Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.02.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR, 1933 Bl.a 7 Corky Eftir V. P. lngjddson. Þessi fallega saga birtist nýlega í ritinu “The Canadian Countryman”. Höfundur hennar er Violet Paul- son kona Ingimars Ingjaldsonar fyrverandi fylkisþingmanns. Fleiri sögur hafa birst eftir hana að und- anförnu; þar á meðal ein í blaðinu : “Toronto Star Wcckly.” Þaö var i skammdeginu og birti seint á morgnana. Það var ekki orðið bjart þegar John Carson opn- aði dyrnar og sá flækingshundinn við hurðina, þar setn hann beið eftir honum Villa litla. Carson hafði hvað eftir annað reynt að reka hann burtu frá bænum með harðri hendi; en það hafði enga þýðingu. Og þetta var alt Villa litla að kenna; hann haf ði hænt hundinn að heimilinu með því að gefa honum að éta og láta vel að honum. Carson reyndi einu sinni enn að reka hundinn í burt; hann sveiaði honum, kallaði hann öllum illum nöfnum og kastaði á eftir honum spýtukubbum. Þegar Carson kom inn aftur var Villi litli að enda við að borða; hann var allur útgrátinn. “Heyrðtv Villi!” sagði Carson við son sinn í áminningarrómi, “eg ætl- ast til að þú skiljir það að þú átt aldrei aftur að gera neitt til þess að hæna þennan flækingshund að heim- ilinu; þú mátt aldrei gefa honum neitt og aldrei strjúka hann eða klappa honum. Kindurnar mínar eru of mikils virði til þess að eg eigi það á hættu að hann verði þeim að tjóni.” Carson sá, að þetta hafði engin áhrif á Villa; hann hélt því áfram á þessa leið: “Eg skal gefa þér fallegan hreinkynja hund ef þú hjálpar mér til þess að reka þennan ólukku kynblending í burt.” “Eg vil engan annan hund,” sagði Villi og var ólundarlegur á svip: “Þú sagðir að enginn ætti þennan liund ; hvers vegna má eg þá ekki eiga hann?” “Villi!” sagði Carson hastur í spuna: “Við höfum talað um þetta alt saman áður, og það oftar en einu sinni. Þú mátt ekki hafa þennan hund. Ef liann fæst ekki til að fara burt, þá verð eg bara að láta skjóta hann.” Carson tók það nærri sér að horfa á litla drenginn sinn, sem neytti allra krafta til þess að láta ekki bera á því að hann væri að gráta; eftir stundarkorn fór faðir hans út og var auðsjáanlega ákveðinn í þvi, sem hann hafði sagt. Nokkru seinna kom Carson inn aftur, og Villi sat enn þá við borð- ið. “VerÖurðu ekki ’seinn í skólann?” spurði faðir hans. “Eg held að það sé bezt fyrir hann að vera heima í dag,” sagði Dóróþea móðir Villa. “Hann fær altaf kvef þegar veðrið er rakt og hráslagalegt.” “Það er ágætis veður, Dóróþea,” sagði maður hennar: “Hvað á það að þýða að hafa strákinn heima ? Eg veit að þá ert áhyggjufull vegna þess hvað hann er horaður og af því að hann fær svo oft kvef. En það er bara holt fyrir hann að ganga þess- ar tvær mílur á skólann og heim aftur; það herðir hann og gerir hann hraustan. Rektu hann af stað undir eins!” Og Villi litli fór á skólann. Það hafði verið milt veður um daginn, en kólnaði um sólarlagið. Ský hafði dregið upp á vesturloft- ið eftir hádegið og það vissi venju- lega á ilt. Það leit út fyrir byl. Það smáhvesti og eftir örstutta stund var farið að hlaða niður snjó. Carson var ánægður yfir því, að hann hafði gefið nautgripunum sín- um, sem úti voru, nóg af heyi. Það gat vel viljað til að veðrið yrði svo slæmt að hann kæmist ekki til þeirra aftur svo dögum skifti. Hann kast- aði í hey-hrúguna seinustu drefjun- um af heygrindinni og lagði síðan af stað heim. Þegar hann var að losa hestana kom