Lögberg - 27.10.1932, Blaðsíða 6
RIa fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1932.
Valdið og áátin
EÐA
REYNSLA LÆKNISINS.
(Sönn saga.)
Eg unni konu minni af alhug — með öllum
þeim ástar-áhuga, sem oft er samfara skap-
lvndi æskumannsins, — og hún unni mér á-
líka mikið og eg henni. En samt, eftir
tveggja ára sambúð, sagði hún mér að nú
vrðum við að skilja.
Hvernig stóð á þessuf Það var mér að
kenna, eingöngu mér að kenna, og hér fylgir
sönn saga af hjúskaparlífi okkar þessi tvö
ár, en jafnframt frásögn um hversu órjúf-
andi ástartrygð konunnar bjargaði mér frá
framtíðar-eyðileggingu.
Flestir karlmenn af Endons ætt, sem eg er
af, hafa verið hraustmenni til sálar og lík-
ama. Faðir minn dó, þegar eg var fimtán ára,
en móðir mín lifði hann í fimm ár, og þó man
eg betur eftir honum en henni. Hann var
með stærstu mönnum á allan vöxt, bæði hár
og þrekinn, all-mikill á lofti og drotnunar-
gjarn. Á heimili okkar varð alt að lúta hans
boði og banni. Hann unni móður minni, og
var hennar skjól og skjöldur, en hún gekk
samt um húsið líkari vofu en manneskju og .
talaði aldrei eitt orðið öðru hærra.
Alt frá því eg fyrst man eftir, var faðir
minn þeirrar skoðunar, að eg skyldi berjast
áfram í lífinu af eigin ramleik, — að eg hefði
mig áfram af sjálfsdáðum, svo þegar hann
féll frá og eftirskildi okkur heldur lítil efni,
tók eg við búsforráðum, því það mundi hann
hafa viljað.
Eg hafði verið vikadrengur í búð einni í
smábænum, sem var ekki langt frá heimili
okkar. Eg \úldi nú að móðir mín seldi bú-
jörðina og við flyttum til bæjarins. Til þess
að hafa mitt fram, varð eg að hafa að engu
tár hennar og andvörp — og óvilja í þessu
efni, og svo hafði ég mitt fram. Eg hélt eg
vissi fullvel, hvað okkur væri fyrir beztu og
var ósveigjanlegur og framgjarn. Með okk-
ar litla höfuðstól byrjaði eg svo verzlun.
Fólk sagði, að hún mundi aldrei þrífast, en
það varð þvert á móti. Litla verzlunin mín
borgaði sig ágætlega. Eg fékk tiltrú. Eg
veitti heimili okkar algjörlega forstöðu, sá
fyrir bæði sjálfum mér og móður minni og
hún lét mig öllu ráða.
Þegar hún dó, þá var eg ekki lengur skyld-
um bundinn við neinn eða neitt, og þar eð
verzlun mín gaf mér mikið í aðra hönd, þá
fór eg að setja markmið mitt í lífinu hærra
en áður. Alla mína æfi hafði mig langað til
að verða læknir.
Af því eg var þá svo ungur, — aðeins um
tvítugt—, þá spurði eg sjálfan mig aldrei að
ástæðunni til þessarar löngunar,— en nú,
þegar eg lít yfir liðna tíð, þá finst mér eg
hafa misskilið margt í því sambandi: Lækn-
ar eru til þess að græða sár manna, lækna
mein þeirra af nærgætni og öruggleik, en eg
hélt að staða þessi væri eins konar valdasess,
læknar væru æfinlega öllum óháðir, og ekki
eina.sta það, heldur þyrftu þeir ekki annað
en skipa fyrir, þá yrði að hlýða þeim. Fyrir
þetta fanst mér staðan svo eftirsóknarverð,
— en athugaði ekki um ábyrgð þá, sem henni
fylgir, og því síður um alt það, sem hún gæti
haft í för með sér, ef svo vildi verkast.
Þegar læknaskólinn og stórborgarlífið kom
til, þá fanst mér eg vera kominn í nýjan
heim, alt öðru vísi en þann, er eg hafði van-
ist, en eg herti mig sem eg gat og skilaði vel
áfram. Svo þegar eg var tuttugu og fjögra
ára að aldri, var eg orðinn einn af starfs-
mönnum við lækningar á einum stærsta spít-
ala borgarinnar, og búinn að fá óbifanlegt
sjálfstraust og næstum járnharða stefnu-
festu og einbeittni. Ekki hafði það verið
létt, að komast þetta áfram, en það hafði eg
komist af eigin ramleik og óstuddur, og eg
ætlaði mér að halda áfram þar til eg næði
hæsta stigi í laúcnisfræði og stöðu í samræmi
þar við.
