Lögberg - 20.10.1932, Side 6

Lögberg - 20.10.1932, Side 6
BIs fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932. hefir gert, er viljug til að fara burt með þér. Ágætt! Bara faiðu og láttu sem þið séuð gift. Svo kemur bráðum að því, að hún og þú eigið von á erfingja, en þá skalt þú senda liana til föður hennar. Láttu þennan náunga, George Clinton, sem svo herfilega hefir níðst á þér og stolið mannorði þínu, neyðast til að biðja þig að gangast við faðemi að tfami dóttur sinnar og giftast henni. Þá fær hann einhvern smekk af því hugarangri, sem þú hefir orðið að þola. ” Nú gekk alveg fram af Hugh Edwards. — “Fyrir alla muni, hættu þessu tali,” sagði hann. “Er ekki hjarta þitt fult af liatri til manns- ins, sem hefir sýnt þér alt þetta ranglæti?” “Jú, Natachee, eg hata George Clinton.” “En þú vilt ekki fylgja þeim ráðum, sem eg, Natachee’ hefi bent þér á til að hefna þín á honum?” “Nei — nei — nei!” “Hjarta hvíta mannsins er undarlegur hlutur,” svaraði Indíáninn. “Eg, Natachee, get okki skilið það.” Fyrir sólaruppkomu daginn eftir, var Hugh Edwards kominn á fætur. Það var einn af þessum fögra vormorgnum, sem naumast verður með orðum lýst. Skáldin hafa reynt það, og sumum þeirra hefir hepn- ast það mjög vel, en engum hefir hepnast það fullkomlega. Svipað er að segja um mál- arana. Indíáninn, Natachee, var líka kominn á fætur og stóð hjá sínum hvíta vini. Hugh Edwards rétti honum hendina. “Vertu sæll, Natachee.” “Svo þú ert að fara?” spurði Indíáninn og virtist ekki geta vel skilið hvað um væri að vera. “Já, þú liefir borgað skuld þína, Nata- chee. ’ ’ Gi imd villimannsins var auðsæ í svip Indí- ánans. “Vill Hugii Edwards nota sér þau rá<J til að hefna sín, sem eg, Natachee, hefi gefið honum.” “Nei.” Það leit út fyrir, að Indíáninn ætti erfitt með að finna nokkur orð til að lýsa því, sem í huga hans bjó. “Það er eitthvað, sem leynist í hjarta livíta mannsins, sem er meira en hatrið.” “Já, Natachee. 1 gær hélt eg að hatrið væri það eina, sem eftir væri í liuga mínum og hjarta. Svo sýndir þú mér fram á það í gærkveldi, hvað hatrið getur gert, sjálfur þekti eg vald ástarinnar. Nú verð eg að fara til konunnar sem elskar mig og bíður mín.” En þegar Ilugh Edwards sagði Saint Jimmy, að George Clinton væri lifandi, þá hafðí hann ekki rétt fyrir sér, en hann vissi ekki betur. Einmitt sama kveldið, sem Natachee tók Mörtu úr húsinu, sem Sonora Jack hafði flutt hana í, dó faðir hennar í spítala í Los Angeles. Einmitt á sama klukkutímanum, sem þau, Indíáninn og Marta, vom að laum- ast burtu úr húsinu, hafði maðurinn, sem hafði fengið Donald Payne sakfeldan og dæmdan, fyrir þann glæp, sem hann liafði sjálfur unnið, gert sína játningu. Sína síð- ustu krafta hafði hann notað til að undir- skrifa skjal, sem sannleikann sagði í þessu máli. Nataohee vissi ekki, þegar hann var að benda Hugh Edwards á, hvemig hann gæti henft sín, að öll dagblöð í landinu voru að flytja þær fréttir, að Donald Payne væri saklaus af þeim glæp, sem hann hefði verið dæmdur fyrir. Þegar Edwards var á leið til Mörtu þenna morgun, vissi hann ekki, að hann var frjáls maður. Stúlkan, sem beið elskhuga síns, sem aldrei hafði þó tjáð henni ást sína, vissi þetta heldur ekki. En Dr. Bur- ton, sem farið hafði kvöldið áður til Oracle, hafði efngið þessar fréttir. Það var eins og