Lögberg - 22.09.1932, Síða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1932.
^ögberg
Geíið út hvern fimtudag af
T H E C O LU M B I A P R E 8 S L 1 U I T E D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um árið—Borgist fyrlrfram
fhe “Lögberg” ls printed and published by The Columbia
Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONES S0 327—80 328
I garðinum
(Ræða eftir dr, Bjöm B. Jónsson.)
Og hann gekk út og fór eftir venju sinni til
Olíufjallsins, og lærisveinarnir fylgdust með
honum. Og þegar hann var kominn á stað-
inn (grasgarðinn Getsemane) sagði hann viS
þá: BiöjiS, að þér fallið ekki í freistni. Og
hann fór frá þeim hér um bil steinsnar og féll
á kné og baðst fyrir og sagði: Faðir, ef þú
vilt, þá tak þennan bikar frá mér! En verði
þó ekki minn, heldur þinn vilji! Þá birtist
honum engill af himni, sem styrkti hann. —
Lúk. 22, 39—42.
Heilög ritning hefir að geyma sögu af
tveimur merkilegum görðum, aklingarðinum
Eden og grasgarðinum Getsemane. Annar
stendur við upphaf tímans, hinn við upphaf
kristilegs lífs á jörðu. í aldingarðinum Eden
átti meðlœtið heima; í grasgarðinum Getse-
mane bjó mótlætið. 1 aldingarðinum var
Adam; í grasgai ðinum Kristur. Adam lók alt
í lyndi í aldingarðinum; Kristur sveittist
blóði í grasgaiðnum. 1 aldingarðinum var
bjartur dagur; í grasgarðinum var niðdimm
nótt. Inn í aldingarð meðlætisins kom illur
andi og tortímdi Adam; í grasgarð mótlætis-
ins kom góður engill og styrkti Krist.
Garðamir báðir standa enn og hafa lítið
breyzt: aldingarður meðlætisins og grasgarð-
ur mótlætisins. Báðir eru garðamir gróð-
ursettir af Guði. Aldingarður meðlætisins er
sá bústaður, sem Guð hefir fyrirbúið öllum
mönnum og þar vill hann að vistarvera barn-
anna sinna sé. En af því mennirair eru eins
og Adam, og kunna einatt ekki að fara með
meðlætið og njóta þess, þá gefur Guð þeim og
grasgarð mótlætisins, til þess hann geti sent
þangað engil sinn, anda sinn, til að styrkja
þá, og svo þeir vitkist og finni aftur ham-
ingjuna, sem þeir glötuðu í Eden.
Mannkynið berst sífelt úr öðram garðin-
um í hinn. Farsælar tíðir koma, góðæri
ganga og mannfólkið virðist lifa í velgengni,
svo sem hér var ástatt fyrir stríðið; en á góðu
tímunum læðist “snákurinn” um hugarból
manna sem í Eden og blæs í brjóst manna
anda stærilætis og sundrangar, anda taum-
leysis við girndir holdsins eftir forboðnum
ávöxitum auðs og metorða, anda mikilmensk-
unnar, sem ætlar sér sjálfur að vera yfir-
drottinn í Eden lífs síns og býður Guði byrg-
inn svo sem Adam.
En þá kemur Guð í aldingarðinn og lætur
Kerúb eilífs réttlætis reka með bragðnu sverði
mennina burt úr aldingarði hamingjunnar út
í grasgarð mótlætisins. Erfið ár og óham-
ingja sækja mennina heim, og við þau kjör
verða þeir að búa, unz þeir læra að reka frá
sér Satan síns illa og hégómlega hugarfars og
leyfa englinum góða, andanum frá Guði, að
koma til sín og styrkja sig til betra lífs.