Knattleikar voru mér tamir, og þar gerði
eg jafnan vel. Eg var nærri sex fet á hæð,
og eitt hundrað og áttatíu pund á þyngd.
Mér var gefin, að náttúrufari, ágæt heilsa,
og mentunin hafði skerpt skilning minn, svo
eg gat tekið viðfangsefninu réttum tökum,
og ekki einasta það, heldur einnig handlag-
inu orðinn og hagur \úð sáragræðslu og með-
ferð flestra meina. Var nú fátt það til í lif-
inu, er mér fanst eg ekki fær fyrir.
Svo kyntist eg tilvonandi eiginkonu minni.
Rut Munsson.
Móðir hennar, Mrs. Munsson, var sjúkling-
ur á spítalanum, sem eg var á. Var það
hjartabilun, sem hún þjáðist af, en mér virt-
ist heilsa hennar vera mikið undir því kom-
in, hvernig á henni lá, svo eg reyndi að ávinna
mér traust hennar, til þess að liún gerði mig
að trúnaðarmanni sínum, og það gerði hún,
og við urðum góðir vinir.
Einn dag gekk eg inn til hennar, og sé þá
yndislega og ánægjulega stúlku sitja við rúm-
stokk sjúklingsins. Eg ætlaði að snúa við og
fara út aftur, en þá kallaði Mrs. Munsson á
mig.
“Dr. Endow, ’ sagði hún, “eg vil sýna þér
dóttur mína. Rut, þetta er læknirinn, sem eg
hefi svo oft minst á við þig.”
Stúlkan var nærri því eins liá vexti, eins
og eg. Hún var heldur ljós yfirlitum, hárið
ljósjarpt, augun ljós-mórauð að lit, en -það
var ekki eingöngu fríðleikur, sem eg varð svo
hugfanginn af, heldur var eitthvað við hana
svo bjart og ánægjulegt, sem minti mann á
fagran og glaðan sólskinsdag.
Alt til þessa dags er mér ómögulegt að
skilgreina neitt um það, hvað \úð töluðumst
við. Eg fór brátt út aftur. Eg fann, að eg
var ekki samur og áður, og eg þurfti ,að fá
tóm til að jafna mig og athuga um hvernig á
því stæði og hverskyns breyting þetta væri,
sem á mér var orðin.
Næsta dag kom hún aftur. í millitíð hafði
eg áttað mig og afráðið, hvað gera skyldi.
Þegar hún kom út úr herbergi móður sinnar
fram í ganginn, þá stilti eg svo til, að eg gæti
verið staddur rétt við gangdymar.
Við staðnæmdumst til að tala við. Stú-
dentarnir við þá deild læknaskólans, sem eg
tilhevrði, höfðu stofnað til dansleiks á einu
stærsta hóteli borgarinnar-, er skyldi fram
fara innan fárra daga. Eg bauð henni á
dansleikinn.
Hún þáði boðið með fölskvalausri gleði.
Við dyrnar kvöddumst við svo með handa-
bandi, þegar búið var. Ó, þegar maður í
fyrsta sinni snertir á þeirri veru, sem manni
er svona mikils virði! Eg held, að upp frá
þeirri stundu höfum við bæði vitað, að við
vorum sköpuð hvort fyrir annað.
Þarf nú eigi að orðlengja frekar hér um.
Eg var orðinn gagntekinn af ást. Eg tók á
öllu því lánstrausti, sem eg átti til, svo eg
gæti keypt lianda henni blóm, aðgöngumiða
að leikhúsunum og brjóstsykur. Eitt kveld,
þegar eg fór meða hana heim í bíl mínum, þá
sagði eg henni frá ást minni til hennar, og
bað hana að giftast mér.
Mér hafði nú reyndar virst hún líka vera
ástfangin af mér, ekki síður en eg af henni,
en samt átti hún í allmiklu stríði við sjálfa
sig.
“Nei, Villi, það get eg ekki,” sagði hiín.
Nú ók eg bílnum út af veginum og stöðvaði
hann þar. Svo tók eg yfir um axlir hennar.
“Hvers vegua ekki?” spurðfeg hvat-
skeytslega.
Hún sagði mér þá eins og var. Hún hafði
fyrirtæki með höndum, og hana langaði að
hafa sig áfram með starfi sínu. Ef hún
gftist mér, yrði hún að sjálfsögðu að hætta
við það.
