Lögberg - 19.01.1933, Side 5

Lögberg - 19.01.1933, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1933. Bls. 5 Emkennilegir menn (Eftir handriti Sveins frá Eli- vogum.) VI. Ámi gersemi. Forei’drar mínir bjuglgu um langt skeið í Gönguskörðum á bæjunum Hryggjum og Gvendar- stöðum, sem nú eru í eyði. Um þær mundir var þar fjölbygð sveit, þótt fátt sé þar nú eftir bygðra býla. Gönguskörð eru á sýslumótum og er vestasti hluti Skagafjarðar- sýslu. Þaðan liggja leiðir um svo- nefnda Kamba og Víðidal vestur í Laxárdal, austustu sveitina í Húnavatnssýslu. Var það mjöig fjölfarin leið um seinustu alda- mót, og man eg glögglega eftir mörgum Húnvetningum og öðrum, sem gistu á heimili foreldra minna. Þótti okkur krökkunum gestakom- ur skemtileg tilbreytni, sérstaklega þegar gestirnir voru nætursakir hjá okkur, og þó helzt ef þeir voru eitthvað sérkennilegir í orðum eða athöfnum. Á ‘ meðal þeirra var nokkur hluti hinir svokölluðu far- andmenn, og man eg að við biðum komu þeirra með eftirvæntingu, þótt hún væri misjafns eðlis, eftir því hve miklar vonir við gerðum okkur um þá. Standa mér enn ljóst fyrir hugarsjónum nokkrir þeirra, svo sem Jónas blánefur, Sveinn holgóma, Sigurbjörn flæk- ingur og Rauði-Finnur. En hlýjast er mér þó í huga til þess manns, sem hét Árni Frímann Árnason og var venjulega kallaður gersemi. Hann var fæddur um 1850 í Austu-Húnavatnssýslu, ekki man eg nú á hvaða bæ( en á Bólstaðar- hreppi var hann upp alinn, og átti æ þann hrepp, svo að líkindi benda til þess, að það hafi verið fæðing- arsveit hans, því að maðurinn var óstöðugur í vistum um ævina og mundi vart hafa unnið sér sveit- festi annars staðar, eftir þágild- andi sveitfestis-löggjöf. Þegar Árni var 10—12 ára var hann niðursetningur á Bollastöð- um í Blöndudal, hjá alkunnum sæmdarbónda, Guðmundi Gísla- syni, er þar bjó stórbúi um langt skeið. Var það þá, að einhver 0- kunnugur spurði Guðmund hver ætti þennan dreng, en hann svar- aði svo: —“Eg trúi að við í Hlíðarhreppi eigum nú þessa gersemi. Upp frá því var Árni jafnan kallaður Árni gersemi. iSnemma þótti bera á góðri greind hjá Árna, og sömuleiðis all-áber- andi göllum, sérstaklega hóflausri ástríðu í áfengi. Leiddi það svo aftur til vinnuhylskni og þver- bresta í skapgerð. Enn fremur leiddi það til þess, að drengurinn var á hrakól og ,lenti 1 lakari stöð- um, en ella hefði orðið. Má telja fullvíst, að ill aðbúð hafi á ýmsan hátt átt drjúgan þátt í því að ekki varð meira úr allmiklum hæfileik- um hans, en raun varð á. Árni var með stærri mönnum á vöxt og vel á sig kominn, karlmeni að burðum og myndarmaður ásýnd- um, bjartur á hár og skegg, bjart- ur yfirlitum, andlitið nokkuð stór- skorið, en þó eigi til lýta, svipur- inn djarfur og augun greindarleg. Afkastamaður var hann til allra verka, og einhver sá mesti sláttu- maður, sem e!g hefi þekt, “þegar lag var á’, sem kallað var, eða með öðrum orðqm: þegar hann gat haldið sér frá hinni hóflausu drykkjufýsn, sem gekk svo langt, að vikukaup nægði vart fyrir 8unnudagsdrykkju. Var því að von- um, að lítið yr?Si um vetrarbjarg- ráð, þegar sumarafli fór svo. En afleiðingin varð sú, að hann var mikið á ferðalagi, eða “flakkaði”, sem kallað var. Um 30 vetur gekk Árni milli manna, en fór þó aldrei yfir stærra svæði til langdvalar en Austur-Húnavatnssýslu og vest- urhluta Skagafjarðarsýslu. Var bann því sannnefndur langburfa- maður á þessum slóðum, en þó ekki á þann hátt, að verða hverj- um manni hvimleiður, heldur