Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1931. RobinlHood FIvOUR Frá Kristjana Chiswell frá Gimli var stödd í borginni í vikunni sem leið, ásamt fósturdóttur sinni. Bezta mjölið í alla bökun Úr bœnum Þann 3. þ. m. lézt í Wynyard, Sask., Thorlákur Schram, 79 ára að aldri. Hann lætur eftir sig ekkju, ásamt mörgum mannvæn- um börnum. Þessdr gestir voru staddir í borginni fyrri part vikunnar: Sveinn Johnson, Saskatoon, Sask.; F. Jóhannsson, Elfros, Sask.; og Arnór Jóhannson, Brown P.O., Man. Árni Gillis, sonur J. Gillis. Brown P.O., Man., kom til borgar- innar í vikunni sem leið; stund- ar hann nám við Agricultural College i vetur. Allan ársins hring er CITY MILK bezta næringin. Pantið haná í dag. Phone 87 647 LESLIE FUEL GO. West End Branch 679 SARGENT AVE. Manager H. RIMMER Ph. 24 600. Res. 29 035 Put your order in with us and get one of our coupons with every ton for this month. We keep all kinds of COAL, OOKE and W|OOD, the low- est in town. We have number one Stove Coal for $9.75, Special, for this weather. ORDER IT NOW! Dr. h. F. Thorlakson Sérfræðingur f augna, eyrna, nef og háls öjúkdémum Viðtalstfmi: 11—1 og 2—5 522 Cobb Bldg., SEATTI/E, WASH. Sfmi: Main 3853 Heimili: Alder 0435 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stór- um. Hvergi sanngjamara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Sfmi: 24 500 frónsfundur. Fundur verður í Þjóðræknis- deildinni Frón fositudaginn 13. nóv. n.k. í G T. húsinu. Kosning embættismanna fer fram á fund- inum og á ýms nauðsynleg starfs- mál önnur verður minst. En að öðru leyti verður fundurinn skemtifundur. Dr. Rögnvaldur Pétursson flytur þar erindi um tilgang o!g nauðsyn þjóðræknis- starfsins. Mrs1. Hope syngúr ein- söng, ungfrú Helga Jóhannesson spilar á fiðlu og auk þess’ hefir Mr. Thorsteinn Johnson góðfús- lega lofað trio-fiðluspili nokkurra nemenda sinna. Þá verður og pí- anó sóló og samspil tve'ggja nem- enda Mrs. G. Helgasonar, er á- valt hefir aðstoðað deildina a fundum sínum með píanó-spili og henni ber mikið þakklæti fyrir, Enn fremur verða stuttir upplestr- ar, tveggja ungmenna, er ágætan orðstír hafa hlotið fyrir framsögn á íslenzku máli. Eru það ungfrú Fjóla Baldwinson og Friðrik J. Kristjánsson. Af öllu þessu sézt, að hér er stóreflis skemtun á ferðinni Væri innganlgsgjaldið ekki ofmetið á 50 cents, en deildin Frón veitir þessa miklu skemtun allsendis ó- keypis, biður ekki einu siinni um samskot fyrir hana. Vegna þess hve löng og óvana- lega fjölbreytt skemtiskráin er á þessium fyrsta fundi félagsins á haustinu, eru íslendingar ámintir um að koma snemma svo engin bið þurfi að verða á störfum og jafn- framt til þess, að njóta skemtun- arinnar frá bvrjun. Fundur hefst stundvíslega kl. 8 að kvöldinu. — Þess skal Igetið, að deildin Frón hefir lofarð fyrir ágætis liðveizlu við störfin á fundum sínum á komandi vetri. Fundir hennar munu því verða bæði gagnlegir og skemtilegir. Stefán Einarsson, (forseti deildarinnar “Frón”) VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Avenue, næst við Harman’s Drug Store, Cor. Sherbrooke og Portage Ave. Sími: 37 468. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTELNSON 100 herbergi, meS e5a án ba8a. Sannírjarnt verC. SEYM0UR H0TEL 81mi: 28 411 Bjðrt og rúmyðð setuatofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, edgandl Winnipeg, Manitoba. SARGENT FLORIST 678 Sargent Ave., Wínnipeg Phone 35 676 Wedding - Funeral Designs, Cut Flowers — Pot Plants — Our Prices Are Lower. íslenska matsöluhúsið Par sem Islendlngar í Winnipeg og utanbæiarmenr, fá sér máltíðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGBNT AVE. Sfmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandi. I ^ðns Pjarnaöonar öfeólt = = 652 Ilome Street S \Teitir fullkomna fræðslu í miðskólanámsgrein- = um, að meðtöldum XII. bekk, og fyrsta bekk -- háskólans. Þessi mentastofnun stjórnast af : kristilegum áhrifum. Úrvals kennarar. S Sökum þess, hve aðsókn að skólanum af öðrum EEE þjóðflokkum, virðist ætla að verða geysi-mikil í ár, = er áríðandi að íslenzkir nemendur sendi umsóknir = sínar um inngöngu sem allra fyrst. = Leitið upplýsinga hjá == SÉRA RÚNÓLFI Marteinssyni, B.A., B.D. EE skólastjóra. = = Sími: 38 309 = IÍÍ= Hannyrðafélagið heldur fund á fimtudaginn, hinn 12. þ. m., kl. 8 að kveldi, að heimili Mrs. Benja- mín Kristjánsson, 796 Banning stræti. TILKYNNING. Þau trúboðahjónin, séra Stein- grímur Octavíus Thorlakson og kona hans frú Carolina, frá Jap- an, ásamt börnum þeirra fjórum, komu til Winnipeg fyrra mánu- dag, 2. nóv. Þau gjöra ráð fyrir að dvelja hér fram yfir jól. Nokkrir prestar kirkjufélagsins íslenzka og lúterska áttu fund með siéra Octaviusi í Jóns Bjarnason- ar skóla á miðvikudaginn í sömu viku. Sa!gði hann þar, meðal ann- ars frá ferð sinni um ísland og Noreg á leiðinni hingað. Sama kvöld hélt trúboðsfélag Fyrsta lút. safnaðar samsiæti að 493 Lip- ton St. til að fagna Mrs. Thor- lakson. Var henni flutt ávarp af forseta félagsins, Mrs. R. Mar- teinss'on. Sömuleiðis flutti Mrs. Hansína Olson ræðu. Heiðurs- gestinum voru gefnar 14 rósir til táknunar 14 ára starfi I Japan. Um leið og Mrs« Thorlakson þakk- aði fyrir viðtökurnar, sagði hún frá ýmsu markverðu í trúboðs- starfi þeirra hjónanna. Mrs. J. Thorsteinsson söng einsöng. Prest unum var einni!g boðið í samsæt- ið og komu að loknum fundi sín- um. Samverustundin var öllum til mikillar ánægju. Búistt er við, að margir söfnuð- ir óski eftir því, að fá séra Octa- víus til sín meðan hann er hér í nágrenni. Eftir jól fer hann eitt- hvað austur og suður í Bandaríki og ekki alveg víst hvenær hann kemur á þessar sitöðvar aftur, nema það, að hann býst við að vera á næsta kirkjuþingi voru. Þennan tíma, fram til jóla, getur hann notað að einhverju leyti til að heimsækja söfnuði. Þetta er að vísu hvíldartími hans, og færi ekki vel á því, að ofþyngja honum með vinnu, en nokkuð af tíma er hann fús til að leggja þessu starfi Söfnuðir, sem óska eftir heim- sókn frá honum, borga ferðakostn að, en starfið sjálft er veitt ó- keypis. Þeir, sem óska eftir heimsókn sérq Octavíusar, mega skrifa mér og verður þá þeim óskum sint eft- ir því sem hann hefir tíma. Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. MAC’S THEATRE (Ellice and Sherbrooke) Miðvd., Fimtud. og Föstud. 11., 12. og 13. Nóv. “All Quiet on the Western Front” Afar áhrifamikil og fræð- andi kvikmynd Laugd., Mánud. og Þriðjud. 14., 16. og 17. Nóv. GLORIA SWANSON í leiknum “INDISCREET” Aðgan'gur 25c. fyrir fullorðna og lOc. fyrir börn. Jafnt á öllum tímum. Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834. Office timar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 Símið pantanir yðar ROBERTS DRUG STORE’S Ltd. Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks Afgreiðsla. Hlutskifti og arfleifð (Framh. frá 4. bls.) námstíð var hún skipuð mörgum einörðum atkvæðamönnum, sem ó- gjarnan létu hlut sinn, en gættu þess þó að tapa ekki sjónar á heill bygð- arinnar í heild sinni. ÞaS varðveitti hið heppilega meðalhóf. Með tím- anum varð þetta svo bygðarbragur, sem menn vildu halda við og sækja af heilbrigðum metnaði. Skiftir það ekki litlu að hið heilbrigða fái þann- ig stuðning hefðar, sem menn meta og vilja því ekki rifta. Svo oft verða stríðar deilur, þó um málefni sé, meira og minna blandaðar per- sónulegri óvild og mannjöfnuði. Það sker hefir hér mjög veriS varast. Hefir þetta verið mjög til liðs öllum félagslegum samtökum innan bygð- arinnar og þá ekki sízt hinum kristi- lega félagsskap. Hér hefir það heyrt til stökustu undantekningar að til- heyra ekki kristnum söfnuði, og hvorki innan bygðarinnar eða utan að hafa komist að þau áhrif, er skift hafa mönnum í klofninga og þannig lamað starfið. Menn hafa fundið til þess hér, hvílíkur ábyrgðarhluti það er að hrinda slíku af stað, og hve mjög hætt er við aö gróði vegi ekki á móti tapi. Þeir hafa viljað að hér væri tilraunastöð samvinnu og samheldni. Náskyld samheldni er trúmenska. Mætti til sannsltvegar færa að oft stafi samheldni af trúmensku. En seinna hugtakið er yfirgripsmeira. Það nær út yfir hugsjón, sem ein- kent hefir líf þessarar bygðar. í trúmenskunni er festa heilbrigðrar íhaldssemi. Það, að vera ekki eitt í dag og annað á morgun, vill hún hafa fyrir augum. Hún vill varð- veita verðmæti liðna tímans og skapa samhengi við framtiðina. í okkar kristilegu Lélagsmálum hefir þessi bygð ætíö stutt að jafnvægi. Hún hefir viljað halda trygð við nienn og málefni. Henni hefir skil- ist, að á þeirn grundvelli myndi sönn og heilbrigð framsókn bezt verða hafin. Þessarar sömu trygðarfestu hefir gætt innanbygðar og verið þar leiðarvísir. I einni mynd er hún Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PIANOS og ORGANS “Hún Gleymdi” Sjónleikur í þremur þáttum verður leikinn undir umsjón kvenfélalgs Árdals safnaðar á eftirfylgjandi stöðum Hnausa, 13. nóv., kl. 9 síðd. Inngangur fyrir fullorðna 50c. Fyrir.börn, 25c. ræktarsemi. H’fcr lifir kær endur-; minning um frábæra ræktarsemi við a& sækja helgar tíðir í þessu Guðs húsi, meðan það var eina kirkjan bygðarinnar, þó þá væru samgöngu- tæki og vegir mjög ófullkomnir. Og þessi endurminning hefir átt áfram- hald i sögunni. Hér hefir þá lika ríkt mikið af félagslegri trygð. Er þetta fremur nefnt sem dæmi þess hvernig þessi hugsjón hefir rutt sér leið en lýsing þess. Þá skal nefnt eitt hugsjóna og ivelferðarmál mannanna, sem hér hefir átt sterk ítök frá byrjun og á það enn. Það er bindindismálið. Þegar á landnámstíð var það tekið til alvarlegrar meðferðar og átti séra Jón Bjarnason þar mikinn og heil- brigðan hlut að máli. í Argyle-bygð hefir aldrei frá upphafi vega leyfst áfengissala. En bygðin hefir ekki treyst á neitt slíkt bann sem full- nægjandi, heldur fundið til þess, að vakandi almenningsálit er hin eina trygging þess að lagastafur hafi gildi Almenningsálitið hefir staöið hér vörð og það hefir borið þann árangur, að hér hefir bindindismál- um verið betur komið en í flestum bygðum öðrum. Heilbrigð festa hefir hér sem í fleiru reynst hald- góð stoð, til að standa gegn öfga- kendri nautnastefnu í samtíðinni, sem víða hefir náð alt of miklum tökum á æskulýð, og einnig hinum eldri, til tjóns öllum hlutaðeigend- um. Vonandi að sagan haldi áfram aö endurtaka sig hér, svo þessi heil- brigði andi megi halda áfram að njóta sín hér í sambandi við sið- ferðlleg vandamál—og lýsa leið öðrum. Mörg