Lögberg - 19.01.1933, Síða 1

Lögberg - 19.01.1933, Síða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1933 NÚMER 3 Hon. W. E. Perdue Hann lézt að heimili sínu, 24 Carlton Str., hér í borginni, á þriðjudagsmorguninn í 'þessari viku. Hann var á þriðja árinu um áttrætt og hafði hann stundað lögfræðisstörf í Manitoba í ná- lega hálfa öld og var lengi dómari og yfirdómari í þessu fylki. Hann var einn með vinsælustu og mest metnu lögfræðingum í Manitoba. Nýtt preátafélag Félag hafa stofnað sín á meðal lúterskir prestar í Winnipeg, þeir er söfnuðum hafa að þjóna. Munu þeir vera um tuttugu alls, íslenzk- ir, norskir, svenskir, danskir, þýzkir og enksir. Forgeti félags- ins, var á stofnfundinum, kosinn Dr. Björn B. Jónsson. Minni viðskifti Verzlunarskýrslur frá Ottawa sýna, að viðskifti Canada við önn- ur lönd, hafa farið mjög þverr- andi á árinu sem leið, borin sam- an við næsta ár á undan, og voru viðskiftin þó þá harla lítil. Hér er þó átt við verðgildi, en ekki vörumagn, en Canada hefir selt fyrir minni peninga en áður, og keypt fyrir minni peninga. Á síð- ustu níu mánuðum af árinu sem leið, sem eru fyrstu níú mánuðir úr fjárhagsári Canada, nam verð á útlendum vörum $379,369,280, en á sama tíma í fyrra $461,797,241. Verð á innfluttum vörum nam $325,529,681, en í fyrra $451,355,- 106. I desembermánuði seldi Canada vörur til útlanda fyrir $42,615,796, en í fyrra fyrir $53,255,476. Innfluttar vörur 1 desember voru’ $29,025,434 virði,1 en á sama mánuði í fyrra $40,-J 289,795. Á þessum níu mánuðuml hefir því Canada iselt vörur fyrir nálega fimtíu og fjórar miljónir dala meir, en þjóðin hefir keypt vörur fyrir. Þessi [afgangur dýnist sjáilf- sagt töluvert álitleigur, en honum er náð á þann hátt, að með afar- háum tollum eru innflutningar á útlendum vörum gerðir svo að segja ómögulegir, og útlendur markaður á innlendum vörum að miklu leyti eyðilagður. Grefur sig úr fönn Á þriðjudajginn í vikunni sem leið, var reglulegur norðanbylur allan daginn, fannkoma mikil og stormur. Stöðvaðist umferð víða hér í Manitoba um stund, eða gekk, að minsta kosti, seint og erfiðlega. Næstu daga var mikið að því unnið að hreinsa snjóinn af keyrslubrautum olg gangstétt- um og er nú alt komið í samt lag aftur, hvað það snertir. ManitoT ba hefir grafið sig úr fönn. Forseta ekkjur Síðan Calvin Cöolidge dó, er enginn fyrverandi forseti Banda- ríkjanna á lífi. En á lífi eru enn ekkjur sex fyrverandi forseta, þeirra, er hér eru taldir: Benja- rnin Harrison, Grover Cleveland, Theodore Roos.evelt, William H. Taft, Woodrow Wilson og Calvin Coolidge. Trú og Verk Verk, án trúar, virðast snauð; Verka án, er trúin dauð: Trú og verkin, víst er það, Verða því að fylgjast að. F. R. Johnson. C. H. THORDARSON Hér gefst að líta siðustu myndina, sem vér höfum séð, af hinum víðkunna, íslenzka raffræðingi, C. H. Thordar&on, í Chicago. Hinum ðskólagengna manni, sem háskólar hafa sæmt meistara nafnbót og doktors titli. Er hann hér með eina af sex eða sjö eintökum, seni enn eru til af elztu bibliunni, sem prentuð er á ensku. Er hún nefnd Coverdale biblía og kom út árið 