Lögberg - 27.10.1932, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.10.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1932. Bl.a 7 Hjá lindinni Hjá lindinni sátu þau sumarkvöld, við seiðandi ölduniðinn, og horfðu á strauminn, er fram hjá fór með friðsæla vatna kliðinn. Söngfuglinn dottaði’ í dreymandi lund og daggvota rósin var hnigin í blund við indæla aftanfriðinn. Þau fæðst höfðu bæði í sömu sveit og saman þar bernskuna gengið, því bæirnir lágu tún við tún o:g teygðu fram gróðurríkt engið. Mörg voru sporin og minninga- kær, mildur er æskunnar draumljúfi blær þá vængirnir flug hafa fengið. Þau höfðu í kyrðinni mælt sér mót i musteri blómskrýddra sala, þar saman að vaka í vornætur blæ um vonir og ástir að tala. Æskunnar himinn er heiður og blár, hugurinn býr við drauma og þrár, sem víðfleygar vonir ala. Fhá bernsku þau elskast höfðu heitt, —um hugina minningar streyma. Og ást þeirra beggja var einlæg og sönn og átti sér fegurstu heima. Ljúfasta æskuástin blíð, yndi þú veitir á hverri tíð; yl átt þú öllum að geyma. Nú skyldu þau kveðjast við kom- andi dag, og kvíðann í hjartanu fundu; við lindina tæru þau töluðu hljótt og tryggustu eiðana bundu. Sumarnótt, ein við þinn alsælu straum elskendur lifa sinn fegursta draum, þé söknuður leynist í lundu. Hann ætlaði að vera í sumar “til sjós”, hann sagði það gróðaveginn. Því hann vildi búa henni skjól í heiminum sólarmegin. Framtíðarbrautin var fagnandi lögð, fegurstu heit voru bundin og sögð, og sólin rann nætur sveiginn. Og dagandi bjarmi af djúpinu steig, í dölunum fuglarnir sungu. Þau kvöddust, o'g himininn húm- aði í lund, við hrygðina saknaðar þungu. Beiskur er skilnaðar bikarinn sár brjóstum, sem unnast, við drauma og þrár, og viS'kvæm er ást hinna ungu. í siglingar ungur með farmanna- flokk han fór til að sigra og stríða, en eftir hún döpur í sveitinni sat í sólfaðmi draumblárra hlíða. Dagarnir liðu svo langir hjá. Lindin rann streymandi upptök- um frá í eilífðar útsæinn víða. Er leiðirnar skildust þau skrifuð- ust á, það skeði svo marlgt hjá báðum. Og hjörtu, sem unnast, fá alls- staðar mæzt á ósæis blikandi þráðum. Hugurinn brúar hafdjúpin víð, hamingjan kostar baráttu’ og stríð. — Ein bára fær breytt okkar ráðum. Timarnir liðu við skugga og skin, skipin þau komu og fóru. Borgirnar tengdust, höfn við höfn yfir hafdjúpin víðu og stóru. Átthagar týndust við annir og glaum, atvikin hurfu í byltandi flaum og ástir, sem elskendur sóru. Svo var það einn dag, mót stormi var stýrt, um stefni þaut rjúkandi alda. Á skipinu boðarnir brutu svo þétt, með brimþunga hrynjandi falda. Slysið þá henti — holskeflan ein hæfði á þiljum hinn dáðrakka svein og dró hann í djúpið kalda. Hjá lindinni situr hún sumar- kvöld, við seiðandi öldu niðinn, og horfir á strauminn, sem fram hjá fer, með friðsæla vatna kliðinn. BJærinn þinn svalar, blíða nótt! brjóstið af ekka lyftist hljótt og þráir þögnina og friðinn. Kjartan Ólafsson. —Heimilisblaðið. Hugurinn hvarílar víða Eftir Guðm. Elíasson. Klukkan eitt, mánudaginn 30. maí lögðum við á stað. Ferðinni