Lögberg - 02.02.1933, Page 1

Lögberg - 02.02.1933, Page 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1933 NÚMER 3 Heimboð Fulltrúar Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, bjóða safnaðarfólkinu og öðrum vinum safnaðarins, til gleðimóts í samkomusal kirkjunnar á mánudagskveldið í næstu viku, hinn 6. feb^úar, kl. 8. Af t>ví, sem þar fer fram, má sér- staklega geta þess, að Dr. B. J. Brandson flytur þar erindi. Mrs. S. K. Hall og Mrs. B. H. Olson skemta með einsöngv- um. Einnig verða þar kaffiveitingar fyrir alla, sem koma. Þarna á safnaðarfólkið kost á að eiga glaða stund og upp- byggilega og fulltrúarnir eru við því búnir, að taka á móti fjölda fólks, í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju, á mánu- dagskveldið, hinn 6. febrúar. Stubbs'málið. Kosningar á írlandi. Kommúniáta uppþot á Þýzkalandi f vikunni sem leið lenti í bar- daga milli kommúnista í Dresden á Þýzkalandi og lögreglunnar. Voru kommúnistar að halda ein- hvern fund í stórum samkomusal og voru þar einir átta hundruð manna saman komnir. Fann lög- reglan ástæðu til að skifta sér eitthvað af þessum fundi og fór þá alt í bál og brand, o'g lauk bar- daganum þannig, að níu menn voru drepnir, en að minsta kosti ellefu særðir. Er þetta mesta kommúnista uppþot, sem átt hef- ir sér stað á Þýzkalandi síðan 16. júlí 1932. Það var í Altona, í grend við Hamburg. Þar létu seytján menn lífið. Gáfu öðrum matinn sinn. Það var í St. Paul, Minn., einn daginn í vikunni sem leið, að hundrað menn, embættismenn, kaupmenn, iðjuhöldar o. s. frv., voru að setjast að góðri máltíð í einu veitingahúsinu þar í borg- inni, að inn í borðsalinn kom trú- boði sem Peter McFarlane heitir. “Viljið þið 'gefa þessa máltíð hundrað atvinnulausum mönn- um?” spurði hann. “Velkomið,” sögðu gestirir í einu hljóði. “Gerið þið það þá,” sagði Mc- Farlane og opnaði dyrnar á sáln- um og inn komu hundrað menn. Hinir héldu vel orð sín og fóru út úr veizlusalnum inn í annað her- bergi og fengu sér “hot-dog” og eitthvað fleira því líkt, en at- vinnuleysingjarnir nutu góðrar máltíðar í það sinn. Kirkjan. Síðasta sunnudag var í Fyrstu lútersku kirkju brugðið út af venjunni, þannig, að íslenzk guðs- þjónusta var haldin að morgnin- um, en ensk að kveldinu, en venju- lega er það þvert á móti. Var þetta gert vegna þess, að karla- klúbburinn vildi bjóða íslenzkum stúdentum, sem nám stunda við hærri skóla hér í borginni, til kirkju með sér í eitt skifti og halda þeim svo ofurlítið samsæti í sam- komusalnum, eftir messu. Mun það vera ætlun karlaklúbbsins, að hafa eina slíka kirkjugöngu á ári og sýna þar með stúdentum, sem koma víðsvegar að, að þeir eigi vinum að fagna í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Mun kirkju- ganga sem þessi, verða höfð hér eftir að haustinu, í október eða nóvember. Stúdentarnir, sem kirkjun sóttu þetta sunnudagskveld, munu hafa verið milli fimtíu og sextíu og komu þeir allir inn í kirkjuna í einu ásamt embættismönnum klúbbsins og nokkrum fleirum mönnum honum tilheyrandi. Var það óneitanlega álitlegur