Hún reyndi svo að koma mér í skilning um
þetta, og sannleikurinn var sá, að hér var
um bezta atvinnuveg að ræða. Hún hafði
undanfarin þrjú ár verið við bílaverzlun með
föður sínum, og hafði með liyggindum sínum
tekist að auka svo verzlun þeirra, að hún var
hartnær helmingi meiri en áður. Þannig inn-
vann hún sér meiri peninga, eins og stóð, en
líklegt væri að- eg gæti nokkru sinni innunnið
mér.
' En ekki gerði eg mér grein fyrir þessu í
þefcta sinn. Eg vildi helzt ekkert um það
ræða.
“Rut,” sagði eg og vafði hana örmum, “eg
get ekki án þín verið. Hvers virði eru pening'-
ar hjá slíkri ást sem okkar?”
Svo þegar hún reyndi að ýta mér frá sér, til
að geta talað um þetta atriði og yfirvegað það,
þá sótti eg þeim mun fastara mitt mál, kvsti
hana í hvert skifti sem hún ætlaði að and-
mæla, svo hún varð að hætta, og þegar eg að
lokum sótti bílinn af stað og við héldum ferð-
inn áfram, þá var eg búinn að fá jáyrði
hennar og loforð um að giftast mér, og var
nú enginn maður í heimi glaðari eða ánægð-
ari en eg; mér fanst alt svo bjart og fagurt.
Rúmum mánuði síðar var starfstíma mín-
um á spítalanum lokið. Rut virtist nú vera
hætt að hugsa nokkuð um sína fyrri atvinnu-
grein, og hafði hugann eingöngu við okkar
samband og það, sem því tilheyrði. Aldrei
varð mér að athuga neitt um, hvers hún var
að fara á mis fvrir mig, — að hún hafði slept
arðvænlegri og þægilegri stöðu eingöngu mín
vegna. En eg hvatti hana til að giftast mér
hið allra fyrsta. Hún samþykti það þá. Eg
vildi ráða því, eins og öðru, hver gæfi okkur
saman, svo maður nokkur, sem lengi hafði
verið í borginni, sem eg átti heima í, og var
vinur minn, framkvæmdi hjónavígsluna,
enda ])ótt Rut sárlangaði til að athöfnin færi
fram í litlu kirkjunni, þar sem hún hafði
gengið á sunnudagsskóla sín bernsku og ung-
lings ár.
Eg man það, að þegai- búið var að gera út
um þetta, þá leit hún á mig nærfelt með
hrygðaraugum og sagði: “Þú veizt nú, Villi,
að ekkert er það til í þessum heimi, sem eg
ann eins og þér — og þó er eg ekki laus við
óhug. Þú ert svo ósveigjanlegur og ráðrík-
ur. — Villi, verður ekki algjört samfélag með
okkur, þegar við erum gift?”
Eg játaði þessu viðstöðulaust. Eg var svo
gagntekinn af ást til hennar. Eg athugaði
ekkert um það, að hún lagði alt annan skiln-
ing í ]>að, hvernig samfélag eða sambúð ætti
að vera, heldur en eg gerði. Eg leit á þetta
þann veg, að hún mundi náttúrlega liafa inn-
anhússstjórn á hendi, taka á móti gestum
okkar, o. fl. því tilheyrandi, — í stuttu máli,
hafa þá sfcöðu, að vera konan mín. Við mund-
um verða svo farsæl og ánægð — hvernig í
ósköpunum ætti að efast um það, að við yrð-
um farsæl! Svo fanst mér eg ætti að mega
gera mér vonir um að við, með tímanum
myndum eignast börn.
En um börn varð ekki að gera í þessu sam-
bandi. Barnið okkar dó á spítalanum í horg-
inni, því þangað liafði ég komið Rut, þegar
barnsins var von, svo hún gæti haft sem bezta
aðhlynningu og umönnun, og ári síðar skildi
Rut við mig, og fór heim til fólks síns.
Af hverju kom þetta ósamlyndi milli Rut
og mín? Eg veit það varla sjálfur; en liefði
eg ekki verið jafn blindur og ósveigjanlegur
og eg var, og vitað hvenær eg átti að slaka
til, þá hefði það aldrei komið fyrir. En eg
hafði aldrei á æfinni látið undan neinum.
Gamli læknirinn í fæðingarborg minni dó,
og eg> keypti íbúð hans og allar tilfærur af
ekkju lians; þetta ætlaði eg að yrði nú aðeins
byrjunin. Síðar meir, þegar eg væri búinn
að ávinna mér álit og meiri peninga, þá færi
eg aftur til höfuðborgarinnar, og yrði sér-
fræðingur í liinum dýpri greinum læknis-
fræðinnar.
