Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. FERRÚAR, 1933
Úr bœnum og grendmni
Skuldarfundur á hverju föstu-
dagskvöldi.
GuÖsþjónusta á Gardar swnnu-
daginn 26. febr. kl. 2 e. h.—Allir
velkomnir.
Athygli skal hér meÖ leidd að því,
aö Dr. K. J. Backmann, hefir flutt
lækninga stofu sína frá 307 Mc-
Arthur Bldg. til 703 í sömu bygg-
ingu. Hefir hann nýverið gengið í
félag við Dr. S. C. Peterson, sænsk-
an læknir, er gegnt hefir lækning-
um hér í borg síðastliðinn aldar-
fjórðung. Símanúmer Dr. Back-
manns, er 96731.
Séra Jóhann Friðriksson var
staddur í borginni um miðja vik-
una sem leið. Hann var á leið til
Botteneau, N. Dak., þar sem hann
gerði ráð fyrir að verða svo sem
mánaðar tíma.
Mrs. D. R. McLeod frá Selkirk,
Man., var stödd i borginni nokkra
daga í vikunni sem leið.
Átta herbergja hús, að 619 Victor
St. er til leigu fyrir aðeins $35.00 á
mánuði.
Athygli er hér með dregin að
hockey samkepni þeirri, sem fram
fer í Olympic skautaskálanum hér í
borginni á laugardagskveldið í þess-
ari viku og mánudagskveldið í næstu
viku, og sem auglýst er á öðrum
stað í blaðinu. Verða þar einir átta
flokkar, sem keppa hver við annan
um sigurmerkið, sem Þjóðræknis-
félagið eitt sinn gaf til slíkrar sam-
kepni. Má búast við, að þar verði
vel leikið og knálega sótt og varist.
AUar nauðsynlegar upplýsingar
þessari samkepni viðvíkjandi, eru
að finna í fyrnefndri auglýsingu.
Mr. J. J. Bíldfell kom til borgar-
innar á laugardaginn frá Detroit,
þar sem hann hefir verið síðan fyrir
jólin.
Embœttismenn “Skuldar” (
3. febrúar síðastliöinn, setti um-
boðsmaður stúkunnar, G. M.
Bjarnasop eftirfylgjandi í embætti:
Æ.T.—Ásbjörn Egger{sson,
V.T.—Mrs. Gunnl. Jóhannsson,
KAP.—Mrs. A. Johannesson,
RITARI—Gunnl. Jóhannsson,
F. R.—Stefán Baldvinsson,
GJ.—Helgi Johnson,
G. U.T.—Mrs. Friðriksson,
D.—Mrs. S. Guðmundsson,
A.D.—Mrs. G. Brandson,
V.—Friðbj. Sigurðsson,
Ú.V.—Hannes Gunnlaugsson,
Skrásetjari—Th. Thordarson,
Spilari—Hermann Eyford,
F.Æ.T.—Guðm. Thordarson.
G. J.
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega á þessum stöðum í Gimli
prestakalli næsta sunnudag, þ. 26.
febr., og á þeim tima dags er hér
segir: í gamalmennaheimilinu Betel
kl. 9.30 f.h., og í kirkju Gimli safn-
aðar kl. 3 síðdegis. Ársfundur
safnaðarins strax á eftir. Beðið er
um að fólk fjölmenni.
í fréttabréfi frá Betel, rétt nýlega
hér í blaðinu, er minst á yfirmat-
reiðslukonuna þar og hún nefnd
Guðbjörg, en heitir Guðríður—Miss
Guðríður Sveinsson. Er hún systir
þeirra velþektu bræðra, Þorsteins
bónda Sveinssonar, í Argyle bygð,
og Sveins Sveinssonar, er lengi átti
heitna hér í borg, en býr nú á landi
skamt suðvestur af Árborg. Er
þessi leiðrétting á nafni Miss
Sveinsson gerð hér með, samkvæmt
tilmælum fréttaritara vors.—
Fiskiveiðaskrifstofa stjórnarinn-
ar, sem Capt. J. B. Skaptason veitir.
forstöðu, og sem verið hefir í Sel-
kirk, var í haust flutt til Wjnnipeg
og er nú í Room 46 Legislative
Building. Þar er Capt. Skaptason
að finna og þangað geta menn skrif-
að honum.
