ir skó!gar leggja til litina, og
“málarinn” hefir kunnað með að
fara. Enda hefir Mississippi-
fljótið útvalið þenna tilhlýðilega
stað, sem sinn sjálfsagðan fæð-
ingarhrepp. Það leynir sér svo
sem ekki, að hvergi annars staðar
var boðlegt “föður vatnanna” að
hefja göngu sína í langferðina
landveg suður í Mexico-flóa, og
®vo sjóveg norður að suðurströnd
íslands, o!g áfram.
Hvernig skyldi “gamli maður-
inn nú annars taka því, ef það
væri blátt áfram borið upp á
hann, að hann hefði annan fótinn
á íslandi? Kankvís og karskleg-
ur kynni hann að hlæja að land-
námi íslendinga og þykjast sjálf-
ur eiga forgangsrétt og forræði í
Minnesota og við strendur ís-
lands.
En til þess að víkja aftur að
efninu, er það merlgur málsiné,
að við verðum tæpa dagleið frá
hafnarbæ, 0g getum haft kaup-
skifti við íslenzka skipið á/buluth
höfn, eins hæglega eins og íslands
bóndinn dagleið frá sjó, hefir við-
skifti við það í heimahöfn. Ligg-
ur þá aftur að eins “Tvídægra” á
milli íslenzku bændanna austan
hafs og vestan, og skipaleiðin þar
að auki. Er þá raknað fram úr
með verzlunarsamgön!gurnar. En
ef þessi skip færa oss þorsk og
síld, og flytja til baka kornmat og
kartöflur, má þá ekki ætla svo góðs
til beggja, að láta einhverja
holla, andlega fæðu slæðast með
í skiftunum, svo að frændsemis-
þráðurinn styrkist og svo að aldr-
ei sannist, að “frændur eru frænd-
um verstir”?
Framh.
Lundrúnabréf
London, í sept.
(Bréfið var skrifað áður en
kreppan mesta skall yfir og gengi
pundsins féll.)
Brezka þjóðin öll, er í dag ekki
ósvipuð manni, sem tapað^ hefir
jafnvælginu og hrasað — en er nú
að þreifa á sjálfum sér, hvort
hann hafi nokkurs staðar meitt
sig.
Það eru ekki að einis Bretar,
heldur og Ameríkumenn og allar
heimsins þjóðir, sem nú fá að
kenna á því, eftir 13 ár, að staðið
hefir yfir heimsstyrjöld, sem dýr-
ari var en nokkur önnur styrjöld,
sem háð hefir verið. Þetta er nú
hver einasti maður í Englandi far-
inn að skilja. Ef til vill vaknaði
sá skilningur nokkuð seint.
Meðan ófriðurinn stóð yfir,
lifði almenninugur undir áhrifum
hernaðarandans. Nú eru viðfangs-
efnin önnur, skattamiðlar, víxlar,
gengi, gullgildi, seðlaumferð, dýr-
tíð, laun, verzlunarjafnvægi,
lánstraust.
Á þessum reynlsutímum fjár-
hafcslífin, reynir almenningur að
hugga ig við það, að þjóðin hafi
svo mikið andlegt þrek, að hún
sigrist á öllum erfiðleikum.
f kirkjunum er beðið fyrir þjóð-
inni á hverjum sunnudegi, ekki
einasta í þjóðkirkjunni, heldur og
í kirkjum allra trúarbragðaflokka.
Ræðumenn og þlaðamenn kepp-
ast við að brýna það fyrir almenn-
ingi, að þjóðin verði að sýna nú
þann sanna anda hinnar brezku
þjóðrækni.
