Lögberg - 15.09.1932, Qupperneq 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1932.
Högberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COL/UMBIA PRE88 LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritat.iórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONES S0 327—86 328
Til kaupenda Lögbergs
Yér höfum, fyrir fáum dögum, skrifað öll-
um innköllunarmönnum Lögbergs, og beðið
þá að gera alt, sem í þeirra valdi stendur, og
sanngjarnt er, til að innkalla nú í liaust, eins
mikið og' mögulegt er af útistandandi skuld-
um blaðsins. Vér efum ekki, að þeir muni
gera þetta, eins vel og þeir bezt geta.
En þó innköllunarmennirnir vinni sitt verk
eins vel og samvizkusamlega, eins og bezt
má vera, þá er það þó aðallega undir kaup-
endunum komið, hversu vel þeim verður á-
gengt.
Með þessum línum viljum vér því snúa oss
beint til kaupendanna sjálfra og biðja þá að
borga, nú í haust, eins mikið og þeir mögu-
lega geta, af því sem þeir kunna að skulda
blaðinu, annað hvort til innköllunarmann-
anna, eða beint til skrifstofu blaðsins.
Vér viljum leyfa oss að draga athygli
kaupendanna að þeim sannleika, að blaðinu
er það hrein og bein nauðsyn, að fá nú í
haust eins mikið af áskriftagjöldum blaðsins
borguð, eins og mögulegt er. Vér efum ekki,
að langflestir af kaupendum Lögbergs skilji
þetta. Það mál hefir, oftar en einu sinni,
verið skýrt hér í blaðinu áður. Eins og les-
enduinir hafa vafalaust veitt eftirtekt, hefir
verið venju fremur lítið af auglýsingum í
blaðinu á þessu ári. Þeir, sem auglýsa í blöð-
unum, spara nú ekki síður en aðrir, og það
dregur mjög úr tekjum Lögbergs, en því
meiri þörf er blaðinu á því, að fá áskrifta-
gjöldin reglulega borguð.
Vér gerum ráð fyrir, að langflestum Vest-
ur-íslendingum sé það full ljóst, að útgáfa
Lögbergs er ekki gróðafyrirtæki. Það er öðru
nær. Hins vegar vitum vér vel, að Vestur-
Islendingar vilja ekki að Lögberg hætti að
koma út, ekki nú fyrst um sinn að minsta
kosti. Hvað sem verða kann, þegar stundir
líða, og sem hér skal engu spáð um, þá liggur
ekki nærri, að fslendingar hér í landi, séu
enn til þess búnir, að hætta að halda saman
og hafa félagsskap sín á milli. En fáum
mun dyljast, að alt félagslíf meðal íslend-
inga hér mundi verða slitrótt og erfitt, og
fljótt leggjast niður, án íslenzkra blaða.
Sama er að segja um samband vort Vestur-
fslendinga við föðurlandið. Það mundi fljótt
algerlega slitna, ef ekki vræu íslenzk blöð hér
í landi. Fyrir íslenzku blöðin í Winnipeg,
fylgjast Vestur-íslendingar enn býsna vel
með því, sem er að gerast á ættjörðinni.
Eins og oft hefir verið sýnt fram á, og
öllum er kunnugt, er það mjög óarðsamt fyr-
irtæki, að gefa út íslenzkt blað hér í landi.
Það er ekki hægt að gera, nema með góðri
samvinnu útgefanda og kaupenda. Lögberg
vill á allan hátt sýna kaupendum sínum alla
sanngirni og vinsemd, en það vonast eftir
hinu sama af þeim. Og því er ljúft að við-
urkenna, að það hefir notið mikilla vinsælda
hjá Vestur-íslendingum og gerir það enn, og
þeir eru margir, sem alt af standa í skilum
við það eins og bezt má vera. Þeim öllum
erum vér þakklátir. En Lögberg þarf þess
með, að allir kaupendur þess sýni því góð og
greið skil og borgi áskriftagjöld sín reglu-
lega á hverju ári. Vér efum ekki, að íslend-
ingar hér í landi skilji þetta fullkomlega, og
vér gerum oss vonir um að innköllun fyrir
Lögberg verði miklu betri nú í haust, held-
ur en hún hefir að undanförnu verið. Vér
vonum, að hver einasti kaupandi geri það
bezta, sem hann getur til að borga blaðið,
nú fyrir næstu áramót og heizt sem allra
fyrst.
