Lögberg


Lögberg - 09.06.1932, Qupperneq 2

Lögberg - 09.06.1932, Qupperneq 2
Bls. 2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. JtJNÍ 1932. Fáein orð um kosninga- baráttuna í Nýja-Islandi íslenzku blöðin í Winnipeg hafa gjört að umtalsefni þær fregnir, sem þeim hafa borist um afstöðu þingmannaefnanna í Gimli-kjör- dæmi og undirbúning fyrir kosn- ingarnar, sem nú fara í hönd. Sökum þess, að frásalgnir þeirra hafa naumast verið fullnægjandi, Iangar mig til þess að leitast við að gjöra ofurlitla grein fyrir þeim málum, eins og þau koma mér fyr- ir sjónir. Eins og menn vita, þá hafa tveir flokkar gjört einskonar samband með sér, þ. e. Liberalar og Pro- gressives, ifm að starfa saman í framtíðinni sem ein heild. Voru samningar 'gjörðir um það á síð- ast’iðnum vetri á milli þeirra manna, sem fremstir standa í flokkum beggja aðila. Tilraun þessi hefir að sögn hepnst.vel all- víða, en þó er sérstaklega liberal flokkurinn sem heild ekkl alls- kostar ánægður með þetta fyrir- komulag. Og hafa flokksmenn út úr þessu atriði klofnað í tvent. Eins mun og vera að einhverju leyti með hinn flokkinn, sem í hlut á, og er sízt að undra, þó að alt geti ekki alt í einu fallið í ljúfa löð með tveim flokkum, sem áður voru megnir andstæðin'gar. Hér í Gimli-kjördæmi var svo farið af stað með þessa samninga- tilraun. Menn voru boðaðir á fund að Gimli 29. apríl, til þess að ræða þetta mál. Voru þar tvö hundruð manns saman komnir, að sögn menn úr öllum stjórnmála- flokkum fylkisins og allir, sem þar voru, höfðu atkvæði. Þar kom mönnum saman um að slíðra sverðin og láta allan flokkadrátt og sérdrægni víkja úr vegi fyrir því einu, að berjast sem fóstbræð- nr gegn erki-óvini þeirra, Þjóð- megu'narf lokknum!! Þegar þetta var klappað og klárt, fór undir eins að bera á því. að ýmsir Gimli-menn vildu fá að ráða hlutunum, að því leyti auð- vitað, sem ekki braut í bá'ga við fóstbræðralagið. Atkvæðagreiðsla fór fram um það, hvort útnefn- ingarfundurinn skyldi háður að Gimli frekar en í Árborg, sem þó| l mátti virðast sjálfsagður staður fyrir slíkan fund. Og Gimli hlaut útnefningarfundinn með miklum meiri hluta atkvæða. Virðist í því atriði hafa komið fram óeðli- lega mikið kapp. útnefning átti að fara fram þann 14. maí að Gimli. Ákveðið var, að 50 atkvæði og partur þar af, skyldi hafa rétt til að senda fulltrúa á útnefning- arfundinn. Og enginn gjörði ráð fyrir, að neitt gæti orðið ólöglegt í því sambandi. Nú er svo, eins og skiljanlegt er, að allir þykjast hafa þingmanns- hæfileika og langar til að reyna sig í þeirri íþrótt. Þó bar nú ekki svo mikið á þessu í fyrstu. En brátt fór að kvisast, að Einar S. Jónas- son væri á ferð um kjördæmið og í fylgd með honum var Mr. M. Roy- eski ásamt oddvita Gimli-sveitar— sem hafði áður verið Icjörinn vara- formaður “Þjóðmegunarflokksins” í Gimli-kjördæmi. Voru menn að geta þess til, að þessir menn allir, eða einhver þeirra, myndi hafa í hyggju að sækja um útnefningu. Þó var það á allra 'vitund, að í samningum liberal og prógress- ive flokkanna í Winnipeg síðast- liðinn vetur, var það sérstaklega tekið fram sem sjálfsagt atriði, að þar, sem núverandi þingmað- ur væri progressive, þá hefði hann fyrsta rétt, eða þá einhver annar úr þeim flokki, til útnefningar í sínu kjördæmi. Eins þár, sem liberalar ættu þingmenn nú, skyldu þeir hafa samskonar