1535. Fyrir ekki all-löngu keypti Mr. Thordarson þetta fágæta eintak af biblíunni fyrir $3,800. Eins og mörgum er kunnugt, á Mr. Thordarson eitthvert allra stærsta og full- komnasta bókasafnð sem vitað er til, að til sé í eigu nokkurs einstaks manns, enda hefir það kostað afar mikið fé. Eins ög margir vita á Mr. Thordarson eyju í Michigan- vatni, ekki langt frá Chicago. Heitir eyjan Rock Island og er hér um bil eina mílu á hvern veg. Hefir Mr. Thordarson gert þar afar miklar umbætur, og má vist segja, að eyjan sé nú« orðin alt ör.r.ur, heldur er. hún var, þegar hann eignaðist hana. Segja þeir, sem þar hafa komið, að eyjan sé nú orðin einn allra fegursti staður, sem þeir hafi séð. Hefir Mr. Thordarson þar meðal annars ýms villidýr, og þar á meðal nokkur dýr af hjart- arkyni. Fjölgaði þeim svo ört, að Mr. Thordarson sá fram á að á eyjunni mundi fljótt verða fóðurskortur fyrir þau, og peim mundi ekki lenlgi geta liðið þar eins vel og hann vildi vera láta. Tók hann því það ráð, að gefa dýrin íbúum Washington- eyjunnar, sem er hér um bil mílu frá Rock Island. Er þar land- rými miklu meira og þar getur dýrunum liðið vel og orðið eyjarbúum að miklu gagni. Segir frá því all-greinilega í blaði írá Chicago, hvernig gengið hafi að koma dýrunum milli eyjanna, og er vatnið þar svo djúpt, að dýrin urðu að synda mikið milli eyjanna. Hepnaðist þó flutningurinn vel. Á Washington eyjunni var stofnað félag til að taka á móti dýrunum og hafa alla umsjón með þeim og sjá um að vel færi um þau. Heitir forseti félagsins Robert Gunnarson, skrifari George Hansen, olg féhirðir Ted Gudmundson. Lítur út fyrir, að tveir af þessum mönnum séu íslendingar. Var Mr. Thord- arson þegar kosinn heiðursforseti. •:—>■ Sœmdin sem Bennett þáði af konungi. Sem kunnugt er, þá sæmdi Bretakonungur Mr. Bennett með þeirri nafnbót, að !gera hann að “Knight of Grace of the Venerable Order of the Hosvital of St. John of Jerusalem.” í stuttu máli á íslenzku gæti maður sagt, að Mr. Bennett hafi me.ð þessu verið gerður að Ridd- ara Sankti Jóhannesar Reglunn- ar í Jerúsalem. f svona styttri þýðingu mætti auðvitað orða þetta eitthvað litið eitt öðru vísi, en það mundi aldrei muna miklu. —Nú fræðir Hkr. mann á því, að þessi virðulega Regla eða orða, sé kend við Jóhannes postula Zebedeusson. En sá galli er á þessari fræðslu, að hún stenzt ekki gagnrýni ofurlítið sögu- fróðra manna. Svo hafi blaðið haft mikið fyrir að ná í þessar uppl singar, eða borgað hátt verð fyrir þær, þá hefir hér tekist miður en skyldi. Svo langt sem eg veit, þá er þessi Heimskringlu-orða eða regla ekki til. Og að konungur vor hafi reynt að sæma Mr. Benett með heiðursmerki þeiri’ar orðu, sem ekki er til, er naumast sennilegt. Konungurinn veit betur en það. Þó ekki hefði maður nema yfir- boðsþekking á helgri sögu, þá sæi maður undir eins, að orða, eða regla, er kend væri við Jerúsalem, gæti naumast einnig verið tengd við nafn Jóhannesar postula. Hann var úr Galileu, því fylki Gyðingalands, sem norðast er og Iengst frá Jerúsalem. AUir post- ularnir voru þaðan, nema Júdas. Auðvitað var Jóhannes stundum í