Kaupendum blaðsins og öðrum, sem þessa
grein kunna að lesa, viljum vér, að endingu,
benda á það, að þegar um viðhald íslenzkrar
tungu hér í landi, er að ræða, samheldni ís-
lendinga hér og alt það, sem með réttu má ís-
lenzka þjóðrækni kalla, þá getur hver og
einn, sem það vill styðja, naumast varið
þremur dölum á ári betur á annan hátt, en
að kaupa, lesa og borga Lögberg.
Raddir æskunnar
og starfsemi Brynólfs Þorlákssonar
Það fer nú að líða nærri tuttugu árum, frá
því er Brynjólfur söngstjóri Þorláksson kom
hingað til lands og hóf kenslustarfsemi sína
í söng meðal barna og unglinga vestan hafs
af íslenzkum stofni. Þeim, sem á einhvern
hátt hafa átt samleið með honum á þessu
sviði, aðstoðað hann við kensluna, eðá hlust-
að undir forustu hans á raddir æskunnar,
mun seint fvrnast í'huga sá skerfur, er hann
hefir lagt til hinna andlegu menningarmála
vorra, víðsvegar árt um hinar dreifðu og ein-
angruðu nýbygðir.
Til þess nú að fæia að því gild rök, að hér
sé ekki vindhögg slegið, nægir að benda á
það, að í sambandi við að minsta kosti þrjá
merkisatburði í landnáms og menningarsögu
vor Vestur-lslendinga, hafa bania og ung-
linga söngflokkar Brynjólfs vakið hvað mesta
athyglina og varpað hvað víðustum ljóma á
hlutaðeigandi hátíðahöld; er hér átt við
hálfrar aldar landsvistarminni Islendinga í
Canada, er hátíðlegt var haldið að Gimli
1925; fimtíu ára afmæli íslenzku nýbygð-
anna í North Dakota að Mountain 1928, og
landnámsminningu að Grund í Argyle 1931.
Nokkurn kafla ]>ess sumars, sem nú er í þann
veginn að kveðja, starfaði Brynjólfur að
söngkenslu meðal barna og unglinga að Gimli
og æfði þar hundrað radda flokk, eða því
sem næst; söng sá flokkur á þjóðminningar-
liátíð Islendinga í Winnipeg, er fram fór á
Gimli þann 1. ágúst síðastliðinn; frá þátttöku
flokksins í því hátíðarhaldi hefir áður verið
skýrt, svo óþarft er þar nokkru við að bæta;
leiddi sú athygli, er flokkurinn þar vakti á
sér til þess, að hann kom hingað til Winni-
peg þann 2. ]>. m. og söng hér í Fyrstu lút-
ersku kirkju við prýðilegan orðstír og góða
aðsókn. Söngurinn var á margan hátt vnd-
islegur, og þó vafalaust hafi mátt hitt og
þetta að honum, frá strang-listrænu sjónar-
miði finna, þá var hann samt sem áður svo
hressandi og hreinn, að manni fanst engu
líkara en lífrænn vorblærinn færi móður-
mundum um sálu manns, jafnvel þó tekið
væri að hausta að, og “sumrið byrjað að
líða.” Það er eftirtektavert, hve samtaka
jafn-stór hópur ungmenna þessara var, hve
áherzlumar voru skýrar, og hve framburður
íslenzkunnar var frjálsmannlegur og tær.
