Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR, 1933 Bla. JL L- Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Belmont lá kyr stundarkorn ennþá, svo stóð hann upp hægt og gætilega, ósærður og heiil á hót'i að undanskilinni skrámunni í hnakkan- um. Nú var klukkubandið laust og hann tók að lyí'ta því á ný, jafn rólega og áður. Hon- um hepnaðist að strengja á því, án þess að nokkuð heyrðist í bjöllunum, og hann gat nú smeygt lykkjunni ofan á hnífsskaftið. Yerk- inu var lokið. Bjöllurnar voru til taks á ný. Svo lagðist liann aftur niður og skreið til baka sömu leið, og liann hafði komið. Hami hafði lokið þessari “lrættuför” sinni, og var nú kominn “lieim” aftur. Hann hvíslaði nafn hennar—það var liið einasta, er fylti allan hug hans. “Elsa.” Nú var hann kominn að þvergirðingunni. Hann klifraði yfir. hana með mestu gætni og fleygði sér svo niður hin- mnmegin. Unga stúlkan grét af geðshræringiu. “Það er alt í lagi,” stundi hann upp. “Þaðgekkvel! Eg er ósærður. Eg hefði átt að segja ykkur að skjóta ekki fyr en eg kall- aði. Ein það er nú það sama. Það hepnaðist samt. Þeir skutu einnig hinumegin, og eg fékk kúlu gegnum hárskrautið! ” Hann hló lágt, bæði til þess að hressa hana, og eins til þess að friða taugar sínar, sem voru talsvert reyndar eftir hina óskemtilegu skriðferð. Hann náði í hönd EIsu í myrkrinu og þrýsti hana innilega. Hún endurgalt liandtakið, og Belmont fann það á sér, að fyrir þessa sælu- kend, mundi hann glaður hætta lífi sínu enn á ný- “Látið mig fá riffilinn,” sagði liann og rétti út hendina eftir honum í myrkrinu. “Hve mörguin skotum liafið þér skotið.” “Engu!” livíslaði liún. “ Eg gat ómögu- lega fengið mig til þess, meðan þér voruð þar úti. Giles skaut, og þeir liinir; en eg—mér var það ómögulegt, meðan eg vissi að liætta gat verið á, að eg hitti yður. Mér var það al- veg óbærileg liugsun. ’ ’ “Þökk,” sagði hann stillilega. “Eg skil yður. Nú er bjöllurnar í lagi, og nú er um að gera að hafa hljótt og lilusta vel eftir. Það er enginn vafi á því, að þeir koma aftur.” Mínúturnar seigluðust áfram. Myrkrið var svartara og .þéttara en nokkru sinni áður Það hékk umhverfis þau eins og þykt, svart flauelstjald og byrgði alt, jafnvel það, sem næst var, svo að þau sáu ekki einu sinni hvort framan í annað. “Myrkrið er svartast rétt undir dögun- ina,” hvíslaði Belmont. “Guð minn góður, ef við aðeins kæmumst lifandi fram yfir þann tíma. — En það er ekki vert að vera að liugsa um það.” —Hann var mjög vondaufur um þetta. Honum virtist það í mesta máta ólíklegt, að morgunsólin mundi liitta þau á lífi. En samt sem áður — ef — ef —! Hann sneri sér að Giles. “Nú eru bjöllurn- ar í lagi á ný,” livíslaði hann. “Ef þér heyrið í þeim, skuluð þér óðára skjóta, en gerið það rólega og asalaust. Skjótið eftir hljóðinu og ekki eins og áður. Eg held, að þér hafið nærri því verið genginn af göflunum áðan.” Það rumdi eitthvað í Giles, og' svo varð alt hljótt á ný. Belmont hugsaði með sér, hve miklu auðveldara og léttara það hefði verið að berjast þessari örvæntingarbaráttu, liefðu þeir Giles verið tveir einir—og Elsa verið ör- ugg einhversstaðar fjarri. “Dingeling!” Hljóðð barst til þeirra skýrt og greinilega gegnum grafkyrðina. Óvinirnir voru þá aftur á ferðnni. “Hægan!” livíslaði Belmont til Giles og lagði um lei'ð fingurinn á hleypirinn. Svo sendu þeir skæðadrífu af blýi út eftir gjánni. Kúlurnar smullu í klettana, og sumar þeirra endurköstuðust áreiðanlega og gerðu því ef til vill tvöfalt gagn. Aftur riðluðu ræningj- arnir í blindni liver um