vænta mátti af Saint Jimmy, að hann mundi ganga í veg fyrir Hugh Edwards þá um morguninn og segja honum það, sem hann hafði frétt. Það var líka eins og vænta mátti af Saint Jimmy, að láta þá skoðun sína í ljós við Hugh, að það væri kannske rétt eins gott, að Marta vissi ckkert um þetta, eða þá ekki fyr en þau væm komin aftur úr ferð sinni til útlanda. I Mexico City með jámbraut, strax eftir giftinguna. Skömmu síðar ætluðu þau að sigla til Evrópu. Þegar þau legðu upp í þá freð, ætlaði That að skilja við þau og hverfa aftur til sinna gömlu stöðva. Það var svo ráð fyrir gert, að hann yrði fyrst um sinn hjá Saint Jimmy og móður hans. Saint Jimmy hafði ráðstafað þessu öllu svona, meðan haldið var, að það væri ekki óhætt fyrir Hugh, að láta nokkurn vita hver hann eiginlega væri, fyr en hann væri kom- inn burtu úr Bandaríkjunum. Vegna Mörtu var þessum ráðstöfunum ekki breytt. Þegar þau væru gift og komin á leið til Evrópu, ætl- aði Saint Jimmy að gefa blöðunum þessar fréttir. Eftir fáeina mánuði mundu blöðin hætta að segja nokkuð um þetta og almenning- ur mundi fljótt gleyma öllu þessu. Þá var tími til að segja Mörtu, að maður hennar hefði verið fríkendur og sannast hefði, að hann hefði alls ekki verið sekur um þann glæp, sem hann var sakfeldur fyrir, og nú væri Donald Payne frjálst að vera hvar sem væri í Bandaríkjunum. Saint Jimmy og móðir hans höfðu yfirgefið heimili gömlu félaganna og stúlkunnar þeira. Hátt uppi í fjallshlíðinni stóð Natachee og sá þaðan bílinn, sem sýndist eins og lítill dökkur depill í fjarlægðinni. Hann stóð þarna á vegaslóðunum, sem forfeður hans höfðu gengið um mann fram af manni, öld eftir öld. Þarna stóð hann og horfði á bílinu, eins hreyfingarlaus eins og hann væri gerður úr sama efi oins og klettamir alt í kring um hann. Indíáninn var svo skarpskygn, að hann gat séð það sem enginn hvítur maður hefði getað séð, úr svona mikilli fjarlægð. Hann sá þrjár manneskjur fara inn í bflinn. Bíllinn lagði af stað og fór hægt og var- lega, því vegurinn var ógreiður. Eftir skamma stund hvar bíllinn sjónum hans, en töluvert lengi eftir það, sá hann rykið, sem bíllinn þyrlaði upp í íoftið. Loks hvarf það líka. Samt stóð hann þarna enn góða stund, alveg hreyfingarlaus og horfði í sömu áttina. Loksins leit hann til hnjúkanna, sem guæfðu yfir hans eyðilega, litla heimili. Natachee, Indíáninn, þessi dularfulli vörður Námunnar með járnhurðina — brosti. ENDIR. JÓHANNES MATUR. Árið 1865 bjuggu í Staðartungu í Hörgárdal bóndi sá er Árni Kristjánsson hét og kona hans Margrét Halldórsdóttir. Höfðu þau mikið bú og voru orðlögð fyrir rausn. Sóttist fólk mjög eftir að komast í vist hjá þeim, vegna þess að hvergi þótti betri viðurgerningur, en þar. Um sama leytl bjó að Gæsum í Glæsibæjarreppi bóndi, Jóhannes að nafni. Hann var orðlagður matmaður og var sagður manna kunnugastur um matskamta á bæj- um, að minsta' kosti í Eyjafjarðarsýslu, og talaði hann sjaldan um annað en mat, og þaraf var hann kallaður Jóannes matur. Eitt sinn berst það hon- um til eyrna, að fólkið í Staðartungu fái óvenju- lega mikið og !gott að borða, og gerir hann sér þá ferð þangað, en það er í minsta lagi 4 tíma gang- ur, til að vita hvort eins góður viðurgerningur sé þar og af er látið. Segir ekkert af ferð hans fyr en á heimleiðinni aftur, að hann mætir Jóni Jó- hannesyni