Lögberg - 25.08.1932, Page 1
45. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. AGÚST 1932
NÚMER 34
Gaman og alvara
Hvar er gullið hans Egils?
(Hvað segir Frímann um það?)
Kunnugir fara nærri um, hvort
það hafi farið um mig kuldahrollur
er eg las andsvarið í Heimskringlu
9. júlí frá hinum mikla “meðal-
gangara” og “sjáanda”, sem á
máli dauðlegra manna mun kall-
ast Jóhannes Frímann og situr í
höfuðborginni í Manitoba. Mikil
er gæfa Heimskringlu, að hún
skuli fá að flytja aðrar eins hug-
leiðingar. Væri þó lesendum henn-
ar enn meiri greiði gerður og
glaðning í þunglyndi kreppunnar.
ef “meðalgangarinn” gæti fengið
Egil heitinn Skallagrímsson frá
Borg til að skrifa morgunhug-
vekjur í blaðið, eða Gunnlaug
sálaða Ormstungu til að kveða
þar kveldvers um “hana Helgu
sína“, eða skrifa meira um jafn-
aðarstefnuna en smáritið “Varn-
armál” hefir rúm til að flytja.
Það er eðlilegt að maður, sem
imyndar sér að hann fái opinber-
anir, og að “Varnarmál” “flytji
orð Guðs sjálfs“, fyllist vandlæt-
ingu, er hann sér vantrú mína í
þessum efnum. En hann þarf að
fá einhvern geðstiltan mann til að
lesa og leiðrétta ádeilugreinar
sínar áður en hann birtir þær.
Annars er hætt við að hann spilli
fyrir sér með ógætnu orðalagi,
eða það verði, i hreinskilni sagt.
hlegið að gremju hans og stóryrð-
um, og sumir haldi, að sambönd
hans séu öll við “neðri bygðir”.
Mér er alveg sama, hvort hon-
um finst Bjarmi lítill eða of-
lítill, en það er broslegt að heyra
ritstjóra að smáritinu “Varnar-
mál” rúmlega ársgömlu vera að
tala um “Bjarma litla”. — Þegar
“Varnarmál” eru orðin jafn-göm-
U'l og jafnstór Bjarma eða stærri,
þá færi mikillætið betur. Dramb
og stóryrði sitja illa á þeim. sem
vill láta aðra tt-úa því að hann sé
meðalgangari tveggja heima fyr-
ir framliðna ágætismenn. Og
barnaleg forvitni er brosleg hjá
þeim, sem þykjast hafa nokkurs-
konar sagnaranda á hverjum
fingri.
Með barnslegri áfergju spyr
þessi Frímann um nafn “manns-
ins austan af Skeiðum”, sem eg
hafi talað um í Bjarma. Undar-
legt að andarnir skyldu ekki geta
sagt honum það(!!) og þá fyrst
og fremst að þessi maðtur,’ hann
heitir Jón ólafsson, — á alls ekki
heima “austur á Skeiðum.” "Eg
kem austan af Skeiðum” 6agði
hann, eins og stendur í Bjarma.
Hefir þessi Frímann illa gleymt
móðurmáli sínu, ef hann heldur
að það sé sama og: “Eg á heima
austur á Skeiðum.”
Nú er betra að prófa andana.
Finni þeir heimilisfang þessa
Jóns ólafssonar, “sem ekki á
heima á Skeiðum”, og birti þessi
Frímann það tafarlaust svo eng-
inn gruni hann um að hafa skrif-
að fyrirspurnir til íslands áður.
Geti hann ekki fengið svo smá-
vaxna upplýsingu frá öndunum,
þá verða þeir færri, sem trúa öðr-
um upplýsingum þessa Frímanns.
Ritháttur og hugsanaþoka er
svipuð og í bréfum “Varnar-
mála”. Hér er sýnishorn. Þessi
Frímann skrifar:
“Þegar þér því komið með góð
rök fyrir því, að eg sé þjófur og
lygari, og byggið þau á sannsögu-
l’egum grundvelli hinna eilífu
mála, þá er fyrst kominn tími til,
fyrir okkur að ræða málið í bróð-
erni.”
