Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1933
NÚMER8
Einkennileg blaða-
menska
Venjulega er svo litið á aö al-
menn fréttablöð eigi aS vanda svo til
efnis og meSferSar þess, aS bæSi sé
rétt frá skýrt og sæmilega frá ytra
frágangi gengiS. Sé þessara tveggja
skilyrða ekki gætt, geta aSstandend-
ur naumast krafist þess, aS vera aS
vinna aS sæmilegri blaSamensku.—
Fyrir skömrnu síSan flutti blaS-
ið Heimskringla sérstaka grein til
aS “fræSa” almenning, um reglu þá
er Bretakonungur veitti Mr. Ben-
nett sæti í, er hann var stadur á
Englandi fyrir ekki löngu síöan.
Samsetning þessarar “fræSslu”-
greinar hafði tekist þannig, að í
henni var ekki heil brú, ekki þráð-
ur af réttmætri fræðslu, heldur al-
ger markleysa, frá upphafi til enda.
Nærri öllu því, er merkilegt er við
regluna, var slept, en þau fáu at-
riði, sem fram voru talin, voru öll
rangfærð.
ViS þessa makalausu “fræðslu”-
grein gerði eg fremur meinhæga en
réttmæta athugasemd. En í staðinn
fyrir að átta sig á málinu og gera
einhverja yfirbót, kemur blaSiS með
þá einkennilegustu kröfu er eg
minnist að hafa séS á prenti.
Sú krafa er hvorki meira né
minna en þaS, aö blaðið hafi haft
fullan rétt á aS fara meS málið eins
og það gerði. Er athugasemd mín
nefnd “árás”, er blaSið fær ekki
skilið af hverju stafi. Er sú vörn
Kringlu, að eg hygg, alveg einstæð
í sinni röð.
HefSi hérlent blaÖ hent svona
slysni, hefSi það viS fyrsta tækifæri
beSiÖ afsökunar og leiörétt missagn-
irnar í dálkum sínum.
Þeirri almennu kurteisisreglu tel-
ur Kringla sig alls ekki skylda aS
fylgja.
HefSi sú gamla kunnaS sig og
þekt inn á alment velíæmi, þá hefSi
hún læðið lesendur sína fyrirgefn-
ingar og þakkað mér fyrir leiSbein-
inguna.—
Algert aukaatriði var þaS í grein
minni, hvers vegna eg áliti aS Breta-
konungur hefSi sæmt Mr. Bennett
þessari sérstöku nafnbót. En nú
vill Kringla gera það aS höfuSat-
riði, mest vegna þess, að mér skilst,
aö hún er komin i standandi vand-
ræði meS vörn sína.
Frá því skýrði eg í grein minni,
aS inn í reglu þessa hefðu þeir einir
komist, fyrst lengi vel, sem voru
aðalbornir menn. SíSar var þessu
breytt þannig aS meiri háttar menn
aSrir, þeir er voldugir gátu talist og
reglunni var styrkur af að hafa,
voru einnig teknir inn.
Nú vill svo til, að Mr. Bennett
er ekki aðalborinn, en er hins vegar
voldugur maður. Fær hann því sæti
sitt þarna sem öflugur meiri háttar
maður. er reglunni sé sæmd og
styrkur í aÖ hafa, um leið og Mr.
Bennett er vitanlega sjálfur heiÖraS-
ur með þessari riddara nafnbót og
krossi þeim er henni fylgir.—
Jóhannessarreglan er góögerða-
félag og mannúðar. Þarf hún á
miklu fé að halda viS líknarstörf
sín. Mun þar ekki að jafnaði vera
knúiS á dyr almennings til fjár-
sofnunar. Félagsmenn sjálfir, sem
eru tignir menn og margir stór-
auðugir, leggja það fram, án þess
að mikiÖ sé um það rætt í opinber-
um blöðum.
í sambandi viS sæmd þessa er Mr.
Bennett var veitt, með því aS vera
gerÖur að riddara í þessari orÖu,
sem fjölskipuð er af aöalbornum
mönnum, barónum, lávörSum, greif-
um, hertogum, markgreifum, erki-
hertogum, prinsum og vellauðugum,
gófugum mönnum, gat eg um þessi
þrj ú atriSi:
(1) AS Mr. Bennett væri stór-
auðugur maSur.
(2) Að hann gæti gefiÖ höföing-
legar gjafir, þegar honum svo sýnd-
ist, og
(3) AS konungur vor muni hafa
vitað hvaS hann var að gera, þegaf
hann gaf Mr. Bennett sæti í þess-
ari virSulegu reglu.
