Lögberg - 25.08.1932, Blaðsíða 6
Bla. fí
LÖGBERG, FIMTU.DAGINN 25. ÁGÚST 1932.
Náman með járnhurðinni
EPTIR
IIAROLD BELL WRIGHT.
“Komdu nú, ” sagði Indíáninn og togaði í
reipið.
Það var alveg ómögulegt fyrir Edwards,
að gera sér nokkra grein fyrlr því, hvert þeir
voru að fara, eða í hvaða átt. Stundum fóru
þeir upp í móti og stundum ofan í móti.
Stundum sagði Indíáninn honum, að honum
væri bezt að ganga á fjórum fótum og halda
sér í kjarrið, eins og hann gæti. , Loksins vissi
Edwards, að hann var að fara í sregn um ein-
hver göng, eða sprungu, sem ekki var víðari
en svo, að hann rétt komst í gegn. Hann
ímvndaði sér, að þetta væru einhver neðan-
jarðargöng, því hann gat fundið steinvegg-
inn öðru megin og Tndíáninn sagði honum
hvað eftir annað, að bevgja niður höfyðið.
Svona héldu þeir' áfram stundar korn. Svo
stanzaði Katachee og Edwards hevrði, að
hann kveikti á eldspýtu og rétt á eftir tók
hann frá augunum á honum.
“Hvar er þitt kerti?” spurði Tndíáninn f
skipandi róm, og liefrar Edwards rátti það
fram, kveikti hann á þvf frá hinu Ijósinu.
Edward.s horfði forvitnislega alt í kring
um sig.
“Líttu á!” kallaði Indíáninn. “Sjáðu nú
hvort eg, Xatachee, laug að þér, þegar eg
sagði bér frá gulb'nu, sem væri nærri þar sem
þú vinnur, ef þú bara vissir hvar ætti að
finna það.”
Xatachee hafði ekki sagt ósatt. Við glæt-
una af kertaljósunum, gat Edwards séð þús-
undir dollara virði af gulli.
Hugh Edwards varð alveg hissa. Hann
gat ekki gert sér grein fvrir þeim auðæfum,
sem þarna voru saman komin, en þau voru
ósköpin öll. Þetta var nokkurs konar hell-
ir, og í hinum endanum var mikið af grjóti
og mold, sem fallið hafði niður, en annars
voru veggirnir sléttir og loftið líka og auð-
séð, að þar höfðu menn haglega að unnið.
Edwards leit spyrjandi augum til féíaga
síns.
“Gtömul náma?”
“Xáman með jámhurðinni,” svaraði Tndí-
áninn og það var eins og dálítið vfirlæti í
rödd og látbragði.
Það var eins og Hugh Edwards væri á
milli svefns og vöku. Hann svaraði hálf-
hikandi:
“En hvernig stendur á því, að þú hefir
ekki fært þér þetta í nyt, því geymirðu þessa
auðlegð hér ónotaða?”
Þu gleymir því, að eg er Indíáni,” svar-
aði hinn rauði maður. “Ef eg, Natachee, léti
aðra tita hvar þessa auðlegð er að
finna, mundi hvíti maðurinn þá gefa mér
tækifæri til að nota þessa auðlegð fyrir mig
og mitt fólk ? Hvenær hefir það ko'mið fyr-
ir, að þitt fólk hafi látið mitt fólk hafa nokk-
uð það, sem það sjálft gat haft gagn af ? En
setjum svo, að eg gæti náð þessum auð, án
þess aðrir yrðu varir við, hvaða gagn hefði
eg af gullinu ? Gæti eg, Indíáninn, með
nokkru móti notfært mér auðinn án þess að
verða fvrir dauðlegu hatri þeirra, sem segja,
að þetta sé land hvítra manna?
“Og þó maður hugsi sér, að eg geti tekið
gullið, hvaðh gagn hefði Indíáninn af því?
Þetta, sem hvíti maðurinn kaupir fyrir gull,
hefir enga þýðingu fyrir Índíánann. Við
kæmm okkuf ekki um það, sem hvíti maður-
inn sækist eftir. Við kærum okkur ekki um
verksmiðjur og járnbrautir og skip og banka
og kirkjur. Heldur ekki um sönglist vkkar
eða bókasQfn eða skóla. Indíáninn kærir sig
ekki um neitt af því, sem hægt er að kaupa.
fyrir þennan gula málm.
