Lögberg - 22.09.1932, Síða 5

Lögberg - 22.09.1932, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1932. Bls. 5 fremur eygður, 1 raftala, um 2.3 að þverm. og 0.7 að þykt, og 1 græn glertala, með hvítum rönd- um um 1.2 cm. að þverm. og 0.6 að þykt. Hafa þessar tölur, leif- ar af fullkomnara steinsörvi, verið í bandi um hálsinn. Af beinunum má sjá, að maðurinn hefir verið lágur vexti, og grann- ur, að líkindum; langleggurinn er 43.3 cm. að lengd. Tennurnar eru all-slitnar, en óskemdar. Virðist maðurinn kunna að hafa verið um sextugt, er hann dó. Höfuð- kúpan ber vott um, að hann hef- ir verið langhöfði. Hún er ein- kennilega þykk upp af nefbein- inu og er þar sem hnúður á. Dysin er eflaust frá heiðni, sennilega ofanverðri 10. öld. Hún virðist aldrei hafa verið nálægt neinum bæ og kann maðurinn að hafa verið veginn þar sem hann var dysjaður, en raunar er alt ó- víst um það, og hver hann hefir verið. Beinin, og þeir munir, er fund- ust hjá þeim, eru komin til Þjóð- minjasafnsins. — Mgbl. 25. ág. Sir James Jeans Enginn náttúrufræðingur, sem nú er uppi, er eins mikið lesinn eins og enski stjörnufræðingurinn Sir James Jeans. bækur hans eru lesnar í tugum þúsunda af ein- tökum, stjörnufræðarit hans eru lesin eins mikið og víðlesnustu skáldsögur. Hann hefir í ýmsum ritum sínum vikið að þeim heim- spekilegu niðurstöðum sem dregn- ar yrðu af rannsóknum náttúru- vísindanna. En hann segir í nýj- ustu ritgerð sinni um þetta efni, að þegar alt komi til alls, verði eðli og tilgangur alheimsins ekki skýrður af eðlisfræðinni einni, eðlisfræðilegar og vélrænar skýr- ingar hafi brugðist og þurfi þá einlægt að grípa til stærðfræði- legra skýringa til þess að koma röð og reglu á rannsóknir mánna og hugmyndir. Hann segir, að til- raunum manna til þess að skýra eðli alheimsins megi skifta í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið er frá upphafi fram á daga Gelileis og Newtons, annað tímabilið er frá þeim og fram í byrjun þessarar aldar og þriðja tímabilið það sem af er þessari öld. Fyrsta tímabilið var tími dul- rænna skýringa eða andatrúar. Sá tími fór vilt í því að halda, að rás náttúrunnar væri stjórnað af kenjum og ástríðum vera, sem að meiru eða minnu leyti líktust manninum sjálfum, af góðum eða illum öndum, goðum eða gyðjum. álfum og forynjum. Annað, eða vélræna tímabilið hófst, þegar eðlisfræðin fór að fást við rann- sóknir efnisins, hinnar dauðu náttúru. Þessi vélræna skoðun á alheiminum hélst fram undir síð- ustu aldamót. Samkvæmt henni var heimurinn settur saman úr rúmi, tíma, efnislegum líkömum, orku sem verkaði á þá, og efnis- legum ljósvaka, sem fylti alt rúm og gegn um hann barst orkan. Vísindi tuttugustu aldarinnar hafa blásið burtu þessum kenn- ingum. Þeim var blásið burtu af því að þær gerðu beimsmynd vís- indanna ótrygga og ruglingslega. Að vísu hefir tími og rúm ekki verið blásið algerlega burtu, en þau hafa hvort um sig mist öll einstaklingseinkenni sín og verið blandað saman í nýja kenningu, sem er ólík hinum báðum, sem sé rúmtíma (space-time continuum). Ef vísindin hefðu haldið áfram