Lögberg - 02.06.1932, Side 4

Lögberg - 02.06.1932, Side 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1932. Högberg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published bý The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONEB 88 327—86 328 1 Kosningarnar 6. júní Nú eru bara tvær vifcur, þangað til fylkis- kosningarnar fara fram í Manitoba. Það fer því að koma tími til þess fyrir hvem og einn, að ráða við sig, hvernig hann ætlar að nota atkvæði sitt. Það má engdnn halda, að hér sé um hégómamál að ræða, og það standi hér um Ibil á sama hvemig maður greiði atkvæði. Það sé minstur munurinn á þingmannaefnunum og enn þá minni mun- ur á stjómmálaflokkunum. Maður heyrir fólk oft tala á þessa leið, eða eitthvað þessu líkt. En það fer fjarri því, að þetta sé rétt. Það veldur afar-miklu, hvaða stefnu fylgt er í stjórnmálum og hvemig stjómað er og hverjir gera það, jafnvel þó ekki sé nema nm eitt fylki að ræða. Þegar um aðal- stefnu hinna miklu stjómmálaflokka þessa iands er að ræða, þá vitanlega kemur hún ekki nærri því eins mikið til greina í fylkis- málum, eins og í landsmálum. Fylkisþing- in, eða fylkisstjórnimar hafa ekkert að segja um tollmál eða utanríkismál. En engu að síður em hér sömu flokkamir að berjast um völdin. Fari svo, að íhaldsflokkurinn komist til valda í Manitoba við fylkiskosningamar, hinn 16. þ. m., þá em kjósendumir í þessu fylfci þar með að lýsa velþóknun sinni á stjóminni í Ottawa, þó óbeinlínis sé. Vér gerum ekki ráð fyrir, að allir muni sam- þykkja þetta, en vér geram ráð fyrir, að allir muni samt sem áður finna að þetta er rétt, ef þeir hugsa um það og hugsun þeirra er óhlutdræg og ekki sérstaklega óskýr. Ef svo er, að meiri hluti kjósendanna í Manitoba em ánægðir með stefnu og stjóm íhaldsflokksins í þessu landi, þá er vitan- lega ekkert því til fyrirstöðu, að þeir láti þá skoðun sína í ljós, þegar þeir hafa tæki- færi til þess. En vér gerum ekki ráð fyrir, að fólkið í Manitoba sé ánægt með gerðir og stefnu íhaldsflokksins yfirleitt. Oss finst alt annað en að fólkið sé það. Ein af ástæðum íhaldsflokksins fyrir því, að hann ætti nú að komast til valda í Mani- toba, er sú, að sá sami flokkur ráði nú lög- nm og lofum í Ottawa. Samvinnan á þá að verða svo miklu auðveldari, milli sam- bandsstjómar og fylkisstjóraar. Sambands- stjómin mundi þá gera svo miklu meira fyrir Manitobafylki. VHtaskuld er þessu ekki haldið opinberlega fram, ekki beinlín- is. Það er ekki hægt, nema jafnframt að væna sambandsstjórnina um alveg óafsak- anlega hlutdrægni. Það er alveg augljós réttur hvers fylkis, að hafa þá stjóm, sem það sjálft vill, og sambandsstjóminni ber alls ekki að hlutast til um það. Það væri óheyrileg hlutdrægni og rangsleitni, ef hún léti nokkurt fylki njóta þess eða gjalda, hvaða stjómmálaflokkur réði þar mestu. Þeirri ástæðu, að fylkið hefði gott af því, að hér væri íhaldsstjóm, af því það er íhalds- stjóm í Ottawa, er óspart haldið fram í viðtali við menn, en af fyrgreindum ástæð- um ekki haft í hámælum. Ihaldsmenn gefa það fyllilega í sfcyn í ræðum sínum, að Mani- tobafylki fái ekki alt það sem það ætti að fá frá