Hvað meinar maðurinn? Hleyp-
ur í hann ánægja og bróðurhugur,
ef einhver sannar á hann lýgi og
þjófnað? — Eða skrifar hann
íslendingar í Canada
Nýkomin skýrsla frá hagstof-
unni í Qttawa sýnir, að þegar
manntalið var tekið 1931 hafi
tíla íslendinga í landinu verið
2,845 karlar og 2,893 konur, eða
samtals 5,738. Hefir íslending-
um fækkað um, 1,038 á tíu árum,
eða síðan fólkið í landinu var tal-
ið árið 1921. — íslendingar eru
þeir einir taldir, sem fæddir eru
á íslandi. Langflestir eru land-
arnir í Manitoba-fylki, 4,070
(2,003 karlar og 2,067 konur). í
Saskatchewan eru 1,028 íslending-
ar (528 karlar og 500 konur), í
Alberta 214 (107 karlar og 107
konur), í British Columbia 311
(144 karlar og 167 konur)u
Annar sonur
Col. Charles A. og Mrs. Lind-
bregh hafa eignast annan son.
Þau eru nú í Englewood, N. J.
Það var hinn 16. þ. m. að þessi
drengur fæddist. Lindbergh hef-
ir opinberlega beðið blöðin
þess, að gera ekki annað eins veð-
ur út af þessu, eins og þegar fyrri
drengurinn fæddist, eða með öðr-
um orðum, þá biður hann blöðin
um það, að sjá sig, konu sína og
barn þeirra í friði, svo litli dreng-
urinn megi vaxa upp eins og hvert
annað barn Bandaríkjanna. Kenn-
ir hann blöðunum að miklu leyti
um raunasögu fyrri sonar síns,
sem öllum er kunn.
þetta til að láta hlæja að sér? —
Eða á þetta að vera fyndin ósvífni?
— Eða er það eins og fleira ekk-
ert annað en “ósjálfráð” mein-
loka? — Kunnugir dæmi um það.
— ókunnugir hlægja.
Annars fer því fjarri, að eg
hafi kallað þenna andatrúarleið-
toga “þjóf og lygara”, þótt móð-
ursýki eða ósjálfræði kunni að
sjá þær ofsjónir, þá ber eg ekkl
ábyrgð á því. En það má nærri
geta hvort því sé treystandi að
sá, sem er ólæs á prentað mál, sé
læs ái “huldar rúnir skýjanna”!
Önnur setning í greininni er
svo “Varnarmálaleg“ að eg verð að
endurtaka hana. Hún er þetta:
“Nú skulum við segja, að þér
færuð úr líkamanum á morgun,
þá sæjuð þér undir eins fyrstu op-
inberunina frá jörðinni, því að nú
eru rúmir tveir mánuðir síðan
holdlaust fólk, sem hér hefir
flækst um jörðina síðan það dó,
fór að sjá hana í lofstlagi jarð-
arinnar”.
Er með þessu gefið í skyn, að
dánir menn séu ýmist í “góðum
holdum” eða “holdlausir”, eins og
fé eftir misjafnt fóður, — eða er
þetta bara rugl út í veður og vind
— út “í loftslag jarðarinnar”?
“Varnarmenn” leysi þær ráðgát-
ur!
Að endingu bið eg kærlega að
heilsa Agli Skallagrímssyni frá
Borg, og bið hann blessaðan að
vera ekki að spilla góðu og gömlu
áliti sínu með því að skrifa í
kommúnistastíl gegn skírninni.
Hitt væri miklu nær, að hann
hlypi undir bagga með ættjörð
sinni og segði til hvar hann faldi
gullkisturnar forðum daga.
Þar er verkefni fyrir Frímann
að sýna, að eitthvert lið sé að
“andasamböndum” hans. — Fái
hann Egil til að segja til gulls-
ins!
í fátn orðum, ef nokkur á að
trúa að nokkur sannleiksneisti sé
í því að andar komi á Varnar-
fund, þá segi Frímann tafarlaust
frá því hvar Jón Ólafsson á heima
og hvar Egill fól gull sitt.