Ræða sú hin athyglisverða, er
Einar S. Jónasson, þingmaður,
Gimli kjördæmis, flutti í fylkisþing-
inu daginn eftir þingsetninguna,
birtist í íslenzkri þýðingu í næsta
blaði eftir Einar P. Jónsson.
G.T. Spit og Dans á hverjum
þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent
Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8 að
kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra.
Þrenn verðlaun fyrir konur og
þrenn fyrir karla: $5; $2; $1.
Vinnendur þessa viku: Miss Lillian
Eyjólfson, Mrs. Guðrún Stefánsson,
Mrs. Wragge, Mrs. Speckitt, Mr.
J. Magnússon, T. McGroarty, R.
Sarraiilo, E. G. Warrington.
Kristján Sæmundsson, 58 ára að
aldri, andaðist að heimili sínu í Sel-
kirk, Man., á laugardaginn var eftir
skamma legu. Hann hafði um langt
skeið átt heima i Selkirk. Hinn
vinsælasti maður og mikils metinn
af öllum, sem hann þektu. Hann
lætur eftir sig ekkju og f jögur börn,
öll uppkomin.
Eins og á undanförnum árum,
ætlar kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar að halda almenna samkomu
til að minnast afmælis elliheimilisins
Betel. Verður samkoman haldin í
Fyrstu lútersku kirkju á fimtudags-
kveldið í næstu viku, hinn 2. marz.
Er kvenfélagið nú að undirbúa
hana og verður sérlega vel til henn-
ar vandað. Hafa þessar afmælis-
samkomur elliheimilisins jafnan ver-
ið mjög vel sóttar, og hefir fólk með
því, eins og á svo margan annan hátt,
sýnt góðvild sina til hinnar afar
vinsælu stofnunar, Betel. Skemti-
skráin verður auglýst í næsta blaði.
Mr. Halldór Stefánsson frá Cy-
press River, Man., var staddur í
borginni fyrripart vikunnar.
Þjóðræknisþingið var sett í Good-
templarahúsinu á Sargent Ave. hér í
borginni i gær, miðvikudag, af for-
seta Þjóðræknisfélagsins, Mr. J. J.
Ríldfell. Á fimtudagskveldið held-
ur deildin Frón sitt Islendingamót.
fá
0
fá
0
s
0
fá
0
fá
0
fá
■É
Burn Coal and Save Money
Per Ton
BEINFAIT LUMP $ 5.50
DOMINION LUMP 6.25
REGALLUMP 10.50
ATLAS WLDFIRE LUMP 11.50
WESTERN GEM LUMP 11.50
FOOTHLLS LUMP 13.00
SAUNDERS CREEK “Big Horn” Lump 14.00
WINNIPEG ELEC. KOPPERSCOKE 13.50
FORD OR SOLVAY COKE 14.50
CANMORE BRIQUETTES 14.50
POCAHONTAS LUMP 15.50
MCpURDY QUPPLY f0.1 TD.
Vx Builders’ |3 Supplie* V/and JLj Coal
* Offlce and'Yard—1 36 PORTAGE AVENUE EAST
94 300 - PHONES - 94 309
s
0
s
0
s
0
s
0
s
0
s
Jón Sigurdson Chapter
I.O.D.E.
Jóns Sigurðssonar félagið hefir
verið starfandi í seytján ár og unnið
margt til gagns þjóð sinni og ein-
staklingum. Sérstaklega hafa það
verið heimkomnir hermenn, sem það
hefir reynt að hjálpa og gleðja,
vitja þeirra er þeir hafa.legið sjúkir
á sjúkrahúsum bæjarins.
Minning fallinna hermanna heiðr-
aði það með vandaðri bókar útgáfu
er sýndi myndir og gaf æfiágrip
allra, er tóku þátt í stríðinu mikla.
