Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR, 1933 Bls. 5 “ íKóttaféhgiö sieipnir, og í Haldór Hansen dr. med sioast íþrottafelagio Falkana. _______ Jack Snydal Okkur hefir ööruhvoru undan- farin ár, veriÖ aÖ lierast til eyrna sagnir um unga og efnilega íslend- inga, sem getið hafa sér góÖan orös- tír á ýmsum sviöum í hérlendu þjóð- lifi. Er það ávalt öllum þjóðrækn- um mönnum gleðiefni. Og það eru efalaust margir menn og konur af íslenzku bergi brotin, sem rutt hafa sér brautir til frægðar og frama, án þess að nokkuð hafi verið eftir þeim tekið rneðal íslendinga, sem stafar eðlilega af því, að starfssvið þeirra er mest meðal enskra út uin bygðir og borgir þessa lands. En þeir eru engu að síður góðir íslendingar fyr- ir því og gjöra þjóð sinni og þjóöar- broti óbeinlínis mikinn sóma, þó ekki hafi þeir hátt um sig innan vé- banda íslenzks félagsskapar. Mig langar til að geta hér eins landa okkar, sem ekki hefir mikið verið ritað um, en hefði þó átt skil- ið að hans hefði verið getið fyrir löngu síðan í íslenzkum blöðum. Hann hefir að vísu ekki tekið mik- inn þátt í íslenzku félagslífi hér og stafar það af því, að hann hefir haft svo mörgum og mikilsverðum störf.um að gegna í þágu þess fé- lags, sem hann hefir starfað fyrir i mörg ár. Þó má geta þess að hann hefir fylgst vel með íþróttalífi ís- lendinga hér í borg og hlynt að því, stutt það og hvatt með ráðum og dáð, frá því það var. stofnað. Fyrst Falcon Hockey leikarana 1920, síð- Þessi dugandi landi vor, sem unnið hefir sig upp í ábyrgðarmikla stöðu hér í álfu, er Mr. Jack Sny- dal. Hann er fæddur að Boundary Creek, eða Winnipeg Beach, sem nú er. Hann byrjaði sína lífsbraut með því að gjörast verslunarþjónn i Argylebygð, eftir að hann hafði lok- ið skólanámi. Og var hann við þau störf, þar til að hann gjörðist versl- unar erindreki frá Winnipeg. Hefir hann nú haft þann starfa með hönd- um í 25 ár, og 17 ár af þeim, hefir hann unnið fyrir hið velþekta verk- færa-félag John Deere Plow Co. og er hjá því enn. í samfleytt 12 ár hefir Jack Sny- dal verið fulltrúi fyrir North-West Commcercial Travellers’ Associa- tion félagið og starfað í því með dugnaði og áhuga og unnið sér traust og hylli hjá meðráðendum sínum. Hann var kosinn forseti þessa félags árið 1922 og tvisvar hefir hann verið endurkosinn síðan. Hann er sá ein af öllum félagsmönn- um i Norðvestur Canada, sem þeir hafa valið til forseta, og sá eini ís- lendingur, sem þeir hafa i ráðadeild íélagsins. Síðastliðinn desember var Jack Snydal endurkosinn í ráða- deild þessa félags, og þg. með svo miklum meirihluta að fáir í for- stöðunefnd þessa félags hafa áður fengið jafn mörg atkvæði. North West Commercial Travel- lers’ Association er talið að eiga eignir upp á $1,338,000 og hefir i varasjóði $160,000. Aðal skrifstofa þess er í Winni- peg í Travellers’ Hali við King St. og Bannatyne. Það hefir útibú i öllum stórborgum vesturlandsins og telur yfir 5,700 meðlimi. í Eitt markmið þessa mikla félags- skapar er að hlynna að öllum versl- tmar erindrekum og fjölskyldum þeirra. Fimmtíu ára afmæli sitt hélt N.W.C.T.A. félagið í haust er leið, fyrstu vikuna eftir að nýja