rétt til þess að halda kjördæminu. Gat það þá verið, að liberal fóstbræðurnir í Gimli-kjördæmi ætluðu að virða að vettugi gjörða samninga og ráðast þannig aftan að þessum nýkjörnu bræðrum sín- um? Eg fyrir mitt leyti trúði því ekki. En hvað kom á daginn? Út- nefning fulltrúa fór fram í öllu kjördæminu. I Ingaldson, núver- adi þingmaður, sem réttilega átti sér einskis i'lls von af hálfu þeirra manna, sem tóku þátt í samsteyp- unni á Gimli, heyrir það að hr. E S. Jónasson sé kominn á stúfana til þess að fá sem flesta fulltrúa fyrir sjálfan sig, í því augnamiði að ná útnefningunni, er neyddur til að gjöra hið sama fyrir þann part af samsteypunni, sem hann er fulltrúi fyrir. Hér var af hálfu sérstakra manna augsýnilega ver- ið að gjöra tilraun til þess að gjöra að engu þá samninga, sem gjörðir höfðu verið. Þetta atriði kom síðar og betur fram við út- nefningu fulltrúa. í einum stað, þar sem liberalar voru í minni hluta, var blátt áfram beðið um vissa tölu af liberal full- trúum! Hvar var þá liberal-pro- gressive fóstbræðralagið? Útnefningin fór fram á Gimli, eins og ætlast var til. Tveir menn tóku útnefningu, I. Ingaldsson, þingmaður, og E. S. Jónasson. Nefnd hafði verið kosin á undir- búningsfuhdinum, til þess að sjá um útnefninguna, og sátu hana að sjálfsögðu bæði liberalar og pro- !gressives. Átti þessi nefnd, meðal annars, að taka á móti skýrteinum frá fulltrúum og sjá um að þeir væru löglega kosnir. Um 103 full- trúar voru þarna og mun það hafa tekið í það minsta f jóra klukkutíma fyrir þá, að réttlæta sjálfa sig frammi fyrir þessari nefnd. Ekki veit eg hvað fram fór þar á þeirri samkundu utan það, sem kom fyrir á meðan eg, sem einn af þessum fulltrúum, varð að bíða stundar- korij eftir því að sleppa í gegn. Þar sat í nefndinni maður að nafni M. Royeski, og heyrði eg hann á valdsamlegan hátt gefa skipanir um það, að við skyldum bíða ró- lelgir á meðan þeir ákvæðu hvað gjöra skyldi við okkur sem full- trúa. Áttum við að sjálfsögðu ekki von á slíkum viðtökum. En þannig stóð á, að á fundinum í Árborg sem var lögmætur, eftir því sem eg veit bezt, höfðu nokkrir menn gengið út eftir að þeim hafði ver- ið neitað um þrjá liberala, sem þeir báðu um til að byrja með, og kosið fjóra fulltrúa sjálfir um- svifalaust. Vorú nú þarna komnir tveir af þeim, en hinir tveir höfðu augsýnilega kannast við sína yf- irsjón með sjálfum sér og létu því ekki sjá si!g. Royeski barðist kappsamlega fyrir því, að þessir tveir fulltrúar fengju atkvæðis- rétt á fundinum. Hafði hann með- ferðis langan og ítarlegan fund- argjörning frá þessum skyndifundi í Árborg og mæltist til þess, að formaðu'r nefndarinnar læsi ban» upp. Ekki var því sint og er eaki kunnugt um að nokkur maður hafi síðan séð það skjal. 0!g nefndinni til verðugs hróss, var þessum tveimur fulltrúum hafnað, og við sem kosnir vorum á lögmætutn fundi, vorum teknir fullgi'ldir. En sagan er enn ekki öll. Þeg- ar úrskurði nefndarinnar er lok- ið, kemur það upp úr kafinu, að liberalar höfðu ekki »verið að- gjörðarlausir. Tveir fulltrúar voru gerðir ógildir vegna þess, að fundur sá, sem útnefdi þá sem fulltrúa, hafði, að hyggju nefnd- arinnar, ekki verið lðglega boðað- ur. í öðru lagi hafði einum kjör- stað áður verið skift í tvent, vegna þess hve stórt svæði hann náði yf- ir. Og í stað þess að taka þrjá úr hverjum hluta, voru