Lögberg - 12.11.1931, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1931.
Bla. 6.
VARIST ÍMYNDAÐAN HAGNAÐ, MEÐ ÞVÍ AÐ
NOTA ÓDÝRA TEGUND EÐA PAKKA-TE — ÞEG-
AR BLUE RIBBON GÆÐIN FÁST A SANNGJÖRNU
VERÐI.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG :: :: CANADA
tekinn til a<5 horfa út um bil-glugg-
ann, og sá nú aÖ við vorum stödd í
stórum viðáttumiklum dal, svo víst
var um það, að nú lá leið vor eitt-
hvað langt frá sjó. Þarna voru
strjál bændabýli hingað og þangað,
a ðmér sýndist. Sól kom upp í heiði
strax eftir að tók að birta þennan
morgun, og nú sá eg há f jöll, eins
og girða þessa stóru sléttu með
morgunsólargeislana á brjóstum sér.
Sum af þeim voru tekin til að klæða
sig inn í bláma dagsins. Þetta var
minn fyrsti morgun á þessari ferð
minni, svo mér fanst að hann mætti
ekki liða svo fram hjá, að eg veitti
honum ekki fulla athygli. Alt af
brunaði bíllinn áfram, og það fór
eiginlega vel um okkur. Sætin voru
mjúk og góð og hægt var að breyta
þeim á þann hátt, að halla baki
þeirra ofurlítið aftur, ef maður vildi
gera tilraun til að sofa eða rétta ögn
úr sjálfum sér.
Farþegarnir voru nú enn mjög
daufir, með stýrur í augum, eftir
svefnleysi þessa síðastliðnu nótt, en
það jafnaði sig fljótt og tók að
verða glaðara eftir því sem leið á
daginn. Aftast í bíl vorum var sæti
er rúmaði fimm manns, og þangað
máttu bæði karlar og konur fara og
sitja þar í næði og reykja, og þar
var helzt hægt að ná tali af fleirum
en einum, svo þar var skemtilegra
en að húka ávalt í hinu eina og sama
sæti. í þetta sæti settust karlar og
konur á víxl, til að fá reyk og til
breytingar. Nú var komið nær há-
degi, og enn brunaði bíllinn áfram.
Sæti voru nú því sem næst öll upp-
tekin. Nú vorum við komin í stóra
fjallasali. Við liðum áfram utan í
miðjum fjallahlíðum, með djúpum
giljum fyrir neðan okkur. Mér
virtist nú að fólkið fara að verða
mun skemtilegra en áður. Allir far-
þegar töluðú amerísku, er margir
hér kalla hina gömlu og hreimfögru
ensku, nema ef til vill tvær nunnur,
er sátu saman framarlega í bílnum;
þær töluðu víst spönsku.
Nú var eg búinn að færa mig til
í reykingarsætið, er kallað var, og
sat þar nú hjá f jórum mér óþektum
mönnum. Tveir af þeim voru hinir
mestu kjaftaskúmar og töluðu um
eitt og annað, en þetta lífgaði þó
stórum ferðalagið, gaf til kynna að
þarna væri þó fólk á ferð, frekar en
einhverjir sauðir. Eg ætla ekki að
fara hér, að segja neinar kynjasögur
af sjálfum mér, á þessari leið minni
þangað norður. Hér er að segja frá
þessum tveimur mönnum, er altaf
voru að skrafa, að það kom upp
þræta meðal þeirra um það hvað Dr.
Albert Michael hefði verið búinn
að smíða langa pipu til að mæla með
ljóshraðann, þegar hann hafi dáið.
Annar sagði hana hálfa mílu, en
hinn sagði að hún hefði verið heil
rníla á lengd. Hlvorugur þessara
manna vildu samþykkja að þeir
væru ekki réttir hvor um sig. Eftir
talsvert langt þref, fóru þeir að bera
undir aðra farþega, hvor þeirra
myndi hafa réttara fyrir sér, en þeir
sýndust verða litlu nær, því enginn
þóttist vita eða muna neitt um þetta
atriði, er þeir voru að þræta um.