hópur. Prestur safnaðai'ins, Dr. Björn B. Jónsson, prédikaði og yngri söng- flokkurinn stýrði söngnum. Var guðsþjónustan í alla staði hin á- nægjulegasta og fjölmenni þar saman komið. Að messunni lok- inni fór unga fólkið, og talsvert margt af hinu eldra 'líka, ofan í samkomusalinn og skemti sér þar við kaffidrykkju og samtal nokk- uð fram eftir kveldinu og átti fólkið þar glaða stund. Einstaka sinnum hefir maður tækifæri til að sjá í einum hóp, margt af hinu unga íslenzka fólki í Winnipeg, jafnvel svo hundruð- um skiftir. Eitt slíkt tækifæri gafst á sunnudagskveldið. Það €r margt af efnilegu, siðprúðu og verulega fallegu, ungu íslenzku fó'lki í Winnipeg. J. J. Swanson Félag fasteignasala í Winnipeg hélt sinn 30. ársfund á föstudag- inn í síðustu viku. Var Mr. Swanson þar l^bsinn forseti fé- lagsins. Hefir hann í mörg ár rekið fasteignasölu hér í borginni og unnið sér mikið álit og traust félaga sinna og sinna mörgu við- skiftavina. Arsfundur Selkirksafnaðar var haldinn á mánudagskveldið, hin 23. janúar síðastl. Forseti safnaðarins, Mr. R. S. Benson, stjórnaði fundinum og skýrði frá hag safnaðarins, sem er í ágætu lagi, fjárhagslega og á allan ann- an hátt. Hið sama er að segja um a'llar deildir safnaðarins, að starfsemi hefir verið mikil, svo sem í sunnudagsskólanum, kven- félaginu, trúboðsfélaginu og Ban- dalaginu. Alstaðar var nokkur tekjuafgangbr, eftir að öll út- gjöld höfðu verið greidd að fullu. Fjárkreppan hefir því als ekki þjakað Selkirk söfnuði á ár- inu sem leið. Fulltrúar fyrir þetta ár voru kosnir: R. S. Benson, forseti; Mrs. B. Kelily, skrifari; Miss Dora Benson, féhirðir, S. Goodman, W. Walterson, Gunnar Johnson og Einar Magnússon. Djáknar: Mrs. J. E. Erickson, Mrs. G. Isfeld og Miss Dora Johannesson. Prest- ur safnaðarins, séra J. A. Sig- urðsson, útnefnir þar að auki tvo djákna. Mrs. J. A. Sigurðsson er forseti kvenfélagsins og sömu- leiðis forseti trúboðsfélagsins. Samþykt var að bjóða kirkju- félaginu, að hafa ársþing sitt í ] Selkirk 1934. Stendur til, að þá verði vígður B. Theodore Sigurðs- son, sem nú stundar nám við prestaskóla í Minneapolis. Hann er sonur Rev. og Mrs. J. A. Sig- urðsson. Enn stjórnarskifti á Frakklandi Þegar Herriot stjórnin féll í vetur, tók sá maður við sem Jos- eph Paul-Boncour heitir o!g mynd- aði nýja stjórn. Nú hefir stjórn hans líka verið ofurliði borin í þinginu og orðið að segja af sér, eftir að hafa haft völdin í aðeins fjörutíu daga. Það voru fjár- mál, sem urðu báðum þessum stjórnum að fjörlesti, stríðsskuld- irnar við Banadaríkin, sem feldu Herriot, en Paul-Boncour vildi hækka skatta til að láta tekjurn- ar mæta útgjöldunum, en féll á því máli. Hitler skipaður kanslari Nú hefir Adolf Hitler, leiðtogi Fascistanna þýzku, náð því tak- marki sínu, að verða kanslari á Þýzkalandi, og er þar með æðstur valdsmaður hjá sinni þjóð, að undanteknum foi’setanum. Vænt- anlega hefði hann heldur kosið að vera forseti og sótti hann um það embætti við síðustu forseta- kosningar, eins og kunnugt er. Hafði hann þar mikið fylgi, þó hann