sex full- trúar teknir úr öðrum hlutanum, en þrem fulltrúum, sem sendir voru frá hinum hlutanum, var hafnað. Þeir, sem slíkt gjöra; vilja víst láta kalla sig sanngjarna menn. En til hvers slíkt er gjört, mun flestum augljóst. Fleira þýðir ekki að nefna í Greiðið atkvæði með Conservative frambjóðanda í Gimli kjördœmi Og veitið fylgi Keilbrigðri og praktiskri fylkisátjórn SVEFNLEYSI OG VEIKAR TAUGAR Fólk, sem er taugaveiklaS getur ekki sofið vel á nðttunni og er þreytt þegar það vaknar á morgnana, en Nuga-Tone hjálpar því undursamlega. petta ágæta meðal styrkir taugarnar og veitir þar með endurnærandi svefn. Ekkert meðal er eins gott eins og Nuga-Tone til að hrelnsa óholl efni úr I líkamanum og lækna hægðaleysi. pað eykur blóðið og gerir það heilbrigt. gef- ur þér betri matarlyst, bætir melting- una, eyðir gasi I maganum og innýfl- unum og gerir þig feitari og sællegri. Eldra fólk og fðlk, sem finst það vera að verða gamalt, fer að finnast það sé I miklu yngra og duglegra, þegar það hefir tekið Nuga-Tone í nokkra daga. Nuga-Tone fæst hjá öllum, sem meðul selja. Hafi lyfsalinn það ekki við hend- ina, þá láttu hann útvega það frá heild- söluhúsinu. þessu sambandi. Þó má Igeta þess. að útnefningin fór þannig, að E. S. Jónasson fékk fimtíu atkvæði, en I. Ingaldson fjörutíu og níu at- kvæði, og tvö atkvæði voru mörk- uð með krossi og eitt autt. Þannig var iE. S. Jónasson kosinn sem fulltrúi liberal-progressive flokks- ins í komandi kosningum. Hann þakkaði að sjálfsögðu öllum, og þeim sérstaklega, sem höfðu stutt hann í þessum útnefningarbar da!ga. Nú er það öllum ljóst, að þarna var bersýnilega farið í berhögg við þær hugmyndir, sem lágu á bak við samninga flokkanna. Hér var liberal manni beitt, þvert of- an í samninga, á móti manni, sem er þingmaður progressive flokka- ins. Slík aðferð getur aldrei leitt til samkomulags og það hljóta all- ir sanngjarnir menn -að viður- kenna. Þó er það vitanlegt, að menn hefðu jafnvel sætt sig við þessi úrslit, ef sæmilegum aðferð- um hefði verið beitt. En eins og í pottinn var búið, hlaut eldurinn að fljúga út og gamall flokkarí^ ur að læsast um alt. Það fór svo fjarri, að menn gætu sætt sig við aðferðirnar, að um 900 manns skrifuðu nöfn sín á bænarskrá til Ingaldsonar og báðu hann að taka útnefningu sem 6- háður progressive. Er það furðu- le!gt, þó að menn, sem sáu og fundu hver meðul notuð voru við útnefningu þessa, neiti að Ijá þeim manni fylgi, er leyfir þær aðferð- ir, sem notaðar voru og að framan er á minst? Eg fyrir mitt 'leyti fæ ekki sætt mig við það. Það er á allra vitund, að I. Ingaldson hefir reynst sínu kjördæmi svo vel, að þess munu fá dæmi. Er því ekki furðulegt, þótt einhverjir kynnu að hafa nógu mikla sann- girni til að meta það að verðleik- um. Eg get ekki betur séð, en að núverandi þingmaður eigi endur- kosningu fyllile'ga skilið fyrir þann dugnað og framtakssemi, sem hann hefir sýnt. Fyrir þá sök hafa nú 900 menn og konur beðið hann að gefa kost á sér sem þingmanns- efni, og hann hefir orðið við þeim tilmælum, þó hann hlyti í því sambandi að láta í ljós óánnægju sína yfir því, að samvinna milli flokkanna skyldi fara í þetta öng- þveyti. En á því öngþveyti á Mr. Ingaldson enga sök. Af því, sem að ofan er skráð verður mönnum ljóst, að Mr. Ing- aldson verður í kjöri við næstu kosnin'gar, 16. júní næstkomandi. Eg