Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 2
biö. &
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. FERRÚAR, 1933
%
KAUPIÐ AVAL.T
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENBY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAJ.
Yard Offioe: «th Floor, Bank of IlJUnilton Chamben.
Gömul ferðasaga
Eftir G. T. ATHELSTAN
Það var árið 1907, og tvö ár
voru liðin frá því eg hafði heim-
sótt fólk mitt á Akureyri. En á
Seyðisfirði hafði eg verið í fjög-
ur ár. Kvenfélagið “Kvik”, sem
samanstóð af hinum yngri konum
bæjarins—já, og látið mig segja
ykkur það strax, að fallegri hóp
var ekki að finna á öllu landinu—
var að undirbúa leiksýningu. Þetta
var í byrjun marsmánaðar, því
þá fyrst vakna Seyðfirðingar af
vetrardvalanum, því þá sér aftur
sól! Sólina sjá menn nefnilega
ekki fyr en þann 18. febrúar, að
hún skýst á milli fjallatoppanna.
Standa þá allir úti, sem vetlingi
geta valdið, og “sólarkaffi” er þá
drukkið um miðjan daginn, með
öllu því útflúri sem íslenzkar
konur einar geta búið til.
Eg var nú fyrst og fremst ung-
ur í þá daga, og ekki hafði eg
neina reynslu sem leikari, en mér
fanst þó endilega að eig verða að
vera með í þessari leiksýningu.
Sérstaklega var það ein “rullan,”
sem eg hafði augastað á, en Palli
Gutt., vinur minn, hafði líka hugs-
að sér að fá þetta hlutverk. Vor-
um við Palli á sama aldri, og eg
held í mörgu líkir; báðir með
sama sjálfsálitið, þóttust færir í
flestum sjó, en Palli sótti sitt mál
með meira kappi, enda hafði eg
meira að gera um þær mundir.
Og endirinn varð sá, að blessað-
ar stúlkurnar skenktu mér lélega
“rullu”! Þótti mér þetta ganga
svívirðingu næst! Annaðhvort
yrði eg nú að leika almennilega
“rullu”, eða ekkert annars. Og nú
voru góð ráð dýr. Einhvernveg-
inn varð eg að komast undan, en
þó án þess að mikið bæri á því.
Datt mér þá alt í einu það snjall-
ræð.i í hug að fara með Vestur-
heim til Akureyrar sem snöggv-
ast. Var von á skipinu innan
tveggja eða þriggja daga. Stundi
eg upp beiðni minni við minn á-
gæta húsbónda, Stefán Th. Jóns-
son, og þó eg vissi vel að mikið
yrði að gera er skipið kæmi hlað-
ið vörum til vorsins. Sjaldan kom
stærri farmur í Stefáns búð en
einmitt þá. En Stefán var hinn
sami elskulegi húsbóndi og hann
hafði altaf verið. “Já, annaðhvort
verður þú að skreppa heim núna1
eða alls ekki þetta árið.” Og með
því var útkljáð að eg færi heim.
“En þú verðr að koma aftur með
“Kong Trygve”—Tryggva Kongi!
Og næsta mánudagskveld lagði
Vesta á stað. Var komið við á
Vopnafirði og staðið við í tvo
tíma. Um nónbilið lögðum við á
stað, en ekki voru akkerinn kom-
in úr botninum fyr en á skall það
versta norðaustan veður. Innan
fárra mínútna sáu menn ekki
handa sinna skil fyrir hríðinni—
og nú byrjar ferðasagan!
Frá Vopnafirði til Húsavíkur
er um tólf tíma ferð. En til
Húsavíkur komum við ekki fyr en
á laugardagsmorgun—eða eftir
fjóra daga, o’g sást aldrei til Iands
allan þann tíma.