Dóróþea út úr húsinu: “Villi litli er ekki kominn heim enn þá,” sagði hún: “Eg er farin aö verða hrædd um hann; það er orðið svo dimt og kalt. Hann var ekki með leðurhúfuna sína i morgun, og svo var hann líka vetlingalaus.” Hún þagnaði. Maður hennar svar- aði engu. Þá tók hún til máls aftur og sagði: “Hann hlýtur að hafa far- ið heim með Sandals börnunum. V'iltu ekki fara þangað og sækja liann ?” “Hversvegna símarðu ekki til þess að vita hvort hann er þar eða ekki?” sagði Carson. Það var auðheyrt að hann vildi ógjarnan leggja af stað aftur með þreytta hestana. “Eg reyndi að síma,” sagði Dóró- þea, “en síminn er bilaður. Hvar gæti hann verið annarsstaðar;” bætti hún við. Það var um ekkert annað að gera fyrir Carson en að fara. Á meðan hann leiddi hestana að sleðanum og beitti þeim fyrir hann, var hann að I hugsa um það, hversu svikalaust hann skyldi taka ofan i lurginn á stráknum honum Villa fyrir það að vera að slæpast á leiðinni heim frá skólanum. Hann vissi hvað Dóró- þea var áhyggjufull; það var ljóta vitleysan í henni að vera svona hrædd um strákinn! En það var víst svona með allar mæður, sem ekki áttu nema eitt barn. Hún var víst ekki verri en aðrar i því tilliti! Þannig hugsaði Carson. Nú var kominn öskubilur. Storm- urinn hvein og öskraði og snjókorn- in stungu eins og þau væru hvöss glerjabrot. Carson var ánægður yfir því að hann hafði farið að sækja drenginn. Það var sannarlega ekki fyrir börn aö vera úti i þessu veðri. Nú fanst honum að það gæti skeð að það væri ekki dregnum sjálfum að kenna að hann kom ekki heim. Það var ekki ómögulegt að Sandals fólkið hefði séð hvernig veðrið var að verða og fengið hann til þess að vera kyrran. Þaö var annars ein- kennilegt fólk þetta Sandals fólk— það voru “útlendingar” — Carson fanst eithvað einkennilegt við alla “útlendinga.” .... Þegar Carson kom til Sandals og honum var sagt að Villi hefði ekki komið þangað, trúði hann því ekki. Honum var boðið inn, svo hann gæti spurt börnin um drenginn. “Vitið þið hvað varð af honum Villa?” spurði hann þegar hann kom inn til barnanna. “Hann fór heim,” sagði stúlka, sem var á að gizka tólf ára gömul. “Hann hefir ekki komið heim,” svaraði Carson, og einhvers konar hrollur gagntók hann. “Það er ekk- ert annað hús á leiðinni, þar sem hann hefði getað farið inn,” bætti hann við, og var eins og í leiðslu. Svo þagði hann stundarkorn, en tók aftur til máls og sagði: "Var hann einn, þegar þið sáuð hann ?” “Já — nei!” svaraði stúlkan. Corky var með honum.” Corky? Hver er það?” spurði Carson vonbetri. “Corky — veiztu ekki hver hann er?” spurði stúlkan, sem altaf varð fyrir svörunum. Hún virtist vera hissa á því að Carson vissi ekki hver Corky var. “Þaö er stóri hundurinn hans Villa,” sagði hún. Nú versnaði sagan, eftir því sem Carson fanst. Villi litli var þá ein- hversstað úti í bylnum og þessi bölv- aður flækingshundur með honum. Og það ryfjaðist upp fyrir honum sögur, sem hann hafði lesið um það að hundar hefðu svikið unglinga, narrað þá með sér út á eyðimerkur eða út í skóga og drepið þá.