sýning- arhúsið var opnað (Auditorium). Þar hafði félagið iðnaðarsýningu fyrir Canada i heila viku og var sú sýning félaginu til stórsóma og 'og heiðurs. Reykjavík 29. jan. Doktorspróf Haldórs Hansens fór fram í gær í neðrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Er það hvort- tveggja að doktorspróf eru hér ekki á hverjum degi, cnda var salurinn troðfullur af áheyrendum og sval- irnar af stúdentum. Athöfnin hófst kl. 1 og stóð í fullar 4 klst. Próf. Guðm. Hannes- son stýrði henni, vegna þess að Jón Hj. Sigurðsson, deildarforseti, var annar af andmælendum. Um leið og hann setti samkomuna gat hann þess að þetta væri fyrsta doktorsritgerð í læknisfræði, sem háskólanum hefði borist. Þá tók doktorsefnið til máls og sagði frá tildrögum bókar sinnar. Hafði hann skömmu eftir próf tek- ið að stunda sérnám í meltingar- kvillum erlendis, og rak sig þá fljót- lega á þaS, að margt var enn á huldu í þessum fræðum og orsakir margra meltingarsjúkdóma lítt þektar. Vaknaði þá hjá honum sterk löngun til þess að reyna að ráða einhverja af þessum ráðgátum. Hefir þetta ekki gengið úr huga hans síðan og orðið tilefni til doktorsritgerðar hans. Þá tók próf. Jón Hj. Sigurðsson til máls. Lýsti hann fyrst allítarlega efni bókarinnar og þarnæst rakti hann hvert atriði eftir annað^ sem honum þóttu að einhverju leyti at- hugaverð. Hann kvartaði meðal annars yfir þvi, að bókin væri ó- þarflega langdregin og erfið aflestr- ar, að registur fylgdi ekki, en sér- staklega þótti honum höf. of trú- aður á berklaveikina sem aðalorsöl^ þessa kvilla. Væri ekki laust við, að hann kæmi fram sem málafærslu- maður fyrir sinni skoðun. Var þetta langt og skörulegt erindi, en marg- brotnara en svo, að hér verði nánar frá þvi sagt. Næst tók doktorsefnið til máls, svaraði aðfinslum próf. J. Hj. S. og færði rök fyrir sinu máli. Var það ekki annara en lækna að leggja nokkurn dóm á deilu-atriðin, enda um “myrkan skóg að villast.” Þá tók Guðm. Thoroddsen til máls. Hann hagaði máli sínu á þann veg, aö hann tók flesta aðalkafla bókarinnar hvers fyrir sig og lagði jafnframt spurningar fyrir doktors- efnið, eða bað um frekari upplýs- ingar um vafaatriði. Svaraði dokt- orsefnið jafnóðum. Nú var það bæði, að bókin var löng og efnið margbrotið, enda var þetta löng við- ureign. Þó bæði J. Hj. S. og G. Th. hefðu ýmislegt að athuga við mörg atriði, þá lofuðu þeir höf. fyrir áhuga hans, dugnað og lærdóm. Að lokum þakkaði doktorsefnið fyrir góð orð í sinn garð og óskaði háskólanum alls góðs gengis. G. H. mælti síðast nokkur orð. Kvað hann bók H. H. vera “Mene tekel” fyrir ísl. lækna og sýna hvaS þeir gætu gert þrátt fyrir alt ann- ríki, að hún væri háskólanum til sóma en ómissandi handbók fyrir alla lækna, hér og erlendis, sem fást við þessi efni. Afhenti hann síðan Halldóri Hansen doktorsskjalið. —Mbl. Hringur leikmœrinnar Fyrir nálega fjórum árum kom Jósefína Baker, svertingjadansmær- in alkunna—eða alræmda—til Buda- pest, og lagði þá alla höfuðborgina fyrir sínar svörtu fætur. En skömmu eftir að hún var farin kom þarna annar svertingi í heimsókn. Það var dansmærin Saddie Kop- kins og sýndi hún sig í drykkjukrá einni og híaut engu