Lögberg - 15.09.1932, Side 8
Bls. S.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1932.
Robin' Hood
FI/ÓUR
Til þess að búa til fallegar kökur
og kryddbrauð, skal nota
Robin Hood mjöl
Or bœnum og grendinni
Skuldarfundur í kvöld, fimtudag.
Mr. Jón Stefánsson frá Stony
HiU, Man., var staddur í borginni
um miðja vi'kuna sem leið.
Mr. og Mrs. H. O. Hallson frá
Gimli, voru stödd í borginni á
mánudaginn.
Tvö framherbergi á miðlofti til
leigu fyrir $12 um mán. að 724
Beverley St.
Mr. og Mrs. Jón Jónsson frá
Siglunes, Man., voru stödd í borg-
inni seinni part vikunnar sem
leið.
Fálkarnir hafa líkamsæfingar í
neðri sal Goodtemplarahússins á
hverju mánudagskveldi.
Séra Jóhann Friðriksson mess-
ar næsta sunnudag að Hólar kl. 2
e. h. (sandard time)i og að Elfros
kl. 7.30 að kveldi, ensk messa.
Séra N. S. Thorláksson messar
í Vídalínskirkju næsta sunnudag,
hinn 18. sept., kl. 11 f. h., og í
Péturskirkju kl. 3 e. h.
Messugjörð flytur G. P. John-
son í Ellerby skóla sunnudaginn
18. sept. kl. 2 e. h., og kl. 7 e. h. í
Steep Rock Hall. Allir velkomnir.
Það er rétt byrjað að tala um
bæjarstjórnarkosningarnar í Win-
nipeg, sem fram eiga að fara í
nóvember 1 hau,st. Hefir verið
farið fram á það við J. A. Mc-
Kerchar bæjarráðsmann, að sækja
um borgarstjóra embættið í þetta
sinn, en ekki hefir hann enn þá
játað því eða neitað.
Mrs. Guðrún Bergman, ekkja
séra Friðriks J. Bergmanns, fór í
vikunni sem leið til Saskatoon,
Sask., og ætlar hún að vera þar
fyrst um sinn með dóttur sinni,
Mrs. Anderson, sem þar hefir
stöðu hjá Hudsons Bay félaginu.
Hugheilar hamingjuóskir fjölda
vina, fylgja hinni öldruðu ágæt-
iskonu til hennar nýju heim-
kynna.
Laugardaginn 27. ágúst síðastl.
lézt í Spanish Fork, Utah, Björn
Runólfsson Magnússonar, ættað-
ur úr Vestmannaeyjum, bróðir
séra Runólfs Runólfssonar, sem
um eitt skeið var prestur í Gaul-
verjabæ í Árnessýslu og síðar hér
vestan hafs. Björn heit. var
smiður bæði á tré og málm og rak
það starf um æfina. Var hann
mikill myndar og sómamaður.
Leiðrétting.
í dánarminningu Mrs. H. J.
Eastman, er Lögberg birti þann 1.
þ.m., voru eftirgreindar skekkjur,
er af einhverjum ástæðum höfðu
slæðst inn í handritið hjá höf-
undi. í minningunni stendur, að
Mrs. Eastman hafi dáið 5. júlí
1932, en átti að vera 8. júní 1932;
enn fremur er þar sagt, að jarð-
arförin hefði farið fram þann 10.
júlí, en átti að vera þann 10. júní
1932.
Wedding Bouguets, Pot Plants
Funeral Designs, Ferns
Cut Flowers
Sargent Florists
678 SARGENT AVE. (at Vlctor)
Winnlpeg-
PHONE 35 676
Brynjólfur Thorláksson
tekur að sér að stilla
PIANOS og ORGANS
Heimili 594 Alverstone 8«..
Simi 38 345
rigurdsson-T honr aldsoe
Compaoy Limilhed
GENERAL MERCHANTS
Útsölumenn fyrir Imperial Oil Limited
Royalite Coal Oil, Premier Gasoline
Tractor and Lubricating Oils
ARBORG
Phone i
RIVERTON
Phone ^
Manitoba, Canada.