var heitið “suður fyrir línu”, eins og vanalega er komist að orði hér í Canada, þegar farið er suður í Bandaríki. Við stönzuðum dá- litla stund, þegar kom suður undir Gimli, við að skoða grafreit bæjarins. Kona bílstjórans var að líta eftir leiði móður lan’gafa síns, Bjarna heitins frá Hlíða- vatnsnesi í Húnavatnssýslu á ís- landi, sem kom til þessa lands með fyrstu löndum sínum 1874 og nam land sex og einn f jórða úr mílu að vegalenlgd norður frá bænum Gimli, niður við vatnið, og nefndi heimili sitt Bjarnastaði, og dó þar eftir stutt tímabil og var lagður til hinztu hvíldar á þessu hans eigin heimilisréttarlandi, skamt frá fyrsta íveruhúskofanum, sem hann bygði þar sjálfur. Voru á þeim tíma fáeinir fleiri frumherj- ar úr fámenna hópnum jarðsett- ir á þessum sama bletti, þó nú sjáist engin merki þess, að þar hafi grafreitur lítill eða stór nokkurn tíma verið; af þeirri á- stæðu, að mannshöndin, með að- stoð hans, sem veitir skúr o'g skin, hefir nú um mörg ár tekið fóður fyrir skepnurnar af þessum forn- helga bletti, alveg eins og svæð- inu, sem útfrá honum liggur; og land Iþetta, Bjarnastaðir,' er al- gjörlega úr eign og umráðum ís- lenzku þjóðarinnar, eins og er og verða mun um mörg önnur lönd, sem frumherjinn kastaði á eign sinni. Börn Bjarna heitins frá Hlíð á Vatnsnesi voru sex, sem mér er kunnugt um, tvær stúlkur og fjór- ir drengir. Eldri stúlkan, sem hét Sigurbjörg, giftist árið 1877 Ein- ari Jónassyni lækni, föður Einars Jónassonar, sem nú er fylkisþing- maður fyrir Gimli kjördæmi. Sig- urbjöhg þessi dó í Dakota árið 1883; þau hjón áttu eina dóttur, sem Guðrún hét, sem dó sama ár og móðir hennar. Hin systirin, Elínborg Bjarnadóttip, var gift kona í Dakota, þegar eg þekti þar fyrst til; maður hennar hét Jón Bjarnason, ættaður af Vatns- nesinu; þau áttu tvö börn, stúlku og dreng, sem voru roðin fulltíða, þegar eg sá þau fyrst; hét stúlk- an Kristín; hún er nú dáin, en drengurinn heitir Friðrik og er póstafgreiðslumaður að Hensel, N. Dak. — Elínborg Bjarnadóttir er nú dáin fyrir nokkuð mörgum árum; hún var ein af þessum stór- merku, íslenzku landnámskonum í þessu landi, sem alt vildi bæta og öllum vildi gott gjöra og öll sár græða; hún fékst töluvert við smáskamtalækningar og farnaðist ágætlega. Hugurinn og hjarta- lagið stjórnaði gjörðum hennar, í því eins o!g svo mörgu öðru góðu. sem sú merkiskona vann öðrum til heilla; hún var nágrannakona mín um nokkur ár. Eg man það vel, að eitt sumar- ið meiddi eg mig töluvert í hend- inni, skar mig á sláttuvélarljá; eg var þá, sem kallað var einbúi; eg greip teyju mína og vafði henni um sárið og gekk svo á stað til El- ínborgar; það var tæp míla veg- ar. Elg man mér sortnaði fyrir augum á leiðinni, en fanst þó ekki eg finna sérlega mikið til. — El- ínborg var stödd úti við húsið, þegar eg kom. “Hefirðu meitt þig mikið?” Þessi algengu orð voru eitthvað svo hlýlega fram- borin, að mér fanst sárið mundi strax batna, áður en hún fór að taka treyjuræfilinn utan af því; ekki voru æðru eða óstillingarorð- in og ekki fór eg til annara lækna en