Reykjavík, 1. ágúst 1932.
S. Á. Gíslason.
Stefna Hoover forseta
IHoover, forseti Bandaríkjanna,
og forsetaefni Republicana við
kosningarnar í nóvember í haust.
hefir nýlega flutt ræðu mikla, þar
sem heyra má grunntóninn í
stefnu hans og hins mikla stjórn-
málaflokks, sem löngum hefir
mestu ráðið um mál Bandaríkj-
anna. Hann er á því, að eitthvað
þurfi að gera viðvíkjandi vín-
bannslögunum, og hallast að þeirri
stefnu, að - hvert ríki um sig
ætti að hafa frjálsar hendur að
ráða þeim málum út af fyrir sig.
Verndartollum heldur hann hik-
laust fram, og vitanlega yfirleitt
stefnu flokksins, í öllum helztu
málum, eins og hún er. Viðvíkj-
andi skuldum Evrópuþjóðanna
sagði hann, að þær ættu fyrst að
minka herkostnað sinn, áður en
þær krefðust þess, að Bandaríkin
gæfu þeim upp skuldir sinar.
Enn meiri launalækkun
Fylkisstjórnin í Manitoba hef-
ir ákveðið að lækká enn laun alls
þess fólks, sem hjá stjórninni
vinnur. Er þetta þriðja launa-
lækkunin innan árs, og nemur í
þetta sinn 7 peir cent og gengur
í gildi 1. september. Hafa þá laun
flestra, ér hjá stjórninni vinna,
verið lækkuð um 15 per cent., en
ráðherranna og annara, sem hæst
laun hafa, um 25 per cent.. Ýms-*
ar fleiri sparnaðarráðstafanir er
stjórnin að gera og veitir víst
ekki af, því tekjurnar eru miklu
minni en þær hafa verið.
Harry Clarke
Þessi fimtán ára piltur er ís-
lendingur, þó nafnið bendi ekki
til þess. Hann er sonur Mr. og
Mrs. C. A. Clarke, sem bæði eru
íslnezk, og eiga heima að 353
Roseberry Str., St. James. En
hans er hér getið vegna þess, að
skara fram úr öllum keppinautum
sínum í því, að búa til fullkomn-
ast sýnishorn af flugvél (semi-
scale yellow model monoplane)'.
Hefir samkepni í þessu staðið
yfir hér í Manitoba nú að undan-
förnu og lauk henni þannig, að
Harry Clarke skaraði fram úr öll-
um öðrum. Er hann því í þessari
grein “grand champion of Mani-
toba.” Það er æfinlega gleðiefni
að sjá íslendinginn í fararbroddi,
í öllu því, sem þarft er og gotfc.
Frá Gardar
Frétt frá Gardar, N. Dakota, í
vikunni sem leið, segir að þresk-
ing sé þar langt komin og hafi
gengið vel, því tíð hafi verið hent-
ug. Uppskeran sé meiri heldur
en búist hafi verið við og útlit
hafi verið fyrir um gróðrartím-
ann, og að engispretturnar hafi
ekki gert eins mikinn skaða, eins
og margir hafa haldið að verða
mundi. Skepnufóður fái menn sér-
staklega miklu meira, heldur en
menn hafi alment gert sér vonir
um.
Færri heátar
Hagstofan í Ottawa skýrir svo
frá, að 1931 hafi verið 3,129,058
hestar í Canada; en 1921 hafi þeir
verið 3,541,769. Þeim hefir því
fækkað á þessum tíu árum um
322,711, eða 9.35 per cent.
TIL R. J. DAVIDSON.
Sjóndepra.
í öllum tómleik andar máttur
Alverunnar,
Ef vilt heyra —
Þótt þú sjáir auðn— í auðn,
En ekkert meira.
Yndo.
Islendingadagurinn
við Silver Lake
Eins og áður hafði verið auglýst
í vestur-íslenzku blöðunum, héldu
íslendingar í Seattle sinn þjóð-
minningardag þann 7. ágúst, úti
við Silfur vatn, sem er í næsta
héraði, “Snowhomish County”, 25
mílur norður héðan frá Seattle-
borg.
