Alþýðublaðið - 22.07.1960, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.07.1960, Qupperneq 2
f td (P B (0 v vff ■ tawiJKiiawu- itct U:bx < •**■•*>*- 3 II ' Rrt^tjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- stjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906. — ASsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfís- gata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Auður, sem ekki gengur til þurrðar f ’ 3 1 VON ER hingað til lands á fjölda góðra gesta neestu vikur. Þar á meðal er nærfelt hundrað er~ lendra vísindamanna, sem koma hingað í kynnis fÖr. Þeir koma í tveimur hópum: Fyrst 25—30 landfræðingar frá ellefu löndum, m. a. frá hinum fjarlægustu löndum — og síðar helmingi fleiri járðfræðingar frá fimmtán löndum. Menntamála ráðuneytið hefur veg og vanda af komu þeirra, en ihóttökur annast íslenzkir landfræðingar og jarð- fræðingar. ru Þessir menn eru komnir hingað til þess að sjá landið fyrst og fremst, og þeir munu ekki verða fyr ir vonbrigðum, enda vita vísindamenn það allra bezt. ísland er eitt þeirra landa heims, þar sem Unnt er hvað bezt að sjá ægikraft náttúruaflanna að verki: jarðelda, sem brenna land og bylta því — jðkla, sem marka svipþunga drætti hins yfirbragðs mikla landslags. Og þótt kyrrt sé um sinn, dylst engum, að sköpunaröflin hafa einungis gert hvíld á starfi sínu. ísland er eins konar jarðfræðileg tilrauna- stofa, og er eftir því sótzt af vísindamönnum að sækja það heim. Þetta eru ekki fyrstu hóparnir, s,em koma í þessum erindagerðum, þótt meira stór menni í vísindaheiminum sé nú á ferð en venju íéga. Þess vegna komast færri en vilja, þótt nokkuð skorti á, að íslendingar geti veitt komumönnum þann fararbeina, sem þeir eiga að venjast. En hvað sem því líður mun för þessi vonandi verða gestun um til ánægju og íslandi til sóma. Við íslendingar búum í fögru laþdi, gó6u íandi. En er það víst, að fólk almennt geri sér Ijósa grein fyrir því, að fegurð þess og sérkennileikur er fjársjóður? Við erum auðugri þjóð af því að við byggjum fagurt land, land andstæðna og stórbrot iþnar náttúru. Það er að vísu ekki hægt að breyta öllum þeim auði í gull, en það er kostur en ekki gálli. Sá auður gengur ekki til þurrðar. i .1 ; - I Höfum opnað aftur, fyrsta flokks matur fram reiddur. — Tökum stærri og smærri ferða- mannahópa í mat og gistingu. Pantið tíman- lega. Hóte! Akranes Sími 399. 2 22. júlí 1960. — Alþýðublaðið ÞAR SEM dómararnir hafa orðið bes áskynja, að ýmsum sögum fari af rannsókn olíu- málsins svokallaða, þykir þeim bæði rétt og skylt, til viðbótar fyrri tilkynningum, að skýra frá eftirfarandi atriðum, sem fram hafa komið við rannsókn málsins: I. GEYMALEIGUTEKJUR OLÍUFÉLAGSINS H.F. í fyrri fréttatilkynningum var skýrt frá því, að einn gild- asti þáttur rannsóknar málsins hafi verið sá að staðreyna hverj ar hafi verið gjaldeyristekjur H.Í.S. og Olíufélagsins h.f. und anfarin ár vegna viðskiptanna á Keflavíkurflugvelli og ráðstaf anir félaganna á þessum tekj- um. Hefir í fyrri tilkynningu verið gerð nokkur grein fyrir viðskiptareikningum H.Í.S., nr. 4137 og 4138, hjá Esso Expört Corporation. Árið 1950 samdi 'Vilhjálmur Þór, þáverandi stjórnarformað ur Olíufélagsins h.f., við banda rísk stjórnarvöld um leigu á olíugeymum félagsins í Hval- firði: Tekjur Olíufélagsins h.f. vegna leigu geymanna í Hval- firði námu í árslok 1958 sam- tals $877.833.90. Var langmest- ur hluti þessarra dollara færð- ur á sérstakan reikning Olíufé- lagsins h.f. hjá Esso Export Cor poration, New York, nr 6078. Engin skil voru gerð á dollara- tekjum þessum fyrr en gjald eyriseftirlitið fékk vitneskju um þessa tekjulind félagsins á árinu 1955 og krafði félagið um þessa tekjulind félagsins á ár- inu 1955 og krafði félagið um skil. Með bréfi, ds. 28. október 1955, undirrituðu af Hauki Hvannberg, gerði félagið gjald- eyriseftirlitinu grein fvrir geymaleigutekjum félagsins frá upphafi og ráðstöfunum á þeim. í greinargerð þessari er þess getið, að félagið eigi eftir að fá fært til tekna hjá Esso Export $145.000.00, en þá upphæð mundi félagið væntanlega fá í reikning sinn hjá Esso Export í lok ársins 1955 eða byr.jun árs ins 1956. Gögn málsins geyma, hins vegar, upplýsingar um, að Olíufélagið h.f. hafi verið búið að fá ráðstöfunarrétt yfir þess- um $145.000.00 þegar á árinu 1954. Að undirlagi Vilhjálms Þórs, þáverandi forstjóra SÍS, voru dollarar þessir fluttir í september 1954 af geymaleigu- reikningi Olíufélagsins h.f,, nr 6078, hjá Esso Export, inn á reikning Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu SÍS' í New York. í yfirheyrslu 5. febrúar 1960 kannaðist 'Vilhjáímur Þór ekk- ert við ráðstöfunina á þessum $145.000.00. í þinghaldi 27. júní s. 1. skýrði Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Olíufélagsins h.f., frá því, að Vilhjálmur Þór hefði beðið sig að sjá um, að $145.000.00 væru færðir frá Esso Export af reikn ingi Olíufélagsins h.f. til skrif- stofu SÍS í New York. Er Vil- hjálmi Þór hafði verið kynntur þessi framburður Jóhanns Gunnars, sagð? hann, að sig rámaði í það, að hann hafi kom ið að máli við Jóhann Gunnar, árið 1954, og spurzt fyrir um það, hvort Olíufélagið h.f. hefði lausa peninga fyrir vest an, sem það gæti séð af til bráðabirgða. Út af þessu kom það, að Olíufélagið h.f. lét færa þessa upphæð, $145.000.00, af innstæðu sinni fyrir vestan og leggja hana inn á reikning sinn hjá SÍS í New York. Það vakti fyrir Vilhjálmi Þór með ráð- stöfun þessari að geta haldið almennum vörukaupum og inn- flutningi til íslands að vestan eðlilegum, en á þessum tíma árs, þ. e. haustið, var mikil þörf á kornvörum, fóðurbæti og öðrum venjulegum vörum. Ætlun Vilhjálms var, að þetta væri aðeins bráðabirgðaráðstöf un til nokkurra vikna eða mán- aða, og síðan yrðu peningarn- ir fluttir heim. Ekki var sótt um leyfi íslenzkra yfirvalda til þessarar ráðstöfunar. Hjalti Pálsson, framkvæmda stjóri véladeildar SÍS, hefur skýrt frá því, að er ljóst varð árið 1954, að ríkisstjórnin ætl- aði að li'ðka til um bílainnflutn inginn, ákvað hann, til að standast öðrum bílainnflvtj- endum snúning, að fá lánsfé til kaupa á bílurn, svo að hægt væri að örva sölu á þeim bílum, sem SÍS hafði úmboð fyrir, — með því að geta veitt væntan- legum kaupendum allt að 18 mánaða lán, sem gat numið allt að fob-verðmæti hvers bíls. Að sögn Hjalta Pálssonar út- vegaði Vilhiálmur Þór lán í þessu skyni, en Hjalti veit ekki hvar Vilhjálmur útvegaði lánið. Síðan hóf véladeild SÍS að flytja inn bíla árið 1954 frá Ameríku, Þýzkalandi og Eng- landi, án þess að fyrir lægju innflutr.ings- og gjaldevris- leyfi. Skrifstofa SÍS í New York sá um að greiða bílana, a. m. k. þá amerísku. Hjalti Pálsson gat þess í framburði sín um, að fyrir nokkrum árum hefði Jóhann Gunnar Stefáns- son, framkvæmdastjóri Olíufé- lagsins h.f„ haft orð á því við Hjalta, að SÍS hefði fengið pen inga að láni hjá Olíufélaginu h.f., til kaupa á bifreiðum. —< Jóhann Gunnar skýrði frá því, að hann vissi það eitt um ráð- stöfunina á $145.000.00, að þeir hefðu verið notaðir til einhvera konar vörukaupa á vegum SÍS. Hins vegar minntist hann þess ekki, að har.n hefði haft þaia orð við Hjalta Pálsson, að Olíu- félagið h.f. hefði lánað SÍS pen- inga til biío-eiðakaupa. Vilhjálmur Þór hefur skýrt frá því, að hann rámi í, aS Hjalti Pálsson hafi komið aS máli við sig og jsagt, að æski- legt væri, ef SÍS gæti lánað væntanlegum bifreiðakaupend- um lán til að örva sölu á þeina bílum, sem SÍS hafði umboð fyrir. Vilhjálmur Þór mundl ekki, hvernig hann greip á þessu atriði, hvort eitthvert láis var útvegað í þessu skyni, inn- lent eða erlent. Vilhjálmur Þóí féllst þó á, að Hjalti hefði þenn an hátt á til að örva sölu bíl- anna, og ætlar hann, að til þessa hafi verið notaður hlutl af þeim bankalánum, sem SÍS hafði hér heima eða erlendis. Vilhjálmur Þór skýrði frá því, að hann hafi ekki haft hug- mynd um bílainnflutning véla- deildar SÍS árin 1954 og 1955, án gjaldeyris- og innflutnings- leyfa. Fulltrúi hjá skrifstofu SÍS i New York, Lúðvík Jónsson, — hefur skýrt frá því, að þessit i $145.000.00 hafi verið lagðir inn á reikning skrifstofu SÍS hjá First National City Bank, New York, og muni peningarn- ir hafa verið notaðir til ein- hvers konar vörukaupa fyrir SÍS. Lúðvík Jónsson mundi, að um þessar mundir, um haustið 1954 og sérstaklega á árinu 1955 — jukust bifreiðakaup SÍS stöi? lega. Greiðsla fyrir bílana kom af innstæðum SÍS hjá First National City Bank. Lúðvík Jónsson skýrði frá því að SÍS hafði yfirdráttarheimild hjá bankanum, sem nam árið 1954 $200.000.00 og var hækkuð ár- ið 1955 eða 1956 í $300.000.00. Var yfirdráttarheimildin iðu- lega fullnotuð. SÍS endurgreiddi Olíufélaginií h.f. þessa $145.00.00 í þrenms lagi árið 1956, og gerði Olíufé- lagið h.f. endanleg skil á þess- ari upphæð til gjaldeyriseftir- litsins með bréfi', ds. 25. febrú- ar 1957, undirritað af Hauki Hvannberg. Þess skal getið, að 'Vilhjálm- ur Þór varð bankastjóri Lands- banka íslands 1. janúar 1955 og þar með ein af yfirmönnum gjaldeyriseftirlitsins frá sama tíma. Framliald á 3. síðu. j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.