Með mér var vinur minn Árni
Stefánsson, snikkari og húsa-
smiður á Seyðisfirði. Líka var
með skipinu Ameríku agent, Mag-
nús Markússon, og var það mikill
fengur fyrir okkur, því margs var
að spyrja frá Ameríku, enda virt-
ist hann þekkja alla Vestur-tfs-
lendinga. Var Magnús hinn
skemtilegasti ferðamaður, skraf-
hreyfinn, og kunni frá mörgu að
segja. O'g þarna voru lika aðrir,
sem gerðu lífið þolanlegt innan-
borðs. Sighv. Bjarnason var þar,
og töluðu þeir mikið um skáldskap
og aðrar listir, sem eig hafði frem-
ur lítið vit á. <
Auðvitað tókum við ýmislegt
sem Magnús sagði um Ameríku
með dálitlu salti, því ekki vorum
við svo bláir að innan að vita
ekki að maðurinn væri agent frá
Canada og myndi því hægræða
sannleikann eftir atvikum. En
þó hagaði Magnús sér mjög skyn-
samlega. Og svo var varla hægt
að komast hjá því að bera virð-
ingu fyrir þessum manni, því
gullpeninga hafði hann í vasan-
um, og úrið hans með gullkassan-
um og útskorna lokinu var sjald-
séður gripur í þá daga. Vakti það
sérstaka eftirtekt okkar, að úrið
hafði fleiri tölur á skífunni, en
við höfðum vanist. Þar voru
taldir 24 tímar, og sagði Magnús
að þetta væri járnbrautartími, sem
við skildum ekki í þá daga hvað
meinti. Var eg þó kominn svo
langt í lærdóminum þá að vita að
klukkan í New York væri mun
fljótari en klukkan í San Fran-
lcisco, en hvað miklu munaði vissi
eg ekki og hélt eg því að þetta úr
hagaði sér altaf eftir tímanum;
væri einhverskonar krónómeter og
að tíminn á slíku úri væri náttúr-
lega altaf réttur, hvort járnbraut-
in væri I New York, Chicago eða
San Francisco.
En veðrinu slotaði ekki. Sama
stór-hríðin, sami stór-sjórinn, og
ísinn hlóðst á skipið með hverjum
tíma sem leið. Reykháfurinn o'g
möstrin ísuð upp fyrir miðju, og
borðstokkurinn ein íshella. Hafði
eg hálfpartinn gaman að þessari
svaðilför, en sá þó á sumum and-
litunum, sem meiri reynslu höfðu
á lífinu og meiri ábyrgð, að þetta
gæti orðið okkur hættuleg för.
Fór Árni að segja mér að Amer-
íku agentinn væri orðinn hræddur.
“Svona eru allir Ameríkum'enn,”
sagði Árni. “Þeir eru hræddir við
dauðann, sérstaklega þó að þurfa
að skilja við alla peningana.”
Og Vesta 'gamla þýngdist í sjón-
umí Og dálítið var hún farin að
hallast. Fór eg þó einu sinni út
að borðstokknum að gá að hvort
hún hreyfðist nokkuð áfram, eða
hvort við værum eiginlega að
hrekja undan sjónum. Gat eg
varla séð að okkur miðaði nokkuð
áfram. Sagði eg félögum mínum
þessa frétt, en þó um leið og ver-
ið væri að höggva ísinn af borð-
stokkunum o!g dekkinu. Voru
flestir fremur alvarlegir á svip-
inn, því þett var þriðji dagurinn;
veðrinu hafði varla nokkurntím-
a slotað svo að grylti í sjóinn. En
ekki gat eg séð að Magnús væri
neitt hvítari í framan en aðrir,
og bar eg all-mikla virðingu fyrir
þessum Ameríkumanni, sem var
nú að þvælast með okkur hinum
gömlu “sjómönnum!” — langt frá
öllum sínum. Hann var svo ári
alþýðule'gur í framkomu, og ekki
vissi eg þá að hann myndi gleyma
mér svo fljótt að kannast ekkert
við mig er eg mætti honum þrem-
ur árum síðar í Winnipeg! Hefi eg
því aldrei kynst Magnúsi hér. Og
sé eg þó ekki að hann hafi haft
nokkuð til að fyrirverða sig fyrir
í mínum augum. En sleppum því.
