Alþýðublaðið - 22.07.1960, Page 16

Alþýðublaðið - 22.07.1960, Page 16
 □ Jj* C ifi c X7\ <Sza. o/l * * (ý' c e a h, ÚkhoLsk. ^ ^SAKHA>Llfij\ D» Jeo oj* JAPAN Flugvélar skotnar niður í tíu ár HINN 1. júlí síðastliðinn, skutu rússneskar orustuflug vélar niður bandaríska könn unarvél, af gerðinni RB-47, ýfir Barentshafi. Þetta var 15. flugvélin frá Bandaríkj- tinum, sem skotin er niður eða hverfur nálægt landa- mærum Sovétríkjanna. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvort vélin hafi verið innan landamæranna eða ekki, en flestir á Vesturlöndum hall- ast að því, að hún hafi verið alllangt fyrir utan landhelgi Sovétríkjanna, enda þótt sumir blaðamenn hafi þyrl- að upp miklu ryki í sam- handi við málið. Kortið sýnir hvar aðrar bandarískar flugvélar hafa horfið yfir eða í grennd við Sovétríkin og ihvar komið hefur til áfaka. 1) 8. apríl, 1950. Flugvél frá flotanum hverfur. Banda ríkjamenn segja að Rússar liafi skotið hana niður. 2) 6. nóvember 1951. Flota flugvél hverfur eftir að rúss neskar flugvélar hefja skot- hríð á hana. 3) 13. júní, 1952. Flug- virki hverfur á eftirlitsferð. 4) 7. október, 1952. FJug- virki hverfur. Kommúnistar segja, að það hafi verið stöðv að. 5) 15. marz, 1953. Könn- unavél lendir í loftorustu við MIG-flugvélar. Enginn skaði. 6) 29. júlí, 1953. B-50 vél er skotin niður af MIG-vél- um. ^PHIUPPINtS 7) 22. janúar, 1954. Könn- unarvél, í fylgd með 16 or- ustuvéla verður fyrir árás átta MIG-véla. Ein MIG er skotin niður. 8) 4. september, 1954. — Flotaflugvél er skotin niður af orustuflugvélum. 9) 7. nóvember, 1954. B-29 vél skotin niður. 10) 10. maí, 1955. Átta or- ustuvélar lenda í orustu við 12 MIG-vélar. Tvær MIG skotnar niður. 11) 22. júní, 1955. Flota- flugvél hrapar í Alaska eft- ir að hafa orðið fyrir árás rússneskra flugvéla. 12) 27. júní, 1958. Flutn- ingaflugvél skotin niður yf- ir Sovétríkjunum. 13) 2, september, 1958. — Flutningaflugvél skotin nið ur. 14) 17. nóvember, 1958. — Ráðist á sprengjuflugvél. 15) 17. nóvember, 1958. — Ráðist á sprengjuflugvél. 16) 16. júní, 1959. MIG- vélar ráðast á flotaflugvél. 17) 1. maí, 1960. U-2 vélin skotin niður nálægt Sverdl- ovsk. 18) 1. júlí, 1960. RB-47 skotin niður yfir Barents- hafi. ÞJÓÐFLUTNINGÁR ? Kingston, Jamaicft. (UPI). RASTAFARI-siður er trú- arbrögð sem hér liafa nokkra áhangendur. Þeir hyggjast gera byltingu, en ekki til þess »3 stjórna landinu framveg- ís, heldur til þess að vera sér úti um nógu mikið fé til þess að geta flutt allan trúflokk- inn eins og hann leggur sig, um 15 þúsund manns, til Afr- íku, hvaðan forfeður þeirra voru fluttir sem þrælar fyrir langa löngu. Þessi hreyfing er angi af „Aftur-til-Afríku“ hreyfing- unni, sem upp kom í New York fyrir nokkru. Yfirmaður trúarflokksins hefur farið margar ferðir til Etiopiu til þess að útvega land fyrir hjörð sína. En það gekk ekki. Nú hyggst hann „lenda á strönd Afríku“ til þess að „frelsa“ nokkrar þjóðir, sem hann getur samt ekki um hverjar eru. Þetta eru einu þjóðflutning ar vestrænna blökkumam til Afríku, sem ú er talað ur Að vísu eru Rastafari-mer varla teknir alvarlega, « þeir hafa þó skipulagt eii hvern her og nokkrir mer hafa verið teknir höndu vegna fyrirætlana um í steypa stjórninni í Jamaica. Brezka nýlendustjórnin ls ur eins og ekkert sé, þótt mii ið fari fyrir þessum hörund dökku þjóðernissinnum. Tékkar skipta um stjórnskipan LAUGARDAGINN 16. júlí síðastliðjnn var Ték'kóísló- vakíu breytt í ríki með mjög sterka miðstjórn. Undanfarin ár hefur Tékkóslóvakía á yfir borðinu verið sambandsríki en nú er kommúnistastjórnin öll saman komið í Prag_ Hin nýja ríkisform var stað fest í hinni nýju stjórnarskrá lýðveldisins. Saimkvæmt henni breytist náfn landsins úr tékkneska lýðveldið í tókk neska sósíalistiska lýðveldið. Skjaldarmerki landsins verð- ur ljón á rauðri stjörnu en var ljón á rauðum fleti. Helzta breytingin er samt, að landið hættir að vera sam bandsríki og ráðuneyti þau, sem fóru með málefni hérað- anna eru flutt frá Bratislava, höfuðborginni í Slóvakíu til Prag. Ráð 21 manns, sem fór með málefni Slóvakíu, var leyst upp og nýtt ráð átta manna skipað í staðinn,. Sam- kvæmt nýju stjórnarskránni verða öll ráðuneyti, er máli skipta x Prag. Yfirstjórn efnahagsmál- anna verður í Prag og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á þeim málum. Takmarkað hefur verið enn frékar réttur einstaklinga til að eiga eign- ir. Persónulegar eignir, hús og garðar, sem fólk hefur eignast fyrir vinnu sína, verð ur áfram í einkaeign, en eng ar tryggingar eru gefnar þeim bændum, sem enn eiga járðir sínar, en þeir munú vera um 15 prósent af bænd- um landsins. Nýja stjórnarskráin, segir ríkið byggjast á „bróðurlegu** sambandi Tékka og Slóvaka, einnig. er þjóðabrotum Pól- verja, Ungverja og Úkraínu- manna í landinu er heitir að- stöðu til þess að halda við máli sínu, siðum og menn- ingut. En það vekur athygli, að þýzka þjóðarbrotinu, sem telur um 160 000 manns, eru ekki gefnar nein slík fyrir- heit. wwuuuummHvmtmv * TVIMENNINGARNIR á myndinni eru með litla, fjarstýrða flugvél, sem farið hefur hér um bil 65 kíló.metra á rúmri klukku stund. Vængjahaf vélarinnar er aðeins 2,4 metrar. : 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.