næði ekki kosningu. Nú hefir íHindenburg forseti skipað hann kanslara, |eða forsætisráð- herra í stað Kurt von Schleicher, sem varð að leggja niður vö*ld eft- ir að hafa setið að völdum i fá- einar vikur. En sagt er, að gamli forsetinn hafi sett Hitler nokkuð þröng takmörk, svo ekki li!ggi nærri, að hann sé einráður, elns og menn hafa þó haldið, að hann vildi vera. En engu að síður er hann nú æðstur valdhafi á Þýzka- landi, næst forsetanum. Hveitisalan. • Samkvæmt skýrslu hagstofunn- ar í Ottawa, hefir 80 per cent af hveiti uppskerunni í Slétttufylkj- unum árið sem leið, nú verið selt og það sem út hefir verið flutt af hveiti og hveitimjöli, síðustu fimm mánuðina af árinu, nemur 150,000,000 mælum, en voru á sama tíma árið áður 107,000,000. Með hæfilegri áætlun fyrir útsæði og fóðri, gerir hagstofan ráð fyr- fyrir, að enn séu 69,006,000 mæl- ar hveitis í Sléttufylkjunum, sem selja þurfi og flytja burtu á tíma- bilinu frá 6. janúar ti‘l 31. júlí 1933. í Argentine er uppskeran í þetta sinn heldur minni en í með- allági. Ástralía hefir sent út mikið af hveiti, en mikill hluti þess hefir farið til Japan og Kína. ÓSPEKTIRNAR 9. NÓVEMBER. Reykjavík, 23. des. Tilkynning frá dómsmálaráðu- neytinu: Ráðuneytinu h(efir nýlega borist útskrift úr lögregluþingbók Rvík- ur, um rannsókn setudómara Kristj. Kristjánssonar á óeirðun- um 9. nóvember síðastl. í sam- bandi við bæjarstjórnarfund þann dag. Verður að telja rannsókn þessari að mestu lokið. Hefir ráðuneytið út af því, sem upplýst er nú í máli þessu, skipað fyrir um málsókn gegn mönnum þeim, er hér segir: 1. Adolfi Petersen. 2. Brynólfi Bjarnasyni. 3. Erlingi Klemenssyni. 4. Guðjóni Benediktssyni. 5. Gunnari Benediktssyni. 6. Halldóri Kristmundssyni. . Hauk Siegfried Björnssyni. 8. Hjeðni Valdimarssyni. 9. Hjalta Árnasyni. 10. Jóni Guðjónssyni. ' 11. Jafet Ottóssyni. 12. Ólafi Magnúsi Sigurðssyni. 13. Sigurði Guðnasyni. 14. Sigurði ó'lafssyni. 15. Stefáni Péturssyni. 16. Torfa Þorbjarnarsyni. 17. Þorsteini Péturssyni. Það er vitað um nokkra fleiri menn, að þeir hafa verið að ein- hverju viðriðnir óeirðir þessar, en eigi hefir enn verið ákveðin máls- höfðun gegn þeim. Eins og kunnugt er var Kristj- án Kristjánsson fulltrúi skipað- ur rannsóknardómari í málum þessum út af óspektunum 9. nóv. Hann fékk skipunarbréfið þ. 15. nóv., en byrjaði á rannsókninni daginn eftir. Lögregluþjónarnir voru fyrst yfirheyrðir allir 22, og síðan bæjarfulltrúar þeir, er sátu þenna eftirminnilega fund, því næst voru allmargir aðrir yfir- heyrðir. Nokkrir þeirra neituðu að svara. Þann 9. des. var rannsókn svo langt komin, að útskrift var gerð til þess að málið yrði 'lagt fyrir landsstjórnina. Síðan var út- skriftin send í Stjómarráðið. f gær gaf dómsmálaráðuneytið síðan út ofanritaða tilkynningu um málshöfðanir. — Mbl. NITJAN DAGA SEPTEMBER. Árið 1752 var septembermánuð- ur ekki nema 19 dagar, að minsta kosti ekki á Englandi. — Ef litið er í almanak þeirra tíma, “brezka spámanninn”, sem Riders gaf út og geymt er í brezka forngripa- safninu, þá má sjá, hvernig á