önWur atriði sögulegs efnis og margar fleiri hugsjónir mætti nefna, er ræða er um arfleifð og hlutskifti þessarar bygðar. Þér, kærir tilheyrendur, fyllið í eyðurn- ar úr þeim sjóði endurminninga, er nú rifjast upp fyrir yður. Það er hið marga, sem gert hefir bygðina yðar svo óviöjafnanlega kæra, er styður að því að þér getið hver og einn tekið undir með hinu forna sálmaskáldi, er lika var að hugsa um landnám og kærar stöðvar, þegar hann sekir: “Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel.” í þessu er fyrir yður, eins og hon- um, þakklætishreimur en ekki of- metnaður Það er viðurkenning þess, hve hlutskiftið hefir verið gott og arfleiföin dýrmæt. En um leið er það játning trygðar við arfinn og hlutskiftið, því þá fyrst metum vér hvorttveggja er vér finnum til þess, að það á hjá oss ávaxtast. Það er pund, er guðleg forsjón og mannleg framkvæmd hefir lagt yður í hend- ur til meðferðar. Á þessum tíma- mótum blasir við yður alt hið mikla og góða, sem saga bygðarinnar hefir að geyma. Er það dýrmæt endur- minning, sem leggur það hlutverk í hendur þeim, sem nú lifa, aö leggja inn í framtíðina með þeim hug, þeim áhuga, því trausti til guðlegrar forsjónar og þeirri löngun að beita sér í samræmi við guðlega hand- leiðslu, þeim hugsjónaeldi og þeirri trygð, sem er samboðin hinu mikla dýrmæti sögunnar Þá fellur mann- leg framkvæmd inn í guðlega for- sjón, og sagan sker upp herör til nýrra dáða Það er vor bezta árnaðarósk til bygðarinnar á fimtíu ára afmæli & oonep’ö Cafe 747 ELLICE AVE. er nú nýopnað og hefir á boðstólum máltíð- ir og kaffi við sanngjörnu verði. Stór borðsalur og fljót aflgreiðsla. Rooney Stevens, eigandi. Heimili 594 Alverstone Sti. Sími: 38 345. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 DR. T. GREENRERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 30 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg H0TEL C0R0NA Cor. Main St. and Notre Dame. ("Austan við Main) Phone: 22 935 GORDON MURPHY, Mgr. Þar sem íslendingar mætast. “Sherlock Holmes” Sjónleikur í fimm þáttum verður leikinn af Leikfélagi Sambandssafnaðar í GOODTEMPLARAHÚSINU (horni McGee og Sargent) FIMTUDAGINN OG FÖSTUDAGINN, 19. og 20. NÓV. 1931 Byrjar kl. 8.15 Inngangur 50c. LEIKENDUR: Sherlock Holmes .............>...... Árni Sigurðsson Dr. Watson ....................... J. F. Kristjánsson John Forman (Alia Smithþ.............. Roger'Johnson James Larrabee ......>............ Siggi Sigmunds'son Mrs. Larrahee .................. Guðbjörg Sigurðsson Alice Faulkner ...................... Þóra Sveinsson Mrs. Faulkner ...j............... Steina Kristjánsson Therese (frönsk þjónustustúlka) ...... Gertie Benson Prófessor Moriarty ............... Ragnar Stefánsson Alfred Bassick ................... Benedikt Ólafsson Mikkel Shark ....................... Páll S. Pálsson Thomas Lony ................+..... Sverrir Hjartarson Jim Kricker ......................... Björn Hallsson Bob MdLuh .......................... Jón Álsgeirsson Porter .......................... Haraldur Hall'sson BiIIy .......—.................... Ólöf Sigmundsson Daníel (mállausi) .............. ólöf Sigmundsson Frú Smeelý ..................... Steina Kristjánsson Lord Balluster ................... Benedikt ólafsson Stahlberg greifi ......