HNAUSA
Phone 51, Ring 14
Gleðimót í vændum
Með því að alt fólk er nú aftur
heimkomið frá sumarbústöðum og
úr ferðalögum sínum og félags-
lífið endurlifnað með fullu fjöri,
þykir við eiga, að safnaðar-fólk
og vinir þess komi saman í fund-
arsal Fyrstu lútersku kirkju, til
fagnaðar og hressingar. Bæði
kvenfélög safnaðarins gangast því
fyrir gleðimóti, er haldið skal
næsta þriðjudags-kvöld og hefjist
kl. 8. Er öllum boðið á mót þetta
og er aðgangur ókeypis. Kostur
verður þó þess, að leggja fram
fríviljuglega gjaf'ir til safnaðar-
þarfa. Margt verður skemtana á
samkomunni: mikill og almennur
söngur og góður hljóðfærasláttur,
svo 0g, auk stuttra ávarpa, ræða.
er einn mikilhæfur mentamaður,
sem í borginni verður staddur,
flytur. Þá munu konurnar líka
sjá gestum fyrir góðgerðum í mat
0 g drykk. Yngri kynslóðinni
enskumælandi er ekki síður boð-
ið til mótsins, en hinni eldri. Nú
taka allir höndum saman.
Gleymið ekki staðnum og stund-
inni: Fyrsta lúterska kirkja,
þriðjudagskvöldið 20. september.
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega á þessum stöðum í
Gimli prestakalli næsta sunnu-
dag, þ. 18. sept., og á þeim tíma
dags, sem hér segir: í gamal-
mennaheimilinu Betel kl. 9.30 f.
h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl.
7 að kvöldi (ensk messa). Allir
velkomnir. Fólk ámint um að
fjölmenna.
Skúli Árnason dáinn
Hann andaðist að heimili dótt-
ur sinnar, Mrs. E. L. Hardie, 105
Crawford Str., Norwood, á þriðju-
daginn í síðustu viku, hinn 6.
september, áttræður að aldri.
Útfararathöfn fór fram frá út-
fararstofu Bardals, á föstudags-
kveldið, en jarðarförin á laugar-
daginn að Brúar grafreit i Argyle-
bygð.
Skúli Árnason var einn með
þeim allra fyrstu íslendingum,
sem settust að í Argyle, og átti
mikinn og góðan þátt í stofnun
þeirrar fögru og farsælu íslend-
ingabygðar. Bjó hann þar í ein
fjörutíu og fimm ár og farnaðist
ágætlega. Greindarmaður, bú-
maður góður og einn af þessum
sómamönnum, sem alla æfi naut
óskiftrar tiltrúar og virðingar
allra, sem þektu hann.
Kona hans er enn á lífi og átta
dætur og fimm synir. Eru börn
hans öll nú á þroska aldri og
mesta myndarfólk.
Jóns Bjarnasonar skóli byrjar
sitt tuttugasta starfsár í dag,
15. september. Skrásetning fór
fram í gær og eru nemendur nú
töluvert fleiri en þeir hafa nokk-
urn tíma áður verið. Kennarar
eru þeir sömu og verið hafa og
fjórði kennarinn hefir verið ráð
inn fyrir skólaárið, sem nú er
byrjað, Miss Beatrice Gíslason.
Sú villa hefir slæðst inn í æfi-
minning Þuríðar Ingibjargar
Björnson, í síðastliðinni viku, að
systir hinnar látnu konu er nefnd
Guðrún, en heitir Guðríður. Er
ekkja stórbóndans Einars sál.
Thorlacíusar frá Stokkahlöðum í
Eyjafirði.—Þessi misfella á prent-
un á nafni Guðríðar ekkju hans,
er leiðrétt hér með.
Þrír af leiðtogum hins mikla
lúterska kirkjusambands hér í
álfu, United Lutheran Church in
America, voru staddir hér í borg-
inni um helgina. Voru það þeir
Rev. Dr. E. B. Burgess frá New
York, Rev. Dr. E. A. Tappert,
einnig frá New York, og Rev. Dr.
J. Gould Wícky frá Washington,
D. C. Eru þeir að ferðast hér um
Canada til að kynna sér kirkjumál
og skólamál kirkjufélags síns hér
í Jandi.
Mr. Brynjólfur Björnson biður
fyrir hönd sína og fjölskyldu
sinnar Lögberg að flytja öllum er
heiðruðu útför móður hans, Mrs.
Þuríðar Ingibjargar Björnson, er
fram fór að Betel, á Gimli, þ. 31.
ágúst s. 1. með því að vera þar
viðstaddir og studdu að því á einn|
eða annan hátt, að jarðarförinj
varð eins myndarleg og hún var.
Enn fremur mælist Mr. Björnsoh
til, að blöð á Akureyri geti um
lát móður sinnar, með því þar|
norðanlands sé búsettur æði stór’
hópur ættingja hennar og vina.