þvi stendur. — England fylgdi hii|u gamla júlíanska tímatali til 1752. En þeir, sem upphaflega settu það tímatal, vissu ekki upp á hár lengd ársins. Afleiðingin varð sú, að tímatalinu munaði altaf meira og meira frá réttu , eftir því sem tímar >liðu. Og hefði tímatalið ekki verið leiðrétt, þá hefði menn að lokum hlaupið á skautum um hásumar og lifað sínu baðlífi um jólaleytið. Eitthvað varð til bragðs að taka. Kom fræðimönn- um á tímatal þá saman um, að taka 11 daga aftan af september. (Júlíanska árið var talið 365 dag- ar og 6 stundir, en var 11 mínút- um rúmum of langt>. — Þetta vakti hið mesta uppnám hjá al- menningi. Margir héldu, að með þessu væri teknir 11 dagar af æfi þeirra, og gengu menn víða kröfugöngur í landinu og vildu hafa sína 11 daga óskerta og eng- ar refjar. — Hmbl. DÝRT AÐ DEYJA í KÍNA. í Kína er ódýrt að halda í sér lífinu, en þar á móti er þar afar- dýrt að deyja. Bláfátækasti verka- maður, sem rétt aðeins dre'gur fram lífið með einfaldasta móti, á að fá hina veglegustu útför. Fjölskylda hans verður að vinna árum saman baki brotnu, til að greiða kostnaðinn við útför þessa. Skrautið alt og viðhöfnin er í sam- ræmi við hugmyndir Kínverja í því efni. Hinn auðugi embætt- ismaður er auðvitað jarðaður með meiri viðhöfn og skrauti, en verka- maður. Og til þess að frægir borgarar gætu fengið sæmilega útför, þá hefir Nankin-stjórnin sett lög, sem leyfa, að útfarar- kostnaður megi vera alt að 40,000 krónur, þegar svo ber undir. — Jarðarförin fer fram fimm vikum eftir það er maðurinn deyr. Á þeim vikum syrgja ættingjar og kunningjar í hvítum klæðum, í líkherberginu. Á jarðarfarardag- inn eru margir keyþlir til að syrgja og fylgja. yrst í þeirri sorgargöngu er söngsveit með lúðrum, synblum og pípum. Það fer eftir efnahag hins látna, hve margir fyflgja. — Hmbl. VINDHANAR í LONDON. í Lundúnum eru margir gamlir og merkilegir vindhanar. Einn þeirra er í líki gyltrar engi- sprettu. Hann blaktir yfir kon- unglegu kauphöllinni í miðhluta borgarinnar (Cíty), og er þrír metrar á lengd. Engispretta var einkennismerki húsameistarans Sir Thomas Greshams, þess er bygði kauphöHina. — Sagan seg- ir, að einu sinni er Gresham lá- varður var örlítill snáði að ráfa úti á víðavangi, þá hafi þar ver- ið ákaflega hátt gras og þá hafi drengur fundið hann, sem var að elta engisprettur. — Merkilegast- ur er, ef til vill, vindhaninn á gamla prestssetrinu Sonning-on- Thames. Hann Býnir mynd af því, þar sem prestur er að pré- dika fyrir heilli röð af tómum kirkjubekkjum. Það er sagt, að prestur þessi hafi verið rækur ger úr kirkjunni, af því, að hann var svo ádeilugjarn. — Elzti vind- haninn á Englandi, kvað vera haninn á turninum á Ottery St. Maríu-kirkjunni. Hann er þann- ig gerður, að hann blístrar, þeg- ar hvast er, og er því ailment nefndur “vindhaninn, sem í horn- ið blæs.” — Hann er 525 ára. — Hmbl. Sendur úr landi Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að ákveðlð væri, að senda Peter Veregin, Doukhobora- leiðtoga, úr landi strax er hann hefði lokið fangavist sinni. Er hann