Snemma á laugardagsmorigun
stytti upp. Veður varð alt í einu
bjart—og þá vorum við rétt að
koma inn á höfnina í Húsavík.
Birti fljótt yfir öllum á skipinu,
og í land fóru allir sem voru yfir
fimm fet! Mættum við þar Jóni
Runólfssyni, skáldi, sem þá var
heima og hafði hann verið kennari
í Grímsey um veturinn, en var
staddur í Húsavík. Þótti honum
matur í að mæta Magnúsi, enda
fóru nú flestir aftur út í skipið,
og var Jón með í förinni. Hafði
hann verið í bindindi allan þann
vetur, ekki smakkað vín, og neit-
aði strax víni en hann kom um
borð. Samt urðu úrslitin þau að
Jón fór í land um kveldið all-
hreifur. En um daginn kom Egill
gamli inn á höfnina. Hafði hann
verið úti í sama veðrinu og við
á Vestu; farið frá Seyðisfirði
kveldið eftir, og var það hrygðar-
sjón að sjá Egil gamla á annari
hliðinni, sem var nú ekki óal-
gengt með það skip, en dökkan
díl var ekki að sjá frá sjónum og
upp í masturtoppa. Lagði Egill.
á stað snemma á sunnudagsmorg-
un, eða um tveimur tímum á
undan okkur. Var nú strax talað
um að ná Agli og helzt að komast
til Akureyrar á undan honum! Var
skipstjórinn á Vestu vel til með
að reyna það, 0g nú var kynt undir
kötlunum alt hvað af tók; skipið
hristist af erfiðinu, enda hafði
tíminn á Húsavík verið * notaður
til þess að höggva mestan ísinn
af skipinu.
En Guðmundur Friðjónsson,
skáld, hafði slegist í förina á
Húsavík. Fór Magnús fram á það
að hann talaði eitthvað af viti við
okkur, og stóð ekki á því. Var
komið með dálítið eldvatn, svona
rétt til þess að hleypa fjöri í
hópinn, enda veitti ekki af, eftir
allan drungann. Kom Magnús þar
með þriggja ánsu Whisky flösku
og setti fyrir framan Guðmund,
sem nú byrjaði að leggja út af
kvæðinu “Hlaðgerður,” eftir Stef-
án G.?). Og svo mikið var víst,
að flestum þótti gaman að heyra
til Guðmundar, og tíminn leið
fljótar en eg hefði getað gert mér
vonir um, því oft hafði mér þótt
leiðin löng milli Húsavíkur og
Akureyrar. Löngunin að komast
heim til fólks mín var þá orðin
svo sterk.
Og ísinn brutum við inn Poll-
inn, og var þar múgur og marg-
menni að taka á móti okkur, því
flestir voru orðnir hræddir um
Vestu, enda var síminn slitinn á
milli Húsavíkur og Akureyrar. Og
er etta nú hálfnuð saga; og seg-
ir nú ekki meira af Magnúsi eða
'Guðmundi. En við Árni, sem nú
er smiður á Akrueyri, eigum eftir
dálítinn ferðaspotta.
Eg gekk á milli góðbúanna á
Akureyri. Allir voru þar vinir
mínir eða míns fólks. Og slík
heimboð! Það getur sá einn skil-
ið, sem þar hefir verið eða veit
hvað miklir glæsimenn Akureyr-
ingar eru—að öllum öðrum ólöst-
uðum. En eg var orðinn vanur
föstum vinnutíma í búðinni á
Seyðisfirði. Fanst mér eg verða
að komast þangað aftur sem fyrst;,
að alt væri á tréfótum í búðinni
þar sem eg væri þar ekki sjálfur!
Hver ætti annars að skera glerið?
Og allar vörurnar sem Vesta kom
með; Hver ætti, eða hver gat
komið þeim fyrir eins og eg sjálfur
gerði það?
Eg var orðinn órólegur að bíða
eftir Tryggva Kongi, sem von var
á að vestan. Og svo allar vínar-
terturnar, eplakökurnar, súkkulað-
ið og annað þungmeti var rétt um
það að hafa deyfandi áhrif á mig.