Aðal fundur taflfélagsins “ís-
land” verður haldinn þriðjudag-
inn þann 27. þ. m. í leigusal fé-
lagsins að 666 Maryland St., og
hefst kl. 8 að köldi. Áríðandi að
allir félagsmenn mæti stundvís-
lega. Nokkrir góðir taflmenn
hafa gengið í félagið á þessu
starfsári og vonandi verða þeir
fleiri á því næsta, því áhugi fer
vaxandi fyrir tafllistinni. Og á
komandi vetri er okkur áríðandi
að æfa vel, svo við getum sýnt, að
við erum víkingaættar, ef á okk-
ur verður ráðist af öðrum taflfé-
lögum. Taflfélagið.
Fréttabréf frá Mozart.
Nýlátin er hér kona Páls Magn-
ússonar við Leslie. Hún hét Guð-
ný, dóttir Friðbjörns Steinssonar
bóksala á Akureyri, og var hann
alkunnur maður á Norðurlandi á
sinni tíð. Þau Páll og Guðný
voru komin hér snemma á land-
námstíðinni, og bjuggu alt af á
sama stað.
Þannig eru smám saman að
feyskjast og falla fornu eikurnar
í frumskógi íslenzka landnemans
á öllum sviðum hér vestan hafs.
Auðvitað er ekkert út á það að
setja, það er eðlishverflyndi efn-
isins, og gott að sjá það og reyna,
að andinn vex upp úr því eins og
barnið úr vöggunni og ungarnir
úr hreiðrinu.
Hún Guðný var á 69. árinu,
hafði Iengi liðið af líkamlegri
vanheilsu. Hún hafði miklu og
góðu dagsverki af lokið, mundi
sinn fífil fegri, og þráði að losna
úr höftunum. Það er gleðefni að
hugsa til hennar í fögrum ódauð-
leiksrunni, í efninu, sem aldirnar
feykja ekki og íþyngir heldur ekki
andanum á vegum skoðunar út-
sýnis og þroska. — Eg veit, að
æfiatriða þessarar heiðurskonu
verður getið í blöðunum af þeim
sem til þektu.
Þresking er langt komin á þess-
um slóðum. Það hefir gefið vel
og því gengið fljótt, jafnvel þó
stráið væri mikið og vinnan mik-
il. — Það held eg að margir hafi
orðið fyrir vonbrigðum hvað mál-
ið áhrærir, því stráið spáði svo
góðu. Hér í kring hafa flestir þó
fengið um 20 mæla af hveiti til
jafnaðar af ekrunni, eitthvað dá-
lítið meira hér fyrir austan, og
minna aftur vestur hjá Kanda-
har. Mér finst að öllum komi
saman um það, að hveitikaupmenn
séu þetta haust eftirlátari en
nokkurn tíma áður, hvað flokkun
hveitisins viðkemur; gefa nú
flestum nr. eitt og hljóta því vin-
sæld manna að verðlaunum.
Það er sagt að konan gleymi
kvölunum, þegar barnið er í heim-
inn fætt. En þessu er nokkuð
öðruvísi varið með aumingja
bændurna. Þegar nú loksins að
búið er að þreskja og þeir eru
sloppnir við sól og regn, ryð og
sagflugur engisprettur, hagl og
frost, þá er verðið á uppskerunni
svo lágt, aft naumast mæta tekj-
urnar útgjöldunum.
Þetta er þá alt í bráðina.
Fr. G.
Gefið að Betel í ágúst.
Mrs. O. J. Olafson, Wpg..... $2.00
Lína Jackson, Wpg............ 5.00
Innilega þakkað.
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermot Ave., Winnipeg.
— Hvenær ætlið þið Anna að
giftast?
— Brúðkaupinu hefir verið
frestað um eitt eða tvö ár.
— Hvers vegna?
— Jú, hún hefir gifst öðrum.
ROSE THEATRE
Thursday and Friday
“LOVE AFFAIR”
LADIES! — FREE
Hand Painted
TEA SETS
Every Thursday and Friday
Nights.
EFTIRTEKTAVERT.
Eins og sjá má af auglýsing-
unni hér að ofan, gefur Rose leik-
húsið japönsk, handmáluð Tea
Sets, sérhvert fimtudags og föstu-
dagskvöld, og byrjar það þessa
viku. Sérhver kona, er kemur á
myndasýningar þessa leikhúss, fær
Coupon spjald, og þegar það hefir
verið markað 12 sinnum, fær hand-
hafi fullkomið Set öldungis ókeyp-
is. Hafið þetta hugfast.
