Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.09.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. S0PTEMBER 1932. Bl.a 7 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HKNIiY AVEX EAST. - - vVlNNIPKG. MAN Yard Offlre: 6th Floor. lu«nk of Hamilton Chamher> Lárviðarskáldið John Masefield Eftir Richard Beck. Nýlega urðu konungqskifti í Bragahöll Englendinga. Robert Bridges, sem um langt skeið hafði skipað lárvíðarskálds-sessinn með sæmd, féll að velli snemma 1 apríl 1930. Að sjálfsögðu varð tíð- rætt um það, hver kjörinn myndi til að fylla hinn auða konungs- sess. Ýmsir voru nefndir til, því að Englendingar eiga mörg ágæt- isskáld, sem vel hefði setið bekk- inn. En ríkisstjórnin, sem ræður vali skáldjöfursins, þótt Eglakon- ungur útnefni hann, krýndi John Masefield lárviðarsveignum. Er það dómur langflestra, að hann hafi bæði viturlega og réttlátlega kjörinn verið. Masefiel hefir tekist það, sem næsta sjaldgæft er, — að verða hvorttveggjta í senn, skáld lærðu stéttanna og alþýðunnar. Ljóð hans tala jafnt til allra hugsandi manna, hvar sem er í þjóðfélags- stiganum. En það er til marks um óvenjulega lýðhylli hans, að 80,000 eintök hafa selst af heildarútgáfu þeirri af kvæðum hans, sem prent- uð var fyrir nokkrum árum (1923)). Þá átti það einkar vel við að verkalýðsstjórnin skyldi hefja þann manninn til lárviðar- skáldstignar, sem nefndur hefir verið — og langt frá að ófyrir- synju — “skáld lýðræðisins”, og verið hefir, eins og ljóð hans sýna bezt, dyggur málsvari lítilmagn- ans. Lárviðarskáldstignin er gömul í garði á Englandi. Að því er næst verður komist, var John Dryden (1681—1700) fyrstur sæmdur því virðingarnafni með koungsbréfi. Síðan hefir jafnan skipað Verið opinberlega “lárvið- arskáld” Englands. Fjarri fer að hæfustu mennirnir hafi ávalt val- ist í sessinn, en þó eru sum merk- ustu skáld Englendinga að fornu og nýju í þeim hóp: Edmund Spen- ser, William Wordsworth og AI- fred Tennyson, auk hinna fyr- töldu. Hefir það þótt, og þykir enn, hinn mesti heiður, að verða lárviðarskáld. En þar fylgdi áð- ur fyrri böggull skammrifi. Það var lengi sjálfsögð skylda lárvið- arskáldsins að yrkja kvæði við há- tíðleg tækifæri, en þær kvaðir eru nú úr sögunni og skáldið alger- lega frjálst verka sinna. En fýr á tíð hlaut skáldið einnig að brag- arlaunum árlega tunnu af dýr- indisvíni, að líkindum til sálar- hressingar. Þessi gamli siður er nú Iagður niður, og fær skáldkon- ungurinn í staðinn 27 sterlings- pund úr ríkissjóði á ári hverju. Ekki alls fyrir löngu mintist fréttaritari einn á víntunnuna áð- urnefndu við Masefield, en skáld- ið er bindindismaður. Svaraði hann því, að kátlegt myndi að sjá menn velta víntunnu upp á Boar’s Hill (Galtarhól), en svo heitir| bústaður Masefields í nánd við Oxford. Glettin eru atvikin. Fyrir þrjá- tíu og fimm árum síðan var Mase- field réttur og sléttur veitinga- þjónn í drykkjukrá í New York. Nú skipar hann virðingarsess mestan meðal enskra skálda. II. John Masefield er lögfræðings- sonur, fæddur 1. júní 1874 í Led- bury á Vestur^Englandi. Ungur misti hann foreldra sína og ólst upp hjá frænku sinni í nefndum bæ og þar gekk hann í barna- skóla. Honum brann snemma æf- intýraþrá í blóði, og voru honum því innisetur illa að skapi; þótti honum stórum betra að fara í gönguferðir um nærliggjandi skóga og kanna þar ókunnuga stigu. Á fei-mingaraldri var hann ráðinn káetudrengur á kaupskip, og næstu þrjú árin var hann stöð- ugt í förum. Kyntist hann í sjón og reynd fjarskyldum