Eg hafði hina mestu skemtun af
þrætu þessara manna, því að eg
hafði oft séð í Los Angeles blöðun-
um ýmsar sagnir um Dr A. Michael
og þessa pípu hans; eins og á að
giska hálfu ári íyrir andlát hans,
svo þegar spurning þessara manna
kom til mín, þá sagði eg þeim að
hvorugur þeirra væri réttur hvað
lengd pípunnar áhiærði. Eg sagði
þeim að eg vissi glögt um að pípa
þessi, er þeir væru að þræta um,
hefði verið orðin ein og hálf míla á
lengd, þegar Dr. Michael hefði dá-
ið frá henni; sömuleiðis hefði hann
ekki lifað nógu lengi til að fullgera
hana. Ennfremur hefði hann ekki
náð til að reyna hana við ljóshraða
reikningstilraunir sínar, því hann
hefði að líkindum fengið hugtak sitt
of seint. Hinsvegar hefði Dr. Mich-
ael ávalt fullyrt að ljóshraða reilýn-
ingur allra annara, til þessa, væri
ekki réttur. Og alt af brunaði bíll-
inn áfram, nú yfir gráa og bera hóla
og hæðir, með lágum og limamikl-
um og kræklóttum Silver Oak trjám
hér og hvar. Þetta fanst mér nú
vera orðið býsna skemtilegt ferða-
lag. Nú voru þessir menn, er altaf
voru að rífast, þagnaðir. Eftir þetta
var mér veitt meiri eftirtekt en áður.
Eg var að sönnu vel til fara og
hjálpar það mjög um álit á einum
og öðrum, eins og allir vita. Mér
fanst fólkið vilja verða mér alúð-
legra, því það fór vist að halda að
eg væri einhver fróður maður.
Kvenfólkið tók til að færa sig nær
mér og verða eitthvað svo hlýtt,
broshýrt og blítt, sumar af þeim
náðu loks til að spegla sig í augum
minum, síðan tóku þær upp sjálfs
síns eigin spegla, skoðuðu vel sjálfar
sig og bættu þá ofurlitlu af farva á
andlit sitt. “Þetta er alveg satt,”
sagði karl nokkur í Pembina fyrir
mörgum árum siðan, er hann sá
skammargrein í íslenzku blaði, út af
einhverju kirkjuþingi. Eins segi eg
um þetta atriði, viðvíkjandi þessum
konum. Altaf brunaði bíllinn áfram.
“Gaman er að ferðast,” sagði eg við
A Thorough School!
The “Success” is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In twenty-one years. since the founding; of the “Success”
Business Collcfre of Winnlpepr in 1909, approxiniately 2500
loelanillc studcnts liave enrolled in tlils Collego. The decided
prererence for “Success” tralningr is Eis’nificant, bocause
Icelanders liave a keen sense of educational values, and each
ycar the nuinber of our Icelandic students sliows an increase.
Day and Evening Classes
Open all the Year
The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET-
PHONE 25 843
!•«
Members of Chambers of Commerce party examins ruins of Fort
Prince of Wales.