hennar; sárið batnaði bæði fljótt og vel. — Eg hefi alls enga trú á því að slíkar manneskjur sem Elínborg iB'jarnadóttir var, gleymist nokkurn tíma úr tilveru- vitund okkar, sem höfum átt því láni að fagna að kynnast þeim. Tveir bræðurnir dóu heima á íslandi, Jakob og Sigurður; var Sigurður bráð-velgefinn maður og skáld gott, orti Bæringsrímur og svokallaða Hjálmarskviðu, af þeim Hjálmari hugumstóra olg Ingibjörg Hlöðuxsdóttir Svía- konungs. Má geta þess, að til er önnur Hjálmarskviða, eftir Hjálm- ar Jónsson, fyr á Bólu, um sama efni. Byrjar hún á viðureign þeirra Örvar-Ddds og Hjálmars við þá Arngrímsniðja á Sáms- eyju, með þessari vísu, sem sver sig í ætt Bólu-Hjálmars: “Nudda eg broddi fjaðra fals fas að letra speldi, þar sem Oddur Arngríms jarls ellefu niðja feldi.” En Sigurður byrjar á ástamálum þeirra Hjálmars olg Ingibjargar, eða máske réttara sagt tildrögum þeirra, með þessari einkennilega lipru hendingu: “Hugarstóri Hjálmar var, heitinn Þórinn skjalda, víða fór, sá frægðir bar fleins við óra kalda.” Aldur Sigurðar, þá er hann kvað Hjálmarskviðu, birtir þessi vísa: “Kvæða lýti mín ei má mjög ávíta og lasta, því nú flyt eg yfir á árið tvítugasta.” Friðrik Bjarnason dó við Wyn- yard, Sask., 2. marz 1930. Er þá, þegar þetta er skrifað, Samson Bjarnason, bóndi að Akra, N. Dakota, einn eftir lifandi af þess- um Hlíðar systkinum, nú á gam- als aldri. Samson var um eitt skeið einn af beztu bændum og atkvæðamestu mönnum r sínu bylgðarlagi. Er mér, sem þessar línur pára, vel minnisstætt, að snjóaveturinn mikla, 1903—4, þá er flestar keyrslubrautir í Pem- bina Co. voru ófærar yfirferðar að heita mátti, mönnum og skepn um, þá var það Samson, sem fyrstur varð til að leggja nýja braut utan við háa snjóhrygginn á póstveginum, milli Akra og Ca- valier, mönnum og skepnum til hægðarauka, því hann var og er sannur dýravinur; og þá átti Sam- son fallegar skepnur. Hann gjörði mörlgum gott, bæði mönn- um og málleysingjum, og vonandi verður hann nú látinn njóta þess á sínum elliárum, þegar hann þarf þess helzt við. Á þessu, sem hér að framan er skrifað, getur þú, lesari góður séð, að þýðingarlítið hafi verið að leita að leiðinu hans Bjarna heitins frá Hlíð á Vatnsnesi í Gimli kirkjugarðinum; en mér og mörgum fleirum er alt af ljúft að reika á milli bústaða þeirra fram- liðnu, ekki sízt þegar þar er jafn- fágurlega umbúið og á sér stað í Gimli grafreitnum. Við héldum svo áfram ferðinni til Winnipeg, og næsta biðstöð okkar var að 762 Victor St., hvar við nutum íslenzkrar gestrisnl hjá þeim hjónum, Mr. og Mrs. Jakob Friðriksson. Það er víst betra fyrir mig að segja ofurlítið greinilegaj* frá því, hvernig á þessu ferðalagi mínu stóð, áður en e!g legg á stað frá Winnipeg suður Rauðárdals- slétturnar. Eg er svo hræddur um, að hugurinn fari á gandreið, þegar þangað kemur, eitthvað út í geiminn; hvar hann nemur stað- ar eða hvað þá verður eftir af minninu, þegar eg finn sjálfan mig aftur, er ekki gott að full- yrða neitt um; þess vegna virðist vera betra, að ganga svo frá þessu, að eitthvað megi að því finna. Sá