Og svo reykti eg of mikið—ekkert
annað að gera en að éta og drekka
og reykja; fara í leikhúsið, á
glímusýningar—og svo í meiri
heimsóknir.
O'g loksins kom Trygvi Kongur.
Var það all-nýlegt skip sem Túl-
inius hafði keypt, búið öllum ný-
tízku útbúnaði, eins og þá gerð-
ist. Stýrisvélin, sem þá var ó-
þekt á öðrum skipum, kom sér vel
í þeim túr sem nú var að hefjast.
En ljótar fréttir komu með
Tryggva Kongi um hafís fyrir öllu
norðurlandi. Var skift á skeytum
fram og til baka milli Kaupmanna-
hafnar 0g Akureyrar um það hvort
að skipið ætti að leggja út í ísinn.
Mamma vildi ekki að eg færi, en
við það var ekki komandi. Eg
varð að komast til baka til Seyðis-
fjarðar, annars fær alt í hundana
í Stefánsbúð! Og fólk mitt kvaddi
tíg með beztu óskum, en alvarlegt
fanst mér það vera, og reyndi eg
að sýna mömmu fram á það að
hættan væri bókstaflega engin; að
við myndum bíða í Hrísey eða
kannske á Húsavík eftir tækifæri
að komast austur um land.
En þegar við vorum að fara út
í skipið var verið að setja “hrafns-
hreiður” í fram-mastur skipsins,
nefnilega tunnu, sem var vandlega
reyrð við mastrið og til þess gerð
að þar gæti verið maður til þess
að sjá hvað væri framundan. “A
look-out”, eins og enskir segja.
Veðrið var bjart og fagurt. Eyja-
fjörðurinn tignarlegur, eins og
vanalega, sjórinn rennsléttur, og
alt leit vel út.
Þegar til Hríseyjar kom var
hann farinn að ýfast dálítið. Lág-
um við þar til snemma næsta
morguns. Var þá lagt á stað til
Húsavíkur, og komumst við þang-
að um nónið, eftir að hafa siglt í
gegn um ísbreiður mestan part
leiðarinnar. Viðstaðan varð sama
sem engin á Húsavík, því nú var
um að gera að komast út á sjóinn
við dagsbirtuna, og siglt var aft-
ur í gegnum miklar hafís-breiður
allan þann dag. Um matmálstíma
rakst skipið alt í einu á jaka. Var
það all-mikill árekstur, svo að alt
fór af borðunum, og lenti á mig
bæði bjór og sósa, sem tók nú af
gamanið fyrir mér. En Árni var
hinumeginn við borðið og slapp
við þau vandræði að þurka af sér
matinn! Allir ruku upp á dekk að
sjá hvað um væri að vera.
Og þarna mætti manni hið feg-
'ursta útsýni—ísbreiðan á allar
hliðar, eins langt og augað eygði;
sólin glitrandi á ísnum, og margir
stórir jakar innan um og saman
við smáruslið. Fór eg að !gá að
hvort ekki væru ísbirnir, en ekkert
sást til þeirra.
Áfram var haldið allan eftir-
miðdaginn, og veður var gott. En
rétt um það að við sáum land á
Sléttunni fór að hvessa. ísinn
bar nú að að norðaustan, og ekki
var um annað að gera en að snúa
við og reyna að halda vestur á
bóginn, knnske vestur um land og
svo til útlanda. Vorum við
snemma næsta morgun komin vest-
ur á Skagafjörð, en þá brejrtti
veðrinu í norð-vestur, og ísinn
kom aftur á okkur úr þeirri átt.
Voru nú góð ráð dýr, eins o!g fyrri
daginn, og enn var snúið við —
haldið austur aftur, undan ísnum,
sem nú var að kreppa illa að okk-
ur. Komumst við aftur austur
undir Sléttu skrikkjalaust, þó
altaf í ísnum, og mátti nú sjá
margann stórann jakann. En nú
hvesti aftur beint á norðan. Lág-
um við þarna undir Rauðunúpum
með tvær 70-faðma festar, sem
héldu ekki nema lítinn tíma, því
að skipið rak svo að nú var vélin
sett í ganíg. Slitnuðu þá báðar
festarnar, og vélin sett á fulla
ferð til að halda í veðrið, sem eg
held að hafi verið það afskapleg-
asta sem eg hafi séð um mína
daga — en þá hafði eg heldur
ekki reynt veðrið, sem kom næsta
'dá!g.