annan blótandi og ragnandi—og sumir þeirra öskruðu, er kúl-. urar hittu þá. Þeir svöruðu skothríðinni með hverju kúlnaélinu á fætur öðru, en kúlur þeirra fóru annað hvort of hátt, eða þær smullu á stórgrýti því, er varnargarðurinn var gerður úr. Þessi árás varð því einnig brotin á bak aftur, og nú gat ekki verið langt eftir til morguns. Fyrsta dagsbrúnin lilaut senn að koma í ljós. r>áðir mennirnir höfðu tæmt rifla sína og voru nú að hlaða þá á ný. Giles gekk nú að þessu verki með þvílíkri kaldgeðja ró, að hann var alveg hissa á því sjálfur. Hann var bleyða að eðlisfari, en þessa stundina var hann alveg tryltur, og þegar hræðslutryllingin nær tökum á slíkum manni, getur hann á svipstundu breyzt úr pleyðu í ofurhuga. Utan úr gjótunni heyrðust öskur og kvein- stafir. Allmargir hlutu að hafa fallið, og sum- ir þeirra hlutu að vera mjög særðir svo að þeir komust ekki á brott. Og félagar þeirra höfðu auðvitað skilið þá eftir, enda hafði þeim verið dauðinn vís, er liefðu ætlað sér að koma þeim til hjálpar. Nú lágu hinir særðu og æptu og veinuðu eins og skepnur í sárustu neyð. Þa, fór lirollur um Elsu. Hún færði sig nær Belmont og lagði hendina á handlegg hans. “E*f—ef eg lifi—ef eg kemst lifandi út úr þessu, mun eg eflaust minnast þessa alla æfi. Eg er hrædd um að mig muni dreyma þetta á hverri nóttu,” hvíslaði hún. “Það er hræði- legt—hræðilegt! ’ ’ Ópin smálækkuðu og urðu að lokum að daufu veini—og það var nærri því enn ömur- legra.- “En hve þeir liljóta að pínast!” livíslaði hún titrandi. “Hugsið um livað aumingjamir á skonn- ortunni urðu að taka út,” sagði Belmont. “Hafa þessir gulu djöflar verðskuldað betri •örlög! Hugsið yður hvað þeir myndu gera við okkur, ef við bærum ekki hönd fyrir höfuð okkar. ” “Já, auðvitað—já, þér hafið eflaust rétt fyrir yður,” hvíslaði hún; “en það er samt sem áður svo hræðilegt.” Bjöllumar höfðu unnið sitt verk, eins og til var ætlast, en nú voru þær á ný úr sögunni. Þær hiutu að hafa slitnað niður, þegar ræn- ingjarnir flýðu yfir háls og höfuð, og ennþá var eflaust hálf stund, þangað til fyrsta dags- brún mundi koma í ljós. Belmont stóð up. Hann hafði þaulhugsað alt saman, og hann var því nú sem fyr kominn að þeirri niðurstöðu, að eitthvað yrði að gera, er gæti aðvarað þau í tæka tíð. Annars voru þau algerloga dauðadæmd. Ræningjarnir mundu eflaust gera eina árásina enn, áður en birti, og leggja sitt ítrasta kapp á að brjóta á bak aftur þessa óskiljanlegu mótspyrnu, sem Iþessai' þrjár manneskjur veittu þeim, og ein þeirra meira að segja kvenmaður.— “Heyrið þér augnablik,” sagði hann ró- lega og með lágri rödd; ‘ ‘ það er enginn vafi á, að bjöllumar hafa slitnað niður, og það er enn þá liálf stund, þangað til fer að birta. Þessi liálfa stund verður eflaust hættulegust fyrir okkur. . . . Ef við lifum hana, þá . . . þá er ef til vill ofurlítill vonarneisti fyrir okkur. Þetta er fjandmönnum okkar líka eflaust ljóst, og þeir vita því, að einasta von þeirra og tækifæri er að nota þessar síðustu mínútur eins vel og rækilega, og þeim er framast unt. Nú fer eg. Okkur er alveg óhjákvæmileg nauðsyn að hafa viðvörunar tæki—því án þess geta þeir komið að okkur óvörum. Eg tek skammbyssuna með mér til vonar og vara. Þér verðið að liafa riffilinn minn,” sagði hann við Elsu. “Munið eftir, að það eru sex skot í lionum. Fimm þeirra getið þér notað á þorparana—ef það verður nauðsynlegt. Ilið sjötta . . . .” Hann þagnaði allra snöggvast, op bætti svo við dálítið skjálfraddaður, “hið sjötta verðið þér að brúka á annan liátt, ef nauðsyn