hinni helgu borg, í för með Jesú, ög við fyrstu útbreiðslu kristn- innar, en það er nokkurn veginn víst, að mörg síðari starfsár hans voru tengd við Litlu Asíu, og að hann hafi lengi átt heima 1 Efes- us og sennilega andast þar í hárri elli. Svo um Jóhannes postula, í sanv bandi við þessa Jerúsalem-reglu, getur ekki verið að ræða. Það kemur ekki til nokun-a mála. Það er alt annar Jóhannes, sem regla þessi er kend við. Sá mað- ur er Jóhannes skírari. Hann var upprunninn í Júdeu, fylkinu sem hin helga borg er í. Faðir hans, Sakaría, var einn af prestunum er þjónuðu í musterinu í Jerúsalem. Jóhannes skírari starfaði alla æfi í grend við Jerúsalem. Þessi virðu- lega orða, eða regla, er því kend við hann. ISennilegt er, að regla þessi sé eldra en frá elleftu öld. Telur próf. Walter Alison Philips, fræðimaður við Oxford háskólann, að reglan sé í raun og verú eldri, en hafi verið endurreist, eða stofnuð á ný, undir, lok elleftu aldar. Fyrst lengi framan af hafði þessi Sankti Jóhannesar regla höfuðból sitt í Jerúsalem. En ár- ið 1291 gerðu Tyrkir hana útlæga. Hfökluðust Riddararnir þá litlu síðar til eyjarinnar Rhodes, inn- arlega í Miðjarðarhafinu. Voru þeir þar frá því um 1310 og þar til 1522. Nefndist reglan á þeim árum Riddaraorðan frá Rhodes (The Knights of Rhodes). Þegar svo Riddararnir voru gerðir útlægir frá Rhodes, flúðu þeir til eyjarinnar Malta, sem er, eins og kunnugt er, vestarlega i Miðjarðarhafinu. Nefndust þeir þá Hin konunglega Riddaraorða frá Malta (The Sovereign Order of the Knights of Malta). Höfðu þeir aðsetur sitt þarna á eynni frá 1529 til 1798. Um aldamótin 1800 tvístraðist regla þessi, sökum ofsókna, og flýðu Riddararnir til ýmissa landa. Æði stór hópur flúði þá til Rússlands, og ætlaði Páll keis- ari I. að rétta hluta reglunnar og var sjálfur gerður að æðsta for- ingja hennar. En Páll keisari var ekki með öllum mjalla og var enda myrtur árið 1801, svo allar þess- ar viðreisnar tilraunir féllu þar; með um koll. Við tvístringuna er varð um aldamótin 1800, kvíslaðist þessii merkilega regla í æði margar greinar. Héldu sumar álmurnar' áfram að kenna sig við eyjuna! Malta, en aðrar tóku aftur upp Sankti Jóhannesar nafnið, þari með þær álmur, er lentu inn ái Þýzkaland og yfir til Breta. Hefir| hin brezka álma staðið með mikl-i um blóma og jafnan notið hylli o g verndar krúnunnar brezku. Sem dæmi um það má benda á, að árið 1889 varð Edward konungur VII. (þá Prinsinn af Wales) æðst- ur valdsmaður þessarar reglu. Verkefni Sankti Jóhannesar reglunnar var upphaflega bæði að berjast til varnar kristinni trú og að líkna særðum og sjúkum. Um það tímabil á tólftu öld, er kristn- ir menn höfðu yfirráð yfir Jerú- salem, Antíokkiu og Edessa. það þessir Riddarar. ásamt Must- erisriddurunum svonefndu (The Knight Templars), sem voru aðal stoð og stytta hins kristna ríkis. Mjög snemma á tíð hafði og regla þessi spítala fyrir særða og veika í Jerúsalem. Á síðari árum má svo segja, að Sankti Jóhannesar reglan hafi eingöngu gefið sig við að líkna særðum og sjúkum. I heimsstyrj- öldinni miklu höfðu Riddararnir þúsundir af mönnum í þjónustu sinni og voru þá í samvinnu við Rauða krossinn,, undir yfirstjórn Breta. 