frá Myrká. Spyr Jón hann um, hvaðan hann komi. Jóhannes svarar því og kveðst koma frá Staðartungu. Spyr Jón hann þá að, hvort hann hafi fengið að borða þar og hvernijg matur- inn hafi verið. Svarar Jóhannes honum þá með þessum orðum: “Ó, ekki finst mér nú matarvíst- ýi í Staðartungu' eins góð og af hefir verið látið. Það voru bara tvær spaðbitatægjur,. nokkrar kart- öflubaunir, ein fiskstykkispjatla, fjórir fjórðu- partar af brauði, á að gizka heil kaka. En vel var við því, hérna Jón. En ekkert kom kaffið fl. éftir.” — Heimilisbl. Náman með járnhurðinni EFTIR HAROLD BELL WRIGIIT. Enn leið hann sálarkvalir af því óláni og mótlæti, sem hann hafði orðið að þola, með- an á þessu stóð, en ekkert lagðist þó þyngra á hann en dauði móður hans. Svo kom öll hans mikla reynsla, þegar hann strauk úr fangelsinu og hann var eltur eins og villidýr og sporhundar sendir eftir honum í allar áttir. Og svo kom hann í Gullgilið.og þar höfðu aftur kviknað hjá honum nýjar vonir, vonir um ást og gæfu. Smátt og smátt komu fram í huga hans margar endurminningar frá þeim tíma, að hann hélt til í kofanum, sem var þama rétt skamt frá heimili þeirra gömlu mannanna, Bob og Thad, og stúlkunnar þeirra, Mörtu. Hvernig óst hans til hennar hafði kviknað og þróast og hversu oft hann hafði hugsað um það, hve fráleitt það í raun og veru væYi, að hann mætti með nokkra móti gera sér vonir um, að hún yrði nokkurn tíma konan sín, og þó gerði hann sér. alt af vonir um það — og því hélt hann alt af áfram, að reyna alt sem hann gat að finna gull, sem hann alt af trúði, að væri það eina, sem gæti orðið til þess að rétta hluta sinn. Of svo kom þessi glæpamaður og útlagi og koma hans varð til þess, að hann komst í vinfengi við Natachee, o'g það varð aftur þess valdandi, að hann fékk alt það gull, sem hann þurfti og miklu meira en það. En þegar nú ioksins að gullið var fengið og alt sýndist vera aftur að snúast honum til gæfu, þá hafði hann alt í einu fengið þær fréttir, sem hlutu að verða til þess, að atlar hans vonir um gæfu og lífsgleði hlutu að verða að engu. Þegar hann nú loksins hafði fengið gullið, eftir mikla erfiðismuni og mik- il vonbrigðn, þá hafði hann algerlega tapað af því, sem gaf gulllinu gildi, eða það fanst honum. Ljósið hvarf eftir góða stund, en Hugh Edwards sat þarna kyr engu að síður. Það var orðið dimt og hann sá ekkert nema myrki ið. Aldrei liafði honum fundist mvrkr- ið svartara í kringum sig heldur en einmitt nú. Hann fann ekkert vonarljós til að lýsa sér leið. En ]>að var eitt, sem var öllu öðra ljósara í huga hans, og það var það, að það hefði verið mikill misskilningur hjá sjálfum sér, að gullið væri ailra meina bót. Öldum saman höfðu menn lagt á sig mikið erfiði og lagt sig í ótal hættur til að afla gullsins, en það voru alstaðar hættur og örð- ugieikar á léið mannanna, hvar sem þeir fóru og hvað sem þeir höfðust að. Allir vora að láta sig dreyma um gull, eða þá eitthvað það, sem hægt var að fá fyrir gull. Guliið var það, sem mennirnir sóttust eftir öllu fremur. Þeim fanst sjálfsagt, eins og honum hafði fundist, að gullið væri fyrir öllu; í því væri að finna gleðina og gæfuna, það væri lífið sjálft. Það var gullið, sem hafði leitt föður Mörtu til að kaupa námalandið fyrir nærri þvj ekki neitt, og það var líka gullið, sem hafði komið manninum, sem