mann, er sat nú hjá mér. Já, sagði
hann og bætti svo við: “Eg vildi eg
gæti altaf verið að íerðast.” Eg veit
að hann sagði mér satt, því eg mun
vera líkur honum á þennan hátt. Eg
þekki sjálfur ferðaþrána og hef ef
til vill látið of mikið undan keipum
hennar. Eg býst við að ef lesari
minn getur séð í huga sínum nokk-
uð af því, er eg nú hefi verið að
reyna til að lýsa fyrir honum—séð
að þetta sé i eðli sínu fyrsti heili
dagurinn á þessu áður fráskýrða
norðurferðalagi mínu. Eg ætla því
að reyna til að segja honum undur
og skelfing margt fleira. Og þá verð
eg að byrja á því að síðari hluta
þessa sama dags, komst eg til San
Francisco og þar var áð í 45 mínút-
ur. Mér fanst svo svalt þar að eg
fór að sjá eftir þvi hvað eg væri
þunt klæddur. Eg hafði þarna eng-
an tíma til að fara í búð til Gyðinga
og fara að raga við þá um yfir-
frakkakaup. Eg fór að kvíða því
að mér hlyti að verða kalt þegar
kæmi norður til Wáshington, en þá
datt mér í hug að eg gæti þá alt að
einu keypt frakka þar, því alstaðar
eru óhræsis Gyðinga kaupahéðnar,
það hefði eg líka átt að vita. Eg
hætti þarna við kaupin og reyndi nú
að komast sem fljótast inn í biðstöð-
ina og halda mig þar.
Tíminn er fljótur að líða á svona
ferðalögum, og það leið ekki heldur
á löngu með að nú kæmi maður með
einkennishúfu og kallaði farþega um
borð með því að telja upp alla bæi
á allri norðurströnd Kyrrahafsins.
—Sá er minnugur, hugsaði eg.
Þarna í San Francisco fór nú af,
flest þetta fólk, er vissi einhver deili
á mér, og þar komu aðrir í staðinn.
Þar var skift up bíl og bílstjóra.
Jafnhliða því, að farþegar stigu inn
í bílinn, voru endurskoðuð farbréf-
in. Svo var keyrt á stað eftir endi-
löngu Mission stræti, inn á Market
stræti, er liggur niður í ferjuhúsið.
Keyrt var í gegnum húsið og út á
þetta stóra ferjutröll, er rúmar næst
að segja alla skapaða hluti. Við
sátum öll í bíl okkar grafkyr og bíll-
inn líka, og urraði nú ekkert í hon-
um.
Eg var kunnugur á þessum slóð-
um frá fyrri tíma, að eg hafði verið
þar. Nú leið ferjan á stað yfir
f jörðinn og yfir til Oakland. Það er
önnur stórborg, er stendur þarna
fyrir innan hið þekta Gullhlið
(Golden Gate). Þar var svo að
segja ekkert stansað og þaðan haldið
rakleiðis áfram yfir fjöll og fyrn-
indi. Altaf var vegur hinn bezti,
fallegur og sléttur, með hvítum, lág-
um girðingum við dýp^tu gil og hvít-
máluð rönd á miðjum veginum.
Við komum við í smáþorpi til að
skila skeytum og láta af farþega og
taka aðra í staðinn. Enn á ný kom
nóttin og enn haldið áfram yfir stór-
an fjallgarð og háan, og þar ein-
hversstaðar voru mörkin millum
þessara tveggja ríkja, Californiu og
Oregon.
Fljótt frá sagt, að morgni komum
við í snotran smábæ, er heitir Cór-
vallis. Þar borðuðum við morgun-
verð, héldum svo þaðan, og alt af
brunaði bíllinn.
Ekkert gerðist nú til tíðinda^með-
al farþeganna nema það, að nú var
orðið afar þröngt í bil þessum, og
nú voru komnar breytingar á útlit
landslagsins, og meiri skógar af öll-
um stærðum. Árnar voru orðnar
stærri, því nú vorum við komin
langar leiðir suður fyrir þurra belt-
ið. Þetta var yndislegur dagur.
Fólkið var kátara og gat hlegið að
öllu; og svoleiðis á fólk að vera.
Og sólin skein í heiði og himininn
var blár. Áfram brunaði bíllinn frá
einu þorpi til annars, gegnum frjó-
samt land, framhjá myndarlegum
býlum og man eg ekki þá sögu að
segja fyr en við skriðum inn í höf-
uðstað Oregon ríkis, er nefnist
Salem. Þar áðum við lengi, ekki
þó alveg heilan klukkutima. Þar
borðuðum við og drukkum okkur til
lífs og hressingar, eins og gengur.