Að þessum ummælum mínum lýs-
ir Heimskringla mig “ósanninda-
inann.”—
E'ftir því hlýtur álit Kringlu aS
vera á þessa leið:
(1) Að Mr. Bennett sé ekki stór-
auöugur maður.
(2) Að hann geti ekki gefiÖ
höfSinglegar gjafir, og,
(3) AS konungur vor hafi ekk-
ert vitað hvað hann var aS gera,
þegar hann gaf Mr. Bennett sæti i
þessari virðulegu reglu.
(Framh á bls. 7)
Árni Josephson
Hann andaSist aS heimili sínu í
grend viS Glenboro, Afan., á mánu-
daginn i þessari viku, hinn 20 febr.
Mun hann hafa veriÖ um sjötugt.
JarSarförin fór fram daginn eftir.
Fyrverandi sóknarprestur hans, Dr.
Björn B. Jónsson, fór til Glenboro
á þriöjudaginn, til að jarðsyngja
hann.
Með Árna Josephson er til grafar
genginn einn með inestu dugnaSar
og athafnamönnum þeirra íslend-
inga er til Vesturheims hafa flust.
Er þá mikiS sagt, þvi margir hafa
þeir látiS hendur standa fram úr
ermum. Eins og margir fleiri Aust-
firðingar, fór Árni til Minneota,
Minn. þegar hann kom til þessa
lands og settist aS þar. Voru fslend-
ingar þá búnir að vera lengi í "því
nágrenni og öll heimilisréttarlönd
voru þar tekin fyrir löngu. En þó
hann kæmi þangaS fátækur maÖur,
leið ekki á löngu þar til hann var
orSinn einn með gildustu bændum í
þeirri blómabygS, og heimili hans
eitthvert hiS allra mesta rausnar-
heimili. Bjó hann þar í mörg ár
miklu blómabúi.
Fyrir allmörgum árum keypti
hann sér bújörð í grend viS Glen-
boro, Ma»i., og bjó þar síSan. Og
þó búskapur hafi veriö-erfiSur síð-
ari árin, hélt Árni jafnan rausn
sinni og höfSingskap og gestrisni,
sem var meS afbrigðum, og dugnað-
ur hans og áhugi og viljaþrek entist
honum þar til heilsan var gjörþrotin.
Nú er hann dáinn. Hans mörgu
vinir, og væntanlega allir, sem nokk-
uS kyntust honum, sakna nú hins
glaða og reifa athafnamanns og
minnast hans meS virSingu og hlý-
hug. Mun hans lengi minst verða,
og jafnan að góðu.
Frá Ottawa
Þaðan sýnist vera heldur lítiS að
frétta. Af þinginu er ekki margt
markvert að segja. Þar viröist alt
ganga svona seigt og fast og fram-
kvæmdir heldttr litlar. Er það eng-
anveginn óvanalegt á flestum' þing-
um, að þingstörfum miði heldur lít-
iö áfram fyrstu vikurnar. En þó
hefir þar eitt komið fyrir, og þaS nú
i þessari viku, sem tíSindum þykir
sæta, og þeim ekki all-litlum. Á
mánudaginn sagSi Mr. Bennett þing-
inu, að hann væri nú hlyntur gagn-
skiftasamningum við Bandaríkin og
að hann vildt að því vinna að koma
þeim á. Mun þetta hvervetna þykja
mikil tíðindi, en ekki er auSvelt aS
átta sig á þeim'svona rétt í bili.
Þorskabítur kvaddur
Hrökkva liörpustrengir,
liníga Braga-vinir;
enn er auðn í skógi,
aldnir falla hlynir.
Skáldin gömlu, góðu,
gi-ætur ættarjörðin,
hnípin lieyrist spyrja:—
Hverjir fylla skörðin ?
Richard Beck.
Manitoba-þingið
í hásætisræðunni, sem fylkis-
stjórinn flutti við setningu fylkis-
þingsins í síðustu viku, er þess
meðal annars getið, að nálega hálf
miljón dollara hafi til þess gengið
á mánuði í síðastliðin tvö ár, að
hjálpa atvinnulausu fólki. í
þorpum, bæjum og borgum fylkis-
ins er hér um bil tíundi hluti
fólksins, sem ekki getur komist af
án þess að þifegja atvinnuleysis-
styrk sér til framfærslu. Alt til
þessa hefir atvinnan altaf verið
að verða minni, og þeir fleiri og
fleiri, sem styrk hafa orðið að
þiggja.