krefur. Það er vel liægt. — Þér skiljið mig víst-----Það verður að vera liægt. ’ ’ “Eg skil ...” svaraði hún lágt og rólega. “Eg veit livað þér eigið við. Þér þurfið ekki að segja meira. Þér getið reitt yður á mig.” “Eg treysti því, að þér rjúfið eigi heit yðar undir neinum kringumstæðum, ” sagði hann innilega. “Þér verðið að halda loforð yðar, livað sem okkur liinum líður. Sælar!” Hann hafði tekið við marghleypunni, sem hún rétti honum. “Merki það, sem eg mun gefa yður,” mælti liann rólega, “er það, að eg mun skjóta einu skoti með skammbyssunni þeirri arna. Þér þekkið eflaust hljóðið í henni.” Hann greip liönd hennar og þrýsti hana fast og innilega. Giles stóð skamt frá og sagði ekki orð. “Munið nú eftir að skjóta í brjósthæð,” sagði Belmont. “Jæj.a, þá hefi eg víst ekki meira að segja. Ef til vill verður þetta kveðja mín . . . . ” Hann þagnaði alt í einu og hvarf út í myrkrið. Hann skreið á fjórum fótum út fyrir varn- argarðinn og hélt á marphleypunni á milli tannanna. Elsa Ventor stóð eftir í myrkrinu og þrýsti höndunum að barmi sér. Og í hug- anum sendi hún blessunarorð sín á eftir hon- um og bað þess heitt og innilega, að fá að sjá hann aftur—þó eigi væri nema aðeins einu sinni. Hægt og liægt seig hún niður á hnén og lá þannig kyr og hélt fast utan um rifilskeftið. Hún lyfti rifflinum upp að kinninni og þrýsti lienni að skeftinu—þar, sem kinn hans hafði livílt svo oft áður op hún kugsaði um það, hve rólegur, óþreytandi og umhyggjusamur hann hefði verið í því að vernda hana og verja. Auðvitað hafði liann einnig varið sitt eigið líf, en svo þekti hún hann nú, að hún vissi, að það sem hann gerði, gerði hann fyrst og fremst hennar vegna, og er hann varði sitt eigið líf, svo var það fyrst og fremst sökum þess, að það var undir þessum kringumstæð- um sama sem hennar líf, alveg eins og dauði hans væri sama sem dauði hennar. Hún lét rffilinn síga. Hún drap höfði, og tárin hrundu þung og brennheit niður á hend- ur hennar. Það voru ekki tár liræðslu og kvíða, heldur tár þau, er maður fellir ósjálf- rátt, þegar hjartað er of fult til þess að rúma allar þær tilfinningar, er það elur. Henni var það ljóst núna, að hún elskaði Belmont með þeirri ást, er var öllu öðru sterkari, ást, er gat brosað við sjálfum dauðanum. Og hún þakkaði forlögum sínum, að heuni skyldi hafa hlotnast sú sæla að auðnast þvílíka hamingju —jafnvel þó ekki væri fyr en á elleftu stund æfinnar. XX. Lifandi mark Belmont skreið áfram í myrkrinu og komst þangað, er hann hafði verið einu sinni áður þessa ógna-nótt. Bjöllubandið var farið — hann hafði búist við að það væri slitið, en nú gat hann ekki fundið það. Er hann hafði þreifað lengi fyrir sér í myrkrinu, fann hann loksins eina dósina. Og í henni hékk ennþá dálítill bútur af spottanum. * f síðustu árásinni höfðu ræningjarnir slitið alt niðui* og rifið það með sér, svo nú voru aðeins slitrin eftir. Þetta liringingaráhald hafði þegar gert alt það gagn, sem frekast var hægt að ætlast til, en nú var það alveg ónýtt. Sumir hinna særðu sjóræningja hreyfðust ennþá. Tveir, þrír þeirra stundu lágt. Bel- mont var ekki fyllilega ljóst, livort þeir hefðu orðið lians varir eða ekki. Ef til vill liéldu þeir, að það væri einhver félaganna, sem kom- inn væri aftur til að hjálpa þeim, en hann 3neiddi þó sem mest hjá því að koma við þá. Hann skreið spölkorn áfram og nam svo stað- ar. Hann var nii kominn nærri því út í ytra mynni klettaskorunnar. Þar lagðist hann þvers yfir gjótuna, svo að hann lokaði fyrir alla umferð með sínum eigin líkama. Þessar