Sönglistin er alþjóðamál; um farvegu hennar
má jafnan finna greiðari götu til hjartans og
tilfinningalífsins, en kostur var annars til;
með kenslustarfsemi Brynjólfs hefir unnist
það tvent, að sönglistin, sem slík, haslar sér
völl í bamssálinni, auk þess, sem íslenzkan
skýtur þar jafnframt þolgóðum rótum; að
hlynna að slíkri starfsemi, er ekki aðeins
venjulegt ánægjuefni, heldur bein menning-
arskylda. Islendingar í Winnipeg gætu í
þessu tilfelli auðveldlega tekið sér nýbygð-
imar til fyrirmyndar, og fært sér hina frá-
bæru hæfileika Brynjólfs til söngþroskunar
bama og unglinga, verulega í nyt.
Þó starfsemi Brynjólfs meðai æskulýðs
vors, hafi einkum og sérílagi verið gerð hér
að umtalsefni, þá hafa þó athafnir hans á
sviði hljómlistarinnar verið miklu víðtækari
en það; hann) hefir ámm saman æft söng-
flokka blandaðra radda hér og þar út um
hinar íslenzku sveitir vestra, auk þess
sem hann veitir forstöðu Karlakór Islend-
inga í Winnipeg, er þegar hefir aflað sér ær-
ið almennra vinsælda, og að sjálfsögðu stend-
ur til bóta.
Því verða tæpast takmörk sett, er unnið er
að í einlægni; það er margt, sem gróðursetja
má og halda við, séu þeir, sem hlut eiga að
máli, sjálfum sér samþykkir og samtakg.
Starfsemi Brynjólfs Þorlákssonar í þágu ís-
lenzkar söngmentar vor á meðal, er í eðli sínu
slík, að um hana ættu allir að geta tekið hönd-
um saman. Hér er að minsta kosti um þá
grein sannrar þjóðræknisstarfsemi að ræða,
er óhugsanlegt er að ágreiningi geti valdið.
Einar P. Jónsson.
Fegurð Manitoba
Hið fagra haustveður, sem vér nú njótum dag
eftir dag, gefur fólkinu í Manitoba sérstaklega
gott tækifæri til að sjá og njóta! fegurðarinnar í
sínu eigin fylki, og það ætti ekki að láta hjá líða,
að nota það tækfiæri. Allar aðal keyrslubraut-
irnar eru í bezta lagi, og er því mjög auðvelt að
fara suður um fylkið, eða þá til Clear Lake hér-
aðsins, eða til austur takmarka fylkisins, eða til
ýmsra fagra staða, sem nær liggja Winnipeg, en
sem allir geta haft ánægju af að sjá, sem þess
eiga kost.
Enginn skyldi hugsa um Manitoba, eins og eina
stóra, tilkomulitla og breytingalausa flatneskju.
Að vísu er sléttlendið svo víðáttumikið, að það
nær til yztu takmarka sjóndeildarhringsins í
hvaða átt sem litið er. En það út
af fyrir sig, er fögur tilbreyting,
frá því sem vanalega gerist. En
í fylkinu er fjöldi af ám og lækj-
um og fögrum skóglendum og
bændabýlum og vel ræktuðum
ökrum og mikið af laglegum
sveitabæjum og smáþorpum.
Fari maður til Beausejour eða
Brokenhead, sem er skamt frá
Winnipeg fer maður um Garson
og Tyndal og getur skoðað grjót-
námurnar miklu* sem þar eru.
Fari maður suður, um Morris og
Carman, sér maður hin fegurstu
búlönd, alla leið til Morden, þar
sem sjá má reglulega aldingarða.
Og sé farið norðvestur, gegnum
Dauphin til Clear Lake, sér ferða-
maðurinn eins fagurt og tilkomu-
mikið landslag, eins og nokkurs
staðar er að finna, upphaf Vest-
ur-Canada, fjarri borgunum, en í
kyrð loftsins, landsins, skóganna
og vatnanna.
Haustið er fagurt, en það er að
líða, og tækifærið til að njóta
fegurðarinnar, sem Manitoba-
fylki hefir að bjóða, ætti að vera
notað meðan tími er til.