Nú stendur yfir eitt það tímabil, þá mann-
kynið er í grasgarðinum, í Getsemane mik-
illar óhamingju. Það verður uncbr mönnum
sjálfum komið, hve lengi þeir verða að dvelja
þar. Þeir verða þar áreiðanlega þar til þeir
krjúpa, eins og Kristur og í anrla hans, að
fótum Guðs, biðjast fyrir og segja: ‘‘Faðir,
ef þú vilt, þá tak þennan bikar frá mér! En
verði þó ekki minn, heldur þinn, vilji.” Eg
veit ekkert um það, hve margt steinsnarið
enn, að mannfólkið verður e. t. v. að stíga enn
lengra inn í myrkrið í garði mótlætisins, þar
til það vitkast og segir við Guð: “Verði ekki
minn, heldur þinn vilji.” En víst er um
það, að ekki kemur góði engillinn að styrkja
mennina, fyr en þeir eru við því búnir að
gera Guðs vilja. Um það dirfumst vér ekki
að bera nokknrt vætti, hvort góði engillinn
sé þegar kominn, eða sé nú að koma, í gras-
garð mótlætisins til mannanna. Víst er það,
að Guð hefir þegar sent hann, en hann kemst
ekki að, fyr en mennirair vitkast og vilja
láta hann styrkja sig. Það eru einhver merki
þess nú, að góði andinn sé farinn að tala í
hjörtum margra manna og vísa þeim á leið-
ir aftur heim í aldingarð betri lífskjara. En
því miður er það víst mjög hæpið, að mót-
lætis-árin, sem nú hafa yfir heiminn gengið,
hafi enn lokið erindi sínu; og æskilegt er
ekki, að þeim linni fyr en tilgangi þeirra er
náð og menn hafa lært af góðum engli mót-
lætisins, að vilja lifa réttlátara og betra lífi,
en þeir lifðu áður, á tímum meðlætisins.
Hugur vor nær helzt til þess mannfélags,
sem oss stendur næst, til vors eigin íslenzka
mannfélags á stöðvum þeim, er vér byggjum,
og til sjálfs vors safnaðarfélags. Vér, sem
aðrir, eram í grasgarðinum Getsemane. Oss,
sem öðrum, hefir verið nauðsyn þangað að
koma, því á hagstæðum tímum þá vér, íslenzkt
fólk hér í borg og bygðum, undum í Eden alls-
nægtanna, létum vér, eins og Adam, snákana,
sem ávalt leynast í paradís velgengninnar,
tæla oss til margra synda: ofmetnaðar, óhófs,
sérþótta, sundrungar, og jafnvel- guðleysis í
sjálfri guðrækni vorri. Er vér nú í gras-
garðinum leiðum hug vom að ýmsu því, er
aflaga fór í einkalífi og félagslegri sambúð
fólks vors á hinum fyrri árum, og hve sundr-
ungin var mikil og er mikil enn (einkum í
k'rkju-málum og hjá kennilýð), þá má oss
skiljast, að nokkura tilgang muni skapari
vor hafa haft með því, að láta til vor sem
annara koma erfiðar tíðir og mótlæti. Hve
langt sé þegar liðið á grasgarðs-dvöl vora,
dirfumst vér ekki um að dæma, eða hvort enn
þurfum vér að fara steinsnar lengra inn í
myrkur mótlætisins. En þá einu von megum
vér ala í brjósti, að mótlætið verði oss öllum
til blessunar og vér komum úr grasgarðinum
betri og réttlátari menn.
Þótt ólíku sé saman að jafna, Jesú Kristi
og oss, veit eg það fyrir víst, að Guð er jafn-
fús að senda sína góðu engla til að styrkja
oss nú í mótlætinu, eins og hann var fús til að
senda engilinn til þess að s'tyrkja elskuleg-
asta barnið sitt í grasgarðinum Getsemane.