minni almenn- ingsfrægð en Jósefína. Ekki leið á löngu þangað til vellauðugur kaup- maður töfraðist að íegurð svertingj- ans og gerðist alúðarvinur hennar. En kaupmaðurinn var ferðantaður frá Berlín og varð að .hverfa heim til sín, þegar mesta ástarvíman var rokin af honum. Áður en hann skildi við þá svörtu gaf hann hénni hring með dýrindis steini í. Saddie Hopkins grét og hló samtímis, þeg- ar hún skildi við manninn og tók við hringnum—yfir manninum sem hún hafði mist, og hringnum, sem hún hafði fengið. En svo leið og beið þangað til hún varð að fara frá Búdapest. Þeg- ar hún var að koma fyrir pjönkum sínum varð hún þess vör, að hring- urinn dýri var horfinn. »Allstaðar var leitað og rannsakað. Margir lög- regluþjónar voru kvaddir á krána, sem hún hafði verið á, en þeim reyndist ómögulegt að finna hring- inn, eða gera grein fyrir hvarf i hans. veslingurinn. Nokkru seinna var hún svo ráð- in til þess, að sýna listir sínar á sömu kránni. Fyrsta kvöldið, sem hún dansaði, sendi gömul þvotta- kona þar í húsinu dansmærinni boð um, að hana langaði til að tala við hana undir f jögur augu. Saddie gat ekki skilið, hverju þetta sætti, en fór samt til þvottakonunnar. Og hver getur lýst gleði Saddie, þegar kon- an heldur hring á lofti upp að nef- inu á henni og segist hafa fundið hann í einni stúkunni í kránni. Hún hafði fundið hann eitt kvöldið, sem svarta dansmærin sýndi listir sínar þar fyrrum, og ætlaði að fá henni hann þá þegar, án votta, en ekki get- að fengið tækifæri. Hún hefði beð- ið og biðið og þegar of langt var umliðið til þess að fara til lögregl- unnar, hefði hún ekki þorað það. Og nú þótti henni vænst af öllu um það, að sú svarta skyldi hafa komið aftur, svo að hún gæti sjálf tekið við hringnum og skýringunni á þess- ari óráðvendni. Dansmærin varð æði glöð og jafnframt hrærð yfir gömlu þvotta- konunni og fundi hringsins. Hún fór þegar til gimsteinasala og bað hann um að verðleggja steininn. En þá kom það i ljós, að steinninn var ekki nema 150-200 pengö virði. Það verður að segja þessari svörtu dansmey til lofs, að hún gaf þvotta- konunni 300 pengö i fundarlaun^ þrátt fyrir vonbrigðin af dýra stein- inum. Það upplýstist síðar, að Ber- línarkaupmaðurinn var Gyðingur. Betra en morfín. Dr. Wjalter C. Alvarez, sem er læknir við Mavoslækningastofu i Rochester í Minnesota hefir nýlega ritað lofgrein um nýtt kvalastillandi meðal, sem nefnist Dehydro-mor- phinone hydroclorid og er fimm * Oafsakanlegt hirðuleysi má það kalla af liverjum manni eða konu, sem af taugaðstyrk og slíkri veiklun er ekki nema hálf manneskja. Nuga-Tonc er meðal, sem læknisfrœðin hefir fundið og sem veitt hefir ðtal körlum og kon- um betri heilsu og meiri krafta á síð- astliðnum fjörutiu og fimm árum. Lyf- salinn þinn lætur þig hafa mánaðar- forða af NUGA-TONE töflum fyrir einn dollar og þeim fylgir fullkomin ábyrgð. Varaðu þig 4 eftirllkingum, þú átt full- an rétt á að fá það sem bezt er. sinnum áhrifameira heldur en morfin og þó óskaðlegt öllum mönn- um, því að það hefir ekki hin lam- andi áhrif með sljóleika eftirköst- um morfínsins. Meðal þetta var fundið upp i Knole-efnasmiðju í Þýskalandi 1926, en hefir