hið kagnstæða, því að alls staðar var bann aufúsugestur. Hann átti í fórum sínum það, sem hélt hon- um uppi. Náttúran hafði verið svo fyrirhyggjusöm að sjá um það að hann gæti hvarvetna verið vel- kominn. Hún hafði gefið honum þann kjörgrip, sem ekki verður til fjár metinn, né gulli goltiinn. Hún hafði gefið honum yfirburða fagra o'g þróttmikla rödd sem kvæðamanni. Eg ætla nú að reyna að draga upp sem Ijósasta mynd af Árna gamla. Það mun hafa verio um það leyti, sem eg var B—7 ára gamall að eg man fyrst greinilega eftir honum. Faðir minn hafði farið frá Gvendarstöðum og ætlaði of- an á Sauðárkrók í vikunni fyrir jólin. Mil.li Gvendarstaða og Sauð- árkróks er yfir Kamba að fara, og mun sú leið vera því næst 15 kílómetrar. Er hún örðug að vetr- arlalgi, og ekki mannhættulaust ef harðfenni er. Hríð hafði brost- ið á og frost var allhart. Eg man að við vorum kvíðafull, og líðan- in ekki sem bezt. Það logaði illa á týrunni og fönnin leitaði inn- gangs í bæinn, gegn um gisna hurð og brotna. Glugga og bað- stofumænirinn alhélaði á svip- stundu. Má vera, að mönnum finnist þetta ótrúleg og öfgakend lýsing á húsakosti til sveita. En þannig var híbýlum háttað á mörgu fjallakoti fyrir 30 árum, og jafn- vel þótt skemmra sé. Bylurinn var að komast í al- gleyming. En þá var bæjarhurð- inni hrundið upp og inn kom fað- ir minn me? poka á baki olg leiddi Árna gersemi sér við hlið, mjög drukkinn. Árni hélt á þriggja pela flösku af brennivíni í ann- ari hendi og hafði þumalfingur fyrir tappa í henni. Var hönd hans rauðblá og þrútin af frost- inu. Til skýringar þessu verð eg að geta þess, að úti hjá svonefndum Langakambi, sem liglgur þvert yf- ir dalskoruna, snertuspöl fyrir utan Gvendarstaði, hafðl Árni tekið upp flöskuna og mist um leið bæði tappa og vetlinlg. Þegar þeir komu heim, varð heldur en ekki fótur og fit uppi hjá okkur krökunum. Fyrsta og fremst varð að skafa. snjóinn af þeim, og svo kom móðir mín með rjúkandi kaffikönnu. Var þá drukkið vel kaffi og Árni lét drjúgum brennivín út í. Man eg þá, að þegar koffið var drukkið, stendur Árni upp o!g hefur að kveða vísu úr Númarímum Sig- urðar Breiðfjörðs: Svefninn býr í augum ungum eru þau hýr, þótt felist brá, rauður vír á vangabungum vefur og snýr sig kringum þá. A-ldrei man eg eftir að eg hafi orðið fyrir sterkari áhrifum. Bað- stofukytran með moldargólfi, ku’da og myrkri, varð að dýrlégri höll. Nú var kvæðamaðurinn ekki flakkarinn og drykkjusvolinn, Árni Igersemi, heldur listamaður, sem átti þúsund faldan hróður skilið. Með þvi að kveða eina fer- skeytlu íiafði hann á svipstundu hitað og lýst umhverfi, sem áður var kalt og dauflegt. Eg býst við því, að um þetta leyti hafi Árni verið fertugur. Nnæstu tíu árin var hann á stöð- ugu ferðalagi, og hélt þá upptekn- um hætti með óreglu á hæsta stigi um vínnautn. En altaf voru hljóð- in jafn fögur. Þau einkendu hann, með öðru fleira, frá öðrum drykkju og kvæðamönnum, cg eins hitt, að hann fór aldrei með aðrar vísur en þær, sem voru vel orktar. Kvað hann að jafnaði vísur eftir Þorstein Erlingsson olg Steingrim. Þorsteinn var uppáhald hans. Þó gat það komið fyrir, þá hann var lítið drukkinn, en þó hreyfur, að hann raulaði visu, sem húnvetnsk stúlka kvað um hann, enda þótt gersemisnafnið væri þar nefnt, en honum. var jafnaðarlega illa við það. Vísan er þessi: Reyfður sóma og sönnum frið sólarljóma fegri, sem vorblóma brosir við, .. blessað fróma gersemið. Svo kvað hann stundum krÖkk- um til