Og mesta gleði mín um þessar mundir er
það, að mér virðast nú nokkur merki þess
sýnileg, að engill Guðs, þ.e. andi nýs og betra
hugarfars, sé farinn að láta til sín taka í
mannfélagi vora. Þrátt fyrir all-nokkuð,
sem á móti þeirri ályktan mælir, virðist þó
sem engill góðviljans sé farinn að styrkja oss
til betra samkomulags og friðar. Þrátt fyrir
óeining sumstaðar þar sem sízt skyldi, er þó
víst, að hjá þorra íslenzks almennings, er nú
meiri eining í anda, meiri góðvild, meiri fús-
leiki til þess að menn leitist við að skilja hver
annan, umbera hver annan og hjálpa hver
öðrum. Þessi góði andi, eða engill, er frá
Guði nú kominn til að styrkja oss í mótlæti
verandi tíðar. Eg er að vona og biðja að þessi
hinn himin-sendi andi fái að vinna verk sitt
hjá oss æ meir með hverjum degi, svo að jafn-
vel áður en dagar hinnar fjárhagslegu kreppu
era liðnir, verði í íslenzku mannfélagi hér í
álfu ranninn nýr dagur, einingar og bróður-
þels. Þar sem kristur kraup á kné og bað til
Guðs af sínu hreina hjarta, kom engill af
himni til að styrkja hann. Fyrir því bið eg
alla, sem mitt mál heyra, að krjúpa hjá
Kristi við föðurkné Guðs og gefa sig undir
vald Guðs og vilja. Veit eg þá með vissu, að
andinn góði kemur til vor og styrkir oss til
nýs og betra lífs.
Að því er snertir þennan söfnuð, sem eg
nú sérstaklega tala við, má eg segja það, að
nokkur merki eru þess, að góður andi hafi
komið til hans nú á tíð mótlætisins. Mér finst
flestir menn og konur í söfnuðinum sýni af
sér mikla góðvild nú, vilji hjálpa bágstödd-
um, vilji sýna umburðarlyndi við aðra út í
frá, vilji taka í kærleika höndum saman til
þess að halda hér uppi starfi, sem er þeim
veralega dýrmætt. Eg vona að það sé vott-
ur þess, að fólkinu sé það fullkomin alvara,
að ki júpa í anda að fótskör Guðs og gefa sig
vilja hans á vald, í samfélagi við hann, sem
í Getsemane leitaði í mótlæti sínu hjálpar
síns himneska föðurs. Þurfum vér eigi að
efa, að góði engillinn komi þá einnig til vor
og styrki oss.
Svo sem mannfélag alt, mannflokkar og
smáfélög manna eiga sér lífsreynslu á þró-
unarleið sinni til skiftis í aldingarði meðlæt-
is og grasgarði mótlætis, svo skiftist einkalíf
vor manna milli garða þessara tveggja. Og
ekki nær sú skifting einungis til hinna ytri
lífskjara, að því leyti sem vér eigum efnalega
ýmist við hamingju eða hörmungar að búa,
heldur og til vors innra og eiginlega lífs.
Séi hver mannvera á sér garð út af fyrir sig.
Hversu náið samband sem vera kann á milli
vor og annara mannvera, þá eigum vér þó
hver um sig garðblett einhverstaðar, sem
enginn gengur um nema vér sjálfir. 1 þeim
garði lifna og vaxa, og líka visna oft og
deyja, ávextir huga vors og hjarta. Nú er
hvers manns sálarþroski og manngildi, svo
og heill hans og hamingja, undir því komið,
að hann bæði kunni og vilji rækfa vel garð
síns einkalífs. Þótt undarlegt megi virðast,
þá er meiri hætta á því, að órækt komist í
garð einkalífsins í góðæri heldur en harðæri,
í meðlæti fremur en mótlæti. Þá vér eram í
aldingarðinum, látum vér oss nægja útvortis
nautnalífið þar, en vanrækjum garð vors
innra lífs. í grasgarðinum aftur á móti verð-
um vér að leita hamingju vorrar inni fyrir
hjá sjálfum oss og rækta Eden allrar vorrar
sælu inni í eigin hug og hjarta. Fyrir því, er
grasgarður mótlætisins oss öllum nauðsyn-
leg^ur.
Mikilleiki og magn mann-
legrar hamingju fer eftir því,
hversu stóran garð maður á í
einkalífi sálar sinnar og hversu
vel maður ræktar hann. Sann-
arlega á það að vera aldin-
garður, þar sem spretta inn-
dælir ávextir, bæði í huga
manns og hjarta, og sálarlíf
manns nærist af. Undir því,
hve heilsusamlegir þeir ávext-
ir eru, era siðferðis-kendir
manns komnar, svo og sálar-
þrek manns og andlegt göfgi;
en eftir því aftur fara orð
manns og athafnir. Nú er það
með aldingarð vors innra
manns, að í hann kemur eng-
inn verulega nema vér sjálfir.