Einu sinni vorum við svo nálægt
Rauðunúpum, að klettana mátti
sjá beint fyrir ofan okkur—með
því að líta næstum beint upp í
loftið. Var það fremur hrikaleg
sjón, svo maður sleppi öðrum á-
hrifum sem það hafði á okkur!
Og nú slotaði veðrinu aftur
með morgninum. Héldum við því
austur að Langanesi. Var þar
aðra sjón að sjá! Ein saman-
hangandi ísbreiða var þar frá
Langanesstá 0g eins lantgt og hægt
var að sjá, og var nú veður all-
gott. Breiðan lá eftir röstinni í
norðaustur. Förum við Árni upp
á brúna og gengum þar reykjandi
um stund og athuguðum ísbreið-
una og útlitið meðan skipstjóri og
fyrsti stýrimaður stóðu í háa
rifrildi hvort leggja ætti í ísinn
þar sem hann var dálítið gresjað-
ur í sundur á Iitlu svæði fyrir
framan okkur eða að leggja til
hafs! Satt að segja vorum við
Árni hissa að þeir skyldu ekki
leggja í ísinn og komast þannig
yfir breiðuna, því þetta var ekki
meira en “kvart” míla eða svo. En
þá hefðum við komist til Seyðis-
fjarðar um miðnætti! En látum
okkur gá að því undir hvaða kring-
umstæðum þessir menn voru. Báð-
✓
ir höfðu þeir verið á brúnni næst-
um samfleytt — sitt á hvað — í
þrjá daga og þrjár nætur við ís
og ofsarok! Morguninn þennann,
eftir reynslu okkar við Rauðunúpa,
hafði skipstjórinn komið niður í
káettu með ein þrjú eða fjölgur
stór handklæði vafin um hálsinn,
auðsjáanlega veikur á sál og lík-
ama, enda var Jensen skipstjóri
óvanalega grannur fyrir danskann
sjómann, og þarna grét maðurinn
og bað til tíuðs að hann fengi
aldrei að reyna slíkt veður aftur
um æfina.
Framh.
Maður kom inn í búð og spurði:
—Hvað kostar tóm flaska?
Tíu aura—en ef eitthvað er
látið í hana kostar hún ekkert.
—Látið þá tappa í hana.
Ástandið í Asíu
Álitið á hvítum mönnum fer þverr-
andi—en vestræn menning
ryður sér til rúms.
Eftir LOTHOP STODDARD
Það er ekki nema svo sem manns
aldur síðan hvítir menn réðu lög-
um og lofum í Austurlöndum. En
vald í Austurlöndum byggist á því
að viðkomandi hafi álit á sér, hafi
“svip”, eins og Kínverjar segja.
En þegar Japanar unnu sigur á
Rússum, minkaði mjög álitið á
hvítum mönnum. Og þegar vest-
rænu þjóðunum lenti saman í
stríðinu mikla, þá mistu þær allan
“svip” í augum Austurlandabúa.
Síðan stríðinu lauk hafa vest-
rænu þjóðirnar (þar á meðal Am-
eríkumenn) verið á sífeldu undan-
haldi. Aðallega er það þannig, að
álit þeirra hefir farið minkandi
o!g jafnframt hafa þær verið að
missa tökin á Austurlandaþjóðum.
í Indlandi, á Fillipseyjum og Aust-
ur-Indium eru hvítir menn enn
ráðandi að nafninu til—en hafa
hvergi nærri þau völd, sem þeir
höfðu áður.
Fram að þessu hefir þetta und-
anhald gengið bærilega fyrir
hvítu mönnunum, því að þeir hafa
haft nógu mikið hervald til þess
að halda þjóðunum í skefjum. En
hvað verður langt þangað til meg-
inflóttinn brestur í liði þeirya?