sambandsstjóminni. En þeir náttúrlega varast að segja, opinberlega, að það sé á nokkum hátt sambandsstjórninni að kenna. Það er svo sem auðvitað, að það er Mr. Bracken að kenna, eins og reyndar flest, eða alt annað í Manitoba, sem ekki er eins og æskilegt væri. Sjálfur segir Mr. Brack- en, að hann geti vel komist af við Mr. Ben- nett, ef íhaldsmennimir í Manitoba láti þá í friði. Sé nokkur fótur fyrir því, að Mani- toba sé á nokkurn hátt látið gjalda þess af sambandsstjórninni, að hér er ekki íhalds- stjórn, þá er það eitt ærin ástæða til að endurkjósa þá stjóm sem nú er, og sýna þar með, að Manitobabúar láti ekki kúast af óréttlætinu. Hafi sambandsstjórnin ekki tort það, að gera öllum fylkjunum jafnt til, hvaða stjórn sem að völdum situr, þá er áreiðanlega kominn tími til þess fyrir hana að læra það. 1 þessu sambandi má líka benda á, að óvíst er, að sú stjóm, sem nú situr að völdum í Ottawa, geri það lengur heldur en svo sem tvö til þrjú ár enn. Það em meira að segja heldur litlar líkur til, að hún geri það. Það lítur út fyrir, að íhaldsmenn ætli að leggja afar mikið kapp á að vinna þessar kosningar. Þeir era þegar farnir að leggja mikið kapp á það. Aðal vopnið, sem þeir n®ta, eiginlega eina vopnið, sem þeir nota enn sem komið er, er að úthúða núverandi stjóm, en þó sérstaklega forsætisráðherran um, Mr. Bracken. Þegar tilbúnar ákærur og aðdróttanir, em notaðar gegn stjóm, eða stjómarformanni, til að vinna fcosningar, }>á er það auðvirðilegasta vopnið, sem nokk- ur stjórnmálaflokkur getur notað. En það lítur út fyrir, að það gagni þó stundum und- arlega vel. Hver veit nema það geri það líka hér? Það fer alt eftir því, hve mikill er, eða þá lítill, andlegur þroski kjósend- anna. Það er ekki hægt að neita því, að það veitist mörgum dæmalaust auðvelt að trúa illu um aðra, og illan grun er oftast heldur auðvelt að vekja. Oss dettur ekki í hug að halía því fram, að Bracken stjórnin hafi æfinlega gert alt eins og bezt mátti vera. Yér höfum heldur litla trú á að nokkur stjóm geri það. En vér er- um sannfærðir um, að hún hefir reynt að gera vel og viljað vera sanngjöm og réttlát, og enn fremur, að hún er skipuð vel hæfum mönnum. Undir stjóm Brackens hefir hins illvíga flokksfylgis gætt miklu minna, held- ur en vanalega gerist og oss þykir mjög ólíklegt að fólk æski þess, að það komist nú aftur í algleyming í þessu fvlki. Vér geram ráð fyrir, að meiri hluti fólksins í Manitoba sjái, að fylkið má ekki við því, nú sem stendur. Hagur þessa fylkis, né ann- ara fylkja í landinu, er alls efcfci of góður fyrir því, þó flokfcspólitíkin vinni hag þess ekki hreint og beint tjón, eins og hún hefir hér gert að undanfömu. Þarf hér ekki ann að en minna á háskólabygginguna, sem ver- ið er að byggja og sparibanfcann. Em hér tvær ljósar sannanir fyrir því, að íhalds- flokkurinn í Manitoba, eða þeir, sem þar ráða miklu, meta hag flokksins meira en hag fylkisins, reyna að vinna flokkrium gagn á kostnað fylkisins. Það sem vér vildum sérstaklega og fyrst af öllu, halda að hverjum íslenzkum kjós- anda í Manitobafylki, er að hann sjálfur, hver og einn, reyni sem bezt hann getur, að gera sér grein fyrir því, sem hér er að gerast, og því hvemig hann getur notað atkvæði sitt við þessar kosningar þannig, að það verði fylkinu að sem beztum notuiiL Ekkert annað má koma til greina við þessar kosningar. Ekkert annað en það, sem Manitobafylki er fyrir beztu. Þeir nemendur, sem í þetta sinn fengu nöfn sín grafin á Bardals bikarinn, voru þessi: Helen Vopni (Grade ix). Lawr- ence Eyjólfsson (Grade x). Le- onard Kemested (Grade xi), og Margaret Sigurdson (Grade xii.). 