Enginn veit, af mönnum til,
hvað gerist í annars garði. Og
þar getur maður sjálfur raun-
ar aðhafst hvað sem maður
vill. Þar er engan umgang að
öttast. Þar er maður aleinn.
En sú einvera, svo dýrmæt
sem hún er, getur verið hættu-
leg, eins og þar getur líka ver-
ið gæfa manns og sælan mesta.
Það er meiri vandi að lifa í
einvera huga síns, heldur en á
almannafæri. Þá er ekkert að-
liald. Þá getur alt gott og líka
ilt gengið um garðinn manns,
eftir því sem maður sjálfur
vill eða leyfir. Nú er það og j
þar, alveg eins og í aldingarð- |
inum Eden, að snákurinn leyn-
islt og tælir mann til að neyta, I
með hugsunum sínum og
hjartaþrám, forboðinna, bann-
vænna ávaxta. Okkur er það
því nauðsynlegt, að að minsta
kosti etthvað af garðinum okk- j
ar sé grasgarður, að eitthvað
af blómunum okkar sé vökvað
með táram. Það er þá og á
þessu sviði sálargarðsins, að
við getum vænst þess, að góðu
englamir komi til að styrkja
oss, eins og engillinn kom frá
h:mni til að styrkja Krist í
garði táranna.
Eg sagði áður, að í einka-
garði vorum værum vér ávalt
einir saman. í annari merk-
ingu erum vér þar aldrei ein- j
ir. Það verða þar ávalt hjá
oss einhverjir andar (englar),
illir eða góðir. Eg er ekki í
neinuum vafa um það, að í
garði einverannar er algóður
og almáttugur andi Guðs oss
allra næstur. Eg veit um það,
að sjálfur Guð kemur í garð-
inn til að styrkja oss, þegar
vér þráum komu hans. Eg er |
þess og fullvís, að yfirmann-
legur anda-heimur yfirskygg-
ir alt vort líf, og þeir heimar
opnast sérstaklega inn í garð-
inn í einveru einkalífsins. Þar
erum vér og næmastir fyrir á-
hrifum allra anda. Sé það
satt, sem guðspjöllin herma
um ásókn illra anda á Krist í
einvera hans, hvort mun þá
ekki sennilegt, að andar
myrkranna sæki á oss þá vér
erum einir í garðinum, og þeir
vilji spilla hugsunum vorum
og eitra hjörtu vor. En hve
miklu fremur munu þá
himneskir andar, þeir, sem eru
ás-tvinir Guðs og hans sendi-
boðar, fúslega hjá oss dvelja í
garðinum og styrkjá oss til
allra góðra hugsana og helgra
tilfinninga, Hversu _ vel vér
skyldum þá vaka yfir gaiði
vors innra lífs, og haga svo
hugrenningum vorum og þrám
hjarta vors, einkum í einver-
unni, að Guð og hans góðu
andar geti tekið þátt í hverri
hugsun og hverri þrá hjart-
ans.
Þá við göngum í einka-garði
hjarta vors, eigum við fyrst
og fremst að ganga þar með
Gnði og góðum englum hans.
En eg hygg, að oss einnig sé
þess þörf, að fá þangað anda
góðra manna til að ganga við
hlið vora þar í heilagri einver-
unni. Ekki er eg hér að fara
með hindurvitni, ekki að tala
um afturgöngur, eða anda
framliðinna manna. Hitt veit
eg, að sá ræktar aldrei vel
garð huga síns, sem ekki á í
huga sínum samneyti við anda
góðra og viturra manna. 1
grasgarði anda míns veit eg
ekki farsæld meiri, aðra en þá,
að liafa Guð og anda hans með
mér, heldur en að mega láta
ganga við lilið huga míns anda
þeiria manna, er eg hefi bezta
þekt hér í lífi, eða hefi kynst
af því, sem þeir hafa fært í let-
ur. Minningar burtfarinna,
blessaðra vina eru sérstaklega
góðir englar að hafa hjá sér í
garði einveruhnar. Anda þeirra
manna, sem maður virðir mest
og ann heitast, hvort sem ]>eir
eru nær eða f jær, getur maður
kvatt til sín í garðinn sinn, og
átt við þá innilegt samtal og
sálarfélag. Líka þeir era góð-
ir englar sendir af Guði til að
styrkja oss. Sá er sæll, sem
ekki lætur annað en góða auda
Guðs og manna ganga með sér
um garð hjarta síns.