Margur hefir sagt að það væri
sín kærasta eign og að það verk
verði metið betur og betur eftir því
sem árin líða.
Það hefir líka hjálpað unglingum,
sem hafa orðið fyrir slysum, til
náms, svo að þeir hafja verið sjálf-
bjarga í lífinu.
Ennfremur veitir það tillag til
I.O.D.E. War Memorial Fund. Eins
og kunnugt er, þá er styrkur (scho-
larship) veittur árlega úr þeim sjóði
ýmsum börnum fallinna hermanna,
er skarað hafa framúr í hærri skól-
um þessa lands, og þeim á þann hátt
veitt tækifæri að ná enn hærri ment-
un( og enn mætti margt fleira upp
telja.
Nú eru ný áramót og dugar ei
aðeins að horfa yfir farinn veg, því
þessir yfirstandandi hörðu tímar
krefjast atorku og samvinnu til
framkvæmda—að reyna að bæta böl
þeirra, sem bágt eiga, eftir fremsta
megni.
Líka hefir framkvæmdarnefnd
félagsins látið í ljósi áhuga sinn fyr-
ir að saga íslenzkra frumbyggja
þessa lands verði skrifuð og minn-
ing þeirra heiðruð sem bezt.
Með auknum starfskröftum er
margt hægt að vinna til að greiða
veginn yfir örðugasta hjallann.
Konur, leggið liönd á verkiö og
komið á næsta fund félagsins,
þriðjudaginn 7 marz þ. árs að heim-
ili Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning
St., kl. 8 að kvöldinu.
20. marzs er afmælishátíð félags-
ins og hefir það í hyggju að hafa
eitthvert gleðimót þann dag, sem
verður frekar auglýst síðar.
I framkvæmdarnefnd voru kosn-
ar:
Heiðursforseti, Mrs. B. J. Brand-
son; Vara-forseti, Mrs. Thor. Borg-
ford; Forseti, Mrs. J. B. Skapta-
son; ist, Vara-forseti, Mrs. Bertha
Thoj-pe; 2nd, Vara-forseti, Mrs.
Gróa Brynjólfson; Skrifari, Mrs.
Jakob Kristjánsson; Féhirðir, Mrs.
P. S. Pálsson: Skrifari “Echo”,
Mrs. Roger Johnson; Merkisberi,
Mrs. E. Hanson.
Meðráðanefnd:— Mrs. S. Jacob-
son, Mrs. J. Olafson( Mrs. H. G.
Nicholson, Mrs. P. J. Sivertson,
Mrs. J. S. Gillis.
Gyðingur, sem heitir Nathan(
keypti um daginn hálsmen af fá-
tækri stúlku í London. Hann keypti
það fyrir gullverð þess. En er hann
fór nánar að athuga dálitla perlu,
sem var í meninu, kom í ljós að perl-
an ein var 20,000 króna virði. Og
nú er gyðingurinn dauöhræddur um
að fátæka stúlkan komi aftur og
heimti að hann greiði sér andvirði
perlunnar.
WONDERLAND
__ THEATRE
' Föstudag og laugardag
Feb. 24-25
“I AM A FUGITIVE
FROM A CHAIN GANG”
PAUL MUNI
Mdnudag og þriOjudag
~ Feb. 27-28
‘BILL OF DIVORCEMENT’
JOHN BARRYMORE
Miðvikudag og fimtudag
Mar. 1-2
“CABIN IN THE COTTON”
RICHARD BARTHELMESS
Open every day at 6 p.m.—Saturdays
1 p.m. Also Thursday Matlnee.