Fvrsta sambúðarár okkar, held eg að Rut
hafi ekki gefið sér tóm til neinnar óánægjn
með hin breyfctu skilyrði hennar, sem sam-
band hennar við mig sköpuðu henni. Hiin
hafði nóg að gera við að koma heimili okk-
ar í það horf, sem við þurfti, taka á móti gest-
um okkar, kynnast fólki, o. s. frv. Það var
fyrst nokkrum mánuðum eftir að barnið okk-
ar dó, að eg fór að taka eftir því, að hún fór
að verða þreyjulítil og jafnvel leiðindafull.
Svo var það eitt kveld, þegar við vorum
ein saman, að hún kom til mín og lagði hend-
urnar um hálsinn á mér og bað mig bónar.
“Villi,” sagði hún blíðlega, “var það ekki
áætlunin fyrir okkur í fyrstu, að með okkur
yrði algjört samfélag?”
Eg leit til hennar undrunaraugum. “Jú,”
sagði eg, “og það hefir verið svo. ”
Af því hún hafði fengið mentun í gagn-
fræði og stundað verzlun, þá hafði hún oft
til bersögli, sem gat orðið itilfinnandi, endá
komst hún nú strax að höfuðatriðinu.
“Nei,” sagði hún, “með okkur hefir aldr-
ei algert samfélag verið, — ekki svoleiðis,
eg hefi alt sem eg þarf til hússins, en það
vantar mikið á, að með okkur sé eðlileg sam-
úð, — að við séum eins samrýmd, eins og ætti
að vera, — ekki — álgjört samfélag. Ein-
mitt nú á þessari stundu áttu við mótlæti að
stríða, og ekki hefirÖu sagt mér frá því!”
Þetta var nú reyndar ekki nema sannleik-
urinn; einn af mínum gömlu sjúklingum hafði
dáið þennan dag, og þó eg hefði nú lengi bú-
ist við því, þá lá samt illa á mér út af því.
En þó þessu væri nú svona varið, þá hefði
mér aldrei til hugar komið að minnast á það
heima. Það kom mér einum við, en ekki öðr-
um á heimilinu.
“Það hefir ekkert komið fyrir, sem þú
þarft að ergja þig út af,” svaraði eg hryss-
ingslega.
Þá vildi hún endilega fá að vita, hvernig á
þessum undirtektum stæði, en þá neitaði eg
að svara því.
Hún hætti þá við þetta umtalsefni, og
byrjaði á nýju.
Hún sat á breiða arminum á hægindastóln-
um, hafði lagt aðra höndina á öxl mér og
hreyfði fótinn fram og aftur hálf-þreyjuleys-
islega.
“Villi,” sagði hún, “eg vildi að þú hefðir
mig með þér við þín dagsdaglegu störf-; gæti
eg ekki verið aðstoðarmaður þinn? Eg gæti
haldið reikningana, svarað í símann; eg gæti
létt byrði-----”
Hún sókti eins fast eftir þessu, eins og barn
eftir nýju leikfangi. Eg sé nú, að það liefir
komið af því, að hún undi ekki aðgerðaleys-
inu, því hún var athafna kvenmaður. Bara
að barnið okkar hefði lifað. —
Eg ýtti hönd hennar hranalega af mér, og
sagði stuttlega:
“Nei, heillin mín, þú ert konan mín, en ekki
aðstoðar læknir; þegar eg þarf á 'hjálp að
halda, þá fæ eg mér mann til þess.”
Sannleikurinn var sá, að eg hefði engin
efni haft á því, að taka aðstoðarmann, en
þetta sagði eg til að fyrirbyggja, í eitt skifti
fvrir ölí, það, að hún skifti sér nokkuð af
mínum verkahring. Að eg færi að láta kven-
mann ráða fyrir mér og mínum starfsaðferð-
um! Nei, það skyldi alldrei verða.
Samt rifumst við ekki í þetta sinn. — “Svo
þetta er þá skilningur þinn á samúð og sam-
böndum!” sagð hún aðeins.
En þetta særði tilfinningar hennar og
gleymdist ekki fljótt aftur. Hún varð enu
óánægðari en áður.
Öll okkar hjónabandsfarsæld smáminkaði
nú, og varð að engu, og eg reyndi ekkert til
að endurreisa hana. Sérþótti minn var nií
meiri en svo.
Eg hafði aldrei vægt fyrir neinum, það
sem af var æfi minni, og ætlaði ekki heldur
að gera það nú, sízt fyrir konunni minni.
Og svo brauzt óánægjan út fvrir alvöru
áður mjög langt leið.
