Lögberg - 20.10.1932, Page 1

Lögberg - 20.10.1932, Page 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932 NÚMER 42 At My Mother’s Grave (In Brookside.) By EINAR P. JÓNSSON. How still the eve! Yet o’er thy grave’s quiescence From out the deeps of thought a voice is calling. Meseems an holy dew in drops is falling Adown the visage of the bower’s presenoe. Here botli thp living and the dead are dreaming. A dying glow the templed silence kisses. How oft a soul with learning’s largess misses The living truths that on this bourne are teeming! Slabs, with Nordic runes — in rows*—engraven, Arise above the prairie ’s far expanses; Preserving ever true, though time advances, Returning gleams of light from Story’s haven. Our joys and tears, like rains^ when all is over, Must end their journeys in the selfsame ocean. Thy mound, a 'legacy of love’s devotion, Is laden with the rose and four-leaved clover. \ That morns and noons must wane away is certain. A westeiing shaft the gatliered liaze is cleaving. I feel a mystic liand mv web unweaving. Thy weary son eftsoons will draw the curtain. Voiceless night. The moody murk is weeping. My muse’s theme reposes in the dingle. Here, where the nations’ dust-remains commingle, The memories come to bivouac with the sleeping. —P. B. Stubbs-málið Kirkjan Útvarp. Á sunnudags-kvöldið kemur verður íslenzkri guðs- þjónustu útvarpað frá Fyrstu lútersku kirkju. Mæltist hið fyrra útvarp svo vel fyrir, að söfnuðurinn ræðst nú í þetta aftur, og vonar, að ekki færri hafi gleði af, en hið fyrra sinn. Guðsþjónustan hefst stundvíslega kl. 7. Vandað verður að venju til sön'gs og kappkostað að gera guðsþjónustuna sem hátíðlegasta. Um þessa guðsþjónustu sameinast væntanlega mikill fjöldi fólks víðsvegar um íslenzkar bygðir og heilsar með henni vetrinum, sem tal- inn er byrja með þessari helgi. Um morguninn kl. 11, verður flutt guðsþjónusta á ensku í kirkjunni og búist viö mikilli aðsókn þangað að vanda. Allir velkomnir. Frá Islandi Stórkostleg gjaldþrot Þau eru ekki ótíð gjaldþrotin um þessar mundir, næstum al- staðar sem til fréttist. En ein- hver stórkostlegustu gjaldþrot, sem sögur fara af, eru gjaldþrot Insull félaganna í Chicaigo. Eftir því sem blaðafréttir herma, eru það eitthvað um tvær biljónir dala, sem hér eru farnir út í veð- ur og vind. Má vel vera, að þetta sé eitthvað orðum aukið og naum- ast getur annað verið, en þau fé- lög, sem hér hafa orðið 'gjaldþrota, eigi einhverjar eignir, sem ein- hvers séu virði. Sá maður, sem hér á aðallega hlut að máli, heitir Samuel Insull og er Englend- ingur, en kom ungur að aldri til Bandaríkjanna og fór að vinna fyrir Edison og varð honum mjög handgenginn. Það var árið 1881, sem hann kom til Bandaríkjanna. Samuel Insull hefir stofnað mörg raforku félöíg, sem áttu orkuver í 32 ríkjum Bandaríkjanna og á nokkrum stöðum í Canada. Þetta voru hlutafélög, eins og gengur, og þar sem alment var haldið, að hér væri um mikinn gróða að ræða, þá hækkuðu hlutabréfin mjög í verði, og fólk keptist við að kaupa þau. Á því græddi Insull stórfé. En hlutabréfin lækkuðu í verði ekki síður en þau hækkuðu áður, ag þetta stórkostlega Insull félag, eða