átti landið áður, til að stela barni George Clintons. Með því að vinna það ódáðaverk, gerði hann sér vonir um að fá mikið af gulli. Það var vegna gullsins, að George Clinton hafði rænt peningum fólks- ins, sem það hafði fengið honum í hendur í þeirri von, að fá meira gull. Til þess að geta haldið gullinu, sem hann hafði rænt, hafði Clifton komið Donald Payne í tugthúsið og evðilagt alt hans líf. Fyrir gullið hafði Sonora Jack verið glæpa- maður. Vegna þess hafði hann komið á þennan stað, en sú ferð hafði leitt hann xit í dauðann. Það var í raun og veru gullið, sem þess var valdandi, að þau Hugh Edwards og Marta, máttu ekki unnast og njótast. Hann .sá, að hans eigin saga í Gullgilinu, var bara sama sagan sem var að gerast, á- valt og alstaðaí. Hann sá, að þörfin á gullinu var bölvun, ákafinn að ná í það, enn meiri bölvun, en að ná haldi á því, mesta bölvunin af öllu. Þegar Hugh Edwards kom heim að kofan- um, beið Natachee hans þar. NXXIV. KAPITULI. Hugh Edwards sá þegar, er hann leit í augu Indíánans, að nú var hann ekki undir álirifum þeirrar mentunar og siðmenningar, sem hann hafði lært í skóla hvítra manna. Hann var að vísu hægur, eins og hann átti að sér, en Hugh duldist ekki, að eitthvað ]>að var í huga hans, sem ekki var af góðum toga spunnið. índíáninn horfði framan í hann, rétt eins og hann vildi lesa allar hans hugsanir á einu augnabliki. “Vinur minn hefir verið að skoða stjörn- urnar á næturhimninum. ’ “ Já,” svaraði Hugli. “Eg hefi verið uppi í gjallinu.” Natachee rétti honum bréf, án þess að segja nokkurt orð. Það var frá Mörtu. Hugh tók við bréfinu og sneri því í hendi sér hvað eftir annað og það var eins og hann væri að hugsa sig um, hvort hann ætti að opna það eða ekki, eða hvað hann ætti að gera við það. “Opnaðu bréfið og lestu það,” sagði Indí- áninn. “Hlustaðu svo á það, sem eg, Nata- öhee, hefi að segja.” Það var ekki langt bréf, en það gaf honum fyllilega að skilja, að hún skildi tilfinningar hans og hafði meðlíðun með honum og að hún elskaði hann einlæglega. Saint Jimmy hafði sagt henni niðurlagið af sögunni, sem Mexicomaðurinn hafði ekki getað lokið við og hafði jafnframt sagt henni hváða áhrif þessi saga hefði haft á manninn, sem hún elskaði. En hún sagði að það hefði engin á- hrif á sitt hugarfar gagnvart honum, þó sannað væri að hún væri dóttir George Clin- ton, önnur en þau, að sér þætti vænt um þetta vegna mannsins, sem hún ætlaði að giftast, að hún væri ekki í heiminn komi í einhverjum óskilum, eins og hún hefði sjálf haldið. Ann- ars gæti hún bara haldið áfram að vera dótt- ir gömlu gullnemanna. Saint Jimmy héldi áfiam að ráðstafa því, sem um hefði verið talað, áður en Sonora Jack hefði farið burt með liana. Það væri alveg sjálfsagt, að láta þær ráðstafanir hafa framgang. Þegar þaa væru komin burt úr landinu, og öllu væri ó- hætt, mundi hún komast í samband við föður sinn. Hugh yrði að koma eftir sér strax. Hún vonaðist eftir honum í fyrramálið. Hugh Edwards braut saman bréfið, ein- staklega varlega og lét það svo aftur í um- slagið. Indíáninn veitti honum nánar gætur. Þetta bréf virtist svo sem engin áhrif hafa á Hugh, einn veg eða annan. Maður hefði getað haldið, að hann hefði búist við þessu bréfi, eða átt von á því, og hefði svarið til- biiið í huganum. Hann leit út eins og mað- uT, sem búinn væri