Dagurinn var hinn indælasti
alt í gegn, veðrið bjart og stilt og
mátulega heitt, svo allir nutu sín
vel. — Aðgangur að plássinu kost-
aði 25 cents, og fylgdi þar með
myndarleg dagskrá, prentuð á 8
síðum af Mr. K. S. Thordarsyni
prentara hér í bæ, með nokkrum
auglýsingum til viðbótar, einnig
silkiborði með nafni dagsins á,
ártali og dagsetning.
í forstöðunefnd hátíðahalds
þessa voru níu manns, og forseti
dagsins var H. E. Magnússon, en
söngstjóri W. Alfred Albert, sem
er tiltölulega nýr landi hér í Se-
attle, og söngmaður góður; tók
hann að sér að æfa söngflokkinn
fyrir þetta mót, í fjarveru Gunn-
ars Matthíassonar, sem gert hefði
það ef hann hefði verið í bænum.
Bersvæðisskemtanir, sem voru
mest part hlaup og stökk, byrj-
uðu kl. 11 f. h. Var þeim líka
skipað í 20 deildir, eftir aldri og
kyni; verðlaun voru greidd fyrstu
og önnur, tveimur þeim beztu I
hverri deild sem kappleikana
þreyttu. Stóð þessi hreyfing yfir
í þrjár klukkustundir, en borð
.voru þó sett í millitíð og etið.
, Klukkan 2 e. h. byrjaði skemti-
jskráin inni undir þaki, í danssal
igarðsins, og hljóðar hún þannig:
jForseti biður sér hljóðs og kallar
iram söngflokkinn:.
:1. Söngflokkurinn sýngur lag.
(í honum voru um 40 manns).
2. Ávarp forseta: H. E. Magnússon
3. Einsöngur: “Þú ert móðir vor
kær” ■— Mrs. S. Benónýs.
4. Ræða: “Minni íslands” — séra
V. J. Eylands.
5. “Ó guð vors lands” — Söng-
flokkurinn. .
6. Kvæði: frú Jakobína Johnson.
7. Einsöngur: Gunnar Matthíasson
8. Ræða: ”Minni Vestur-íslend-
inga — séra C. J. Olson.
9. Söngur — Söngflokkurinn.
Lokið var svo þessum skemtun-
um með almennum söng, beggja
þjóðsöngvanna: “Eldgamla ísa-
fold” og “My Country ’tis”, og að
því búnu hörfuðu margir til mat-
arskrínanna á ný, því vanalega er
það svo, að eftir saðning andans,
krefst líkaminn einnig sinnar
fæðu.
Kringum 450 manns sóktu þetta
mót, og virtist að allir skemtu sér
vel. Mér er ekki kunnugt um,
hver f járhagslegur afrakstuv
mótsins varð, það er enn í hönd-
um nefndarinnar; en eg býst við
að hann hafi verið þolanlega góð-
nr; þrátt fyrir það þó aðgangur
væri bærilegur, þá var kostnað-
urinn við hátíðarhaldið í þetta
sinn með minna móti gerður, eða
eins lítill og hægt var að hafa
hann. — Hálfgerðum ótta sló fyr-
ir, að aðsókn yrði ef til vildi ekki
góð nú, sökum fjárkreppunnar,
sem nú hangir yfir svo alment;
en útkoman varð á annan veg.
Allir höfðu kvartinn, þegar á
skemtistaðinn kom og kreppunn-
ar varð ekki vart þar. Sund og
bað var framið í vatninu af ýms-
um, meðan sól var á lofti, og
dansað var í danshúsinu frá kl. 7
til 11 um kvöldið, er allir fóru
heim með sætum sigri yfir lukku-
legum degi og skemtilegum.