mér óvænti atburður hafði skeð, að Sigurós systir mín, á- samt syni sínum Elíasi og konu hans, Guðrúnu Svanhvít, tengda- dóttur sinni, hafði komið norður til Nýja íslands að sjá okkur Laufhólsfólkið, og voru þetta mér og öllum á heimilinu kærkomnir gestir. Eg hafði ekki séð Rósu systur mína síðan vorið 1908. Sitt af hverju hafði nú borið við síðan, það þarf styttri tíma til. Það var því eins og gefur að skilja margs að minnast á milli okkar systkinanna. “Heiðraðu þann, sem hærður má hrósa dögum sínum; en vertu, einkum vífum hjá, vandur að orðum þínum”, stendur þar. Þetta voru mér ó- væntir gleðidagar. Það talaðist svo til á milli mín og þessa fólks, að eg færi með því suður til Da- kota að sjá fornar stöðvar, frænd- ur og forna nágranna. Og nú var klukkan farin að ganga sjö, og við vorum að fara suður úr bænum áleiðis til Pem- bina. Númer fjórtán kalla Can- adamenn keyrslubrautina, sem liggur með fram Rauðánni suður að “línu”. Fallegt er landið, það Iglitrar á spegilfagra ána öðru hverju, þá akra og reisuleg bændabýli og fallega sáðgarða. Mér fanst eg aftur vera farinn að ferðast yfir slétturnar vestur við haf, með fram Fraser ánni í Brit- ish Columbia fylki. Sama kvæðið, eftir Hannes Hafstein, rifjaðist upp í huga mínum, það var þá enn ekki gleymt: “Rósfögur blóma lönd, . bleikir akrar, fagrar skógar- lendur”, ' Alt kvæðið, ein sannkallaða ís- lenzka perlan, olg ógleymanlega stór sál bak við hverja hendingu, órjúfanleg ættjarðarást. (Framh.) Til séra S. S. CHRISTOPHERSON. Þú fæddist upp við fjalla sýn, sem fagur innsjór var, þú átt hin fyrstu fótspor þin í fjölgresinu þar. Þig fjalla loftið ferkst og hreint frá hversdags lífi dró, þú stefndir hærra, hélzt svo beint til hans, sem verk þér bjó. Hann valdi þig í vingarð sinn, að vekja mannsins sál, hann vissi hver var vilji þinn: að vitna um drottins mál. Eg veit, þú drotni ert nú kær, han'n elskar þig sem Pál, því hvert þitt orð, sem áheyrn fær, er innra hjartans mál. I Þú mátt heyra hugboð mitt, sem haldgott er og rétt, að enn þá vaxi álit þitt í kennimanna stétt. Eg leiðsögn þína forsjón fel, að frelsa hvern sem naut, og alt þér gangi’ að óskum vel á þinni si!gurbraut. 0. G. LOFTSLAGSBREÝYYTINGAR. Allir hafa heyrt talað um ísald- ir, þekkja að einhverju leyti kenn- ingarnar um umskifti hita og kulda og um loftslagsbiæytingar, sem orðið hafi á jörðinni. Því neitar enlginn, að loftslagið hafi verið breytingum háð, en um hitt kemur fræðimönnum ekki saman, hvernig á breytingum þessum standi. Nú hefir alþektur stjörnu- fræðingur, Dr. R. T. A. Innes í Johannesburg í Suður - Afríku, sett fram (í “Scientia’) nýjar skýringar, sem mörgum þykja sennilegar og mikið eru ræddar sem stendur. Hann heldur, að þykt og þéttleiki gufuhvolfs jarð- arinnar muni ráða miklu um lofts- lágsbreytingar. Hann bendir á það m. a., að jafnvel á Miðjarðar- línu séu há fjöll hulin jökli (í Afríku, en hitabeltisástand fyrir neðan, þrátt fyrir það þótt sólar- geislarnir ættu að falla eins heit- ir eða helzt heitarí og magnaðri á fjallatindana en á láglendi og hafflöt. En