------- En svo reyndi hann samt að telja sér trú um að allar þess konar sög- ur væru tilbúningur og vitleysa. “Vilt þú gera svo vel að fara heim til mín?” spurði Carson, og leit á Sandal, “fara og vita hvort dreng- urinn hefir komið heim? Sé hann ekki kominn langar mig til að biðja þig að fara inn í þorpið og fá menn til þess að leita hans. Eg ætla strax að byrja að leita sjálfur.” “Elzti drengurinn minn fer heim til þín og svo inn i þorpið,” svaraði Sandal. “Eg skal koma með þér.” Sandalsdrengurinn ók af stað taf- arlaust. Carson og Sandal fóru fótgang- andi og hafði hinn síðarnefndi lukt í annari höndinni,.en skóflu í hinni. Stormurinn æddi hvæsandi og öskrandi yfir sléttuna. Það var tæplega mögulegt að komast spori lengra á móti veðrinu. Bylurinn var svo afskaplegur aö ekkert sást þótt það væri í fárra feta fjarlægð, og ofviðrið skóf snjóinn saman í afar- háa skafla á sumum stöðum, en reif hann í burtu alveg niður í svartan svörðinn á öðrum stöðum. Þegar þeir höfðu gengið eftir veg- inum sem svaraði hálfri milu, kall- aði Carson til félaga síns og sagði: “Hann hlýtur að hafa hrakið út af veginum; við skulum fara aust- ur á við.” Svo sneru þeir út af brautinni. Einu sinni þegar örstutt hlé varð á storminum, kallaöi Sandal: “Dreng- urinn minn væri kominn aftur ef barnið hefði verið komið heim. Fólkið úr þorpinu kemur bráðum að leita með okkur. Við hljótum að finna drenginn. Hann hefir líklega oltið út af dauðþreyttur og sofnað. Það hefir fent yfir hann, svo hon- um verður ekki kalt.” Carson fanst tíminn svo langur að það virtist eins og margir klukku- timar væru liðnir þegar leitarmenn- irnir komu úr þorpinu. Hann sá nú loksins luktir sem blikuðu eins og stjörnur, þar sem þeir fóru. Þeir leituðu vel og vandlega of eftir viss- um reglum. En alt var árangurs- laust. Það var komið fram undir morg- un; þeir höfðu leitað alla nóttina. Carson tók eftir því að luktirnar hurfu hver á eftir annari. — Þær hurfu allar nema ein—Sandal fór ekki með hinum mönnunum, hann hélt áfram að leita hvíldarlaust. “Það er býsna kalt,” sagði hann afsakandi, “þeir fóru heim til min, til þess að fá eitthvað heitt að drekka og borða.” Eftir stutta þögn hélt hann áfram og sagði: “Þeir koma aftur um birtinguna.” Storminn iægði; tunglið, sem var á siðasta kvartilinu, birtist, þegar bylurinn minkaði og varpaði geig- vænlegum geislum á alt umhverfiö. Carson kom auga á nautgripina sína, þar sem þeir lágu í þéttum hóp og hnipruðu sig hver upp að öðrurn; þeim var auðsjáanlega kalt og leið ifla. Skýlið, sem hann hafði bygt þeim, var afar lélegt; hann hugsaði sér nú að byggja þ'eim annað betra. Alt i kring um nautgripina var snjórinn troðinn og honum rótað upp í hrúgur eða hauga; og frá þess- um haugum lagði einkennilega skugga í tunglsljósinu. Carson fanst eins og þetta væri alt saman mar- tröð eða ægilegur draumur. Hann fann hvorki til þreytu, þorsta né hungurs; hann hafði enga sérstaka eða ákveðna tilfinningu, en honuin leið ver en orð geti lýst. Hugur hans hvarflaði heim til Dóróþeu; hún var alein heima; það fanst honum hljóta að vera voðalegt að vera heima og bíða — geta ekkert gert nema bara bíða. En var það annars mögulegt að nokk- uð gæti verið verra en það, sem hann var að gera?—að grafa snjó- inn og róta honum upp til þess að leita að barninu • þeirra hlaupandi frá einum skaflinum til annars með þeim kvölum, sem því fylgja aö hrekjast á milli vonar og ótta — brenna í eldi óvissunnar um það hvort barnið fyndist lífs eða liðið. Alt í einu var eins og hann lyft- ist upp úr djúpi þessara skelfilegu hugsana; hann heyrði Sandal kalla. Hann flýtti sér til hans eins og fæt- ur toguðu. — Sandal hafði fundið skólatöskuna hans Villa litla. “Hann hefir farið þessa leið!” sagði Sandal. Carson tók við töskunni og þukl- aði hana alla eins og dýrmætan helgidóm; hann vissi hvað var i henni — það var óhrein og marg- þukluð