í sögunni um aldingarðinn
Eden segir svo frá, að Drott-
inn Guð hafi verið á gangi í
aldingarðinum í kveldsvalan-
um. Eg trúi því, að andi Guðs
gangi um aldingarð hvers ein-
asta manns, svo nærri böraum
sínum sem ástríkur faðir vor
vill ávalt vera. En frá því seg-
ir og, sem er svo undur rauna-
legt, að Adam og Eva reyndu
að fela sig fyrir Guði, þegar
hann kom í garðinn til þeirra,
af því þau höfðu girast og að-
liafst það, sem ilt var. Ef
hugsanir vorar era óhreinar
og illar, þá felum vér oss fyrir
Guði og lokum hliðum garðs-
ins, að ekki komi andi Guðs til
vor þangað. Oss til hjálpræð-
is laötur þá Drottinn örlögin
hrekja oss út í grasgarð mót-
lætisins. Þar hittum vér Krist
á bæn. Hann hefir þar lagt
sjálfs sín vilja og líf á vald
föður síns á himnum. Ófúsir
höfum vér verið að beygja kné
fyrir vilja Guðs. En þar sem
vér, sjálfir með sár og syndug
hjörtu, sjáum Krist, sem er
hreinn af synd, en þó svo
hryggur, af því hann elskar
bræður sína og líður fyrir þá,
þá viknar hjarta vort og vitk-
ast og við segjum: Eg vil líka
’krjúpa, krjúpa fyrir Guði mín-
um og gera vilja hans; leyf þú
mér að krjúpa við hlið þér,
yndislega vera; kendu hjarta
mínu bænina þína, heilagi
frelsari. — Svo kemur engill-
inn, andinn himneski og hugg-
ar og styrkir oss. Styrktir
h'mneskum anda frá gras-
garðinum, fáum vér svo, ó-
hræddir við Guð og menn, kom-
ið aftur í aldingarð hamingj-
unnar, gengið þar í kveldkyrð-
inni með Guði og haft oss til
fylgdar alla góða anda og
gengið frjásir og glaðir um
lífs vors garð.
Gefi það náðugur Guð, að
grasgarðsdvölin, mótlætistíðin
sem nú er, verði til þess, að
mannkynið alt, vér lítið íslenzkt
mannfélag, vort eigið vteika
hjarta krjúpi með Kristi að
fótum Guðs og gefí sig fúslega
á vald hans heilaga vilja. Þá
kemur, sendur af Guði, sá góði
andi, sem styrkir mannkynið,
þjóðflokk vorn og oss hvern
um sig til nýs og betra lífs.
Fyr en það verður, má enginn
úr grasgarðinum fara.
Garðrækt er ávalt nytsöm
iðja. En sú er iðja manns
nytsömust og yndislegust, þá
maður ræktar vel og dyggi-
lega garð síns eigin hjarta,
færir hann dag frá degi út að
stærri takmörkum, plantar þar
sífelt nýjum blómum og and-
legum jurtum, heldur garðin-
um hreinum, en er þó óhrædd-
ur að bjóða þangað til sín
margskonar öndum frjálsrar
hugsunar og góðum englum
göfugra tilfinninga. Ekki er í
heimi hamingjuna að finna,
nema svo, að hún búi í sjálfs
manns sálargarði. En sá, er
á sér í eigin hjarta hreinan
garð og fjölskrúðugan, fær
þeirrar hamingju æ að njótí*
1 meir en þriRjung aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills veriö viðurkendar rétta
meöalið viö bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdómum. Pást hJA
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eöa
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frú The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fyigir.
að vita að Drottinn Guð gangi
um garðinn sinn í kveldkyrð-
inni sem í Eden; og þar, í sín-
um eigin garði, má hjartað
krjúpa með Kristi við föður-
kné Guðs og í garð hins hreina
hjarta mun engillinn af himni
koma til að styrkja mann, þeg-
ar hjartanu blæðir.