að fara gegn um storma lífsins og væri nú orðinn stöðugri í rásinni og vissi fullkomlega sinn eigin vilja. Hægt og stillilega, en með raunalegu brosi, sem mundi hafa mint Mörtu á Saint Jimmy, ef hún hefði séð það, tók hann til máls: “Hvað er það, sem þú ætlaðir að segja, Nataohee?” “Eg, XTatachee, Indíáninn, get nú greitt þá skuldð sem eg skulda Hugh Edwards.” “Þú hefir meir en borgað þá skuld, Nata- chee. ” Indíáninn varð alveg óvanalega hávær. “Er þá líf Natachees svo lítils virðið að það sé borgað með lífi annars eins kvikindis, eins og Sonora Jack var, og félagi hans, sem örin lenti í?” “Ef ekki hefði verið fyrir þínar athafnir, þá hefði Marta aldrei sloppið frá Sonora Jack og hans félögum.” “Ef eg hefði ekki gei*t það, sem eg gerði, þá vissi enginn um ætt eða uppruna stúlk- unnar, sem Hugh Edwards elskar, nema Natachee einn, og Hugh Edwards gæti hik- laust gifst henni.” Hugh hélt bréfinu á lofti og svaraði: Hún segir hér f bréfinu, að það geri ekk- ert til, hvaða manna hún sé. Hún segir, að eg skuli koma alveg eins og Mexioomaðurinn hefði aldrei sagt sína sögu og þú hefðir aldr- ei tekið þessi skjöl af Sonora Jack.” Það glaðnaði mikið yfir Indíánanum. “Agætt! Þetta er eins og eg, Nataohee, vildi láta það vera. Nú getur vinur minn gert eins og hjarta hans býður honum. Heyrðu! Þegar þú fórst svona fljótlega, eftir að þú hafði heyrt hver væri faðir stúkunnar, þá skildi Dr. Burton ekki hvers vegna þú gerðir þeta. Eg sagði honum, að þegar þú vissir að stúlkan væri dóttir auðugra og mikilsmQt- inna foreldra, þá mundi þér ekki finnast, að þú gætir beðið liana að verða konan þín.” “Það var nú alveg rétt,” svaraði Ed- wards og furðaði hann sig á því, hve æstur Tndíáninn varð út af þessu, svo stiltur sem liann var þó vanalega. “En eg sagði engum, að það væri faðir stúlkunnar, sem hefði sent vin minn í tugt- Imsið. Enginn veit það, nema Natachee og Hugh Edwards. Enginn skal nokkurn tíma vita^ það, fyr en Donald Payne hefir hefnt sín á þessum manni, Clinton, sem hefir sýnt svo mikla rangsleitni. Þegar þú ert bú’inn að hefna alls þess ranglætis, sem þú hefir orðið fyrir af hans hendi, og þegar hann lefn borgað fyrir allar þínar þjáningar og f.vrir dauða móður þinnar, þá Tyrst hefir Aatachee borgað skuld sína.” Hugh Edwards starði á Indíánann og skildi ekki hvað hann var að fara. “Hvaðertþú eiginlega að segja, Nata- chee?” Skilurðu mig ekki? Hlustaðu á mig. Stúlkan, sem ekki veit hvað faðir hennar XIXXV. KAPITULI. Síðla dags, skömmu eftir þetta, sneri bfll sem kom frá Tucson, af þjóðveginum og inn á brautina, sem liggur upp í Gullgilið. En hún var ekki bílfær nema skamma leið, sem var hægt að komast í bíl eftir þeirri braut. Þar sem bílinn stanzaði, biðu þau Hugh, Marta og Thad. Svo var ráð fyrir gert, að bílinn tæki þau beint suður til Tucson og þaðan yfir landa- mæralínuna til Nogales, Mexico. Þar ætluðu þau Hugli og Marta að gifta sig, og þaðan ætluðu þau Donald Payne og kona hans til §JÓVíSA eftir Látra-Björgu. Einskis svífst nú — það ég finn — aldan veiðifreka; brimið rífst við Ibjörgin stinn, báran klýfst \úð Mælirinn. Láti a-Björgu þótti slælega róið, og kvað: Taktu á betur, kær minn karl, kendu’ ekki í brjóst um sjóinn! Þó harðara tækirðu herðafall; hann er á norðan gróinn. —Hmbl.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.