skrifbók, nokkrar úrklipp- úr og ritblýja kassi. Þetta voru alt dýrgripið í augum Villa litla. Nú óskaði Carson þess með sjálfum sér að hann hefði veitt dregnum meiri athygli þegar hann var að skrifa í bókina. Þegar þeir Carson og Sandal voru orðnir einir eftir, sáu þeir að hinum leitarmönnunum hafði sézt yfir margá staði; þeir leituðu þar all- staðar með hinni mestu nákvæmni— en það var árangurslaust. Alt i einu heyrðist ægilegt hljóð í næturkyrðinni; það var sléttuúlfur —vargurinn, sem alt rífur í sig. Carson stundi þungan. Þeir hlustuðu. “Það er þarna hinum megin við runninn, hjá gilinu,” sagöi Sandal, og hljóp af stað eins og örskot. Þeir fundu förin eftir úlfinn og röktu þau alt í kring uin háltnhrúg- urnar, inn í smáviðarrunna og út úr þeim >aftur niður að gilinu; þar runnu sporin saman við spor ann- ara dýra: “Það er skrokkur af dauðum hesti hérna nálægt,” sagði Carson við Sandal. “Já, hérna er hann!” svar- aði Sandal. “Þess vegna hafa dýr- in flokkast hingað. Við skulum snúa aftur.” Þeir röktu sín eigin spor til baka, og steinþögðu báðir.--------- Loksins var þessi skelfilega nótt liðin; bleikrauður litur færðist á austurloftið. Um dögun bjuggust þeir við aö hinir leitarmennirnir kæmu aftur; en Carson þóttist vita að úti væri um alla von. Það var ómögulegt að nokkurt barn gæti lif- að af eins helkalda nótt og þessi hafði verið. Hann stóð eins og steini lostinn, þar sem þeir höfðu fundið skólatöskuna. Þegar hann horfði þaðan í austur, kom hann auga á stóra hálmhrúgu. Og nú mundi hann alt í einu eftir hundin- um. Hann kallaði á félaga sinn og hljóp af stað i hendingskasti----- Carson skreið á f jórum fótum eft- ir geil eða göngum i hálmhrúgunni. Inst í geilinni fann hann Villa litla steinsofandi; hundurinn lá hjá hon- um og vafði sig utan um hann all- an. Carson tók son sinn skyndilega upp í fangið og flýtti sér með hann út úr geilinni. Hann þreifaði á and- litinu á honum og höndunum og fann að honum var vel hlýtt. Hann hafði heimt drenginn sinn úr heljar heilbrigðan og ómeiddan. Hann þrísti honum af alefli upp að brjósti sér. “Eg ætla að flýta mér að segja hinum leitarmönnunum að drengur- inn sé fundinn,” sagði Sandal. Car- son fanst eins og hann heyrði þessi orð í draumi. “Eg vissi að þú mundir koma,” sagði Villi litli, “það var svo hvast að eg varð að hafa augun aftur þeg- ar eg gekk og halda handleggjunum um hálsinn á Corky. Svo gengum við og gengum ósköp lengi þangað til við komumst hingað.” Augu Carsons flutu i fagnaöar- tárum og hann horfði stöðugt á son sinn og hundinn. “Pabbi!” sagði Villi litli biðjandi: “Eg vil engan annan hund; eg vil ENROLL NOW! Take advantage of the low tuition rates now prevailing Day School $12 per month Nlght School $4 per month SUBJECTS SHORTHAND BOOKKEEPING TYPEWRITING PENMANSHIP RAPID CALCULATION ARITHMETIC SPELLING CORRESPONDENCE SECRETARIAL PRACTICE, ETC. Call or write for descriptive folder. Emplre Business College 212 Enderton Building Portage and Hargrave TELFPHONE (Next to Eaton’s) 23 232 Winnipeg Einkennileg blaða- menska (Framh frá bls. i) Hvað snertir fyrsta atriðið slær Kringla sig sjálfa á munninn. Hvert mannsbarn í Canada veit um auð- legð Mr. Bennetts. Er ótrúlegt að Kringla sé sá fáráðlingur, að vita ekki að hún er að fara með botn- lausan vaðal.