Um dæmi upp á brezka ættjarð-
arást, ritaði kona ein í “Times”
nýlega Hún segir frá því, að vin-
kona sín ein, sem !gift var, oð átti
færara verkefni en Panama-skurð-j uppkominn son, er ófriðurinn
urinn var, og ef til vill ekki einskrauzt út, hafi sagt við þá feðg-
(jýrá ana, að annar hvor þeirra yrði að
Þegar þessi fyrirhugaða skipa-Kan£a 1 herinn. Það skal aldrei
leið er fullgerð, geta íslenzk skip vera onðru óJigfel öl43 1278789
til dæmis lagst við bryggju í Du-verða sonur okkar,” hafði maður-
luth, sem er í hlaðvarpa Vestur-inn sagt, “og því er bezt að eg fari
Íslendiníga í Dakota og grend-,s^rax Hann gekk rakleitt á næstu
jnnj herskráningarstofu. En sonur
Duluth, sem er við vesturodda^ans skeuzt út bakdyramegin, og
Stórvatnanna, markar þá vestur-^^ép á aðra herskráningarstof-
enda þessarar nýju hafskipaleið.una-
ar. Vegalengd þangað er rétt um Hluturinn er, að hin ó&urlega
350 mílur frá þessari bygð. Ligg-kreppa er leyst á einum stað í
ur vegurinn sléttur, breiður oglandinu, í aumasta fátækarhverfi
50c
ALL
DRUGGISTS
ram-Buk
Við Skurfum, Rispum, Bruna,
Geitum, .Gylliniæð, Crtbrotum
og öðrum hörundskvillum.
Lundúna. Mönnum er það enn í
fersku minni, að árin eftir ófrið-
inn blakti “rauði fáninn” við hún
á ráðhúsum tveggja umdæma þar,
í Westham 0g Poplar.
í báðum þess'um umdæmum voru
greiddir hærri atvinnuleysis-
styrkiren nokkurs annars staðar
í landinu. Þar var bæjarsjóðs-
styrk bætt við í ríkisstyrkinn. —
Atvinnuleysið magnaðist sífelt,
atvinnuleysingajstyrkurinn óx, og
skuldir þessiara umdæma komust
yfir 3 miljónir sterlingspunda.
En svo tók Neville Chamberlain
við yfirstjórn þessara mála. Hann
var í ráðuneyti Baldwins. Hann
tók óþyrmilega í lurginn á stjórn
þessara umdæma, og ígirti fyrir þá
sóun, sem átt hafði sér stað til
kommúnistanna Þegar hann tók
við voru 71,000 atvinnuleysingj-
ar í borgarumdæmum þessum. Eft-
ir nokkurn tíma hafði þeim fækk-
j að niður í 15,000.
! Hvað varð af þessum 56,000, sem
lifað höfðu á opinberum styrk?
Margir þeirra kvörtuðu undan
harðstjórn Chamberlains. Þeir
létu vel yfir bæjarstjórninni áð-
ur en hann tók í taumana. Þeir
sögðu, að isér hefði liðið prýði-
lega, meðan fyrir þeim var séð.
En nú var ekki annað fyrir þá að
gera, en fé sér atvinnu. Og það
Sögur um Northcliffe
Hannen Swaffer hefir sagt
“World’s Press News” ýmsar smá-
sögur um enska blaðakónginn
Northcliffe.
Einhverju sinni segist Swaffer
hafa sagt við hann:
— Þér vitið auðvitað alt við-
víkjandi blaðamemsku, sem þörf
er á að vita, en eg vil fá að ráða
því hvað skrifað er í “Daily Mail”
um hljómlist.
— Hvað eigigð þér við? spurði
Northcliffe.
— Eg veit meira um hljómlist
heldur en þér.
En það var nú gallinn á North-
cliffe, að hann þóttist hafa meira
vit á öllum sköpuðum hlutum
heldur en nokkur maður annar.
— E!g skal segja yður eitt, svar-
aði hann. Áður en eg gerðist
blaðamaður, var eg tónskáld. í
vikunni sem leið bauð eg einum
af frændum mínum á samkomu-
stað og hljómsveitin þar lék tvo
valsa, isem eg samdi fyrir þrjátíu
árum. Er það ekki viðurkenning?
Og fyrir nokkrum árum keypti
þýzkt firma stóran kassa af gram-
mófónplötum og ætlaði að selja
þær allar sem “valsa eftir North-
cliffe.” Eg varð að kaupa allar
plöturnar og ónýta þær!
Honum þótti mjög vænt um það
er önhur blöð réðust á blað hans
“Daily Mail.”
— Ef þau hættu að ráðast á
blaðið, saJgði hann, þá er það
sónnun þess, að þau eru hætt að
lesa það. Og ef svo fer, að eg sé
ekki neinar árásir í öðrum blöðum
á “Daily Mail”, þá kaupi eg ann-
að blað að eýis' til að ráðast á það,
og það skulu vera árásir í lagi!