vil því leyfa mér að biðja menn að íhuga vel ástæður þær, sem eg hefi minst á. Og efþeir finna þá verðleika hjá þessum manni, sem eg hefi fundið, þá veit eg að hann má eiga von á miklum meiri hluta atkvæða. Og hvernig sem menn líta á málið, þá skal það skýrt tek- ið fram, að þeir menn, sem standa á bak við útnefningu Mr. Ingalds- sonar, eiga sök á ]jví eða heiðurinn af því, að hann er í kjöri. Og þeir, ásamt Mr. In!galdson, standa og falla með það fyrir augum, að láta ekki troða á rétti sínum. Árborg, 31. mai 1932. E. S. Björnson. SMÆLKI. Konan: “Það stendur hérna, að þeir hafi ftíndið fjórleggjaða kind í Himalay-fjöllum, sem getur hlaupið fjörutíu milur á klukku- stund.” Maðurinn: “Svoleiðis lamb gæti hlaupið á eftir ungu stúlkunum hérna.” Sagan um uppruna prjónavélarinnar (Rituð árið 1916.> Mörg ein ósögð ástasaiga er, án efa, ofin í peysur og prónamúfur piltanna, sem nú eru á vígvellin- um, því af öllum fatnaði þeirraj tegundar, búa ungar, amerískar stúlkur svo mikið til i prjónavél- um sínum; í þeirra snotru, högu höndum flýgur stálodda umferðin eins og snælda, og í þúsunda tali vinna þær að þesu um land alt. En ekkert af þeim æfintýrum gæti verið meir hrífandi, en ásta- sagan, sem orsakaðist af fyrstu silkisokkunum, sem Elísabet En!g- landsdrattning átti, eftir því sem einu Bandaríkjablaðinu segist frá. Það er mikið skemmra síðan fundin var upp sú iðn að prjóna (á handprjóna), heldur en hin, að vefa. Á prjónaskap er ekki minst í neinum ritum fyr en í byrjun fimtándu aldar; þá er hans fyrst getið í sambandi við prjónahúfur, sem almena voru notaðar, og var verð þeirra, hverrara fyrir sig, lítið yfir tvo shillings, á dögum Hiririks vii. En árið 1550 var prjónaskapur fyrst orðinn al- mennur á Englandi, og í riti einu frá ríkisárum Játvarðar vi. er get- ið um “prjónaða sokka, prjónað bolpils, prjónaða vetlinga og prjónaðar ermar”, eins og þetta væri eitthvert undur. Hinrik áttundi hafði átt eina slíka sokka, sem hann var mjög upp með sér af. Voru þeir send- ir honum frá Spáni. Silki-umsjónarkona Elísabetar drotningar, Mistress Montague, hafði prjónað, eða látið prjóna, eina silkisokka fyrir sína ástsælu drotningu, sem varð svo hrifin af þessari nýlundu — glæsile'gri og áfreðar fagurri — að hún strengdi þess heit, að setja ekki sína kon- unglegu fætur oftar ofan í klúru, saumuðu sokkana, sem þá voru al- ment í brúki. Það má sjá af undirtektum drotningar, þegar prjónavélin kom til sögunnar, hversu mikið af (hand> prjónaskap hefir verið gert í hennar daga, og nú skal sögð ástasagan, sem varð orsök til þess, að prjónavélin var upp- fundin, því hún er of afleiðingarík til að falla í gleymsku, enda þótt sjálfur sagnritarinn kannske hik- aði við,- ef hann ætti að kopia með sannanagögn frá fyrstu hendi fyrir henni. Maður sá, er fyrstur fann upp prjónavélina, hét William Lee; hann var frá Woodbough, sem er nálægt Nottingham á Englandi. Hann var prestur, hafði lært í St. Johns skóla í Cambridge. Hafði hann orðið bráð-ástfanginn af bæjarstúlku einni, en þegar hann, af ástar-ákafa miklum, bar upp bónorðið, þá horfði hin fagra mær jafnan ofan í prjóna sína— annað hvort af feimni, eða þá kannske hedzt til mannvönd — en gaf séra Vilhjálmi lítinn gaum. En er þetta hafði svo til gengið um hríð, þá fór heldur en ekki að síga í prest, og fanst honum að eigi mætti svo