nú á leið til Rússlands, kom til Wjnnipeg á þriðjudaginn í síð- ustu viku. Hann á væntanlega ekki aftúrkvæmt til Canada. Það er haldið, að rannsókn þess máls sé nú bráðum lokið. Síðustu tvær vikurnar hefir Stubbs dóm- ari að mestu leyti haft einn orð- ið, lesið ósköpin öll af því sem prentað hefir verið og skrifað um þetta mál, og sem hann telur nauðsynlegt að komist inn í rétt- arskjö'lin. Auk þess hefir hann varið gerðir sínar, sem -dómari, mjö!g örugglega og röggsamlega og harðlega mótmælt öllum ákær- unum, ellefu alls. Telur hann þær á engum rökum bygðar og fjarstæður einar. Er hann stór- orður mjög og afar harðorður i garð þeirra, er hann telur sína mótstöðumenn í þessu máli. Þeg- ar maður les frásagnir dagblað- anna af þessari rannsókn, finst manni oft, að hér sé frekar um sókn en vörn að ræða af hendi Stnbbs dómara. Þegar rannsókn- inní er lokið, tekur hann væntan- >lega nokkra da'ga til að semja sína aðal varnarræðu. Almennar þingkosningar fóru fram í Fríríkinu írska fyrir rúm- lega viku, eða 24. janúar. Hafa nú atkvæðin verið talin, og úrslitin gerð kunn óg eru þau þannig: Eamon De Valera og hans flokk- ur hefir nú meiri hluta allra þing- sæta, en þó ekki meir en svo, að aðeins munar einu atkvæði. Vann flokkurinn fimm ný þingsæti við þessar kosningar. Verkamanna- flokkurinn hefir átta þingsæti, og er búist við að hann muni fylgja stjórninni í flestum málum. Hin- ir flokkarnir eru marg-skiftir, en af þeim eru Nationalistarnir, með 48 þingsæti, töpuðu níu í þessum kosningum. Alls eru þingmenn 153. De Valera heldur því að sjálfsögðu ' áfram stjórnarfor- menskunni, en heldur mun hann enn eiga erfiða afstöðu, því allir flokkarnir eru honum og hans flokk andvígir, nema helzt verka- mannaflokkurinn. Stormarnir þjóta og stjörnurnar brenna. i. 1 úthafi geims veit eg Alföður standa við afl sinn og smiðjulog. Hann smíðar þar eitthvað, sem enginn sér, við ógurlegt neistaflog. Neistarnir þjóta til ýmissa ætta, úr óskygnis þokuhjúp. Þá sjáum vér stjarnanna brennandi blys um blámans 'óvæðu djúp. Hann setur í deigluna sjóðandi málminn, þá sveiflast mekkirnir hátt. — < Um nætur vér köllum þá Norðui’Ijós þau nálgast úr hverri átt. .. 2. Eg veit enga jarðneska veröld eins fagra og vetrarins Paradís, — i því dreymir mig stundum um dalafönn og drifhvítan jöku'lís. Eg veit enga töfra eins tvítugþætta og tunglskinsbjarta nótt — á einmana stöðum — í afskektri sveit, þegar alt er dauðahljótt. Skugganna lognsær og leiftur-úði Ijósbrimsins — skiftast þar á. Sál mín fyllist af syngjandi gleði, af sorgum — og trúarþrá. 3. Stórt er það afl, sem stjörnurnar mótar, o!g stýristök þess hörð. Það verður aldrei af vitringum mælt eða vegið — á þessari jörð. Menn gera sér hundruð af hugmynda-kerfum, en hvert þeirra’ er æfintýr. Það lifir hér enginn enn þá, sem veit hvað í honum sjálfum býr. 4 Stormarnir þjóta og stjörnurnar brenna. Menn stara’ í hinn bláa geim, en hulinn að mestu er sannleikur sá er sefur í djúpunum þeim. Böðvar frá Hnífsdal. -Lesb.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.