Insull félög, hrundi til grunna. Fyrir svo sem tveimur eða þremur árum var Samuel In- sull einn með auðugustu mönnum. Nú eru allar miljónirnar, sem Insull hafði grætt, orðnar að engu, eitthvað hundrað miljónir, að því er hann segir sjálfur, og hann er flúinn til Grikklands, en hefir nú verið tekinn fastur, og bróðir hans hefir verið tekinn fastur í Canada, báðir sakaðir um óheiðarlegt gróðabrall. Hveitiuppskera í Bandaríkjunum Búnaðardeild stjórnarinnar í Wflshington gerir ráð fyrir, að öll hveitiuppskera í Bandaríkjun- um verði á þessu ári 711,707,000 mælar. Það er nokkuð minna heldur en gert var ráð fyrir í mánuðinum sem leið. í fyrra var hveitiuppskeran alls 894,204,000 mælar. Lítur út fyrir að Banda- ríkjamenn séu nú að dragfc úr hveitiræktinni af ásettu ráði, eða sníða hana meir eftir sínum eig- in heimaþörfum. Þar á móti er maísuppskeran æði mikið meiri en í fyrra, eftir því sem nú er gert ráð fyrir, eða 2,884,682,000 mælar, en var í fyrra talin að vera um 2,563,231,000 mælar. Ekki allar ferðir til fjár Tilraun var gerð til að ræna banka í Winnipeg, í vikunni sem leið, en hún mishepnaðist alger- lega, sem þó kemur heldur sjald- an fyrir. Um kl. 2 á föstudaginn í síðustu viku, komu þrír menn inn í Imperial bankann á Arlington og Westminster. Bað einn þeirra gjaldkerann að skifta fyrir sig tíu dala seðli. Vildi svo til, að bankastjórinn var þar rétt hjá og sá hann skammbyssu í vasa eins þessara manna. Greip hann þe!g- ar skammbyssu, sem lá á borðinu hjá gjaldkeranum og skaut á þessa aðkomumenn, sem þegar tóku til fótanna og misti einn þeirra skammbyssu sína á gólf- ið, áður en hann komst út úr bankanum. Er haldið, að einn þeirra að minsta kosti hafi særst, því blóð sást á gólfinu, en allir komust þeir undan og keyrðu alt hvað af tók niður Westminster Ave. Þessa máls hefir verið stuttlega getið hér í blaðinu fyrir skömmu. Stubbs dómari er, eins og aðrir dómarar, skiþaður af sambands- stjórninni. Hún ein getur því vikið honum frá, eða hefir eigin- lega nokkuð yfir honum að segja. Dómsmála ráðherra Manitoba- fylkis hefir litið svo á, að 'gerðir þessa dómara í vissum málum, sem fyrir hann hafa komið, en þó sérstaklega ummæli hans út af vissum málum, séu ekki viðun- andi og að þau séu hættuleg fyrir réttarfarið í fylkinu. Þetta hefir hann tilkynt dómsmála ráðuneyt- inu í Ottawa, og það hefir skipað Ford dómara frá Alberta, til að rannsaka þetta mál og honum til aðstoðar Arthur Sullivan, lög- fræðing í Winnipeg. Kærurnar gegn Stubbs dómara eru bygðar á Macdonalds erfðamálinu og á einum fjórum sakamálum, sem fyrir þenna dómara hafa komið. Eru það sérstaklega ummæli hans ýms, út af þessum málum, sem varhugaverð þykja og miður vel sæmandi dómara í dómarasætinu. Það verður ekki byrjað að rann- saka þetta mál, fyr en í desem- ber. Þetta mál, sém vakið hefir mikið umtal, liggur því væntan- lega niðri nú um nokkrar vikur, en vænta má að það skýrist betur seinna. Machrays-málið Það er lítið nýtt af því að segja, fram yfir það, sem þegar hefir sagt verið. Rannsóknarnefndin heldur áfram störfum sínum og lögmennirnir kalla vitni og spyrja þau margra spurninga. Nokkra undanfarna daga, hefir R. W. Craig, K. C., verið