Forn dys fundin
á Landi í Rangárþingi.
Eftir
Matth. Þórðarson fornsinjavörð.
Fyrir skömmu komu í ljós
mannsbein í uppblæstri, sem er í
svo-nefndu Karlsnesi fyrir norð-
an Skarðsfjall, allnærri Þjórsá,
skamt fyrir neðan Hagavað. Fann
Vilhjálmur Ólafsson frá Skarð-
seli, sem nú býr í Króktúni, höf-
uðkúpu af manni, og handarbein
nokkur hjá, sunnudaginn 17. f.m.,
o g skýrði þá hreppstjóranum,
Guðmundi Jónssyni í Múla, þegar
frá því, en hreppstjórinn mér 24.
s. m. Fór eg og athugaði fund-
inn 7. þ. m. Landið er blásið hér
alt á mjög stóru svæði og nær sá
uppblástur alt suður frá Þjórsá
og upp á Skarðsfjall. Er hér
hraun undir og orðið albert víða,
en nokkur leir og mold, vikur og
gosaska er enn í lægðum. Skarðs-
sel stóð fyrrum rétt undir fjall-
inu að norðan, en var flutt fyrir
löngu vestur að Þjórsá, þar sem
enn er óblásin mikil valllendis-
spilda suðaustan fram með ánni,
móts við Hagaey. Hefir þar ver-
ið búið þangað til í vor, að Vil-
hjálmur flutti þaðan búferlum.—
Þar sem beinin fundust var lægð
í hrauninu og voru þau enn hulin
sandi og ösku-blandinni leirmold
öll, nema þau, er komið höfðu í
ljós. Hefir höfði mannsins verið
lyft lítið eitt upp, en hann lagð-
ur á bakið. Beinagrindin kom
mjög greinilega í Ijós, er búið var
að hreinsa ofan af henni. Hafði
verið gerð hér um 2 m. löng gröf
og um % m. að breidd, og var
stefna hennar frá norðvestri til
suðausturs. Hafði líkið verið lagt
á dökkleitt vikurlag. Undir því
var Ijóst vikurlag og moldarlag
aftur fyrir neðan það, og enn
dýpra mátti sjá slík lög á víxl.
Höfuð mannsins var í suðaustur-
enda, og hefir hann því horft móti
norðvestri. Hægri fótur hafði
verið lagður yfir hinn vinstri fyr-
ir neðan hné. Vinstri hönd og
framhandleggur hafði verið lagð-
ur þversum undir bakið, en hægri
framhandleggur upp með upp-
handleggnum, og höndin við háls-
inn, og sennilega um spjótskaft,
sem nú sást ekkert eftir af; en
oddurinn var við fæturna hægra
megin. Hann var lítill, 19 cm. að
lengd og var falur og fjöður jafn-
löng, en fjöðrin 2.7 cm. að breidd
mest. Annað fanst ekki vopna
með beinunum, en leifar af mat-
hníf voru við hægri mjöðm; er
blaðið 8 cm. langt og 7.8 að
breidd; eru tréleifar um tangann.
Rétt hjá voru 2 lítil met úr blýi;
annað kringlótt, 1.5 að þvermáli
og 0.7 að þykt, um 14 gr. að þyngd,
en hitt ferstrent, 1.8 að lengd1 og
0.6 að þverm., og 5 gr. að þyngd.
Hafa þau, og lítill ferstrendur,
glær steinn, sem hjá þeim var,
verið í pússi, er maðurinn hefir
haft með sér. Hjá hálsliðum
fundust 3 “steinar” af sörvi, þ. e.
1 hvítleitur steinn, um 2.7—2.9
að þverm. og 1.5—1.§ að þykt,