Alþýðublaðið - 22.07.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.07.1960, Blaðsíða 11
Fréttabréf Oslo, 20. júlí. FJÖGURRA landa keppnin hófst £ kvöld kl. 19.00 með inn göngu þátttökuþjóðanna. — Fánaberi Islands var Pétur Rögnvaldsson. Form. norska frjálsíþróttasambandsins, — Aage Möst, setti keppnina með stuttri ræðu og var setn- ingarathöfnin öll hin hátíðleg- asta. Veður var mjög gott, — logn og' sólskin og um 20 stiga hiti. Áhorfendur munu hafa verið ca. 15-20 þúsund. Keppnin gekk ekki vel fyr- ir okkur. Guðjónakeppti fyrst ur íslendinga í 400 m. grinda- hlaupi og var þriðji lengst af, en varg að sleppa næstbezta Norðmanninum fram fyrir sig á endasprettinum. Hljóp þó á sínum bezta tíma í ár. Gul- brandsen var að sjálfsögðu langbeztur og setti norskt met. — S'vavar átti gott hlaup í 800 m., var lengi vel í 2. eða 3. sæti og náði ágætum tíma (aðeins 7/10 sek, frá met inu), Hinsvegar var hann mjög óheppinn að missa Hel- land fram úr sér á síðustu metrunum og verða þannig af 3. verðlaunum, þótt báðir fengju sama tíma. í 100 m. hlaupinu varð Hörð ur að hlaupa í stað Hilmars, sem var meiddur. í fyrstu brá Hörður of fljótt við, en náði síðan mjög slæmu viðbragði Landslið vann 9:1 LANDSLIÐIÐ sigraði pressu íið með 9:1 í æfingaleik á Vals- vellinum í gærkvöldi. í hálf- leik var staðan 1:0. __ Mörkin skoruðu: Guðmundur Óskarsson 5, Þórólfur Beck 3 og Sveinn Jónsson 1 fyrir lands liðið, en Ingvar Elísson skoraði inark pressuliðsins úr víta- spyrnu. Nánar í blaðinu á morgun. | - ■ ☆ ÚTI- handknattleiksmót fs- lands. hefst I kvöld (föstu- dag) 0g fer fram á Árnianns- vellinum við Sigtún í Reykja- VÍk. Nánar síðar. og var síðastu r allt hlaupið. Bunæs vann yfirburðarsigur og hljóp mjög vel. — Belgíu- maðurinn, Allonsius, tók strax forustuna í 5 km. hlaup inu, en hinir voru allir í ein- um hnapp þar til 2 hringir voru eftir, er Kristleifur varð að gefa eftir vegna hins mikla byrjunarhraða. (Hann hljóp 3 km. á 8:36,0). Átti hann því engan verulegan endasprett, en hljóp þó á sínum næstbezta tíma, aðeins 4,6 sek, frá met- inu. Valbjörn byrjaði vel í spjót kastinu og var lengi vel í 4, og 5. sæti eða bar til Belgíumað- urinn fór aðeins fram úr hon- um í næstsíðustu umferð. í 3 km. hindrunarhlaupi hljóp Roelants, Belgíu, mjög glæsi- lega og setti ágætt landsmet, en Hafstein sleppti strax hin- um keppendunum, enda fvrir- fram vonlaust að fá nema 1 stig í þessu hlaupi Vilhjálm- ur gerði ógilt í 2 fyrstu um- ferðum langstökksins, en náði svo 7,20 í 5. umferð og ógilt í síðustu. Jóni Péturssyni gekk vel í hástökkinu þrátt fyrir lausa braut, fór 1.90 og 1,95 í 1. til- raun og 1,98 í annarri, en tókst ekki að stökkva næstu hæð (2.01). Hinsvegar fór Norðmaðurinn ekki yfir 1,98 fyrr en í 3. tilraun og varð Jón því sigurvegari og jafn- framt eini íslendingurinn, sem komst á verðlaunapall- inn. Aðspurður kvaðst Jón vera ánægður með árangur- inn, en taldi þó að 2,01 hefði átt að geta heppnast, ef braut in hefði verið betri. Husebv fór í kringluna í stað Hallgríms, sem fékk í- gerð í fótinn og er draghaltur. Verður ekki annað sagt en að Huseby hafi staðið sig betur en hægt var að búast við. — Hann náði 5. sæti, vann Belg- íumanninn og var mjög stutt á eftir danska methafanum. — Boðhlaunið var ekki gott og skiptingar slæmar og höfnuð- um við þar f 6. sæti, enda mun