„..t......... Björn Hallsson hennar, að framtíðin megi faera henni áframhald þess bezta er sagan hefir að geyma og að nýjum hlut- verkum megi verða tekið í anda for- feðranna. Þá blómgast þessi bygð til sífelt meiri gæfu og gengis. —K. K. Ó. —Sameiningin. Jóns Bjarnasonar skóli I haust þyrjaði Jóns Bjarnasonar skóli sitt nítjánda starfsár, og í öll þau ár, hefir honum verið haldið við, mestmegnis með frjálsum sam- skotum frá Vestur-íslendingum og sýnir það lofsverðan áhuga, skilning og fórnfýsi fyrir hugsjónum þeim, sem á bak við skólann standa, og menningarþroska þeim, sem skólinn var stofnsettur til að útbreiða á meðal íslenzks skulýðs og þjóðarinn- ar, sem Vestur-íslendingar eru bú- settir hjá. Fyrir þennan stuðning ber að þakka, því hann ber vott um rækt- arsenxi við arf þann, er feður vorir létu oss í té, skilning á þroskaskil- yrðum þjóðarbrotsins hér, réttlátan metnað gagnvart menningarþroska okkar eigin þjóðar og sjálfra vor og fórnfýsi og festu til að vera fremur veitandi en þiggjandi á með- al fólks þess, sem við búum hjá. En slík eru aðaleinkenni andlega þrosk- aðs og andlega sjálfstæðs fólks. Öllum Vestur-Islendingum er það ljóst, að skólinn var stofnaður af kirkjufélaginu íslenzka og lúterska í Vesturheimi og að hann hefir ver- ið af því starfræktur fram á þenn- an dag, þó að með þakklæti skuli við það kannast, að skólinn hefir notiö og nýtur enn, stuðnings frá mönn- um og konum, utan þess félags. Eins og tekið er fram, hér að framan, þa var hugmynd þeirra, sem tyrir málum skólans stóðu, að fjár til starfrækslu skólans skyldi leitað með frjálsum samskotum á meðal kirkjufélagsfólks árlega, enda var það mjög eðlilegt, þar sem um kirkjufélagsstofnun var að ræða. En sú aðferð var ýmsum erfiðleik- um bundin, og kostnaðarsöm, þar sem oftast varð aö senda út mann til að safna, svo skólanefndin fór fram á það við kirkjuþing að söfn- uðir kirkjufélagsins tækju að sér að greiða vissa upphæð, sem bundin var við tölu fermdra meðlima hvers safnaðar árlega. Þessari tillögu nefndarinnar var tekið frekar þung- lega, þó var hún samþykt og gafst vel fyrsta árið, að mig minnir, 1929, en 1930 var kreppan farin að gera vart við sig og þá reyndist þessi að- ferð ónóg, og á síðasta kirkjuþingi voru menn ófáanlegir til að aðhyll- ast hana, heldur var starfrækslumáli skólans vísað til skólanefndarinnar og henni leyft að halda skólanum á- Hram ef hún sæi sér fært. Með þess- ari ráðstöfun, var nefndinni stofnað í hinn mesta vanda, því hún varð nú að skera úr, hvort skólinn skyldi hætta eftir átján ára starf, eða ekki. Ef hér hefði verið að ræða um einstaklings stofnun, þá hefði nefnd- in átt hægra um vik, en hún átti með úrskurðinn. Það eina, sem hún gat gert, gerði hún, en það var að athuga málið frá öllum hliðum, og eftir grandgæfilega athugun og eft- ir að hafa leitað ráða hjá málsmet- andi mönnum, sem hún gat náð til ákvað hún einróma að halda skól- anum áfram. Hversvegna ákvað nefndin að halda skólanum áfram? Fyrst sök- um þess, að sama þörfin, er enn fyrir hendi, sem réði ákvörðun og skilningi þeirra manna, sem skól- ann stofnuðu. — Þörfin á því, að færa eftir mætti yl og kærleiksmeist- arans inn í líf námsfólks, og kenna því fólki, sem af íslenzku bergi er brotið að þekkja uppruna sinn, menningu feðra sinna og mál, aö svo miklu leyti sem unt er. í öðru lagi er það bjargföst sann- færing skólanefndarmanna, að ís- lenzk lífsreynsla og íslenzkt hugs- analíf hafi það til brunns að bera, sem erindi eigi inn í líf þjóðar þeirr- ar, sem við búum á meðal, þó ekki væri nema það einkenni hinnar ís- lenzku þjóðar að meta andlega göfgi manna um fram lönd og lausa aura, um fram metorð og mannvirð- ingar og um fram vélaframleiðsluna, sem nú er að stofna veröldinni í RosE Thur. - Fri - Sat., This week Nov. 12—13—14 The Best iPicture of 1931 Directed by the man, who made “All Quiet on the West- ern Front”, and produced by the man of “Hell’s Angels.” “The Front Page,, Added Comedy — Serial — Cartoon Kiddies! Look! Free Sat. Mat. only Nov. 14. 