í vitnastand- inum og að sjálfsögðu hefir hann sagt nefndinni margt, hvort sem hún er nú miklu fróðari um þetta mál, eftir en áður. Mr. Craig er varaforseti háskólaráðsins. Verð- ur naumast sagt, að nokkuð veru- lega markvert hafi komið fram í þesu máli, nú undanfarna daga. Winnipeg Auditorium Þessi mikla miljón dala bygg- ing var opnuð og afhent Winni- pégborg til umráða og afnota,' á laugardaginn var, eins og til stóð. Fór sú athöfn fram með tölu- verðri viðhöfn, eins og gengur við slík tækifæri. Webb borgarstjóri stjórnaði athöfninni, en aðal ræð- una flutti Bennettt forsætisráð- herra. Hann talaði í Ottawa, en útvarpið flutti ræðuna svo greini- lega, að vel mátti heyra hvert einasta orð og atkvæði í Winni- peg. Auk hans töluðu Mr. Mur- py innanríkisráðherra, Bracken forsætisráðherra í Manitoba, og Mr. Honeyman bæjarráðsmaður í Wlinnipeg. Bygging þessi er að öllu leyti hin prýðilegasta og mesta og fallegasta samkomuhús í Canada fyrir vestan Toronto. Jafnframt því að bygging þessi var opnuð, var opnifð í henni iðn- sýning, sem stendur yfir þessa viku og er meir en vel þess virði að sjá. , , Atvinnubætur Borgarstjórinn í Winnipeg, er nýlega kominn frá Ottawa, þar sem hann hefir átt tal við stjórn- ina um atvinnubætur. Hann hef- ir ekki mikið um það að segja, hvað sér hafi orðið ágengt, ann- að en það, að stjórnin hafi tekið að'sér að sjá einhleypum mönn- um í Manitoba fyrir vinnu í vet- ur, þeim sem ekkert annað geti fengið að gera. Þeir eru vitan- Iega lan!g-flestir í Winnipeg. Verð- ur komið upp skýli fyrir þessa menn einhvers staðar í fylkinu, þar sem þeir fá fæði og annað, sem þeir þurfa nauðsynlegast, en verða látnir vinna að vegabótum og að hreinsa skóigland og eitt- hvað fleira þess konar. Sam- bandsstjórnin borgar kostnaðinn. Koálnaðurinn við sambandsfundinn Kostnaðurinn við sambands- fundinn 1 Ottawa í sumar, nam $238,581, eftir því sem George Perley skýrði sambandsþinginu frá í vikunni sem leið. Sambandsþingið Þar gengur alt eins og í sögu, eða svo má það heita. Bennett segir greinilega fyrir, hvernig alt eigi að ganga og það, sem hann vill það. verður, því hann hefir^ meir en nóg afl atkvæða til aðj koma sínu fram. Flokksmenn hansj fylgja honum trúlega. Fyrirliðar mótstöðuflokkanna eru dálítið að malda í móinn við og við, en það hefir ekkert að þýða. Woodsworth benti á, að fyrir tveimur árum hefði verið haldið sérstakt þing, til að ráða eitthvað fram úr at- vinnuleysismálunum. Nú væri ekki á það mál minst og hann vissi ekki, hvort þingið ætlaði nokkuð við það mál að eiga eða ekki, þó ástandið í þeim efnum væri vit- anleiga margfalt verrra nú, held- ur en það hefði verið fyrir tveim- ur árum. Vildi Mr. Woodsworth fá að vita, hvað stjórnin ætlaði sér að gera í þessu mikla vand- ræðamáli. Svarið varð eitthvað á þá leið, að stjórnin ætlaði sér að fylgja sinni stefnu í þessu máli — hver sem hún kann að vera. Sann- leikurinn mun nú vera sá, að sam- bandsstjórnin, eins og reyndar aðrar stjórnir, stendur uppi ráða- laus í þessu vandræðamáli. Mr. Bennett hefir nú fyrir löngu fund- ið, að hér er erfiðara við að eiga, heldur en hann hélt, eða heldur en hann lét, þegar hann var að komast til valda. En það er sann- gjarnt að vænta leiðsagnar frá sambandsstjórninni. Viðskiftasamningarnir, sem gerðir voru á samveldisfundinum, eru gengnir í gildi, hvað Canada snertir. Til þess var þingið kall- að saman svona snemma. Væntan- le'ga gerir þingið lítið annað, þangað til eftir langa hvíld, sem það tekur sér frá því einhvern tíma fyrir jólin og þangað til í janúar. MEN’S CLUB. Þetta félag hélt sína fyrstu sam- komu á þessu starfsári sínu á .