Alþýðublaðið - 22.07.1960, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 22.07.1960, Qupperneq 3
Framliald af 2. síðu. Á árinu 1956 fékk Olíufélag- ið h.f. greitt fyrirfram fyrir geymaleigu samtals $224.000. 00. í gjaldeyrisskilaskýrslu Ol- íufélagsins h.f., ds. 25. febrúar 1957, undirritað af Hauki Hvannberg, er leigan talin nema $186.538.46, eða vantalið um $37.461.54. Undanskotið á þessum $37.461.54 upplýstist ekki fyrr en við dómsrannsókn málsins. Dollarar þessir voru lagðir inn á reikning HÍS og Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu SÍS í New York. Verður vikið nánar hér á eftir að ráðstöfun- um á þeim. II. BUTLER, HERRICK & MARSHALL. í marzmánuði 1954 lét Hauk ur Hvannberg greiða $12.855. 65 til fyrirtækisins Butler, Herr ick & Marshall, 30 Broadstreet, New York, af reikningi HÍS hjá skrifstofu SÍS, í New York, en fyrirtæki þetta rekur verðbréfa IWWWWWWWWWWWMMWitmtMMWWWWWMWWWtWWWWWMWMWWMi Hætti stundum - byrjaði aftur EINS og skýrt var frá á öðrum stað hér í blaðinu, þá er komin út skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunarit- höfundinn Halldór Kiljan Laxness. Þetta er skáld- sagan Paradísarheimt, en komu hennar hefur verið beðið í mikilli éftirvænt- ingu, eins og alls, er þessi fremsti og frægasti höf- undur fsl'ands skrifar. — Þetta er önnur skáldsaga Halldórs LaxneSs síðan honum voru veitt Nóbels- verðlaunin 1955, Alþýðublaðið hringdi til Halldórs Laxness í gær og átti við hann stutt samtal um bókina. Hann er ný- kominn ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar, en þar ætlar hann að vera í viku eða tíu daga. Það kom honum nokkuð á ó- vart, að Paradísarheimt skyldi komin út. Hann sagðist eiginlega hafa ver ið að enda við að lesa próf ^ arkir af henni fyrir þrem- ur eða fjórum dögum og ekki hafa búizt við út- komu hennar fyrr en í næstu viku. Þegar blaðamaðurinn spurði hann um aðdrag- anda þess að skáldsagan var skrifuð sagði Halldór: — Ég var búinn að hafa hana í huga fjöldamörg ár; hugsaði stundum um að skrifa — stundum að hætta aftur. Það atvikað- ist svo að ég hitti menn á nýjaloik vestur f Banda- ríkjunum. Þá hafði ég ver Íð byrjaður Htilsháttar. En við þessa fundi rifjað- ist allt upp aftur og það varð knýjandi nauðsyn að ljúka við hana. — Ja, hún verður tæp- lega talin sögulegs eðlis, þótt stuðzt sé við vissa pun'kta úr mormónabók- um. — Um sjálfa söguna? Sex eða sjö kapítular ger- ast í Utah og henni lýkur í sveit á fslandi. Hún ger- ist einnig í Kaupmanna- höfn og Edinborg og í ferð yfir útháfið. — Já, ég ímynda mér það sé margt í henni sem nútímafólk hugsar um, að minnsta kosti var hún ekki öndverð minni hugs- un, ha. — Þetta með leikrit fyr ir Þjóðleikhúsið var alveg úr lausu lofti gripið. Ég var spurður að því hvort ég vildi eða gæti hugsað mér að skrifa leikrit vegna afmælisins. En ég var að vinna í þesari bók og það kom aldrei til frekari orða. Það var að heyra á H:aíl dóri Laxness að honum þætti gott að vera kominn til Akureyrar, þar sem hann býr í húsi Geirs Björnssonar prentsmiðju- stjóra. Margur kynni að halda að nú rynnu upp frí dagar eftir erfitt verk, en því er ekki svo varið. Lax ness sagðist vera að fara yfir þýðingar, sem gerðar hefðu verið á Paradísar- heimt, sem nú er að koma út á sex eða sjö tungumál- um og síðan tekur nýtt við, eins og alltaf hjá þess um mikilvirka og snjalla rithöfundi sölu. Skirfstofa SÍS í New York var á þessum tíma til húsa í sömu byggingu og verðbréfa- sölufyrirtækið. í marzmánuði 1955 runnu enn af reikningi HÍS hjá skrifstofu SÍS í New York til verðbréfasalans $24. 