gamans: “Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða . . . .” o. s. frv. Var þá öll- um skemt. Margt kvað hann annað. Þegar Árni var um fimtugt flaug sú frétt, er ólíkleg þótti, að hann væri trúlofaður efnileígri bóndadóttur, tvítugri að aldri. En þegjandi vottur lýgur ekki. Árni varð á næstunni bóndi og faðir og heimilisfaðir i fylstu merkingu þess orðs. Hann fékk á leigu kot i Bólstaðarhlíðarhreppi, og þá byrjaði fyrir honum nýtt tímabil á öllum sviðum. Efni voru engin að byrja með, nema sex ær og tvö hross, sem konan átti, og svo jarðarkúgild- in. Þegar Árni hafði búið þarna nokkur ár, bar svo við, að leið mín lá þar nærri. Gerði eg mér það þá til erindis, að hitta karl- inn olg vita hvort hann væri hætt- ur að kveða. Árni var að gefa kindum sínum þegar eg kom. Þetta var í góulok. Átti hann þá um 50 kindur, og það var ánægjulegt að sjá, 'hvern- ig hann fór með skepnur sínar. Margar ærnar voru búnar að spretta frá sér, og nokkurra þumlunga hornahlaup voru á lömbunum. Alinn hestur stóð við stall og vel með farnir bjai'græð- isgripir í fjósi. Við gengum til baðstofu. Hún var lág og lítil ummáls, en alt lýsti þar reglu og snyrtimensku. Þegar eg hafði fengið góðgerð- ir, fór Árni ofan í kommóðu, dró þar upp “Þyrna” og hóf að kveða “’Elli sækir Grím heim”. Radd- hæðin var hin sama og áður, en mýktina vantaði. Þóttist eg vita að vantaði á strengina eitthvað sem gæti mýkt þá. Þetta var i seinasta sinn, sem eg sá Árna. Hann lézt fáum ár- um síðar (1918)u En honum gleymi ég aldrei. VII. Rauði-Finnur. Hann verður mér jafnan minn- isstæður Mörg auknefni hafði hann svo sem t.d.: Skyr-Finnur, stutti-Finnur, mera-Finnur og skinnsokka-Finnur. En sama var undir hverju nafni hann gekk í það og það sinn, allir vissu við hvaða Finn var átt, enda átti hvert viðurnefni sinn tilverurétt. Rauði-Finnur og stutti Finnur var vitanlega dregið af vaxtarlagi mannsins og yfirlitum. Mera- Finns nafnið átti sér þær rætur, að maðurinn var kær að góðum hestum og kunni vel með þá að fara, bæði um hirðingu og tamn- ingu. Átti hann um langt skeið úrvals reiðhross, þótt undarlegt mætti heita, þegar tekið var tillit til meðferðar hans á hestunum þegar hann var drukkinn. En það kom eins oft fyrir olg efni frekast leyfðu. Skinnsokka-Finnur var drelgið af því, að hann var ætíð í skinn- sokkum, hvernig sem á árstíðum stóð. Voru það sauðarbelgir, bundnir með leðuról fyrir ofan kné, og sólar úr þykku nautsleðri festir við. Hlýr var fótabúnaður sá,. en eigi að sama skapi smekk- legur. Þó hefir mér dottið í hug á þessum síðustu og verstu tím- um, að eigi væri fjarri lagi, að ís'enzkir bændur notuðu geldær og sauðabelgi til fótabúnaðap í stað þess að farga þeim fyrir 2— 3 krónur olg kaupa í staðinn hald- lítil og ósmekkleg gúmmístígvél fyrir 35—40 krónur. Skyr-Finns nafnið var þannig til komið, að eitt sinn þegar hann var á ferðalagi, reið hann upp á bæ nokkurn. Brast þá búrþakið, en hestur og maður hrundu þar niður og komu ofan í heljarmik- inn skyrsá, sem á gólfi var, og fóru þar á kaf. Varð báðum mannbjörg uppp úr sánum, en Finnur varð að greiða bónda ærnar bætur fyrir húsbrot og eyðilelgging skyrsins. Sagði Finn- ur það svo eg heyrði, að svo nærri sér hefði þetta ílát gengið að ekk- ert hefði verið eftir nema sitt góða mannorð og tiltrú um land alt. En eg geri ráð fyrir, að flestir þeir, sem voru Finni kunn- ugir, hafi íitið svo á, að hann hefði ekki miklu að tapa á neinu sviði. Náttúran hafði sýnilega