með hinar gömlu aðferðir sínar, hefðu þau næst getað reynt að draga upp hlutræna mynd af þessari einingu. En þau fóru alt aðra leið. Þau fóru nú eftir alda- mótin, aðallega fyrir áhrif frá Poincaré, Einstein og Heisenberg, að sjá það, að eina viðeigandi rannsóknarefni þeirra voru áhrif þau, er efnisheimurinn hafði á huga okkar. í þessum efnum komst því á samræmi milli vís- inda og heimspeki, ekki af því að vísindin hefðu neina sérstaka til- hneigingu til þess að hallast að hugspeki, heldur af því, að hugs- unin um það, að til væru hlutir, sem ekki væri unt að skynja, lenti i ómögulegum ógöngum. Sir James Jeans nefnir dæmi: 1 blindri trú sinni á vélgengi alheimsins gerðu vísndi 19. aldarinnar ráð fyrir því, að rafmagnsbylgjur (t. d. við útvarp)i gætu ekki breiðst út, svo skiljanlegt yrði, nema gert væri ráð fyrir ljósvaka, sem þær hreyfðust í. Nú hafa vísindin ekki getað sýnt nein áhrif þessa Ijósvaka á skynjun okkar og Hafa blátt áfram afnumið ljósvakann, slept honum úr hugmyndakerfi sínu og með því getað fengið full- nægjandi skýringar á fyrirbrigð- inu, sem um er að ræða. Nú líta vísindin á fyrirbrigði efnisheimsins á stærðfræðilegan hátt, sumpart til þess að geta skýrt þau sem beZt og sumpart vegna þess, að annar hlutlaus skoð- unarháttur er ekki til. Skáldið getur séð skáldskap í alheimin- um, listamaðurinn list, siðfræð- ingurinn tilgang, en þetta eru persónuleg sjónarmið og ekki að- al einkenni á heiminum, fremur en litur og ilmur eru aðal- einæenni á einstökum hlutum1 hans. í hinu stærðfræðilega sjón- armiði á eðli alheimsins kemur, að áliti Sir James, ekki til mála nein óvissa vegna mats á góðu og illu, fögru og ljótu. En aðalat- riðið er samt ekki það, að vísind- in hafa stungið af stokki öllu nema hinu mreina, stærðfræði- lega sjónarmiði, aðalatriðið var| hitt, að vísindin voru neydd til þess af beinhörðum staðreyndum nátt- úrunnar sjálfrar. Þau hafa líka orðið að losa sig við hverja eðlis- frægiskenningua af annari, unz ekkert varð eftir nema röð af at- burðum í fervídd rúmtímans. —- Lögrétta. Vígsla Siglufjarðarkirkju Frá íslandi Siglufirði mánudag 29. ág. Eins og til stóð fór vígsla hlnn- ar nýju kirkju hér fram klukkan 2 á sunnudaginn. Hófst hún með því, að klukkum gömlu kirkjunnar var hringt og síðan gengu biskup og átta prestvígðir menn ásamt honum með gripi gömlu kirkjunn- ar til hinnar nýju kirkju. Biskup vígði kirkjuna og síðan hélt séra Bjarni Þorsteinsson guðsþjónustu. Var kirkjan troð- full af fólki. Hún tekur um 600 | manns í sæti, en talið var að 900 væri þar inni, en þó mundi hitt fleira, sem úti fyrir stóð, og ekki komst inn. Að vígslu lokinni var haldið samsæti og voru þar mikil ræðu- höld. Kirkjan hefir kostað rúmlega hundrað þúsundir króna, en þó vantar enn nokkuð á það, að hún sé fullger. — Mgbl. Reykjavk, 28. ágúst. Undanfarna viku hefir verið eindregin sunnanátt um land alt, með úrkomum á Suður- og Vest- urlandi. Þurkar hafa verið góðir á Norður- og einkum Austurlandi. Hlýindi um land alt. Aðfaranótt 20. ágúst var hita- stig um frostmark víða hér sunn- Akureyrarkaupstaður 