1 Upprunalega urðu menn að vera af tignum ættum til þess að fá inngöngu í þessa reglu. En svo mun hafa verið losað á bönd- unum í siðari tíð, að meiri háttar menn af ýmsum stéttum fá þar nú inni. Reglan þarf á miklu fé að halda við líknarstörf sín. Og -stjórnarformaður Canada er stór- auðugur maður og getur gefið höfðinglegar gjafir þegar honum svo sýnist. Lítur því svo út, að konungurinn hafi vitað hvað hann var að gera, þegar hann gaf Mr. Bennett pláss í þessari veglegu Sankti Jóhannesar Reglu. Gimli, Man., þ. 16. jan. 1933. Jóhann Bjarnason. MEN’S CLUB • Karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar heldur sína næstu | samkomu á þriðjudagskveldið í næstu viku, hinn 24. þ.m., og | hefst hún kl. 8.15, stundvíslega. I Samkoma þessi verður töluvert öðru vísi heldur en flest- | ar aðrar samkomur karlaklúbbsins, því þangað er öllu full- ) orðnu safnaðarfólki boðið, körlum og konum, og vinum ) safnaðarins. Inngangur verður ekki seldur, en samskota j verður leitað og gerir klúbburinn sér vonir um að flestir, sem I koma, leggi til svo sem 15—25 cents, til að standast kostnað- I inn við samkomuna. Það, sem aðallega fer fi-am á samkomu þessari, er alt ' viðkomandi sögu íslendinga á fyrstu árum þeirra í Manitoba og eru ræðumennirnir, sem hér segir: Dr. O. Björnson — The Voyage to Gimli. J. T. Thorson, K.C. — Organization of the Colony. Dr. Björn B. Jónsson — The Daily Life of the iPioneers. Dr. A. Blöndal — The Family Album. Einnig verða veitingar fram bornar handa öllum, sem samkomuna sækja. _ j Klúbburinn er að búa sig undir að taka á móti f jölda fólks j og vonast eftir, að samkoma þessi verði afar fjölmenn og j fólk getur reitt sig á, að þar verður gott og skemtilegt að j vera. Þar verður mikinn fróðleik að fá, um efni, sem öllum j Vestur-lslendingum er hugnæmt. j Væntanlega veit fólk ekki með vissu, hvað átt er við með j ‘The Family Album”. Dr. Blöndal sýnir þarnokkrar akugga- j myndir frá elztu tímum Islendinga í Winnipeg, og má reiða j sig á, að fólk hafi mikla skemtun af að sjá þær. j I Stubbs-málið Rannsókn var hafin í máli þessu, eins og til stóð, á miðviku- daginn í vikunni sem leið. Fer rannsóknin fram í einum af söl- um hins mikla dómshúss á Broad- way hér í borginni. Það er hvort- tveggja, að mál þetta hefir verið mjög auglýst í Winnipeg dagblöð- unum enda varð sú raunin k? að strax snemma um morguninn þyrptist þar að svo mikil fjöldi manna, að ekki nærri því allir komust inn. Svipuð því hefir að- sóknin verið hina dagana, síðan rannsóknin var hafin. Frá málavöxtum hefir áður nokkuð verið skýrt hér í blaðinu, en nákvæmlega er ekki hægt að gera það, nema í afar löngu máli. Menn eru ekki miklu nær, þó skýrt sé frá kæruatriðunum, sem eru ellefu alls, nema jafnframt sé skýrt frá því, á hverju hvert atriði fyrir sig er bygt. Þeir, sem kært hafa yfir ýms- um gerðum og ummælum Stubbs dómara, eru dómararnir við hina hærri rétti Manitobafylkis, lög- mannafélagið í Manitoba og dóms- málaráðherrann. Það er Frank Ford. dómari i hæstarétti