“Eg gæti ekki, hvað mikið gull sem eg
hefði, gefið mínu fólki aftur heimaland for-
feðranna. Eg gæti ekki eyðilagt borgir ykk-
ar, lög og landsstjórn og alskonar stofnanir,
sem menning vkkar hefir komið á fót í þessu
land', sem þið hafið með ofbeldi tekið af mínu
fólki. Gæti eg með ]>essu gulli gradt aftur
skógana., sem þið hafið höggvið niður, eða
látið aftur lækina renna, sem þið hafið þurk-
uð upp eða eitrað ? Gæti eg látið veiðidýrin
koma aftur, sem hvíti maðurinn hefir eyði-
lagt?”
Hann beygði sig niður og tók upp stein,
sem var meira gull en grjót, og hélt honum
upp að Ijósinu.
“Áður en hvíti maðurinn kom, var þetta
fyrir Indíánann að eins fallegur steinn, sem
bara var til skrauts, en hafði ekkert verulegt
verðgildi. Hinn rauði maður notaði sér
þetta að eins sér til gamans. En fyrir hvíta
manninn hefir þetta meiri þýðingu heldur
en alt annað. Fyrir hann er gullið heiður
og æra, gæfa og velgengni, upphaf og endir
lífsins, st.jórn og lög, gæfa og ást og alt ann-
að, sem nöfnum tjáir að nefna. Og það var
þetta, þessi einskis verði guli málmur, sem
fyrst kom hvíta manninum á stöðvar Indíán-
ans. Pyrir gullið fór hann hættulegar sjó-
ferðir yfir hið mikla úthaf og þrengdi sér
inn á ókunn lönd. Fyrir gullið hefir hann
rænt og drepið fólkið í þeim löndum, sem
hann hefir lagt undir sig. Og nú er Indíán-
inn ekki orðið annað en fótumtroðið sinustrá
eða visið lauf í slóð hins hvíta manns. Við
erum, ekki nema eins og handfylli af dufti í
hinni miklu hringiðu hinnar svo kölluðu nú-
tíma menningar.”
Hann fleygði frá sér steininum eins og
með viðbjóði og stóð þegjandi stundarkom
og soigarsvipur færðist yfir andlit hans.
Og aftur' kom það fyrir nú, að Hugh Ed-
wards hefði mikla meðlíðan með Indíánan-
um, þrátt fyrir það, hvemig hann fór með
hann. Áður en Edwards gat fundið orð til
að láta tilfinningar sínar í ljós, lyfti Nata-
chee alt í einu höfðinu og villimannlegt bros
lék um varir hans og hann færði sig feti nær
félaga sínum.
Skilur þú nú hvers vegna eg hefi farið
með þig hingað ? Skilur þú tilgang minn meh
því að lofa ])ér með eigin augum að sjá auð-
æfi námunnar með járnhurðina?
“Þín eina von um að sleppa við þær hörm:
ungar, sem þú fyrir sviksemi hvítra, manna,
en samkvæmt þeirra eigin lögum, hefir verið
dæmdur til að líða, er að finna gullið. Það
er ekkert annað en g*ullið, sem getur gert
þér mögulegt áð fá stúlkuna, sem þú elskar
og sem elskar þig.
“Þú segir, að þú vildir gefa sál þína fyrir
gullið, sem hefir svo mikla þýðingu fyrir
þig. Ágætt! Eg trúi þér. Mér þykir vænt
um þetta. Þarna er gullið, horfðu á það,
snertu það, hugsaðu um öll þau gæði, sem
]>að getur fært þér. Þarna er frelsið, ástin
og gæfan og konan, sem þú elskar. Þetta er
alt þarna rétt hjá þér, en þú skalt aldrei
snerta nokkurt lóð af því. Þó þú hefðir
hundrað sálir til að veðsetja, þá skyldir þú
samt aldrei fá nokkra vitund af því. Það er
vegna þess, að þú ert hvítur maður, og þess
að eg er Indíáni.
“Eg, Nataohee, hefi lokið máli mínu.”,
Það sem Indíáninn sagði, brendi sig inn í
sál hins hvíta manns. Hann leit enn vand-
lega vfir öll þessi auðæfi, eins og hann væri
að reyna að gera sér grein fyrir, hvað þau
gætu þýtt fyrir sig. Taugar hans komust í
svo mikinn æsing, að hann gat varla við
ráðið. Það sló svita út um ennið á honum.
Andlitið á honum varð næstum afmyndað af
kvölum.
Indíáninn, sem hafði nánar gætur á hon-
um, tók þegar um hnífinn, sem hann liafði í
belti sínu, og hans dimma og skýra rödd
rauf þögnina á þessum draugalega eyðistað.