70 ára. Akureyri, 28. ágúst. Akureyrarkaupstaður á 70 ára afmæli á mánudaginn. Akureyri fékk kaupstaðarréttindi með kon- I unglegri reglugerð 29. ágúst 1862. Fyrsta bæjarstjórn var kosin 31. anlands, og sá talsvert á kartölu- .... marz vorið eftir og var hún skipuð grasi í þeim gorðum, sem ílla _ . _ liggja fyrir næturfrostum. Greiðlega gengur með sölu og lútflutning fiskbirgðanna, segir sölusamband fiskframleiðenda. — 5 mönnum, auk bæjarfógeta. Voru fimm verzlanir á Akureyri fyrir 70 árum og allar danskar, tvær veit- ingaknæpur og nýbygð kirkja, sú Tvö fiskitökuskip að leggja frá S^ma’ _bærinn ^á, enn við að landi, og verið að hlaða þrjú. CANADIAN PACIFIC Til gamla landsins Ódýrar, fljótar og þægilegar ferðir MEÐ Canadian Pacific Steamships Vikulegar ferðir frá Montreal beint til Glasgow. Ný og stór eimskip með björtum og vfðum farrýmum. Gott fæði. Kurteys umgengni. Söngur, leikir og margar aðrar skemtanir. Þriðja folkks skipsrúm til Reykjavíkur, aðra leið, $98.50 fram og til baka .......... .................$167.00 ViSS útvegum vegabréf og önnur skírteini. Landsvistarleyfi fyrir konur, smábörn og unnustur einnig útveguð. Peningar sendir hvert sem vera skal. Leitið upplýsinga hjá næsta umboðsmanni, eða skrifið á íslenzku til:— W. C. CASEY, Steamshíp General Agent 372 MAIN ST., Winnipeg, Man. búð var hér og danskur lyfsali. Embættismenn voru: Sýslumaður og bæjarfógeti Stefán Thoraren- sen, héraðslæknir Jón Finsen, sóknarprestur Daníel Halldórsson, en hann var búsettur á Hrafna- gili. Amtmaðurinn, Pétur Haf- stein, sat á Möðruvöllum. íbúar Akureyrar voru þá 286, en eru nú fjórum þúsundum fleiri. Tekjur fyrsta fjárhagsárið voru 644 rík- isdalir og 30 skildingar, eða um 1330 krónur. Árið 1931 námu þær 654 þúsundum kr. — Mgbl. HELLURISTUR A ROGALANDI. í sumar hefir stud. mag. Eva Nissen verið að rannsaka hellu- ristur á Rogalandi. Byrjaði hún þar sem heitir Eysti-Ámuey og þar er svo mikið af helluristum, að hún hefir ekki getað rannsak- að þær allar í sumar. — Alls hef- ir hún fundið þar um 1000 mynd- búa, en engan spítala og engan Engin breyting er þó á 'vertCfrh barnaskóla átti bærinn þá. Prent- því sem verið hefir, stórfiskur smiðJa var á staðnum og eitt blað sunnlenzkur í 75 kr. skpd., en var geflð út °* var ritstjóri þess norðlenzkur í 80—85 kr. LabriiBjorn Jonsson hinn eldri. Lyfja- ir höggnar á stein, og hafa sum- seldur á tæpl. 60 kr. skpd. og ^ ■■■ 1 -...... = pressaður smáfiskur rumlega 30 au. pr. kg. ar slíkar myndir aldrei fundist fyr. Auk óteljandi skipsmynda, hefir hún fundið tvær myndir af öxum, eina mynd af grefi og mynd af hesti. Á einum stað fann hún tvær þykkar hellur—fórnarsteina. Voru á annari 150 ristur, en 70 á hinni. Mest þótti þó í það varið, að þarna fann hún stærstu hellu- ristumynd af skipi, sem fundist hefir á Norðurlöndum. Er skips- myndin 5.70 metrar á lengd og 2.70 metrar á hæð um framstafn. Yfir skipinu er sólmynd og alt um kring það eru myndir af nær 20 öðrum skipum. Engar manna- myndir eru á þessu stóra skipi, en það er búið vel og stafnarnir mjög einkennilegir í