þriðjudagskveldið. Þrátt fyrir vont veður og vonda færð, krap o!g bleytu á strætunum, var sam- koman vel sótt, og hún var upp- byggileg og skemtileg. Dr. Thor- lakson skipaði forsæti, en til máls tóku fyrst Dr. Björn B. Jónsson og þar næst Dr. A. Blöndal. Þá flutti Dr. B. J. Brandson all-langt og prýðilega vandað erindi um framtíðarhorfur kirkjunnar, Fyrsta lúterska safnaðar og 1 kirkjufélagsins íslenzka og lút- | erka í Vesturheimi. Hér skal ekki út í það farið, að skýra frekar frá efni þessa ágæta erindis. Þess er ekki kostur, ekki í þetta sihn að minta kosti, að gera því þau skil. sem vert væri. Eftir það tóku til máls þeir Mr. Eggert Fjeldsted og Mr. J. J. Swanson. Konurnar báru fram ágætar kaffiveitingar. Vísað burt M]iðstjórn kommúnistaflokksins á Rússlandi hefir rekið úr sínum félagsskap, eða svifta þá öllum ráðum að minsta kosti, tuttugu af sínum helztu mönnum og fyr- verandi leiðtogum. Eru þeir sak- aðir um einhverja ótrúmensku við flokkinn. Munu flestir þessir menn, eða allir, hafa verið fylgj- endur Trotsky, sem nú er í út- legð á Tyrklandi. Undirritaður biður þá, er fengið hafa hjá honum bækur að láni, —nú síða^t Æfiminning Dr. Jóns Bjarnasonar, að koma þeim til sín hið fyrsta. — S. Sigurjónsson, 724 Beverley St., Winnipeg. Siglufirði, 24. sept. Síldveiðinni er nú að fullu lok- ið og hefir engin síld verið sölt- uð síðasta hálfan mánuð. Tíðarfar hefir verið mjög ó- stöðugt, en þurkar allgóðir þessa viku og hafa því hey náðst inn. Þorskafli var mjög misjafnj þessa viku, enda róðrar stopulir sökum ógæfta. í dag er hér bleytuhríð og orð- ið grátt í sjó fram. Skarlatssótt geisar í bænum, og hafa læknar fengið vitneskju um 20 sjúkdómstilfelli. Veikin kom fýrst upp á heimili bústjóra mjólkurbúsins á Hóli og breiddist út þaðan. Ríkisverksmiðjan lauk í dag við að bræða síldina. Voru alls brædd í sumar 137% þúsund mál. — Vísir. NORSKAR LOFTSKEYTA- FREGNIR. Osló, 23. sept. NRP. — FB. Norðmenn og saltfiskstollurinn þýzki. Vegna hækkunar á innflutnings- tolli á saltsíld í ÞýzkalandiT hefir norska ríkisstjórnin gert ráðstaf- anir til þess að ræða um sölu á norskri síld við ríkisstjórnina. Sendiherra Norðmanna í Berlín hefir verið falið að koma fram fyrir hönd Noregs í viðræðum þessum. Útflutningur Norðmanna á saltsíld nam árið 1930 11,440(?) smálestum og var að verðmæti liðle'ga 2 milj. kr. ‘Tslenzku dagarnir” í Osló. í dag hefjast “íslenzku dagarn- ir” í Osló, að tilhlutun félagsins “Norden”. í kveld flytur dr. Guð- mundur Finnbogason fyrirlestur um áhrif náttúrunnar á lyndis- einkunn þjóðarinnar. Gunnar Gunnarson og Davíð Stefánsson lesa upp eftir sjálfa sig. María Markan syngur, en Páll Isólfsson leikur undir. Hákon konungur verður viðstaddur. Rithöfunda- félagið