1 sambandi við þetta má geta þess, að á fimtudagskveldið í síðustu viku, var önnur sam- koma haldin í Fyrstu lútersku kirkju, til arðs fyrir Jóns Bjamasonar skóla. Það gerði Karlakór Islendinga í Winni- peg, undir stjóm Brynjólfs Þorlákssonar. Það hefir svo margt gott orð verið sagt um þann söngflokk, eins og hann á meir en skilið, að það væri kannske að bera í bakkafullan lækinn, að auka miklu við það hér. En þess skal þó getið, að þama söng flokkurinn fjölda af íslenzfcum söngvum, fólkinu til mikillar ánægju. Dr. Thor- laksson var þar samkomu- stjóri og hafði ágætt lag á því að auka gléðina að miklum mun. Þessi vika var því nokkurs- konar Jóns Bjamasonar skóla vika meðal Islendinga í Winni- peg, og er þess meir en vel vert að minnast. Kirkjufélagið Fjárhagsár kirkjufélagsins er bundið við 10. júní. Þeir pening- ar allir, sem fætlast er til að kom- ist inn í þessa árs reikninga, þurfa því endilega að vera komnir til féhirðis 10. júní, eða fyr. Mikið væri féhirfði og yfirskoðunar- mönnum það þægilegra, ef þeir kæmu nokkru fyr, helzt sem allra fyrst úr þessu. Kirkjufélaginu íslenzka og lút- erska dylst ekki frekar en öðrum, að fjárhagur almennings er erf- iður um þessar mundir. Það er naumast við öðru að búast, en þar gangi nokkuð erfiðlega, hvað fjármálin snertir, eins og annars staðar, en félagið vonast eftir samvinnu af öllum sínum mörgu vinum, til að halda fjárhag félagsins í eins góðu lagi og Jóns Bjarnasonar skóli Á mánudagskveldið í vikunni sem leið, fór fram hin ’ venjulega árslokahátíð Jóns Bjarnasonar skóla, hin nítjánda í röðinni. Var hún haldin í Fyrstu lútersku kirkju og var fjölmenn og hin ánægjulegasta. Nem- endumir hafa verið fleiri á þessu skólaári, heldur en nokkra sinni fyr. Það var ánægju- legt að sjá þennan stóra hóp af fallegu og mannvænlegn, ungu skólafólfci, sem þama var saman kominn. Ekki er samt fullur helmingur þess fólks, sem nú sækir skólann, íslendingar. Verður því ekki sagt, að skól- inn sé lengur eingöngu fyrir þá. Jafnvel ekfci fyrst og fremst. Samkoman byrjaði með því, að sunginn var sálmur, og eftir það sagði Rev. Spohr nokkur orð og flutti bæn. Þá flutti skóla- stjóri, séra Rúnólfur Marteinsson, ræðu og talaði hann aðallega um sfcólann og þýðingu hans. Þau Leonard Kernested og Miss Margaret Sigurdson töluðu af hálfu skóla- fólksins. Miss Snjólaug Sigurd,son lék á píanó og Ian Drisdale á fiðlu. Dr. Robert Fletcher, aðstoðar mentamála- ráðherra, flutti aðal ræðuna og talaði aðal- lega ,til þeirra, sem nú era að útskrifast af skólanum og til sfcólafólksins í heild. En það, sem sérstaklega vakti eftirtekt, hvað skemtanirnar snerti, var söngurinn, sem þar fór fram. Þama sungu