Þar var enn á ný skift um bíl og
bílstjóra. Ný buðust þar fleiri far-
þegar, svo nú fengum við tvidekk-
aðan bíl, gríðar stóran og fallegan.
Þar voru endurskoðuð farbréf. Nú
fékk eg og aðrir nýja sessunauta.
Þar settist hjá mér kona nokkuð
stutt og gild. Andlit hennar bar vott
um að hún væri á að giska um fim-
tugt, andlitið þó heldur snoturt
nema það, að hún hafði stóran svart-
bláan hring fyrir neðan annað aug-
að. Hún var vel búin í ljósbláum
silkikjól og með gull og gimsteina
á höndum sér. Úr á úlfnlið fest inn
í gilda hvítagullskeðju. Hár henn-
ar var stífað dökkbrúnt að sjá, nema
hvað það var tekið til að grána ofur-
lítið. Augun dökk og snarleg. Kjóll
hennar virtist ekki vera neitt sérlega
stuttur, 'þó var hún alla jafnan að
teygja hann meira niður fyrir hné
sér. Ekki þurfti hún þó að skamm-
ast sín fyrir fótleggi sína, þeir voru
bæði gildir og vel vaxnir, og þá voru
ekki skórnir síðri, þeir voru silfur-
bryddir með háa hæla. Svona kom
þessi kona mér fyrir sjónir. Ekki
hafði þessi kona setið lengi hjá mér
þar til hún ávarpar mig og spyr mig
hvaðan eg komi. Eg sagði henni
það, og hún sagðist þá líka koma
frá Los Angeles og hafa verið þar
að heimsækja systur sína, en hafa
slórað mjög á leið norður. Helst
aðeins ferðast á daginn. Hún spurði
mig hvað eg héti. Eg sagði henni
nafn mitt; þar næst sagði hún mér
sitt nafn. Hún sagðist heita Miss
J. W. Bruce og kenna í skóla í Port-
land. Svo þögðum við bæði ofurlitla
stund. Svo segir hún. Eg er bú-
in að kenna í skóla i 28 ár í Oregon
ríki, og lifi eg til að kenna önnur tvö
ár, fæ eg eftirlaun. Eg sagði henni
að það væri bærilégt og bætti svo
við: Eg má vera montinn af að
sitja hjá þér, Miss Bruce. Hvað
kemur þér til að segja það. Og hún
eins og brá ofurlitið svip, eins og
hún væri í efa um hvernig hún ætti
að taka þetta. Eg skýrði henni svo
frá því, að það sem eg hefði meint
með að segja þetta, væri það, að
hún væri mentaður skólakennari.
Hún bara hló heldur þýðan og fall-
egan hlátur, og mér einmitt þótti
vænt um að heyra hlátur hennar.
Margir litu nú til okkar, og hafa víst
sumir haldið að þetta væri ókurteisi
að tala svona hátt og hlæja innan um
alla. Svona til að gera enda á þetta
samtal okkar, segir Miss Bruce:
Það eru allir jafnir hér í Ameríku.
Fólk ber ekki mannamun í töskum,
eins og fólk í Evrópu, og svo kom
löng þögn. Miss Bruce tók að kippa
niður kjól sínum. En eg horfði sem
mest út um gluggann á bílnum, þar
til hún segi :r Segðu eitthvað til
gamans. Eg sagði henni að eg tal-
aði lítið og illa amerísku, því eg
hugsaði vanalega á útlendu máli.
Nei, hvaða vitleysa er þetta, þú talar
vel. Nei, ekki hélt eg nú það. Og
sagði eg eins og satt var að eg ósk-
aði, að eg gæti talað betur. Hverrar
þjóðar ert þú, spyr hún mig. Eg
sagðist vera Islendingur, en dauð-
sá þó eftir að eg sagði henni ekki að
eg væri kanadískur, því mér fanst
að nú dofna svo mjög yfir Miss
Bruce, og hún þagði nú lengi vel,
þar til hún segir: Hvar er það land?