Þá er líka í hásætisræðunni vik-
ið að þeim afar miklu örðuleik-
um sem bændur í fylkinu eiga við
að stríða, vegna hins afskaplega
verðfalls á allri framleiðslu þeirra
og sömuleiðis fiskimanna. Telur
stjórnin mikla nauðsyn til bera, að
gera alt sem mögulegt er til að fá
hærra verð fyrir vörur bænda o!g
fiskimanna.
Fjárhagur fylkisins er í alt kí>n-
að en góðu lagi. Tekjurnar hafa
i flestum greinum orðið miklu
minni en búist var við, en útgjöld-
in meiri, aðallega vegna atvinnu-
leysisins, eða þeirra miklu út-
gjalda, sem af því stafa. Er því
ekki við öðru að búast en miklum
tekjuhalla. Það þykir ekki til-
tækilegt að hækka skattana úr því
sem nú er og er þá eina úrræðið,
að spara sem mest má verða. En
það veitist nú nokkuð erfitt líka.
Er fastlega skorað á mótstöðu-
flokka stjórnarinnar á þingi, að
verða stjórninni samtaka í því, að
bæta úr örðu'gleikunum og vand-
ræðunum eftir beztu föngum, en
láta flokksfylgið eiga sig.
Síðan þingið var sett, hefir tím-
inn aðallega gengið í umræður um
hásætisræður, eins og gengur og
gerist.
Fyrsta daginn eftir þingsetning-
una töluðu þeir Mr. Maybank,
Winnipeg, og Mr. Jónasson, Gimli.
Annan starfsdag þingsins talaði
Mr. Taylor, leiðtogi íhaldsflokks-
ins. Eins og við var að búast var
hann ekki vel ánægður með það,
að hafa tapað í kosningunum í
sumar og það eins illilega og raun
varð á. En engu að síður kvaðst
hann fús til samvinnu við stjórn-
ina í öllu því, er hann gæti séð
að fylkisbúum mætti að ‘gagni
verða, og ekki kvaðst hann vilja
verða til þess að tefja tímann,
eða lengja þingsetuna að óþörfu.
Var ræða hans yfirleitt hófleg og
stillileg.
Á föstudaginn flutti Mr. Queen,
leiðtogi verkamanna flokksins
tveggja klukkutíma ræðu. Þar
kvað nokkuð við annan tón heldur
en hjá Mr. Taylor. Hann virtist
mjög mótfallinn öllum sparnaðar
tilraunum stjórnarinnar, en ekki
virðist það vera neitt ljósara fyrir
honum heldur en öðrum, hvernig
stjórnin á að fá peijinga til að
mæta útgjöldunum. Það þarf eng-
ann stjórnmála leiðtoga til að
segja manni, að ástandið í Mani-
toba, eins og reyndar víðast í
heiminum, er alt annað en gott,
en það þarf vitran mann og góð-
gjarnan til að vísa leið út úr
ógöngunum. Geri Mr. Queen það
á hann þakkir skyldar góðra
manna, en hann gerði það ekki í
sinni tveggja klukkustunda ræðu
á föstudaginn. Ýmsir fleiri hafa
tekið til máls, og töluvert mikið
hefir verið sagt, en ekki mikið
gert, enda er þess naumast von
enn þá, hvað sem síðar kann að
verða. Það lítur út fyrir að
stjórnin hugsi sér að hraða störf-
um þingsins, eins og hægt er.
Roosevelt sýnt bana
tilræði
Hinn 15. þ. m. var hinn kjörni
forSeti Bandarífyjanna, Franklin
D. Roosevelt, staddur í< Miami,
Florida. Kom hann þar í bíl í
lystigarð, sem Bay Front Park
heitir og var þar fjöldi fólks sam-
an komin.. Talaði Mr. Roosevelt
nokkur orð til fólksins og settist
svo aftur í bílinn. En strax þeg-
ar hann var seztur riðu af skamm-
byssuskotin hvert á fætur öðru,
fimm eða sex. Var þeim vafalaust
ætlað að vinna á Mr. Roosevelt. j
en ekkert skotið hitti hann og
. lapp ’hann óskemdur. Þar á ,
móti særðust fimm aðrar mann-
eskjur: Anton Cermak, borgar-
stjóri í Chicago; Mrs. Joe Gill,
Miami; Miss Margaret Kruis,
Newark; William Sinnott, New
York og Russell Caldwell, Miami.
Borgarstjórinn frá Chicago særð-
ist svo að mjög tvísýnt þótti um
líf hans um tíma og þykir jafnvel
eiin vafasamt, aÖ hann sé' úr
hættu. Hitt fólkið særðist eitt-
hvað minna, en þó segja fréttirn-
ar að Mrs. Gill sé töluvert hættu-
lega særð.