Grein þessi er lausleg þýðing á
smágrein, sem var í Winnipeg
Free Press fyrir fáum dögum. Hún
er sérstaklega stíluð til fólksins í !
Winnipeg, en þó til annara jafn-
framt, sem sjá vilja og njóta feg-
urðarinnar, sem Manitoba hefir
að bjóða íbúum sínum og öðrum.
Má þar meðal annars benda á
“þúsundlitan skóginn” og svo
margt og margt annað. Það er
öllum gott að sjá, og mega njóta,
fegurðarinnar í sínum eigin
heimahögum.
“Félag tónlistar Jóns
Leifs”
Á öndverðu þessu ári var efnt
til félagsstofnunar á fslandi, sem
þess er eðlis, að Vestur-íslending-
um ætti að vera gefinn kostur á
að kynnast henni. Félag þetta
nefnist “Félag tónlistar Jóns
Leifs.”
Jón Leifs er sá af íslenzkum
tónlistarmönnum, sem mesta at-
hygli hefir vakið meðal erlendra
þjóða. Hann hefir samið allmik-
ið af orkesturverkum, sem leikin
hafa verið víðsvegar á megin-
landi Norðurálfunnar og orðið
tónlistardómendum að meira um-
ræðuefni en títt er um verk
þeirra manna, sem eiga sér til-
tölulega skamman feril að baki
og eiga auk þess óhæga aðstöðu
til þess að ryðja sér braut. En
sérstök ástæða er fyrir íslenzka
menn að fylgjast með starfi þessa
manns fyrir þá sök, að Jón Leifs
hefir lagt óvenjulega stund á að
kanna anda og eðli íslnezkra
þjóðlaga, rímnalaga og tvísöngs-
laga og leitast síðan við að túlka
þann sama anda í eigin sjálfstæð-
um verkum sínum. Þetta hefir
honum tekist með þeim hætti, að
ýmsir tónlistardómarar hafa haft
þau ummæli um verk hans, að oss
má á enga lund á sama standa.
Jafnframt tónverkum sínum hef-
ir Jón Leifs einnig samið mikinn
fjölda ritgjörða, sem út hafa ver-
ið gefnar í hljómfræði-tímaritum,
og gjört þar grein fyrir einkenn-
um .íslenzkrar, alþýðlegrar tón-
smíðar og fært fyrir því rök, að
hún væri ekki eingöngu sérkenni-
leg að tilfinningalífi, heldur einn-
ig gefið bendingar um, að hér
væri að ræða um hina mikils-
verðustu heimild til rannsóknar á
skapferli hins norræna kynþátt-
ar.
En nú er sá ljóður á ráði þeirra
manna, sem fást við verulega al-
varlegar tónsmíðar, að verk
þeirra eru ekki að sama skapi út-
gengileg verzlunarvara sem starf
þeirra er mikilsvert. Og um mik-
inn fjölda hinna ágætustu núlif-
andi tónskálda má segja, að verk
þeirra mundu alls ekki koma fyr-
ir almennings sjónir, ef ekki væri
gripið til þess ráðs, að safna á-
skriftum fyrir fram og fá vin-
veitta menn á annan hátt til þess
að styrkja útgáfurnar. Og nú
hafa áhugasamir menn á Islandi
efnt til félagsskapar til þess að
koma verkum þessa manns 4
framfæri. í aprílmánuði síðast-
liðnum birtu þeir ávarp það í ís-
lenzkum blöðum, sem hér er end-
urprentað:
“Vér undirrituð höfum gerst
stofnendur að félagsskap til að
styðja útgáfu á tónverkum Jóns
Leifs, og skorum hér með fyrst og
fremst á samlanda vora að stuðla
með þátttöku sinni að þvi, að fé-
lagið megi sem bezt ná tilgangi
sínum.