Fimtugaáta ársþing
Stórstúku Manitoba og The North
West I.O.G.T. var háð í Góðtempl-
arahúsinu við Sargent Ave. s.l. mið-
vikudag og fimtudag. Var þingið
allvel sótt, fuHtrúar mættir frá stúk-
unum í Selkirk og Árborg og ung-
lingastúkunum í Gimli og Árborg,
auk fulltrúa og félaga frá stúkunum
hér í bænum og flest allra embættis-
manna stórstúkunnar. Þingið var
samhuga um að vegna heimskrepp-
unnar og örðugrar afkomu almenn-
ings bæri nú brýnni nauðsyn til en
nokkru sinni fyr að starfa af alhug
að útbreiðslu bindindis og reglu-
semi í hvivetna. Var framkvæmdar-
nefndinni falið að beita sér fyrir út-
breiðslu reglunnar af alefli og er
óhætt að treysta henni til þess að
liggja ekki á liði sínu í því efni.
I framkvæmdarnefnd voru kosn-
ir og settir inn fyrir komandi ár:
A. S. Bardal, stórtemplar; H. I.
Gíslason, St. Kanslari; Dr. S. J. Jó-
hannesson, St. Ritari; Miss G.
Gunnarson, St. V. T.; G. M.
Bjarnason, St. Gjk.; Mrs. L. Thom-
sen, St. Dróttseti; Mrs. G. M.
Bjarnason, St. Fræöslustjóri; Mrs.
Christiana O. L. Chisswell, St. G.
M. Ungtemplara; S. Paulson, St. G.
M. Löggjafarstarfs; Mrs. R. Erick-
son, St. Kap.
Aðrir embœttismenn:
G. J. Johannsson, A. St. Ritari;
Mrs. Magnusson, A. Dróttseti, John
Lucas, St. V.; A. Bardal, Jr. St'. S.
Mælt með sem umboðsmanni Há-1
templars H. Skaftfeld og hefir
hann einnig sæti í framkvæmdar-
nefndinni.
Allir eru embættismennirnir bú-
settir i Winnipeg nema St. Kanslar
H. I. Gíslason, sem býr í Árborg,
Man. og St. Gæslukona. Ungtempl-
ara Mrs. Chisswell er býr að Gimli,
Man.
Blaðanefnd.
Seytján ára súlka framdi um dag-
inn sjálfsmorð i París með þeim
hætti að varpa sér út um glugga á
8 hæö. Ástæðan var sú, að for-
eldrar hennar neituðu henni um leyfi
til þess að gerast kvikmyndaleik-
kona. \
J Chicago veröur bráðlega efnt til
samkepni í kjaftæði. Keppendum er
ætlað að tala i 130 klukkustundir,
eða 5 sólarhringa, með aðeins hálfr-
ar stundar hvíld tvisvar á dag. Það
er ekki öll vitleysan eins.
WW HERE IS A JOB
Knergetic, aggressive men anywhere in the U.S. can build up a new,
depression-proof line of business as Exterminators, handling the
G.T.A. (Gets Them All) Rat, Mouse and Roach Preparation and the
G.T.A. liquid Insecticides, which are now the best known ejctermina-
tion preparations in the North-Western States. G.T.A. is the ONLY
preparation of its kind that is fully guaranteed to do the job and do
it right every time, and it is sold on a "Money Back” guaranty. Steady,
increasing demand makes it necessary for us to get men who are
responsible and ready and willing to build up their own buslness, and
we are placing this AD with the Logberg to give our own countrymen
a chance.
We advertise in national trade journals—and that helps you! Do
not write unless you mean business.
Athelstan Products Co.
2909 WBST 48TH STREET, MINNEAPOLIS, MINN.
A Dislributor for Canada Wanted
Icelandic Hockey Competition
SAT., FEB. 25, 1933 AND MON., FEB. 27, 1933
AT OLYMPIC RINK (Main & Church)
Eight Teams are Entered.—Draw as Follows:
Saturday, Feb. 25, 1933—
6.00 o’clock p.m.-—Falcons vs Wpg. Morning Glories
7.30 o’clock p.m.—Lundar vs Wpg. Pla-Mors
9.00 o’clock p.m.—Selkirk vs Gimli
10.30 o’clock p.m.—Glenboro vs Arborg.
Monday, Feb. 27, 1933—
All winners play again. Semi-finals and Finals.