Eg sagði henni að það lægi langt
fyrir norðan Skotland, milli Noregs
og Grænlands. Já, nú sagði Miss
Bruce að hún myndi eftir þvi. Er
þar ekki fátt fólk? Jú, að sönnu
er það smáþjóð, en eigi að síður
mjög eftirtektarverð. Hvernig er
það ? spurði Miss Bruce nú, og varð
forvitnisleg á svip.
Nú í þessum svifum rann bíllinn
inn á laglegan viðkomustað, og Miss
Bruce stóð upp og eg á eftir henni
og sagði við hana á leiðinni út, að
það væri svo mikið er þessi litla
þjóð hefði til síns ágætis, að eg gæti
ekki sagt henni það nema í löngu
máii. Þó myndi eg líka ekki geta
gert henni það skiljanlegt. Svo
varð eigi samtal okkar lengra. Við
fórum og fengum okkur þar kaffi
og svo var óðara haldið þaðan.
Nú var kl. um 5 e. h. og allir vissu
það að við kæmum nú þetta kveld
inn til Portland, kl. 9. Miss Bruce
vissi nú hvert eg ætlaði og bjóst vjð
að eg myndi halda áfram alla næstu
nótt. Þessa leið, sem eftir var til
Portland, sagði Miss Bruce mér að
hún ætti 11 þúsupd dala hús í Port-
land og góðan og dýran bil. Eg
man ekki hvað hún. kallaði þá sort,
en hún ságðist aldrei keyra hann í
i • '
langferð, og sagðist þó fara á
hverju ári suður til Los Angeles til
að finna systur sína. Hún sagði
mér að móðir sin væri dáin fyrir
nokkuð mörgum árum. Eg hefi
gömul hjón að hirða hús mitt, og
þau eru nýkomin heim núna, því þau
fara altaf burtu á sumrin, þegar eg
fer. Svona lét hún dæluna ganga.
Eg bara hlustaði og horfði eftir
svipbrigðum hennar, því hún virtist
hafa ánægju af að rausa um þetta
við mig. Svona leið tíminn, að sið-
ustu fór hún að grafast eftir mín-
um högum. Eg gat ekki verið að
leyna hana þeirn, úr því hún hafði
hug á að vita nokkuð um mig. Eg
vissi það myndi vera bara sann-
gjarnt. Eg sagði Miss Bruce eins
og var, að eg væri hundgamall
ekkjumaður, atvinnulaus og bláfá-
fækur. Eg ætti að sönnu hús í Los
Angeles, alt á kafi í skuldum. Eg
hefði lagt í það 2,500 í peningum,
þegar eg hefði bygt það, nú væri
það alt tapað, þvi eignin væri nú
fallin í verði, rétt um það bil að
vera þess virði nú, -sem skuldum
svaraði. Þetta er slæm lukka sagði
nú Miss Bruce með angistarsvip á
andliti og við litum raunalega hvort
á annað. Og þá blöskraði mér hvað
hún var blá í kringum annað augað,
en ekki þorði eg fyrir mitt líf, kurt-
eisinnar vegna, að spyrja hana hvort
nokkur hefði verið svo líðilegur að
fara að gefa henni glóðarauga. 1
þessum svifum rann bíllinn inn í
viðstöðina í Portland. Þar kvaddi
eg Miss Bruce með handabandi og
þakkaði henni fyrir samfylgdina, og
hún sagðist einnig vera mér undur
þakklát, og sagði að eg gæti fundið
simanúmer sitt hér í símabókum, ef
eg vildi kalla sig upp þegar eg færi
aftur til baka suöur.