Það er óþarft að fjölyrða um
ástæður vorar til þess að stofna
félag í þessu skyni. Jón Leifs
hefir á síðustu árum lokið við
fullan tug stórra verka fyrir or-
kestur. Nokkur af tónverkum
hans hafa verið leikin opinber-
lega bæði á fslandi og erlendis,
og hlotið mjög loflega dóma enda
er nafn hans orðið vel þekt með-
al tónmentamanna erlendis. Þeg-
ar “Minni íslands” eftir hann var
leikið á norrænu hátíðinni í Kiel
1930, undir stjórn tónskáldsins,
þá kváðu merkir tónlistardómar-
ar upp úr með þá skoðun, að verk
hans væri það þjóðlegasta og nor-
rænasta allra þeirra tónverka.
sem þar voru flutt, að ný sér-
kennileg fslenzk tónlist hæfist
með verkum hans. Þetta kemur
heim við þá skoðun, sem Jón
Leifs fyrstur manna hefir boðað
heima og erlendis, í greinum sín-
um um íslenzkt tónlistareðli, að í
þjóðlögum vorum og rímnastemm-
um væri efniviður í sjálfstæða og
heimsgilda æðri tónlist.
iPrentun mikilla tónverka er dýr,
og nú á tímum sérstaklega marg-
víslegum örðugleikum háð, eins
og ljóst er af því, að súm verk
ýmsra þektustu tónskálda í Ev-
rópu eru gefin út með tilstyrk
einstakra manna eða tónlistarfé-
laga. Oss er kunnugt um, að
merk þýzk forlagsfirmu hafa
áhuga á að gefa út verk Jóns
Leifs, og vilja taka á sig nokkurn
hluta af kostnaði við prentun
þeirra, og er það ætlun vor, að
félagið semji við firmu þessi um
útgáfurnar. Nokkur minni verk
Jóns Leifs, íslenzk þjóðlög o. f 1.,
hafa verið gefin út á Þýzkalandi,
og mun félagið styðja bæði fram-
hald í þá átt og einnig útgáfu
hinna meiri verka hans. Er gert
ráð fyrir, að sérstaklega verði
vandað til þeirra eintaka, sem fé-
lagsmenn fá, og að þau verði
einnig tölusett aðeins fyrir þá.
eins og tíðkast þegar menn vilja
auka peningagildi vandaðra bóka.
Enn fremur er gert ráð fyrir, að
félagar njóti annara hlunninda í
hlutfalli við tillag sitt, sem er
minst kr. 10 á ári.
Vér sjáum ekki, að framar sé
til neins að bíða, áður en stofnað
sé félag til þess að framkvæma
þá sjálfsögðu skyldu, að leggja
rækt við tónlist Jóns Leifs með
því að stuðla að útgáfu verka
hans. Vér vonum, að allir þjóð-
hollir íslendingar, utan lands sem
innan, vilji taka höndum saman
um þetta menningarmál.
Þeir, sem vilja gerast meðlimir
í félaginu, tilkynni það vararit-
ara þess, Magnúsi Þorgeirssyni,
Bergstaðastræti 7, Pósthólf 714,
Reykjavík.”
Undir ávarpið eru rituð nöfn
yfir fjörutíu manna og kvenna,
þar á meðal tónskáldanna Björg-
vins Guðmundssonar, Emils Thor-
oddsens og Páls ísólfssonar.
Jafnframt félagi þessu á ís-
landi hefir nú verið sett á stofn
deild af því erlendis. Er heimili
deldarinnar í Þýzkalandi, enda
hafa ýmsir mikilsvirtir Þjóðverj-
ar þegar gengið í félagsskapinn
og gjört er ráð fyrir, að tónsmíð-
arnar verði prentaðar þar. Heim-
ilisfang erlendu) deildarinnar er
á þessa leið: An die Geschafts-
stelle der “Jón Leifs Gesells-
chaft”, Auslandsgruppe.
Berlin W 15, Schaperstrasse,
22 (Dr. Kroner).