verið all nánasarleg í útlátum við Finn í flestum greinum, og hvorki orð né athafnir urðu til að bæta úr því. Var hann yfirleitt fremur il'a séður. Hjá honum hefi elg heyrt al-ljótastan munnsðfnuð, því ekki nægði að segja um hann að hann væri “bölvandi úr svefni og í”, því að enda þótt hann bölvaði mikið i vöku, bölvaði hann öllu meira í svefni, svo hátt og hrotta- lega, að öðrum varð lítt svefnsamt. Var því ekki gaman að fá hann fyrir næturgest. Aftur á móti var orðbragð hans að öðru leyti mjög kátlegt, einkum er hann lýsti sínum miklu mann- kostum, er hann kvað sig hafa þegið í vöggugjöf. Eitt af vana- viðkvæðum hans, þá er ókunnugir spurðu hann að heiti og ætt, var þetta: “Hver ert þú fávísi, sem ekki þekkir laga-Finn úr Húnaþingi, að sönnu minsta barnið Húnvetninga. en þó stærsta tröllið!” Á efri árum fór Finnur eitt sinn til Reykjavíkur Sagði hann svo frá síðar, að hann hefði gengið um iorgina í sinum vana-búningi, bæði um skófatnað o|g annað, og við þriggja daga dvöl hefði hann kynst öllu stórmenni í borginni, Þá hefði Klemens Jónsson landrit- ari sagt við Hermann Jónasson frá Þingeyrum: “Eigið þið Húnvetningar marga aðra eins menn og Friðfinn Jóns- son frá Stóru-Giljá?” En Hermann hefði svarað því fljótt og ákveðið neitandi. Sem dæmi um drambsemiJFinns skal hér skýrt frá einu atriði. Finnur kom á bæ í Skagafjarðar sýslu í foraðsveðri olg fannfergi. Bað hann þar gistingar. Var hann fannbariun og illa til reika, og hafði fulla þörf húsaskjóls. Hon- um var boðið inn og vísað til sæt- is nærri eldstó, og skyldi hann þar sitja þangað til þiðnuðu vás- klæði hans. Þegar Finnur var nýseztur, varð hann þess var, að rúmið bygði vinnukona, sem bóndi hafði getið barn við. Varð Finnur þá afar reiður og spratt honum sviti á enni. Stökk hann á fætur, hvesti augun á bónda ofe kveðst ekki hafa komið þar inn til þess að sitja á hóru-rúmi. Þótti honum sem sér hefði verið sýnd svo mikil Htilsvirðing með þessu, að hann rauk út í hríðina og lá úti um nóttina. Seinna sagði hann svo frá, að þá nótt myndi hann versta. Þó kvaðst hann þá hafa ögrað náttúrunnar öflum og sagt: “Blása máttu betur, Finnur þolir meira!” Þá var og eitt af hreystiyrðum Finns: “Ereg reiðist, reiðist eg illa, og ef eg slæ, þá slæ eg fast.” Margt fleira mætti um Finn segja, þótt eg hirði ekki að tína það fram. Hann varð maður gamall, fyllilega sjötugur að ár- um, og sá nokkurn veginn fyrir þörfum sínum alla ævi, þótt ólík- legt megi þykja, þar sem hann var fram úr hófi drykkfeldur og ó- vinnugefinn, enda lengst af á ferðalögum. ;— Lesb. Sendisveinn biður um frí til þess að vera við jarðarför ömmu sinnar. Húsbóndinn : Heyrðu, vinur minn, þú átt að vera hygginn og hafa enga ömmu-jarðarför svona snemma sumars. Bíddu með það þangað til aðal-knattspyrnumótið fer fram. —Kæri vinur, eg segi þér það alveg satt, að það eru fjölda margar ungar stúlkur, sem ekki vilja giftast. — Hvernig veiztu það? — Eg hefi spurt þær að því. — Svei mér ef mér sýnist ekki að krókódíllinn sé að hlæja að okkur, sagði hann. — Já hann hefir auðvitað séð það undir eins, að það er ekki ekta krókódílsleður í töskunni, sem þú gafst mér í afmælislgjöf, svaraði hún. Ferð um Strandir (Framh.) --------- Helgi bóndi fylgdi mér næsta dag upp á hálsinn milli Guðlaugs- víkur og Bitrufjarðar. Skildum við þar á miðjum hálsinum og eg þakkaði honum góðan Igreiða og hélt áleiðis niður í Bitruna. Auð- séð var á gróðri jarðar þar uppi að nú var haustið í