þjóðum og löndum og varð þaulkunnugur sjómönum og sjómensku. Marg- breytt reynsla þessara ára var honum ágætur skóli, og þaðan er honum lcominn efniviðurinn í mörg snildarkvæði hans og fjölda sagna hans. Masefield tók snemma ástfóstri við skáldskapinn. Að eigin sögn fór hann að yrkja drengur að aldri. Eigi mun því ofmælt, að það hafi frá æsku verið löngun hans og markmið að gerast rit- höfundur. Saddur á sjóferðum gekk hann af skipi í New York í apríl 1895, blásnauður að kalla. Hafði hann nú ofan af fyrir sér með ýmiskonar lausavinnu; var um tíma, sem fyr er vikið að, veitigamaður í vínkrá einni, al- kunnri á þeirri tíð; og síðan vann hann í tvö ár í gólfdúkaverk- smiðju. Var það venja hans á föstudegi hverjum, er var borg- unardagur í verksmiðjunni, að kaupa ódýra kvæðabók og lesa hana um helgina, sem í hönd fór. Dag nokkurn keypti hann eitt af ritum Chaucers skálds (c. 1340— 1400), og olli lestur þess straum- hvörfum í andlegu Iífi hans. Opn- aðist Masefield nú, eins og hann sjálfur segir, “ný veröld furðu og yndis”. Honum skildist göfgi og gildi skáldskapar. Las hann nú af kappi rit margra annara höfuð- skáldanna ensku og orti í anda þeirra. Skáldið í honum var glað- vaknað. Næsta ár (1897) hélt hann til Englands og settist að í Lundúnum, og vann nú eingöngu að blaðamensku og ritstörfum. Fyrsta bók Masefields, Salt Water Ballas, kom út 1902. Hún vakti nokkra athygli á höfundin- I um, kom honum í kynni við suma helztu skáldbræður hans ensku- mælandi, og nú nýtur hún hvað mestrar lýðhylli allra rita hans. Árið eftir gaf hann út aðra kvæðabók, Ballads. Næstu árin ritaði hann margt skáldsagna. Einna merkust þeirra er Multitude and Solitude (1909)i, frumleg og falleg. Af leikritum hans frá þess- um árum er The Tragedy of Nan (1909) lang merkust. Bók hans um William Shakespeare (1911), er einnig mjög eftirtektarverð, prýðileg að rithætti, og bregður þar víða fyrir leiftrum skáldlegr- ar djúpskygni. En ritfrægð Masefields hóst eig- inlega með útkomu ljóðsögunnar The Everlasting Mercy í tímarit- inu The English Review (1911); flaug hún út, og var nú nafn höf- undarins á hvers manns vörum. Fá skáldrit hafa slíka sigurför farið. Aflaði hún og ljóðsögurn- ar þrjár, sem fylgdu í kjölfar hennar — The Widow in Bye Street (1923), Dauber (1912X The Daffodil Fields (1913), — skáld- inu heimsfrægðar. Ný stjarna og björt var upp runnin á enskum bókmentahimni. Á stríðsárunum var Masefield í þjónustu Rauða krossins, fyrst á Frakklandi og síðar á Gallipoli- skaga. Varð nú nokkurt hlé á bókmentastarfsemi hans; þó reit hann tvær styrjaldarlýsingar. Gallipali (1916)i og The Old Front Line (1917), sem að ágætum eru hafðar, einkum hin fyrnefnda. Mikið liggur eftir hann frá síð- ari árum: ljóð, leikrit og skáld- sögur. Reynard the Fox (1919), er einhver snjallasta Ijóðsaga hans. Sad Harker (1924) er atkvæða- mest hinna nýrri skáldsagna hans. Skemtileg og vel sögð er einnig skájdsagan Odtaa (1926). Allra síðustu rit hans, The Wan- derer of Liverpool (1930) og Min- nie Maylow’s Story and Other Tal- ( es and Scenes (1931) eru fyllilega samboðin lárviðarskáldinu, bæði að efni og listfengi. Auk lárviðarskáldfctignarinnar j hefir öðrum virðingum rignt yfir Masefield. Konunglega Bókmenta- félagið Brezka sæmdi hann skáld- skaparverðlaunum sínum 1912 og kjöri hann heiðursfélaga árið eft- ir. Þá hafa tveir víðfrægustu há- skólarnir ensku gert hann að heiðursdoktor sínum. Nægir þetta til að sýna, hversu traustum fót- um frægð hans stendur. III. Masefield