tveir all-stórir söngflokkar mörg lög, bæði íslenzka og enska söngva. Voru stúlkur í öðram söng- flokknum, en piltar í hinum, alt fólk, sem er á skólanum nú, eða hefir verið þar fyrir sfcömmu. Sá sem þetta skrifar kann ekki um söng að dæma frá sjónarmiði listarinn- ar, en það er áreiðanlegt, að þetta unga fólk skemti tilheyrendum sínum ágætlega þetta kveld. Eru hér söngflokkar, sem géta kom- ið fram á hvaða skemtisamfcomu sem væri og skemt prýðisvel. Það er Miss Halldórs- son, kennari við Jóns Bjamasonar skóla, sem æft hefir þessa söngflokka og það er vafalaust algerlega henni að þakka, að þeir eru til. Hefir hún lagt mikla alúð við þetta og hepnast það prýðilega. Er það óeigin- gjarat verk og ætti að vera, og er vafalaust, vel metið. mögulegt er. Vinir kirkjufélags- ins hafa marjgsýnt, að þeir vilja hag og sóma félagsins í öllum efnum. Það munu þeir enn gera, þó illa láti í ári. Finnur Johnson, féh. K.fé.l KVÖLDVÖKUR. Ágætt hefti nýkomið og þegar sent til kaupenda. Má þar nefna “Vegurinn”, framúrskarandi vakn- ingarljóð eftir Davíð frá Fagra- skógi. Svo er byrjun á skemti- legri og prýðilelga vel skrifaðri ritgjörð eða sögu eftir Sigfús Halldórs frá Höfnum, er hann nefnir “Mannætan á Mount AUst- in”, og er það saga um veru hans á Malaya-skaganum. Einnijg flytur þetta hefti fróðlega og skemtilega grein, er nefnist “Fnjóskdæla SaJga”. Kvöldvökur kosta að eins $1.75 árgangurinn, og eru það kjörkaup. Magnus Peterson, 313 Horace St., Norwood, Man. FRA FALKUM. Fálkar hafa nú leikið fjóra leiki í Intermediate flokki, og hafa þeir unnið einn, igert tvo jafna og tapað einum. Þessir tveir, sem þeir gerðu jafna, voru á móti Alexanders, og eru meiri líkur til að við hefðum unnið þá báða, ef myrkur hefði ekki stöðvað leikinn. Alexanders er flokkurinn, sem vinningi héldu frá því í fyrra sum- ar, og hafa þeir góðan flokk, en eg held að við höfum enn þá betri flokk en þeir, því okkar drengir eru allir fyrirtaks boltaleikarar, og við höfum góða von um, að þeir vinni sína leiki í sumar. Fálkar hafa whist drive og dans í neðri sal Goodtemplarahússins á hverju laugardagskvöldi. Komið o!g styðjið þar með félagsskap okkar. Pete Sigurdson. Bréfkafli, úr íslenzku bygðinni í N. Dakota: “Ekkert nýtt héðan, nema það, að nú er engisprettuplágan vænt- anlega í undirbúningi. Alstaðar, þar sem hentugt er fyrir eggin að geymast vel, er útungunin í bezta gengi. Það úir o!g grúir af smá- engisprettum. En Pembina County er að búa sig undir að taka á móti þeim. County-stjórnin hefir 50 þús. pund af eitri, 1,500 gallon af “molasses” og 500 ton af “bran”. Þessu verður blandað saman eins og vera ber, eftir vissum reglum, og dreift þar sem engispretturnar halda sig. Á það að ríða þeim að fullu.” Þann 12. þ. m. voru eftirritaðir meðlimir stúk. Skuld nr. 33 I. O. G.T., settir í embætti fyrir yfir- standandi ársfjórðung, af um- boðsmanni hennar, Guðm. Bjarna- syni: F. Æ.T.: Ásb. Eggertsson. Æ. T.: I. Gíslason. V. T.: Steina Thorarinson. Kap.: Friðný Stephensen. Rit.: Guðj. H. Hjaltalín. A.R.: Gunnl. Jóhannsson. Fjárm.r.: Stefán Baldvinson. G. K.: Magnús Johnson. Dr.s.: Minnie Anderson. A.D.: Sigríður