“Nei, þú reynir það ekki, þú ert vopn-
laus. Eg mundi drepa þig áður en þú gætir
slegið mig. Þú hefir ekkert tækifæri hér;
þitt eina tækifæri er að grafa eftir gullinu
þangað til þú finnur það. Þú hefir bara
sömu vonina og sama tækifærið, eins og
fyrsti hvíti maðurinn, sem hér kom. Þú
verður að vinna alveg eins og allir hinir hafa
unnið, og þú finnur gullið — ef þú getur.
Hvíti maðurinn leit niður fyrir sig.
Tndíáninn fór til hans til að binda dúkinn
fyrir augu hans.
Ilugh Edwards lofaði Indíánanum að binda
fyrir augun á sér alveg mótstöðulaust. Svo
slökti Indíáninn l.jósin og lagði endann á
reipinu aftur í lófa Edwards.
“Það er hyggilegt af hvíta manninum,”
sagði Indíáninn, “að taka með góðu þann
eina kost, sem fyrir hendi er. Komdu. Það
getur skeð þú finnir gullið — á morgun. ”
Þær vikur, sem eftir voru vetrarins, vann
Edwards baki brotnu á hverjum degi, til að
ná í það lítið af gulli, sem Indíáninn með
leynd lagði fyrir hann. Meðvitundin um
hina auðugu gullnámu, sem hann gat ekki
fundið, kvaldi hann nótt og dag. Margoft var
hann að því kominn, að gefa upp alla von og
ganga sjálfur á vald lögreglunnar til að
gera einhvem enda á þessari miklu óvissu.
En alt af hætti hann við það, því alt af fanst
honum að mögulegt væri, að hann kynni
kannske að finna gullið — á morgun.
Svo var það einn daginn um vorið, þegar
fjallshlíðamar voiu aftur þaktar blómum og
dýrð náttúrannar var aftur orðin óvenjulega
mikil í þessu fjalllendi, að Hugh Edwards
leit upp frá vinnu sinni og sá ókunnugan
mann skamt frá sér.
XXIII. KAPITTJLI.
Þegar þessi ókunni maður sá, að Hugh
Edwards hafði komið auga á sig, gekk hann
í liægðum. sínum til hans. Rétt í því fanst
Ilugh hann koma auga á annan mann, þar
nokkuð langt í burtu uppi í hlíðinni.
Hinn ókunni maður gerði þannig grein
fyrir ferðum sínum, að liann væri þar á veið-
um og í þetta sinn hefði hann farið lengra
frá þeim stað, þar sem hann héldi til, heldur
en hann væri vanur, eða hefði eiginlega ætl-
að sér. 1 hér um bil klukkutíma töluðu þeir
saman, Edwards og hann, svona um daginn
og veginn, eins og ókunnugir menn vanalega
gera, þegar þeir hittast af tilviljun. Að því
búnu kvaddi ókunnugi maðurinn og fór leið-
ar sinnar.
Þegar Hugh hafði lokið verki sínu þann
daginn og fór í kofann, var Nataohee ekki
þar. En þegar Hugh var búinn að borða,
kom hann inn hljóðlega og fyrirvaralaust,
eins og venjulega.* Meðan hann var að taka
til mat handa sjálfum sér, sagði hann:
“Þú hafðir gest í dag. ”
Hugh var orðinn því vanur, að Indíáninn
vissi alla skaða hluti sem gerðust, þó ómögu-
legt væri að vita, hvemig hann vissi þá, að
honum brá ekki lifandi vitund við að heyra
þetta.
“Já, eg hafði gest,” sagði Hugh kæruleys-
islega.
“Þeir vom tveir hér í nágrenninu,” sagði
Natachee. “Eg sá förin þeirra áður en dimt
var roðið.”
Hugh sagði, að bara einn maður hefði
talað við sig, en hélt að hann hefði séð annan
mann tilsýndar.
“Það var Lizard,” sagði Natachee. “Eg
get þekt förin hans hvar sem er. Eg hefi oft
séð þau. Hann er innskeifur á hægra fæti
og hælarnir á skónum hans era meira slitnir
innanfótar, heldur en utanfótar. ”
Hugh Edwards varð liverft við.
“Heldurðu þeir hafi hafi verið—”
“Að leita að þér?” bætti Natachee við.
“Eg get ekki sagt um það enn. Það getur
skeð. Hvernig leit hann út, þessi maður, sem
talaði vig þig?”
Hugh lýsti honum, þessum ókunna manni.
“Meðal maður á hæð, þétt bygður, dökk-
liærður, augun mjög dökk. Mexicomaður,
eða að minsta kosti að einhverju leyti, liefði
ég hugsað.”
“Spurði hann um nokkuð þér viðvíkj-
andi?”