VEITIÐ ATHYGLI.
Á öðrum stað hér í blaðinu, er
auglýsing frá hinum unga og á-
gæta fiðlusnillingi, Mr. Taras
Hubicki, er víðþektur er af spili
sínu yfir útvarpið, bæði um West-
ern broad casting bureau og CKY.
Mr. Hubicki hefir nú á ný byrjað
kenslu í fiðluspili við St. Boniface
College, St. Mary’s Academy og
Hudsons Bay Store Music Depart-
ment. Hafa nemendur hans þrá-
faldlega hlotið gull og silfur med-
alíur og viðurkenningar skírteini
við Associated Board London Exa-
minations. Æskir hann eftir að
hitta að máli sem flesta íslenzka
nemendur 1 fiðluspili.
Mr. Hubicki er einn þeirra, er
aðstoðuðu við hljómleika Mr. Alex
Johnson yngra í Goodtemplarahús-
inu á Sargent Ave. þann 30. ágúst
síðastliðinn og hreif mjög hugi
áheyrenda sinna.
TARAS HUBICKI l.a.b.
VIOIjINIST and TEACHER
Recent violin Soloist, broadcasting
over W.B.B.
Appointed Teacher to
ST. BONIFACE COLLEGE
ST. MART’S ACADEMY.
HUDSONS BAY CO.
Music Department
Studios HUDSONS BAY STORES
4th floor
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
MOORE’S TAXI LTD.
28 333
Leigið bíla og keyrið sjálfir.
Flytjum pianos, húsgögn, farang-
ur og böggla.
Drögum bíia og geymum. Allar
aðgerðir og úkeypis hemilprófun.
YFIRLÝSING.
Þar eð eg undirritaður hefi
fengið ábyggilegar upplýsingar,
frá áreiðanlegum mönnum um
það atriði, er stendur í landnáms-
sögu Geysis-bygðar — þætti Guð-
mundar Guðmundssonar (bls.
108), er snertir hjúskap Þorsteins
Sigurðssonar og Margrétar ekkju
Guðmundar — sé algjörlega rangt
í frásögn. Þar fyrir bið eg Mar-
gréti og aðra hlutaðeigendur fyr-
irgefningar á þeim misfellum, sem
eg viðurkenni að þar hafi orðið í
umsögn.
Magnús Sigurðsson frá Storð.
* # *
í sambandi við ofanskráða yfir-
lýsingu, vil eg sem útgef. Alma-
naksins, segja frá því, að það var
óviljaverk af minni hálfu, að um-
sögn sú, sem að ofan er getið, var
þar birt, og bið hlutaðeigendur
afsökunar á því.
Ó. S. Thorgeirsson.
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
íslenska matsöluhúsið
Par aem tslendlngar I Wlnnipeg og
utanbæjarmenr, fá sér máltlBir og
kaffl. Pönnukökur, skyr, hangikjö'
og rúllupylsa á takteinum.
WEVEL CAFE
692 SARGENT AVE.
Stml: 37 464
RANNVEIG JOHNSTON, eigandl.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annaat greiðlega um alt, sem aB
flutningum lýtur, smáum eBa atór-
um. Hvergi sanngjarnara verS.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Slmi: 24 500
JOHN GRAW
Fyrsta flokks klæðskeri
Afgreiðsla fyrir öllu
Hér njóta peningar yðar sln að
fullu.
Phone 27 07 3
218 McDERMOT AVE.
Winnipeg, Man.
Beauty Parlor
643 Portage Ave.
Corner Sherbrooke Str.
Mundy’s Barber Shop
Sími: 37 468 Heimlli: 38 005
Mrs. S. C. Thorsteinson
A Thorough School!
The “Success” is Canada’s Largest Private
Commercial College, and the finest and best
equipped business training institution in
Western Canada. It conducts Day and
Evening Classes throughout the year, em-
ploys a large staff of expert teachers, and
provides sufficient individual instruction to
permit every student to progress according
to his capacity for study.
Since the founding of the ,,Succesa,, Business College of
Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic students have
enrolled in this College. The decided preference for ,,Success,,
training is significant; Icelanders have a keen sense of educa-
tional values, and each year the number of our Icelandic students
shows an increase.
Day and Evening Classes
Open all the Year
Buslness College, Llmited
PORTAGE AVENUE AT EiDMONTON STREET
Phone 25 843