aði mikið um að hafa ekki Hilmar. Að öðru leyti gekk keppnin sem heild vel og mik il stemning ríkjandi. Á morg un er okkar betri dagur og má þá búast við að stigakepnnin verði hörð milli íslands, Dan- merkur og C-liðs Noregs um 4. sætið. — ÖRN. island náöi 4. sæti Viíhjálmur og Valbjörn sigruðu EINS og við hafði verið búist sigraði A-lið Noregs í 4ra landa keppninni, sem lauk á Bislet í gærkvöldi. í öðru sæti varð Belgía með 85 stig og B-lið Noregs í þriðja sæti með 78 stig, einnig eins og við bafði verið búst. Á hinn bóginn kom það mörgum (gleðilega) á óvart að Island skyldi hreppa 4. sæt- ið' og skjóta þannig Dönum og C-Iiði Noregs aftur fyrir sig. Var stigakeppnin lengst af mjög tvísýn og spennandi milli þessara þriggja aðila, en lauk þannig, að fsland hlaut 61 stig, C-Iið Noregs 60 og Danmörk 57! Yfirleitt stóðu íslendingarn ir sig allir með prýði og mun betur en fyrra kvöldið. M. a. sigruðu þeir í 2 greinum (Vil- hjálmur í þrístökki og Valbjörn í stangarstökki), fengu 3. verð Iaun í 3 greinum og 4. sæti í 2 greinum. Bezta afrek íslend- inga í gær vrar 1500 m. hlaup Svavars — 3:47,8 — sem er sami tími og fsl. metið og jafn framt 7/10 úr sek. betra en OL- lágmarkið í þeirri grein. ÚRSLIT SÍÐARI DAGS: 200 m: 1. Fr Jensen, D. 22,3. 2. O. Lövaas, Nor. B 22,3. 3. Jean P- Svavar Saars, B. 22,4. 4. Kj. Geistad, Nor. C 22,5. 5. Guðjón Guðm., ísl. 22,7. ■— Bunæs, Nor. A varð fyrstur á 21,3, en var dæmdur úr leik. Valbjörn 400 m: 1. L. Clerck, B. 48,0. 2. Dag Wold, Nor A 48,2. 3. G. Knut- sen, Nor. C 49,1. 4. Hörður Har- aldss., ísl. 49,5. 5. S't. Ingvald- sen, Nor. B 49,6. 6. K Christi- ansen, D. 50,1. 1500 m: 1. D. AUewaert, Belg 3:46,5. 2. A. Hammarsland, Nor. A 3:46,7. 3. Svavar Markússon, ísl. 3:47,8 (metjöfnun). 4. Thor Hel- land, Nor. B 3:50,4. 5. W. Bruun Jensen, D. 3:50,7. 6. M. Aalbraa- ten, Nor C 3:59,6. Sleggjukast: 1. Strandli, Nor. A 62,76. 2. O. Krogh, Nor. B 61,41. 3. M. Föl- eide, Nor. C 57,64. 4. Þórður Sig., ísl. 52,34 5. O. Bang, D. 50,98. 6. Debre, B. 28,14. 110 m gr.hlaup: 1. Jan Gul'brandsen, Nor. A 14,6. 2. Leop. Marien, B. Í4,8. 3. Pétur Rögnvaldss., ísl. 15,0. 4. B. Gismervik, Nor. C 15,1. 5. B. Holen, Nor. B 15,2. 6. St. B. Jörgensen, D. 15,4. Kúluvarp: l.S. Haugen, Nor. A 15,95. 2. Olav Evjenth, Nor. B 15,47. 3. Gunnar Husöby, ísl. 15,29. 4. H. Aune, Nor. C 15,16. 5. B. Laursen, D 14,57. 6. Depre, B. 14,44. 10 000 m hlaup: 1. Lennaert, B. 29:54,4. 2. T. Tögersen, D. 29:54,8. 3. T. Tor- gersen, Nor. A 30:02,0. 4. J. Kjersem, Nor. C 31:16,8. 5. O. Nedrebö, Nor. B 32:03,0. 6. Haf- steinn Sveinsson, ísl. 34:20,4. Þrístökk: 1. Viihjálmur Einarsson, ísl. 15,26. 2. O. Berg, Nor. A 15,10. 3. K. Bjöntegaard, Nor B 14,90. 4. R. Lindholm, D. 14,47. 5. M. Jensen, Nor. C 14,31. 6. M. Her- sens, B. 13,89. Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson, ísl. 4.40. 2. Van Dijck, B. 4,40 (belg i'skt met). 3. A. L. Nyhus, Nor B 4,30. 4. Bj. Andersen, D. 4,30. 5. K. Hovik, Nor A 4,30. 6. R. Förde, Nor. 4,10. 4X400 m boðhlaup: 1. Belgía 3:14,3. 2. Noregux A 3:15,8. 3. Noregur B 3:16,1. 4. Noregur C 3:18,3. 5. Danmörk 3:19,5. 6. Island 3:21,8. LOKAÚRSLIT: 1. Noregur A 110 st. 2. Belgía 85 — 3. Noregur B 78 — 4. ísland 61 — 5. Noregur C 60 — 6. Danmörk 57 — Alþýðublaðið — 22. júlí 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.