Eg á von á að minnin prest-
anna og kvæði Mrs. Johnson sjá-
Mega ekki ganga berir
Yfirvöldin í Saskatchewan vilja
með engu móti þola Doukhobors,
"Sonum frelsisins”, að ganga nökt-
um um götur bæja og borga. En
þeir gera það stundum, og ávalt í
þeim tilgangi að láta í ljós óá-
nægju sína með einhverjar ráð-
stafanir stjórnarinnar. Fara þeir
þá jafnan margir saman, karlar
og konur og ber ekki neitt á
feimni hjá þessu fólki. Hefir
þett oft komið fyrir og nú síðast
í bænum Canora, Sask., á sunnu-
daginn var. Var fólk þetta tekið
fast og á mánudaginn mætti það
fyrir rétti og sýnist sumt af því
hafa hlotið nokkuð harðan dóm
fyrir þetta tiltæki. Fjórir menn
voru dæmdir í þriggja ára fang-
elsi hver; fjórir í tveggja og hálfs
árs fangelsi; sex fengu 60 daga;
ein kona 18 mánuði og tvær stúlk-
ur 60 daga og níu kvenmenn tvo
daga, með því skilyrði, að þær
færu þá strax heim til sín.
ist á prenti í ísl. blöðunum til
fullnaðar auka við þetta skrif. —
Ef eg hefi tekið fram fyrir hendur
íslendingadagsnefndarinnar með
þessu skrifi, þá bið eg forláts á
því hinu sama.
f sambandi við ofanritað, vil
eg stuttlega geta móts á öðrum
stað, af því eg var staddur þar,
þegar það skyldi haldið. — Hinn
31. júlí s.l., réttri viku á undan
Seattle mótinu, stofnaði lúterski
söfnuðrinn í Blaine til “Miðsum-
ar-móts” í skemtigarði bæjarins
Lincoln Park. Skemtiskrá var
prentuðí skrautbúin á útsíðum.
með fjallkonunni að framan, en
íslandi á aftursíðu; og innihald
var í sama formi, eða svipuðu Se-
attle skránni, minni og kvæði,
kvæðin frumort. Alt átti að fara
þar fram undir beru lofti. Tíu
atriði voru á dagskrá; forseti
dagsins þar var Andrés Daníels-
son, og söngstýra Mrs. Ninna
Stevens.
Dagurinn var að morgninum
fagur og lofaði öllu fögru með
veðrið, En um kl. 9 f.h. fór að
syrta að, rétt þegar komið var
undið það að samkoman yrði sett
með lúðrasöng, sem vara átti um
stund, en varð þó ekkert af, því
forstjóri þess flokks slasaðist
kvöldið fyrir, og gat ekki komið.
En frá kl. 11 til kl. 1 átti að fram-
reiða mat þar á staðnum og sem
byrjað var á, þegar sólarguðinn
tók algerlega til sinna ráða og lét
þunga-regn falla, jafnt yfir rétt-
láta sem rangláta.
Margt af fólki var komið þarna
saman, sumt frá fjarlægum stöð-
um, til að vera á þessu miðsumar-
móti ísl. lút. safnaðarins í Blaine.
Allur undirbúningur fyrir mót
þetta var hinn vandaðasti og
miklu kostað til þess, og gaf hin-
ar beztu vonir um góða lukku, en
sem mistókst svo tilfinnanlega,
veðursins vegna, því hvergi var
skýlis að leita þar á staðnum. —
Ræðumenn og aðrir, sem tóku
þátt í prógramminu, voru til stað-
ins kl. 1, er byrja skyldi. Létti þá
regninu um stund og gaf góðar
vonir að halda mætti áfram. For-
seti bað sér hljóðs og byrjaði á
daðskrá með því að söngflokkur-
inn söng “ó guð vors lands” o.
s. frv. Fyrsti ræðumaður var
séra K. K. Ólafson frá Seattle;
flutti hann lipurt og skörulegt á-
varp um Ameríku, paradís hinna
undirokuðu, land allsnægtanna og
tækifæralandið ótakmarkaða. Mrs.