First game at 7 o’clock p.m. Admission 25c. Children lOc
ALMENNUR FUNDUR
verðttr haldinn í
GOODTEMPLARAHÚSINU, (efri sal)
þann 1. marz 1933, byrjar kl. 8 e.m.
Fyrir fundinum liggur:
1. Að taka við skýrslum íslendingadagsnefndarinnar fyrir
árið 1932.
2. Að ráðstafa íslendingadagshaldinu á þessu ári.
3. Að kjósa sex menn í nefndina til tveggja ára.
Fjölmennið !
G. P. MAGISÚSSON, ritari nefndarinnar.
BÓKBAND! BÓKBAND!
Bækur halda sér aldrei tii lengdar nema því aðeins, að
þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af hendi
greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði.
The Columbia Press Limited
695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man.
Dýrt frímerki
Fyrir nokkrum árum fann dreng-
ur í Georgetown í Bandaríkjunum
frímerki í rusli og hirti það. Þetta
var 1 cents frímerki frá brezku
Guayana, eitt af þeim fyrstu, sem
gefið var út. Eftir nokkur ár seldi
drengurinn frímerkið fyrir $1.50, en
sá sem keypti, seldi það aftur Thom-
as Ridpath í Liverool á Englandi,
fyrir 600 dollara. Ridpath átti frí-
merkið aðeins skamma hríð og seldi
það svo fyrir 700 dollara.
Eftir stríðið hækkuðu sjaldgæf
frímerki mjög í verði og þá var
þetta frímerki selt á uppboði fyrir
32,500 dollara. Kaupandinn var
Arthur Hinds í New York. Nú er
það virt á 50,000 dollara.
TARAS HUBICKI l.a.b.
VIOLINIST and TEACHER
Recent violin Soloist, broadcasting
over W.B.B
Appointed Teacher to
ST BOINFACE COLLEGE
ST. MARY’S ACADEMY
HUDSON BAY CO., Music Dept.
Studios HUDSONS BAY STORES
4th floor
Þurfið þér
að Iáta vinna úr ull?
Ef svo er, þá kaupið ullar og
stokkakamba á $2.25 og $3.00
B. WISSBERG
406 Logan Ave., Winnieg, Man.
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave„ Winnipeg
GREAT WEST EIFE
PRESENTS STRONG
REPORT
The fortieth annual report of The
Great-W'est Life Assurance Com-
pany published in this issue by Mr.
B. Dalman local representative re-
veals a year of progress.
During its forty years of life in-
surance service the Company has
had an unparalleled record of
growth. The insurance in force is
over $580,000,000 while the assets
have increased to over $135,000,000.
Nevv business for the year amount-
ed to over $46,000,000.
An encouraging feature of the re-
port of the General Manager, Mr.
C. C. Ferguson was the announce-
ment of increased profits to policy-
holders in 1933.
íslenska matsöluhúsið
par »em íslcndlngar I Wlnnipeg og
utanbæjarmenr. fá. sér málUOir og
kaffi. Fönnukökur, skyr, hanglkjö*
og rflllupylsa & taktelnum.
WEVEL CAFE
892 SARGENT AVE.
Slmi: 37 484
RANNVEIG JOHNSTON, elgandl.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annaat grelCIega um alt, sem a* -
flutningum lýtur, smáum eöa stör- I
um. Hvergi sanngjarnara verO.
HeimlU: 762 VICTOR STREET
Sfmt: 24 500
CARL THORLAKSON
úrsmiður
Q27 Sargent Ave„ Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
Announcing the New and Better
MONOGRAM
LUMP . $5.50 Ton
COBBLE . $5.50 Ton
STOVE ..... $4.75 Ton
Saskatchewan’s Best
MINEHEAD
LUMP ........ $11.50 Ton
EGG ......... $11.50 Ton
PREMIER ROCKY MOUNTAIN
DOMESTIC COAL
Wood’s Coal Company Limited
590 PEMBINA HIGHWAY
45262 PH0NE 49192
WEST END BRANCH OFFICE (W. Morris)
679 Sargent Ave.—Phone 29 277