hefir verið nefndur “lárviðarskáld hafsins” (the poet laureate of the sea). Vel myndi honum sæma það heiti. Hann hef- ir ort merkileg sævarljóð og sér- kennileg, sem hefðu trygt honum virðulegan sess meðal enskra ljóð- skálda. Þessi ljóð hans er ejnk- um að finna í kvæðasafninu Salt. Water Ballads. Flest eru þau í söguformi, óhefluð en áhrifamik- II, glöggar myndir úr lifi sjó- manna. Lýsa þau að jafnaði stormum eða skipbrotum, eða á aðra hönd skammvinnum fagnað- arstundum sjómanna, meðan skip þeirra liggja í höfn. Þá er flokk- ur kvæða þessara bygður á söngv- um þeim, sem sjómenn kyrja við hin ýmsu st.örf sín á skipsfjöl. svo sém þegar akkeri er vegið eða seglum ekið. Og öll eru kvæði þessi á kjarnmiklu, óprúðu máli sjómanna, sem Masefield hafði drukkið í sig á árum þeim, er hann átti heimili í stafnklefa "þeirra. Það er því ósvikinn sæv- arhreimur í þessum kvæðum. Mun óhætt mega segja, að ekkert enskra ljóðskálda hafi lýst lífi sjómanna af jafnmikilli ná- kvæmni, skilningi og djúpskygni sem Masefield. Eflaust þykir sumum nóg um ruddalegt sjó- mannamál hans og um bersöglar lýsingar hans; lesandin horfist hér í augu við sjálfan raunveru- leikann, en gull er þar með sor- anum — gnægð fegurðar. í kvæð- inu “Sea-Fever” (“sævar-hug- ur” mætti kalla það á íslenzku) lýsir skáldið fagurlega og kröft- uglega, svo að bergmálar í hverri svarelskandi sál, seiðmagn hafs- ins. Engu ólistrænni eða áhrifa- minni eru þau kvæði hans, sem dásama fegurð fjarlægra hafs- hluta. í ljóð sín um Indlandseyj- ar og Suður-Ameríku hefir hon- um tekist að flétta draumhöfga þann, sem hvílir yfir þessum slóð- um. “Kvæðin “Spanish Waters” og “Trade Winds” anda suðrænum blæ og austrænum. Auk sævarkvæðanna hefir Mase- field ort önnur fögur ljóð og efn- ismikil. Eitthvert hið allra feg- ursta þeirra og kjarnmesta, er “Consecration” (Helgun), inn- gangskvæðið í Salt Water Ball- ads. Það er “trúarjátning” skáldsins, þrungin mælsku, til- finningahita og heilagri vandlæt- ingu. ' Hann hefir eigi valið sér það hlutskiftið að vegsama í ljóð- um prinza og preláta, hershöfð- ingja og konunga. óbreyttur liðs- maðurinn — vegfarandinn — maðurinn, sem eigi fær risið und- ir byrði sinni, — sjómaðurinn, — kyndarinn, þessir og þeirra líkar eru hans menn. Hans er að yrkja um hina hungruðu, höltu og blindu — olnbogabörn lífsins; já, um afhrök jarðar, “the dust and scum of the earth”. Þeirra sögur kýs hann að segja. Þeir erfiða í sveita síns andlitis, en aðrir uppskera löngum ávextina, hrósið og þakkirnar. Masefield er djarfmæltur málsvari slíkra og forvígismaður. Ríkur mannkær- leiki er undiraldan í mörgum kvæðum hans. Hann vegsamar líf og störf hinna lítilsvirtu, hvort sem er á landi eða sæ. Þessa gætir meðal annars 1 af- bragðskvæði hans “August 1914”, ort um þær mundir, sem styrjöld- in mikla skall á. Hér er eigi brugðið upp mynd hryllilegra blóðsúthellinga. Eigi þrumar hér heldur raust þungrar ákæru. Að anda, efni og búningi minnir (kvæði þetta á hinn víðfræga “Kirkjureit” eftir Gray (“The Elegy Wri tten in a Country Churchyard”, smbr. þýðingu Ein- ars skálds Benediktssonar, Hrann- ir, bls. 150—156)v Masefield lýs- ir hér friðsælu sumarkveldi í sveit á Englandi, í allri þess þög-, ulu fegurð. En ósjálfrátt renna upp fyrir hugarsjónum lesandans' hroðasýnirnar yfir á meginlandi Evrópu. Fyrir það verður lýsing| skáldsins á friði kveldsins ogj dýrð þess enn þá áhrifameiri, og tilhugsunin um stríðsbölin enn ömurlegri. En yfir hljóðum ökr- unum sér hann svífa anda