500 Cho- colate Bars. — Also First Chapter of New Serial “HER0ES of the FLAMES” Don’t Miss it. Mon., Tue., Wed, Next week Nov. 16— 17—18 A picture every woman should see. “Damaged Love” Added Comedy — Cartoon — News hinn ægilegasta voða. En til þess á skólinn að hjálpa. I þriðja lagi, þá hefir skólinn nú og íslendingar í sambandi við hann, vakið þá eftirtekt á sér, að minsta kosti á mentamálasviði Manitoba- fylkis, að fall hans hefði hlotið að vekja stórkostlega eftirtekt og hnekkja, ekki aðeins áliti og virð- ingu Vestur-íslendinga, heldur og íslenzku þjóðarinnar í heild. Við höfum nú í allri hreinskilni sagt frá vanda þeim, sem skóla- nefndin var stödd í, og einnig frá I ástæðum þeim, sem réðu niðurstöðu ihennar. Nú er eftir að vita hversu margir Islendingar i Vesturheimi líta eins á þetta mál (því það snertir alla) eins og skólanefndin gerði, og hversu margir það eru, sem af frjáls- um vilja og fórfúsri velvild vilja leggja skólanum til starfsfé á árinu. Það er naumast þörf á að taka það fram, að skólanefndin treysti á velvild landa sinna, þegar hún réðst í að halda skólanum áfram. Matthías Jochumsson segir, að Guðs eilíf ást bregðist aldrei góð- um manni. Þannig var það og er bjargföst sannfæring skólanefnd- ar Jóns Bjamasonar skóla, að Vest- ur-íslendingar bre'gðist aldrei góðu máli, þegar það er lagt fram fyrir þá af hreinum hug og með einlægri löngun til að vernda og efJa sameiginlegan !)hag jþeirira allra. Skólanefn'dinni var það full- ljóst í haust, þegar hún ákvað að halda skólanum áfram, að efna- legar krinigumstæður manna voru yfirleitt erfiðari en vanalega gjör- ist, en það hamlaði henni ekki frá að taka þá stefnu í málinu, sem hún tók, því það er þráfaldlega reynt, að mönnum legst líkn með þraut, enda hefir það svo reynst á skólanum sjálfum, því aldrei í sögu skólans hafa verið eins margir nemendur á honum og nú, og því skólagjöldin meiri en nokkru sinni fyr. En þau eru ekki enn nóg til að bera istarfrækslu- kostnað skólans, og því leitum við til góðgjarnra landa okkar o'g biðjum þá að jafna mismuninn með upphæðum, sem hver og einn af góðvild sinni vill láta í té og getur mist. Það er sagt, að það sem hæfast sé, haldi velli. öll viðskifti manna, ðll málefni manna og allar stofn- anir(, eru nú í þeim hreinsunar- eldi, isem enginn veit hve mikinn skaða muni gjöra, eða hversu mik- illar eyðileggingar valda. Að sjálfsögðu er Jóns Bjarnasonar skóli það líka. Ekki vitum við, hversu mikið af málum manna o'g stofnunum brenna, eða falla, en við þekkjum landa okkar illa og íslenzkan drengskap, ef að Jóns Bjarnasonar skóli verður ekki ein af istofnunum, sem heldur velli, og það sem að hann táknar í lífi og sögu Vestur-lslendinga. Skólanefnd Jóns Bjarnasonar skóla. íflarlíiorougfH^ Smith Street Winnipeg, Man. Winnipeg’s Downtown Hotel Coffee Shoppe. Open from 7 a.m to 12 p.m. Special Ladies Luncheon ...................50c. Served on the Mezzanine Floor Best Business Men’s Luncheon in Town .........60c. WE CATER TO FUNCTIONS OF ALL KINDS F. J. Fall, Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.