nánd,—him- brimahjón sá eg þar á litlu vatni með ungann sinn—en annars var náttúran þarna heldur fáskrúðug. Slægjur eru þarna uppi á hálsun- um og þær notaðar frá bæjum í kring. Fólkið “liggur við” á heið- unum, lestin gengur á miHi o|g alt er þurkað heima á túni. Kom eg að Þambárvöllum og stóð þar dálítið við og fékk þaðan flutning yfir Bitrufjörð. Yeður var gott og við höfðum siglingu. Gjarnan hefði sjóferðin mátt vera lengri, en þar réði breidd Bitrunn- ar og hún er ekki mikil. Eg skaust á land hinu melgin við fjðrðinn og hélt áleiðis til Kollafjarðar, sem er næsti fjörður fyrir norðan. Nú var sunnudagur og eg hugði gott til að hitta fólk heima er yfir Bitruháls kæmi. Hann er tölu- vert hár og er tilkomumikið að horfa af hálsinum niður yfir Kollafjörð og afarbratt að sjá nið- ur í dalinn. Mikið hey var úti hjá fjarðarbændum, á engjum, og sýndist mér yfirbreiðsla á hverri lön. Þótti mér myndarsvipur á þeirri sveit, vel hýst að sjá á bæjum og tún stór og slétt. Þar kom eg að Fjarðarhorni, en húsráðendur voru ekki heima og alt fólk á enlgjum, því nú var heyskapar- veður gott. Þar hvíldi eg mig dá- litla stund og þá góðgerðir, en hélt síðan áfram á leið yfir í Steingrímsfjöirðinn, því eg vildi hraða ferð minni sem mest. Það var komið sunnudagskvöld þegar aftur fór að halla undan fæti hjá mér niður í Steingríms- fjörðinn. Og eg vildi helzt komast að Kirkjubóli í Tungusveit, því Benedikt Grímsson bóndi þar, er einn af þeim fáu Strandamönnum, sem eg er kunugur. Steinsgrímsfjörðurinn er, eins og flestir vita, stór og fagur. fjörður, bæði breiður og. langur. Undirlendi er þar víða mikið o'g mörg ágætis býli. Fjöllin umhverf- is eru ekki mjðg há, þau sem næst firðinum standa, en mikið er þar um klettaborgir stórar og dala- drög milli þeirra. Og víða í þeim er hinn fegursti gróður, þó skóg- ur sé nú með öllu horfinn þaðan, nema víðir á stöku stað. En allur jurtagróður ber þess vott að fjörð- urinn er all-norðarlega á landinu. Þó er Steingrímsfjörður ekki fá- skrúðugur, heldur þvert á móti, og hinn viðkunnanlegasti. í mynni fjarðarins er Grímsey, allstór og æði brött. Hana átti Skálholts- kirkja fyrrum, og var hún þá bygð. Frá eyjunni og inn í fjarð- arbotn mun vera á fjórðu mílu. Og víða er fjörðurinn um % mílu á breidd og fiskisæll hefir henn oft verið. Eg kom niður í Steingrímsfjörð hjá Heydalsá til Guðbrandar bónda og hann tók mér ágætlega og fylgdi mér síðan að Kirkju- bóli, sem er stutt bæjarleið. Þar var eg um nóttina. Á hverjum bæ stunda menn eitthvað garðyrkju, og varð eg var við sömu viðleitn- ina að auka hana, svo að minna þurfi að kaupa að til heimilanna. Gulrófur má rækta þar með góð- um árangri og kartöflur stundum, þó uppskera af þeim sé ekki eins árviss. Á flestum bæjum, sem eg kom á, eða fór framhjá, sá eg nýja garða. Skemtilegt þótti mér um að lit- ast í Tungusveit. Benedikt á Kirkjubóli reið með mér næsta dag inn með firðinum olg þar er víða fagurt með ströndinni. Við komum til Páls bónda á Víðidalsá og er þar eitt hið stærsta og reisu- legasta hús sem eg hefi séð í sveit á íslandi. Og enn fremur sýndi Benedikt mér gullfallegan hvamm, sem kvenfélagið á Hólmavík hafði tekið til ræktunar og hann plægt fyrir það i vor. Ætlun kvenfélags- ins er að gera hvamminn að nyt- semdar garði og hann sýnist á- gætlega valinn til slíkrar starf- semi. Víða þar við Hólmavík hafa kaupstaðarbúar tekið sér lönd til ræktunar, en þar er ekki um samfeld lönd að ræða, heldur bletti hér og þar. Við