— Um annað atriðið má segja þetta: Ef Mr. Bennett getur ekki gefið höfðinglegar gjafir, maður, sem er stórauðugur, þá hlyti það að vera af því, að hann gæti ekki fengið sig til þess; væri svo nískur, að hann gæti ekki séð af skildingunum. I þessu felst ekki svó lítið mannlast um Mr. Bennett, og það óverðskuld- að og skammarlegt. — Það vill nú svo til um þessar mundir, i neyðinni alræindu, aö Mr. Bennett er að gefa höfðinglegar gjafir til fátækra og allslausra í borginni Calgary, þar sem hann á heima. Á hverjum mánuði kemur sú upphæð, er Mr. Bennett fær í kaup, sem stjórnarformaður og þingmaður, (er mun vera talsvert á annað þúsund á mánuði), í ávísun, í vissa matvörubúð í Calgary, og trúnaðarmaður hans þar skiftir þessu, í vörum, milli þeirra, sem bágt eiga. Má af þessu ráða, að Mr. Ben- nett er ónískur maður. Á ekkert bágt með að sjá af skildingum. Get- ur gefið höfðinglegar gjafir, þegar honum svo sýnist, eins og eg sagöi í grein minni. Þá er þriðja atriðið í hinni maka- lausu skoðun Kringlu, nefnilega, að konungur vor hafi ekkert vitað hvað hann var að gera, þegar hann gaf Mr. Bennett sæti í þessari virðu- legu reglu. Alment mun það vera álitið, að konungur vor sé rnaður vel viti bor- inn, vel mentaður og göfugur í hugsun, er geri alt sem í hans valdi stendur, að þegnum hans geti liðið sem bezt. Munu þegnar hins brezka ríkis bera hið fylsta traust til hans, bæði aö því er kemur til útbýtinga sæmda og til allra annara konung- legra athafna. Gat eg þess til í grein minni, að hans hátign hefði vel vitað hvað hann var að gera, þegar hann sæmdi Mr. Bennett með krossi Jóhannesar- orðunnar og með sæti í þeirri reglu. Með því að segja mig ósanninda- mann að þessu, er Heimskringla, að mér skilst, að fara með níð um hans hátign konunginn. Liggur og beint viö að í þessu felist einnig níð um Mr. Bennett. Að hann hafi verið ó- verðugur sæmdarinnar og að regl- unni væri engin sæmd af, eða styrk- ur í, að hafa hann með. Með því eina móti væri mögulegt að segja aö konungur vor hefði ekki vitað hvað hann var að gera þegar hann veitti Mr. Bennett þessa sæmd.— Verði Kringla ekki látin sæta á- byrgð á þessu makalausa tiltæki sínu, sleppur hún vel og má þakka fyrir. Verður heimska hennar þar helzt til afsökunar. Einfeldnin, fremur en tvöfeldnin( bjarga henni sennilega í þetta sinn.— Ekki býst eg við aö Kringla kunni sig svo vel að hún fari að biðja mig afsökunar á að hafa kall- að mig “ósannindamann” að því sem eg sagði bókstaflega satt. Rétt og rangt virðist vera mikið til það sama í hennar augum. Munitrinn helzt í þvi fólginn hvoru er hentugra ' að beyta í hvert sinn; þvi það er J upplag hennar að vera kæn og j slungin, þó það takist ekki æfinlega | ^em fimlegast, mest vegna óþægi- legrar takmörkunar á almennri þekking þeirrar gömlu. bara------------” “Þú sannarlega þarft engan annan hund!” svaraði Carson, “Corky þinn er bezti hundur, sem hægt er að hugsa sér.” Carson flýtti sér heim til Dóró- þeu, og óð snjóinn rösklega með son þeirra í fanginu. Á undan honum tritlaði kynblendingurinn og flæk- ingurinn Corky, hringaði rófuna uppi á baki, bar höfuðið hátt og tignarlega og leit á víxl til beggja hliða. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Mikillar gremju sýnist það hafa valdið þeirri kringlóttu, að eg mint- ist nokkuð rækilega á hve mörgu að hún hefði slept og hve fátt hún hefði tekið með í reikninginn, þegar hún fór að lýsa J óhannesarreglunni. Langflestu var alveg slept. Aðeins örfá atriði voru tekin til greina og þau öll rangfærð. Taldi eg þau at- riði er Kringla ræddi, vera þrjú að tölu. En þau voru raunar fjögur. Þetta fjórða atriði var um tilgang reglunnar. Kringla telur markmið reglunnar hafa verið “að vinna að öllu góðu,” sem er vitanlega ofboð fallegt. En þessi lýsing hefir þann annmarka, aö hún er býsna ónákvæm. Hún er eins ónákvæm eins og ef sagt væri, að Kringla væri sett til að vinna að öllu illu. Og þó sú kringlótta hafi tekið að sér það, sem hún hefir get- að af þvi tægi, þá hefir hún þó aldrei getað þanið sig yfir það alt. Kraftar hennar, eins og allra ann- ara, eru takmarkaðir. Sama er með Jóhannesarregluna. Hún gat ekki tekið að sér alt það góða i heimin- utn og lét sér því nægja, að líkna særðum og sjúkum. Eitt gremjuefniö hjá Kringlu er það, að eg hafi orðið of margorður í þessum aðfinningum mínum, vegna ! þess, að tilgangur sinn hafi einungis verið sá, “að þýða titil reglunnar fyrir Lögberg.” Það er nú sjálf- sagt æfinlega gott; að hjálpa öðrum —ef þess er þörf. En þessi þýðing Kringlu hefir tekist hörmulega.. Það vill nú svo til, að titillinn, eins og tíðkaðist á miðöldunum, er á latínu. Þar stendur aö reglan sé helguð Sancti Johannis Baptistae. Kringla hlýtur að vera fremur illa latínu- lærð, að halda að hér sé átt við Jó- tannes Zebedeusson. xEn það var nú það sem hún þó kom með fyrst. Mikil andleg fátækt má það vera á heimili þeirrar gömlu, ef enginn í ‘familíunni” sá ráð til að komast fram úr þessari auðveldu latínu.— Ekki kemur mér það neitt undar- lega fyrir þó Heimskringla láti ekki sem bezt af prestsskap minum. Það er langt siðan, að það varð umræðu- efni í dálkum hennar. Kvartaði hún oftar en einu sinni yfir því hve ó- hæfur eg væri i þeirri stöðu. Fór hún fram á það við kirkjuvöldin, er þá voru, að mér væri gefin dugleg áminning, fyrir það, sem hún nefndi “árás” á sig og sín málefni. Helzt vildi hún víst að eg væri rekinn, ef það væri fáanlegt. Býst eg við að sú gamla sé sama hugar enn og er eg ekki neitt sérstaklega órólegur yfir því.— Ýmislegt ljótt hefir Heimskringla um mig sagt, eða gefið í skyn á fyrri árum og seinni. Og nú lítur út fyrir að þá gömlu langi til að segja eitthvað ósköp ljótt. Geri hún svo vel. Segi hún alt það ljótasta og versta um mig sem hún á til. Ein- ungis vildi eg mælast til, að hún segi satt. Segi hún sannleikann, hvernig sem hann er, skal eg ekki kvarta. — Líklega eru þetta nú þungir skil- málar fyrir blaðið, þegar maður í- hugar þekking þess og upplag. En naumast er hægt aö segja, að skil- málarnir séu ósanngjarnir. Svo er hér ofurhtil ráðlegging til Kringlu. Vilji hún troða illsakir við einhvern og vera dálítið sling í því, þá verður hún að hafa sannar sakir. Tilbúnar sögur hitta ekki markið. Þær ná ekki til samvizku manns. En til samvizku manna verður hún að ná með skeytum sínum^ eða þau falla niður máttlaus. Viti nú Kringla ekki, hvorki af þekking né af eigin reynd, hvað samvizka er, þá væri ekki úr vegi fyrir hana, að líta eftir skýring í góðri orðabók, eða þá að fletta upp á “alfræðibókinni brezku,” er hún viröist hafa heyrt getið um, þó lítið hafi hún af henni lært. Ekki kemur ritstjóri Lögbergs eiginlega neitt við þessum leiðrétt- ingum mínum á vaðli og missögn- um Kringlu. Því síður Mr. S. O. Bjerring, féhirðir kirkjufélagsins, sem er vitanlega algerlega laus við þessi orðaviðskifti. Hvers vegna á hann er minst skil eg ekki. Lýtur helzt út fyrir að Kringla “vfti ekk- ert hvað hún er að gjöra,” þegar hún er að senda mér þessi illúðugu skevti í dálkum sinum. Gimli, Manitoba, þ. 20 febr.. 1933 Jóhann Bjarnason.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.