Maðurinn sem þetta ódáðaverk
framdi, heitir Guiseppe Zangara.
Hann er Suður-Evrópu maður, en
hefir verið all-lengi í Bandaríkj-
unum, fátækur og umkomulaus
■verkamaður, og sýnist jafnvel
hafa átt illa æfi. Kennir hann
höfðingjunum um ólán sitt og
segist vilja drepa alla konunga og
forseta. Hann er Kommúnisti. Nú
hefir Zangara verið dæmdur til
80 ára fanga vistar, eða í lífstíðar
fangelsi, með öðrum orðum. En
ef svo skyldi fara, að eitthvað af
því fólki, sem hann særði, skyldi
láta lífið af þeim orsökum, verður
mál hans tekið fyrir aftur og hann
sakaður um morð. Fyrir réttinum
lét hann vel yfir því, sem hann
hefði gert, að öllu öðru en því, að
sér þætti mjög slæmt, að hafa ekki
getað unnið á Mr. Roosevelt.
Stubbs-málið
Þess hefir áður verið getið hér
í blaðinu, að því máli var frestað
fyrir einum tveimur vikum til 20.
febr, til að gefa Stubbs dómara
tækifæri til að semja sína varnar-
ræðu. En þegar þar að kom, var
málinu enn frestað um viku, eða
til 27. þ. m.
Níu menn drukna
Frétt frá Reykjavík, sem blaÖið
Winnipeg Free Press flutti í gær,
segir að á þriðjudaginn i þessari
viku, hafi þýskt gufuskip og ís-
lenskt fiskiskip rekist á og hið sííS-
arnefnda sokkið og niu menn drukn-
að, en þýska skipið náð liöfn litið
skemt. Sjálfsagt hefir þetta verið
einhversstaðar í grend við tsland.
Karlakór íslendinga
í Winnipeg
Á fimtudagskveldið þann 16. þ.m.
efndi Karlakór, tslendinga í Winni-
peg til samsöngs í Fyrstu lútersku
kirkju viö sæmilega aðsókn, þó betur
hefði að sjálfsögðu mátt vera.
Söngskráin var löng og yfir höf-
uð prýðilega til hennar vandað; enda
er söngstjórinn, hr. Brynjólfur
Thorlákson; löngu viðurkendur fyr-
ir glögga dómgreind í slíkum efn-
um.
Ekki blandaðist mér hugur um
það að flokkurinn hefði tekið drjúg-
um framförum frá því i fyrra; var
hann að þessu sinni miklu djarf-
mannlegri og fastari í rásinni en
þá, auk þess sem stilling raddanna
var margfalt samfeldari; kom þetta
meðal annars hvað skýrast í ljós í
túlkun flokksins á laginu “Man-
söngur” eftir Frieberg; “Flyt mig
heim,” eftir F. Backer, og “Ólafur
Tryggvason,” eftir Reissiger. Lög
þessi fóru í raun og veru hvert öðru
betur,—svo vel, að því er mér fanst,
að eg minnist ekki að hafa áður
hlustað á jafn fagran söng meðal
íslendinga í Vesturheimi. Meðferð
flokksins á “Ólafur Tryggvason”
var slík, að ekki gat hjá þvi farið,
að aðdáun vekti; fór þar saman
glögg og nákvæm túlkan á mikilýðgi
ljóðs og lags. Einna best þótti mér
þó takast til um meðferðina á lag-
inö “Flyt mig heim” er sungið var
með aðstoð séra Ragnars E. Kvar-
an; hinir undur mjúku tónar flokks-
ins um lokaðan munn, mintu á lokk-
andi bergmál. en hetjublærinn í for-
usturödd einsöngvarans, blandaður
blóðríkum söngvatrega, jók mjög á
hinn glæsilega heildarblæ. Hin lögin,
er séra Kvaran söng forusturödd í:
“Eg man þig enn.” eftir Sigfús Ein-
arsson og “Til sólar eg lít,” eftir Ole
Bull, voru helzti hátt stemd og
reyndust honum full-erfið. Lag hr.
S. K. Hall, “Þótt þú langförull
legðir,” söngst yfirleitt mæta vel af
hálfu flokks og meðsöngvara; er
lagið hið bezta samið og fer ágæt-
lega i söng.
Nokkrar alvarlegar misfellur
komu í ljós hjá flokknum hér og
þar; gætti þeirra tilfinnanlegast í
meðferð laganna “SunnanblæW’
eftir Sigvalda Kaldalóns, og “Það
laugast svölum úthafsöldum,” eftir
Reissiger; fyrra lagið féll til muna,
en í hinu síðara var flokkurinn svo
ósamtaka að til stórlýta varð.