búið standa. Það vildi honum til, að honum var ekki síður hugvit gefið en ást- hneigð, og ásetti hann sér nú að finna upp vél, sem gæti búið til ullarsokka, og það með þeim hraða, að ekki yrði lengur sala fyrir handprjónaða sokka. Ekki stóð á framkvæmdunum fyrir honum; svo árið 1589 var fullgjör prjónavélin. í henni var hægt að prjóna góða sokka, þó nokkuð grófgerðir væru. En þá fór ver en skyldi, svo við sjálft lá, að hefndarvonir biðilsins yrðu að engu — hin nýuppfundna vél fékk hvorki hið konunglega útsölu- leyfi, né fjárstyrk þann, sem því fylgdi, svo ekki komst hún á mark- aðinn. “Það veit guð almáttugur, að eg ann of mikið þegnum mínum, ekki sízt þeim fátækari, sem vinna sér brauð með handprjóna-iðn, til þess að eg fari að gefa fé til að koma á framfæri uppfyndingu, sem sviftir fólk atvinnu, svo ekki liggi fyrir þeim annað en verða beiningamenn,” sagði Elísabet drotning, hálf-reiðilega, þegar frændi hugvitsmannsins bað hana um lyefi fyrir prjónavélina. En svo bætti hún við, eins og til að afsaka sig: “Hefði Mr. Lee fund- ið upp vél, sem hægt væri að prjóna silkisokka í, þá hefði verið réttlætanlegt af mér að veita hon- um elyfið, því við það hefðu fáir af þegnum mínum liðið. En að fara að gefa honum leyfi til að búa til sokka á alla mína þegna, eða það, sem gæti roðið hið sama, væri athugaverðara en svo, að þau forréttindi megi gefa nokkr- um einstaklingi.” Svo að endingu varð það úr, að hugvitsmaðurinn Lee varð að fara með þessa uppfynding sína til Frakklands, og þar var henni betur tekið, en áfram hélt glamr- ið í vetlingaprjónunum á Englandi og á sinum tíma barst sú iðn yfir hafið til brezku nýlendanna. Þýtt af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson. Almenningsfé sóað með óhóflegum kostnaði við stjórnarstarfræksluna ÁRIÐ 1910 stjórnaði Conservative flokkurinn ——----n---—— tylkinu, með sex ráðgjöfum. öll laun og allar þoknanir, hlupu upp á $36,000.00 ÁRIÐ 1 920 ,fór Liberal stjórn með völd. og ráð- ~, ,,------;— 'Srjsíarnir voru sjö. Öll Jaun aðrar þoknanir, hlupu upp á $46,745.00 ÁRIÐ 1931 stjórnaði Hon. John Bracken fylk- laiTn kÁ -----1.3,nu’ 1?ieð aðstoð sjö ráðgjafa. öll ’ og aðrar þúknamr, hlupu upp á $65,500.00 séíimet£indainnarir Í?31. og 1932' bera með fra tíma: annars’ eftirfarand! útgjaldaliði um tíu ÞÓKNUN TIL LÖGMANNA. L Lögmaður í kosningaráði Mr. Brackens, fékk fvrir storf sin $22,136.92. y 2. Vinur dómsmálaráðgjafans fékk $9,000 00 0. Logmaður í Winnipeg fékk $24,603.00. 4. Lögmaður i Winnipeg, sem var eitt sinn Progressive þin'gmannsefm, er nú I kosningaráði Mr Brack- ens, fékk $13,830.00. 5. (Nafnkunnur Winnipeg/ lögmaður, fékk fyrir lög- fræðilegar leiðbeiningar, $21,360.00. 6. Annar Winnipeg lögmaður, fékk $23,127.50. 7. Einn fyrverandi dómsmáiaráðgjafi, fékk $30.000.00 íynr tvo hundruð daga verk, eða $150.00 á dag. 8. Annar fyrverandi dómsmálaráðgjafi ,fékk 24,000.00 fyrir hundrað og sextíu daga verk, eða $150.00 a da!g. Bracken stjórnin jhefir verið bruðlunarsamasta, en jafnframt lítilsigldasta stjórn, sem verið hefir að völdum í Manitoba síðastliðin þrjátíu ár. FULL ÞÖRF A AÐ BREYTA TIL! Manitob þarfnast nýrra manna og nýrra starfsaðferða! Greiðið atkvæði með Conservative Þingmannaefnum Issued by H. C. Hodgson President, Manitoba Conservative Association.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.