laginu. — Mgbl. Mr. Björn Thorsteinsson frá Otto, Man., var í borginn1 á þriðju- daginn. Herpinótaskip hafa aflað tals vert nú undanfarið. Hefir bor-j ist svo mikið af síld til ríkisverk-. smiðjunni á Siglufirði, að húnj hefr ekki getað tekið við meiru í bili. Útflutningur síldar frá veiði- stöðvum gengur fremur greiðleiga. I Hve mikið er óselt af síld er ekki; fengið yfirlit yfir, en kunnugir telja það minna en undanfarin ár. Fréttamaður blaðsins á Siglufirði segir að þar sé fullyrt að Þjóðverj- ar þrefaldi nú innflutningstoll sinn á síld, frá 3 mörkum á tunnu í 9. Sala til Þýzkalands sögð hætt —Mgbl. verkátæði í Winnipeg Western Sausage Mfg.Co. Nýjar byggingar — Nýjustu og fullkommjptu áhöld, og kæliaoferðir Félagið leggur sérátaklega fyrir sig að búa til ^HI f II ft M H P P A M |1” Sausage (allar tegundir) — Wieners, UI A IVI U 1$ U DP A lw U Bologna, Cooked, Snioked and Pickled Meats, og sérstaklega ætlað kjötsölubúðum í Winnipeg og Manitoba. Allar vörur vorar eru daglega tilbúnar úr nýju efni, sem átjórnar eft'rlitsmaður heíir skoðað og samþykt Undir persónulegu eftirliti Mr. Robert Trotnow, sem hefir 34 ára reynslu í Sausage gerð, og sem hefir í mörg ár, og þangað til fyrir skömmu, verið í sambandi við Mani- toba Sausage Co. Heimboð! Almenningi er boðið að skoða vort nýja verkstæði hvenær sem er, og sjá hvernig “Diamond Brand” er tilbúið eftir hinum fullkomnustu heilbrigðisreglum og hreinlætis. 933 Notre Dame Ave., við Arlington—Verkstæði og Skrifstofa—Sími 27 742 Manitoba Power Commission aðstoðar bœndur til að setja inn Raf-eldavélar Til þess aÖ livetja viðskiftamenn Provincial Hydro, út nm sveitir Manitoba, til að nota rafeldavélar býður THE POWER COMMISSION að greiða liverjum mannl $22.50 upp í innsetningarkostnaðinn, livar sem er út um sveitir Manitoba. Þessi upphæð er ætlast til að borg’i sem svarar helmingi kostnaðar við innsetninguna á sveitabæjum. Kaupið rafeldavél hjá kaupmanni yðar, eða hverjum sem þér viljið, og látið setja liana inn á heimili yðar. Takið hjá verzlunarmanninum, sem setur inn vélina, reikning yfir allan innsetningarkostnaðinn; látið svo næsta umboðs- mann THE POWER COMMISSION, yfirlíta verkið, og ef hann er ánægður, þá staðfestir liann reikninginn. Sendið síðan reikninginn til The Manitoba Power Commission í Winnipeg og verður þá sá hluti, sem Commissionin greið- ir, .sendur viðskiftamanni eða verzlunarmanni eftir samkomulagi þeirra. Hið nýja verð, sem gengið hefir í gildi um næstum því alt fylkið, á rafafli, ætti að gera mönnum hægra að nota rafeldastór á heimilunum, og Commis- sionin er þess fullvi&s, að liver húsráðandi muni meta þá viðleitni, að færa þeim þau hlunnindi og þægindi, sem borgarbúar njóta, með því að borga stór- an hluta af innsetningar kostnaði eldavélarinnar. Ef þér óskið eftir einhverjum upplýsing- wn um hið nýja rafverð eða innsetningu á nýjum raftœkjum og áhöldum, þá veitir sveitarskrifari yðar yður þau með ánœgju eða The Manitoba Power Commjssion. Manitoba Power Commission 146 Notre Dame Avenue Eaát « « Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.