Seinustu tvö árin hafa áhrif
vestrænna þjóða farið nljög mink-
andi í Austurlöndum. Viðskifta-
kreppan og pólitískar deilur hafa
hamlað vestrænu þjóðunum frá
því að grípa rækilega í taumana út
af óeyrðum þar eystra. Eða skyldi
hinum þrautpíndu brezku skatt-
þefgnum vera mjög í mun, að
greiða kostnað við það að senda
brezkan her til Kína? Og hvað
myndu amerískir borgarar segja
um að senda þangað Bandaríkja-
her? Það mun hver þykjast hafa
nóg á sinni könnu.
Það þýðir ekki annað en kannast
við þetta, því þetta er Austur-
landabúum full ljóst. Og það er
þess vegna að Japanar þykjast
mega gera hvað sem þeim sýnist í
Kína. Og það er þess vegna að
Hindúar og Fillipseyjabúar gera
æ háværari kröfur um fullkomið
sjálfstæði.
En ef hvítu mennirnir sleptu
höndúnum af þessum þjóðum —'
myndi þá ekki fara svo, að það
kæmist á grimdarfult einveldi,
eins og áður var? Tæplega. Aust-
urlandaþjóðirnar eru gjörbreyttar,.
þær hafa smitast af vestrænni
menningu. Þó að þær sparki hvít-
um mönnum á dyr, munu þær
halda siðum hvítra manna. Vest-
rænar hugsjónir, aðferðir, venjur
og smekkur hafa fest svo djúpar
rætur hjá Austurlandabúum, að
þeim verður ekki kipt upp. Og
enginn efi er á því, að ein af
ástæðunum til þess óróa, sem nú
er um öll Austurlönd, stafar af
því að íbúarnir hafa drukkið í sig
vestrænar skoðanir um meira
frjálsræði og betri lífskjör.
Að vísu eru þ^ð margir þjóð-
ræknir Austurlandabúar, sem
harma það hverni'g komið ei'. Og
það er þess vegna að Gandhi og
Tagore geta eigi fremur vanið
þjóð sína af vestrænum siðum,
heldur en kerling gæti stöðvað
flóð með sófli sínum. Konur, sem
hafa vanist á það að nota sauma-
vél, fara ekki að taka upp beinnál
aftur. Menn, sem háfa vanist á
að ferðast með járnbrautum og
bílum, vilja ekki ferðast í uxakerr-
um. Og um ungu stúlkurnar er
það að segja að þær eru nú
sloppnar undan heimilisaganum og
farnar að fara á Bíó með ungu
piltunum. Reynið að banna þeim
það!
Nei. En á meðan Gandhi berst
fyrir því að leysa þjóðina undan
ánauðaroki hvítu mannanna, þá
fylgir æskan honum einhuga,- En
ætlaði hann í alvöru að fá hana
til þess að lifa eftir kenningum
sínum, þá myndi hún blátt áfram
segja honum a§ hann væri orðinn
elliær.
Aðrir austurlenzkir umbóta-
menn vilja að þjóðirnar tiieínki
sér það, sem bezt er í vestrænni
menningu og samræmi það því,
sem bezt er í austrænni menningu.
—Halda þeir því fram, að þá geti
hverjum manni liðið vel. En sá
er hængur á, að austrænu þjóð-
irnar geta ekki tileinkað sér vís-
indi vor og uppgötvanir, nema því
aðeins að tileinka sér um leið siði
vora, smekk 0g skoðanir — bæði
illar og góðar.
Japanska þjóðin er ljóslifandi
dæmi þessa. Hún hefir öllum
Austurlandaþjóðum fremur til-
einkað sér vestræna menningu. En
sú hefir orðið afleiðingin, að “hið
gamla Japan” er horfið úr sög-
unni. Kirsuberjatrén eru þakin,
af sóti úr reykháfum verksmiðj-
anna og blóm þeirra fölna og
visna af hitanum frá járnbræðslu-
ofnum.