tuttugu mínútur—eða þar um bil— sem eftir voru fram að dögun, ætlaði hann sjálfur að koma í staðinn fyrir aðvörunar- bjöllurnar. Líkami hans vat verið í staðinn fyrir klukknabandið slitna. Ræningjarnir gátu ekki séð hann í myrkrinu, en liann hlaut að verða þess var, ef þeir endurnýjuðu árás- ina, þar eð þeir yrðu þá beinlínis að skríða yf- ir hann. Hann var óhræddur um það, að þeir myndu verða þess of snemma vaiir, hver hann væri. Þeir myndu sennilega halda, að það væri einn af þeirra mönnum, sem þeir yrðu að skríða yfir. Þarna lá hann marflatur og endilangur með hverja taug og vöðva stiltan og stæltan. Hann hleraði eftir hverju minsta hljóði. 1 fjarlægð lieyrði liann liægan vindþytinn í krónum pálmatrjámia, er boðaði nálægð dagsins, og hinn djúpa, eilífa nið hafsins. Það var ekki til neins að reyna að rýna út í myrkrið; þar sást. ekki neitt. Myrkrið var eins þétt og þykkar, svartar slæður. Honum datt ósjálf- rátt í liug hin svörtu klæðistjöld, sem notuð eru við jarðarfarir. Ef til vill mundi hin gráa dagskíma afhjúpa lík hans, er liún kæmi að lokum. Hann vissi, að nú gat ekki liðið á iöngu, áður en fyrsta dagsskímuröndin mundi birtast í myrkrinu. Lifði hann það af, væri lionum borgið og einnig henni, að minsta kosti væri þá lífsvon framundan. Mínúturnar liðu. Hann leit svo á, að nú lilytu að vera liðnar a. m. k. tuttugu og fimm mínútur. — Nú hlaut dagsbirtan að gera vart rið sig' þá og þegar. Hann fékk einskonar bugboð um einhverja hreyfingu til hægri liandar við sig. Hann heyrði það skýrar og skýrar, þótt eigi væri sterkara en vindblær í visnu laufi. Þorpararnir voru að búa sig undir loka- árásina, rétt undir afturbirtuna. Þeir voru að nálgast. Belmont þorði tæplega að draga andann. Hann krepti hnefann utan um marghleypuna og beið — beið. (Framh.) PROFESSIONAL CARDS ^ .........................I DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offlce tlmar 2-S Heimili 776 VICTOR ST. Phoiie 27 122 Winnipeg, Manitoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfræöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 DR.O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce timar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 686 Wlnnip.»g, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir lögfræðingar 325 MAIN ST. (á öðru gólíi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur áð Lundar og Gimli og er þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tlmar 3-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. % tslenzkur lögfrœOingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.-—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslml 42 691 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 7 63 Dr. P. H.T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 676 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími 601 662 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfræOingur Skrifst.: 702 OONFEDERATION LIFE BUILDING Main St„ gegnt City Hall Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis, Skrifst.8. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Offlce Phone 24 206 Phone 96 636 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED Nuddlœknlr 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Viðtalstlmi 3—6 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- Phone 36137 vega peningalán og eldsábyrgð «í 632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 «liu tagi. Slmið og semjið um samtalstíma k tone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.