Eftir 45 mínútna bið í Portland
átti bill að renna af stað þaðan til
Seattle. Eg hafði nú verið tvo daga
og tvær nætur á þessu ferðalagi að
heiman og hafði ekki sofnað einn
einasta dúr. Eg var nú orðinn slæpt-
ur og sifjaður, og fór nú að hugsa
út í hvert eg ætti ekki að hvíla mig
þarna þessa nótt. í því kemur mað-
ur til mín, er lengi hafði verið í
sama bíl og eg. Hann spurði mig
hvort eg væri búinn að'sjá mér út
verustað. Eg sagði það ekki vera,
þvi eg væri hálfpartinn að hugsa
um að halda áfram. Hánn sagði að
eg dræpi sjálfan mig á að vaka
þriðju nóttina. Eg hélt nú ekki.
Samt sagðist eg halda að eg tæki
ráðum hans og verða hér nóttina.
Hann sagðist vera búinn að finna
sjálfum sér góðan verustað og tár-
hreint rúm hjá Japana hér skamt í
burtu frá biðstöðinni, og sagðist
skyldi ganga með mér þangað ef eg
vildi. Eg þakkaði honum fyrir það
með miklum virktum og sagðist
halda að eg þæði það. Nú göngum
við út úr biðstöðinni og héldum af
stað til Japanans. Á leiðinni ,þang-
að segir þessi maður við mig: Þú
og gkólakennarinn höfðuð mikið að
segja á leiðinni. Já, eg sagði að það
hefði þó verið dálitið. Þú hefðir átt
að “húkka” í hana, sagði þessi mað-
ur í mestu einlægni. Eg sagðist ekki
hafa árætt að festa mig henni. í
þessu brostu framan i okkur báða
maður og ung kona, japönsk. Mér
leist gæðalega á þessa Japana og
skrásetti nafn mitt óðara í bók
þeirra, og hvaðan eg væri, því eg
sá þetta hús var æfa gamall timbur-
hjallur, er gat logað upp á hverri
núnútu.
Mér var nú vísað á herbergi, alt
prýðilega hreint og fágað, á neðstu
hæð og gluggar á því sá eg að vissu
fram á stræti; þetta þótti mér ágætt.
Eg kvaddi manninn, er visaði mér á
staðinn og fór strax að hátta. Eg
sofnaði strax 0g svaf eins og rotað-
ur selur fram til kl. 7 næsta morgun.
Framh.
—iEg heyri sagt, að þú sért orð-
inn bókari hjá Smith. Kantu nokk-
uð í bókfærslu?
— Nei.
— Og hvernig gengur það?
— Ágætlega, því að Smith kann
ekkert í bókfærslu heldur.
THE EATON
Portrait Studio
Offers a
Complete
and Artistic
Serviceln
Christmas
Portraiture
THE EATON PORTRAIT STUDIO features some
delightful new settings: living-room nooks of
home-like charm, or more sophisticated backgrounds
to accord with personal desire.
Those who are havinjg portraits taken for Christ-
mas gifts will be particularly pleased with the un-
posed, natural effects secured in our studies.
All mechanical equipment of the Studió is equally
up-to-date. The service is prompt, the accómmoda-
tion ample, the dresising rooms comfortable and
daintily furnished.
iPrices on suitable gift portraits range from
$5.00 to $35.00 dozen.
—Portrait Studio, Seventh Plöör, Portage.
*T. E ATON C°u
“Hún gleymdi,,
Sjónleikurinn, “Hún gleymdi”
var sýndur í Árborg, Man., föstu-
dagskvöldið 6. nóv. Var skemtun
sú ágætlega sótt, og nutu allir sdn
hið bezta. Þessi sjónleikur mun
íslendingum áður ókunnur. Höf-
undurinn er Lillian Mortimer,
hefir hún samið marga sjónleiki,
er hafa átt vinsældum að fagna;
svo sem: “Stígurinn yfir fjallið”,
0. fl.
Efni leiksins er þannig, að það
hrífur áhorfendur þegar í byrj-
un, og heldur eftirtekt þeirra til
leiksloka.