löngu liðina sveitamanna, sem lögðu alt í sölurnar fyrir ættjörð sína, rétt eins og lýðhollir bændurnir ensku hverfa nú (þ. e. þegar kvæðið va’r ort) á brott frá átthögum sínum og ástvinum, þegar skyldan kall- ar. Eigi er það heldur tilviljun ein, að Masefield sækir hér yrkisefni sitt í enskt sveitalíf. Hann var sveitapiltur áður en hann gerðist sjómaður. Og þá sætir það engri furðu, að þrjár hinar merkustu ljóðsagna hans lýsa ensku sveita- lífi, þó að The Daffodil Fields gerist að nokkru leyti í Argentínu. Og í Ijóðsöfnum hans, að undan- teknum Salt Water Ballads, er margt sveitakfæða. í kvæðinu “London Town” lýsir hann því, hve heitt hann langar úr borgarþrengslunum og rykinu heim í sveitina sína hjartfólgnu í vestri — “my land of heart’s de- sire”. Þar á hann heima. Öll ferðalögin — og útþrá og æfintýra ólgar í mörgum kvæðum hans — hafa ekki slitið þau bönd, sem tengja hann við æskustöðvarnar, heldur miklu fremur treyst þau. Það er ein af gömlu sögunum eilíf-nýju. Masefield er framúrskarandi ljóðhagur, og kvæði hans eru einkar fjölbreytt að bragarhátt- um. Hann hefir ort fjölda af sonnettum. Þær eru þrungnan djúpri íhygli og á köflum há- skáldlegar, en jafnast þó eigi við beztu ljóð hans undir öðrum brag- arháttum. En í sonnettunum kem- ur greinilega fram hin mikla feg- urðarást hans — eitt helzta ein- kenni hans. Hann lofsyngur feg- urð láðs og lagar, fegurð lífsins, þótt hana sé að finna sem gim- stein í sorpinu. Og ekki gleymir hann fegurð konunnar. Hann hef- ir ort einhver hin þýðustu — Ijóð- rænustu — ástakvæði, sem kveð- in hafa verið á enska tungu á síð- ari árum. Á nú við að ræða nokkru nánar Ijóðsögurnar fjórar, sem öfluðu Masefield lýðhylli og skáldfrægð- ar á skömmum tíma, og fyr voru taldar. The Everlasting Mercy segir frá trúarlegu afturhvarfi Saul Kane, sem var óregluseggur úr hófi fram, trúleysingi, og veiðiþjófur ofan i kaupið. Hann lendir í ill- deilum við annan veiðiþjóf, sem hann hafði beitt órétti, og bíður hærra hlut, þegar andstæðingur hans meiðist. Eftir sigurvinning þenna, drekkur Saul frá sér vitið á þorpsknæpunni. Að lokum ryðst hann út úr kránni, rífur utan af sér öl fötin og gengur berserks- gang um götur bæjarins. Hann hringir eldsvoða-klukkunum, lem- ur utan húsin og æpir svo að alt ætlar niður að keyra. Fá menn eigi fest hendur á honum, og í dög- un kemur hann aftur á knæpuna. Sefur hann nú um stund, en óðar og hann vaknar, leggur hann í aðra herferð um bæinn. Hann mætir þorpsprestinum á förnum vegi og verður undir í orðasennu við hann. Rennur nú af Saul versta víman við útivistina. Og svallið hefir eigi kæft að fullu guðsdómsneistann í brjósti hans. Aftur er för hans heitið á knæp- una; á leiðini þangað sýnir hann vinarhót drenghnokka einum, sem móðirin hafði skilið eftir úti á stræti. En Saul fær þær einar þakkir, að móðir drengsins eys yfir hann blóðugum skömmunum, kallar hann ‘bæjarsmán” og þar fram eftir götunum. Heggur það nærri Saul, því að hann var barn- Þróttur œskunnar Dr. Magnus Hirschfeld, hinn heimsfrægi sérfræðingur I kynfræði og forstöðumaður Institute for Sexual Science i Berlín á pýskalandi, hefir framleitt TITUS-PEARLS til að hjálpa miljónum manna og kvenna, sem hafa verið að tapa sinum likamlegu kröftum. Við mikla reynslu og nána athugun hefir hann komist að því að veiklun eitlanna leiðir af sér ýmsan sjúkleika, svo sem blóöþrýsting, eykur kalkið um of í œðunum og gerir mann örmagna eftir miltla áreynslu. Veldur svima, magnleysi og tauga- veiklun o. s. frv. Alt