riðum um Hólmavík á leið- inni inn með firðinum. Þar sáum við, á aðal götunni, hylla undir heljarmikið skelgg. Héldum við Benedikt, að þar væri Móse til jarðar stiginn — eða einhver spá- maður — en er við nálguðust það meir, þá sáum við að sá sem skelggið bar, var Jakob Thóraren- sen. Svo nú á þjóð vor máske von á kvæði um hákarlalegu í norðan- stormi og grimdargaddi, eða ein- hverju álíka uppbyggilegu. — Annars sáum við þá fátt á Hólma- vík, allir voru þar í önnum vegna Lagarfoss, sem lá þar á höfninni og fékk afgreiðslu. Og þar sem það var ætlun mín að komast norður í Bjarnarfjörð að skoða jarðhitasvæðin þar olg átta mig á hverjir möguleikár væru þar til garðyrkju, þá hélt eg áfram inn með firði. Við komum að ósi til Gunn- laugs Magnússonar. ós liggur eins oig nafnið bendir til, við fjörðinn og sést bærinn ekki fyr en komið er að honum, ef komið er með firðinum. En svo víkkar dalverp- ið upp frá firðinum til fjallanna og er stórfagurt þar víða. Þegar , eg hafði sagt Gunnlaugi bónda frá erindi mínu í Bjarnarfjörðinn, þá bauð hann mér fylgd sina þangað daginn eftir. Þótti mér vænt um það, að fá samfylgd kunnugs manns þangað. Stutt er yfir f jörð- inn frá Ósi. Var e|g svo kyr þar um nóttina, en Benedikt fór heim- leiðis. Undi eg mér hið bezta hjá þeim hjónum á Ósi og ekki spilti það ánægjunni, að eg þekti dóttur þeirra frá dvöl hennar á Lauga- vatni í vor. Frú Marta á Ósi er sunnlenzk og fædd 1 Flóanum og hin mesta myndarkona, og er ein af þeim mörgu, sem komin eru af ætt Guðmundar á Keldum. En hann var þrígiftur og átti 24 börn. Daginn eftir héldum við Gunn- laugur á stað yfir í Bjarnarfjörð- inn olg fórum á hestum inn fyrir Steingrímsfjörð. Margt var að sjá á þeirri leið og margt að heyra, því Gunnlaugur kunni frá mörgu að segja. Ýmsar fornar menjar er enn að sjá kringum fjörðinn. Smaladys er við Grjótá, milli óss og Hrófbergs og munn- mælasaga er til um hana. Maður sem hét Tómas og kallaður var hinn víðförli, Igróf eitt sinn í hana og kom þar niður á eggjárn, sem hann skar sig á. Hjá Hrófbergi sést móta fyrir hrófi, við festar- stein mikinn. Þar nálægt er Gálgaklif, en annar gálgaklettur- inn er nálega hruninn. Skamt þar frá eru 10—12 dysjar á litlu svæði og allar fallnar saman í miðju. Og við botn Steingrímsfjarðar, á Stakkanesi, standa veggir af stóru nausti. Svo þarna er sitt af hverju að grúska í fyrir þá, sem hafa vit á þessum hlutum. Inn af Steingrímsfirði ganga tveir dal- ir, Staðardalur og Selárdalur og í hinum síðarnefnda er mér sagt að sé mesti víðiskógur á landinu, en dalirnir báðir ganga langt inn í heiðar. Von bráðar erum við Gunnlaugur komnir upp á Bjarn- arfjarðarhálsinn. Við förum þar af baki við Selkollustein, “Grett- istak” stórt. Þaðan var Selkolla upp runnin — en hún var alþekt á Ströndum áður fyrri tíg ýmsir fleiri magnaðir draugar, svo sem Bessi og Þorpagudda og Pjakkur og Kjálki og síðast en ekki sízt Ennismóri, sem var landsfrægur draugur á sinni tíð. En nú er þetta alt horfið af Ströndum og engir nýir draugar komnir í stað- inn, en í ungdæmi Gunnlaugs á Ósi, voru sumir þeirra, sem elg nefndi, við beztu heilsu. Jafnvel Benedikt á Kirkjubóli, sem er á aldur við mig, kunni frá ýmsum afrekum Ennismóra að segja, er skeð höfðu þegar hann var barn. — En nú, á þessari trúleysisöld, trúa engir heldur á drauga, þeir eru ekki lengur staðreynd, eins og í gamla daga. Frh. —Tíminn. Ragnar 'Ásgeirsson,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.