Alberta-fylkis, sem falið hefir verið að rannsaka það, hvort kærur þær, sem á Stubbs dómara eru bornar, séu á rökum bygðar eða ekki. Arthur Sullivan K.C., og annar lögmaður, sem Turner heitir, mæta .fyrir hönd dómsmála ráðuneytisins í Ottawa, en til að verja málið hefir Stubbs fengið sér til aðstoðar Hon. E. J. McMurray og L. E. Abramovich. Strax fyrsta daginn flutti Stubbs dómari afar langa ræðu og var að því einar tvær klukkustund- ir, sumir segja fjórar ^tundir, en það er líklega orðum aukið. Var hann harðorður mjög í garð þeirra, sem mótstöðumenn hans mega kallast í þessu máli. Taldi hann stjórina engan lagalegan rétt hafa til að fyrirskipa þessa rannsókn, þar sem hún væri ólög- mæt og hefði engan rétt á sér. Ford dómari var nú samt á öðru máli, og úrskurðaði að rannsókn- inni yrði haldið áfram og hann mundi hér vinna það verk, sem sér hefði verið falið að leysa af hendi. Síðar sagði Stubbs, að hefði hann verið hlutdrægur sem dómari, þá hefði hann haft rétt til að vei'a hlutdrægur, og ef hann hefði haft rangt fyrir sér, þá hefði hann haft rétt til að hafa rangt fyrir sér. Honum bæri eng- um að standa reikningsskap af sínum gerðum sem dómari, nema sinni eigin samvizku, og það væri ekkert vald í heimi, sem hefði rétt til að gagnrýna sína dóma eða sínar gerðir sem dómara. Hann sæi þvi enga ástæðu til að gera nokkrum manni nokkra grein fyr- ir sínum dómarastörfum. * J. E. P. Prendergast yfirdómari var fyrsta vitnið. Hafði hann lít- ið að segja annað en það, að hann og aðrir dómarar hefðu skrifað dómsmálaráðherranum í Ottawa 26. febrúar 1930, þar sem þeir hefðu sagt álit sitt á gerðum Stubbs dómara í Macdonald erfða- málinu. Sín skoðun á því máli væri enn eins og hún hefði verið þá. Þá kom Hon. W. J. Major dóms- málaráðherra Manitoba fylkis, í vitnastandinn. Var hann þar eina tvo daga, skýrði flest eða öll kæruatriði og Igaf margskonar upplýsingar þessu Stubbs máli viðvíkjandi. Var hann spurður margra spurninga af verjanda málsins, Mr. McMurray, og virt- ust þær flestar ganga í þá átt, að reyna að sýna fram á, að Mr. Major hafðr hafið þetta mál og héldi því áfram af óvild til Stubbs dómara. Öllu slíku neit- aði Mr. Major afdráttarlaust og hélt því eindregið fram, að það eitt hefði ráðið gerðum sínum í þessu máli, að hann hefði litið svo á, og liti svo á, að það væri hrein og bein embættisskylda sín, að gera það sem hann hefði gert í þessu máli. Lauk Mr. Major sínum framburði fyrri hluta dags á laugardaginn. Lengra var málinu ekki komið í vikulokin. Það lítur út fyrir, að þessi rannsókn muni standa tölu- vert lengi yfir. Að vísu hefir ekki verið skýrt frá því, hve mörg vitni verði kölluð, en það er haft eftir Stubbs dómara, að sjálfur muni hann verða eina viku í vitna- standinum og aðra viku þurfi hann til að flytja sina varnar- ræðu. Af því, sem enn er fram komið í málinu, verður ekkert ráð- ið, hvernig það kann að fara, en oss skilst, að Ford dómari eigi að eins að rannsaka það, og senda skýrslu sína til Ottawa, en dóms- málaráðuneytið hafi hér úrskurð- arvaldið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.