Kristín D. Johnson í Blaine og
Mr. Ed. Gillis, frá Westminster,
fluttu þá frumort kvæði fyrir
þetta mót. — Þegar hér var kom-
ið, snerist úðinn í helliregn, en
0r bænum og grendinni
Á sunnudagsmorguninn lögðu
þau af stað vestur að Kyrrahafi,
Mr. og Mrs. Jakob Vopnfjörð og
Hörður sonur þeirar. Fara þau
fyrst til Vancouver, en ekki mun
fullráðið hvar þau verða framveg-
is. Síðan í vor, að þau hjón komu
frá Blaine, Wash., eða um fjögra
mánaða tíma, hafa þau verið hér í
borginni. Mr. Vopnfjörð bað Lög-
berg að skila kveðju sinni mörgum
kunningjum hér, sem hann gat
ekki séð eða kvatt.
Á föstudaginn í vikunni sem
leið, hinn 19. ág., gerði Dr. Thor-
laksson uppskurð á séra Haraldi
Sigmar. Liggur séra Haraldur
síðan hér á Almenna spítalanum.
Liður honum eins vel eftir upp-
skurðinn, eins og hægt er að gera
sér vonir um. Hefir hann æði
lengi verið töluvert lasinn, en ger-
ir sér nú hinar beztu vonir um,
að fá góða heilsubót, áður en
langt líður.
Lögberg er beðið að geta um
samkomu, sem Gimlisöfnuður er
að efna til þar í kirkjunni í kvöld
(fimtudagskveldið 25. ágúst kl.
8. 30). Gott prógram: söngur,
hljóðfærasláttur og kappræða um
spennandi efni, er þeir hafa séra
J. A. Sigurðsson frá Selkirk og
séra Jóhanna Bjarnason. Búist er
og við, að séra Rúnólfur Mar-
teinsson leggi þar eitthvað til
skemtana. Reynt verður að byrja
eins stundvíslega og unt er.
Giftingar.
Valdimar Sopher frá Riverton
og Gíslana G. Gíslason frá Árborg
voru gefin saman í hjónaband af
dr. Birni B. Jónssyni 18. ágúst.
Fór athöfnin fram að 774 Victor
Stræti.
Gefin voru saman í hjónaband
í Fyrstu lútersku kirkju, 20. ág.,
Victor F. Goodman og Muriel W.
Franks, bæði til heimilis hér í
borg Dr. Björn B. Jónsson fram-
kvæmdi vígsluna.
David Ferguson Johnstone og
Stefanía Bjarnason voru gefin
saman í hjónaband af dr. Birni B.
Jónssyni laugardaginn 20. ágúst.
Fór athöfnin fram á heimili for-
eldra brúðarinnar, Mr. og Mrs.
Friðriks Bjarnason, 810 Alver-
stone St., að viðstöddum allstór-
um hóp ættingja og vina. Stóð
þar rausnarleg veizla þar til brúð-
hjónin lögðu á stað um kvöldið í
skemtiferð austur um land.
með móðinn frá gömlu víkingun-
um, sem óttuðust hvorki vind eða
vatn, hamlaði ekkert séra Carli J.
Olson, presti Central lút. kirkj-
unnar í Seattle, frá að stíga upp
á ræðupallinn, og halda snjalla
ræðu um ísland, ættlandið og fæð-
ingarstað margra, er þarna voru
viðstaddir; landið, þó lítið væri,
sem lagt hafði sinn skerf heim-
inum til bókmentalegra auðæfa og
frjálsrar þjóðstjórnar. Næst kom
annað frumort kvæði, flutt af Mr.
B. Lyngholt frá iPoint Roberts,
Wash, En að því búnu var fólk
orðið svo gegnvott, það sem ekki
var í sínum bílum en stóð í kring
um ræðupallinn, að allir urðu að
hörfa að hálfri dagskrá lokinni,
sjáandi eftir því, að geta ekki not-
ið hennar að fullu, og að svona
skyldi takast til; en jafnframt þó
méð það í huga, að það bezta var
gert sem hægt var, undir kringum-
stæðunum, og að ræður prestanna
og kvæði skáldanna hefðu þó
borgað fyllilega fyrir inngangs-
eyririnn, sem var að eins 25 cent.
H. Th.