Mér þykir næsta líklegt, að
ýmsum Vestur-íslendingum muni
í meir en þriíjung aldar hafa Dodd'a
Kidney Pills veri6 vtöurkendar rétta
.meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hJA
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eCa
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
leika hugur á að láta þetta mál
að einhverju leyti til sín taka.
Ungu1 fólki meðal vor, sem fæst
við tónlistarnám, fer f jölgandi, og
ýmsir hafa þegar getið sér nokk-
urn orðstír á því sviði. Ekki væri
ósennilegt, að því fólki þætti
gagnsamlegt og fróðlegt að kynn-
ast nútíma túlkun á tónsmíðum
ættbálks síns. En annars á þetta
mál ekki síður erindi til annara
íslendinga, þótt ekki hafi þeir
stundað hljómlist sérstaklega.
Þess má geta, að nú er þegar
tekið að prenta orkesturverkið
“Minni lslands“ með tilstyrk fé-
lagsins og fá félagsmenn vandað
eintak af verkinu, prentað á betri
pappír með; sérstöku titilblaði og
tölusett; þessi eintök verða alls
ekki fáanleg í bóksölu, en einfald-
ari eintök verksins kosta hjá for-
laginu hér um bil þrisvar sinnum
meira en ársgjaldi félagsmanna
nemur.
Ef til vill þætti einhverjum ó-
þægilegt að skifta við félagsdeild-
ina á Þýzkalandi, málsins vegna.
En til þess að greiða fyrir almenn-
ingi hefir Þjóðræknisfélagið góð-
fúslega orðið viði þeim tilmælum
að verða meðalgangari manna.
að verða meðalgangari manna. He
Hefir stjórnarnefnd þess falið
undirrituðum að annast málið fyr-
ir sína hönd og er því vandinn sá
einn fyrir þá, sem hug hefðu á að
gjörast félagar, að senda mér
nöfn sín og heimilisfang ásamt
tveggja dollara ársgjaldi. Fyrir
ársgjaldið fá þeir margfalt and-
virði þess í tónverkum, jafnframt
meðvitundinni um að hafa styrkt
markvert, þjóðþrifa fyrirtæki.
Ragnar E. Kvaran.
796 Banning St., Winnipeg.
Machray hneykslið
og Webb
Wtebb borgartsjóri í Winnipeg,
segist ætla að boða til almenns
fundar til að ræða um hvarf há-
skólasjóðanna. Fundinn vill hann
halda sem fyrst, og áður en al-
menningur veit hálfan sannleik-
ann í þessu máli. Vill hann að
nefnd sé skipuð til að rannsaka
öll fjármál, sem fylkisstjórnin í
Manitoba hefir nokkuð með að
gera. En ekki á stjórnin sjálf að
skipa slíka nefnd. Það sýnist
ekki alveg ljóst fyrir honum hver
á að .gera það. Hann væri kann-
ske til með að gera það sjálfur,
eða fá íhaldsflokkinn 1 Manitoba
til að gera það. Eða kannske þessi
fundur eigi að kjósa slíka nefnd.
Mr. Webb er einn með hinum allra
áköfustu íhaldsmönnum í Mani-
toba og flokksfylgið stingur al-
staðar út höfðinu í ummælum
hans um þetta mál. “Rétt eins
og við mátti búast af Webb,” segja
menn, þegar menn tala um þetta
síðasta tiltæki hans.
Islenzk vínber.
Á Reykjum í Mosfellssveit hef-
ir hinum ötula garðyrkjumanni,
Fresenius, eftir tveggja ára starf
og tilraunir, tekist að fullrækta
vínber, tvær tegundir, blá vínber
og græn. Eru berin nú fullþrosk-
uð og mun uppskeran verða 40—
50 kg. — í Hressingarskálanum
voru ber þessi seld í gær og þóttu
ágæt. Er þetta í fyrsta sinn að
íslenzk vínber koma á markaðinn.
Hressingarskálinn hefir trygt sér
alla framleiðsluna handa gestum
sínum. — Mgbl. 20. ág.