hann segir, að þessu valdi ekki geislamagn sólarinnar, heldur minni þéttleiki og þyngd loftsins yfir fjallatindunum. Enn fremur álítur Dr. Innes, og legg- ur jafnvel meiri áherzlu á það, að loftslagsbreytingum jarðarinnar hafi valdið aðkomandi orsakir, fyrst og fremst áhrif frá hala- stjörnum. Hann bendir á það, að ljósrannsóknir á halastjörnum hafi leitt í ljós, að í þeim muni vera ýms efni (Cyanoen, hydro- carbons og carbon monoxide), sem haft geti gagngerð áhrif á loftslag jarðarinnar, jafnvel þótt það blandaðist mjög litlu af þeim. Örlítið af kolsýru í gufuhvolf- inu mundi hita loftslagið mikið, máske svo mikið, að heimskauta- ísinn bráðnaði. Aukning á kol- sýru mundi geta leitt til nýrrar steinkolaaldar. Slíkt mundi þjá mjög sumar æðri líftegundir, þangað til vaxandi gróður hefði aftur útrýmt úr loftinu kolsýr- unni. Þá mundi jörðin verða þurr- ari og kaldari unz nýr árekstur yrði.” Enn fremur álítur Dr. In- nes, að sjálfur sólar!gangurinn, eða gangur sólkerfisins í geimin- um muni geta valdið loftslags- breytingum, er sólkrefið hefir farið gegnum einhverjar geim- þokur (cosmical clouds). Dr. Innes segir sjálfur, að hér sé um að ræða tilgátur, sem at- ! huga þurfi, en þær séu sennilegri en eldri tillgáturnar. Hinar helztu ramBuk I Er Óviðjafnanlegt fyrir ECZEMA, KYLI, KULDABÓLGU og kuldapolla, skurði, öll brunasár, HRINGORM, GYLLINI- aeð, ígerð og eitursár þeirra eru, eins og gunnugt er, í því fólgnar, að loftslagsbreyting- arnar valdi annað hvort mis- munandi hitamagni sólarinnar, eða breytingar á lögun jarðar- inar. — Lögr. Nýtt páfabréf Páfinn hefir nýlega gefið út hirðisbréf (Caritate Christi com- pulsi), þar sem hann ræðir á- standið í heiminum í efnalegum og andlegum málum og hvetur all- ar þjóðir o!g alla flokka til ein- ingar og sátta. Páfinn segir, að orsök kreppunnar sé ágirndin, fýknin í jarðneska fjármuni, sem Páll postuli kallar uppsprettu alls ills. Af þessu sprettur, segi hann, skortur jafnvægisins í heim- inum og það, að auðæfi þjóðanna hlaðast á fárra manna hendur, sem fara með markaði heimsins eftir eigin geðþótta og valda al- menningi með því miklu tjóni. Þetta vandræða ástand verður einnig, að áliti páfans, til þess að efla óánægju o!g undirrróður, kreppan er gróðrarstía byltingar- kenninga og þeirra manna, sem hrjóta vilja niður röð og reglu þjóðfélagsins og trúna á guð. 1 ! þessu sambandi fer páfinn hörð- { um orðum um kommúnista, einkum J guðleysisstefnu þeirra. Hann seg- i ir, að öllum löglegum vopnum verði nú að beita til varnar trúnni o!g þjóðfélagslegum friði og skor- ar á allar þjóðir að sameinast í eina fylkingu gegn árásunum, “að sameinast og rísa af öllu afli gegn því böli, sem er að buga mannkynið og því enn þá meira böli, sem fram undan er.” Páfinn segir að kreppan, sem nú er, muni máske vera mestu refiðleikar, sem á heiminum hafi dunið, síðan syndaflóðið gekk yfir.—Lögr. Borgið LÖGBERG ! Þegar þér þarfniál Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd. sem mun fullnægja þörfum yðar \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.