385.00, og í desember 1956 voru greiddar af sama reikningi til sama fyrirtækis $18.000.00. — Samtals gera þessar fjárhæðir $55.240.65. Gögn málsins benda til, að Haukur Hvannberg hafi fengið endurgreitt hiá þessu fyrirtæki á árunum 1955 og 1956 í tvennu lagi samtals $12.385.00. Fyrirtæki þetta keypti og seldi fyrir Hauk Hvannberg verðbréf (securit- ies), þar til Haukur Hvannberg lét loka reikningnum 29. janúar 1959 og yfirfæra $60.758.85 til Union Bank í Sviss, þar sem peningarnir eru enn, eftir því sem dómararnir bezt vita. Doll- arar þeir, sem runnu til verð- bréfasalans árin 1954 og 1955 virðast hafa verið teknir af hin um almenna innheimtu reikn- ingi HÍS nr. 4137, hjá Esso Ex- port Corporation. Dollararnir, sem runnu til verðbréfasalans árið 1956 voru teknir af geyma- leigureikningi Olíufélagsins h.f., nr. 6078, hjá Esso Export Corporation. Forstöðumenn. skrifstofu SÍS ,í New York á þeim árum, sem greiðslurnar runnu til Butler, Herick & Marshall, hafa skýrt frá því, að þeir hafi ekki haft hugmynd um, hvers konar fyrirtæki þetta var. III. REIKNINGAR H.f.S. OG OLÍUFÉLAGSINS H.F. HJÁ SKRIFSTOFU SÍS í NEW YORK. Olíufélagið h.f. og HÍS hafa undanfarin ár átt viðskipta- reikninga hjá skrifstofu SÍS í New York. Þessir reikningar virðast hafa, að nokkru leyti, verið látnir gegna hlutverki, sem er fyrir utan rekstur félag anna, og er þá fyrst og fremst átt við f járhæðirnar, sem runnu um reikninga þessa til fvrir- tækisins Butler, Herrick & Marshall. sbr. það, sem grei-nir um þau viðskipti undir lið nr. II hér að framan. Er þessi þátt ur málsins ekki fyllilega kann- aður enn og því eigi unnt að skýra nánar frá honum á þessu IV. FLUGVÉLAKAUP. Árið 1955 lét Haukur Hvann- berg taka $15.000.00 af inn- stæðu Olíufélagsins h.f. á reikn ingi félagsins hjá skrifstofu SÍS í New York og greiða til fyrirtækisns General American & Dominion Export Corporati- on, New York. Dollarar þessir voru notaðir til kaupa á flug- vél, sem kom til landsins sum- arið 1955. Haukur endurgreiddi þessa $15.000.00 inn á réikning Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu SÍS í New York árið 1956. Var þessi endurgreiðsla hluti 1 af þeim $37.461.54, sem Haukur skaut undan af geymaleigutekj um ársins 1956, sbr. undir lið nr I. Flugvél þessi var seld hér iendis árig 1956 og kaupandi greiddi Hauki Hvannberg þessa $15.000.00 á árunum 1957 og 1958 með gjaldeyri, sem hann fékk keyptan í Landsbanka ís- lands að fengnu gj aldeyrisleyfi hjá innflutningsskrifstofunni. Tékkarnir voru allir stílaðir á fyrrnefnt fyrirtæki, General American & Dominion Export Corporation, sem sá um að ieggja þá inn á bankareikning Hauks Hvannbergs hjá bankan um Guarantv Trust Companý í New York. Öndvert ár 1957 missti mað- ur nokkur hér í bæ flugvél, —• sem að sjálfsögðu var tryggð. Hann vildi festa kaup á nýrri flugvél. Til að flýta fyrir kaup unum bauðst Haukur Hvann- beg til að útvega lán í Ameríku, meðan beðið væri eftir að trygg ingarféð væri greitt út. Eftir því sem manni þessum er bezt kunnugt, mun Haukur Hvann- berg hafa notað sambönd sín hjá Esso Export Corporaton til að útvega lánið. Flugvél þessi var keypt hjá fyrirtækinu Thor Solberg Aviation Company, New Jersev. Þegar flugvéla- kaupandinn fékk tryggingar- féð, að fjárhæð $15.320.00, — endurgreiddi hann Hauki Hvannberg. Haukur Hvann- berg hefur skýrt frá því, að hann hafi útvegað ofangreind- um manni lán til flugvéla- kaupa. Lán þetta segist Haukur hafa fengið hjá Esso Standard Oil Co. Hann vildi ekki nafn- greina Ameríkana þá, sem hann samdi við um lánð. Ætlun hans var að lánið væri ekki tekið af innstæðum HÍS eða Olíufélags ins h.f. hjá Esso Export, og ef svo hefur verið gert, hefur það verið fyrir mistök. Af reikningsyfirliti yfir S'pec ial Account HÍS nr. 4138 hjá Esso Export Corporation í apr- ílmánuði 1957 og fylgiskjölum með honum, sést, að greiddir voru, að undirlagi Hauks Hvannbergs, $17.042.00 af reikningi þessum til fyrirtæk- isins Thor Solberg Aviation Co. Á hinn bóginn sést ekki af þeim gögnum, sem varða þenna Framhald á 7. síðu. Alþýðublaðið — 22. júlí 1960 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.