í óveðri, að, sumarkveldi til, sit-
ur frægur höfundur, David Baird,
í sumarbústað sínum, og heyrir
kvenmannsgrát úti á s'völunum.
Rose, “Stúlkan úr þokunni’’, kem-
ur þannig, vilt ög ráðþrota á heim-
ili hans. Þar gleymir hún, —
gleymir sársauka liðinna ára,
gleymir hatri og hefnigirni.— Ja-
son, þjónn lögmannsins, sem hef-
ir reynt kulda og s'amúðarskort
meðbræðra sinna, kýs heldur að
gjörast þjófur á ný, heldur en að
bjðja um ölmusu. til þess að kom-
ast yfir fé, til að borga læknis-
hjálp deyjandi eiginkonu sinnar.
Pearl, sem hefir mist sjónina á
barisaldri, hefir óskerta sína
innri sjón og hrífur áhorfend-
ur; einkanlega finna allir til þess.
að hún sé fremur af öðrum heimi
en þessum.
Linda, gestur á heimilinu, hjálp-
ar til að koma áhorfendunum í
gott skap; sömuleiðis Albons,
skrifari lögmannsins.
Greeta, ráðskona, af sænskum
ættum, er hreinasta gull, sem
aldrei hefir lent í æfintýrum fyr
en hún kynnist Gustavus garð-
yrkjumanni húsbónda síns'.
Giles læknir er samvizkulaus ó-
þokki, sem hefir hert hjarta sitt
fyrir öllu, nema ást á peningum.
Judy, systir hans, hefir látið hann
leiða sig í ógöngur, sem leiða að
fangelsisdyrum.
Allur útbúnaður leiksviðsins
var hinn bezti Og hið sama má
segja með búninga leikendanna.
Allir leystu þeir hlutverk sín all-
vel af hendi, flestir ágætlega.
Hin erfiðu hlutverk David Baird
og Jasons eru leikin af hr. S. A.
Sigurðssyni og hr. Hjálmi Daní-
elssyni. Leika þeir báðir vel,
'S'kilja hlutverk sín, og eru eðli-
legir á leiksviðinu. Frú Hólm-
fríður Daníelson leikur Rose, og
frú Magnea Sigurður Pearl. Báð-
ar leika þær snildarlega. Ekki
væri hægt að leika Rose betur en
gert var í þetta sinn. Eru þau
fjögur hlutverk aðal atriði leiks-
ins á meðferð þeirra veltur
mest.
Mörg hinna smærri hlutverka
voru einnig ágætlega leikin. Frú
Þorbjörg Jónasson leikur Greetu
aðdáanlega vel; enginn getur ver-
ið í svo vondu skapi, að hann ekki
hlægi meðan hún er á leiksviðinu.
Margt gott mætti segja um hina
leikendurna alla; voru sumir
þeirra þó á leiksviði í fyrsta sinn.
Þessi leikur verður sýndur aftur
á Hnausa, föstudaginn þann 13. þ.
m. Þeir, sem tækifæri hafa til að
verða þar viðstaddir, melga búast
við ágætri skemtun'. Arðnr sam-
komunnar fer til kvenfélags Ár-
dalssafnaðar.
Huglesarinn: Eg get ykkur
upp á hár, hvað hver ykkar er að
hugsa um.
Rödd: Æ, þá verð eg að biðja
yður fyrirgefningar, því að það
var ekki ætlun mín að móðga yð-
ur.
Are You Warm?
If not, get one of our
A
Small
Deposit
Delivers
Any
Heater
Your choice of styles and sizes:
Nto. 710 Square-upright.... $19.75
No. 712
No. 714
No. 716
No. 55 Circulating Heater
No. 65
No. 75
22.75
27.95
33.25
39.75
45.00
49.75
The Reliable Home Furnishers
“GOOD-CHEER-HEATER”
Guaranteed Fuel Savers.
492 MAIN ST. Phone 86 667