þetta læknast með Titus-Pearls. Dr. Hirschfeld hefir reynt það við fjölda manna á lækningastofnuninni í Berlín. L. S. (stjórnar embættismaður, 60 ára gamall, giftur) kvartaði um magnleysi, svima og skjálfta. Hann varð þreyttur af allri áreynslu. Varð seinn að hugsa og átti erfitt með það. Heilsa hans hafði verið veik i 6 ár og blóðþrýstingur of mikill. Hann var látinn taka 2 Titus- Pearls þrisvar á dag. Tveim vikum seinna var heilsufar hans sem hér segir: Heilsan betri; meira fjör; sviminn minni; orkan meiri. Eftir að haldið hafði verið áfram enn í tvær vikur, var magnleysið horfið og þreytan. Hann var orðinn öruggur og léttlyndur. Blóðþrýstingur- inn var horfinn og nú, sextugur að aldri, var hann búinn að fá eins mikla krafta og eins mikinn kjark, eins og þegar hann var upp á sitt hið besta. Byrjaðu strax á því að verða aftur ungur! Strax i dag! Innan tveggja vikna kennir þú hinnar nýju orku í sjálfum þér. Sendu 55.00 (peninga í ábyrgðarbréfi eða póstávisun) fyrir tveggja vikna lækn- ingatilraun. Skrifið eftir bœklingi C.O.D. pantanir teknar giMar. Gerið svo vel að fylla inn þennan miða: TEUTONIA IMPORT & EXPORT SERVICE CO., DPT. 16187 211 Fourth Avenue, New York City, N. Y. Gentlemen: Please forward to the following address.Boxes Titus-Pearls, for which I enclose $. My name is.....................City., My address is..................State.. góður. Um kveldið reynir hann að drekkja hugarangri sínu á knæpunni, en þá verður ungfrú Bourne á vegi hans, kvekarastúlk- an,-sem kemur á drykkjukrána á hverju kveldi til þess að leiða drykkjurútana til betri vegar meðj kristilegum fortölum. Þegar hún fer að telja um fyrir Saul, svar- ar hann móðgunum einum, en vin- gjarnleg svör henar vekja sam- vizku hans og leiða til þess, að hann verður sér meðvitandi sekt- ar sinnar. Lýkur svo kvæðinu. að hann snýr baki við öllu svalli og illgerðum og ræðst í bænda- vinnu, nýr og betri maður. Ljóðsaga þessi er hin áhrifa- mesta, þó að skáldinu fatist sum-| staðar listatökin. Honum er svo ant um að vera trúr virkileikan-j i um, að frásögnina skortir á köfl- um listfengi og fegurð; ljóðlín- urnar verða þá bæði of óheflaðar og hversdagslegar. En víða í kvæð- inu sameinar skáldið raunsæjar lýsingar og háfleygan skáldskap. Snildarlegt og fagurt er samræm- ið milli sálarástands Sauls og um- hverfis hans í kvæðislok. Það er morgun í sál hans, þar sem hann heldur leiðar sinnar eftir þjóð- veginum, og samtímis rís sólin úr móðunni í austri og boðar nýj- an og bjartan dag. Hvaðanæfa berast raddir hins hækkandi dags. Gnýrinn af plóg, sem klýfur jörðina, beyrist úr fjarlægð, og fyrsti lævirkinn svífur syngjandi móti himni. Fagnaðarsögngurinn í sál Sauls blandast fagurlega gleðiröddum sins vaknandi lífs á hauðri og hafi. Og Masefield nægir ekki að segja sögu Sauls. Hann skygnist djúpt í sálarlíf hans og gerir lesandann hluthafa í baráttu þeirri, sem Saul á í áður en hann vinnur sigur á sjálfum sér. Hér má einnig benda á það, að persónunum í merkisritum Masefields er löngum svo trúlega lýst, hvað málfar snertir og önn- ur eigindi, að þær klæðast holdi og blóði virkileikans fyrir sjón- um lesandans, þær eru örsjaldan dauður bókstafur. — Loks er það eftirtektarvert um ljóðsögu þá, er um ræðir, að bragarhátturinn feldur vel að efninu, hann er hrynjandi og magni þrunginn, eins og við á í fjörugri frásögn. Frh. PRENTUNAR þá lítið inn eða skrifið til ntie Columbia Press Limited sem mun fullnægja þörfum yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.