“Ekkert meira en svona eins og gengur og
gerist. ” •
’ “ Var hann nokkuð að forvitnast um mig?”
“Nei, ])ú varst ekki nefndur á nafn. Hann
sagðist vera að fást við veiðiskap. En hann
virtist líka vera heilmikið að hugsa um gull-
leit, og spurði margra spurninga viðvíkjandi
fjallendinu hér, eins og hann hefði nokkuð
góða hugmynd um það yfirleitt, en væri þó
ekki nærri viss í sinni sök.”
Natachee sagði ekki orð meira, þangað til
hann var búinn að borða. Þá gekk hann út í
eitt hornið á herberginu, þar sem rúm-
ið var. Tók hann þar lausa f jöl úr gólf-
inu og úr þessu fvlgsni tók hann skamm-
byssu og leðurbelti með skotfærum.
Þetta fékk hann Edwards, sem ekki vissi
hvaðan á sig stóð veðrið, eða hvað þetta átti
að þýða. En Indíáninn brosti og það var
hægt að ráða í, hvað harm var að sugsa.
“Eg keypti þetta sanda þér í Tucson í
liaust. En að öllu vel athuguðu hélt eg, að
það væri kannske jafn-gott að þú hefðir það
ekki ]>angað til einhver sérstök ástæða væri
til þess. Eg ætla að fara burtu frá þér um
tíma. Þangað til eg kem aftur, verður þú
að hafa ]>essa skammbyssu svo handbæra, að
þú getir gripið til hennar nær sem er, hvort
heldur á nótt eða degi.”
Hugh tók við vopninu eins og með hang-
andi hendi.
“Veiztu hvernig á að nota ]>etta áhald?”
spurði Natachee og var nokkuð livass í
máli.
Hinn hló.
“ójá, eg hefi hugmynd um það, en ekki
gæti eg hitt heilt hús með þessu verkfæri, þó
eg reyndi.”
“Þú verður að hafa það engu að síður, ”
sagði Indíáninn. “En ekki skaltu fara neitt
aÖ æfa þig í að skjóta. Hafðú nánar gætur
á hverjum, sem kann að koma, hér nærri, en
láttu engan sjá þig, ef J)ú getur komist hjá
því. Þessi ókunni maður getur hafa 'verið
veiðimaður, eða gullleitaVmaður, eða lög-
reglurpaður, eða þá kannske eitthvað enn
annað. Eg skal komast að því, áður en eg
kem heim aftur.”
Indíáninn tók boga sinn og örvar og fór út
í náttmyrkrið.
I tvo sólarhringa var Húgh Edwards ein-
samall. Þá kom Natachee aftur.
Eftir að hann hafði borðað eins og svang-
ur maður, sem lengi ekki hafði mat fengið,
tók hann til máls.
“Maðurinn, sem talaði við þig, er kallað-
ur Sonora Jack. Hann er að hálfu leyti
Mexicomaður; réttu nafni heitir liann John
Richards.
“Árum saman stundaði þessi Sonora
Jaek rán og gripdeildir á þessum slóðum, og
liafði með sér hóp af lögbrjótum, bæði frá
Mexico og Bandaríkjunum. Þeir stálu naut-
gripum, rændu járnbrautalestir, banka og
búðir og rændu alla, sem þeir komust í færi
við. Þar sem þeir höfðu aðal stöðvar sínar
einhvers staðar sunnan landamæranna. þá
var enginn hægðarleikur fyrir lögreglu
Bandaríkjanna að ná í þá. En eftir að þeir
höfðu myrt varnarlaus gömul hjón, sem
vora á ferð í vagni hér norðanmegin landa-
mæranna, varð Sonora Jack svo hræddur um
sig fyrir lögreglunni og fólkinu yfirleitt, að
hann áleit nauðsynlegt að flytja sig á ein-
hvern óliultari stað. Það er alment talið, að
hann hafi farið eitthvð suður til Mexico.”
“ 0g þú ert viss um, að það var þessi sami
Sonora Jack, sem kom til mín?”
Indíáninn brosti.
“Eins viss, eins og eg er viss um að þú
ert Donald Payne.”
Hinn hvíti maður roðnaði, en svaraði þó
stillilega:
“Vertu viss um að gleyma því ekki, að
Donald Payne er dauður.”
“Það er undir atvikum komið,” svaraði
Natachee.
Það fór ekki fram hjá Edwards hvað Indí-
áninn var að huga. Hann þagði stundarkorn
og sagði svo:
“En hvaða erindi á þessi útilegumaður
hingað?”
“Náman með járnhurðina,” svaraði Nata-
chee mjög alvarlegur.