í lagi hr. Björgvins Guðmunds-
sonau, “Sko háa fossinn hvíta,” að-
stoðuðu þeir hr. Otto Hallsson og
hr. Hafsteinn Jónasson í tvisöng, er
lét sæmilega í eyra.
Við sum lögin var spilað á píanó;
gerði það hr. Gunnar Erlendsson;
er hann góður píanisti; þó skilst mér
að flokkurinn hefði betur verið sett-
ur án hljóðfæris; var fjarlægðin
milli hljóðfæris og söngflokks slík,
að meðspilið mun fremur hafa orðið
flokknuin til truflunar, en þess
gagnstæða.
Hljóðfærasveit þeirra Pálmason’s
systkina, lék nokkur lög við þetta
tækifæri, og fórst hið bezta úr
hendi; voru lögin í síðari kaflanum
stór-hrífandi, og ineðferð þeirra
yndisleg.
Að öllu athuguðu, og þrátt fyrir
hinar ýmsu misfellur, verður ekki
annað með sanni sagt; en að þessi
vinsæli söngflokkur íslendinga í
Winnipeg, sé á glæsilegu framfara-
stigi og hyggja óefað margir gott
til þess að fá að ldusta á hann setn
fyrst á ný.
E'mar P. Jónsson.
MEN’S CLUB
Rev. Dr. John McKay
Karlaklúbbur Fyrsta lút. safnað-
ar heldur sina næstu samkomu á
þriðjudagskveldið í næstu viku, hinn
28. þ. m. og byrjar kl. 6.30. Þar
verður máltið veitt, en inngangur
verður samt sem áður ekki seldur,
en samskot verða tekin til að mæta
kostnaðinum, en allir eru jafnvel-
komnir, hvort sem þeir geta tekið
þátt í þeini samskotum eða ekki. Það
er vonast eftir, að þeir sem betur
mega bæti það upp, svo kostnaður-
inn verði borgaður að fullu.
Svo er til ætlast, að þessi sam-
koma sé sérstaklega helguð hinum
yngri mönnum, verði sona og feðra
samkoma, ekki “feðra og sona,” eins
og altítt er. Það er með öðrum orð-
um ætlast til að ungu mennirnir
komi þarna með feður sína. Mun
klúbburinn ætla sér að hafa eina
slíka samkomu á ári hér eftir.
Ræðumaðurinn í þetta sinn er
Rev. Dr. John MacKay; forstöðu-
maður Manitoba Collegé. Er hann
svo alþektur sem ágætur ræðumað-
ur, að ekki þarf að fara þar um
mörgum orðum. Einnig skemta pilt-
arnir i yngri deild söngflokks kirkj-
unnar þar með söng og einnig Dr.
J. T. Lawson, sem fólki í Fyrstu
lúterska söfnuði er að góðu kunnur
sem söngmaður.
Næstu samkomu, og þá síðustu á
þessum vetri, heldur klúbburinn á
þriðjudagskveldið, 4 apríl.
Betra framferði
Það lítur út fyrir að fólkið í
Manitoba sé að verða betra og
löghlýðnara, heldur en það var. Ár-
ið sem leið, voru þeir ekki nema
787, sem brotlegir urðu við vín-
sölulög fylkisins og hafa þau lög
ekki verið brotin af eins fáum í
tíu ár. 1 fyrra voru þeir 1,163,
sem þessi lög brutu, en lang flest-
ir árið 1929, eða 1,715. Þá er það
annað, að hjón eru svo að segja
hætt að skilja hér í Manitoba, eða
hætt að sækja um skilnað; það
hefir jafnan gengið heldur treigt
að fá hjónaskilnað í Manitoba og
hjón hafa oft ekki fengið að skilja,
þó þau hafi fegin viljað. Dómar-
arnir hafa neitað þeim um það.
Þá eru slysin miklu færri en áður.
Er það sjálfsagt að nokkru leyti
að þakka minni drykkjuskap,
minna gjálífi, en aðallega kemur
það til af kyrstöðunni og atvinnu-
leysinu.
Anna Borg
Dönsk blöð hafa það eftir henni
að hún sé að hugsa um að hverfa
frá Konunglega leikhúsinu í Höfn
er yfirstandandi leikár er úti. Or-
sökin sé sú, að henni þykir sem hún
fái ekki lengur hlutverk þar við sitt
hæfi. Ennfremur sé henni um geð,
aö vinna við leikhúsið, meðan mað-
ur hennar, Poul Raumert er þar
ekki.—Mbl.