og “Penklubben” efna til miðdegisveizlu fyrir íslenzku gest- ina á Grand Hotel. Á sunnudag- inn eru Ármenningar væntanleg- ir til Osló og sýna þá leikfimi og íslenzka glímu á Ullevaal Stadion. í blöðunum er mikið rætt um' íslendinga og ísland þessa dag- ana og komu hinna íslenzku gesta til Noregs. Norskur leikari sæmdur heiðursmerki. Konungur hefir veitt Harald Stormoen St. Olafs orðuna i við- urkenningarskyni fyrir leiklist hans. Lán Osló-borgar. Menn hafa nú þegar skrifað sig fyrir hlutum í láni því, sem Oslóborg bauð út, enda þótt frest- urinn væri ekki útrunninn fyr en 1. október. Útboðinu er þvi lok- ið. Lánið er að upphæð 18 milj. króna. Vextir 6%. — Vísir. Einkennileg heimsókn Þess var getið hér í blaðinu fyrir skömmu, að von væri á fjölda bænda úr norðanverðu Manitobafylkis, sem ætluðu sér að ganga til Winnipeg til að finna fylkisstjórnina og bera fram við hana ýmsar kröfur. Bændurnir, sem gengu til Winnipeg, urðu víst eitthvað töluvert færri, heldur en til stóð í fyrstu, en þeir komu samt eitthvað um 150. Flestir af þeim eiga heima norðan við Ár- borg og hafa margir þeirra búið þar lengi. Fyrir helgina komu þeir til Winnipeg og á mánudaíg- inn gengu þeir fyrir Bracken for- sætisráðherra. Ekki gengu þeir allir fyrir ráðherrann, en völdu til þess níu karlmenn, eina konu og einn 15 ára gamlan dreng. En fyrirliðinn var Miichael Sawiak, sem er alls ekki bóndi, en á heima í Winnipeg. Lítur út fyrir, að hann sé potturin og pannan að öllu þessu. Kröfur þær, sem þessir menn höfðu fram að bera við stjórnina, voru margar og flestar þeirra sú fjarstæða, sem engu tali tekur, svo sem það, að stjórnin ætti að ábyrgjast hverjum bónda $1,000 á ári, hvort sem hann gerði nokk- uð eða ekki neitt, og stjórnin ætti að kosta skólana að öllu leyti og leggja til skólabækurnar. Einnig vildu þeir fá alla læknishjálp ó- ókeypis. Uppgjöf á öllum skött- um og öllum opinberum gjöldum hverju nafni sem nefnast, en fyrst af öllu þurftu þeir að fá peninga hjá stjórninni til að komast heim til sín aftur. Stjórnarfolrmaðurinn talaði lengi við þessa nefnd, eina fjóra klukkutíma. En svörin voru, að efninu til þau, að hann 'gæti ekk- ert gert fyrir þessa menn, og kröfur þeirra tækju engu tali. Það merkilegasta við þessa ‘kröfu- göngu” er það, að hún sýnir hve langt óhlutvandir menn geta stundum leitt fólk af rettri leið og talið því trú um mikla vitleysu. Hver vill þiggja járnbraut? Flestir mnuu hafa eitthvað um það heyrt, að hin tvö miklu járn- brautakerfi í Canada, bohguðu sig heldur illa um þessar mundir, að minsta kosti þjóðeignakerfið. En þeð eru fleiri járnbrautir í land- inu, heldur en þessi tvö miklu járnbrautakerfi. British Colum- bia fylkið á líka járnbraut, sem heitir Pacific and Great Eastern Railway. Þessi járnbraut hefir kostað fylkið mikið fé, eða um $70,000,000; þar af $37,000,000 fyrir brautina sjálfa, en hitt hef- ir farið til að bæta upp halla á reksturskostnaði. Nú er fylkis- stjórnin komin í mestu vandræði með þetta alt saman og er sagt, að hún vilji gjarnan gefa braut- ina, ef einhver vildi þiggja, til að losna við útgjöldin, sem henni .fylgja.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.