“Svo þú heldur, að hann hafi komið til að
leita að þessaii töpuðu námu?”
t nokkrar mínútur sat! Tndíáninn án ]>ess
að svara, eins og hann væri algerlega sokk-
inn ofan í sínar eigin hugsanir. En eftir
nokkra stund leit út fyrir, að hann hefði
komist að einhverri niðurstöðu.
“Hlnstaðu nú á mig,” sagði hann. “Eg
skal segja þér nákvæmlega að hverju eg hefi
komist þessu viðvíkjandi. Það getur haft
mikla þýðingu fyrir okkur báða.
“Þessi Sonora Jack, með einum Mexico-
manni, sem eg tel sjálfsagt að sé einn af hanS'
gömlu félögum, kom hingað fyrst fyrir
nokkrum dögum. Þeir komu, tiI Dr. Burton
og móður hans og sögðu þeim, að þeir væru
að leita að gulli. Eg hefi talað við þau og
þau hafa enga hugmvnd um, livaða erindi
þessir menn í raun og veru eiga hingað
Sonora Jack og félagi hans lmfa sjáanlega
komist í kýnni við Lizard og halda nú til hjá
honum og foreldrum hans. Það fólk sýnist
vera að miðla þeim af þeirri þekkingu, sem
])að heldur. að það hafi af staðháttum hér.
Sonora Jack hefir illa gerðan uppdrátt af
þessu landsvæði, og vafalaust mjög gamlan.
Á eitt horaið af blaðinu er skrifað á spánsku: ,
‘Náman! með járnhurðinni í Gullgilinu’.”
Hugh Edwards sýndi þess aftur nokkur
merki, að lionum þætti þetta merkilegar
fréttir.
“En hvernig í ósköpunum veizt þú alt
þetta?” spurði hann.
Natachee gérði grein fyrir því.
“Heima hjá Lizard er borð rétt undir ein-
um glugganum. Þegar Sonora Jack og fé-
lagi hans og Lizard sátu þar og voru að
reyna að átta sig á þessum gamla uppdrætti
og reyna að finna gjá, sem skriða úr fjallinu
hefir nú fylt fvrir löngu, þá skoðaði eg þenn-
an uppdrátt líka.”
“En livað var um hundinn?” spurði Ed-
wards. “Hann ætlaði að éta mig lifandi,
þegar eg kom ]>ar einu sinni seint um kveld.”
“Þú ert ekki Indíáni,” sagði Natachee
hæglátlega. “Bogúnn og örvarnar gera eng-
an hávaða. Lizard veðrur hundlaus, þang-
að til hann getur stolið sér hundi einhvers-
staðar.”
“Þetta var ágætt,” sagði Hugh.
Natacl\ee hélt áfram.
“Það var ekki aðeins að eg sæi uppdrátt-
inn, heldur vildi það* svo til, að undir þessum
sérstaka glugga var veggurinn eitthvað bil-
aður, svo þar var gat á. húsinu, svo eg gat
hevrt það sem þeir sögðu, alveg eins greini-
lega eins og þó eg hefði setið við borðið hjá
þeim.
“Lizard sagði þeim alt sem hann vissi um
Indíánann, sem alment er lialdið að viti alt
um þessa týndu námu. Sumt af því sem
hann sagði, geri eg ráð fyrir að þú mundir
fallast á. Ilann sagði þeim líka ýmislegt um
l>ig. Hann vissi ekki, að þú hétir öðru nafni
en Hugh Edwards. En sumt af því, sem
hann sagði um þig, var ekki nærri vinsam-
legt, eða þér til sóma.”
“Eg get vel ímyndað mér það,” sagði
Hugh.
Aftur sýndist Natachee vera að hugsa um
eitthvað, sem var kannske en'n merkilegra
lieldur en það, sem hann þegar hafði sagt
frá. Þar sem Hugh sá, að Nátachee var
sokkinn niður í sínar eigin hugsanir, þá bara
beið hann og sagði ekki orð.
“Það var nokkuð annað, sem Sonora Jack,
og félagi lians, voru að tala um,” sagði Nata-
chee loksins. “Nokkuð, sem eg skil ekki.”
Hann leit beint framan í Ilugh og spurði:
“Vilt þú segja mér alt, sem þú veizt um
M iss Hillgrove og feður hennar báða?”
ITugh Edwards færði sig dálítið frá og
blóðið stökk fram í kinnar hans. Indíáninn
sá hvaða áhrif þssi spurning hafði á hann og
lét hann þegar skilja, að ekki væri ástæða tií
að reiðast út af þessu.