Brandsen. V.: Friðbjörn Sigurdson. Ú.V.: Th. Thordarson. Pianist: Hilda Holm. Skrásetj.: Gunnl. Jóhannsson. “Jæja, Gunnar minn,” sagði sveitaprestur við gamlan mann, sem sat við veginn og var að mylja grót, “steinhrúgan þín sýn- ist ekkert minka.” “Ó-nei, prestur minn, steinarn- ir eru eins og boðorðin — maður getur brotið þau í það óendanlega, en losnar samt aldrei við þau.” “Sástu mig halda upp hend- inni?” spurði lögregluþjónninn. “Ekki sá eg það,” sagði konan, sem keyrði bíliinn. ‘‘Heyrðirðu mig skipa þér að stanza?” “Ekki heyrði eg það.” “Jæja, eg má þá eins vel fara heim, þar eð eg er hvorki heyrður eða séður.” 1 melr en þrlBjung aldar haía Dodd’a Kidney Pills veriB vlBurkendar rétta meSaliS viS bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjflkdömum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.50, eBa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. íslenzkir seðlar í Danmörku. “Ekstrablaðið” selgir nýlega frá því, að íslenzkur stúdent hafi far- ið í þrjá banka til þess að fá skift íslenzkum peningum fyrir danska, en allsstaðar fengið afsvar. Blað- ið hefir spurt Landsmandsbankann að því, hvernig á þessu standi og fengið það svar, að f jármál íslands sé þannig, að ekki sé hægt að verzla með íslenzka peninga á venjulegan hátt. Og þar sem Dan- ir kaupi nú sáralítið af íslenzk- um vörum, þá sé engin eftirspurn að íslenzkum peningum, og setji bankarnir þá því á bekk með myntum Balkanríkja o!g smáríkj- anna við Eystrasalt, sem enginn vill sjá. — Mgbl. 24. apr. “Globus” Matrimony Agency. Stúlkur, er æskja eftir hamingju- sömu hjónabandi, ættu að leita skriflega ókeypis upplýsinga til GLOBUS, 382 Bathurst iSt., Tor- onto, Ont. Sendið 5c. i frímerkjum fyrir svar. Vinurinn: “Þú sýnist vera eitt- hvað hnugginn. Læknirinn: “Eg ber áhyfggjur út af einum sjúklingi mínum.” “Er það hættulegur kvilli?” “Já. hann neitar að borga mér.” Stúdentinn: “Verið þér sælir! Eg er í stórri skuld við yður fyrir alt, sem eg hefi lært.” Kennarinn: “Ó, minnist þér ekki á þann hégóma.” “Eg óska að þú skiljir það, að dóttir mín er perla.” “Það er miklu lakara fyrir þig.” “Hvernig þá?” “Því þú hlýtur þá að vera skel.” Greiðið atkvœði með öllum LIBERAL- PRDGRESSIVE þingmannaefnum 16. júní næstkomandi D. CAMERON. W. J. FULTON. R. MAYBANK. HiON. Dr. E. W. MONTGOMERY HiON. J. S. McDIARMID. HON. W. J. MAJOR. Authorized by Liberal-Progressive Joint Committee. — W. J. Borlase, Sec’y- Giftinga kökurnar verða að vera glœsilegar og það verður að vera mikið í þær borið og þær verða að vera bragðgóðar Eatons Kryddbranðs Deildin býr þær til, svo þér dáist að þeim. Dökkbrúnar, með hnotum og rúsín- um, kirsiberjum og öðium góðum, sætum aldinum, þaktar almond deigi, og bygðar hver upp af annarb eins og hvítur kastali, skreyttur silfur. skrauti. Grill Room Cake with thick almond icinlg (any size) 75c lb. Tea Hour Confection Cake, 75c lb. Specially Decorated Cake, $1.00 Ib. Specially Decorated Cake (with pillars), $1.25 Ib. Tea Hour Confections, Main and Third Floors, Centre. Grill Room Dainties Counter, Third Floor, Centre <T. EATON

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.