verið lítt notað þang- að til læknar í Vesturheimi kyntust því. Þeir nota það nú mikið^ sér- staklega við sjúklinga, sem þjást af ólæknandi krabbameini. í grein dr. Alvarez, sem birtist í “Literary Digest,” segir að meðal þetta stöðvi þjáningar miklu fljótar og öruggar heldur en morfín, og sjúklingar, sem neyti þess, geti verið á fótum og gengið að vinnu sinni. Lækningakraft hefir það engan nenta ef vera skyldi að með því væri hægt að venja menn af ofnautn morfíns, og væri það til niikillar blessunar fyrir mannkynið. —Lesb. Bruni á Akureyri Skrifstofu- og vörugeymslultús Gefjunar brennur. Reykjavík 31. jan. Laust fyrir kl. 7 í gærkvöldi varð vart við eld i vörugeymsluhúsi ECZEMA, KAUN I og aðrir skinnsjúkdómar | læknast og græðast af Zam-Buk klæðaverksmiðjunnar Gef junnar við Glerá hjá Akureyri. Brunalið Akureyrar var þegar kvatt til, en þegar það kom á vett- vang var eldurinn orðinn svo magn- aður^ að ekki tókst að slökkva hann og brann húsið til kaldra kola. Aðalvörugeymsla og klæða- geymsla verksmiðjunnar var í þessu húsi og mun litlu sem engu hafa verið bjargað. Hús þetta var járnvarið timbur- hús og stóð vestan við verksmiðju- húsið, nálega 20 metra frá því. Verksmiðjuhúsið sakaði ekki. Um upptök eldsins var ekki kunn- ugt i gærkvöldi. —Mbl. Tómas háseti er að fara í land. Hann gengur rakleitt til tollvarð- arins og segir: —Á morgun ætla eg að fara með dálitið af tóbaki í land. Þér segið engum frá því. Og svo deplaði hann aulgunum framan í tollvörð. —Það er gott, mælti tollvörður, en lofaði engu. Þegar Tómas ætlaði í land næsta dag, umkringdu hann fimm toll- verðir og leituðu á honum hátt og lágt, en fundu ekki neitt. Að lok- um mælti einn þeirra í bræði sinni: —Þér sögðuð í gær að þér ætl- uðuð að fara með tóbak í land í dag. —Þið eruð heldur seinir á ykk- ur, mælti Tommi. Eg var með tóbakið á mér í gær þelgar eg tal- aði við tollvörðinn. C. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis | Cavalier, N. Dak®ta Churchbridge, Sask S. Loptson : Cypress River, Man F. S. Frederickson ^ Dafoe, Sask J. Stefánsson | Edinburg, N. Dakota... Jónas S- Bergmann ■ Elfros, Sask .. .Goodmundson, Mrs. J. H. | Foam Lake, Sask Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota Jónas S. Bergmann Gerald, Sask C. Paulson | Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota Háyland, Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man G. Sölvason Hove, Man A. J. Skagfeld ! Húsavík, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. Stefánsson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota.... Mozart, Sask Narrows, Man Oak Point, Man A. J. Skagfeld Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota.... Point Roberts, Wash.... S. T. Mýrdal Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash J. T. Middal Selkirk, Man Siglunes, Man Silver Ray, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask T. Kr. Tohnson Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Mrs. A. Harvev Viðir, Man Trvggvi Ingjaldsson Vogar, Man Guðmundur Jónsson Westbourne, Man Jón Valdimarsson Vrinnipeg Beach, Man.. G. Sölvason Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.