Islenzkur iðnaður
Loftur Guðmundsson hefir haft
sýningu fyrir blaðamenn o. fl. á
hinni nýju kvikmynd sinni, sem
hann hefir tekið af íslenzkum
iðnaði.
Myndin er mjög skýr, og má
gera ráð fyrir að mörgum þyki
hún merkileg mjög. Iðnaður er
hér enn í bernsku, en hann er þó
orðinn meiri og margbreyttari en
flestir munu ætla. í þessum kafla
myndarinnar eru að vísu ekki sýnd
nema nokkur iðnaðarfyrirtæki
hér í Reykjavík: Ölgerðin Egill
Skallalgrímsson, Brjóisitsykurverk-
smiðjan Nói, Kaffibrensla John-
son og Kaaber, Kornmylla Mjólk-
urfélags Reykjavíkur, Mjólkurstöð
sama félags, Verksmiðjan Hreinn
0. fl. En á þessum myndum má
sjá, að talsverð vélamenning er
orðin hér í borginni. Eru vélarnar
miklu margbrotnari, stærri og af-
kastameiri heldur en ókunnuga
!grunar. Er mjög gaman að sjá
þær vinna og sjá þá vinnuskift-
ingu, iaem komin er á hjá fyrir-
tækjum þessum. Gengur þar alt
í “fljúgandi ferðinni”, bæði hjá
vélum og fólki, og má sjá þar
mörg snör handtök. Enda vex
framleiðslan árlega. Nýjar vélar
eru keyptar, fljótvirkari og vand-
virkari heldur en hinar gömlu.
Myndin er merkileg fyrir þá,
sem kynnast vilja íslenzkum iðn-
aði, og verður þó enn merkilegri,
er stundir líða, sem spe'gill hins
íslenzka atvinnulífs á þessum ár-
um. — Mgbl. 25. sept.
Fyrir 25 árum
(T)r ísafold.)
12. ept.—.Ritsímastöðina hér í
bænum er nú verið að undirbúa,
í híbýlum, pósitmeistarans, er verið
hafa í norðurenda á pósthúsinu
uppi. Hann hefir flutt sig með
itt fólk í hið nýja hús sitt í Tjarn-
arbrekku. Ritsíminn fær 5 her-
bergi til afnota, og mun það vera
vel ríflegt, á við það sem gerist
annars staðar.
25. ágúst.—Að vegagerð er tals-
vert unnið hér í bænum. Nú er
loks Vonarstræti fullgert, alla leið
milli lækjarins og Suður!götu.
Það var skírt fyrir rúmlega 20 ár-
um, en var þá nær alt í sjó — þ.
e. Tjörninni. Tjarnargatan er nú
komin alla leið suður á Mela, fyr-
ir neðan Tjarnarbrekkuna, nær
fullgerð.
6. okt.—Framræsing bæjarins
er nú hafin, byrjað á neðanjarð-
ar holræsum til framrensli, skólpi
úr bænum o. f 1., og langt komið
með eitt slíkt ræsi,' gegn um mal-
arkambinn hjá bæjarbryggjunni.
Það var samþykt á bæjarstjórnar-
fundi að lengja um 25 álnir upp í
Pósthússræti, með því skilyrði, að
Guðjón Sigurðsison legði 200 kr.
til verksins. — Mgbl. 25. sept.
Einhverju sinni grobbaði hann
af því, að “Daily Mail” væri það
blaðið, sem mest væri hatað I
heiminum.
— Og ef svo fer, að menn hætta
ð hata það, þá skifti eg algerlega
im starfsimenn blaðsins. — Lesb.
Þjónninn — Hvernig vill herr-
ann helzt fá matinn fram reidd-
an — eftir frönskum, spönskum
eða ítölskum sið?
Gesitur: Mér er alveg sama, eg
ætla að fá tvö linsoðin egg.
DUSTLESS
COALAND COKE
Chemically Treated in Our Own Yard
Phone 87 308 [fá?
D.D.WOOD & SONS LIMITED
Warming Winnipeg Homes Since “82”