Maður einn, undarlegur í skapi, flutti til
borgarinnar. Eg ætla að nefna hann Vin-
cent Darrow. Heiminum var hann kunnur
sem söguskáld, því hann hafði samið skáld-
sögur, sem hann setti saman af sérþekking
þröngsýnnar sálar, en ekki af öðru. Hann
var grimmur í skapi, uppfullur þverúðar og
rangsnúinn, en þó að sumu leyti skarpvitur,
en undirhyggjumaður og [ varasamur, svo
engu líkara var, en að í hugskoti hans væru
ótal háskalegar krókaleiðr, eins og í hellra-
fylgsnum í gömlu þjóðsögunum er lýst, þar
sem drekar og nöðrur höfðust við í.
Hann hafði eitt sinn fengið einhvern und-
arlegan og ókennilegan sjúkdóm, og þess
vegna orðið að halda kyrru fyrir heima í
húsi sínu, en nú var hann betri til heilsu, en
gat ekki annað en lifað einlífi, af því hann
hafði vanist á það í þessum undarlegu veik-
indum sínum.
Eg tel það svo, að hann hafi verið einn,
því þessi eina manneskja, sem hjá honum
var — Elsa dóttir hans, 14 ára gömul — var
honum svo nauða-lík, bæði í sjón og raun, að
það var eins og hún væri svolítið bro’t af hon-
um sjálfum, frekar en sérskilin mannvera.
Miðlað hafði faðir hennar henni óspart af
mannvonzku sinni og illgirni, bæði að uppeldi
og erfðum. Svo var hún ill í sér, að enginn
krakki gat við hana leikið. Ánægju hafði
hún a.f að reka smáslöngur, sem hún fann
meðfram veginum, í gegn með stálprjónum,
—til að sjá þær engjast sundur og saman, og
hló dátt að; kona mín var sú eina, sem helzt
hafði þolinmæði við hana, en þó held eg lienni
hafi stundum ofboðið, hvað illa stelpukrakki
þessi var innrætt.
Elsa var nú æfinlega með Darrow, eða þá
einhvers staðar nálægt lionum; alt það ást-
ríki, sem hann átti til, (ef hægt var að nefna
það því nafni), hafði liann \áð hana eina
lagt.
Honum var, frá því fyrsta, illa við mig.
Hvernig á því hefir staðið, veit eg alls ekki.
En hann kom samt oft inn til mín, og lézt
vera að leita læknisráða hjá mér, en kom í
raun og veru ekki til annars, en að draga mig
og stöðu mína sundur í nöpru háði. Hann
kom mér út í samræður um ýmsár greinir
lieimspeki og vísinda, en þar eð hann var í
þeim efnum fróðari og greindari en eg, bar
liann þar hærri hlut, svo eg varð ráðalaus og
sárgramur, en þá fvrst var honum skemt,
þegar han sá að mér leið illa.
Alt af fanst honum hann vera veikur. En
eg hafði komist að þeirri niðurstöðu, að í
raun og veru var ekkert að honum, ef hann
aðeins hætti að halda, sig veikan, þá yrði hann
heilbrigður.
En þegar eg sagði honum þetta, varð hann
bálreiður. Eg hafði misboðið virðingu hans
með þessu.
Hann hélt, að það væri líkamlegur sjúk-
dómur, sem að sér gengi, en ekki sinnisveiki.
“Eða væri það líklegt, að hann gæti samið
önnur eins snildarverk, eins og bækur hans
væru, ef þessu væri þarpiig varið?”
En þó liann reiddist af þessu, þá kom hann
inn til mín eins eftir sem áður. Eg held
hreint, að hann hafi ekki getað án verið á-
nægjunnar, sem hann hafði af að kvelja mig
og reita til reiði. Tilslettni hans og háðs-
glósur voru eins og hárbeittur rýtingur, sem
slapp út og inn, fram hjá eftirtekt minni, því
eg var ekki nógu fljótur að grípa á svip-
stundu hvert stefndi, og hafði svo engin önn-
ur ráð en að lenda í fánýtum geðæsingum.
Eg hafði verið þolinmóður við hann, eins
og eg æfinlega er við veikt fólk, það er að
segja að því leyti, sem þessi ankannalegu
veikindi hans áhrærði; en einn dag, þegar
hann kom, höfðu áhyggjur mínar út af Rut
ollað því, að eg var alt annað en í góðu skapi,
svo þegar við fórum að tala saman og Yin-
cent, að vanda, tók að kvarta um veikindi
sín, sagði eg reiðulega,:
“Ilættu að segja mér þetta og annað eins!
Það gengur ekki nokkur skapaður hlutur að
þér, maður!”
(Framli.)