Þessi breyting hefir gerst alveg
þegjandi, en það er vegna þess, að
Japanar voru lang hæfastir allra
Asíuþjóða til að tileinka sér vest-
ræna menningu. Þeir voru eina
þjóðin, sem hafði sanna þjóðern-
iskend, samtengda brennandi ætt-
jarðarást og óbifanlegri sjálf-
stjórn.
En þrátt fyrir það hefir breyt-
ingin valdið mörgum vandkvæðum.
Það hefir orðið dýrara að lifa í
landinu, stéttadeilur hafa risið
upp og vinnúdeilur meðal öreiga-
stéttarinnar, sem vinnur í verk-
smiðjunum. Efast því sumir um
öryggi Japans í framtíðinni. Bylt-
ingahugur hefir gripið um sig,
eigi aðeins meðal almúgans, og
eftir því, sem þjóðin semur sig
meir að vestrænum siðum, því
meira ber á þreytu hjá henni.
En sé það erfitt fyrir jafn skipu-
lagsbundna þjóð og Japana að
halda jafnvæginu, hversu miklu
örðugra mun það þá ekki veitast
öðrum Asíuþjóðum. í Kína má sjá
Ijós dæmi þess hvernig fara mun
víða. Stjórnarbyltingin, sem gerð
var fyrir tuttugu árum, þegar
Manchu-keisaraættinni var steypt
af stóli og hið gamla keisararíki,
sem var langt á eftir tímanum, var
gert að svokölluðu lýðveldi, braut
það mót, sem þjóðin hafði legið í
um aldaraðir. Það var eigi aðeins
stjórnarfarsleg bylting, heldur
einnig gjörbylting á sviði fjár-
mála, þjóðskipulags og menningar,
enda tók ríkið þá að liðast sundur.
—-Á þessu hefir nú gengið síðan
og þetta heldur áfram þangað til
Kína hefii;.gengið í gegnum hreins-
unareld vestrænnar menningar.
Þess verður að gæta að í Asíu
(að Japan undanteknu) er það til-
tölulega lítill hópur yfirstéttar,
sem ræður lögum og Iofum. Undir
hana er múgurinn gefinn, ógur-
lega fátækur og fámunalega óupp-
lýstur, og hefir enga hugmynd um
sjálfstjórn né stjórn á sjálfum
sér. Það er því ekki við góðu að
búast ef bylting verður, yfirstétt-
inni steypt og múgurinn á að ráða.
Það yrði slíkt kafhlaup fyrir þjóð-
ina að hún kæmist ekki úr því
feni aftur fyr en eftir mörg, mörg
ár.
En það er ljóst hverjar afleið-
ingar þetta getur haft fyrir vest-
rænu þjóðirnar. Þær biljónir af
fé, sem Bandaríkin og Evrópu-
þjóðir hafa fest í Austurlöndum,
myndu þá ekki vera lúsamulnings
virði. Hin mikla verzlun við
Austurlönd myndi og hverfa að
mestu leyti úr sögunni. Það
myndi vera loku skotið fyrir það
að vér gætum fengið ýmsar hrá-
vðrur, sem eru lífsnauðsyn fyrir
margar iðnaðargreinar vorar. Og
hver getur gizkað á hverjar póli-
tízkar afleiðingar þetta getur
haft? Þegar hálfur heimurinn og
meira en helmingur mannkynsins
byltist þannig í vitfirringsæði,—
skildi það ekki bitna á þeim, sem
fyrir utan eru?
Það er svo sem öld síðan að
vestrænir kaupmenn og trúboðar
hófu vestræna vakningu meðal
hinna sofandi Asíuþjóða. En þá
grunaði sízt hve stórkostlegar af-
leiðingar af því yrðu. Austur-
lenzki jötuninn er vaknaður að
lokum. Hann hefir sýkst af vest-
rænni menningu, og hann getur
ekki sofnað aftur. Og það er eng-
inn efi á því, að vér munum hafa
margar andvökunætur út af
vér vökíum nann.—xæsb.